Flutningar heim

Sólglerugu | 28. maí '15, kl: 14:10:45 | 422 | Svara | Er.is | 0

Ég er nýbúin að eignast barn og bý á norðurlöndum. Er búin að hafa fjölskylduna hérna úti og núna er maðurinn á leið aftur í vinnu og ég verð áfram í fæðingarorlofi. Núna finn ég fyrir svo mikilli heimþrá til Íslands að ég er bara á grenjunni og langar bara að flytja heim.
Við erum bæði með stúdenstpróf og ég ætla í skóla eftir áramót eða næsta haust.
Þannig að annað okkar yrði útivinnandi og hitt í námi. Myndi reyna að fá íbúð á stúdentagörðunum fyrir okkur.
En svo verð ég allt í einu svo efins, fyrir það fyrsta þá er þetta kanski meira rósrauður draumur, það að vera nálægt fjölskyldunni er nátturulega rosa mikilvægt en hvernig er eiginlega ástandið á Íslandi.
Hér erum við í leiguhúsnæði með allt í lagi laun, erum engir millar en höfum það ágætt fjárhagslega.
Nú spyr ég ykkur, getiði komið með "pro&cons" yfir því að búa á íslandi!
Kveðja ein með heimþrá!

 

BlerWitch | 28. maí '15, kl: 14:14:59 | Svara | Er.is | 10

Ég veit bara að ég væri sko til í að vera í þínum sporum og búa einhvers staðar annars staðar en hér næstu árin. Og samt er ég hrikalega mikill Íslendingur í mér.

anjos | 28. maí '15, kl: 14:47:23 | Svara | Er.is | 1

Ég mundi hugsa rosalega vel hvað þið eruð að fá útborgað hér heima og hver útgjöldin eru hérna heima áður en þið takið ákvörðun. T.d er ekkert gengið að því að fá íbúð á stúdentagörðunum. LÍN lán eru fáránlega lág og margt dýrara hérna heima en úti.

En skil þig alveg að vilja koma heim :)

Sólglerugu | 28. maí '15, kl: 14:58:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já er að reyna að gera reiknisdæmi. getiði komið með einhverja kostnaði sem þið eruð með svona að ég sé með einhver dæmi. Eins og td hvað kostar leikskóli, hvað eru þið að borga í hita rafmagn sjónvarp net og síma? Hvað eru þið að fara með í mat a manuði þriggja manna fjölsk?

anjos | 28. maí '15, kl: 15:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bý í Kópavoginum og er að borga rétt undir 29.000 fyrir leikskóla á mánuði. Inn í því er hádegismatur, ávextir um morgunin og kaffihressing. Engin morgunmatur.
Fyrir hita og rafmagn er ég kannski að borga um 7-8.000kr en það náttúrulega fer eftir stærð á íbúð. Ég er ekki með neina sérstaka áskrift að sjónvarpinu en fyrir sjónvarp, net og síma þá er ég að borga um 20.000 á mánuði.
Ég er með þriggja manna fjölskyldu og við förum með um 160þús í mat á mánuði en við erum ekkert að spara sérstaklega. Ef við mundum reyna þá gætum við örugglega farið með ca 100þús í mat á mánuði.

nefnilega | 28. maí '15, kl: 16:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég borga tæp 28 þús fyrir 8 tíma á leikskóla í Kópavogi með morgunmat.

anjos | 28. maí '15, kl: 16:58:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar fáið þið með morgunmat? Mér fannst það mikil afturför að fara úr leikskóla í RVK með morgunmat í leikskóla í Kópavogi þar sem engin morgunmatur er. Því krakkinn minn getur tekið hátt í klukkutíma að borða morgunmat heima en þegar hún sér fram á að leika við vini sína á leikskólanum þá slafrar hún alveg í sig.
Miðað við upplýsingarnar frá leikskólanum þá létu þær eins og enginn leikskóli í Kópavogi væri með morgunmat.

EvaMist | 28. maí '15, kl: 20:15:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er morgunmatur í leikskólanum sem okkar barn er og það er í Kópavogi.

A Powerful Noise | 28. maí '15, kl: 20:13:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að borga 26þúsund fyrir 8,5 tíma með morgunmat, en er einstæð. 

__________________________
Pay no attention to the faults of others,
things done or left undone by others.
Consider only what by oneself is done or left undone.

Bragðlaukur | 28. maí '15, kl: 15:02:31 | Svara | Er.is | 0

Náttúran á Íslandi er yndisleg hér á sumrin.
Það er yndislegt að vera  nálægt fjölskyldunni, fyrir þá sem eiga hana og eru í góðu sambandi þar.
Það er lítið um glæpi á Íslandi miðað við margar aðrar þjóðir.
Maður þarf lítið að óttast að börn séu tekin einhversstaðar - þeim rænt eða eitthvað slíkt.
Það er ýmislegt hægt að upplifa á Íslandi, ef maður hefur tíma og peninga.

Veðrið er ekki búið að vera upp á marga fiska síðustu árin. Veturnir vindamiklir og harðir og sumrin ísköld og sóllítil.
Laun hér geta almennt varla talist laun, nema að þú sért heppin eða með slíka menntun sem getur komið þér í vellaunað starf.
Hér ríkir spilling.
Balansinn á milli vinnu og frítíma er í botni því þú þarft að vinna mikið til að geta náð endum saman.
Það er MIKIL óánægja í þjóðfélaginu almennt. Fólk er reitt.
Það er erfitt að eignast sitt eigið húsnæði, m.a. sökum verðtryggingarinnar. Eiginlega hálf vonlaust heyrist mér á fólki.
Leigumarkaðurinn er ... haha... ég held að það sé ekkert til sem heitir leigumarkaður í raun og veru. Það er ekkert húsnæði. Og ef eitthvað húsnæði fyrirfinnst, þá er það svo dýrt að ekkert fólk í almennu starfi ræður við leiguna.
Matur er dýr.
Fatnaður er dýr.

Svona má lengi telja...

En ef þið eruð með góðan stuðning frá fjölskyldunum ykkar hér, þá kanski gæti þetta gengið upp.
Og svo, eins og einhver sagði: Á maður ekki stundum að láta hjartað ráða?

Ég lét það ráða fyrir einhverjum árum síðan, á meðan ég bjó í einu norðurlandinu. Ég sé mjög eftir því að hafa flutt hingað og er að vinna í því að komast út aftur.

Sólglerugu | 28. maí '15, kl: 15:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað eru þið með í laun svona sirka þið sem eruð ekki með neina menntun og eruð að vinna í þjónustustarfi. Hvað eru meðallaunin svona sirka?

Það er mikið að spá í. Er svolítið hrædd við að taka ákvörðun því ef við flytjum heim með alla búslóðina okkar og með hundinn (sem þarf að far í einangrun í mánuð) þá er ekkert hlaupið að flytja út aftur!

Eigum yndislega fjölskyldu og hún vegur rosa mikið! En það er samt svo létt að sitja á hliðarlínunni úti og muna bara eftir öllu því góða og æðislega Ísland hefur upp á að bjóða. Því maður man ekki eftir því "leiðinlega" þegar maður er með heimþrá og langar bara heim ;)

En ég veit að margir eru að ströggla og spurning hvort það sé þess virði!

Skjálfandi við kertaljós | 28. maí '15, kl: 15:22:04 | Svara | Er.is | 4

Það er korter í júní og það er 5 stiga hiti úti. 


Enough said :P

Sólglerugu | 28. maí '15, kl: 15:36:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha....já reyndar ekki besta veðrið búið að vera í skandinaviu í mai og það er ískalt núna og rigning! En ok var sjúkt sumar í fyrra og á víst að batna núna á næstu vikum!

EvaMist | 28. maí '15, kl: 20:17:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var haglél á Selfossi bara í fyrradag. 

Bexy | 28. maí '15, kl: 15:40:44 | Svara | Er.is | 2

Hefurðu tök á að fara í langt frí heim í fæðingarorlofinu? Sumum dugar að vera 3-4 vikur á Íslandi og sjá að það er kannski ekki að gera sig eða fullvissa sig um að Ísland sé málið.
Hugsa reyndar að það sé auðveldara að koma undir sig fótunum í Skandinavíu og betra að vera námsmaður á Norðurlöndunum.

Sólglerugu | 28. maí '15, kl: 15:42:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já búin að vera að spá í því!

ilmbjörk | 29. maí '15, kl: 07:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


ég mæli með því að fara í frí til Íslands! Ég geri það alveg hiklaust á meðan barnið var lítið (og geri enn).. förum ekkert endilega öll saman, ég hef 2 sinnum farið ein, oft með barnið með mér, og maðurinn minn er að fara einn í næsta mánuði..  Ég er nokkuð viss um að þessi heimþrá renni af þér eftir heimsóknina ;)  

Núna get ég t.d. ekki hugsað mér að fara til Íslands um jól, elska það of mikið að vera bara hérna úti með litlu fjölskyldunni minni :)

Ígibú | 28. maí '15, kl: 16:58:14 | Svara | Er.is | 3

Umm það var slydda á Akureyri og það snjóaði á fjallvegum í gærkvöldi/nótt, og það er næstum komið sumar. Og framsóknarflokkurinn er á Íslandi.
Veit ekki hvort að einhverjir kostir vega upp á móti þessum göllum.

bogi | 28. maí '15, kl: 16:58:17 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi reyna að þrauka - það er svo margfalt betra fjárhagslega að vera með börn í námi í Danmörku en á Íslandi. Reyna svo bara að fara heim í góð frí - við fórum alltaf heim í mánuð á sumrin og 2-3 vikur um jólin.

Það er auðvitað álag að vera einn og hafa engan stuðning, ég finn alveg mun á því núna eftir að við fluttum heim. Hins vegar er líka álag að vera alltaf blankur og geta aldrei leyft sér neitt :/

Horision | 28. maí '15, kl: 17:06:29 | Svara | Er.is | 0

Líklega verðuru að taka ákvörðun um hvað er " heim " ! Hvers vegna þú fórst og hvað hefur breyst. Auðvitað er mögullegt að búa allstaðar. Ég flutti til baka til íslands en það var ekki afkoman sem réði för enda afkoman nánast óbreytt. Peningar segja ekki eingöngu hvar sé best að vera. 

kryddjurt | 28. maí '15, kl: 17:07:38 | Svara | Er.is | 5

Taktu langt sumarfrí á  Íslandi, ekki, ekki, ekki flytja hingað aftur, Ísland er láglaunaland á par við Austur-Evrópu.

gorbatöff | 28. maí '15, kl: 19:37:39 | Svara | Er.is | 2

þetta eru hormónarnir, bíddu bara í nokkra mánuði :)

busyness | 29. maí '15, kl: 06:53:00 | Svara | Er.is | 1

Eins og    kryddjurt segir, ekki flytja aftur hingað í fátæktagildru.

ilmbjörk | 29. maí '15, kl: 07:06:09 | Svara | Er.is | 1

Ég var líka með heimþrá fyrst eftir að ég fæddi barnið mitt (bý í DK) - það líður hjá! Er búin að búa hér í tæp 5 ár núna, og þar af tæp 4 með barn, og mig langar ekkert að flytja til Íslands :)


Við höfum það SVO miklu betra hérna úti heldur en á íslandi!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47964 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is