femar?

agnes89 | 1. feb. '15, kl: 11:26:23 | 648 | Svara | Þungun | 0

Mig langadi ad forvitnast hvort einhver herna hefur verid sett a femar utaf pergo var ekki til eda af einhverri annari astaedu? Og hvort tu hafir goda reynslu af tvi? Ordid olett frekar eda ekki? Mbk

 

reginaks | 2. feb. '15, kl: 18:53:36 | Svara | Þungun | 0

Ég er nýlega komin frá Ólafi lækni þar sem ég fékk ávísað femar, hann talaði um að preggó væri ekki til á landinu eins og er en það skipti ekki miklu máli þar sem hann mælti frekar með femar fyrir sína "sjúklinga" og sagðist hafa góða reynlu af því! :) Ég er mikið búin að vera googla en finnst ég finna lítið um reynslusögur og upplýsingar þannig það væri frábært ef einhver hefur reynslu af femar gæti sagt sína sögu! :)

Lavender2011 | 2. feb. '15, kl: 21:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Femar er mikið dýrara. Mín reynsla af femar er góð (fyrir utan það að maðurinn minn er sjómaður þannig að tímasetningar unnu ekki með okkur). Ég fékk staðfest egglos bæði með blóðprufu og egglosstrimli á femar. Einfaldasti munurinn á pergó og femar er að femar segir heilanum að losa egg, skipar honum að hafa egglos. En pergó er að mér skilst meira styrkjandi fyrir þær sem fá egglos fyrir.. ég get ekki sagt að pergó hafi hjálpað mér. En mæli alveg með femar.

valinsnera | 3. feb. '15, kl: 12:04:47 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hvað er femar að kosta ca?

reginaks | 3. feb. '15, kl: 12:10:10 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég borgaði rúmlega 7000 kr um daginn, skammturinn dugar í 3 mánuði! :)

Lavender2011 | 3. feb. '15, kl: 12:17:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þegar ég fór á femar í kringum jólin´13 að þá borgaði ég 24 þúsund fyrir þriggja mánaða skammt.

valinsnera | 3. feb. '15, kl: 12:19:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ómæ, það er frekar mikið - ég þarf greinilega að skoða etta

reginaks | 3. feb. '15, kl: 12:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Það hlítur samt að hafa lækkað verðið þar sem ég borgaði bara 7200 kr :)

valinsnera | 3. feb. '15, kl: 18:44:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég vona það :) Fer strax í að skoða þetta eftir helgina næstu,
Er það ekki rétt munað hjá mér að maður tekur 2x töflur á dag frá degi 3.-7, í tíðahringnum, eða bara eins og með pergótime.. :)

frisbi | 4. feb. '15, kl: 11:17:33 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Ég keypti femar fyrir 3 vikum og það kostaði 1100kr. og það dugir í 3 mánuði.
Og ég átti að taka þetta frá degi 2-6.

Eina sem ég fann fyrir við að taka þetta var mjög slæmur hausverkur í 5 daga, sem byrjaði á fimmta degi blæðinga

rótari | 3. feb. '15, kl: 02:23:34 | Svara | Þungun | 3

pergó virkaði ekki fyrir mig þær 8 tilraunir sem ég gerði með það en femar virkaði í 1 tilraun :)

agnes89 | 3. feb. '15, kl: 07:55:08 | Svara | Þungun | 0

Takk fyrir tetta allt elsku tid. En hvernig er med tad tegar madur tekur tetta og a nottla byrja a medan madur er a tur er buin ad taka 2 daga af 5 og mer finnst turinn hafa minkad vid tetta og er varla neinn er tad edlilegt?

Lavender2011 | 3. feb. '15, kl: 21:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Man ekki hvernig það var hjá mér.. :/

voff27 | 6. feb. '15, kl: 11:11:13 | Svara | Þungun | 0

Var ad byrja à femar í gær, þridja degi blædinga.
Borgadi 1100kr sirka :)
Vona innilega ad þetta lyf hjálpi mèr, Pergò gerdi ekki gagn :)

valinsnera | 6. feb. '15, kl: 17:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já, síðasti dagur blæðinga hjá mér svo ég þarf að verða mér útum þetta innan 2ja daga :) Hef bara ekki verið heima og á flakki.
Er í sömu stöðu og þú voff27, búin að reyna 4 hringi af tvölföldum pergó og ekkert gengið.

voff27 | 6. feb. '15, kl: 18:58:22 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Æhjj ömurlegt. Erud þid búin ad reyna ì langan tìma?

valinsnera | 6. feb. '15, kl: 19:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já, 1 og 1/2 ár síðan við misstum komin 10 vikur rúmlega :)

kottur45 | 11. feb. '15, kl: 01:14:28 | Svara | Þungun | 0

Langar svo sð vita fleiri reynslusögur af femar :)

Ég fer á femar í næst hring ef þetta tekst ekki núna hjá okkur.

Koma svo, hversu margar hafa orðið óléttar af femar??? :)

stelpan69 | 11. feb. '15, kl: 14:59:24 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þið sem hafið verið að borga 1100kr fyrir Femar eruð þið ekki komnar þá í 2-3lyfjaþrep?

agnes89 | 16. feb. '15, kl: 08:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Eg get svarad ter eftir tennan hring hvort tetta gekk :)

Lavender2011 | 16. feb. '15, kl: 18:08:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Megin munurinn á femar og pergó sem ég man eftir er að femar SEGIR heilanum að fá egglos og losa egg.. pergó styrkir egglos EF egglos er til staðar. Því myndi ég vera rosa sátt að vera á femar ;) gangi ykkur vel skvísur.

reginaks | 25. feb. '15, kl: 14:41:58 | Svara | Þungun | 0

Upp með þetta! :)

skyfall | 5. mar. '15, kl: 22:58:58 | Svara | Þungun | 0

Pergotime virkaði ekki á mig. Femar virkaði í fyrsta hring. :)

Ratatoskur | 7. mar. '15, kl: 20:04:16 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

God ég get varla beðið eftir að byrja á túr, til að gera farið að testa þetta! Haha :D Nema ég veit ekkert alveg hvenær ég byrja næst :) því tíðarhringurinn er í ruglinu :)

************
Það er miklu auðveldara að líta til hægri og vinstri en að líta í eigin barm

************

These | 9. mar. '15, kl: 12:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Sama hér! Ég er að fara á provera til að starta hringnum mínum aftur ef niðurstöður úr blóðprufu sýna að það sé ekkert í gangi inní mér. Ég er næstum bara spennt fyrir að prófa femar!! Ég er búin að sjá svo margar góðar reynslusögur af því.

These | 9. mar. '15, kl: 12:09:32 | Svara | Þungun | 0

Eg var að fá ávísun á femar (eða hann sagði letrozole en dr. google segir mér að það sé það sama). Ég var á Pergó fyrir jól og tókst í öðrum hring en missti svo í janúar. Hann sagði að letrozole væri nýrra og betra lyf en fyrst og fremst fékk ég það vegna þess að pergó var ekki til á landinu.

En hvað segiði, fær maður bara 3 mán skammt í einu? Mér fannst svo þægilegt við pergó að ég keypti bara fyrir þann mánuð sem var að byrja. Fannst óþægilegt að gera ráð fyrir að þetta myndi ekki takast. Nógu margar hugsanir um að þetta myndi ekki takast fyrir svo það vantaði alls ekki upp á að þurfa að kaupa sér stóran lyfjaskammt líka...

reginaks | 9. mar. '15, kl: 14:54:08 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég held að þetta sé bara selt í 3 mánaða skömmtun, ég held líka að maður verði að taka pásu í einhverntíma ef ekkert gengur eftir þessa 3 mánuði en sem betur fer virðist þetta lyf virka fyrir margar konur! :)

reginaks | 9. mar. '15, kl: 14:52:00 | Svara | Þungun | 0

Jæja langar að deila með ykkur reynslu minni af femar hingað til á meðan hún er en fersk! :) Samkvæmt læknisráði tók ég 2faldan skammt í 5 daga, 3 til 7 dags tíðahringsins. Ég tók töflurnar á kvöldin til að forðast frekar aukaverkanir, það tókst ágætlega og ég fann ekki fyrir neinu fyrr en um helgina (dagur 11) þegar ég fór að fá mikinn hausverk sem er mjög óvenjulegt fyrir mig en ég er góð núna. Í gær tók ég eftir "eggjahvítu" útferð og í dag fékk ég daufa línu á egglosprófi (dagur 13). Vonandi dekkist hún á næstu dögum! Í þetta skiptiði mun þetta takast!! :D Ég notaði líka egglospróf í síðasta mánuði og þá fékk ég ljósa línu í 2 daga áður en ég fékk sterka línu og aftur ljósa línu daginn eftir það.

Vonandi hjálpa þessar upplýsingar einhverjum! :)

kottur45 | 17. mar. '15, kl: 16:39:22 | Svara | Þungun | 0

Eru ekki fleiri með reynslusögur?? :)

stelpan69 | 24. mar. '15, kl: 20:38:02 | Svara | Þungun | 0

Gekk ekki fyrsta hring á Femar hjá mér :/ Þá er bara að prófa númer 2 :)

ladygreeno | 26. mar. '15, kl: 09:18:58 | Svara | Þungun | 0

femar gekk í fyrsta hring hjá mér :).. búin að fá nokkur jákvæð próf. Svínvirkaði fyrir okkur greinilega! :).. vorum að 2. eða 3. hvern dag frá 6. degi hringsins, svo var heimaleikfimi daginn fyrir jákv egglospróf, á deginum sem jákv egglospróf var, og svo næstu 3 daga á eftir. Þetta raðaðist svona fyrir vilviljun en hefur greinilega workrd its magic. :)

reginaks | 26. mar. '15, kl: 10:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Til hamingju Dinosaur! :) Fyrsta umferð á femar gekk ekki hjá okkur, en eins og stelpan69 segir þá er bara að reyna aftur! :) Ótrúlega pirrandi samt því samkvæmt tíðahringnum var allt til alls þegar ég var með egglos, "heimaleikfimin" stunduð um kvöldið sama dag og ég fékk mjög jákvætt egglospróf, daginn eftir fékk ég egglosverki kl 11 um morgunin sem voru allan daginn. Tók annað egglospróf um 4 leitið og þá var línan mun daufari. Byrjaði síðan á blæðingum 13 dögum og 20 klukkutímum eftir að ég fékk egglosverki. Það bendir allt til að ég hafi verið með egglos akkurat þennan dag ekki satt? Spurning um að skella sér í rönken á eggjaleiðurum svona til að útiloka það áður en maður býður sjálfum sér upp á meiri vonbrigði!

ladygreeno | 26. mar. '15, kl: 13:02:41 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

takk :).. já já já auðvitað bara reyna aftur! margar verða óléttar í umferð 2 og enn aðrar í 3! bara tilviljun að þetta heppnaðist í fyrstu hjá okkur. Jú mér heyrist þetta allt benda til þess að þú hafir verið með egglos á þessum degi, fékk sjálf svipuð einkenni og líka þessa frægu egglosútferð... Eg myndi pottþétt fá að fara í röntgen af egglaleiðurum ef þú hefur áhyggur, ég ætlaði að prófa þessa 3 hringi og ef ekkert gengi ætlaði eg að fara fram á einhverja rannsókn til að gá hvort það væri nokkuð stífla sem þyrfti að rjúfa. Ef það er stífla skotgengur þetta í mjög mörgum tilfellum eftir að hún er farin.

maggababe | 4. apr. '15, kl: 23:11:51 | Svara | Þungun | 0

Höfum reynt í 4-5 ár orðið frekar leiðinlegt búin að vera saman í 10 ár en pergo virkaði ekki hjá okkur en svo fór ég til Óla kvennsa og fékk femar ég borgaði um 7 þús fyrir lyfið en það eru alveg tíu spjöld í pakkanum sem er miklu meira en 3 mánuðir. Er búin að taka eitt spjald 2 töflur á dag 3.-7.degi tiðarhrings svo núna er ég orðin mjög skrítin fór á blæðingar fyrir 2 vikum er yfileitt með miklar blæðingar og er í viku en þarna síðast byrjaði ég á hárréttum tíma miðað við 28 daga tiðarhringinn minn en ég var í umþað bil sólarhring svo kom bara ekkert meir.

núna 2vikum eftir þessar skrítnu blæðingar þá er ég búin að vera ótrúlega skrítin alltaf óglatt á sama tíma á kvöldin,fékk bólu í andlitið (fæ aldrei bólur),finnst óþægilegt að liggja á maganum og búin að vakna nokkrum sinnum í svitabaði að kafna úr hita (sængin og lakið rennandi)

svo fór ég að hugsa bara ha getur verið að ég sé ólétt orðin svo svartsýn á þetta því þetta hefur gengið svo illa en ég ákvað að fara og kaupa mér próf tók eitt svo strax það var reyndar um kl.17 og það kom Neikvætt spá í að prufa í fyrramálið samt annað og held í vonina

Mynduð þið ekki halda það sama eða er ég geðveik að halda að ég sé ólétt ?

Margrét Hlíf Óskarsdóttir

kottur45 | 12. apr. '15, kl: 10:40:11 | Svara | Þungun | 0

Hvernig er ykkur að ganga sem eru á Femar? Ég er á öðrum skammti af Femar núna, fyrra skiptið gekk ekki upp hjá okkur. Vonandi gengur þetta upp í þessum hring! :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4862 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, tinnzy123, Guddie