Samkvæmt fréttinni hér á DV er hún titluð sem "kynja-og fjölbreytileikafræðingur! Þá spyr maður sig hvað er kynjafræðingur? Ég hef nú ekkert spáð í þetta og hugsaði, ábyggilega eitthvað um homma, lesbíur, hinsengin fólks og hvað þetta allt heitir en skoðaði þetta á netinu. Virðist þá vera kennt í Háskóla Íslands kynjafræði 120 ein. á vef Háskólans sagði: "Kynjafræði snýst um margbreytileika mannlífsins. Nánasta allt í veröldinn hefur kynjafræðilegar hliða og fátt er kynjafræðinni óviðkomandi. Kyn er grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins rétt eins og kynvitund, kynhneigð, litarháttur þjóðernisuppruni, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir. Allt þetta er viðfangsefni kynjafræðinnar."
En eitt vakti athygli mína og vil endilega tala um það hérna í leiðinni. Helgi Pétursson formaður félags eldri borgara sagði eftir að í ljós kom að árskort aldraða í Strætó hækkaði úr 25 þúsund kr. í 40 þús (60% hækkun): " Helgi segist hafa saknað þess að ekki væri í boði árskort fyrir eldra fólk á viðráðanlegu verði. „Ég þekki vel til í Danmörku og þar sem ég bjó var eldra fólki boðið að kaupa árskort á 365 krónur eða fyrir krónu á dag. Alls staðar í kringum okkur er verið að stefna eldra fólki úr bílum í almenningssamgöngur, að minnsta kosti er verið að búa þannig um hnútana að þetta sé raunhæfur valkostur. Hugsunin er allt önnur og þar er ekki verið að íþyngja fólki á þennan hátt.
Mér finnst þetta mjög sérkennileg ráðstöfun og sem gamall formaður Strætó finnst mér þetta alveg út úr kú. Ég hefði aldrei samþykkt þetta,“ segir Helgi Pétursson."
Já Strætó vill greinilega bara helst úthýsa gamla fólkinu úr strætó eða maður gæti haldið það. Ekki mikil hugsun á "fjölbreytileika" þarna í strætó að það séu allir velkomnir í vagnana. Ég sé þetta alveg fyrir mér þarna á fundinum hjá þeim í stjórninni: "Eigum við ekki að hækka duglega gjaldið á gamla fólkinu"? Jú, hú, þá kannski losnum við við þau að mestu leyti, þau eru hvort sem er svo lengi að fara í vagnana og koma sér í sæti, það yrði mikill tímasparnaður ef gamla fólkinu fækkaði í vögnunum!"
Þetta hlýtur að vera ánægjulegt fyrir fólk sem kemur úr ,,virtum" skólum. Nóg af allskonar hneigðum og röskunum sem veitir þessu fólki góð laun og vinnu næstu aldirnar. Og launþeginn fær svo bara hærri skatta ár eftir ár.
Hauksen | Skreytir sig með gagnslausum fjöðrum. Þetta er orðaskripi sem hefur engan ti...
Skreytir sig með gagnslausum fjöðrum. Þetta er orðaskripi sem hefur engan tilgang. Svona heimatilbúin orð eru oft notud af þeim sem telja sig vita eitthvað betur en adrir. Þykjast vera leiðtogar en eru í raun narcisistar
Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.
Brannibull | Sóley veit það ekki einu sinni sjálf. Hún er þarna búin að búa til einhvern ...