Félagsráðgjöf vs. sálfræði í HÍ

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 21:04:36 | 288 | Svara | Er.is | 0

Eftir mjög langa umhugsun og skiptar skoðanir hægri vinstri er ég loksins nokkurnvegin búin að ákveða hvaða háskólanám ég ætla mér í og er núna búin að njörva það niður í tvo möguleika, semsagt félagsráðgjafann eða sálfræði. 


En...


Ég stefni ekki að því að fara í áframhaldandi nám í þessum greinum, ég stefni í master í öðru og báðar greinarnar eru góður undirbúningur fyrir það (kynfræði/sexology - EKKI kynJAfræði).


Mér skylst að félagsráðgjafinn ég mjög áhugavert nám og sitthvað auðveldara en sálfræðin. Það heillar þessvegna aðeins meira því ég er með 2 börn, annað á einhverfurófi og hitt í greiningarferli og hreinlega nóg að gera í kringum það. Ætla helst ekki að vinna með náminu en við sjáum til. 


Ég ætlaði mér alltaf í sálfræði í gamla daga en svo tók lífið við og ég fór að hafa áhuga á allskonar og efast um sjálfa mig og þess háttar. Ég er svolítið hrædd við álagið og hvort að ég nái almennunni, veit hreinlega ekki hvort ég treysti mér í þennan slag. 


Væri vel þegið ef einhver gæti gefið mér innsýn í þessar greinar eða bara ykkar álit!

 

alboa | 9. apr. '15, kl: 21:09:33 | Svara | Er.is | 2

Það er náttúrulega ekki sía í félagsráðgjöfinni en námið er ekki auðvelt. Það er mikið um hópavinnu sem þýðir mikið púsl oft á tíðum. Aðferðafræðin er sumum erfið sem og nokkrir áfangar (fólk fellur alveg í þessu námi líka).

Þetta eru ólík nám og það snýst meira um hvar áhuginn þinn liggur hvort námið mun vera þér auðveldara.

kv. alboa

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 21:12:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já...


Mér finnst ég ekki vita nógu mikið hvað felst í sitthvoru náminu. Ég er reyndar búin að skoða kennsluskránna í sálfræðinni og líst vel á margt þar en finn ekki kennsluskránna fyrir félagsráðgjöfina, veit ekki hvort ég sé svona léleg í gúgglinu eða hvað.

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 21:16:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars heillar hópavinnan einmitt ekki, ég sé ekki fyrir mér að ég geti mætt á hinum og þessum tímum þegar hentar kannski hópnum best. En maður kemst svosem aldrei hjá hópavinnu, bara verra að það sé mikið af því.

alboa | 9. apr. '15, kl: 21:18:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okkur reiknaðist til þegar ég útskrifaðist að ca 35-40% af lokaeinkunnum okkar var byggð á hópavinnu. Það var ekki ein önn sem leið án hópavinnu og eina önnina voru 5-6 mismunandi hópaverkefni sem voru yfir lengri tíma.

Námið er mjög mikið miðað að vinna í hóp sem undirbúningur fyrir starfið.

kv. alboa

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 21:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk, gott að vita af þessu!

alboa | 9. apr. '15, kl: 21:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er nú til. Félagsráðgjöf er mjög breitt nám. Þú þarft að lesa fullt af lögum, læra stjórnmálafræði, félagsfræði, sálfræði og afbrotafræði sem dæmi. Mér fannst þetta mjög gaman og mjög áhugavert en ég hafði engan áhuga á sálfræði. Ég var með einni sem hafði byrjað í sálfræðinni og skipt yfir en sá alltaf eftir því. Þetta eru gjörólík nám og hún hafði ekki sama áhuga á félagsráðgjöf.

kv. alboa

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 21:23:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Mér finnst bæði nefnilega mjög áhugavert. Er búin að finna kennslukránna í félagsráðgjöfinni og renna yfir hana og finnst hún hljóma mjög vel. Minn vandi felst helst í því að hafa áhuga á svo mörgu :/ þetta væri kannski auðveldara ef ég væri ákveðin í að vinna við annað hvort en þar sem það er ekki málið þái vandast valið. 


Mér sýnist reyndar að það sé ekkert komið inná beina ráðgjöf/viðtalsráðgjöf fyrr en í masternum en það er það sem ég hélt að væri included í grunnnáminu og gæti nýst mér vel í kynfræðinni (því þar er ráðgjöf líka). Fyrst svo er ekki þá er kannski spurning hvort þetta sé nógu sniðugt...

Relevant | 9. apr. '15, kl: 21:26:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekkert nánast tekið upp í félagsráðgjöfinni þannig að ef þú átt erfitt með að mæta í ´tima er það mikill mínus.  Veit ekki hvernig það er í sálfræðinni

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 21:26:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk, gott að vita það.

alboa | 9. apr. '15, kl: 22:23:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert farið í beina ráðgjöf í grunnnáminu. Grunnnámið er bara kynning á fræðigreininni og mismunandi starfssviðum félagsráðgjafa. Það er fyrst farið í ráðgjöf í starfsnáminu sem er mastersnám.

Þú ættir kannski að skoða hvað það er sem gæti raunverulega nýst þér í kynfræðinni. Það er líka munur á áhuga og að nenna sitja í tímum, gera verkefni og læra fræðin á bakvið hlutina.

kv. alboa

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 22:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér heyrist ég hafa kannski haft einhverjar ranghugmyndir um þetta nám. Takk kærlega fyrir öll svörin, þau hafa hjálpað mér mikið!

mirja | 9. apr. '15, kl: 21:34:40 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi velja félagsráðgjöfina. Hún er mjög góður grunnur, sérstaklega ef þú ætlar að vinna við ráðgjöf (tengt kynfræðinni). Það er jú "sía" í sálfræðinni, ég myndi ekki fara í hana nema ætla áfram í sálfræði.

evitadogg | 9. apr. '15, kl: 22:29:41 | Svara | Er.is | 0

Hvað er það við felagaraðgjöfina sem heillar þig?
Nú þekki eg ekki kynfræði nógu vel en datt í hug að spyrja hvort felagsfræðin gæti frekar verið grunnur?

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 22:34:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef hreinlega áhuga á fólki yfir höfuð, bæði það sem hefur með ytri þætti að gera eins og samfélagsgerð og menningu t.d. en líka bara hvað gerir fólk að fólki og hvernig við erum öll mismunandi og af hverju. Ég gæti þessvegna hugsað mér að fara í mannfræði líka. 


En til þess að fá sem mest út úr náminu og njörva möguleikana eitthvað niður er að finna það sem nýtist mér best í kynfræðinni. Ég held að félagsfræðin falli ekki þar inn í þar sem hún er svo mikið um samfélagið og alla þessa ytri þætt en ekki þessa innri. Það má kannski segja það sama með félagsráðgjöf, en ég hélt að ráðgjöf væri hluti af náminu.

evitadogg | 9. apr. '15, kl: 22:40:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Á móti kemur held eg að það se hellings val í grunnnáminu í félagsfræði og þu gætir þá valið þá kúrsa ur felagsraðgjof, kynjafræði, sálfræði, whatever sem þú hefur áhuga á og þú telur að nýtist þér.

GoGoYubari | 9. apr. '15, kl: 22:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þú segir nokkuð...


stundum vildi ég að ég væri ein af þeim sem bara vissi nákvæmlega hvað þeir vilja gera í lífinu... dæs

evitadogg | 9. apr. '15, kl: 23:29:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg skil þig mjög vel. Stundum þarf maður lika að prófa til að vita betur hvað maður vill.

pragmatic | 11. apr. '15, kl: 03:33:39 | Svara | Er.is | 0

Eiginleg ráðgjöf, viðtalstækni og fleira er held ég einungis kennd í mastersnám hvort sem það er sálfræði eða félagsráðgjöf. Ég myndi halda að sálfræðinámið væri betri undirbúningur en félagsráðgjöfin.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Síða 10 af 47611 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, Guddie