Fallegir sálmar í jarðarförum.

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:30:59 | 3774 | Svara | Er.is | 1

Þið sem hafði lagt hugsun í þetta, hvaða sálmar þykja ykkur fallegir í jarðarförum? Ég var að missa manneskju sem var mér afar kær og dó fyrir aldur fram. Er að reyna að velja fallega sálma.

Hvaða sálma hafi þið sjálf valið í jarðarfarir og hvaða sálmar finnst ykkur einstaklega fallegir?

 

Knitess | 29. okt. '09, kl: 19:32:00 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst "Dag í senn" ofboðslega fallegur sálmur.

------------------------
Knit happens!

stormur80 | 29. okt. '09, kl: 19:33:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Drottinn er minn hriðir.23.Davíðssálmur.

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

isora | 29. okt. '09, kl: 19:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó undur lífs finnst mér mjög fallegur (og lagið er mjög fallegt)

http://www.utfor.is/salmaskra/o_undur_lifs.htm

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:47:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta. Hérna er brot úr laginu: http://www.icelandicmusic.com/Music/Player.aspx?ID=76701

(ég er að setja lögin inn hérna svo ég geti spilað þau fyrir fleiri sem hafa með valið að gera :) )

svara | 29. okt. '09, kl: 19:34:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Drottinn er minn hirðir er mjög fallegt.

Innilegar samúðarkveðjur.

Chaos | 29. okt. '09, kl: 20:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

visindaundur | 29. okt. '09, kl: 19:36:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Snert hörpu mína - eftir Davíð Stefánsson

Svo mæli ég með því að spila eitthvað sem heillaði manneskjuna sem þið voruð að missa..þó það sé ekki endilega sálmur.

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hérna er lagið: http://www.youtube.com/watch?v=n5JIwA5l_Yo

Veit ekki hvort það eigi við hana. Við erum einmitt að reyna að velja lög sem heilluðu hana. :) Takk.

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:36:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hérna er lagið "Dag í senn", fallegur sálmur. Takk fyrir þetta. :)

http://www.facebook.com/video/video.php?v=1109589709849

12stock | 29. okt. '09, kl: 20:47:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat! Í útsetningu Gunnars Gunnarssonar. Hvaða kór syngur þetta ef ég má spyrja?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

punkturcom | 29. okt. '09, kl: 19:34:37 | Svara | Er.is | 0

Samúðarkveðjur til þín, dettur því miður enginn sálmur í hug.

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

hugmyndalaus | 29. okt. '09, kl: 19:38:50 | Svara | Er.is | 0

uppáhldið mitt er íslenska útgáfan af "amigos para siempre"

ég man samt því miður ekki íslenska nafnið á þessu en hef einmitt valið þetta sem sálm ef ég hef "ráðið" einhverju um tónlist í útförum í fjölskyldunni,

Maíbaun 2013 | 29. okt. '09, kl: 19:40:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem englarnir syngja sefur tu...man ekki hvad tad heitir en bubbi syngur tad

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:53:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér þykir þetta fallegt lag hjá honum Bubba, spurning hvort það eigi við. Takk fyrir þetta. :)
http://www.youtube.com/watch?v=T25QPeV-T2M

Edalmedal | 29. okt. '09, kl: 19:56:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta lag var einmitt samið fyrir jarðaför ungs drengs. Virkilega fallegt lag.

Tundurdufl | 30. okt. '09, kl: 08:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var sungið í jarðarförinni hjá mömmu.. oh æðislegt lag

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:51:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hérna er lagið á spænsku. Æhh, það er svolítið erfitt að velja sálma sem ég held að hefðu verið henni að skapi. Takk fyrir þetta.
http://www.youtube.com/watch?v=rsvVzAn_qlI

Honey Drops | 29. okt. '09, kl: 20:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það heitir eitthvað í þessa áttina ísl.útgáfan af Amigos para siempre:
"Jörð þín glóa aldin græna"
Ofboðslega fallegt lag og áhrifaríkt.

Honey Drops | 29. okt. '09, kl: 20:09:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fann þetta:

Jörð
Jörð, þín glóa aldin græna, jörð,

því geislar sólar halda stöðugt um þig vörð,

þinn yljar kalda svörð og rætur.

Kvöld, á himni birtast húmsins tjöld,

þá hafa tungl og stjörnur tekið yfir völd,

það bjarta vetrarkvöld og nætur.Svo þegar nóttin líður inn svo helgihljóð,

við heitum ykkur því að vera ljúf og góð,

því bak við himinsblæju leynast lævís ský

og lítið barn sem grætur.

Svo þegar máni sænum möttul gylltan ljær,

þá marbúinn hann sínar perluskeljar þvær.

En lítil hljóðlát bára kyssir klettaströnd,

kuðunga og steina.Við, sem þráum ástúð, fegurð, frið

og fengum þetta stóra yndislega svið,

sem býður okkur brauð og klæði.

Jörð, hér forðum varst þú fersk og hrein,

á fögrum sumardögum röðull við þér skein,

þá ilmar gjarnan grein í skógi.Svo þegar...
Höfundur texta: Einar Steinþórsson
Höfundur lags: Amigos paro sempre

Daisy Bell | 29. okt. '09, kl: 19:40:27 | Svara | Er.is | 0

Ég kann hvorki né þekki neina sálma, en fallegasta "stund" sem ég hef átt með lagi í jarðarför var þegar Vikivaki var sungið.

Það er kannski óviðeigandi, ég veit það ekki. En mér fannst það óskaplega fallegt.

____________________________________________________________
How can I believe in God when just last week I got my tongue caught in the roller of an electric typewriter?

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:55:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða lag er Vikivaki?

Daisy Bell | 29. okt. '09, kl: 20:05:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dægurlag, samið við ljóð Jóhannesar úr Kötlum.

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=93262 Það hefur einhver sett ljóðið hingað inn.

Þetta lag er hvorki sorg né dauði, heldur bara vor og bjartsýni. Þetta var eitt uppáhaldslag manneskjunnar sem verið var að jarða og þetta átti bara svo vel við þarna. Óskaplega fallegt.

____________________________________________________________
How can I believe in God when just last week I got my tongue caught in the roller of an electric typewriter?

mýflugan | 29. okt. '09, kl: 19:41:48 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst fallegast að hafa sem minnst af sálmun en heldur uppáhaldslög þeirra sem voru að fara.
Samúðarkveðjur til þín Kaos.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:57:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er einmitt það sem við höfum hugsað okkur. Ég kalla þetta reyndar allt saman sálma. :) Annars er uppáhaldslagði hennar með afar óviðeigandi texta, spurning um að spila það bara á píanó. :)
Takk fyrir kveðjuna.

mýflugan | 29. okt. '09, kl: 20:01:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða lag er það?
Ég var annars í jarðarför um daginn þar sem enginn sálmur var sunginn, en maður konunnar valdi eitt lag, börnin hvert sitt sem þeim fannst minna á mömmu sína og síðan var uppáhaldslag konunnar.
Manni hlýnaði um hjartaræturnar þegar maður vissi hver hafði valið hvert lag og hvernig hafði verið nostrað við bænaskrána.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Chaos | 29. okt. '09, kl: 20:08:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En yndislegt :) Okkur langar einmitt að lögin hennar séu spiluð, hún átti líka uppáhalds sálma. Mig langaði samt að fá tillögur svona ef þið mynduð óvænt hitta á e-n sálm sem á við hana. :)
Ég skal senda þér nafnið á laginu í skilaboðum, vil helst halda nafnleyndinni og það vita allir sem þekkja til um hvern ræðir ef ég segi nafnið á laginu. ;-)

Borki | 29. okt. '09, kl: 19:42:11 | Svara | Er.is | 0

Drottinn er minn hirðir, Fögur sértu sveitin mín og Í bljúgri bæn.

Samhryggist.

______________________________________
óska eftir að kaupa monopoly!

xarax | 29. okt. '09, kl: 19:48:01 | Svara | Er.is | 0

Í bljúgri bæn. Það fer samt rosalega eftir manneskjunni sjálfri.
Er nýbúin að standa í þessu sjálf:/ Manneskjan hafði sínar eigin óskir líka sem við auðvitað tókum tillit til, var mjög viðeigandi í hennar tilfelli..

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Maíbaun 2013 | 29. okt. '09, kl: 19:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja i bljúgri bæn það er bara fallegt! var sungið i jardarförinni hja pabba :)

Chaos | 29. okt. '09, kl: 19:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk stelpur! Í bljúgri bæn er mjög fallegt. :)

dreki11 | 29. okt. '09, kl: 20:00:27 | Svara | Er.is | 0

innilegar samúðarkveðjur til þín..
mér finnst lagið kveðja með Bubba (held það heiti það) vera mjög fallegt

Queen of England | 29. okt. '09, kl: 20:06:23 | Svara | Er.is | 0

Í bljúgri bæn og Ó þá náð að eiga Jésú, finnst mér mjög fallegir.

__________________________________________
Ein af snyrtiskyttunum þremur..

Queen of England | 29. okt. '09, kl: 20:09:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og innilegustu samúðarkveðjur mín kæra.

__________________________________________
Ein af snyrtiskyttunum þremur..

LitlaSkvís | 29. okt. '09, kl: 20:08:45 | Svara | Er.is | 0

Ég samhryggist þér mín kæra.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

punkturcom | 29. okt. '09, kl: 20:12:36 | Svara | Er.is | 0

Í jarðaför blóðföður míns var lagið Ást sungið af dætrum hans, og einnig var spilað "eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt". Man ekki nafnið :(
Það var mjög fallegt.

Pandóra | 29. okt. '09, kl: 20:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er Söknuður e. Vilhjálm Vilhjálmsson.

punkturcom | 29. okt. '09, kl: 20:46:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg rétt, takk :)

Amethyst | 29. okt. '09, kl: 20:14:17 | Svara | Er.is | 0

Hærra minn guð til þín
Drottinn er minn hirðir
Amigos para siempre ( Vinir að eilífu)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Ƹ̵̡Ӝ̵̨̄Ʒ 女王 Ƹ̵̡Ӝ̵̨̄Ʒ

Pandóra | 29. okt. '09, kl: 20:15:39 | Svara | Er.is | 0

Samhryggist þér innilega.

Ég hef ekki valið sálma, en hef valið tónlist fyrir jarðarför manneskju sem var mjög náin mér. Hann var ekki trúaður, svo tónlistin var að mestu veraldleg, Snert hörpu mína var sungið, og Hörður Torfa kom og söng "ég leitaði blárra blóma", og Söknuður e. Villa vill var leikinn á orgelið fyrir athöfn. Allt tónlist sem hann hafði sjálfur haldið mikið uppá og hafði merkingu.

SillyBilly | 29. okt. '09, kl: 20:29:41 | Svara | Er.is | 1

When I think of angels I think of you - finnst mér alltaf svo fallegt. Sumum finnst það bara eiga við börn - en þar sem þetta var (ef mér skjátlast ekki) ung stúlka í blóma lífs finnst mér þetta alveg geta passað.

Samhryggist innilega.

SmartgerðurGlimmerbrók | 29. okt. '09, kl: 20:32:59 | Svara | Er.is | 0

Samhryggist innilega Chaos mín.

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

frk fix | 29. okt. '09, kl: 20:41:58 | Svara | Er.is | 0

Eitt það fallegasta sem ég heyri í jarðarförum er "Nú legg ég augun aftur/Ég fel í forsjá þína" Lagið er gullfallegt og sömuleiðis textinn.

Hér er upptaka af laginu... en mér finnst flutningurinn reyndar ekki nógu góður, alltof hægt. En leyfir þér amk að heyra hvernig lagið hljómar.
-Samúðarkveðjur..

Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.

Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt

frk fix | 29. okt. '09, kl: 21:03:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afsakið... ég gleymdi að setja slóðina með..

hér er hún http://mugison.bandcamp.com/track/n-legg-g-augun-aftur

mýflugan | 29. okt. '09, kl: 22:20:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög fallegt í staðinn fyrir - Allt eins og blómstrið eina (moldun)- sem er hræðilega drungalegur sálmur og fornaldarlegur finnst mér.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

DirtyBlonde | 29. okt. '09, kl: 20:46:22 | Svara | Er.is | 0

Þetta lag var sungið við jarðaför manneskju sem var mér mjög kær. Ég á enn erfitt með að hlusta á það en mér þykir það samt svo óskaplega fallegt.

http://www.tonlist.is/Video/MusicVideo/1250/oskar_petursson/thu_gaetir_min/

Samhryggist þér.

-------------------
http://lefunny.net/wp-content/uploads/2012/11/How-girls-look-at-other-hot-girls-lefunny.net_.gif

strákamamma | 29. okt. '09, kl: 21:00:19 | Svara | Er.is | 1

mér finnst tómlist í jarðarför verða að passa við þann sem verið er að jarða.

Ekki rosalega guðasálma yfir trúlausu fólki og svoleiðis

strákamamman;)

Gunnýkr | 29. okt. '09, kl: 21:08:13 | Svara | Er.is | 0

Ég er í kirkjukór sjálf og syng oft við jarðafarir.
Mér finnst alltaf mjög fallegt að syngja ,,Kallið er komið" á jarðaförum.

ópalið | 6. júl. '18, kl: 23:32:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finn hvergi lagið til að hlusta á, ertu með einhvern link? (afs veit þetta er gamall þráður)

Don´t drink and drive, take lsd and fly

Chaos | 29. okt. '09, kl: 21:21:25 | Svara | Er.is | 0

Takk kærlega allar fyrir tillögurnar, mörg góð lög og sálmar. Held sérstaklega mikið upp á Söknuð með Villa Vill og svo finnst mér when i think of angels voða fallegt. Ásamt mörgum öðrum, svo er þetta spurning um hvað passar og hvað ekki. Ætlum að reyna að velja lög/sálma sem minna helst á hana og hún hélt upp á.

Takk líka fyrir kveðjurnar, þykir vænt um þær. :)

oskabaun85 | 29. okt. '09, kl: 21:29:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Adagio eftir Johan sebastian bach
Hærra minn guð til þín
blessuð sértu sveitin mín
Undir háu hamrabelti
kallið er komið
ó jesú bróðir besti
...

Fallegi snáðinn minn fæddist 11.08.07!
Svo yndislega fullkominn!! :*

Fallega snúllan mín fæddist 12.12.10
Svo yndislega fullkomin!! :*

Lovelycakes | 29. okt. '09, kl: 21:37:28 | Svara | Er.is | 0

ég samhryggist þér innilega!

En sálma þekki ég ekki nógu vel. Hins vegar finnst mér Rósin með álftagerðisbræðrum alltaf svo fallegt (kannski bara afþví það hefur verið á flestum jarðarförum sem ég hef farið á)

Svo man ég á einni að Jóhann (æ man ekki restina.. tenórsöngvari) söng Faðir vorið án undirspils og það var roooosalega fallegt.

í jarðarför pabba míns var sungið sofðu rótt (veit ekki meir, nema að lagið við textann er mjög oft í spiladósum fyrir ungabörn... kannski einhver annar viti hvaða lag ég er að meina) og það var óskaplega fallegt.

Lovelycakes | 29. okt. '09, kl: 21:38:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hér er rósin

http://www.youtube.com/watch?v=LWwCy1gJgeo

mýflugan | 29. okt. '09, kl: 22:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo fallegt að maður hálfklökknar.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Lovelycakes | 29. okt. '09, kl: 22:34:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég get ekki hlustað á þetta án þess að tárast

LadyMacbeth | 29. okt. '09, kl: 21:57:54 | Svara | Er.is | 0

http://www.youtube.com/watch?v=bzsKdj_5i28

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Fresita | 29. okt. '09, kl: 22:22:50 | Svara | Er.is | 0

When I think of angels eftir KK
Svo verð ég alveg heilluð af Brennið þið vitar með góðum kallaröddum

lukka62 | 29. okt. '09, kl: 22:29:29 | Svara | Er.is | 0

Þú getur hlustað á alla sálma sálmabókarinnar hér:
http://www.kirkjan.net/salm/salmbok.htm
og líka séð textann.
Kv. Lukka

svara | 29. okt. '09, kl: 22:51:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar að besta vinkona mín var jarðsungin þá voru lögin þú eina hjartans yndið mitt,Kveðja og Tears in heaven sungin.

Einnig hef ég verið i jarðarför sem að lagið Von sungið.
http://www.tonlist.is/Music/Player.aspx?ID=78342

Sienna | 29. okt. '09, kl: 23:01:02 | Svara | Er.is | 0

Innilegar samúðarkveðjur til þín Chaos. Ég finn virkilega til með þér. Sit hér með tárin í augun eftir að hafa hlustað á alla þessa fallegu sálma..

Fargmöldun | 29. okt. '09, kl: 23:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég samhryggist þér á þessum erfiðu tímum.
En það er mjög fallegt lagið með Bubba, það heitir "sól að morgni" það er ofboðslega fallegt, hvort sem þið spilið geisladisk eða látið kirkjukór syngja það, það kemur vel út, hef heyrt það þannig.

S. Rósa | 29. okt. '09, kl: 23:06:08 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst "Brú yfir boðaföllin" Rosalega fallegt, sama hver á í hlut, hérna er linkurinn http://www.youtube.com/watch?v=ZDu2XIk8GMU

Pallas Aþena | 29. okt. '09, kl: 23:17:52 | Svara | Er.is | 0

Sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Varðandi sálma þá tek ég undir að mér finnst Davíðssálmurinn "Drottinn er minn hriðir" afskaplega fallegur og síðan finnst mér "Faðir vor" alveg dásamlegt þegar það er vel sungið.

Pallas Aþena | 29. okt. '09, kl: 23:21:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hirðir átti þetta að vera.

KuTTer | 29. okt. '09, kl: 23:20:00 | Svara | Er.is | 0

Kveðja eftir Bubba

Var samið fyrir jarðaför 17 ára stráks sem lést fyrir nokkrum árum.
Fallegasta jarðaför sem ég hef séð. Þetta lag mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu, jafnvel þótt að ég sé ekki stórt Bubba fan.

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

Colorkids | 29. okt. '09, kl: 23:47:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sól að morgni eftir Bubba, hún elskaði þetta lag sjálf og svo þú styrkir mig með óskari Pé, lag eftir Josh Groban, ypu raise me upp. Þetta var sem sagt í jarðarför mömmu og svo var lagið um liljuna í holtinu og loks eitt upplífgndi og skemmtilegt lag sem ég man ekki. Var bara notaleg stund þó erfið væri :(

swimswim | 29. okt. '09, kl: 23:55:14 | Svara | Er.is | 0

Hin fegursta rósin er fundin

byt | 30. okt. '09, kl: 00:04:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í bljúgri bæn, amazing race, ó þá náð að eiga jesú og söknuður

Mikla Snjóhorn | 30. okt. '09, kl: 00:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Innilegar samúðarkveðjur, mér finnst alltaf sálurinn ,, Hærra minn guð til þín og
sálmur no 280
Nú ertu leidd mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga´og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.

Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Sb.1945 - H. Pétursson)

Mikla Snjóhorn

jaðraka | 7. júl. '18, kl: 15:42:33 | Svara | Er.is | 0

Internatsionalin stendur alltaf fyrir sínu.

Kaffinörd | 7. júl. '18, kl: 22:37:54 | Svara | Er.is | 0

Ég er löngu búinn að ákveða að ef ég fer á undan þá vil ég að þau tvö syngi þetta lag saman. Englar himins grétu í dag sem samið var um Skerjafjarðarslysið finnst mér líka dásamlega fallegt. https://m.youtube.com/watch?v=hGvvtyTZpao

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lalandia Billund í júlí? auglysingarnar 22.7.2018
PC tölvur upplýsingafræði bakkynjur 22.7.2018
hvar er hægt að panta hliðar a markvisu a húsblin Dísan dyraland 22.7.2018
ég hélt framhjá dr.usla 5.5.2011 22.7.2018 | 14:39
Mér leiðist... fáránlegir hlutir til að gera þegar manni leiðist ? Hannzan 14.12.2011 22.7.2018 | 14:05
Brazilian wax? Hvert fer ég? oneofthosedays 22.7.2018 22.7.2018 | 11:55
Fall í áfanga, framhaldsskóli baddidu 20.7.2018 22.7.2018 | 11:41
Hótel melia benidorm hhr 21.7.2018 22.7.2018 | 04:01
Bæjarhátíðir um Verslunarmannahelgina baldurjohanness 21.7.2018 22.7.2018 | 01:44
Ristilpokabólga leigan 19.7.2018 22.7.2018 | 00:09
Doði í fæti... fawkes 1.4.2009 21.7.2018 | 23:59
Svar frá Icelandair Fluffa18 5.12.2017 21.7.2018 | 21:22
Ríkir kaupa ísland Hauksen 21.7.2018 21.7.2018 | 20:17
ég var að spá í með repjuolíu íslenska eða erlenda imak 21.7.2018
Office frítt? Blómabeð 20.7.2018 21.7.2018 | 19:20
Rifbeinið úr Adam / Video Dehli 19.7.2018 21.7.2018 | 18:29
Hvar er hagstæðast ad taka lán? sólogsæla 21.7.2018
bíómynd "Qaqqat Alanngui" Björn Erlendur 21.7.2018
Það má kalla þetta hvað sem er... Mae West 19.7.2018 21.7.2018 | 02:09
Hvað ertu að gera í kvöld? Twitters 20.7.2018 21.7.2018 | 01:45
HVAR ER BEST AÐ TAKA HÚSNÆÐISLÁN OG HVERNIG LÁN ER BEST AÐ TAKA :) nikký sæta 17.7.2018 20.7.2018 | 20:04
Hvað eruð þið að eyða í mat á mánuði? HvadSemEr 17.7.2018 20.7.2018 | 15:16
Afstaða stjórnmálaflokka í Evrópu til flóttafólks frá Miðausturlöndum og N-Afríku kaldbakur 20.7.2018 20.7.2018 | 14:40
Óska eftir 2 miðum á guns and roses eythorjonas 20.7.2018 20.7.2018 | 14:32
Hvalfjarðargöngin gjaldið? Ljufa 16.7.2018 20.7.2018 | 14:23
- - sixsixsix - - Dehli 18.7.2018 20.7.2018 | 12:28
Think pad lenovo bakkynjur 18.7.2018 20.7.2018 | 11:49
Hugmyndir að steggjun..? herradk 19.7.2018 20.7.2018 | 08:50
Eruð þið að fá svona svipaðan póst reglulega Blómabeð 19.7.2018 20.7.2018 | 08:27
Plágur Dehli 16.7.2018 20.7.2018 | 00:45
ókynskipt salerni askjaingva 16.7.2018 19.7.2018 | 19:32
Hitler á danska þinginu? Hr85 18.7.2018 19.7.2018 | 17:52
Hurðir á sorptunnuskýli Glimmer74 14.7.2018 19.7.2018 | 13:53
Að flytja fugl á milli landa skorogfatnadur 17.7.2018 19.7.2018 | 04:10
Er allt að fara til fjandans? Twitters 18.7.2018 19.7.2018 | 01:36
Hversu mörgum hefurðu sofið hjá? qetuo55 7.6.2011 19.7.2018 | 01:05
veit eithver um prjonakonu kolmar 18.7.2018 18.7.2018 | 21:33
Góður förðunarfræðingur með laust á morgun ullala 18.7.2018
Hraðamyndavel mosfellsbæ.. ny1 17.7.2018 18.7.2018 | 20:01
Silfurskottur Fullkomin 17.7.2018 18.7.2018 | 15:53
App í Samsung sima? Ljufa 16.7.2018 18.7.2018 | 14:51
Grunur um eitlakrabbamein - fyrsta skref betra nuna 14.7.2018 18.7.2018 | 12:41
Hvar fær maður góða vinnupalla / Stillas? Lady S 15.7.2018 18.7.2018 | 03:23
Tvítug og hann rúmlega þrítugur Kamilla33 14.7.2018 17.7.2018 | 19:36
Djúpnudd á Akureyri?? Ice12345 15.7.2018 17.7.2018 | 18:10
Frí skólagöngu??? epli1234 17.7.2018 17.7.2018 | 10:57
Endajaxlataka Lepre 16.7.2018 17.7.2018 | 10:49
Sýslumenn skydiver 16.7.2018 17.7.2018 | 10:30
Verkir í legi eftir lykkjutöku Erla234 3.7.2018 17.7.2018 | 09:28
hvað er að gerast í hausnum á fólki imak 12.7.2018 17.7.2018 | 08:03
Síða 1 af 19662 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron