Félagslegt húsnæði og óréttlæti

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 09:36:00 | 904 | Svara | Er.is | 0

Ég kem hingað á leyninikki en ég er bara að springa og verð að koma þessu frá mér, og mögulega einhver ráð eða eitthvað.
Málið er að ég á vinkonu, sem á barn, og hún er í félagslegri íbúð sem hún er nýlega búin að fá. Hún var með manni sem á við fíkniefnavanda og á hann erfitt með að láta hana í friði. Hún hefur margoft þurft að hringja á lögregluna og fá þá til að fjarlægja manninn og hann hefur lagt á hana hendur. Nú er staðan sú, að féló ætlar að segja henni upp leigusamningnum því þessu maður er með ónæði í blokkinni. Nágrannarnir kvarta linnulaust undan henni, og nú eru nágrannarnir farnir að ljúga upp á hana og barnið til að koma henni úr blokkinni sem fyrst.
Það sem mig langar að vita, eða forvitnast, má þetta? Er hægt að koma sökinni á fórnarlambið? Er féló í alvörunni svona köld stofnun að þau vilja setja hana á götuna því þessi maður lætur ekki segjast? Arrrg það kraumar inní mér. Vinkona mín svaf í bílnum með barnið sitt áður en hún fékk þessa íbúð. Hún á ekki fjölskyldu sem getur aðstoðað hana né veitt henni stuðning. Hún er alveg ein með barnið og enginn barnsfaðir i myndinni.
Er eitthvað sem ég get gert, er eitthvað hægt að gera áður en henni verður bolað burt úr blokkinni vegna fordóma. Þetta er NB eina félagslega íbúðin í blokkinni.
Ef einhver hefur reynslu eða þekkingu, ég verð að hjálpa vinkonu minni og barninu hennar.
Með fyrirfram þökk

 

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 09:47:20 | Svara | Er.is | 0

Sorry langlokuna !

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 10:24:41 | Svara | Er.is | 0

Enginn sem veit eða hefur lent í einhverju svipuðu?

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 10:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gleymdi að taka fram að ég þekki eina konu sem var í svipuðum pakka enn þeir hentu henni ekki út ,útaf engu hún var dragandi allskona óreglu fólk í blokkina hún átti að visu sjálf við áfengis  vanda að stríða enn íbuar voru ekki sáttir með að búa við svona ónæði enda félagsbústaðir reyna að setja reglu fólk í þessar eigna blokkir 

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 10:37:23 | Svara | Er.is | 0

Þvi miður þá er þetta á hennar ábyrgð enn ef hún er í ibúð hjá félo i eigna blokk þá henda þeir henni út enda féló  með alla í blokkinni á eftir sér líka

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 11:10:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er algjör reglumanneskja og drekkur ekki og dregur alls ekki ólýð til sín. En þessi fyrrverandi hennar, var edrú og féll svo, og neitar að sætta sig við að sambandinu sé lokið. Þess vegna hefur hún verið sett í þessa tilteknu blokk, sem er eimmitt bara ein félagsleg íbúð í samkv vinkonu minni. En já, ömurlegt, því það er ekkert sem hún getur gert. Hún fékk þessa íbúð því hún var orðin húsnæðislaus og ekki með neitt baknet.

Splæs | 9. okt. '15, kl: 10:41:39 | Svara | Er.is | 5

Kannski fullmikil tilætlunarsemi en geta nágrannarnir ekki tekið sig saman og bolað þessum manni í burtu? Sérstaklega fyrst konan er einstæðingur?

Steina67 | 9. okt. '15, kl: 10:45:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nágrannarnir þekkja ekki konuna og sjá vandamál í kringum hana og vilja þá losna við hans

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 11:18:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er akkúrat málið. En svo eru að bætast við kvartanir gagnvart henni núna, ósannindi. Og hljómar eins og nágrannarnir séu tilbúnir að gera hvað sem er til að losna við hana og barnið hennar :/ Æji hvað þetta er ömurleg staða fyrir hana og ég svo bjargjarlaus að geta ekki hjálpað henni :(

Gunnýkr
Sigggan | 9. okt. '15, kl: 11:23:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn að gefa henni sjéns eða leyfa henni að njóta vafans í blokkinni. Hún og barnið verða fyrir einelti þarna núna :( Hún þorir varla út með ruslið lengur

janasus | 9. okt. '15, kl: 12:45:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Segjum að þú búir i blokk og ert með tvö börn sem alltaf fara ein heim eftir skóla og eru ein til 4.

Myndir þú taka sénsinn, vitandi af snarvitlausum eyturlyfjaneitenda í og við húsið?

Ég á ekki að þurfa að gefa séns eða leyfa einhverjum að njota vafans, þegar fjölskylda mín og minn griðarstaður er það sem ræðir um.

Það er bara ekkert skrítið að ein uppákoma í svona blokk sé nóg til að engin vilji viðkomandi í blokkini.
Veistu hvernig ástandið var á fyrri ibua? Eða þeim a undan voru?

Fólkið i blokkinni gæti verið búið að þurfa að díla við 2 svona vesenis einstaklinga á ári siðustu 5 árin.

Eg skil þau vel að vera með "zero tollarance" stefnu i þessum málum.

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 13:24:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég veit því miður ekkert um fyrri íbúa og get ekki svarað með fyrri eigendur.
En eins og ég sagði áður, þá hef ég líka skilning með íbúum blokkarinnar. En hélt það væri kannski hægt að meta það, að þegar hún er ein með barnið þá er allt rólegt og ekkert vesen, þá væri hægt að álykta að það sé ekki vesen í kringum hana sjálfa, heldur manninn, er það ekki? Sérstaklega þar sem hún hleypir honum aldrei inn í íbúðina.
Ég er ekki hlutlaus heldur, ég átta mig á því.

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 13:54:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún búinn að fá bréf eða hótun frá félagsbústöðum eða eru þetta bara nágrannar sem eru að segja þetta við hana 

janasus | 9. okt. '15, kl: 15:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi ekki gefa neinn séns.
Fyrsta svona vesenis atvik og eg myndi tjalda á skrifatofunni hja féló þar til aðilinn væri farinn úr húsinu.

Ég á ekki að þurfa að lifa við það að einhver manneskja sem sem dregur að sér vandræði, hvort sem er viljandi eð óviljandi, sé færð heim til mín.
Hún verður þá að leysa vandræðin eða kaupa sér sína eigin eign, þá fyrst getur hun verið með kröfur

Nói22 | 9. okt. '15, kl: 15:40:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Þannig að ef manneskja er ofsótt af fyrrverandi maka sínum að þá vilt þú alltaf henda fórnarlambinu út? Vá hvað það er kalt viðhorf.

janasus | 9. okt. '15, kl: 16:01:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sætti mig ekki við eitt en fyrirlít annað út af ástæðum.
Það eru afleiðingarnar sem telja í mínum bókum.
Ef ég á eign þar sem mer og fjölskyldu hefur alltaf liðið vel, svo flytur ný manneskja i blokkina sem veldur óöryggi, hræðslu eða ónæði þá vil ég hana burt, því afleiðingarnar hafa áhrif á mig og börnin mín

Petrís | 9. okt. '15, kl: 18:32:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þú ert félegt óféti

Þönderkats | 9. okt. '15, kl: 19:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur hún ekki rætt þetta lítillega â húsfundi og sagt frá því sem er î gangi. Eða skrifa smá um sig og sinn vanda, prenta út og setja í póstkassa hjá fólki

Myken | 10. okt. '15, kl: 08:00:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem hún á ekki íbúðinna hefur hún ekki aðgang að húsfundum 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

VanillaA | 10. okt. '15, kl: 12:00:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Auðvitað hefur hún aðgang að húsfundum. Allir íbúar hafa aðgang, hvort sem þú átt eða leigir. Hinsvegar hafa eigendur einir atkvæðisrétt.

Myken | 10. okt. '15, kl: 13:19:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eða það langt síðan ég stóð í þessu haha

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ingbó | 10. okt. '15, kl: 17:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja - síðan hvenær hafa leigjendur aðgang að húsfundum?  Ekki nema vera með skriflegt umboð frá eiganda íbúðar og Féló gefur engum umboð og þeir mæta ekki einu sinni sjálfir á húsfundi.

Castiel | 10. okt. '15, kl: 18:09:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir meiga mæta en hafa engin áhrif á áhvarðanir sem eru teknar á fundinum

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

VanillaA | 10. okt. '15, kl: 18:14:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er skrýtið, ég hef búið í ótal blokkum sem leigjandi og alltaf mætt á húsfundi. Og ásamt öðrum leigjendum. Annað væri nú bara fáránlegt, þótt ég sé ekki eigandi með atkvæðisrétt eru ýmsar ákvarðanir teknar sem ég sem leigjandi þarf að vita af. Ég þarf ekki umboð nema ég ætli að taka þátt í einhverju sem fer í atkvæðatalningu, en mér er að sjálfsögðu frjálst að mæta bara sem þögull hlustandi.

janasus | 9. okt. '15, kl: 12:28:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndir þú fara fram á gang vitandi af snarvitlausum eyturlyfja neytanda, sem vitað er að myndi ekki hika við að lemja konuna sína?
Helduru að þú værir eitthvað minni fyrirstaða?

skoðanalögreglan | 9. okt. '15, kl: 10:44:38 | Svara | Er.is | 3

Því miður búum við í óréttlátum heimi þar sem sparkað er í lítilmagnann við minnsta tilefni. Þú skalt ekki búast við neinni hjálp frá féló eða lögreglunni í þessu.
Það eina sem þið getið gert er að koma þessu til fjölmiðla það hefur margoft sannað sig að þeir sem eru til í að koma fram undir nafni og leita hjálpar þannig. Þeir fá oftast einhverja úrlausn, núna síðast var það niðurgreiðsla lyfs við lifrarbólgu og þar áður var það nálgunnarbann á pólskan ræfil.

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 11:20:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já rétt !! Ætli hún endi ekki á að þurfa að gera það, fara með þetta í fjölmiðla svo hún fái einhverskonar aðstoð, þar sem hún kemur að lokuðum dyrum allstaðar. Löggan getur lítið gert nema fjarlægja hann þegar hann mætir, og hún að vona að hann komi ekki aftur og láti hana í friði....

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 11:39:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig kemst hann inn í stigaganginn er hún að hleypa honum inn

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 12:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki lokaður stigagangur :/ Bara bankað á útidyrahurðina

Gunnýkr | 9. okt. '15, kl: 18:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þarf hún ekki bara að tala við nágrannana og útskýra sitt mál.

Castiel | 9. okt. '15, kl: 11:21:19 | Svara | Er.is | 0

Eg er í húsfélagi þar sem ein féló íbúð er í blokkinni og þar voru rosaleg læti og fyllerí alla daga en kvartanir okkar gerðu ekkert gagn. Við vorum látin gagna í gegnum ýmislegt sem maður er bara rosalega hissa á að var látið viðgangast en  það var ekki fyrr en stelpan hætti að borga leiguna sem hún missti íbúðina, ertu viss um að það sé ekkert svoleiðis hjá vinkonu þinni?

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

sakkinn | 9. okt. '15, kl: 11:26:15 | Svara | Er.is | 0

Vil ekki vera leiðinlegur, en sem íbúi nokkurra íbúða myndi ég berjast á móti því að fá féló íbúð í bygginguna nákvæmlega út af svona hlutum

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 11:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Er það því þú ert búinn að fyrirfram dæma alla sem þurfa og fá félagslegt húsnæði? Það eru alls ekki allir sem lenda í svona, sem betur fer. En ég skil líka auðvitað hlið nágrannana, ónæði og börn í húsinu og mögulega skemmdir á eignum.

bogi | 9. okt. '15, kl: 11:42:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Er það eitthvað bundið við fólk sem þarf á félagslegri aðstoð að halda að eiga fyrrverandi eiginmenn/sambýlismenn sem ofsækja þær? Held að það gætu margir lent í því, og hafa miðað við fréttir.

janasus | 9. okt. '15, kl: 12:32:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei eflaust ekki, en líkurnar á því að eitthverskonar vesen fylgi féló eru töluverðar við hliðina á vesenis eigendum. Það er barnaskapur að halda öðru fram.

Þetta er eflaust ekki fyrsta manneskjan til að vera í íbuðinni, og líkur á því að fólkið sé komið með nóg af látum sem hafa fylgt henni.
Þá þarf ekki nema eitt atvik svo fólk vilji losna við viðkomandi.

sakkinn | 9. okt. '15, kl: 12:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var ekki að segja þetta út frá henni. Ég var að segja mína skoðun á þessu félagslega bústaða dæmi. Mér finnst það soldið galið að féló eigi einna bestu 2 herbergja íbúðir í 101 RVK. Ef þið skoðið eignalistan þá myndi ég telja betur væri farið með fé okkar að selja þær eignir á opnum markaði og kaupa ódýrari eignir. En hvaða Íslendingur hlustar á kapitalista í dag :)

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 12:49:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi hús sem félagsbústaðir eiga i miðbænum voru eign borgarinnar áður enn þetta var sameinað í félagsbústaði 

janasus | 9. okt. '15, kl: 12:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það verða allir að eiga möguleika á því að búa í dýrasta hverfi borgarinnar, alveg eins og það þurfa allir að fara til útlanda og allir að eiga flatskjá.

Leiðinlegt hvað kerfið er orðið þannig að það þurfa allir að labba jafn hægt og sá sem labbar hægast. Annað er mannrettindabrot

sakkinn | 9. okt. '15, kl: 13:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er satt að segja ekki alveg að skilja svarið hjá þér. FInnst þér það meika sense að félagslegar íbúðir eigi rétt á sér í dýrasta hverfi RVK eða ekki?

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 14:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já mér finnst það meika sens um að gera að fylla ríku hverfin af fátæklingum þá eru allvega ekki gerð hotel úr þessum húsnæðum á meðann 

sakkinn | 9. okt. '15, kl: 14:01:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enn einn fávitin...

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 18:35:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

piss OFF

janasus | 9. okt. '15, kl: 14:58:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei mér finnst það ekki meika sens. Alveg eins og mér finnst sérstakar húsaleigubætur og fleiri gjafir i þeim dúr ekki meika sens.

Þessi "tekjujöfnuður" sem þarf endalaust að vera að eltast við er rugl.
Fólk sem vinnur 12tima vinnudag með 1000kr a timann er of tekjuhátt til að eiga rétt á "tekjujöfnun" en fólk sem vinnur 8 tima á dag fyrir 1000kr a timann á rétt á bótum og sérstökum bótum, til þess að jafna ráðstöfunartekjurnar.
Samt munar engu á þessum tveim aðilum öðru en því að annar er latari/ekki i aðstöðu til að vinna meira.

Afhverju má duglegi aðilinn ekki græða á því að vera duglegur? Afhverju þarf alltaf allt að vera jafnt?


Soldið hægt að líkja þessu við verkefnavinnu í skóla.
5 í hóp, 4 leggja mikið á sig meðan einn slugsar. Samt eiga allir að fá sömu einkunn.

bogi | 9. okt. '15, kl: 15:58:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það hefur ekki reynst vel að þjappa öllum félagslegum íbúðum í sömu hverfin - það er sem betur fer reynt að hverfa frá þeirri stefnu. Bara sjálfsagt mál að hafa félagslegar íbúðir út um alla borg.

ingbó | 10. okt. '15, kl: 17:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú bara ræður því ekki hver kaupir íbúð í stigaganginum hjá þér eða húsinu. Féló á eina íbúð hér þar sem ég bý og til allrar hamingju hefur ekkert vesen fylgt þeirra leigjendum.

passoa | 9. okt. '15, kl: 13:01:27 | Svara | Er.is | 1

Eru engar líkur á að hún geti hreinlega látið kalla til húsfunda og fá að ræða málið við aðra íbúa?


Nálgunarbann á kallinn?

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 13:27:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nálgunarbann er í vinnslu, lögreglan er með það í sínum höndum.... meira veit hún ekki

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 13:10:56 | Svara | Er.is | 0

Hvað er hún búinn að leigja þessa íbuð lengi 

Sigggan | 9. okt. '15, kl: 13:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stutt

spenntust | 9. okt. '15, kl: 13:21:07 | Svara | Er.is | 0

Ég get skilið afstöðu nágranna, hef búið í blokk þar sem mikil fíkniefnaneysla var í einni íbúðinni, en ekkert tengt féló og það var mjög erfitt, verandi með barn í sama stigagangi.
En er það ekki féló sem á eimmitt að vera til staðar fyrir fólk eins og vinkonu þína, sem er í erfiðri aðstöðu og þarf hjálp? Vonandi líður þetta hjá og hún getur andað rólega með barnið sitt og verið slök heima hjá sér. Ef þessi maður hættir að koma, hljóta nágrannarnir að jafna sig og sjá að vinkona þín er reglumanneskja eins og þú talar um :)

lagatil | 9. okt. '15, kl: 16:26:04 | Svara | Er.is | 0

Getur hún ekki fengið nàlgunarbann og flutt í aðra fèlagslega íbúð?

Dalía 1979
musamamma | 9. okt. '15, kl: 19:06:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æi hafðu vit á að þegja ef þú getur ekki sagt neitt uppbyggilegt.


musamamma

musamamma | 9. okt. '15, kl: 19:05:08 | Svara | Er.is | 1

Féló gefur nokkrar viðvaranir, tekur langan tíma fyrir íbúa að bola henni út. Mæli með að hún ræði við íbúa í stigaganginum og segi sína stöðu og fái þá í lið með sér og til að hringja á lögreglu um leið og maðurinn kemur. Ef hún treystir sér ekki til þess sjálf þá fái hún vinkonu eða fjölskyldumeðlim með sér. Panti svo fund með félagsráðgjafa og segi sína sögu, fái að skipta um íbúð innan félagslega kerfisins (tekur oft styttri tíma en að bíða eftir fyrstu úthlutun) og skrái sig ekki þar, ef hún er með heimasíma þá hafa það leyninúmer og passa að skrá sig ekki á já.is. Gefa fyrrverandi ekki upp nýja heimilisfangið, né þeim kunningjum sem gætu látið hann vita. 


musamamma

Dalía 1979 | 9. okt. '15, kl: 20:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það fer eftir þvi hvað hún er búinn að vera lengi þarna ef hún er búinn að vera styttra enn 6 mánuði þá er ekki víst að félagbústaðir vilji láta hana hafa framtíðar samning 

gulli81
stelpa001 | 9. okt. '15, kl: 23:39:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

já rosa flott ráð. maður í svona ástandi væri bara mjöög líklegur til að taka hana og berja hana fyrir kjaftshöggið

ingbó | 10. okt. '15, kl: 17:42:02 | Svara | Er.is | 3

Vinkona þín verður að kæra manninn fyrir ónæðið og reyna að fá nálgunarbann á manninn.  Það er ekki hægt að ætlast til þess að nágrannar konunnar líði fyrir þetta ónæði.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47942 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien