Femar

eenie | 10. ágú. '15, kl: 12:45:56 | 258 | Svara | Þungun | 0

Hæ allar

Ég er mjög óregluleg og fæ ekki nógu oft egglos sjálf (þó ekki með PCOS skv kvensanum mínum) svo kvensinn minn vildi setja mig á Femar um leið og við byrjuðum að reyna.

Síðasti mánuður var ss. fyrsti hringur af reyneríi og fyrsti hringur af Femar. Ég fékk egglos og við nýttum það vel en samt varð ég ekki ófrísk. Sæðistékkið hjá manninum mínum kom glimrandi vel út og ég hafði egglos svo ég skil ekki af hverju þetta virkaði ekki.

Ég er svo sár og bara búin að vera grátandi, ég veit að þetta var bara fyrsta tilraun en þetta er samt ótrúlega erfitt :( Mig vantar eitthvað pepp og reynslusögur, hefur einhver hér tekið Femar og orðið ófrísk á öðrum, þriðja, fjórða hring? Ég er eitthvað svo vonlaus og finnst einsog Femar takist strax hjá öllum öðrum, og það þýði að ég muni aldrei verða ófrísk :(

Sorry langan póst, varð bara að pústa aðeins

 

everything is doable | 10. ágú. '15, kl: 15:16:44 | Svara | Þungun | 0

Ég get hughreyst þig bara með minni sögu sem hefur þí ekki endað í óléttu, við höfum verið að reyna í rúmt ár, það er búið að skoða mig (í grófum pötrum ekki kviðholsspeglun eða þannig) og mannin minn og allt kemur glimrandi út ég er alltaf með staðfest egglos á degi 18 (32 daga hringur) og sæðistékk hjá manninum mínum kemur glimrandi út en 16 hringjum síðar hef ég 2x orðið ólétt (í 9 og 12 hring) og misst í bæði skiptin (og aftur engin ástæða). 
Eins og læknirinn sagði ef allt gengur upp þá áttu 25% líkur á þungun þar að segja ef frjóvgun verður. Með Femara er talað um 13% líkur á þungun fyrir fólk með PCOS svo það er rosalega eðlilegt að það taki meira en 1 hirng. Þetta er fyrsti hringurinn minn á Femara og læknirinn sagði mér að gefa því 3 mánuði áður en við myndum prófa næstu lausn svo ég tók því þannig að það væri eðlilegt að það tæki allt að 3 hringi. 

everything is doable | 10. ágú. '15, kl: 15:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já og ég kannski tek það fram að í bæði skiptin sem ég hef orðið ólétt þá höfum við ekki nýtt okkur egglosið nægilega vel svo ég held að þetta sé alveg tilviljunarkennt. Ég veit að það er ótrúlega erfit en reyndu að slaka á (treystu mér ég veit að það er ótrúlega erfit fyrstu mánuðina en það er svo gott fyrir geðheilsuna)

eenie | 10. ágú. '15, kl: 18:52:04 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir svörin! Ég er virkilega þakklát fyrir hughreystinguna. Ég vissi ekki þetta með 13% líkurnar, ég er að vísu ekki greind með PCOS en ætli þær séu ekki svipaðar fyrir mig. Ég þarf bara að læra að vera þolinmóð. Takk aftur og gangi þér ótrúlega vel

Luna81 | 10. ágú. '15, kl: 18:45:30 | Svara | Þungun | 0

Hvað er einn hringur af Femar mikið?

eenie | 10. ágú. '15, kl: 18:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Þegar ég tala um einn hring á ég við um einn tíðahring, ég tek 5mg á dag frá 3.-7. dags tíðahrings

Luna81 | 10. ágú. '15, kl: 18:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ó ég skil, eru allir á sömu meðferð á Femar eða er það misjafnt milli kvenna?

eenie | 11. ágú. '15, kl: 19:27:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég held að það sé misjafnt bæði milli kvenna og lækna, þ.e. hvað þeir trúa að virki best.

nycfan | 10. ágú. '15, kl: 21:07:57 | Svara | Þungun | 1

Því miður þá tekur þetta tíma :( Eina PCOS einkennið mitt er að egglos lætur stundum bíða eftir sér og það þarf að ýta við því en ég er líka með vægt pcos. Ég var á pergó í ár áður en ég fór á Art Medica og fór þar í 5 tæknisæðingar, þriðja meðferðin virkaði en missti það og svo virkaði meðferð nr 5 og ég er komin rúmar 11 vikur. Það er ekkert að hjá okkur nema þetta væga pcos og ég fékk vægasta lyfjaskammtinn því ég framleiði eggin mjög vel en það þarf að ýta smá við þeim. Maðurinn minn með nóg a sundköppum og hreyfanleikinn tvöfalt meiri en þarf sögðu þau á Art.
En þegar ekkert er að og engin lyf þarf þá getur þetta tekið alveg ár. Það tók okkur 9 mánuði með fyrsta barn og þá var pcos ekki farið að sýna sig svo ég myndi gera allt sem þú getur til þess að njóta þessa tíma og ekki svekkja þig of mikið, þetta tekur tíma og er algjört kraftaverk þegar þetta tekst. Í þeim tæknimeðferðum sem ég var bjartsýnust í gegnum tókst þetta. Stress gerir bara illt verra svo reyndu að finna þér eitthvað skemmtilegt að gera og taka hugann af því að þetta gangi ekki einn tveir og bingó.
Meðan ég var í síðustu tæknimeðferðinni var ég á hækjum og þurfti far í allar skoðanir og eitt skiptið var pabbi minn að skutla mér og sagði við mig að í allri heimspeki og trúfræðum væri talað um að sá sem ræður (hverrar trúar sem við erum) sýnir athygli sína með því að gefa þeim sem hann hugsar um vandamál og verðlaunar svo en þeir sem þurfa ekkert að hafa fyrir neinu ef fólk sem er ekkert verið að veita athygli og fær því ekki þau verðlaun sem við hin höfum. Við fáum þau spil í hendurnar sem við getum spilað úr.
Þetta huggaði mig og bjartsýni kom mér ofsalega langt. Einnig hjálpaði það mér rosalega mikið að tala við einhvern hlutlausan aðila. Ég valdi mér heilunarmiðil sem er rosalega gott að tala við og ég fór líka til hennar í dáleiðslu sem losaði mig við allt stress og allan óþarfa kvíða sem ég hef dregið með mér í mörg ár.
Svo er fólk eins og ein sem ég þekki sem tók einn hring af tvöföldum pergó og búmm, ólétt. Svakalega langaði mig að bíta hausinn af henni þegar hún sagði mér hvað það var erfitt að taka þennan eina hring af þessu þegar ég var búin með ár af pergó og 5 umferðir af sprautum sem gera mann kolbilaðan stundum. Þetta kennir manni að njóta þess betur þegar maður loksins fær kraftaverkið sitt í hendurnar.
Sorry langlokuna en varð bara að deila með þér :)

eenie | 11. ágú. '15, kl: 19:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir svarið! Ég met þess virkilega mikils að þú sért til í að deila með mér og hughreysta mig. Það er alveg rétt að þetta getur tekið langan tíma en ég á í mestu erfiðleikum með að sætta mig við það, og kvíðinn um að ég verði aldrei mamma ætlar bara ekki að fara. Gangi þér alveg ótrúlega vel og takk aftur

everything is doable | 11. ágú. '15, kl: 21:14:02 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég héllt að þessi kvíði færi aldrei það var öruglega ekki fyrren núna bara 14 mánuðum síðar sem ég finn að ég er að róast aðeins ekki beint að gefast upp en meira svona komin með það viðhorf að það verður eins og það verður og ég finn alltaf meira og meira hvað það gerir mér gott

Hedwig | 12. ágú. '15, kl: 11:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Alls ekki missa vonina strax eftir fyrsta hring :), ef ekkert er að hjá pörum eru 15% líkur á þungun í hverjum hring og það segir sig sjálft að það er ekkert svo svakalegar líkur og því getur tekið allt upp í ár að verða ófrísk án þess að nokkuð sé að.  


Hef sjálf tekið 5 tvöfalda pergóhringi, fór í kviðarholsspeglun sem kom vel út, kallinn með flott sæði, hormón í lagi og hvaðeina. Sem sé finnst ekkert að hjá okkur. En þrátt fyrir pergóið, sæðisvæn sleipiefni með pergóinu, egglospróf og hvaðeina bara gekk þetta ekki mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Eftir tvö ár af lyfjum, egglosprófum og hitta á egglos hættum við að spá eins mikið í þetta og heimaleikfimin var bara gerð þegar okkur langaði en ekki þegar egglos var eða álíka. Vorum nefnilega orðin ansi langt niðri andlega og fengum okkur ketti sem björguðu öllu eiginlega. Kvíðinn um að verða aldrei foreldrar minnkaði mikið og það var ekki fyrr en komin voru 5 ár sem gamla tilfinningin kom upp aftur, vonbrigðin að ekkert hefði heppnast meðan fólk í kringum okkur hrúgaði niður börnum.


Við ákváðum því að stíga það stóra skref að fara til Art Medica, ég hafði áður pantað tíma þar en afpantað þar sem ég var ekki tilbúin. Í þetta skipti var ég tilbúin að taka þetta eitthvað lengra og við fengum val um glasa eða tækni eftir þetta langan tíma í reyneríi og völdum glasa. Fannst það samt hrikaleg tilhugsun og var skíthrædd við þetta ferli en þegar á hólminn var komið var þetta ekkert mál og ég sá barnið í hyllingum :P, kom mér í gegnum sprauturnar og eggheimtuna að hugsa um möguleg verðlaun fyrir þetta. Fyrsta glasa tókst og er komin rúmlega 28v í dag. Kallinn sem var búinn að sætta sig við barnleysi eftir þetta langan tíma er svo spenntur að það er ótrúlegt að hann hafi talað um að það væri örugglega allt í lagi að vera bara barnlaus nokkrum mánuðum áður :P. 


Sem sé þó að þetta myndi ekki takast með femar eða taka einhvern tíma þá eru það alls ekki endalokin og í dag er hægt að gera svo mikið til að hjálpa þannig að langflestir enda með lítið barn í höndunum. Bara spurning hvað þetta litla barn vill hafa mikið fyrir sér :). 

eenie | 16. ágú. '15, kl: 19:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir!! Til hamingju með krílið þitt og gangi þér ótrúlega vel, mjög hughreystandi saga :)

títluskott | 16. ágú. '15, kl: 20:34:54 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Á hvaða skammti eruð þið að byrja? Og á hvaða dögum?

everything is doable | 16. ágú. '15, kl: 22:21:41 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég byrjaði á 5mg á dag á degi 3-7 af tíðahringnum - er ekkert voðalega vongóð en maður veit aldrei við eigum að taka einn hring af femara án eftirlits og svo förum við í eftirlitshring þar sem ég verð reglulega í skoðun uppá art til að fylgjast með öllu ferlinu

títluskott | 17. ágú. '15, kl: 11:05:48 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hjá hvaða lækni ertu hjá Art? Ég er á fyrsta femar skammtinum mínum og það var ekkert rætt um neina eftirfylgni, hvorki núna í þessum hring eða næsta. Mér finnst pínu vanta að það sé eitthvað plan sem verið sé að vinna út frá. Það er kannski mismunandi milli lækna? Ég myndi einmitt vilja skoða tæknisæðingu ef þetta gengur ekki upp í þessum mánuði eða næsta, en ég veit einhvern vegin ekkert hvað er í boði þarna.

everything is doable | 17. ágú. '15, kl: 12:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Er hjá Snorra =)

everything is doable | 17. ágú. '15, kl: 14:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

En planið hjá okkur er tækni í nóvember ef ekkert hefur gerst fyrir þann tíma, ég þurfti samt að biðja um þessa eftirfylgni því mér fannst einmitt það vannta þar sem maður les alltaf um það á erlendum síðum að það sé mikil eftirfylgni og jafnvel egglossprauta (trigger) til að vita nákvæmlega hvenær egglosið verður

títluskott | 17. ágú. '15, kl: 15:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Ég hef aðeins legið yfir þessum bandarísku síðum og þá er alltaf þessi eftirfylgni. Ég gerði bara ráð fyrir því að fyrst maður væri komin á Art að maður myndi fara í sónar til að athuga eggbúin fyrir egglos, til að athuga hvort maður sé að oförvast eða hvort örvun sé ekki nógu mikil og síðan fá trigger. Í rauninni hefur ekkert breyst, ég bara tek femar og fer í blóðprufu á 21. degi. Ég ætla senda honum post og spyrja hann með þessa egglossprautu.

Þetta er síða sem ég hef verið að skoða, fannst hún hjálpleg og gaf mér smá von líka :)

http://community.babycenter.com/post/a32751333/femara_bfp_reporting_thread


everything is doable | 17. ágú. '15, kl: 15:51:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

skoða þessa =) en já ég fékk bara þau svör að ef ég oförvast þá mun það ekkert fara á milli mála og að ég væri svo ung (er 25 ára) að það væri rosalega ólíklegt væri aðalega bara eldri konur. En já við eigum tíma hjá Snorra aftur í næstu viku og ég ætla að spyrja einmitt betur útí þessa egglossprautu þar sem ég einmitt virðist aldrei lesa um femara (letrozole) án þess að það sé talað um trigger sprautuna og sónarskoðun á 11 eða 12 degi. 

nycfan | 18. ágú. '15, kl: 10:16:08 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég hef ekki heyrt um að Art geri egglossprautu nema þegar þú ert í meðferð þar. Ég tók tvisvar sinnum hlé á milli tæknimeðferða (vegna jólafrís á Art og missis) og tók þá pergó og það var engin egglossprauta. Í Bandaríkjunum t.d. er verið að gefa mun stærri skammta en hérna og þegar framvæmdar eru tæknisæðingar þar þá vilja þeir fá allavega 3 eða fleiri egg venjulega á meðan hérna er tæknisæðingin ekki framkvæmd ef það koma fleiri en 2 eggbú sem eru þroskuð. Hér vilja þeir ekki svona mörg eggbú því það er langbest fyrir barnið og móður að það sé bara eitt barn og í mesta lagi 2 börn. En reglurnar eru öðruvísi í USA og meðferðirnar svo miklu dýrari þannig að konum finnst þær sóa peningum og tíma ef það kemur bara eitt eggbú.
Egglossprautan er notuð á Art til þess að tímasetja meðferðina, svo maður sé að koma í uppsetningu akkúrat þegar eggið er að losna. Ef egglossprautan er ekki gefin þá losna eggin sjálf þegar þau eru þroskuð og tilbúin en ef það væri beðið eftir því þannig á Art þá þyrfti maður nánast að vera með sónartækið inní sér non stop í um sólahring sem væri ekki gerlegt.
Þannig að þessi trigger sprauta er aðallega til að tímasetja egglosið, hún klárar að þroska eggin og senda þau af stað, sem líkaminn gerir annars sjálfur ef eggbú þroskast.
Ég fór tvisvar sinnum í blóðprufu á 2-3 dth til þess að kanna hvort það varð ekki örugglega egglos í síðasta hring og einnig geta þeir séð í sónar á eggjastokkunum hvort það er búið að vera egglos eða ekki.
Það er svo erfitt að miða við það sem er gert annarstaðar og þá sérstaklega við Bandaríkin því það er svo allt öðruvísi. Ég var í spjallhóp með öðrum í tæknimeðferðum og margar í Bandaríkjunum og mér fannst þetta of mikið sem var í gangi þar og rosalega margar að oförvast því þeir gefa svo stóra skammta af lyfjum. Núna er ég ennþá í alþjóðlegum bumbuhóp og þetta er svo steikt eitthvað þarna, ég er ofsalega þakklát fyrir það hvað við erum mikið niðri á jörðinni með þetta allt hérna.
Sorry langlokuna, ég hef bara prófað ýmislegt og ef ég vil vita eitthvað þá þarf ég að vita allt um það og enda með mastersgráðu í viðfangsefninu :)
Og believe me, þið viljið ekki egglossprautuna nema hana þurfi nauðsynlega. Í öllum þessum meðferðum var það bara egglossprautan sem fór alveg með mig. Það er hcg hormón í henni og ég varð svakalega í skapinu, uppi eina mínútuna og niðri þá næstu og allt vonlaust, mundi ekki neitt og allt í rugli :)

everything is doable | 18. ágú. '15, kl: 11:53:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég held að hjá mér hafi Snorri bara íhugað að nota hana hjá mér þar sem vandamálið virðist vera að líkamin nær ekki að framkalla egglosið nægilega vel svo það er varamöguleiki ef femara virkar ekki heldur. En ég er samt á sama femara skammt og er notaður í usa eða 5mg og verð hækkuð í 7.5 ef það er ekkert svar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4785 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Bland.is, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie