Fermingargjafir... HJÁLP!

rebekkaorm | 27. mar. '15, kl: 11:11:57 | 399 | Svara | Er.is | 0

Er að leita af ódýrum fermingargjöfum fyrir bæði stelpu og stráka, undir 5000kr.
Ég vil helst ekki gefa skartgripi eða bækur..
Eruði með góðar hugmyndir?

 

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 11:13:29 | Svara | Er.is | 4

Gefðu þeim pening í umslag - það er langbesta gjöfin.

icegirl73 | 27. mar. '15, kl: 11:14:42 | Svara | Er.is | 1

Tek undir með snobbhænunni. Ef þú ert í vandræðum með gjöf er peningur alltaf bestur.

Strákamamma á Norðurlandi

rebekkaorm | 27. mar. '15, kl: 11:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æjj mér finnst peningur heldur ópersónuleg gjöf :( Hvað með eitthvað flott inn í herbergið eða svoleiðis?

Splæs | 27. mar. '15, kl: 11:20:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú færð ekki margt flott inn í herbergi fyrir undir 5.000 krónum. Ekki gefa drasl. Ef þú veist ekki hvað hittir í mark gefðu þá frekar pening. 3.500 til 5.000 í seðlum, ekki gjafakort.

johwpal | 27. mar. '15, kl: 11:32:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keypti tvær myndir af þessum stelpum sem ég gaf frændsystkinum í fermingargjöf og þær slógu svo sannarlega í gegn, líka á mjög góðu verði.

https://www.facebook.com/Basaltmyndir

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 11:52:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú færð bara ekkert sérstakt f 5000 kall. Hann nýtist miklu miklu betur sem peningagjöf - og barnið getur þá safnað sér f e-u stærra eða enn betra geymt aurinn inn á bók.


Það er langbest að gefa pening.  Hvernig er persónulegra að gefa kannski eitthvað drasl sem hefur misst notagildi sitt eftir ár eða barnið hefur engan áhuga á?



ingei | 27. mar. '15, kl: 12:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Peningur er það sem krökkum langar í og vonast eftir að fá sem mest af, til að geta keypt eitthvað sem þeim virkilega langar í eða vantar. Eitthvað ódýrt glingur er ákaflega ólíklegt að hitti í mark, nema það sé eitthvað sem fermingarbarnið biður sérstaklega um.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

mugg | 27. mar. '15, kl: 11:24:17 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þessi kerti alltaf flott bæði fyrir stráka og stelpur 
http://www.tinnadesign.is/krumma-kerti/

Ice1986 | 27. mar. '15, kl: 11:28:51 | Svara | Er.is | 0

Vettlingar/hanskar ? Ilmvatn/rakspíri ? ( passa bara að hafa skiptimiða)

Mrsbrunette | 27. mar. '15, kl: 11:31:49 | Svara | Er.is | 0

Pening.

Felis | 27. mar. '15, kl: 11:31:59 | Svara | Er.is | 0

rúmföt

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 27. mar. '15, kl: 12:11:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nnnnneeeeiiiiiiiiiiiiiiii dóttir mín sem fermdist í fyrra fékk fern rúmföt úr Lín design og ekki hægt að fá endurgreiðslu af einu setti....computer says no og það er ekkert úrval til að skipta í aðrar vörur þarna

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 12:15:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fær maður rúmföt þar f 5 þúsund kall?

Brindisi | 27. mar. '15, kl: 12:19:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

nei reyndar ekki, ég bara varð að vara við rúmfatagjöf sem fyrst svo ég hugsaði ekki :) rúmföt alveg fín gjöf en leiðinlegt að sitja uppi með 4 nánast eins ofmetin/rándýr rúmföt

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 12:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já úff. Það er glatað.  þegar ég hef gefið rúmföt í fermingargjöf þá hefur það verið í vitorði m foreldrum og hreinlega verið ósk fermingarbarnsins.

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 12:14:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vera þá viss um að barnið vilji það.  

Felis | 27. mar. '15, kl: 12:57:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ein af þeim fermingargjöfum sem nýttust mér best voru rúmföt. Ég var ekkert súperupprifin yfir þeim þegar ég var 13 ára en þau nýttust mér vel og lengi. 


Svo er það þannig að maður fær ekkert alltaf bara það sem manni langar allra mest í og oft er það sem manni langar minna í einmitt það sem er gott fyrir mann. 


En já annað sem væri hægt að gefa væri t.d. eitthvað tengt trúnni. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 13:09:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já já ég vil samt gefa gjafir sem fólk vill. Mér finnst asnalegt og hreinlega angi af stjórnsemi að gefa gjöf sem "á að hafa vit fyrir þiggjandanum" á e-n hátt.  Ef X hefur ekki áhuga á glingri eða rúmfötum - af hverju þá að gefa það?  Hvað er það?

Felis | 27. mar. '15, kl: 13:10:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

well það þurfa allir rúmföt
- glingur er alltaf bara glingur


Það er heldur ekkert gaman að fá bara peninga og ekkert annað - peningar sitja ekkert eftir

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 13:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en af hverju að gefa það sem þiggjandinn hefur ekki áhuga á?  Og það er ekkert víst að 14 ára barn þurfi rúmföt.  Gæti auviðtað geymt þau í nokkur ár, en bottomlænið er að ég skil ekki að fólk vilji ekki gefa gjafir sem þiggjandinn aktjúallí vill eða hefur áhuga á.



Felis | 27. mar. '15, kl: 13:13:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég er svosem alveg á því að gefa þiggjandanum eitthvað sem hann vill og/eða hefur áhuga á, hvert sem tækifærið er. Ég er bara ekki á því að lausnin sé alltaf peningar. 


Eins eru ákveðnar gjafir sem eru nokkuð neutral að mínu mati. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 13:15:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er algjörlega sammála því að peningar eru ekki alltaf lausnin þó það sé yfirleitt besta lausnin.


En ef maður vill ekki gefa pening þá þarf maður að hafa e-n grun um að þiggjandinn vilji umrædda gjöf eða hafi áhuga f henni.  Þess segna setti ég inn þá athugasemd að fólk ætti að spá í hvort að fermingarbarnið vildi rúmföt.

ingei | 27. mar. '15, kl: 14:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get alveg staðfest það að rúmföt eru alls ekkert endilega það sem allir þurfa. Sumir eiga fyrir alltof mikið af rúmfötum og hreinlega vantar ekki fleiri. Það kemur sér til dæmis alveg ferlega illa að vera með bunka af umfram sængurfötum í flutningum, svo ekki virkar sú afsökun að hægt sé að geyma þau til seinni tíma. Svo hefur fólk álit á rúmfötum eins og fötum og það er alls ekkert víst að rúmfötin sem enda í pakkanum sé eitthvað sem fermingarbarnið hefur nokkurn áhuga á að nota, fyrr eða síðar.
Þekki þetta þar sem að rúmföt voru einmitt vinsælustu gjafirnar hjá báðum dætrum mínum, en var eitthvað sem var til alltof mikið af fyrir og þetta endaði allt ónotað og sumt fór í góða hirðis gáminn. Þar á meðal voru nokkur svo ljót að það er ekki séns að þau hefðu nokkurntíman verið notuð.


Þannig að þarna voru alveg um 6-8 gjafir sem voru í raun bara peningasóun fyrir gefandann og skildi ekkert eftir fyrir fermingarbörnin.


Mér finnst orðin alltof mikil þrjóska í fólki í dag að ætla að gefa það sem það vill, alveg sama hvað viðtakanda langar í eða vantar og að peningar séu algjör banngjöf... en það er einmitt það sem ÖLLUM vantar og langar í. 


Líka asnalegt að stóla í að rúmföt gæti komið að góðum notum síðar og þar með sé í lagi að gefa gjöf sem barnið er ekki ánægt með á sjálfan fermingardaginn. Þú getur í raun ekki haldið því fram að þú hefðir ekki frekað viljað fá eitthvað sem þig langaði í á fermingardaginn og hefðir alveg getað sjálf keypt þér rúmföt þegar þig svo í raun vantaði þau svo loksins. Að ákveða, útfrá eigin reynslu, að notagildi sé til staðar virkar hreinlega ekki.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

Snobbhænan | 27. mar. '15, kl: 15:15:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara pjúra stjórnsemi í fólki. 

Mér finnst orðin alltof mikil þrjóska í fólki í dag að ætla að gefa það sem það vill, alveg sama hvað viðtakanda langar í eða vantar og að peningar séu algjör banngjöf... en það er einmitt það sem ÖLLUM vantar og langar í.  

ingei | 27. mar. '15, kl: 15:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virkar líka svolítið eins og hálfgerð hefnd hjá sumum, "afþví að ég fékk eitthvað sem mig langaði ekki í að þá gef ég öðrum það sama" hugsunarfar virðist oft vera undirrótin, eða að gefa það sem þeim sjálfum langaði í en fengu ekki, skít með hvort viðtakanda langar nokkuð í það. 
Svo er líka orðin einhver furðuleg krafa á að fólk eigi að vera voða þakklátt fyrir hvað sem að þeim er rétt og þar með megi bara gefa hvað sem er og viðtakandinn má bara þakka fyrir að fá einhverja gjöf.


Manni grunar oft að rótin að þessu sé svolítið mótmælin gegn fermingum... "að krakkar séu bara að ferma sig fyrir pakkana" sé góð ástæða til að láta það ekki eftir þeim að fá gjöf sem gleður. Enn eru alltof margir sem fussa og sveia yfir borgaralegri fermingu, það sé bara aum leið til að næla sér í gjafir og þau skuli sko ekki komast upp með það og þar með er gefin gjöf sem ekkert fermingarbarn biður um!


Eins og t.d. með rúmföt... ef krakkanum langar í rúmföt, þá getur hann keypt þau sjálfur fyrir fermingarpeninginn og þar með valið þau sem honum langar í... en ekki bara eitthvað sem einhverri frænku sem hann hefur hitt 2var sinnum á ævinni dettur í hug að velja útfrá sínum eigin smekk.


Það eru bara alltof breyttir tímar til að hægt sé að nota afsökunina "notagildi", "sjálf mundi ég vilja svona" eða "þetta er í tísku" til að velja gjafir. Notagildi og úrval hefur breyst alveg fáránlega mikið, bara síðustu 20 árin og fyrir gefandann eiga fermingar á að snúast um að gleðja fermingarbörnin en ekki að taka eigin skoðanir, stjórnsemi og þvermóðsku út á þeim.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

minnipokinn | 27. mar. '15, kl: 16:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála því. Ég fermdist reyndar fyrir rúmlega 10 árum en fannst voða leiðinlegt að fá næstum engar gjafir bara peninga. En veislan var sem ekkert bilaðslega stór en allar vinkonur mínar fengu mun meira af gjöfum. Nota skart lítið en finnst samt voða gaman að eiga enn úr t.d.

☆★

listaverk1 | 27. mar. '15, kl: 11:57:33 | Svara | Er.is | 0

Peningur er vinsælt hja krökkum i dag, þau eru yfirleitt að safna ser fyrir einhverju stærra (sima, sjonvarpi, tölvu eða öðru).
Personulega held eg að krakkar a þessum aldri vilji ekki kerti eða myndir, þau spa litið i skrauti inn i herbergi (a eina 14 ara), þau vilja hafa minna af doti og meira af stærri tækjum eða þess hattar.
Mer finnst ekkert opersonulegt að gefa pening, það er skarra en að gefa eitthvað sem þau "vilja ekki" :) Þetta er mitt personulega alit og auðvitað er þetta mjög misjafnt (börn eru ekki öll eins), og ef þu veist ekki nkl.hvað þeim langar i þa er peningur besta lausnin.

247259 | 27. mar. '15, kl: 15:15:16 | Svara | Er.is | 0

http://a4.is/product/samtalsordabok-16-tungumal 
ég hefði verið mjög sátt með svona :D
mig hlakkaði svo til að fermast og fá orðabækur í fermingagjöf... fékk ekki eina einustu :/

ingei | 27. mar. '15, kl: 15:39:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í dag hafa allir krakkar vísan aðgang að þeim orðabókum sem þeim vantar... þær kallast internetið!

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

hangikjöt | 27. mar. '15, kl: 22:59:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú notar ekki internetið í prófum, veit ekki hversu oft ég hef lánað mínar bækur

Dalía 1979 | 27. mar. '15, kl: 15:47:39 | Svara | Er.is | 0

5000 kall í kortið 

Innkaupakerran | 28. mar. '15, kl: 03:13:36 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi vilja komast að því hvað barninu langi mest í. Um að gera að hafa samband við foreldrana og spyrja hvort barnið hafi talað um að langi í eitthvað já eða vanti eitthvað...

Flott og vegleg heyrnatól er annars mín uppástunga ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47872 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, Kristler, paulobrien