Fermingarfræðsla,öryggi barna, barnagirnd.

snússa | 9. sep. '18, kl: 10:01:13 | 223 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag. Ég á barn sem er í fermingarfræðslu og ég upplifi ótta vegna þess að barnagirnd virðist vera töluvert algeng meðal presta. Barnið vill fermast en ég treysti ekki prestum. Ég hef farið vel í gegn um það með barninu hvað telst vera eðlilegt í samskiptum barna og fullorðina. Eru fleiri að upplifa svona ótta.

 

Ziha | 9. sep. '18, kl: 10:17:31 | Svara | Er.is | 1

Held að þú sért alveg eins örugg með prestinn og aðra starfsmenn t.d. í skóla og í kringum frístundastarf.  Fínt að tala við barnið, en alls ekki reyna að yfirfæra hræðsluna yfir á það.....  Held að þú þurfir að spjalla við fagmenn í sambandi við þessa hræðslu..... þetta hljomar ekki eðlilega.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

snússa | 9. sep. '18, kl: 10:28:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þetta ekki óeðlilegur ótti. Hvernig getur þú sagt að ég geti verið örugg með prestinn? Fréttir bæði hér og erlendis frá sýna að það er engin sérstök ástæða til að treysta prestum fyrir börnum. Ég passa mig á að yfirfæra ekki ótta minn á barnið og hef rætt við það um að setja persónuleg mörk í samskiptum. Mörg börn hafa lent í misnotkun af hálfu presta, það þýðir ekkert að neita því.

Ziha | 9. sep. '18, kl: 10:55:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jú, jú, þa hafa mörg börn lent í því... en líka mörg (líklegast mun fleiri) sem hafa lent í því að gerandinn er ættingi eða vinur ættingjanna......eða bara "vinur" þess eða jafnvel starfsmaður einhverstaðar í kringum barnrastarfið.  það sem ég er að segja er að hættan er allstaðar. Það eina sem hægt er að gera er að fræða barnið (og sjálfan sig) um hlutina og vona svo það besta.  Það að taka prestana eina og sér út fyrir er steypa.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

snússa | 9. sep. '18, kl: 12:23:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að tala um presta núna af því að barnið þarf að vera í fermingarfræðslu, þetta er ekki steypa. Kanntu ekki mannasiði?

Ziha | 9. sep. '18, kl: 13:45:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Barnið þarf ekkert að vera í fermingarfræðslu, það er val, það er ekki skylda að láta ferma sig.  Ef barnið (og/eða þú) eru trúuð og þú treystir ekki þeim presti sem er á staðnum sem þið búið á geturðu mögulega fengið að láta barnið fermast hjá öðrum presti eða hreinlega borgaralega.  En jú, það er samt steypa eða allavega órökréttur ótti að óttast presta hér á Íslandi umfram aðra sem umgangast börnin manns, þeir umgangast þau frekar takmarkað alveg eins og TheMadone segir hér að neðan..... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

snússa | 9. sep. '18, kl: 20:20:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnið vill fermast með sínum skólasystkinum og ég ætla ekki að taka það af því. Fréttir sýna að prestar hér á landi hafa misnotað börn ekki bara kaþólikkar. Meira að segja misnotaði fyrrum biskup Íslands sína eigin dóttur. Það er sennilega rétt hjá ykkur að líkurnar á svona atburðum eru ekki meiri í kirkjum en annarsstaðar. Ég er samt búin að segja barninu mínu það að í prestastéttinni geta verið slæmir einstaklingar eins og í öðrum stéttum. Mér finnst þetta hvorki steypa né að ég þurfi að leita sálfræðiaðstoðar vegna þess að ég treysti þeim ekki. Mér finnst þeir bara svo perralegir allir í þessum kjólum sínum að boða það sem þeir fara ekki eftir sjálfir.

T.M.O | 9. sep. '18, kl: 12:44:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Prestar á Íslandi eru ekkert sérstaklega líklegir til að misnota börn frekar en aðrir sem vinna með börnum. Kerfið hjá kaþólikkunum er allt öðruvísi, skírlífsheit og ofurvirðing við presta sem á ekki við hér. Engir altarisdrengir, engin munaðarleysingjahæli eða vinnuhús þar sem stúlkum var komið fyrir á. Barnaníðingar leita sér að störfum þar sem þeir komast nálægt börnum en það er frekar langsótt að þeir eyði mörgum árum í háskóla til að hafa mjög takmarkaðan aðgang að krökkum.

Ziha | 9. sep. '18, kl: 10:20:47 | Svara | Er.is | 1

Og til að svara þessu, já ég upplifi allskonar ótta í sambandi við alla þessa óvissu við framtíð barnanna en ég ýti þeim öllum frá mér...... jafnvel óttanum við að 2 af strákunum mínum verði mögulega blindir í framtíðinni út af augnsjúkdóm sem þeir hafa.  Eina sem við getum gert í sambandi við þeirra líf er að reyna að ala þau upp þannig að þau þekki hættuna (án þess samt að gera þau hrædd við hlutina) og vona svo bara það besta!

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 9. sep. '18, kl: 12:43:50 | Svara | Er.is | 3

Mæli með sálfræðingi til að læra að eiga við svona ótta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ellert0 | 9. sep. '18, kl: 13:32:42 | Svara | Er.is | 0

Er barnið eitthvað sérstaklega trúað? Gætir íhugað að það fermdist borgaralega, þá fer það í tíma hjá siðmennt í staðinn fyrir að þurfa að vera með eitthverjum presti. Myndi ekki hlusta á þá sem eru að verja íslensku prestana, hafa verið mörg tilfelli með þeim sem tengjast kynferðislegu ofbeldi.

T.M.O | 9. sep. '18, kl: 13:57:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég tilheyri ekki íslensku þjóðkirkjunni en mig langar að vita hvaða mörg tilfelli þú ert að tala um, sérstaklega þau sem hafa verið áreitt í fermingarfræðslunni.

Ellert0 | 10. sep. '18, kl: 00:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var nú bara í fyrra sem séra Ólafur Jóhansson sóknarprestur Grensárskirkju var í fréttunum eftir að fimm konur ásökuðu hann um kynferðislegt áreiti, og ef við erum að tala um fermingarfræðslu þá má nefna séra Gunnar Björnsson sem var prestur á Selfossi. Svo eru mörg mál þar sem nöfn koma aldrei á yfirborðið eins og í þessari grein. http://www.visir.is/paper/fbl/101028.pdf og svo tölfræðilega séð eru margir sem komast upp með að vera níðingar án þess að nokkur viti nema brotaþoli.

Ég er ekki að segja að sama gildi ekki um aðrar starfsgreinar en þetta er starfsgrein sem er þekkt fyrir að laða að sér svona fólk, enda starf sem veitir þeim ákveðin völd og aðgang sem þeir myndu annars ekki búa yfir til að sinna sínum ógeðslegu blætum.

Ég get bara vel skilið snússu með að vera með áhyggjur, maður vill ekki taka neina sjénsa með börnin sín.

T.M.O | 10. sep. '18, kl: 00:16:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það eru bilaðir einstaklingar í öllum stéttum, það hefur hvergi verið farið í saumana á því hvaða vinnu barnaníðingar vinna, ég veit um vörubílstjóra og háskólakennara. Að vera ofurstressaður út af einni stétt er að reyna að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Hvort heldur þú að hafi betri aðgang að börnum, prestar eða sturtuverðir í sundlaugum?

T.M.O | 10. sep. '18, kl: 03:30:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


bara svo að ég skýri þetta aðeins betur. Ef þú ætlar að koma í veg fyrir að barnið þitt verið fyrir kynferðislegri misnotkun þá skaltu byrja á að koma í veg fyrir að það sé nokkurn tímann eitt með... öllum vinum þínum, skyldmennum, ömmum og öfum og reyndar bæði þín og maka þíns. Þarna eru langsamlega flestir gerendur. Síðan kemur næsta stig, leikskólakennarar, kennarar, skólastarfsmenn, starfsmenn frístundaheimila, starfsmenn æskulýðsstarfa, skátar, íþróttafélög, eigum við að ræða íþróttafélögin?? enginn smá viðbjóður komið þar í ljós út um allan heim. Þetta er allt fólk sem hefur aðgang að barninu þínu. Að hitta prest í stórum hóp af krökkum er ekki áhættuhegðun.



Það sem þú þarft að gera fyrir barnið þitt er að kenna því að hafa trú á sjálfu sér, kenna því að taka mark á tilfinningum sínum, gefa því grundvöll til að tala um allt við þig, kenna því að það eru engin skrímsli, það er til fólk sem gerir hluti sem eru vondir en það er samt bara venjulegt fólk. Fylgjast vel með því hvernig því líður og gera eitthvað í því ef því líður illa eða breytist í hegðun. Ekki segja "það er ekkert að", "þetta er bara eitthvað tímabil", "þetta eru bara ýkjur". Þú ert ekki búinn að bjarga barninu þínu með því að vera með taugaveiklun út af prestum, þeir hafa sáralítil völd í okkar samfélagi. Níðingar finna sér leið að börnum í gegnum allt mögulegt, flestir í gegnum skyldleika og vinskap, ekki gleyma því.

vigfusd | 9. sep. '18, kl: 23:32:23 | Svara | Er.is | 0

Vinapar okkar tók fyrir það 2016 að stelpan þeirra gengi í gegnum þetta ferli því þau óttuðust einmitt þetta. Hræðilegt að svona sé þetta orðið :/ allavega hjá sumum.

askjaingva | 10. sep. '18, kl: 23:34:48 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst alveg eðlilegt að hafa þessar áhyggjur því þessi níðingsskapur virðist rosalega algengur. Þú ert að gera alveg rétt í því að tala við barnið þitt um hvað er eðlilegt í samskiptum. Ég man alveg eftir þegar minn strákur var lítill að ég var varkár ef einhver karlmaður sýndi honum sérstakan áhuga þó ég vona að strákurinn hafi ekki orðið var við ótta minn enda virðist hann ekki hafa skaðast af honum.
Ég held að hlutfall níðinga í stétt presta sé svipað og annarsstaðar. Einhvers staðar heyrði ég að fjórðungur barna verði fyrir áreitni eða níð, misalvarlegri svo mér finnst ömurlegt hvernig fólk lætur hérna við þig fyrir að hafa áhyggjur.

snússa | 11. sep. '18, kl: 20:32:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir vinsamlegt svar askjaingva. Óttinn er ekki ástæðulaus eins og dæmin sanna og aldrei of varlega farið þegar börnin eru annars vegar.

ert | 11. sep. '18, kl: 20:36:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fékk drengurinn þinn að vera einn með karlmanni t.d. íþróttakennara, presti, sálfræðingi, kennara, sturtuverði, afa sínum, pabba sínum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

askjaingva | 11. sep. '18, kl: 20:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hann fékk ekki að vera einn með ókunnugum karlmanni og ef íþróttakennari hefði tekið hann afsíðis og lokað sig inni með honum einhversstaðar þá hefði ég verið öll ofan í því og það hefði ekki gerst oftar. Eina vörnin á milli barns og níðings er foreldrið og þeir foreldrar sem stinga höfði í sandinn og gera ekkert eru að mínu áliti að hluta til ábyrgir alveg á sama hátt og foreldri sem ekki lætur belti á barnið sitt og svo framvegis. Þú getur hengt þig af vild á öll smáatriðin og þrætt þig í hel yfir þeim en þannig er það bara.

ert | 11. sep. '18, kl: 20:49:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


En nú er það oftast þannig að börn eru misnotuð af þeim sem þau þekkja. Þannig að þér fannst í lagi að hann væri einn með einhverjum sem hann þekkti.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Síða 2 af 47621 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Guddie, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, Bland.is