Ferðaávísunin frá stjórnvöldum

Júlí 78 | 27. maí '20, kl: 17:43:57 | 268 | Svara | Er.is | 0

Þetta er náttúrulega algjört djók að úthluta landsmönnum einhvern 5 þúsundkall sem ferðaávísun/gjöf, jú ætlað til þess að landsmenn ferðist innanlands.


Ég var að lesa komment um þetta frá 2 aðilum:
"Í fyrsta lagi fær ekki hvert marnnsbarn á íslandi þessa ferðagjöf, börnum er haldið það utan við, í öðru lagi er þetta fáránlega lítil upphæð sem gerir nú ekki mikið, ekki einusinni hvetjandi til ferðalags, og í þriðja lagi gildir veitingastaða liðurinn á henni aðeins um veitinga staði með vínveitingaleyfi. Stórgallað framtak, sem hefði verið hægt að gera vel."Virkilega, sem sagt ef ég vil nýta þessa ávísun á einhverjum veitingastað segjum t.d. á Selfossi þá þarf veitingastaðurinn að vera með vínveitingaleyfi? Á maður sem sagt þá ekkert að hafa sjálf/ur val um á hvers konar veitingastað maður vill fara á? Er ekki eitthvað fáránlegt að setja svona skilyrði?


Hitt kommentið: " Og hvað með þá sem eiga ekki snjallsíma til að geta nýtt sér þessa "háðungar nánös"? Þarf sá eða sú sem vill nýta sér þessi "gæði" að kaupa sér snjallsíma fyrir +/- 100.000 kr ?
Hvað kostaði þetta smáforrit (app) sem útilokar mögulega stóran hóp þjóðarinnar frá að nýta sér þessa "háðung"?"  Já þetta er auðvitað algjör brandari, sem sagt ekki fyrir alla landsmenn...


Sumt eldra fólk til dæmis vill ekkert vera með einhvern snjallsíma og vill heldur vera með takkasíma...kannski það rjúki nú í Elko og kaupi sér rétta símann til að geta notað þennan 5 þúsund kall?


Hvar eru annars þessar upplýsingar um þessa hallæris-ferðaávísun frá stjórnvöldum?
Já og japanir eru nú rausnarlegri: " Japönsk stjórnvöld tilkynntu svo í gær að þau séu að skoða að eyrnamerkja jafngildi rúmlega 2.500 milljarða íslenskra króna í beinar niðurgreiðslur á ferðamennsku innanlands. Það jafngildir um 20.000 japönskum yenum á hvert mannsbarn, eða um 26.000 íslenskum krónum. Þessum styrk er svo ætlað til þess að eyða á ferðalögum sínum innanlands."
https://www.dv.is/pressan/2020/5/27/japanir-raeda-um-26-000-krona-ferdaavisun/


 

ert | 27. maí '20, kl: 18:54:53 | Svara | Er.is | 0

æi, ég veit ekki. Þar sem ég og þú munum borga þetta með vöxtum og skertum lífskjörum næstu árin þá finnst þér þetta ekki aðalmálið að skulda.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 27. maí '20, kl: 18:57:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá finnst mér þetta ekki aðalmálið að skulda.

 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 27. maí '20, kl: 19:34:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst nú að ríkið hefði alveg getað sparað þennan pening. Hvort sem er þá er 5 þúsund kallinn nánast ekki neitt fyrir einstaklinginn a.m.k. hér á landi þar sem reynt er að okra á sem flestu.

ert | 27. maí '20, kl: 19:50:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar erum við sammála. Ríkið hefði getað sparað okkur þetta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 27. maí '20, kl: 20:29:11 | Svara | Er.is | 0

Það er og verður alltaf vitlaust að gefa peninga.
Ríkið á ekki að gefa peninga.
En þetta gerir ríkissjóður og hefur gert í mörg ár.
Auðvitað alltaf rifist um þessar gjafir.

kaldbakur | 27. maí '20, kl: 20:38:42 | Svara | Er.is | 0

Langtum sniðugra fyrir ríkisstjórnina að strá peningum yfir Austurvöll frá svölum Alþingis.

Júlí 78 | 27. maí '20, kl: 21:10:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er a.m.k. mjög hallærislegt að gefa þennan 5 þúsundkall með einhverjum skilyrðum. Er þetta satt að ef greitt er með þessu á veitingastað þá þurfi staðurinn að hafa vínveitingaleyfi? Hvað kemur ríkinu við hvað við hin borðum eða drekkum? Þarf þetta kannski að vera einhver fínni staður til að fara á? Sko ef ég fer út á land þá er Selfoss eða álíka staður út á land fyrir mér því ég bý á höfuðborgarsvæðinu. En ég hef ekki hugmynd um hvaða staðir hafa vínveitingaleyfi þar. Á ég þá að þurfa að kynna mér það áður ef og þegar ég ákveð að fara þangað? Þetta er svo mikil della. Má ég ekki bara fara á KFC ef ég vil það og kannski ís á eftir fyrir peninginn?

Júlí 78 | 27. maí '20, kl: 21:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er jú sagt að þessi upphæð sé 20 þús. fyrir fjögurra mann fjölskyldu. En er það þá bara fullorðnir einstaklingar. En ef þetta eru hjón með 2 börn yngri en 1

Júlí 78 | 27. maí '20, kl: 21:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er jú sagt að þessi upphæð sé 20 þús. fyrir fjögurra manna fjölskyldu. En er það þá miðað við 4 fullorðna einstaklinga? En ef þetta eru hjón með 2 börn yngri en 18 ára? Þá 10 þús kr.?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/23/ferdaavisun_muni_orva_ferdaviljann/

ert | 27. maí '20, kl: 22:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þetta er frétt frá því í mars, þetta er ekki viðtal við ráðherra og það er sagt " Rætt sé um".
Í mars voru menn sem sagt að skoða 5 þús á mann en ákváðu svo greinilega annað

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. maí '20, kl: 02:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki til þess að þessi upphæð 5 þús. hafi eitthvað breyst. Ef svo væri þá væri það búið að koma í fréttum. 

ert | 28. maí '20, kl: 09:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók þannig þetta varð að að lögum í mars og engar lagabreytingar hafa verið gerðar eftir það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. maí '20, kl: 09:38:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var nú bara tilkynning frá stjórnvöldum en þeir mega alveg hætta við þetta allt mín vegna. Ekki ágirnist ég þennan 5 þúsund kall.

ert | 28. maí '20, kl: 09:53:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er J ó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar á vegum stjórnvalda?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. maí '20, kl: 10:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég póstaði nú bara þessu þar sem þarna í þessari frétt stóð 20 þús. fyrir 4 manna fjölskyldu. Hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé satt að þetta sé bara ætlað fyrir fullorðna. Ég hef annars ekkert séð neitt um þetta nema það sem ég hef heyrt. Ef þú hefur linkil frá stjórnvöldum þar sem segir allt um þetta þá komdu með það.

ert | 28. maí '20, kl: 10:55:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það er ekki hægt segja allt um þetta fyrr en lögin taka gildi.
Málið er bara búið í fyrstu umræðu.
https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=839

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 28. maí '20, kl: 11:19:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þennan link.

kaldbakur | 28. maí '20, kl: 10:27:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geta ekki einhverjir nýtt sér þetta ? Má safna saman ávísunum ? Kannski hægt að gefa ávísunina einhverju góðgerðarfélagi ?

Júlí 78 | 28. maí '20, kl: 11:05:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur gefið þessa ferðagjöf! Ég las þarna í því sem ert póstaði: " Einstaklingi er heimilt að gefa eigin ferðagjöf."  Jákvætt það, kannski ég gefi bara mína einhverjum ættingjanum sem vill nota þetta.  

Hr85 | 27. maí '20, kl: 21:08:18 | Svara | Er.is | 0

Mér fannst ég ekkert sérstaklega velkominn á okurbúllurnar í miðju góðærinu og ég er ekki alveg að sjá hvers vegna það er mitt hlutverk að fleyta þessum gullgröfurum yfir í næstu uppsveiflu. Það verður alltaf einhver til í að taka á móti túristum rétt eins og það verður einhver til að veiða fisk svo enginn heimsendir þó einhver fyrirtæki fari í þrot í millitíðinni.

En ætla mér annars að skoða einhverjar náttúruperlur nú þegar það er ekki eins troðið af fólki en það verður bara gamla góða nestið og ekkert gist á hótelum. 

Helga31 | 27. maí '20, kl: 21:43:19 | Svara | Er.is | 0

Ég heyrði fyrst 50þ kall :) og svo komin upphæð 5þ fyrir fullorðinn og mér fannst það má alveg að nýta alla þessa peninga í annað verkefni , þetta gerir ekkert fyrir mig og alla sem ég þekki ..

Júlí 78 | 27. maí '20, kl: 22:13:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, þetta eru bara smápeningar sem hafa lítið sem ekkert að segja fyrir fólk. 

BjarnarFen | 28. maí '20, kl: 00:15:31 | Svara | Er.is | 0

5 þúsund til ad ferdast innannlands, já. Þad er nóg fyrir smá grasi til ad geta flogid innannlands í sumar. lol

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bólusetja kettlinga asta12345 8.7.2020
Kommúnistinn hann Kári okkar allra að kollvarpa sósíalismanum ? kaldbakur 7.7.2020 8.7.2020 | 13:35
Heilsan út -5G inn. Kristland 22.6.2020 8.7.2020 | 07:06
Rotta?! Erum að fríka út! dudah84 28.6.2020 8.7.2020 | 07:05
Kristleysi í Kína. Kristland 23.6.2020 8.7.2020 | 01:19
Tilkynna atvinnuleysisbætur lonelybee 6.7.2020 7.7.2020 | 23:32
Einkaþjálfun utandyra Boze 7.7.2020 7.7.2020 | 23:10
Bílstóll fyrir Benz CLA 200 - árgerð 2016 Mjallhvít og dvergarnir 5 7.7.2020 7.7.2020 | 21:52
Áttu uppskrift af rabbabaravíni villa1 4.7.2009 7.7.2020 | 19:41
Gefa egg Bland30 6.7.2020 7.7.2020 | 17:52
Febrúar Bumbuhópur 2021 viktoriaa95 4.6.2020 7.7.2020 | 17:38
Tré hangandi yfir bílastæði mitt Twitters 6.7.2020 7.7.2020 | 09:41
Stætó skrímslið að stækka - en heimilsbíllinn að minnka verða rafknúinn og jafnvel sem skutla. kaldbakur 3.7.2020 6.7.2020 | 22:04
buy botox online [websit..https://spiceurbeauty.com] order botox now in usa buy botox online paolo00 6.7.2020
buy botox online [websit..https://spiceurbeauty.com] order botox now in usa buy botox online paolo00 6.7.2020
London núna ? Mammaminerbest 6.7.2020 6.7.2020 | 10:03
Brúnkukrem terrorist 5.7.2020 6.7.2020 | 09:53
Sílsaviðgerð á 2003 Cherokee kreye 11.2.2019 5.7.2020 | 21:18
Laun miðað við aldur Bjarki45 26.6.2020 5.7.2020 | 20:53
Geta einstaklingar haldið opið bingó? ny1 4.7.2020 5.7.2020 | 20:07
Aum tunga ? :/ KuTTer 31.7.2011 5.7.2020 | 17:50
chemex fjallasoóley 5.7.2020
Mars mömmur 2021 ggunnarsd 5.7.2020
Þjóðsöngur blands? ert 4.7.2020 5.7.2020 | 14:08
Ríkis Borgarlínu Stræó kaldbakur 4.7.2020 5.7.2020 | 00:31
Hundahald í blokk Hjödda171 4.7.2020 4.7.2020 | 22:48
500 þús. milljóna skuldsetning Ríkisins - til að milda áhrifin af Covid19 kaldbakur 4.7.2020 4.7.2020 | 21:28
Barnsfaðir SantanaSmythe 3.7.2020 4.7.2020 | 16:58
Réttur leigjanda geislabaugur22 4.7.2020 4.7.2020 | 09:20
Búið að útrýma MengunarVagnaStrætó af Laugavegi - Næst að hrekja Strætó_ Ósóman frá Miðbænum. kaldbakur 3.7.2020 4.7.2020 | 02:01
Upp með efnahaginn ! Kristland 3.7.2020
Förðunarvörur fyrir börn/unglinga KollaCoco 28.6.2020 3.7.2020 | 19:40
Silfurskottur - hvað er til ráða ? leo7 9.6.2011 3.7.2020 | 19:33
Lopapeysur til sölu? Tootsie McBoob 5.5.2011 3.7.2020 | 19:31
Kjör forseta - embættistaka og embættisverk Guðna í hættu ? kaldbakur 2.7.2020 3.7.2020 | 11:51
Fasteignagjöld og annað mál: Kjörtímabil forseta Júlí 78 1.7.2020 2.7.2020 | 15:39
Hvar kaupir maður notaðar tölvur? Chaos 8.7.2009 2.7.2020 | 09:42
Halo top ís Davidlo 1.7.2020 2.7.2020 | 09:38
Strætó - Alltaf úti að aka - Já vantar innstig kaldbakur 1.7.2020 2.7.2020 | 07:00
Frelsum Fíkniefnin ! Kristland 30.6.2020 2.7.2020 | 06:08
Kínverji Kjaftar Frá ! Kristland 26.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Byrjum að læra Kínversku ! Kristland 23.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Vöðvabólga og kírópraktor baranikk 1.7.2020 1.7.2020 | 19:02
KSí - merki gamlar fréttir - hallærislegt sjomadurinn 1.7.2020
Veit einhver um ódýrt nudd? Steinar Arason Ólafsson 30.6.2020 1.7.2020 | 13:48
Kauptu raunveruleg skráð vegabréf, ökuskírteini, skilríki, (// www.realdocuments48hrs.com/) muellerr028 1.7.2020
BUY HIGH QUALITY REAL/FAKE PASSPORTS,DRIVERS LICENSE,ID CARDS,COUNTERFEIT BANK NOTES Etc muellerr028 1.7.2020
Eldsneytiseyðsla með fellhýsi/tjaldvagn/hjólhýsi í eftirdragi hjá ykkur Svonaerthetta 1.7.2020
Icelandair - er fyrirtækið að fara í þrot ? kaldbakur 30.6.2020 1.7.2020 | 09:36
Hyundai bílar eða Toyota Flower 29.6.2020 30.6.2020 | 22:35
Síða 1 af 26992 síðum
 

Umræðustjórar: vkg, rockybland, Bland.is, anon, Coco LaDiva, TheMadOne, superman2, flippkisi, ingig, joga80, krulla27, MagnaAron, tinnzy123, aronbj, Gabríella S, mentonised, Krani8