Femar enn ekkert egglos...

thorabj89 | 26. ágú. '16, kl: 15:11:22 | 108 | Svara | Þungun | 0

Hæ elskurnar, ég er að verða vonlaus... hef verið að taka pergó með hléum í nokkurn tíma... heyrði svo af Femar, heyrði meira að segja af nokkrum stelpum sem urðu olettar af því lyfi... eg prufaði það einu sinni, s.s einn hring og ég fékk ekki einu sinni egglos...
Þannig ég byrjaði aftur að taka pergotime í síðasta hring og fann að ég fékk egglos, fæ alltaf mikla verki, þegar kemur egglos... sérstaklega þegar ég tek pergó...

Hefur þetta líka tekið svona langan tíma hjá ykkur, mér líður vonlausri....

finnst ég vera að gefast upp.... þetta tekur svakalega á taugarnar....

Bestu kveðjur... Ég...

 

everything is doable | 26. ágú. '16, kl: 16:36:09 | Svara | Þungun | 0

Við reyndum í rúmt ár án lyfja tókum 2 hirngi af pergo og 11 af femar og ég varð ólétt á seinasta femar hringnum (missti reyndar en ég varð ólétt) svo þetta getur tekið voðalegan tíma því miður. 
Hjá mér græði ég ekkert á því að taka pergo egglosið verður ekki fyrr og það lengir hirngin minn svakalega á meðan femar henntar mér rosalega vel svo ætli þetta sé ekki bara misjafnt á milli fólks :/ 

HelgaS13 | 26. ágú. '16, kl: 19:27:42 | Svara | Þungun | 0

Mér var ráðlagt að taka 6 hringi af Femar, eftir það á að skoða aðra möguleika.

Mukarukaka | 26. ágú. '16, kl: 21:45:32 | Svara | Þungun | 0

Femar virkaði ekki fyrir mig, ég tók 2 eða 3 hringi af því og fékk aldrei egglos, tók svo einn hring pásu. Tók þar á eftir einn tvöfaldan pergó í einhverju bríaríi og það gekk. Þá fyrst fann ég fyrir egglosinu og það var alveg greinilegt. 

_________________________________________

ledom | 29. ágú. '16, kl: 08:41:29 | Svara | Þungun | 0

Ég tók 2 hringi á pergo og 1 á femar og varð ólétt þá.

magzterinn | 7. sep. '16, kl: 00:52:56 | Svara | Þungun | 0

Ég var búin að reyna í 7 ár, tækni, glasa, smásjár, allan pakkann. Tók svo 3 hringi af femar og varð ólétt ss á þriðja hring á því. Ég var þá reyndar líka byrjuð á skjaldkirtillyfjum sem gætu líka hafa spilað inní. Var ss alltaf svona á mörkunum með vanvirkni og því ekki sett á lyf en svo fór ég til innkirtlafræðings og hún vildi prófa það líka af því að ég var með allt of há skjaldkirtilmótefni. 


Vona að þetta gangi vel hjá þér <3

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

Noro | 7. sep. '16, kl: 20:28:28 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Varstu ólétt sjálf af seinna barninu þínu? (þarft ekki að svara ef þú vilt ekki).

magzterinn | 18. sep. '16, kl: 02:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hæ, sorry er svo sjaldan hér. En já hún mætti svo bara alveg óvænt, eftir reyndar 4 ár án varna (höfum ekkert verið að passa okkur eftir þá eldri). 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

Noro | 21. sep. '16, kl: 21:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vá magnað, innilega til hamingju með þær báðar tvær ;) Er búin að fylgjast með ykkur hérna svo lengi. Man bara að þú talaðir einhvern tímann um að hafa verið með samgróninga og PCOS (sem ég er sjálf með) svo það er gaman að sjá hvað getur gerst :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
90 sinnum sevenup77 1.3.2017 5.3.2017 | 22:13
Jákvætt egglospróf, hvenær er þá egglosið? kimo9 4.3.2017 5.3.2017 | 11:22
11 vikur og blóðleitt slím Stelpan1995 24.2.2017 25.2.2017 | 17:27
Hvenær byrja ég að telja tíðarhringinn? kimo9 16.2.2017 25.2.2017 | 13:38
karlar og gonal f og ovitrelle foodbaby 21.9.2013 23.2.2017 | 19:03
einhver að selja ? bumbus94 13.2.2017 22.2.2017 | 13:16
Mögulega komin 12 vikur á leið og vil fóstureyðingu! IvixorB 14.2.2017 22.2.2017 | 13:13
Júlí bumbur 2017 skonsa123 31.10.2016 14.2.2017 | 15:18
Sjáið þið línu? muminmamma91 13.2.2017 14.2.2017 | 15:11
Egglosstrimlar + þungunarpróf chérie 9.12.2016 14.2.2017 | 11:47
Hvar fást digital clearblue egglospróf littlelove 29.11.2016 7.2.2017 | 23:13
Þið pör sem glímið við ófrjósemi? hafralína 17.10.2008 7.2.2017 | 18:11
Snapchat Tiga 19.1.2017
Jákvætt og neikvætt? Mytwin 4.1.2017 19.1.2017 | 10:13
Af hverju fæ ég ekki jákvætt? kimo9 10.1.2017 10.1.2017 | 21:19
Blæðingar? barbapappi 10.1.2017 10.1.2017 | 20:25
Jákvætt og neikvætt? Mytwin 4.1.2017 9.1.2017 | 14:06
Kaupa egglospróf á netinu MarinH 5.1.2017 6.1.2017 | 21:34
Þori ekki að halda í vonina barbapappi 4.1.2017 4.1.2017 | 21:36
Marktæk "lína" ?? bbird 29.12.2016 4.1.2017 | 08:58
Jákvætt próf? harleyquinn19 25.12.2016 3.1.2017 | 17:24
Viagra til sölu ekki grín loveistheanswer 11.12.2011 30.12.2016 | 22:32
hvað getur valdið þessum Bambii 23.12.2016 23.12.2016 | 22:04
Er eitthvað hægt að gera til að koma reglu á tíðarhringinn? kimo9 18.12.2016
Ólafur Hákonarson og PCOS konur. twistedmom 29.10.2016 14.12.2016 | 22:28
Að hefja loksins "reynerí" tannsis 29.11.2016 14.12.2016 | 22:26
hús til leigu RBirna 13.12.2016
IVF - verð á fyrstu meðferð? maggapala1 5.12.2016 7.12.2016 | 17:52
Einkenni snemma? kimo9 4.12.2016 5.12.2016 | 12:55
Þungunarpróf Hildursv78 5.12.2016
Þvílík vonbrigði.... thorabj89 28.11.2016 4.12.2016 | 12:21
Jákvætt eða neikvætt eða hvað? sykurbjalla 15.8.2016 2.12.2016 | 17:41
Óskabörn síðan sykurbjalla 2.12.2016
NÝTT SPJALL sykurbjalla 9.11.2016 2.12.2016 | 16:47
kíkið á salio 24.11.2016
Grænt te með barn á brjósti patti85 23.11.2016 23.11.2016 | 22:46
ditital clearblue egglosapróf eb84 13.11.2016 23.11.2016 | 21:45
Þið sem hafið notað pergotime :) froken95 14.11.2016 22.11.2016 | 23:00
35+ Eru einhverjar...? Fuglaflensa 20.11.2016 20.11.2016 | 23:19
Sure sign Keeper1 17.11.2016
Reynerís grúbba skonsa123 14.7.2015 12.11.2016 | 21:52
Hvað er ég komin langt ? sigga85 10.11.2016 11.11.2016 | 22:05
Nafnlaus bumbuhópur? sykurbjalla 9.11.2016 9.11.2016 | 23:36
Þessi umræðuþráður á lítið eftir! Bland.is 17.10.2016 9.11.2016 | 17:33
Hvernig virkar primolut? chichirivichi 5.11.2016 8.11.2016 | 12:27
Tæknisæðingarferli? eplii 6.11.2016 8.11.2016 | 08:43
LISTINN 2. nóvember ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 2.11.2016 4.11.2016 | 13:34
Fósturlát?? bbird 2.11.2016 2.11.2016 | 16:45
Hvað á ég að halda? sukkuladigris 1.11.2016 2.11.2016 | 11:05
Jákvætt þungunarpróf?? epli10 1.11.2016 1.11.2016 | 22:15
Síða 4 af 4790 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien