Ferlið við nauðungaruppboð....Skil það ekki

kofitomasar | 19. feb. '13, kl: 10:27:32 | 1448 | Svara | Er.is | 0

Nú væri gaman að fá svör við þeim spurningum sem ég hef varðandi þetta furðulega ferli, hef spurt marga (meira að segja Lögfr) og ekki fengið almennileg svör.

Þegar fasteign er boðin upp í USA (foreclosure) þá er auglýst hvar og hvenar það fer fram og hver sem er getur boðið í viðkomandi eign. Oftst eru þessu uppboð frekar stór og margar eignir boðnar upp.

Hér er þetta alls ekki svona, hver sem er getur ekki boðið og kröfuhafi tekur eignina í langt flestum tilfellum. Segjum að ég ætti eign og hún er boðin upp, gerðarbeiðandi er banki. Síðan er komið að uppboði þar er maður bankans og einhverjir verktakar (segjum að skuld við bankann sé 25 milljónir) íbúðin er "seld" bankanum á 20 milljónir. Er það rétt að skuldin lækkar ekki um 20 mill heldur lækkar um það sem bankinn selur hana svo fyrir? Getur bankinn farið endalaust upp til að fá íbúðina og skuldin lækkar ekki um það sem uppboðrsverði nemur?

Væri ekki betra að allir hefði aðgang að uppboðum til þess að hafa þetta nokkurn vegin markaðsverð?

 

DCP | 19. feb. '13, kl: 10:36:30 | Svara | Er.is | 0

Allir hafa aðgang að uppboðum hér, bæði bankar og einstaklingar, og bönkunum er heimilt að bjóða hvað svo sem þeir telja að samræmist sínum hagsmunum.  Skuldin lækkar a.m.k. um uppboðsandvirði, en ef að uppboðsandvirði er talið lægra en markaðsverð er hægt að miða niðurfærslu skuldar við markaðsverð. 

kofitomasar | 19. feb. '13, kl: 10:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf að setja sig á einhvern lista fyrst,,,,,afhverju hefur maður þá heyrt um að boðnar séu upp leiguíbúðir (bara mætt og boðið upp án vitneskju leigjanda) og viðkomandi leigjandi hafi ekki mátt taka þátt í uppboðinu? Og afhverju er ekki fast hvað áhvílandi skuld lækkar mikið, þá annaðhvort verð á uppboði eða þegar bankinn selur hana seinna. Afhverju skipir máli varðandi skuldauppgjör hver kaupir íbúðina?

DCP | 19. feb. '13, kl: 10:50:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Engan lista, bara nóg að mæta. Ég hef aldrei orðið vitni af því að neinum hafi verið meinað um þátttöku á uppboði, og veit ekki til þess að neitt í lögum takmarki aðgang að þeim. Líklega er þetta bara munnmælasaga. 


Sumar eignir fara á gjafaprís á uppboði, aðrar ekki, það er ekki sanngjarnt gagnvart skuldara ef lánið er 25 m, íbúðin fer á 15 m og skuldari situr þá uppi með 10 m persónulega. 


Ekki væri heldur heppilegt að miða við framsöluverð bankans, oft líður langt þar til eign selds, og þá væri skuldastaða skuldarans í fullkominni óvissu, eins getur einstaka sala verið fyrir neðan markaðsverð vegna einhverra hluta. Þess vegna er sanngjarnast að skuldari geti farið fram á niðurgreiðslu skuldar m.v. að söluverð hefði samræmst markaðsvirði, og markaðsvirði er hægt að meta annað hvort út frá endursölu eða t.d. mati fasteignasala á áætluðu markaðsvirði eignar. 


Skuldauppgjörsreglan miðar einkum að því að tryggja að bankarnir hagnist ekki á því að kaupa yfirveðsetta eign á fáránlegu verði til að hagnað, þ.e. með lágum kaupum og fullri heimtu eftirstöðva láns í persónulegri ábyrgð, s.s. í þeim tilvikum þar sem bankinn er svo ,,heppinn" að enginn bjóði á móti. Nauðungaruppboð er í eðli sínu annað en frjáls sala, enda hefur gerðarþoli rétt á að reyna frjálsa sölu fyrst, og jafnvel í nauðungarsöluferlinu. Nauðungarsalan hættir að samrýmast tilgangi sínum og eðli ef hún er bara pro forma og gildir bara varðandi verð kaupandans, en gerðarþolinn fær alltaf fullt markaðsvirði upp í skuldir sínar. Með þeim hætti ætti það jafnvel að geta gerst ef að fasteign sem veðsett er að 90% að markaðsvirði, væri seld nauðungarsölu og færi á 90% af markaðsvirði að einhver (hver ætti það að vera?) þyrfti þá að greiða gerðarþolanum þessi 10% sem eftir stæðu af markaðsvirði. 

Myken | 19. feb. '13, kl: 11:56:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir mæta ekki bara íbúðareigandi ber skylda að láta leianda vita af þessu hann fær bréf með dagsetningu og tíma og allt...En sumir eigendur eru bara ekki að standa sig í þessu

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Kammó | 19. feb. '13, kl: 10:51:51 | Svara | Er.is | 0

Uppboð eru auglýst og getur hver sem er mætt og boðið í eignina. Ef 25 milljónir hvíla á eigninni en hún selst á 20 milljónir 
þá skulda þeir sem misstu eignina 5 milljónir. Yfirleitt býður sá sem á veð í eigninni upp að þeirri upphæð, en stundum er hægt að fá þá upphæð niðurfellda.

kofitomasar | 19. feb. '13, kl: 10:59:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka svörin....er fróðari eftir lesturinn.

Kammó | 19. feb. '13, kl: 11:12:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla aðeins að leiðrétta, þetta kom allt í einni bunu hjá mér en það er stundum hægt að fá þá upphæð sem eftir stendur þegar búið er að bjóða í eignina niðurfellda.

Alli Nuke | 19. feb. '13, kl: 10:57:09 | Svara | Er.is | 1

Flestar eignir sem fara á nauðungaruppboð eru vel yfir skuldsettar og skuldareigendurnir eru ekki að fara að leyfa hrægömmum að kaupa þær fyrir slikk (nema þegar Framsóknarmenn eiga í hlut).

Annars vantar klárlega lyklafrumvarp í lögin

Trolololol :)

daggz | 19. feb. '13, kl: 11:05:36 | Svara | Er.is | 0

Lækkun skuldarinnar fer ekki eftir því hvað bankinn/kröfuhafi kaupir íbúðina á heldur fer það eftir markaðsverði.


ÍLS keypti mína t.d. á 2,5 milljónir en skuldin lækkaði um 11 milljónir minnir mig (metið markaðsverð).

--------------------------------

kofitomasar | 19. feb. '13, kl: 11:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil bara ekki afhverju þetta er ekki eins og úti, þar eru kröfuhafa ekki 99% þeirra sem kaupa eignir á uppboði. T.d var íbúð seld á uppboði í húsinu sem ég bý í. Bankinn lét opna íbúðina og fór inn til að skoða, aðrir fengu þó ekki tækifæri til að fara inn (uppboð á planinu). Íbúðin var mjög mikið skemmd og voru aðilar að koma til mín til að spyrja um hvernig íbúðin væri. Íbúðin var seld á 11 mill og ekki til bankanns. Viðkomandi spurði síðan afhverju bankinn hefði ekki boðið hærra og var svarið "þetta er allt planað". Taka það fram að þetta er 100fm íbúð í 101

daggz | 19. feb. '13, kl: 15:37:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er uppboðsverðið er lægra heldur en það sem þú telur vera markaðsverð þá er farið eftir markaðsverði. Það getur hver sem er boðið í eignina en þú átt alltaf rétt á að fá amk afskrifað miðað við markaðsverð.

--------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 10:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ef bankinn kaupir eignina á 15 milljónir en selur hana svo á 20 milljónir? Hver fær þessar 5 milljónir? Þá miða ég við að bankinn hafi þegar fengið sína skuld greidda.

daggz | 12. ágú. '16, kl: 13:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru nú bara 3 ár frá þessu svari mínu. Ég man þetta ekki svo glatt. Þannig ég hef bara ekki hugmynd.

--------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 14:52:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorrí, tók ekki eftir dagsetningunni, sá bara að umræðan var á meðal þeirra efstu.

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 14:23:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bankinn fær þær þar sem að bankinn á eignina

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 14:56:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu alveg viss um það? Ég hef nefnilega heyrt að sá sem átti eignina eigi að fá mismuninn, en finn hvergi nein lög um þetta, hvorki það né að bankinn eigi að fá hann.

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 18:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú kaupir þér bíl á 500 þúsund og selur hann á milljón á þá fyrverandi eigandi að fá mismunin ?

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 18:50:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur ekki líkt þessu saman. Við erum að tala um nauðungarsölu.

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 18:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nauðungarsala er bara sala sá sem kaupir eignina á eignina og getur gert bara hvað sem hann vill við eignina
það myndi ekki sála mæta á fasteigna uppboð ef það mætti ekki taka inn hagnað af eignini

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 18:57:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, nauðungarsala er ekki eins og önnur sala. Það er himinn og haf á milli. Ég hef heyrt það oftar en einu sinni að fyrrv. eigandi eigi að fá mismuninn og þess vegna spurði ég nú hvort einhver vissi þetta eða hefði reynslu. Ég veit fyrir víst að fólk sem missti lóð á uppboði fékk mismuninn greiddan eftir að sveitarfélagið hafði selt hana svo það gæti alveg eins átt við húseignir líka.

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 19:10:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ef að eignin selst á meira en vanskilin eru þá er að sjálfsögðu endurgreiddur mismunurinn en sá sem kaupir eignina á uppboðinu hana skylirðislaust og oftast er það sjálfur lánveitandinn sem kaupir eignina

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 19:13:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það var það sem ég var að spyrja um en þar sem ég finn hvergi nein lög um það þá vildi ég vera viss. Þetta sama fólk nefnilega missti heimilið sitt á nauðungarsölu núna í janúar og þau vita að bankinn seldi það á hærra verði en hann keypti það á en þau hafa samt ekki fengið neinn mismun greiddan. Mig langaði að aðstoða þau við að fá þessa peninga en vildi afla mér upplýsinga áður en ég fer af stað. Bankinn fékk nokkrum milljónum meira en það sem þau skulduðu honum.

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 19:16:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já bankinn fær mismunin því hefur bankinn keypt eignina á uppboðinu og á þar afleiðandi eignina skylirðislaust

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 19:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá gildir greinilega ekki það sama um lóðir og fasteignir.

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 19:25:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú bara að miskilja þetta það gilir það sama um allar eignir mér er það bara óskiljanlegt að þú skulir ekki skilja þetta
það myndi heldur ekki standast neina stjórnarskrá í heiminum að fyrverandi eigandi fengi hagnað af eign sem núverandi eigandi á

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 20:04:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú misskilur nauðungarsöluferlið algjörlega.

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 21:33:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

að ræða þetta við er eins og þetta myndband

https://www.youtube.com/watch?v=Qhm7-LEBznk

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Meinhornið | 12. ágú. '16, kl: 22:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Takk fyrir kurteisileg og greinargóð svör.

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 23:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekkert að þakka vonandi að þú hafir bara lært eithvað á þeim

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

adaptor | 12. ágú. '16, kl: 19:12:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en bara svona til að bæta við þá gerist það afar sjaldan að sá sem missir eignina komi út í plús oftast kemur viðkomandi út í mikilli skuld

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 12. ágú. '16, kl: 23:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef bankinn kaupir eignina á nauðungarsölu þá á bankinn eignina. Ef bankinn selur svo eignina á hærra verði á almennum markaði þá fær bankinn söluhagnaðinn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vanda | 19. feb. '13, kl: 15:14:54 | Svara | Er.is | 0

Það getur hver sem er farið og boðið í íbúðir á nauðungasölum. Ferð inn á www.naudungasolur.is .

*********************************************************************
Hvor hefur þjáðst meira fyrir hinn, guð fyrir mennina eða mennirnir fyrir guð?
-Halldór Laxness

kyngimognud | 9. ágú. '16, kl: 23:14:53 | Svara | Er.is | 0

Hvar eru nauðungarsölur auglýstar?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47943 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien