Flókið hár

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 13:30:01 | 359 | Svara | Er.is | 0

10 ára dóttir mín er með sítt hár sem verður oft mjög flókið. Hún er reyndar ekki nógu dugleg að bursta það því hún er hársár og þá er hún komin í vítahring. Mér finnst reyndar hárið á henni vera samt og leiðinlegt og það valdi því að það flækist fljótt. Ég er að velta fyrir mér hvað við getum gert til að hárið verði ekki svona flókið. Hún notar hárnæringu, það er samt spurning hvort hún setur hana nógu vel í hárið. Hafið þið einhverjar hugmyndir?

 

destination | 19. apr. '15, kl: 13:33:34 | Svara | Er.is | 1

Búin að prófa að skipta um hárnæringu ? Annars myndi ég alveg 100% mæla með Wet Brush, hárið á mér er orðið eins og silki eftir að ég fékk hann, algjör undrabursti !

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 13:35:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, hún er nýlega farin að nota þessa sem hún er með núna. Hvernig bursti er þessi wet brush og hvar fæ ég hann?

destination | 19. apr. '15, kl: 13:39:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ferð á facebooksíðu HH Simonsen á Íslandi sérðu söluaðila, fæst á ýmsum hárgreiðslustofu. Það er varla hægt að lýsa hversu ótrúlegur þessi bursti er, hann rennur bara í gegnum flækjur ! :)

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 14:16:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk. Tangle teaser átti einu sinni að vera einhver undrabursti, hann er það því miður ekki :(

destination | 19. apr. '15, kl: 15:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hann einmitt virkaði ekkert fyrir mig eða dóttur mína, virkar ekki fyrir þykkara hár :/

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 17:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín er ekki með svo þykkt hár.

Þjóðarblómið | 19. apr. '15, kl: 14:22:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ósammála. Ég á Wet Brush og hann er orðinn hálf tannlaus eftir rétt um hálfs árs notkun. Ég er endalaust að tína þetta úr hárinu á mér eftir sturtu. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 14:41:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tína tennurnar úr honum úr hárinu á þér?
Annars hélt ég að það væri ekki gott fyrir hárið að bursta það þegar það er blautt.

Þjóðarblómið | 19. apr. '15, kl: 15:10:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æh ég veit ekkert hvað á að kalla þetta... 


Ég verð að greiða hárið þegar það er blautt, annars enda ég eins og ég veit ekki hvað.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 15:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil.

destination | 19. apr. '15, kl: 15:54:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skrítið, minn er eins og nýr eftir já líklegst um hálft ár :)

dumbo87 | 19. apr. '15, kl: 13:42:03 | Svara | Er.is | 0

passa að hún nuddi hárnæringunni vel inn. Prófa Wet Brush. Svo er langt best að vera með hárið sem mest í fléttu, þá flækist það ekki á meðan :)

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 14:16:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég held að hún hafi einmitt ekki nuddað henni nógu vel inn og ekki neðst í hárið.

Sodapop | 19. apr. '15, kl: 14:43:59 | Svara | Er.is | 1

Sem fyrrverandi hársárt barn með hár niður á rass, þá mæli ég með því að greiða hárið kvölds og morgna, og ef hún er með það laust allavega einu sinni og helst tvisvar yfir daginn.. Best að sofa með það í fléttu og vera með fastafléttur á daginn (þá koma nánast engar flækjur). Fastaflétturnar geta jafnvel verið í í 2-3 daga ef þær eru fléttaðar fast. Mér fannst líka gott að nota bursta með stífum pinnum, sem gefa ekki eftir. Ég elska burstana í Body Shop, þeir eru ekki ódýrir, en þeir eru þægilega stífir og það er hægt að renna "pinnamottunni" úr skaftinu til þess að hreinsa hárin úr burstanum, sem er mjööög þægilegt þegar hvert hárstrá er meter á lengd og fer marga hringi um pinnana...


Til að halda hárinu líflegu er gott að skipta reglulega um sjampótegund og ekki nota hárnæringu í hvert skipti sem hárið er þvegið, alveg nóg að nota hana í 2-3 hvert skipti, og ekki setja hana í hársvörðinn. Svo þarf oft að láta næringuna bíða í 1-2 mínútur til að hún virki almennilega.


Þegar hárið mitt var sérstaklega þurrt (gerðist stundum þegar voru árstíðaskipti og miklar breytingar í veðrinu), þá varð það gífurlega flókið og þá var mamma vön að blanda hárnæringu í vatn og spreyja því á mestu flækjurnar með spreybrúsa um leið og hún var að greiða mér.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 14:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta.

fálkaorðan | 19. apr. '15, kl: 15:32:01 | Svara | Er.is | 0

Ég greiði hárið á minni með hárnæringuna í undir sturtunni. Nota olíu og fer með hana reglulega í klippingu. Hún er með mikið og þykkt og liðað hár. Það er alltaf flókið. Endalaus vinna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 17:03:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það reita meira. En þetta er hrikaleg vinna.

tóin | 19. apr. '15, kl: 16:03:25 | Svara | Er.is | 1

Klippa hárið stutt?

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 17:04:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar það sem ég segi við hana en hún vill það ekki, blessunin.

snsl | 19. apr. '15, kl: 19:13:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú ég? *grát*

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 21:21:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ, er þetta líka vandamál á þínu heimili?

ts | 19. apr. '15, kl: 19:17:31 | Svara | Er.is | 0

hefuru prufað þessi svokölluðu flækjusprey ?  á svo sem bara stutthærða stráka, en systir mín hefur notað þetta í sína stelpu.. er ekki til líka eitthvað sem heitir leave in hárnæringar sem ekki eru skolaðar úr ?


svo eru hárgerðir líka svo mismunandi, mundi td ráðfæra mig við hárgreiðslustofuna sem þú notar...

ErlaMaría | 19. apr. '15, kl: 21:24:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hjálpaði henni í dag að setja næringu í hárið alveg alla leið niður, mig grunar að það hafi setið á hakanum. Greiddum það áður en hún fór í sturtu og svo aftur þegar það var orðið nánast þurrt. Núna er það silkimjúkt og fallegt, og komið í fléttu. Ég held að málið sé einmitt að hafa það í fléttu eins mikið og hægt er og passa að setja næringu almennilega í það svona 2-3 í viku.

Innkaupakerran | 19. apr. '15, kl: 23:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er akkúrat sem þarf að gera.
Greiða kvölds og morgna, sofa alltaf með fléttu og helst fléttu á daginn líka.

Stella í orlofi | 19. apr. '15, kl: 20:41:08 | Svara | Er.is | 0

Eg segi það sama og ein hérna fyrir ofan, êg greiði hárið a mér alltaf með hár æfingunni í, í sturtunni. Það er allt annað líf.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Grjona | 19. apr. '15, kl: 21:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Háræfingunni?
;)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

1122334455 | 19. apr. '15, kl: 20:42:35 | Svara | Er.is | 0

Þetta vandamál fór ekki að lagast á mínu heimili fyrr en barnið varð hálfpartin að unglingi og fór að greiða það hundrað sinnum á dag. Sumir virðast bara vera með fjárans flókahár.

Grjona | 19. apr. '15, kl: 21:22:42 | Svara | Er.is | 0

úff, ég er svo fegin að hafa aldrei verið hársár sjálf. Ég nota annars alltaf hárnæringu sjálf, annars verður hárið á mér eins og andskotinn.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

dreamcathcer | 20. apr. '15, kl: 07:26:03 | Svara | Er.is | 0

http://www.polyvore.com/cgi/img-thing?.out=jpg&size=l&tid=37795235

 Það BESTA sem ég hef nokkurtima sett í hárið á mér !! 

Stundum  set ég lika moroccan oil í hárið á mér þegar það er orðið þurrt eftir sturtuna og það verður bra eins og silki !


I may have alzheimer's but at least I dont have alzheimer's

.dreamcathcer

Felis | 20. apr. '15, kl: 08:07:44 | Svara | Er.is | 0

ég nota hárnæringu í soninn, passa að hárið á honum sé greitt vel eftir að það er þurrkað (með handklæði bara). 
Hárið á honum er greitt amk kvölds og morgna (ef það á að vera gott) og hann þarf amk að sofa með teygju, og eiginlega bara vera með það í teygju yfir daginn líka. 


Þegar hann greiðir sér sjálfur þá notar hann bara tangle teezer bursta (life saver að mínu mati) en þegar ég greiði honum þá renni ég með venjulegum hárbursta í gegn á eftir. 


Já og ég nota flókasprey í hann líka. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Húllahúbb | 20. apr. '15, kl: 13:31:37 | Svara | Er.is | 0

Nota þetta bláa úr þessari línu í mínar stelpur .... og allt annað að greiða þeim eftir að ég skipti um hárvörur (græna og rauða fínt en okkur finnst þetta bláa best). Notum svo stundum reyndar Garnier, þegar þær fara í skólasundið td. 
http://vonwhairproducts.com/images/bed_head_re-energize_conditioner.jpg




Fæst meira að segja orðið í Hagkaup og stundum Krónunni sem er plús. Passa að nota alltaf hárnæringu en setja bara í endana og láta bíða örlitla stund í. Krakkarnir eiga það til að klína þessu bara í hársvörðinn sem gerir ekki mikið ;) 


Greiða svo hárið kvölds og morgna amk og vera með fléttur er hægt er. Mínar vilja það nú alls ekki alltaf en ég finn mun á hárinu á þeim þegar þær eru með flétturnar. Dóttirin með erfiðara hárið er svo hrifin af WetBrush ... hún er svo hársár en sá bursti gefur eftir svo hún finnur mun. Keypti reyndar bara ódýra eftirlíkingu af burstanum í Bónus sem virkar svipað vel.


lofthæna | 20. apr. '15, kl: 13:41:22 | Svara | Er.is | 0

Er í nákvæmlega sömu sporum með jafngamla. Wetbrush og tangle teezer virka ekki neitt. Mér finnst best að nota bursta með járnpinnum. Ég get alveg gleymt því að ætla að greiða í gegn ef það hefur ekki verið þvegið með hárnæringu og okkur gengur ekki vel með fléttur. Hárið er mjög þykkt og henni gengur ekki vel að greiða það sjálfri nema þegar hún er í ofsa góðu skapi. Það er rosa gott að greiða í sturtunni með næringu í. 

Hún er mjög hársár og ég má ekki dúllast neitt við hárið, í allra mesta lagi greiða það og setja hefðbundnar fléttur, alls ekki fastar. Reyndar er ég ekkert mjög flink við það, er bæði lengi og frekar mikill klaufi en hún getur alveg setið og látið vanari manneskju gera það án þess að fríka út. 

Ég er pínu komin á það stig að leyfa henni bara að hafa úfið og tætt hár, svona innan einhverra marka. Einn daginn hlýtur hún að fá sens fyrir þessu sjálf og mér finnst það aðeins vera að byrja. Hún vill endilega hafa sítt hár og þá er þetta bara eitthvað sem hún þarf að læra á. Ég tek slaginn ef við erum að fara eitthvert en á venjulegum dögum læt ég hana bara sjá um þetta sjálfa og reyni að horfa í aðra átt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47901 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, Guddie