Fasteignaviðskipti -Plís hjálp! :(

hellidemban | 26. maí '18, kl: 17:12:23 | 628 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag allir.

Mig langaði að athuga hvort einhver hér vissi um góða fasteignastofu sem selur íbúðir hratt, eða hvort það sé kannski enginn munur á fasteignastofum þegar kemur að því að selja íbúðir hratt?

Málið snýst um íbúð sem fjölskylda mín er með á sölu. Hún er búin að vera á sölu í 3 mánuði en ekkert gengur að selja hana. Fínasta íbúð en það er enginn að skoða hana einu sinni, hvað þá meira! Hún þarf að seljast sem fyrst og við vorum að velta fyrir okkur hvort það myndi einhverju breyta að skipta um fasteignasölu, eða hvort markaðurinn sé bara svona hægur þessa dagana. Við vitum að markaðurinn er hægur þessa dagana, en SVONA hægur er hann samt ekki held ég.

Hefur einhver hér reynslu af að vera með íbúð í sölu hjá ákveðinni fasteignastofu og ekkert gengur. En svo þegar hann skipti um fasteignastofu seldist íbúðin fljótt?

 

kaldbakur | 26. maí '18, kl: 18:38:39 | Svara | Er.is | 0

Ef enginn skoðar þá selst íbúðin örugglega ekki. 
Það er margt sem spilar þarna  inní eins og verð, staðsetning og dugnaður fasteignasala. 
Kannski er rétt eins og Júlí segir að hafa fleiri en einn fasteignasala með íbúðina. 
Það er ágætt að ræða við fasteignasalann og spyrja hann hvort einhverjir hafi spurst fyrir um íbúðina. 
Þegar 5 - 6  aðilar eru búnir að skoða gæti verið eðlilegt að það hafi komið tilboð. 
Sem sagt það ber að leggja áherslu á að fá áhugasama kaupndur til að skoða eignina. 

hellidemban | 27. maí '18, kl: 12:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir.

Yxna belja | 26. maí '18, kl: 19:17:45 | Svara | Er.is | 0

Það fer mikið eftir staðsetningu, stærð og ástandi hvort að eign selst hratt eða það sé lítill áhugi. Er að selja og kaupa og er búin að fylgjast með markaðinum í töluverðan tíma og það er ennþá mjög algengt og eiginlega regla frekar en undantekning að vel staðsettar íbúðir í góðu standi fara strax - nema verðmiðinn sé allt of hár. Er búin að missa af ansi mörgum íbúðum vegna þessa þar sem ég bý úti á landi en er að kaupa íbúð miðsvæðis í Reykjavík. En svo er líka algengt að íbúðir séu marga mánuði á sölu... ég t.d. byrjaði fyrir alvöru að skoða síðasta haust og það eru alveg nokkrar eignir enn til sölu sem ég var að skoða þá. En já, það gæti verið að fasteignasalan sé ekki að standa sig en þú skalt athuga hvernig samning þú gerðir við söluna áður en þú setur hana á aðra sölu. Það er mun lægri söluþóknun ef íbúðin er í einkasölu en þegar hún er skráð hjá mörgum. Er búið að vera opið hús?

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

hellidemban | 27. maí '18, kl: 12:49:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta. :)
Íbúðin sem um ræðir er samt vel staðsett (101) og ekki of dýr miðað við aðrar íbúðir sem ég sé á netinu, en samt gerist ekkert. :(
Íbúðirnar sem þú hefur séð sem eru búnar að vera á sölu síðan í haust, hvað eiga þær sameiginlegt, sem sagt hvers vegna heldurðu að þær hafi verið á sölu svona lengi?
Það er ekki búið að vera opið hús nei. Mér datt einmitt í hug að hafa það. En svo hugsaði ég að mér finnst ekkert líklegra að fólk komi að skoða á opnu húsi en að það bara panti sjálft tíma til að skoða. Því annað hvort hefur fólk áhuga á að skoða íbúð eða ekki, það hvort íbúðin sé með opið hús eða ekki ætti ekki að hafa áhrif á áhugann, það meikar ekki sens. En kannski sakar ekki að hafa opið hús.

Yxna belja | 27. maí '18, kl: 15:14:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru myndirnar góðar/lýsandi? Það skiptir miklu máli. Svo hefur ástand hússins líka mikil áhrif - ég t.d. nennti ekki að gefa íbúðum séns þar sem augljóst var að það þurfti að fara í miklar framkvæmdir. Svo aðgengið - ég var einmitt mest að skoða í 101, 107 og 105 og þar er bókuð algengt að það sé bílastæðavandamál og/eða lélegt aðgengi á annan hátt. En ég myndi athuga myndirnar og biðja svo um að eignin sé tekin út og sett aftur ný inn og þá með auglýstu opnu húsi. Ef þú getur skipt um sölu án vandamála þá er það örugglega góð hugmynd en ef ekki þá ætti núverandi sala að gera þetta fyrir þig.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 27. maí '18, kl: 15:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nokkuð algengt - ekki bókuð...

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

hellidemban | 28. maí '18, kl: 11:48:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, takk kærlega fyrir þetta. :)

nerdofnature | 30. maí '18, kl: 12:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við vorum að kaupa núna í vor. Það sem mér fannst vera algengast var að íbúðir færu strax eða væru marga mánuði á sölu. Ef eign var búin að vera í 1,5+ mánuði á sölu hugsuðum við strax "hvað er að þessari íbúð?". Oftast fannst mér verðið of hátt miðað við ástand. En stundum voru íbúðirnar einfaldlega mjög leiðinlegar hvað varðar skipulag, aðgengi eða umhverfi.
Ég myndi passa að allar myndir með auglýsingunni séu bjartar og geri sem mest úr rýminu. Að mínu mati er t.d. ekki gott að vera með of mikið af húsgögnum á myndunum, sérstaklega ef þau eru stór, dökk eða þung. Eins myndi ég reyna að takmarka allt skraut, hafa bara algjört lágmark til að sýna smá persónuleika. Ég átti voðalega erfitt með að átta mig á útliti íbúða þar sem var mikið af húsgögnum og skrauti, sérstaklega ef það var ekki akkúrat minn stíll. Ég nennti ekki einu sinni að skoða margar þannig auglýsingar.
Mæli algjörlega með því að halda opið hús. Ég var t.d. voða treg að panta skoðun nema ég væri nánast tilbúin að kaupa eignina út frá myndunum og skoðunin væri bara formsatriði. Fann fyrir svo mikilli pressu við að "ónáða" fólkið og fasteignasalann (ég veit, ekki rökrétt og auðvitað ættu seljendur/fasteignasali að vilja fá sem flesta til að koma og skoða). Við fórum samt á slatta af opnum húsum þó svo að ég væri kannski ekkert brjálæðislega spennt eftir að hafa skoðað myndirnar. Enduðum svo á að kaupa íbúð sem ég hafði ekki einu sinni nennt að skoða almennilega myndirnar, eftir að hafa farið á opið hús. Lang oftast fengum við skilaboð frá fasteignasölunum, daginn eftir opnu húsin, um að það væru komin tilboð í eignirnar ef við vildum vera með í "kauphlaupinu".

hellidemban | 31. maí '18, kl: 07:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega, athuga þetta. :)

hellidemban | 31. maí '18, kl: 08:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ein spurning þó: Var búið í öllum íbúðunum sem þú fórst á opnu húsin í, eða voru sumar þeirra tómar?

adaptor | 26. maí '18, kl: 19:17:45 | Svara | Er.is | 0

þetta er ekki flókið allar íbúðir eru á mbl og ef íbúð selst ekki þá er verðið hærra en fólk vill borga það eru margir sem detta í þessa gildru að vilja selja á hærra verði en markaðurinn vill borga

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hellidemban | 27. maí '18, kl: 13:02:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk. :)
Já skil þig. Íbúðin sem um ræðir er samt ekki dýrari en svipaðar íbúðir á svipuðu svæði. Svo það er ekki vandamálið, svo ég skil þetta ekki.

adaptor | 27. maí '18, kl: 22:12:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

kannski eru þær yfirverðlagðar líka

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hellidemban | 28. maí '18, kl: 11:52:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mér datt það líka í hug. En mér sýnist þær vera að seljast, svo þær geta þá ekki verið yfirverðlagðar.

adaptor | 29. maí '18, kl: 12:29:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þá er bara íbúðin ykkar bara greinilega ekki eins söluvæn og þið haldið

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hellidemban | 30. maí '18, kl: 09:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, eða þá að fasteignastofan er ekki að vinnna vinnuna sína.

mugg | 26. maí '18, kl: 22:41:33 | Svara | Er.is | 0

Við höfum alltaf verslað við Miklaborg salan hefur alltaf gengið hratt og vel fyrir sig

hellidemban | 27. maí '18, kl: 13:02:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega. :)

fólin | 27. maí '18, kl: 00:55:59 | Svara | Er.is | 1

Fasteignasala Reykjavíkur seldi mitt hús á nokkrum vikum, þeir voru rosalega aktívir að hafa opið hús og gáfu mér mjög góð ráð hvernig ég gæti gert húsið söluvænna bæði fyrir myndartökuna og þegar þeir sýndu húsið, fasteignasalinn kom altaf sjálfur að sýna sem mér fannst mikill kostur. 

hellidemban | 27. maí '18, kl: 13:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir.

Splæs | 27. maí '18, kl: 16:15:33 | Svara | Er.is | 0

Reyndar er gríðarlegt framboð af íbúðum á sölu í 101 Reykjavík. Ég sló inn í fasteignaleitina á mbl eignum í fjölbýlishúsum í 101 og það komu upp 325 eignir. 3 mánuðir á sölu er kannski ekki svo langur tími. En ef alls enginn hefur sýnt eigninni áhuga þarf alvarlega að íhuga kynninguna á henni, bæði myndir og lýsingu í sölutexta. Húsið sem íbúðin er í skiptir líka máli, ástand hússins og aðkoma, 
Ef þú vilt getur þú sent mér slóðina á auglýsinguna í skilaboðum og ég get þá sagt þér til baka í skilaboðum hvað mér finnst um þessa þætti. Ég vinn ekki á fasteignasölu en les mikinn fjölda svona auglýsingar vikulega.

hellidemban | 28. maí '18, kl: 12:03:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir þetta. :)
Og takk fyrir gott boð, en ætla bara að tala við fasteignasöluna.

Maggalena | 29. maí '18, kl: 11:15:35 | Svara | Er.is | 0

Eg hef selt 2x á mjög stuttum tíma hjá Oddi á fasteignasölu Reykjavíkur. Mæli 150 % með honum. Vann vinnuna sína hratt og mjög fagmannlega.

hellidemban | 30. maí '18, kl: 09:36:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir þetta.
Hvenær var þetta, sem þú seldir þessar eignir, ef ég má spyja? Er bara að pæla vegna þess að til dæmis fyrir ári síðan gátu allir selt mjög hratt hjá hvaða fasteignastofu sem er, því markaðurinn var bara þannig.

ert | 31. maí '18, kl: 09:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur breyst. Íbúðir fara hægar núna og ekki á yfirverði . Spurðu fasteignasalan af hverju íbúðin selst ekki. Hann á að vita það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

hellidemban | 1. jún. '18, kl: 15:58:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt, markaðurinn er frekar hægur núna. Takk fyrir þetta. :)

HAH53 | 2. jún. '18, kl: 11:38:02 | Svara | Er.is | 0

Vitlaust verðlogð.

hellidemban | 3. jún. '18, kl: 15:47:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski. Takk. Samt svipað verðlögð og svipaðar eignir virðist vera, svo ég skil þetta ekki alveg.

HAH53 | 3. jún. '18, kl: 16:48:22 | Svara | Er.is | 0

Allar fasteignir hafa kosti og galla og mín reynsla, ég er fasteignasali, að fasteignaviðskiptum er það verðið sem hefur mest áhrif á hvort fasteign selst eðaa ekki. Að bera tvær fasteignir saman í vereði segir ekki alla söguna. Hugsanlega hefur þinn fasteignasali ekki komið með rétta verðið á fasteignina m.t. t. kosta hennar og galla.. Verðið err mjög líklega of hátt.

hellidemban | 4. jún. '18, kl: 09:08:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK, takk kærlega fyrir þetta. :)

HAH53 | 4. jún. '18, kl: 13:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við hvaða götu er íbúðin og hvað er hún stór í m2

rokkari | 4. jún. '18, kl: 16:58:52 | Svara | Er.is | 0

101 er rosalega skrítið svæði og samnburður erfiður þar. Margar eignir þar eru hriklaega dýrar miðað við ástand en sem seljast samt meðan aðrar sem jafnvel eru mun betri seljast ekki þó verðið sé mun lægra. Markhópurinn er líka rosalega misstór, það eru götur og hverfi þarna sem margir eða jafnvel flestir væru til í að búa við og einnig götur og hverfi sem ansi fáir hafa áhuga á, amk ekki sem fyrsta val. Mögulega tilheyrir eignin þín síðara dæminu, þá er hún kannski ekki endilega á of háu verði heldur höfðar ekki til margra vegna staðsetningar og því hæg í sölu. En ég myndi byrja á að láta setja hana inn sem nýja eign og hafa opið hús 2-3 dögum seinna. Mögulega lækka verðið niður fyrir næstu milljón (t.d. ef það er sett 40,5 lækka þá í 39,9)

adaptor | 4. jún. '18, kl: 18:41:28 | Svara | Er.is | 1

linkaðu bara íbúðinni hérna þá get ég bara sagt þér strax af hverju hún selst ekki

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47955 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie