Er ekki einhver hérna á féló bótum sem getur upplýst mig aðeins. Ég er sem sagt atvinnulaus en á ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Maðurinn minn er í fullri vinnu og er að fá í kringum 230.000 á mánuði. Ég hata að vera tekjulaus og við erum núna að skrapa saman klink í hverjum mánuði eftir að við borgum leiguna og alla nauðsynlegu reikningana okkar eins og leikskólagjöld, rafmagn og hita og afborganir af láni svona. launin hans endast aldrei út mánuðinn fyrir 4 manna fjölskyldu. Ég var að spá hvort einhver gæti svarað mér um féló bætur. Ætti ég rétt á aðstoð frá þeim ? Ef svo er vitiði ca hversu mikið ég ætti rétt á ?
bara pínu óþolinmóð hérna og vildi athuga hvort einhver hér væri sérfræðingur í þessu, hehe. Er að bíða eftir að þau hringi aftur í mig :)
Ígibú | Það fer eftir því hvað þitt sveitarfélag setur mörkin á tekjur sambúðarfólks
Fólk sem er tekjulaust á ALLTAF rétt á bótum frá féló ef það hefur ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það er þannig samkvæmt lögum. Maðurinn minn lenti í því að þau hjá féló sögðu nei við hann að hann hefði ekki rétt á bótum svo hann fór með lagaklausu til þeirra og sagði þau þá vera að brjóta lög. Eftir það fékk hann bætur því þau gátu ekki neitað honum. Grunnbæturnar eru held ég í kringum 160.000 á mánuði.
Kalishi | Ef hún á maka þá á hún mögulega ekki rétt.
fólk sem er gift er með gagnkvæma framfærsluskyldu og féló getur skýlt sér á bak við það. En fólk sem er í sambúð skráðri getur svo aldeilis nýtt sér þetta. Þó að það eigi maka er hann ekki framfærsluskyldur
Talaðu við Fjölskylduhjálp, mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, kannski geta einhver af þeim aðstoðað ykkur með mataraðstoð. Þú þarft samt líklega að koma með launaseðla mannsins þíns og eitthvað slíkt, en sakar ekki að reyna.
Vestur port | Getur örugglega fengið vinnu á hjúkrunarheimili eða í verslun.
já ég ætti kannski að bæta inn í söguna að ég er ólétt eins og er hef verið að sækja um vinnur alls staðar en hingað til hefur enginn viljað ráða ólétta konu :/
Vestur port | Það er náttúrulega svolítið annað mál.
Í reykjavík er það allavega þannig að fólk í sambúð má vera með saman 240.000 krónur. Svo ef þið eruð í Reykjavík þá átt þú ekki rétt á bótum, nema kannski þessu litla uppí.
En ef þetta er laun eftir skatt þá fáið þið ekkert.
-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.
sokkur samuel | Veit einhver um góðan félagsráðgjafa sem ég get hringt í eða sent tölvupóst ?