Flugvöllur - hlustað á Ómar Ragnarsson?

Júlí 78 | 4. des. '19, kl: 04:24:15 | 159 | Svara | Er.is | 0

Núna er verið að tala um það enn einu sinni að koma upp innanlandsflugvelli í Hvassahrauni sem að jafnvel geti nýst sem millilandaflugvöllur. Sigurður Ingi og Dagur skrifa svo uppá að skoða þennan kost. En er ekki búið að því og hvernig væri að hlusta á reynda flugmenn? Er það aukaatriði? Það eru fleiri flugmenn en Ómar Ragnarsson sem hafa mælt á móti þessum kost. Er ekki ráð að kalla saman flugmenn þ.á.m. Ómar til að sjá þeirra sýn varðandi framtíðar innanlandsflugvöll hvort sem þeirra ráð eru fluvöllur á sama stað í Reykjavík eða annars staðar? Ég hlustaði á Ómar í útvarpinu nýlega og heyrði það að hans skoðun á málinu hefur ekkert breyst varðandi flugvöll í Hvassahrauni.


Ómar sagði 2015 á mbl.is:

„Það er verið að vekja upp gaml­an draug,“ seg­ir Ómar Ragn­ars­son um niður­stöður Rögnu­nefnd­ar­inn­ar svo­kölluðu um að Hvassa­hraun, sem er á mörk­um Hafn­ar­fjarðar og Voga, sé besti flug­vall­ar­kost­ur­inn komi til þess að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði færður úr Vatns­mýr­inni.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að hug­mynd­ir hafi verið uppi fyr­ir um 55 árum um flug­völl í Kap­ellu­hrauni, skammt frá Hvassa­hrauni. Sú hug­mynd hafi hins veg­ar verið sleg­in af borðinu eft­ir að menn höfðu prófað að fljúga flug­vél­um til skipt­is að og frá Reykja­vík­ur­flug­velli í hvassri aust-suðaustanátt, sem er al­geng­asta vind­átt­in á höfuðborg­ar­svæðinu, og jafn­framt að og frá hugs­an­legu flug­vall­ar­stæði við Hvassa­hraun.

„Hef­ur Reykja­nes­fjall­g­arður­inn fjar­lægst og lækkað síðustu 55 árin og hef­ur vind­ur­inn minnkað?“ spyr Ómar.

Hann seg­ir að í ljós hafi komið á sín­um tíma að vegna þess að flug­völl­ur í Hvassa­hrauni yrði helm­ingi nær fjöll­un­um fyr­ir aust­an Reykja­vík held­ur en völl­ur í Vatns­mýr­inni yrði ókyrrð svo miklu meiri þar en í Reykja­vík. „Niðurstaðan var því sú að það yrði hið mesta óráð að hafa flug­völl svona ná­lægt fjall­g­arðinum.“

Hann bend­ir á að ekki sé aðeins hægt að mæla vind­inn niðri við jörð. Líta verði til þess að land­fræðileg­ar aðstæður, eins og ná­lægð fjalla sem vind­ur­inn fer yfir, geti valdið því að miklu verri ókyrrð verði á þeim stað sem er nær fjöll­um en þeim stað sem fjær er.

Nauðsyn­legt sé, til að rann­saka þetta bet­ur, að gera það sama og fyr­ir 55 árum og fljúga að og frá báðum vall­ar­stæðunum í al­geng­ustu hvassviðrisátt­inni á sama tíma.

Stytt­ist í eld­gosa­hrinu

Ómar seg­ir það einnig ein­kenni­legt að skýrslu­höf­und­ar taki fram hve hlýtt veður sé í Hvassa­hrauni. „Orðalagið er mjög sér­kenni­legt. Það er auðvitað mesta ófærðin á Reykja­nes­braut­inni þarna og versta veðrið.“

Í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að veðurfar í Hvassa­hrauni sé frem­ur milt en þó gæti áhrifa sjáv­ar­lofts á hitaf­ar í mun minni mæli þar en til dæm­is á Reykja­vík­ur­flug­velli og Kefla­vík­ur­flug­velli. Vind­hraði sé svipaður og á Reykja­vík­ur­flug­velli en suðlæg­ar átt­ir að vetri al­geng­ari í Hvassa­hrauni. 

Ómar seg­ir að lok­um að það stytt­ist í eld­gosa­hrinu á Reykja­nesskaga. „Þessi flug­völl­ur verður sett­ur á hraun en það er lít­il hætta á því að hraun muni renna niður í Foss­vog og inn í Vatns­mýr­ina,“ bend­ir hann á."

 

Júlí 78 | 4. des. '19, kl: 04:48:50 | Svara | Er.is | 0

Svo las ég inn á eldgos.is :


"Framtíðarhorfur á Reykjanesskaga: 
Það verður ekki undan því komist að fjalla örlítið um hve hættulega nálægt byggð eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru. Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár. Nú eru nálægt 770 ár frá síðustu staðfestu gosum á skaganaum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum. Þessi gos eru ekki afskastamikil en þau eru hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð. Sérstaklega verður að telja hluta Hafnarfjarðar á hættusvæði hvað þetta varðar og einnig etv. Grindavík. Það er því sérlega mikilvægt að fylgjast vel með öllum jarðskorpuhreyfingum á skaganum til að auka líkurnar á að hægt sé að segja til um gos með einhverjum fyrirvara og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir."

kaldbakur | 5. des. '19, kl: 10:56:25 | Svara | Er.is | 0

Það er ýmislegt sem mælir gegn því að setja upp nýjan flugvöll mitt á milli Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar.
Það er augljóst að ef færa skal innanlandsflugvöllin í Reykjavík yfir í Hvassahraun að þá er ódýrara og heppilegra að færa innanlandsflugið til Keflavíkur og strykja aðra varaflugvelli á landinu í stað Reykjavíkurflugvallar.
En Reykjavíkurflugvöllur er líka meira en innanlandsflugvöllur hann er jafnframt varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur hlýtur að vera betri valkostur sem vara flugvöllur fyrir eldgosum á Reykjanesskaga heldur en flugvöllur í Hvassahrauni.
Ennfremur má ekki gleyma að Reykjavíkurflugvöllur er mikið öryggistæki vegan sjúkraflugs til Reykjavíkur og er jafnframt mikið öryggisatriði fyrir Reykvíkinga vegan samgangna í flugi t.d. ef Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegan óviðráðanlegra orsaka, hvort sem það væri eldgos eða önnur ófyrirséð atriði.
Það jákvæða við þessa undirskrift Samgönguráöherra og borgarstjóra er að flugvöllurinn ætti að fá frið og vera settur út úr umræðu um flutning í næstu 20 ár og breyta skal deiluskipulagi Reykjavíkurborgar til samræmis við það.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 11:25:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Reykjavíkurflugvöllur ætti að fá frið en ég get ekki séð það á þessari undirskrift samgönguráðherr og borgarstjóra. Það er greinilega ætlunin að reyna að fær hann ef mögulegt er. Kosta mikla peninga varðandi athugun á Hvassahrauni þó það liggi alveg fyrir að sú staðsetning er ómöguleg að mati flugmanna. Mig minnir að Ómar hafi komið með tillögu um að gera 2 nýjar brautir á Reykjavíkurflugvelli, (er samt ekki viss um að ég heyrði rétt). veit ekki hvort það ætti að vera þá á landfyllingu eða hvað. Mér sýnist vera í kortunum mikil stækkun Keflavíkurflugvallar næstu árin, er pláss þar líka fyrir innanlandsflugvöll? Veit það ekki. En mér finnst a.m.k. alveg ljóst að það þurfi að vera sjúkrahús með bráðadeildir í nágrenni innanlandsflugvallar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 15:35:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög athyglisvert viðtal við Sigmund Davíð í útvarpinu. Hann talar um að Hvassahraun sé liður í einkavæðingu alþjóðaflugvallar og er ekki hrifinn. Og að eini raunhæfi kosturinn sé þar sem hann er.


 

 


kaldbakur | 5. des. '19, kl: 17:26:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einhverjir halda að það sé snjallt að leggja niður Keflavíkurflugvöll og taka upp Hvassahraunsvöll.
Sigmundur Davíð bendir réttilega á að verðmæti Keflavíkurflugvallar er yfir 300 þúsud milljónir !
Að byggja annan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni kostar ekki minna.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:25:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kannski meira hugsað um það að byggja annan alþjóðaflugvöll þó við höfum Keflavíkurflugvöll heldur en að huga almennilega að t.d. landsbyggðarfólki sem ef til vill slasast lífshættulega eða veikist alvarlega og þarf þess vegna að komast sem fyrst á bráðasjúkrahús.

ert | 5. des. '19, kl: 21:30:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hverjir eru að hugsa um að byggja annan alþjóðaflugvöll og hvar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sigmundur Davíð segir og hann ætti að vita það: Hvassahraun liður í einkavæðingu alþjóðaflugvallar. Jú sjálfsagt verða einkaaðilar sett í verkið þó þetta ætti að teljast grunnþjónusta. Hlustaðu annars á viðtalið sem ég póstaði hér fyrir ofan.

ert | 5. des. '19, kl: 21:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hver vill byggja annan alþjóðaflugvöll og hvar?
Varla Sigmundur Davíð?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:42:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Icelandair hefur talað fyrir því að fara í flugvöll í einkaframkvæmd þarna í Hvassahrauni. Hlustaðu bara á viðtalið.

ert | 5. des. '19, kl: 21:43:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að Icelandair vill tvo alþjóðlega flugvelli með tveimur flugstöðvum á næstum sama blettinu.
Hvaða hagræði sér Icelandair við að hafa tvöfalda starfssemi á suðvestur landinu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:45:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nenni varla að ræða þetta þegar þú  nennir ekki að hlusta á viðtalið! Hvernig væri að gera það fyrst?

ert | 5. des. '19, kl: 21:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


ég hef ekki tíma og ég treysti þér til að svara mér
Icelandair vill tvo alþjóðaflugvelli með tveimur flugstöðvum. 
Og ég spyr bara hvaða hagræði sér Icelandair við það?
Af hverju er SDG talsmaður Icelnadair í þessu máli?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:49:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

SDG er enginn sérstakur talsmaður Icelandair þó hann sé sjálfsagt ekkert á móti fyrirtækinu. 

ert | 5. des. '19, kl: 21:51:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

´Er þá ekki eðlilegt að við notum Icelandair sem heimild um hvað Icelandair vill?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:58:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara svo þú vitir það þá er SDG ekki meðmæltur því að hafa flugvöll þarna í Hvassahrauni út af ýmsum ástæðum og hann segir eins og ég það er búið að athuga það mál. SDG segir að eini raunhæfi kosturinn sé Reykjavíkurflugvöllur þar sem hann er.

ert | 5. des. '19, kl: 21:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já en ég er að ræða það sem þú sagðir um einvherjir vilji byggja annan alþjóðaflugvöll þarna.
Af hverju í ósköpunum vilja menn það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:50:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur þá kannski tíma seinna til að hlusta á viðtalið.

ert | 5. des. '19, kl: 23:37:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það róaðist hjá mér og ég fann frétt þar sem Icelandair útskýrði málið. Þeir vilja flugvöll þarna af því að Kfv hefur takmarkaða stækkunarmöguleika. Ég er að vinna 10-14 tíma á dag eins og stendur og get illa fylgst með fréttum en það er í góðu lagi að linka á fréttir. Ég hef bara engan áhuga hvað einhver pólitíkus segir um hvað Icleandair finnst.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

adaptor | 5. des. '19, kl: 23:00:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eigandi landsins sem flugvöllurinn er á núna vill ekki hafa hann sérstaklega í ljósi þess að eigandinn fær ekki greidda leigu fyrir og hef r ekki fengið lóðarleigu fyrir 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

adaptor | 5. des. '19, kl: 22:57:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

augljóslega er ekki hægt að fara eftir því sem fyrveranadi fréttamaður og grínisti vill gera

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 00:36:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verða aldrei reknir 2 alþjóðaflugvellir að mati Sigmundar Davíðs. Hvað á þá að gera við Keflavíkurflugvöll, henda fjárfestingunni þar?

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 01:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Best að hafa þetta nákvæmlega haft eftir Sigmundi Davíð þegar rætt var um Hvassahraun: 


"Það er náttúrulega búið að skoða þetta alllengi og það sem hefur komið út úr því til þessa að þetta henti ekki, ekki jarðvegurinn þarna, ekki veðurfarið en það er auðvitað fráleitt að halda því fram að þarna verði bara þriðji flugvöllurinn, það verður aldrei þannig. Það er ekki til þess ætlast heldur. Þetta er allt liður í því að færa allt saman í Hvassahraun. Það sem mér finnst vanta í umræðuna, hvaða áhrif það hefði fyrir rekstur ríkisins á Keflavíkurflugvölli. Ég held að flestir séu sammála um það, langflestir að það væri fráleitt að einkavæða Keflavíkurflugvöll, einkavæða aðal alþjóðaflugvöll landsins. Einhverjir eru kannski á því en ég held að það sé mikill minnihluti. Það ef menn færu í byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni sem einkaframkvæmd eins og Icelandair hefur verið að tala fyrir þá yrði það einkarekinn flugvöllur og myndi algjörlega kippa fótunum undan ríkisflugvellinum í Keflavík. En forstjóri Isavia segir að það er algjörlega óraunhæft að halda úti tveim alþjóðaflugvöllum þannig að þetta yrði barátta um það hvor flugvöllurinn myndi lifa af og í ljósi stærðar Icelandair hérna á markaðnum ef þeir byggðu þennan flugvöll eða einhverjir fjárfestar eða erlendir fjárfestar þá yrði hann ofaná vegna þáttöku Icelandair. En hvað myndi þá gerast með Keflavíkurflugvöll, hann yrði einskis virði, þannig að þetta er í rauninni verra en að einkavæða flugstöðina í Keflavík, flugvöllinn, vegna þess að í því tilviki fengju menn þó einhvern pening fyrir, skattgreiðendur, almenningur, en í þessu tilviki væri bara verið að eyðileggja þessa fjárfestingu og ég held að dæmin hafi nú sýnt eins og frá Grikklandi núna ekki fyrir svo alls löngu að svona grunnstoðir, svona grunnþjónusta á að vera í almannaeigu en ekki það á ekki að einkavæða hana, hvað þá að einkavæða hana með þessum hætti að gera eignir ríkisins verðlausar og búa til eitthvað sem er í eigu alþjóðlegra fjárfesta."

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 15:36:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eini raunhæfi kosturinn Reykjavíkurflugvöllur þar sem hann er.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 15:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og að svona grunnþjónusta eigi að vera í almannaeigu en það eigi ekki að einkavæða hana. Ég er sammála því.

kaldbakur | 5. des. '19, kl: 17:44:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virðist nú helst að Braggabyggjandinn og skítadreifarin í Skerjafjörð sem ráði för borgarstjórnar Reykjavíkur :)

kaldbakur | 6. des. '19, kl: 11:17:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hlýtur nú að fara að styttast í að borgarstjóri og bargarstjórn hrökklist frá.
Það þarf að tryggja Reykjavíkurflugvöll til í það minnsta 50 ára.
Byggja upp nýja flugstöð við völlinn.
Það er næsta víst að það verði breytingar á öllum flugrekstri og eflaust tækninýjunar sem gerir flugför og aðflug vistvænna.
Kæmi manni ekki á óvart þó að ný loftför verði líkari "drónum" en flugvélum í dag.

TheMadOne | 5. des. '19, kl: 17:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verður áhugavert þegar flugvél hlekkist á í lendingu og drepur fullt af fólki hvernig fólki finnst að hafa flugvöllinn þarna... stutt í brunadeildina auðvitað.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:18:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki líka fullt af fólki á ferð um Reykjanesbrautina? Flugvélarnar fljúga þar yfir ef flugvöllurinn fer í Hvassahraun. Það er meira öryggi t.d. fyrir landsbyggðarfólk að hafa flugvöllinn þar sem hann er núna. Eins og Sigmundur Davíð bendir á þá er eins og fólk sem býr ekki úti á landi geri sér almennilega grein fyrir því hvað það er nauðsynlegt að hafa flugvöllinn þar sem hann er ( í námunda við sjúkrahús.)

TheMadOne | 5. des. '19, kl: 21:31:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lol þú hlýtur að sjá mun á þjóðveg og húsum og fjölförnustu aðalæð í Reykjavík sem þjónustar tvo stæðstu vinnustaði landsins.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:37:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef flugvélar (innanlands) lenda í Hvassahrauni, hversu lengi heldurðu að það taki að koma fólki á sjúkrahús ef þess þarf með. Skiptir landsbyggðarfólk engu máli í þínum huga?

ert | 5. des. '19, kl: 21:42:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gekk nú ekki vel að koma fólki á sjúkrahús í síðasta slysi á Reykjavíkurflugvelli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 21:47:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekkert hvaða slys þú ert að tala um en ég er nokkuð viss um að það hefur tekið mun styttri tíma að koma viðkomandi á sjúkrahús þaðan heldur en frá Hvassahrauni.

ert | 5. des. '19, kl: 21:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei, þeir náðu bara tveimur upp á lífi eftir langan tíma (báðir voru endurlífgaðir) og báðir létust síðar vegna þess að þeir urðu fyrir svo miklum súrefnisskorti. Ég er nú bara að tala um síðasta banaslys á Reykjavíkurflugvelli.  

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 22:00:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að tala um flugvélina sem kom frá Vestmannaeyjum. Fór ekki flugvélin í sjóinn? 

ert | 5. des. '19, kl: 22:15:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Jú það er það sem gerist í flugslysum - flugvélarnar ná ekki á völlinn og hrapa fyrir utan hann.
Í fljótu bragði man ég skýrt eftir tveimur slíkum dæmum við Reykjavíkurflugvöll.
Í annað skipt sást að vélin hafði naumlega komist yfir Hringbrautina og það voru för eftir hjólin bara í grasinu við götuna. Í hinu dæminu lá hálfur Kópavogur og hálfur Vestubærinn á bæn í lengri tími því að það var augljóst að vél hafði farið í sjóinn og þeir voru að berjast við að ná fólkinu upp. Það var óhuggnanleg upplifun og það tók skelfilega langan tíma að ná fólkinu upp. Það var hálftími eða meira. 


Þú segir: " Greiðlega gekk að kafa niður að vélinni og fyrstu sjúklingarnir voru komnir á land kl. 20:57, eða ríflega tuttugu mínútum eftir að fyrsta tilkynning barst. Fimm af sex sjúklingum voru komnir í land kl. 21:05."
Það þýðir að það var hægt að sinna fyrsta aðilanum  eftir 20 mínútur. fimm af sex voru komnir í land eftir ríflega hálftíma. Þannig að þá var eftir 5-10 mín flutningur á fólki sem flest var látið. Þannig að þetta voru 40 mínútur í flutningi en athugaðu að það var ekki hægt að gera neitt fyrir neinn fyrr en eftir 20-30 mínútur. Endurlífgun er ekki líkleg til að virka eftir slíkan tíma og jafn þó hún virki þá er fólk oftast svo skaddað að það deyr síðar eins var í þessu tilfelli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 06:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú reiknar með 5-10 mín að komast á sjúkrahúsið eftir að fólkið er komið í land. Jú meiri tími í flutningi þar sem það þurfti að ná fólkinu úr flugvélinni sem var í sjónum. Þetta var alvarlegt slys, ekki allir sem lifa svona slys af. Allir hefðu þess vegna getað dáið strax. Enginn seinagangur í björgunarmönnum. Og heldurðu að það taki ekki meira en 5-10 mín. að fara með fólk frá Hvassahrauni inn á Landspítala? Hafðu í huga, ég held að það standi til að setja allar bráðadeildir við Hringbraut þegar nýr spítali er risinn. (í meðferðarkjarna verður:  "bráðamóttaka, myndgreining, skurðstofour, hjartaþræðing, gjörgæslur, apótek, dauðhreinsun og 210 legurými sem öll verða einbýli."

ert | 6. des. '19, kl: 09:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég reikna ekki með slíkum tíma venjulega.  Það var eins og þú manst var nær engin umferð á Miklubrautinni og Hringbrautinni þetta kvöld. Ég man eftir tveimur fólksbílum og lögreglubíl á 150 km hraða að ná í  gúmmíbát á Seltjarnarnesið á 15 mínútum.
Svo er þð ekki ferðatími sem skiptir öllu máli heldur hvað það er langur tími þar til að er hægt að sinna fólki. 5-10 mínútna ferðatími með þetta fólk bjargaði engu lífi. Sá tími skipti engu máli. Það var tíminn þar endurlífgun gat hafist. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 12:03:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það voru nú innvortis meiðsli hjá a.m.k. einum, held að hann hafi farið í aðgerð..dó á endanum á spítalanum, eftir ca. 5 mánuði en ekki segja mér að ekki sé hugsanlega hægt að bjarga lífi ef komið er fljótt með fólk á sjúkrahús. Aðgerðir hafa bjargað mannslífi og aðgerðir eru venjulega framkvæmdar á skurðstofu. Við erum annars að tala um Reykjvíkurflugvöll vs. Hvassahraun. Óumdeilanlegt að það tekur styttri tíma að koma sjúkling á LSH. frá Reykjavíkurflugvelli heldur en frá Hvassahrauni.

ert | 6. des. '19, kl: 12:56:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK. Það er hægt að bjarga lífi fólks þrátt yfri að það verði fyrir súrefnisskorti í 20-30 mínútur bara ef keyrslan á sjúkrahúsið er 5-10 mínutur. Það er í raun keyrsla á sjúkrahúsið sem er krítíski punkturinn, ekki lengd súrefnisskorts.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 14:10:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að tala á almennum nótum, áttirðu eitthvað erfitt með að fatta það? 

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 14:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og eru ekki mörg dæmi um það að aðgerð eftir slys eða bráðaveikindi hafa bjargað mannslífi? Hefur ekki tíminn sem það tekur að komast undir læknishendur skipt máli í mörgum tilfellum?

ert | 6. des. '19, kl: 14:20:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Í flugslysum er það oftast tíminn sem það tekur að komast úr hættulegum aðstæðum sem skiptir grundvallarmáli sbr stærsta flugslys okkar.
Ef aþð væri gundvallaatriði að komast af flugvelli á sjúkrhús þá væri sjúkrahús við alla flugvelli. Það væri sjúkrahús við Kastrup, Heathrow, Glasgow o.s.frv.
Af hverju hafa bara Íslewndingar fattað að það þarf sjúkrahús við hvern flugvöll og af hverju er ekki sjúkrahús við Kefavíkurflugvöll ef það skyldi verða flugslys þar? Af hverju er í lagi þá að keyra með fólk til Reykjavíkur? Það er lengra en frá Hvassahrauni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 16:14:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer þá er ekki flugslys hér á landi á hverjum degi. En talaði ég ekki líka um bráð veikindi? Fólk sem er sent á LSH einhverra hluta vegna með sjúkraflugvél?

ert | 6. des. '19, kl: 16:21:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Af hverju er ekki sjúkrahús við alla flugvelli erlendis?
Hvernig er það skilgreint hvað flugvellir þurfa að hafa sjúkrahús við hliðina á sér og hverjir ekki? Og hvernig er það skilgreint hvað deildir innan sjúkrahúsins þurfa að vera við hliðina á flugvelli og hverjar ekki? 
Af hverju er nauðynlegt að hafa Geðdeild LSH við hliðina á flugvellinum en ekki slysamóttökuna?

Er það svo það hægt að flytja fólk með andleg veikindi fljótt á milli?
LSH hlýtur að stjórna starfssemi sinni þannig að réttar deildi séu staðsettar nálægt flugvellinum. Annars getur verið að fólk deyji.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 16:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lestu þetta aftur ef þú ert ekki búin að því:
"Landspítalans einstaklega vel staðsettur sem aðaláfangastaður sjúkraflugs í landinu.
Flutningur sjúklinga úr sjúkraflugvél, sem lendir á flugvellinum, inn í nýjan
meðferðarkjarna spítalans er auðveldur vegna nálægðar og gæti í framtíðinni orðið
enn skilvirkari með beinni tengingu milli flugvallarins og bygginga spítalans."

 
ert | 6. des. '19, kl: 16:47:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók er þetta nýju meðferðar kjarninn sem á eftir að byggja? Hvað deyja margir á ári af því að það þarf að flytja þá í Fossvoginn og af hverju er LSH sama um þau dauðsföll?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 16:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það vantaði byrjunina svo ég byrja aftur:   Reykjavíkurflugvöllur er vegna legu sinnar við hlið  Landspítalans einstaklega vel staðsettur sem aðaláfangastaður sjúkraflugs í landinu.
Flutningur sjúklinga úr sjúkraflugvél, sem lendir á flugvellinum, inn í nýjan
meðferðarkjarna spítalans er auðveldur vegna nálægðar og gæti í framtíðinni orðið
enn skilvirkari með beinni tengingu milli flugvallarins og bygginga spítalans.

Júlí 78 | 5. des. '19, kl: 22:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Björgunarmenn skjótt á vettvang

Björgunarsveitir voru þegar sendar á vettvang og komu fyrstu björgunarmenn að í gúmbjörgunarbátum aðeins örfáum mínútum eftir að flugvélin lenti í sjónum. Í sama mund kom á vettvang Kjartan J. Hauksson, kafari í Kópavogi, en hann rekur fyrirtækið Sjóverk ehf., á prammanum Fjölva sem er með aðsetur í Kópavogshöfn.

Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent strax á vettvang af þremur stöðvum, Skógarhlíð, Tunguhálsi og Reykjavíkurflugvelli. Auk þess kom sjúkrabíll frá stöðinni í Hafnarfirði. Alls voru þetta sautján menn, þar af fjórir kafarar. Klukkan 20:39 voru alls 45 menn frá slökkviliðinu kallaðir út til aðstoðar og mönnuðu þeir m.a. slökkvistöð Reykjavíkurflugvallar, þar sem brýnt var að halda flugvellinum opnum vegna mikillar flugumferðar.

Hjá Slökkviliðinu fengust þær upplýsingar að sjósettur hefði verið bátur sem staðsettur er á Reykjavíkurflugvelli og fóru kafarar slökkviliðsins strax með honum á slysstað. Annar vængur vélarinnar stóð þá enn upp úr sjó og var hún á um sex metra dýpi. Hófst köfun kl. 20:48, en að sögn slökkviliðsins kom pramminn Fjölvi sér mjög vel við alla björgun á staðnum - gegndi þar lykilhlutverki.

Greiðlega gekk að kafa niður að vélinni og fyrstu sjúklingarnir voru komnir á land kl. 20:57, eða ríflega tuttugu mínútum eftir að fyrsta tilkynning barst. Fimm af sex sjúklingum voru komnir í land kl. 21:05.

Í landi biðu læknar og sjúkraflutningamenn sem hófu þegar lífgunartilraunir. Einn af öðrum var síðan fluttur á sjúkrahús. Eftir stóð að einn var enn fastur í flaki vélarinnar og náðist ekki úr því fyrr en búið var að lyfta því af hafsbotni. Var hann þá úrskurðaður látinn."

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/551524/

TheMadOne | 5. des. '19, kl: 23:32:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enga stund á borgarspítalann þar sem bráðamóttaka alls höfuðborgarsvæðisins er. Í þannig tilfellum er veginum lokað fyrir allri umferð. Það er gert fyrir einn sjúkrabíl, hvað þá fyrir stórslys. Þar væri jafnvel auðvelt að senda lítið slasaða til Keflavíkur. Bráðatilfellin utan af landi eru send með þyrlu beint á bráðamóttökuna. Það er meiri háttar mál að koma með sjúkrabíl frá jöðrum höfuðborgarsvæðisins og næstu sveitarfélög á landspítalann fyrir alla þá sem búa þar í gegnum umferðina, það ættu kannski að vera flugbrautir fyrir sjúkraflug á kjalarnesi svo að fólk komist á spítalann

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 6. des. '19, kl: 01:05:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af því það getur tekið tíma fyrir fólk á Kjalarnesi að fara á spítalann þá getur fólk utan af landi alveg eins tekið sinn tíma að komast á spítalann? Gleymdurðu ekki að það tekur nú sinn tíma að fljúga á flugvöllinn, síðan þarf að koma sér á spítalann eins og með sjúkrabifreið - ætli landsbyggðarmenn sem koma með flugi yrðu ekki miklu lengur en Kjalarnesbúinn að fara á spítalann? Tekið úr skýrslu Þorgeirs Pálssonar til samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra
Ágúst 2017:


"Reykjavíkurflugvöllur – Reykjavíkurflugvöllur er vegna legu sinnar við hlið
Landspítalans einstaklega vel staðsettur sem aðaláfangastaður sjúkraflugs í landinu.
Flutningur sjúklinga úr sjúkraflugvél, sem lendir á flugvellinum, inn í nýjan
meðferðarkjarna spítalans er auðveldur vegna nálægðar og gæti í framtíðinni orðið
enn skilvirkari með beinni tengingu milli flugvallarins og bygginga spítalans.
Veðurskilyrði og aðflugsbúnaður í Vatnsmýrinni eru með þeim hætti að aðstæður til
lendingar eru með besta móti eins og áratuga reynsla hefur leitt í ljós. Á það jafnt við
flugvélar og þyrlur. Lokun NA/SV flugbrautarinnar hefur þó vissulega skert
áreiðanleika flugvallarins fyrir flugvélar við erfið veðurskilyrði þegar aðalbrautir
hans eru ekki nothæfar til lendingar vegna hliðarvinds. Samkvæmt greiningu, sem
gerð var af öryggisnefnd Félags íslenskra avinnuflugmanna á vindafari á
Reykjavíkurflugvelli frá því í nóvember 2016 til apríl 201718, voru 25 dagar á þessu
tímabili þar sem umrædd SV/NA flugbraut var eina nothæfa flugbrautin fyrir
sjúkraflugvélar Mýflugs á flugvellinum. Þetta ástand stóð allt frá einni upp í 10
klukkustundir. 


Flugvöllur í Hvassahrauni – Með nýjum flugvelli í Hvassahrauni mundi allt
sjúkraflug með flugvélum flytjast þangað. Þetta hefur í för með sér að flytja verður
alla sjúklinga, sem með þeim koma til Landspítalans í sjúkrabíl eins og nú er gert frá
Reykjavíkurflugvelli. Flutningstími frá Hvassahrauni mundi því að óbreyttu
vegakerfi líklega lengjast um 15-20 mín. við hagstæð akstursskilyrði. Góð hraðbraut
inn í höfuðborgina mundi að sjálfsögðu gera kleift að fara þessa vegalengd á
skemmri tíma og með meiri áreiðanleika en menn eiga nú að venjast. Miklu máli
skiptir að nýting hins nýja flugvallar sé áþekk því sem verið hefur um langt árabil á
Reykjavíkurflugvelli. Því verður að gera ítarlegar samanburðarmælingar á veðurfari í
Hvassahrauni og á Reykjavíkurflugvelli áður en hægt er að staðreyna hvort
flugvöllur á þessum stað væri nægilega áreiðanlegur fyrir sjúkraflug og innanlandsflugið í heild auk þess að nýtast sem varaflugvöllur. Umfangsmiklar flugprófanir,
sem gerðar voru af Flugmálastjórn í lok sjöunda áratugar síðustu aldar um
flugskilyrði yfir Kapelluhrauni, sem er á næsta leiti við Hvassahraun, bentu eindregið til þess að notagildi flugvallar á þessu svæði væri verulega lægra en á
Reykjavíkjavíkurflugvelli."Þessi flutningstími 15-20 mín. sem þarna er talað um (við hagstæð akstursskilyrði)  býst ég við að sé lengri á álagstímum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Aðeins um þetta betlarahyski (þjófahyski) sem er á landinu. spikkblue 21.1.2020 22.1.2020 | 15:00
Plata og skrúfur eftir beinbrot fanneyrut 17.1.2020 22.1.2020 | 12:30
Er einhver hérna sem kaus VG í síðustu kosningum? spikkblue 21.1.2020 22.1.2020 | 09:57
fá leyfi fyrir garðhúsi eða gám begzi 21.1.2020 22.1.2020 | 02:31
uppskrift af lakkríssósu (með lambi) eins og á tapas karamellusósa 5.11.2014 22.1.2020 | 02:11
Varðandi leigutekjur af íbúð hjóna V J 21.1.2020 21.1.2020 | 08:41
Uppgefinn á sálinni get ekki meira Vestarinn 4.1.2020 20.1.2020 | 22:10
Að vinna í gegnum netið/síma JD 19.1.2020 20.1.2020 | 21:04
Handbolti markmaðurinn? Blómabeð 19.1.2020 20.1.2020 | 19:48
Smurning Kimura 16.1.2020 20.1.2020 | 19:17
skattskil notandi50 20.1.2020 20.1.2020 | 16:41
síberískur kettir á Íslandi olga1986 5.10.2014 20.1.2020 | 16:14
Hvernig þvæ ég þórsmörk úlpu Notandi1122 20.1.2020 20.1.2020 | 15:27
Hvar finn ég dýrasíðu til að kaupa hund Natalía Ósk 15.1.2006 20.1.2020 | 12:48
TAXI sankalpa 18.1.2020 20.1.2020 | 06:58
Fögnum fóstrinu. Flactuz 8.1.2020 19.1.2020 | 22:09
Vantar mann í lið? treiszi95 19.1.2020
Utlendinga stofnun. yo542 17.1.2020 19.1.2020 | 18:00
Aðstaða fyrir smáviðgerðir Buka 19.1.2020 19.1.2020 | 16:15
Öryrkjar og íþróttastyrkir alv 14.1.2020 19.1.2020 | 15:30
"vina"skuld patrekuris 12.1.2020 19.1.2020 | 14:50
Bachelor Peter Weber. Stella9 18.1.2020 19.1.2020 | 08:55
Sölumyndir á FB hdfatboy 18.1.2020
Myndband sent Alltaf40 18.1.2020 18.1.2020 | 22:28
Hraunvallarskóli vs. Skarðshlíðarskóli ardandk 16.1.2020 18.1.2020 | 22:07
Laugardagur Twitters 18.1.2020
bílaskipti kalli1999 15.1.2020 18.1.2020 | 21:08
Ég þarf einkalán upp á 650.000 vobis3 18.1.2020
Stutt skoðunarkönnun varðandi djúpslökun og hugleiðslu, aðeins 2 spurningar !!! Ljónsi 18.1.2020
Baráttukona á bak við tjöldin Júlí 78 18.1.2020 18.1.2020 | 13:55
Lán ibam looking posaibility to take lan vobis3 15.1.2020 18.1.2020 | 13:30
Led ljós undir bíl... mikaelvidar 17.1.2020 18.1.2020 | 00:14
Septemberbumbur 2020 tisulingur 15.1.2020 17.1.2020 | 17:34
Panta kynlífsleikföng í pósti. Spyrpost 17.1.2020 17.1.2020 | 16:23
Retro Gamers clanki 13.1.2020 17.1.2020 | 07:37
Er einhver banki á Íslandi skárri en aðrir? Burnirót 16.1.2020 17.1.2020 | 03:44
Kírópraktor egillgests 11.1.2020 16.1.2020 | 22:18
Mannasiðir Kingsgard 15.1.2020 16.1.2020 | 18:10
Kulnun, kvíði - sálfræðingur blendinaragg 4.1.2020 16.1.2020 | 15:40
hvað fæ eg goða uppskrift af brauði fyrir sykursjuka kolmar 16.1.2020 16.1.2020 | 12:07
Hjálpumst að á Flateyri RaggiHS 15.1.2020
Varað við nýjum veirufaraldri - engar áhyggjur Svandís er með lausnina spikkblue 14.1.2020 15.1.2020 | 12:44
Stærðfræðikennsla í boði lara1123 15.1.2020
Samband - Hvað á að gera? agustkrili2016 14.1.2020 15.1.2020 | 10:31
Munum eftir smáfuglunum, isbjarnaamma 14.1.2020 15.1.2020 | 00:08
Samskipti - Rannsókn - Endilega takið þátt! palmarr 14.1.2020
víkingahúfa með íslands fánanum hvellur 14.1.2020 14.1.2020 | 12:10
Andlegur miski minstrels 13.1.2020 14.1.2020 | 11:00
Gleðilegan föstudag Twitters 10.1.2020 13.1.2020 | 23:10
Salur fyrir athöfn og gott partý :) redvine 12.1.2020 12.1.2020 | 18:34
Síða 1 af 19718 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron