fiskur í matinn - uppskriftir

saedis88 | 11. okt. '12, kl: 15:41:11 | 1042 | Svara | Er.is | 0

nenni ekki að hafa bara soðinn fisk og kartöflur...

 

hvað get ég gert, eitthvað bara einfalt með ekki of miklum sérþörfum. er að reyna komast undan því að fara í búð.

 

nenni sosem ekki að telja hvað leynist í skápum en alveg ýmislegt...

 

 

hvað finnst ykkur gott að gera við fisk?

 

Ígibú | 11. okt. '12, kl: 15:44:03 | Svara | Er.is | 1

ég geri oft kókoskarrýfisk í ofni. Dóttir mín elskar fisk í raspi svo ég geri alltaf reglulega þannig líka fisk í ofni með tómötum basil og osti, og svo finnst minni stelpu maturinn miklu skemmtilegri ef hann er eldaður úr HENNAR matreiðslubók svo að við eldum oft fiskuppskriftirnar úr disneymatreiðslubókunum.:)

saedis88 | 11. okt. '12, kl: 15:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kókoskarrýfisk? do tell

Ígibú | 11. okt. '12, kl: 16:36:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sker niður papriku, gulrætur, brokkólí, blómkál, lauk, hvítlauk og ferskt engifer og set í eldfastmót með fiskinum. Blanda síðan saman kókosmjólk, túrmerik, cummin og karrýblöndu eða grænu currypaste og helli yfir fiskinn. Baka þangað til allt er tilbúið og hef hrísgrjón og ferskt grænmeti með.

artois | 11. okt. '12, kl: 15:45:02 | Svara | Er.is | 0

Krydda ýsu eða þorsk með salti og pipar, velta upp úr hveiti, brúna létt á pönnu, setja í eldfast mót, smyrja þunnu lagi af sætu sinnepi á hvert stykki og setja rifinn ost yfir og baka við frekar háan hita þar til osturinn er orðinn gullin á litin. Bera fram með hrísgrjónum, baguette eða nýbökuðu smábrauði og helling af fersku salati.

saedis88 | 11. okt. '12, kl: 15:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er osturinn alveg krúsjal? vá hvað ég er ekki að nenna úr húsi :P

artois | 11. okt. '12, kl: 15:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það held ég ekki. Ég hef reyndar aldrei prófað að sleppa ostinum, svo ég bara veit það ekki : /

Ransoms | 11. okt. '12, kl: 15:48:16 | Svara | Er.is | 0

Einfaldur Tandori fiskur. Skerð fiskinn í bita og kryddar vel með tandoori kryddi. Steiki upp úr kókosolíu og tek svo af pönnunni. Set annað hvort sýrðan rjóma eða kókosmjólk á pönnuna og hita. Þá blandast kryddið á pönnunni vel við og hita þetta aðeins. Set svo fiskinn aftur útí og elda í smá stund. Rosa gott og krakkarnir fíla þetta.

Svo finnst mér líka gott að steikja físk í kókos-sesam raspi. Þá blandarðu saman kókosmjöli og sesamfræjum. Skerð fiskinn í bita og veltir uppúr eggi og svo úr sesam-kókos blöndunni. Krydda með salti og pipar og steikir svo úr kókosolíu. Mér finnst gott að vera með einhverskonar sósu með þessu. Geri heimatilbúnar sósur úr sýrðum rjóma eða létt mæjónesi.

saedis88 | 11. okt. '12, kl: 15:50:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lýst vel á þetta efra. en á ekki tandori krydd en ýmis önnur samt. hvða ætli sé gott?

Ransoms | 11. okt. '12, kl: 15:54:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef alveg prufað þetta með öðrum kryddum, man bara ekki í bráð hvað það er. En er lang best með Tandoori :)

lalía | 11. okt. '12, kl: 15:49:27 | Svara | Er.is | 0

Geri þetta stundum: mýki lauk og sveppi í smá olíu eða smjöri á pönnu, set hvítan fisk í eldfast mót og salta og pipra (stundum sítrónupipar), helli lauk og sveppum yfir og set inn í ofn þangað til fiskurinn er tilbúinn. Ber fram með kartöflum og kaldri karrýsósu.

nefnilega | 11. okt. '12, kl: 15:52:10 | Svara | Er.is | 1

Letieldamennskan á þessu heimili er svona:


Grjón soðin og sett í eldfast mót. 
Fiskinn í stykkjum ofan á og saltaður. 
Eitthvað grænmeti ofan á sem til er í ísskápnum. 
Sósa ofan á sem ég malla, t.d. bræddur rjómaostur og krydd. Má líka alveg nota pakkasósur, þess vegna einhverja pastasósu. Stundum hef ég hreinlega hrært saman súrmjólk og karrýi.
Má setja rifinn ost yfir en ekkert möst.
Bakað í ofni í hálftíma.

saedis88 | 11. okt. '12, kl: 15:54:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

er einmitt farin að hallast að þessu... tikkamasala er það alveg off með fisk? hef bara notað það með kjúkling haha

nefnilega | 11. okt. '12, kl: 15:57:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég hugsa að það sé mjög gott með fiski, þó ég hafi held ég ekki prófað það.

saedis88 | 11. okt. '12, kl: 16:00:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hmmm prufa það :P versta falli er það bara pizza hahah

fragola | 11. okt. '12, kl: 16:18:49 | Svara | Er.is | 0

þú getur bakað hann í smjörpappir eða sérpoka svona inní ofni.. sett salt og pipar og einhver önnur krydd. baunaspírur eða hvað það heitir þetta langa græna mjóa, britja kartöflur og grasker og annað grænmeti sem þú villt og konfekt tómata.. hella oliu útá.. man ekki nákvæmlega hvernig ég gerði þetta enn þetta var aljgört sælgæti.. hef líklega notað hvítlauk og lauk læk júsúal mæ favorit!

svín eru fín jebb jebb jebb....

saedis88 | 11. okt. '12, kl: 16:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hljómar gott en á nánast ekkert af þessu :)

e e e | 11. okt. '12, kl: 16:34:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fiskur í mót og pakkabernease sósa yfir, alger snilld, þassar svo vel saman. þegar meður setur hráan fisk í mót og sósu yfir þarf sósan að vera extra þykk því það kemur svo mikill vökvi frá fiskinum. set svo eitthvað grænmety yfir og rifinn ost en þaðmá alveg sleppa því.
fiskur og bernease og kartöflur eð hrísgrjón...nammi gott.

fragola | 11. okt. '12, kl: 16:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað með að gera bara fiskibuff? það á ekki að vera erfitt!

svín eru fín jebb jebb jebb....

ts | 11. okt. '12, kl: 16:34:32 | Svara | Er.is | 1

en bara steiktan fisk ? þarft ekki einu sinni rasp ef þú átt það ekki... mér finnst td betra bara að velta honum fyrst upp úr eggi og svo krydduðu hveiti og steikja hann á pönnu og soðnar kartöflur með...

Sarabía | 11. okt. '12, kl: 16:38:03 | Svara | Er.is | 0

Eggjahjúpaður, dýfir bitunum í hveiti og svo ofan í egg og steikir á pönnu. það er gott með kokteilsósu en eflaust einhverjum öðrum sósum líka hægt að hafa soðnar kartöflur með eða stappaðar (mús) eða franskar :)

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Sarabía | 11. okt. '12, kl: 16:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo finnst mér líka awesome réttur þar sem er soðinn fiskur og búið til uppstúf og svo er fiskurinn settur út í uppstúf og rasp yfir og inn í ofn.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

tjúa litla | 23. maí '16, kl: 19:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Snilld, á nefn slatta eftir af uppstúf og á fisk, googlaði og rakst á þetta, ætla að prófa á morgun, en ein spurn, þarf að sjóða fiskinn áður? Ps eldgömul umræða ;)

Ziha | 23. maí '16, kl: 19:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Held ekki... hann er jú eldsnöggur að eldast í ofninum.   

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sarabía | 26. maí '16, kl: 16:12:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held það sé ekki nauðsynlegt hann ætti að bakast í ofni.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Taelro | 11. okt. '12, kl: 17:29:05 | Svara | Er.is | 0

Tengdamömmugratín Ólínu Þ. 

800 g ýsuflök 
1 vænn laukur 
6 msk sweet relish 
6 msk anananaskurl 
2 tsk karrí 
Salt 
Rifinn ostur 

Sósa : 

4 msk smjörlíki 
3 msk hveiti 
3 dl mjólk 
1 dl anananssafi 
salt 

Fiskurinn er brúnaður á pönnu og síðan laukurinn, við lágan hita, þar til hann er glær, kryddað með karrí og sett í eldfast mót. Sweet relish og ananaskurl yfir, saltað og uppbakaðri sósu hellt yfir. Rifnum osti stráð yfir allt saman og bakað í ofni við 200 ° í ca 15 -17 mín. 
Gott snittubrauð og hrísgrjón með. 


Degustelpa | 23. maí '16, kl: 19:52:35 | Svara | Er.is | 0

ofnréttur. 
blandað grænmeti í botninn á elsföstu móti og fiskurinn lagður ofan á / á milli.
Papríku ostur og rjómaostur brætt saman með smá mjólk. Ég krydda með sítrónupipar, hvítlaukskrydd er gott líka.
Sósunni helt yfir og rifinn ostur ofan á. Inn í ofn þar til grænmetið er tilbúið.

icegirl73 | 23. maí '16, kl: 20:29:49 | Svara | Er.is | 0

Fiskur í raspi (þorskur) er mjög vinsæll. Alls konar fiskréttir, t.d. setur soðin hrísgrjón í eldfast mót, blandar karry og ananaskurli saman við, setur fiskbita ofan á og kryddar eins og þér finnst best. Helli rjóma, alveg hálfum lítra af venjulegum rjóma yfir, set rifinn ost yfir allt saman og baka í ofni. 
Það er um að gera að googla fiskuppskriftir og velja það sem þér lýst vel á. Ég geri það reglulega til að hafa fjölbreytni. 

Strákamamma á Norðurlandi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
Síða 1 af 47569 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Bland.is, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie