Félagshæfni Íslendinga - er hún dauðadæmd að eilífu?

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 11:03:38 | 798 | Svara | Er.is | 11

Setti strákinn á leikjanámskeið í sumar. Því var stjórnað af sinnulausum gelgjum með snjallsíma.

Þegar krakkarnir fóru í snakk pásu og seinna í hádegismat, þá var einfaldlega kveikt á sjónvarpinu í bæði skiptin og allir sátu og góndu á meðan það var troðið í grímuna. Sem sagt enginn talar saman, bara setið og gónt á imbakassann. Frábær leið til að þroska félagshæfni.

Er þetta boðlegt? Er ég eina foreldrið sem kvartar undan svona löguðu?


 

Trolololol :)

stelpa001 | 23. ágú. '15, kl: 11:06:18 | Svara | Er.is | 4

finnst þetta alls ekki í lagi, það ætti að banna snjallsíma/símanotkun starfsmanna á vinnutíma (nema í kaffipásunum þeirra). 

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 11:48:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Best að taka fram að snjallsímanotkunin var í pásum. En það er samt asnalegt og líka sjónvarpsgláp barna í þessum sömu pásum. Matarhlé eiga að vera tími þar sem fólk nærist saman og spjallar saman, ekki að hanga með glyrnurnar fastar á einhverju sem stuðlar að heiladauða.

Trolololol :)

She is | 23. ágú. '15, kl: 11:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er bara nokkuð viss um að sjónvarp og símar eru upp á borðum á matmálstímum á mörgum heimilum. Eins og einhver benti á þá er eina vitið að koma ábendingu til umsjónarmanna þessa námskeiðis.

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 12:33:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Einmitt, frábærar venjur sem heiladauðir foreldrar standa fyrir.

Trolololol :)

She is | 23. ágú. '15, kl: 12:39:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

svo á tíminn eftir að skera úr um hvort það verða heiladauðir eða dómharðir foreldrar sem hafa verri áhrif á börn sín...

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 13:26:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Tíminn er byrjaður á því. Læsi meðal barna fer hrakandi á Íslandi og eflaust víðar.

Trolololol :)

noneofyourbusiness | 23. ágú. '15, kl: 16:49:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Læsi meðal barna fer hrakandi m.a. af því að foreldrar eru hættir að lesa fyrir þau og jafnvel að tala við þau af viti. 

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 16:54:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og af hverju ætli það sé? Snjallsímar m.a.

Trolololol :)

noneofyourbusiness | 23. ágú. '15, kl: 16:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sjónvarpið, snjallsímar, ræktin...

ove | 23. ágú. '15, kl: 19:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú virðist hafa margt að leggja til málanna.

Bakasana | 23. ágú. '15, kl: 11:15:10 | Svara | Er.is | 1

fer eftir því hversu sinnulausir leiðbeinendurnir voru og hvaða tími fór í sjónvarpsgláp v/annað. Leiddist barninu þínu á námskeiðinu? 

She is | 23. ágú. '15, kl: 11:16:46 | Svara | Er.is | 2

er hægt að ætlast til að sinnulausar gelgjur þroski félagsfærni yngri barna? ætti ekki einhver fullorðin með uppeldismenntun að var þarna á meðal?

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 11:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

kannski ekki, en ef börnin hefðu aðeins félagsskap af hvert öðru þá myndu þau eiga samskipti í stað þess að hanga eins og uppvakningar yfir imbakassanum.

Trolololol :)

eira | 23. ágú. '15, kl: 11:24:13 | Svara | Er.is | 2

Þetta er ekki  í lagi og það á að vera einhver fagmenntaður yfir þessum námskeiðum sem tekur á svona málum.  Þú átt endilega að senda inn kvörtun.  Það getur haft áhrif á námskeið í framtíðinni. Águalausu gelgjunum er heldur enginn greiði gerður því að þær verða reknar á næsta vinnustað ef þær haga sér svona.

rósanda | 23. ágú. '15, kl: 12:19:17 | Svara | Er.is | 2

Mæli með skátanámskeiðunum á sumrin. Þaulskipuð dagskrá af metnaðargjörnum unglingum.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 23. ágú. '15, kl: 12:22:42 | Svara | Er.is | 5

Hvað er langt þar til að krakkaskrípin þín verða sinnulausar gelgjur með snjallsíma? Eða heldurðu að þau setjist kannski við hringborð, með stillt á Rás 1, á rökstóla um ástarþríhyrninga í Laxdælu?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 16:53:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að það velti að stórum hluta til á uppeldinu... og uppeldinu sem aðrir í kringum þau fá. Það er afar sorglegt þegar minn gutti hittir annan á svipuðum aldri sem vill bara sitja og leika sér í snjallsímanum hennar mömmu. Frábær þróun eða þannig.

Trolololol :)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 23. ágú. '15, kl: 16:55:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú kennir allavega börnunum þínum ekki virðingu fyrir öðrum með þessu málfari. Ef þú vilt kenna þeim hroka, þá bara go ahead

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 20:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Elsku Heiðlóa. Ég les með börnunum mínum, og það mikið. Ég hangi ekki í símanum fyrir framan þau né nota sjónvarp sem undankomuleið í uppeldinu. Við leikum okkur líka mikið saman og ég tala við þau eins og manneskjur um allt mögulegt.

Ef þú myndir hitta litlu rassahnoðrana mína þá sæir þú að hroki er ekki á listanum yfir það sem ég hef innrætt í þau.

Málfar mitt hérna og utan barna er allt annars eðlis :-)

Trolololol :)

Triangle | 23. ágú. '15, kl: 22:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er nú samt auðvelt að halda að hroki og sleggjudómar séu hátt á lista hjá þér, þegar annar hver þráður sem þú stofnar er tuð um hvað þessi og þessi samfélagshópur er illa gefinn, vegna þess að einhver þeirra gerði þetta eða hitt.

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 22:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég læt suma hluti fara óþarflega mikið í taugarnar á mér. En ég geri það af ást og alúð sem birtist oft í sleggjulegu tuði hérna á blandinu.


Trolololol :)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 24. ágú. '15, kl: 11:08:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Af hverju ertu þá að senda þau á námskeið til vandalausra fyrst þetta er svona einfalt?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Alli Nuke | 24. ágú. '15, kl: 15:12:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er nefnilega ekki svona einfalt. Mig langar að leyfa barninu að prófa sem mest þegar kemur að íþróttum og tómstundum, en það er ómögulegt að vita fyrirfram hvernig þessu er háttað hvað varðar skipulag námskeiðs oflr.... ekki nema mæta og fylgjast með áður en barnið er sent á eitthvað nýtt, en ég nenni því ekki í hvert skipti. Frekar læri ég og lifi og sendi smá nöldur inn á blandið ef þetta var einhver tóm vitleysa.

Trolololol :)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 24. ágú. '15, kl: 15:13:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah... þannig að þú hélst að það væru doktorar í atferlisfræði og bókahöfundar með Nóbelsverðlaunin næld framan á sig að passa krakkaskrípi á svona leikjanámskeiði? 


;)

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Alli Nuke | 24. ágú. '15, kl: 18:07:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég bjóst við að Halldór Laxness yrði reistur upp frá dauðum og kæmi til að kveða ofan í kútinn.

Trolololol :)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. ágú. '15, kl: 11:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þða mætti halda það

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 12:22:47 | Svara | Er.is | 1

Vó. Hvar var þetta? Er að vinna hjá Frostaskjóli og hef aldrei séð svona vinnubrögð.


musamamma

Yxna belja | 23. ágú. '15, kl: 12:28:54 | Svara | Er.is | 2

Ég held að sinnulausu gelgjurnar séu í flestum tilfellum bara aðstoðarmenn á þessum námskeiðum, mín sinnulausa gelgja starfaði amk bara sem aðstoðarmaður. Fullorðið fólk sem skipulagði dagskrá námskeiðanna og sá til þess að aðstoðarfólkið færi eftir skipulaginu.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 23. ágú. '15, kl: 12:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og það var reyndar mjög metnaðarfull dagskrá þar sem mín sinnulausa gelgja var að vinna.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

rokkari | 23. ágú. '15, kl: 12:37:46 | Svara | Er.is | 4

Átti að vera dagskrá í hádeginu? Voru ekki námskeiðin fyrir hádegi og svo eftir hádegi og þeir sem áttu börn á báðum námskeiðum keyptu gæslu í hádeginu ef þeir óskuðu þess? Á þeim íþróttanámskeiðum/leikjanámskeiðum sem mín börn hafa farið á hefur dagskráin venjulega verið milli 9-12 og svo aftur milli 13-16 en hægt að kaupa gæslu fyrir, eftir og á milli og þá hafa börnin svolítið ráðið hvað þau gera. Sjónvarp hefur örugglega verið partur af því, amk stundum en alltaf sem val en ekki bara eini kosturinn. Líka í boði að spila, fara út og svo framvegis en engin skipulögð dagskrá heldur bara val og áhugi hvers barns fyrir sig.

Alli Nuke | 23. ágú. '15, kl: 13:26:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Eitthvað svoleiðis sem þetta var. Minn var reyndar bara frá 9-12, en mér finnst sorglegt að það sé alltaf fundin einfaldasta afþreyingin á krílin. 20 mínútna snakkpása og enginn segir orð, bara setið og glápt.

Ég er kannski bara svona mikið frík að vilja að börnin þrói með sér samskiptiahæfileika.

Trolololol :)

Yxna belja | 23. ágú. '15, kl: 13:38:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst frekar spes ef sjónvarp var alltaf í boði í pásunni, eins og ég sagði að ofan þá var minn unglingur að vinna við þetta í sumar og það var algjör undantekning ef pásan var innandyra. Námskeiðið var þannig skipulagt að krakkarnir voru alla daga út um allt og oft mjög langt frá "heimastöð" þannig að nestistíminn/pásan var oftar en ekki utandyra bara á þeim stað sem þau voru stödd á í það og það skiptið. Hádegishléið var hins vegar alltaf á heimastöð því stór hluti barnanna fór heim í hádeginu og ný börn bættust við sem voru með eftir hádegi.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Máni | 23. ágú. '15, kl: 17:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á þeim stöðum sem mín hafa verið á var líka boðið upp á litabækur og púsl.

hillapilla | 23. ágú. '15, kl: 13:15:42 | Svara | Er.is | 5

Er ekki einmitt ágætt að taka pásu frá öllu áreitinu og hamaganginum þó ekki sé nema tvisvar á dag? Krakkarnir voru þarna í hvað, 8-9 tíma? Það er enginn sem "þroskar félagshæfni" samfleytt í átta tíma án þess að detta niður örmagna. Finnst einmitt svakalegt álag á börn (og þá sem sjá um dagskrána) að ætlast til að þau séu í stöðugri dagskrá og samskiptum allan daginn, meira að segja á meðan þau borða!

Felis | 23. ágú. '15, kl: 16:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála - mér finnst ekkert að þessu

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

noneofyourbusiness | 23. ágú. '15, kl: 16:53:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Er samt ekki óþarfi að hafa sjónvarp á meðan þau borða? Er ekki hægt að hafa bara þögn?

hillapilla | 23. ágú. '15, kl: 17:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Langbest væri að hafa bara þögn, jú. En börn geta oft náð sér svolítið niður með sjónvarpsglápi í smá stund. Sé allavega ekki skaðann í því að hafa það í boði svona á milli námskeiðishluta.

HvuttiLitli | 23. ágú. '15, kl: 17:23:47 | Svara | Er.is | 4

Ertu búinn að kvarta við rétta aðila, eða bara hér?

Ég er reyndar sammála þér með að sjónvarpsglápið sé frekar fáránlegt, hvað  þá ef það var í boði á hverjum einasta degi (einstaka sinnum væri annað) en mér finnst þetta samt koma úr hörðustu átt - að ætla að stjórna hvernig starfsfólkið nýtir þetta litla hlé sem það fær yfir vinnudaginn. Mér finnst talsmátinn þinn heldur ekki beint til framdráttar, sinnulausar gelgjur, heiladauðir foreldrar, uppvakningar yfir imbakassanum...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Helvítis | 23. ágú. '15, kl: 19:44:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég vildi óska þess að allir töluðu eins og Alli, ertekkjaðfokkínggrínast hvað það myndi létta mörgum lífið!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Louise Brooks | 23. ágú. '15, kl: 19:39:57 | Svara | Er.is | 3

Ég er nú með talsvert verri upplifun af sumarfrístund en þetta. Ég á dreng með adhd og einhverfurrófsröskun og heyrði starfsmenn á í sumarfrístundinni segja sín á milli eitt skiptið þegar ég kom að sækja minn dreng "að hann væri bara alltaf alveg blankó" þegar honum væri heilsað eða hann kvaddur. Ég hef líka lent í að starfsmaður hafi endurtekið þrisvar "bless og góða helgi" í þeirri von að minn myndi svara í sömu mynt. Ég segi honum alltaf að heilsa og kveðja en stundum gerist það samt ekki. Hann er sérstaklega slæmur á morgnanna þegar hann er nýbúinn að fá lyfin sín. Ég reyni að taka svona hluti ekki persónulega en fólk má alveg reyna að dylja það hvað því finnst barnið mitt skrítið, sérstaklega þegar ég heyri til.

,,That which is ideal does not exist"

HvuttiLitli | 23. ágú. '15, kl: 19:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, þetta er ömurlegt að heyra :/

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Louise Brooks | 23. ágú. '15, kl: 19:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sú sem sagði þrisvar í röð bless og góða helgi var stjórnandinn :(

,,That which is ideal does not exist"

HvuttiLitli | 23. ágú. '15, kl: 20:43:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Whut? Hljómar eins og einhver unglingur eða þá ung manneskja rétt um eða skriðin yfir tvítugt... hún hefur væntanlega verið eldri en það, þ.e. stjórnandinn?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Louise Brooks | 23. ágú. '15, kl: 22:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hún var sko á mínum aldri. Sú sem var í hans skóla (frístundin hans er inni í skólanum sjálfum) hefur alltaf verið ótrúlega indæl og fagleg. Þetta var bara sumarfrístundamiðstöðin sem ég var ekki nógu ánægð með. Honum fannst samt gaman í henni og hann tekur oft ekki eftir svona viðmóti en ég geri það og mér sárnaði. 

,,That which is ideal does not exist"

Louise Brooks | 23. ágú. '15, kl: 20:01:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einhverfudeild þarna í frístund btw en þar sem minn er ekki í henni þá mætir hann mikið minni skilningi. Þetta var allt starfsfólk sem þekkti hann ekki fyrir og þessir tveir 20+ gaurar voru bara sumarstarfsmenn. Það starfsfólk sem þekkti hann fyrir kom allt öðru vísi fram. 

,,That which is ideal does not exist"

HvuttiLitli | 23. ágú. '15, kl: 20:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil. En af hverju er hann ekki í frísund í einhverfudeildinni? Kemst hann ekki að eða hafiði ekkert óskað sérstaklega eftir því?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Louise Brooks | 23. ágú. '15, kl: 22:04:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru bara allir saman en einhverfudeildin er með stuðning en ekki hann. Hann fær samt stuðning með sér í frístundina í vetur. 

,,That which is ideal does not exist"

hillapilla | 23. ágú. '15, kl: 22:39:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ömurlegt að heyra svona, erum greinilega afskaplega heppin með fólkið í kring um minn dreng. Stelpan sem var stuðningurinn hans í frístund í vetur var líka á leikjanámskeiðinu í sumar og ég veit að það hefði sko ekki verið svona auðvelt án hennar.

Minn er einmitt ekki mikið fyrir að heilsa eða kveðja, gerir það þó stundum við sína allra nánustu og jú, er búinn að læra að svara í símann með nafni og gerir það afar samviskusamlega. Ekki búinn að læra að kveðja í síma samt, leggur bara á þegar hann er búinn :P

Louise Brooks | 24. ágú. '15, kl: 17:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var í allra fyrsta skipti sem ég hef fundið fyrir svona viðmóti og langflestir sem hafa unnið með hann hafa þvílíkt dásamað hann því að hann er alltaf svo brosmildur og glaður. Hann er alla jafna mjög heillandi barn þessi elska, það þarf bara að hafa svolítið mikið fyrir honum því að hann þarf ofboðslega stífan ramma.

,,That which is ideal does not exist"

Abba hin | 24. ágú. '15, kl: 15:55:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er enginn möguleiki að viðkomandi hafi haldið að þið hafið ekki heyrt í henni?

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Louise Brooks | 24. ágú. '15, kl: 17:55:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún sat við borð bara ca 1 meter frá þar sem við stóðum. Hún hefur eflaust haldið að endurtekning væri bara góð fyrir hann til að læra. Hann kvaddi samt þegar ég hnippti í hann og bað hann um að gera það. Ég heilsa og kveð alltaf, maður er alltaf að reyna að sýna gott fordæmi skiluru en manni finnst þetta pínu spes þegar um forstöðumann frístundarinnar er að ræða.

,,That which is ideal does not exist"

HvuttiLitli | 24. ágú. '15, kl: 18:04:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta hljómar svona eins og stælar í henni

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Louise Brooks | 24. ágú. '15, kl: 18:06:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ mér fannst bara gjörsamlega himinn og haf á milli hennar og þeirrar sem er í hans skóla (hún var btw komin í frí þarna). Þessi kona stuðaði mig bara og kannski þess vegna sem ég varð sár.

,,That which is ideal does not exist"

orkustöng | 27. ágú. '15, kl: 13:44:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég tók nú sem minnstan þátt í þessu heilsunar og kveðju tilgerðarveseni þegar ég var krakki , var bara á móti þvi´.

kep | 27. ágú. '15, kl: 14:23:01 | Svara | Er.is | 0

Ég upplífði það sama þegar elsta barnið mitt var á sumarnámskeið og það var áður en allir áttu snjallsímar. Það voru tvítugar stelpur sem stjórnuðu námskeiðin og þær hefðu engan áhuga á þessu. Það var lítið sem ekkert skipulag og virkaði eins og geymslustaður fyrir börnin. Þær vissu einu sinni ekki nöfnin á börnunum eftir 2 vikur. Barnið mitt og vinur hans voru aðallega að biða eftir að verða sótt. Hef forðast því að láta yngra barnið fara á sumarnámskeið.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47949 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien