Fæðingin - hverjir voru viðstaddir?

efima | 23. nóv. '15, kl: 14:19:19 | 246 | Svara | Meðganga | 0

Þið sem hafið fætt barn, hverja höfðuð þið með ykkur inni á stofunni og hvernig fannst ykkur það? Hefðuð þið viljað hafa fleiri, færri eða hvað?

Endilega komið með sögur, er að fara að eiga fyrsta barn og er svolítið byrjuð að velta þessu fyrir mér :)

 

Hedwig | 23. nóv. '15, kl: 17:30:56 | Svara | Meðganga | 0

Var bara með kallinn með mér og fannst það fínt. Síðan var svo mikið af ljósum og læknum og svona þannig að það var nóg af fólki alltaf :P. Smá að stríða okkur litlan og þessvegna var svona mikill umgangur. 

ilmbjörk | 25. nóv. '15, kl: 16:08:51 | Svara | Meðganga | 0

Maðurinn minn og mamma.. og svo auðvitað ljósan.. og síðan eftir 15 klst bættist önnur ljósa við.. og svo var mér rúllað inn á skurðstofu þar sem voru 1 skurðlæknir, læknir í skuðrstofuþjálfun, skurðstofuhjúkka og svæfingarlæknir ;)


núna verður það bara maðurinn minn, amk til að byrja með, og svo sjáum við til hvaða heilbrigðisstarfsfólk bætist í hópinn :)

nycfan | 26. nóv. '15, kl: 10:16:43 | Svara | Meðganga | 0

Bara maðurinn minn, hefði ekki viljað hafa fleiri. Svo kom ljósan auðvitað og var mestallan tíman því þetta gekk svo hratt, svo kom önnur ljósa og svo fæðingalæknir því stubburinn var með pínu vesen þó þetta hafi gengið hratt.

Elisama | 26. nóv. '15, kl: 16:39:51 | Svara | Meðganga | 0

Kærastinn, mamma og systir mín. Mér fannst það bara mjög gott :) Hugsa að ég stefni á næst að hafa bara kærastann, annars veit ég það ekki alveg.

elinnet | 27. nóv. '15, kl: 23:31:07 | Svara | Meðganga | 0

Fyrst bara maðurinn minn og slatti af heilbrigðisstarfsfólki (áhættufæðing sem gekk samt vel), næst bara maðurinn minn, síðan maðurinn minn, eldri börnin okkar og 2 ljósur.

Pippí | 28. nóv. '15, kl: 17:03:11 | Svara | Meðganga | 0

Maðurinn minn var sá eini sem var með mér (fyrir utan ljósmóður), ég hefði ekki viljað hafa fleiri. Held að í fæðingunni hefði það ekki skipt mig neinu máli svo sem hvort það hefðu verið 10 manns eða enginn hjá mér þar sem ég sónaði gjörsamlega út. En strax eftir þá hefði ég ekki viljað hafa neinn nema hann, þetta var bara okkar stund.

Anímóna | 28. nóv. '15, kl: 22:21:11 | Svara | Meðganga | 0

Var 19 þegar ég átti fyrsta, var með bæði pabba hennar og mömmu mína og hefði ekki viljað hafa það öðruvísi, mikill stuðningur í mömmu.


Sex árum seinna þegar ég átti svo seinna barn ætlaði ég að fá mömmu aftur því ég var viss um að ég þyrfti á því að halda. Var búin að vera með verki í einhverja tíma hér heima, missti svo vatnið og þá bara gerðist allt svo hratt, kom upp á deild með 4 í útvíkkun og barnið var fætt innan við klukkutíma seinna. Þannig að ég bara náði ekkert að hringja í mömmu, hringdi bara þegar allur saumaskapur var búinn og barnið komið á brjóst, ca. klst seinna. ÞAnnig að þá var það ss bara maðurinn minn og mér eiginlega hefði verið sama þó hann væri ekki þarna, nema eftirá, ég fór bara algjörlega inn í sjálfa mig (og glaðloftið hehe). 
Svona geta fæðingar verið ólíkar.

saf85 | 30. nóv. '15, kl: 17:40:06 | Svara | Meðganga | 0

Bara maðurinn minn í bæði skiptin og verður aftur núna með þriðja barn.
í fyrstu fæðingu var ljósan svo líka og svo kom aðstoðarmanneskja og einhver læknir og að mér fannst "fullt" af fólki, sem gerði ekkert nema bara horfa eða skipta sér af!! (en var eflaust að gera eitthvað gagn)
með seinni fæðingu að þá var bara ljósan og svo kom hjúkrunarfræðingur inn bara rétt áður en ég fór að rembast til að aðstoða ljósuna og hún fór svo bara um leið og barnið var fætt.

Mér fannst það mjög þægilegt að hafa bara svona fáa. Fannst mjög óþægilegt þegar margir voru að tala við mig í einu og segja mér til. skapaði smá svona óreiðu og ég fann frekar fyrir óöryggi heldur en einhverju öðru.

-------------------------------------------------------------------------------
Skvísan kom i heimin 3 sept 2007
Lítill prins kom í heiminn 3 nóv 2010

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hormónabumba? baunamóðir 14.5.2016 21.5.2016 | 10:03
Snemmsónar, mynd? bumba3 18.5.2016 18.5.2016 | 20:54
einhver lent í seinu/engu jákvæðu óléttuprófi? Jona714 14.5.2016 15.5.2016 | 20:09
Brjóstaspenna... marel84 11.5.2016 13.5.2016 | 22:15
Stingur í byrjun meðgöngu holyoke 5.5.2016 7.5.2016 | 21:16
Lækkun á hcg escape 5.5.2016 7.5.2016 | 17:05
Septemberbumbur 2016 Sarabía 6.5.2016
ógleði? baunamóðir 3.5.2016 5.5.2016 | 22:15
Að festa base fyrir bílstól mirja 3.5.2016 3.5.2016 | 21:52
Herpes á 13viku Saynomore 29.4.2016 3.5.2016 | 17:09
Reyna aftur eftir missi adifirebird 1.5.2016 2.5.2016 | 10:28
Missir pukka 8.10.2015 30.4.2016 | 11:57
Tækni og óléttupróf? escape 27.4.2016 29.4.2016 | 20:12
Skipta um vinnu á meðgöngu? air2016 27.4.2016 29.4.2016 | 17:24
Að segja frá MommyToBe 28.4.2016 29.4.2016 | 14:27
Óglatt ALLTAF!!! marel84 27.4.2016 28.4.2016 | 22:44
ólétt í fyrsta skiptið í tækni en... sevenup77 6.3.2016 27.4.2016 | 22:48
39 vikur og endalaust svöng efima 27.4.2016 27.4.2016 | 22:45
Fæðingadeild Akranesi - Spurningar. anitaosk123 5.4.2016 26.4.2016 | 11:44
Október bumbur.. Sveskja mamma 7.3.2009 25.4.2016 | 22:53
Hvenær eru þið að segja frá. t.d. vinnunni. sveitastelpa22 24.4.2016 25.4.2016 | 22:52
Októberbumbur 2016 evus86 21.4.2016 25.4.2016 | 10:43
Sitjandi fæðing vs keisari helena123456 23.4.2016 24.4.2016 | 20:50
Ljáðu mér eyra músalingur 30.3.2016 22.4.2016 | 23:30
verkir magga mús dyraland 4.4.2016 22.4.2016 | 22:22
Hvar fæst doppler? villimey123 14.3.2016 22.4.2016 | 20:47
Ólétt :D :D sveitastelpa22 22.4.2016 22.4.2016 | 19:33
12 vikna sónar verð krilamamma 5.4.2016 20.4.2016 | 19:44
Ný fæðingarsögubók! 50fæðingarsögur 19.4.2016
brúnt í útferð á 6+ viku adifirebird 18.4.2016 18.4.2016 | 09:09
leita að bumbuhóp janúar07 16.4.2016 17.4.2016 | 22:33
Lítið legvatn í 20v sónar zaqwsx 19.3.2016 17.4.2016 | 17:04
Heitir pottar og meðganga !!!! utiljos 19.3.2016 13.4.2016 | 12:39
Stingir á 13 viku? Curly27 3.4.2016 7.4.2016 | 16:12
Heimafæðingar í september ... FireStorm 4.4.2016 4.4.2016 | 21:37
Júníbumbur-facebook hópur spæta123 24.2.2016 4.4.2016 | 16:13
Tavegyl á meðgöngu Jólabumba2016 2.4.2016 2.4.2016 | 19:19
hiti og sýking í fæðingu mb123 2.4.2016
Septemberbumbur hópur 25 ára og yngri anitaosk123 28.1.2016 2.4.2016 | 14:10
Miklir fyrirvaraverkir 35 vikur? efima 29.3.2016 1.4.2016 | 20:41
Þvagfærasýking á meðgöngu Rósý83 25.2.2016 1.4.2016 | 17:36
Hvað virkar best við hægðatregðu? talía 4.2.2016 1.4.2016 | 17:28
Doopler 4keisaramamma 8.3.2016 31.3.2016 | 18:32
hvert fer ég (fyrsta skoðun) ? krilamamma 29.3.2016 30.3.2016 | 17:32
Hefur einhver hérna fengið óléttu hita? Leynóbumba 27.2.2016 29.3.2016 | 12:12
Slímtappi og samdrættir Annie88 11.12.2010 28.3.2016 | 21:58
Óglatt allan sólarhringinn bumba16 5.2.2016 28.3.2016 | 20:58
Septemberbumbur 35+ Feykirofa 28.3.2016 28.3.2016 | 20:57
Einhver purfað þessi egglosapróf eb84 26.3.2016 27.3.2016 | 13:21
Öðruvísi lykt og áferð úr leggöngum talía 23.3.2016 26.3.2016 | 18:15
Síða 9 af 8002 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Hr Tölva, tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien