fartölva án geisladrifs

ibo2 | 1. apr. '15, kl: 17:45:06 | 415 | Svara | Er.is | 0

Nú var ég að reka augun í að fartölvan sem maðurinn minn keypti fyrir mig er án geisladrifs. Hann vissi það ekki sjálfur þegar hann keypti hana. Mér finnst það vera ansi mikill stór ókostur. Sérstaklega af því að ég ætlaði að setja office pakkann sem ég keypti fyrir þremur árum inn í hana og það er á diski. Hvernig höndlar maður svona. Ég tími ekki að kaupa utanáliggjandi drif fyrir 7000 kall. Ég sé að það er orðið ansi vinsælt að framleiða fartölvur án geisladrifs, en hvernig er þá farið að þegar þarf að installa forritum eins og Office til dæmis? Ég er liggur við farin að hallast að því að skila tölvunni (er 2 daga gömul) og fá nýja með drifi. En svo er ég búin að eyða svo miklum tíma að setja tölvuna upp, þ.e. koma upp neti, færa gögnin mín yfir í hana af usb lykli og fleira og fleira. Er frekar pirruð því var bara að sjá þetta áðan. Hafði ekki einu sinni leitt hugann að því að hún væri geisladrifslaus.

 

donaldduck | 1. apr. '15, kl: 17:47:51 | Svara | Er.is | 1

held að þú getur DL office og notað lykilorðið af pakkanum þínum. þannig að þá þarftu ekki CD drifið. ég er með CD drif á minni vel og ég man ekki hvernær ég notaði það síðast. steinhætt að brenna diska og þess háttar


ath amk með office pakkan,

GR123 | 1. apr. '15, kl: 17:49:30 | Svara | Er.is | 0

Skila henni? Þú virðist vera mjög óánægð, þá er betra að skila .;)
Annars er orðið svo algengt að maður kaupir forritin á netinu og download þeim :)

Ice1986 | 1. apr. '15, kl: 18:01:03 | Svara | Er.is | 4

uhm, ég hef ekki notað geisladrif í mörg ár. Þú kaupir bara pakkanna á netinu núna og hleður niður. 
Mér finnst einmitt algjör óþarfi að hafa geisladrif á tölvum

Tipzy | 1. apr. '15, kl: 18:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg sammála, ég keypti mína fyrir rúmlega ári síðan með engu drifi en keypti utanáliggjandi með og ég hef þurft að nota það 1x og jah get varla sagt ég hafi virkilega þurft þess.

...................................................................

minnipokinn | 1. apr. '15, kl: 22:54:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég átti einmitt macbook air og keypti geisladrif… safnar bara ryki. 

☆★

fálkaorðan | 2. apr. '15, kl: 11:58:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki átt tölvu með geisladrifi síðan 2011, á að vísu utanályggjandi drif vegna þess að ég er enn að þjónusta kúnna með eintök af myndunum mínum. Ekki allir sem skilja að USBprik eða einfaldlega að nota netlausnina er mun skilvirkari leið en að útbíta DVD eintökum til fólks.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

1122334455 | 1. apr. '15, kl: 18:52:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt ansi dýr aukabiti að kaupa Office pakkann ef hún á hann nú þegar og getur notað.

Mainstream | 1. apr. '15, kl: 18:05:45 | Svara | Er.is | 2

Drif eru úrelt. Ég hef ekki notað drifið á minni í 3 ár.

ID10T | 1. apr. '15, kl: 18:12:39 | Svara | Er.is | 25

Lenti í svipuðu um daginn, keypti vél sem vantaði bæði diskettudrif og módem, ógeðslega pirrandi eitthvað.

Abba hin | 1. apr. '15, kl: 18:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

http://2damnfunny.com/wp-content/uploads/2014/06/Chandler-Brags-About-His-Expensive-90s-Computer-On-Friends.jpg

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

saedis88 | 1. apr. '15, kl: 18:45:35 | Svara | Er.is | 1

ég keypti mér tölvu í ágúst og það er geisladrif á henni, e´g tók eftir þvi´í janúar! hef aldrei notað það :) office pakkar í dag eru ekki með geisladiski, forrit almennt koma bara með kóða eða usb hugsanlega. 

eradleita | 2. apr. '15, kl: 08:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég keypti office pakka með geisladiski en hef aldrei þurft að opna diskinn því ég sótti bara á netinu og nota lykilinn sem er á pakkanum sem ég keypti.

______________________________________________________________________________________________

Helgenberg | 1. apr. '15, kl: 18:46:20 | Svara | Er.is | 1

Ef þú hugsar málið, er þá nokkuð sem þú munt þurfa geisladiskadrifið í ef þú getur dl office?

shithole | 1. apr. '15, kl: 18:49:04 | Svara | Er.is | 1

Getur farið í aðra tölvu sem er með geisladrif sett à usb penna.

Helvítis | 1. apr. '15, kl: 19:05:50 | Svara | Er.is | 1

Þú þarft ekki geisladrif.

Ef þig bráðvantar það (sem er afskaplega ólíklegt) getur þú keypt þér utanáliggjandi í þessari svakalegu neyð.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Ziha | 2. apr. '15, kl: 09:01:43 | Svara | Er.is | 2

Tek undir það að það sé ólíklegt að þig vanti mikið geisladrifið... það gerir líka tölvuna slatta léttari að vera án drifs.... 7000 kr. er ekki mikið fyrir utanáliggjandi drif ef þig vantar það svona svakalega.  Ég keypti mína tölvu fyrir nokkrum mánuðum og hef þurft að nota drifið fyrir alveg einn hlut, að lesa af geisladisk sem fylgdi þýskubók ...  annars er það bara til að þyngja tölvuna og pirra mig.....  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

sellofan | 2. apr. '15, kl: 09:37:48 | Svara | Er.is | 0

Ég nota geisladrifið á minni tölvu á hverjum degi - gæti ekki hugsað mér að eiga tölvu án þess! 

ÓRÍ73 | 2. apr. '15, kl: 15:34:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir hvað?

sellofan | 3. apr. '15, kl: 08:30:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á lítinn snáða sem horfir á teiknimyndir í henni því við eigum ekki dvd-spilara :) Svo skrifa ég líka allar ljósmyndir á geisladiska (þótt ég geri það ekki á hverjum degi). 

fálkaorðan | 2. apr. '15, kl: 11:54:36 | Svara | Er.is | 0

Er hægt að fá tölvur með geisladrifi í dag? Þetta er úreld tækni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ibo2 | 2. apr. '15, kl: 15:24:49 | Svara | Er.is | 0

Jæja þetta reddaðist. Ég gat farið inn á downloadsíðu Microsoft og downloadaði office og gat þá notað kóðann minn sem fylgdi officepakkanum. Allt í himna lagi því. Ég hugsa að ég reddist án geisladrifs. En ég hef oft hlustað á geisladiska í tölvunni minni (þ.e. þeirri gömlu sem var með geisladrifi), held ég muni mest sakna þess.

She is | 2. apr. '15, kl: 15:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það kostar nú varla handlegg að kaupa utanáliggjandi drif.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47846 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Guddie