fluttningar DK til Íslands?

annarbannar | 1. feb. '16, kl: 08:18:33 | 614 | Svara | Er.is | 0

Ég bý í DK og er eitthvað að pæla í fluttningum til Íslands. Er allt í einu farin að sakna fjölskyldu og vini frekar mikið á Íslandi :/

Væri mjög mikið til í að fá kosti og galla við að búa á Íslandi.

Einnig væri fínt ef þið hefðuð einhverjar hugmyndir af vinnum til að sækja um ( ef ég flyt þá yrði það í haust/næsta vetur.)

fyrirfram þakkir :D

 

Brendan | 1. feb. '16, kl: 09:40:48 | Svara | Er.is | 0

Kostir við Ísland eru sundlaugar, þétt samskiftanet og vinir, skíðasvæðin á veturnar, frábæra náttúra og sól alla nóttina á sumrin. 
Kostirnir við Danmörku eru ódýrari matur, auðveldara að eignast sitt húsnæði, þú hefur meiri möguleika á ferðast um heiminn án þess að borga aleiguna þína fyrir, góðar almenningssamgöngur, ókeypis læknaþjónusta, ókeypis skólar (hérna eru þeir ekkert ókeypis þó svo að það sé auglýst þannig), veðrið er mannúðlegra og lengra og hlýrra sumar (er samt hægt að lenda í kulda og leiðindum), dýragarðar og skemmtigarðar eru yfirleitt ekki langt undan, mannúðlegra vinnuumhverfi og gott almannatryggingakerfi, raftæki og húsbúnaður eru töluvert lægri í verði ásamt fatnaði. 

annarbannar | 1. feb. '16, kl: 10:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta er satt með DK, margt hægt að gera þar.

Ég er atvinnul. hérna í DK... gengur ekkert að finna vinnu, eftir að ég átti er ég mikið ein með barnið... kvíði og stress hefur aukist mikið hjá mér, ég er í meðhöndlun og á tíma í næstu viku og mun tala um þetta við lækninn :)

Ákvað að spyrja út í þetta hérna og sjá hvort þessi rosalega sterka heimþrá færi :p og áður en ég stekk á fluttningar.
Ætla að skoða alla möguleika og melta og ákveða hvað ég geri út frá því :D

Brendan | 1. feb. '16, kl: 10:39:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að ef þú náir kvíðanum og þunglyndinu í stjórn með aðstoð lækna muni þetta verða betra. Það er ekkert betra að flytja hingað og verra eflaust fjárhagslega verr stödd ofan á allt saman. Og flutningar eru dýrir. 
Eru ekki mömmuhópar sem þú getur tekið þátt í, íslendingafélög eða klúbbar. 

annarbannar | 1. feb. '16, kl: 11:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er í meðhöndlun og búin að vera í meðhöndlun með kvíða og stress í nokkur ár núna.... og síðustu mánuði hefur það bara aukist hjá mér, hef verið svo kvíðin að ég kem mér ekki út úr húsi :( eina sem ég gerði þann dagin var að fara með barnið til dagm. og svo sækja hann.

já fluttningarnar eru dýrar :/

Var í mömmuhóp en hann flosnaði upp mjög fljótlega eftir að hann varð til, hef ekki fundið neinn annan ennþá.

ég er mjög "föst" með barnið og meina ég "föst" þá þannig að það er bara ég sem að sé um hann, ég á ekki efn á pössun til að kíkja einstakasinnum út á kvöldin / að gera eitthvað.

Hef sótt um aðstoð með strákinn (var mjög erfitt ungabarn svaf allt of lítið ca 30 mín 2x á dag, og vaknaði triljón sinnum á næturnar og misjafnt hvað hann vakti lengi allt frá 30 mín til 6 tíma er orðin eitthvað betri í dag)
og já, s.s svarið sem ég fekk þegar ég fór á fund í sambandi við astoð var að það var mín ákv að eignast barn...
(var ekki ein þegar ég varð ólétt, aðstæðurnar breyttust á meðgöngu)

Brendan | 1. feb. '16, kl: 11:50:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki öfundsverð staða sem þú ert í þarna úti, sérstaklega ef þú hefur ekki þitt stuðningsnet eða fjölskyldu. Ef þú horfir nokkur ár fram í tímann þegar að barnið er orðið eldra og þú væntalega komin á betra ról. Á hvor staðnum langar þig frekar að búa?
Ég myndi líka hugleiða það að fara í nám eins og önnur benti hérna á. þú þarf að vera búin að vinna í 2 ár úti til að hafa rétt á SU og ef þú hefur ekki náð því þá er það 10 til 12 tímar á viku. Sú vinna má líka vera í sjálfboðastarfi. Á SU færðu allskonar afslætti og ókeypis leikskóla og ættir að geta púslað saman nokkuð þægilegu lífi. Auk þess að menntun gerir það að verkum að þú hefur meiri möguleika á starfi í framtíðinni. 
Hérna hefuru ekki þessa möguleika nema taka námslán sem eru himinhá og ef þú átt menntaskólann eftir þá er það ennþá erfiðara. 


Þú getur líka íhugað að flytja í örlítið stærra samfélag sem er með betri samgöngum og öflugra félagslífi, tekur eflaust einhvern tíma að skifta en mundu þú ert ekki bara að hugsa akkúrat núna heldur líka upp á framtíðina. 


Ef að þú vilt flytja hingað aftur þá geturu sótt um félagslegt húsnæði sem er í raun eina örugga langtímaleiguhúsnæði sem þú hefur tök á. En biðlistinn er skelfilegur eins og er, en ætti að fara minnkandi ef að þessi ríkistjórn stendur sig!! Ekki stóla á það. Og að vera ekki með húsnæði hérna og á atvinnuleysisbótum gerir það að verkum að þú munt ekki hafa neitt fyrir mat og nauðsynjum, heldur fer allt í húsaleigu. 
2 herb á frjálsum markaði eru að fara á 150þ og hærra og af því ættiru að fá sjálf 70þ í húsaleigubætur. Ef þú verður samþykkt fyrir sérstakar. 


Þú verður að vega það og meta alveg sjálf hvar þú vilt búa í framtíðinni og hvort að þetta sé ekki bara svolítið skyndilausn og hoppa heim eða hvort þetta sé það sem þú raunverulega vilt og hvort að ástandið muni þá lagast. 

annarbannar | 1. feb. '16, kl: 12:10:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er búin að búa hérna úti í ca 7 ár, er búin með eitthvað í skóla bæði á íslandi og hérna í dk. (er að greiða af námslánum núna).
á þessum 7 árum er ég búin að vera í námi í 2 ár, fæðingarorlof og svo í veikindarl. (á meðg. því grindin fór í klessu fljótlega eftir að ég varð ólétt.
ég hef verið að fá verki neðalrlega í bakið eftir að ég átti, ég geri reglulega æfingar fyrir það og misjafnt hvort það hjálpi. )

og svo verið atvinnulaus, sótt um ég veit ekki hvað margar vinnur, bæði í gegnum netið og farið á staðina. Hef einnig sótt um annarstaðar í DK en ekki ennþa fundið vinnu. Veit ekki hvað það er sem gerir það að ég fái ekki vinnu, það er ekkert að ferilskránni, bæði jobcenter og A kassinn segja að hún sé mjög góð hjá mér. Fór meiri segja í eitthvern kúrsus við að setja upp ferilskrá og þegar ég kom þangað með ferilskránna mína (var með tilbúina sem ég hafði verið að senda) þá sögðu þeir að hún væri mjög góð hjá mér og sögðu mér bara að nota tíman til að sækja um vinnur í staðinn.

Er einmitt að nota tímann núna til að vega og meta allt, finna upplýsingar og fleira til að geta melt þetta betur áður en ég stekk á eitthvað :D

Aquadaba | 1. feb. '16, kl: 12:16:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er "ljótt" að segja það en að vera útlendingur vinnur alltaf gegn manni þrátt fyrir að maður tali málið reiprennandi, það er að minnsta kosti mín reynsla. Það er erfiðara fyrir útlending að fá viðtöl.  Það er ekkert alltaf allt betra úti heldur en á íslandi og að minni reynslu sem bjó í 8 ár úti þá er mjög margt bara miklu betra á Íslandi.  Bæði ég og maðurinn minn spörkum í okkur að hafa ekki flutt heim fyrr. Ég veit ekki hvaða menntun þú hefur en það er okkar reynsla að í okkar atvinnugeirum eru launin hærri en úti þrátt fyrir að þau væru það ekki þá met ég það mjög mikils að maðurinn minn vinnur styttri vinnutíma ( þá með ferðatíma) heldur en hann gerði úti.  

Með það að félagslegt húsnæði sé þinn eini kostur er bara bull, það var mun auðveldara fyrir okkur að kaupa hérna heldur en úti. Við reyndar vorum heppin og gátum verið hjá ættingja í nokkra mánuði.  Leigumarkaðurinn er dýr hérna á íslandi en hann var líka algjört brjálæði úti, 

strákamamma | 2. feb. '16, kl: 12:31:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er flott svar

strákamamman;)

Dreifbýlistúttan | 4. feb. '16, kl: 07:52:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar í Dk ertu?

strákamamma | 2. feb. '16, kl: 12:31:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held það sé gott að gefa sér meiri tíma en bara 2 vikur til þess að vera með heimþra....meira alveg 2-3 ár ef þú ert ekki viss. 

strákamamman;)

annarbannar | 2. feb. '16, kl: 12:50:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef oft fengið heimþrá, á þessum 7 árum... en aldrei svona rosalega sterka eins og þessi er :/

strákamamma | 1. feb. '16, kl: 10:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Langar aðeins að skipta mér af.


Danmörk:



Skólar eru ókeypis: já ef þú ert til í að senda barnið þitt í kommúnuskólann sem verið er að skemma og hann orðin nærri ónýtur .  2 af mínum 3 skólabörnum ganga í friskóla (einkaskóla) og það kostar sitt. 


betra veður: veturnir hérna eru viðbjóður...oft engin snjór eða mjög litíll..um leið og það er frost þá er nístingsfrost vegna þess að það er svo rakt. Það er ekki hægt að klæða af sér þennan kulda því hann smýgur í gegn og kynding er dýr. 


Ef maður er ekki "það er svo heitt og rakt að ég er að kafna" fan þá eru sumrin hérna erfið...mér líður illa í 30 stiga hita og rugluðum raka..allt er klístrað og ógeðslegt...það er allt annað að vera í fríi í svona hita eða aksjúallí að eiga að lifa í honum..þvo þvott...elda, vinna og þannig


mannúðlegra vinnuumhverfi: Hvergi í öllu evrópusambandinu er stærra hlutfall vinnandi fólks í veikindafríi vegna stress.  


góðar almenningssamgöngur  :  BARA í köben..kannski líka í Aarhus..  þar sem ég bý gengur strætó ekkie ftir kl 6 á virkum dögum og ekki eftir klukkan 2  um helgar.  


Það er líka verið að tína almannatryggingakerfið í sundur, hvergi er drykkja ungmenni meiri en í dk þegar ALLT evrópusamabndið er tekið, líka austur evrópa!  


Klámvæðing í dönsku samfélagi er MIKIÐ meiri en á íslandi og danir eru aftastir þegar kemru að jafnrétti kynjanna meðal norðurlandaþjóða.


Það er mikið stigma að vera með greiningu


Auðvelt að eignast sitt eigið húsnæði:   Bara ef þú og maki þinn eruð með góða vinnu...það er ekki nóg að vera á fortidspension þó svo að þú sért í góðum málum peningalega, það er ekki nóg að annar af hjónum sé í góðri vinnu en hinn sé td á örorku þrátt fyrir að fólk standi í góðum málum.  


eldra fólk þarf að sjá hvort fyrir öðru sem þýðir að það er rosalega margt eldra fólk að deyja úr einsemd vegna þess að það getur ekki búið saman því þá er það framfærsluskylt hvort við annað, þrátt fyrir að vera ekki í hjónabandi.  Það missir þá ellilífeyrin sinn. 








Ef þú ert bara allt í einu að sakna vina og fjölskydu myndi ég gá hvort að heimsókn heim lækni heimþránna...  ef þú ert búin að vera með heimþrá í lengri tíma, einhver ár..þá myndi ég láta slag standa og láta þetta gerast. 

strákamamman;)

annarbannar | 1. feb. '16, kl: 11:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

endilega skiptu þér af :D

hef oft fengið heimþrá og söknun, og það hefur farið eftir einhvern tíma, en ég hef ekki fengið þessa söknun svona rosalega sterkt, og hún er búin að vera núna í ca 3 vikur hjá mér.
Ég er einmitt ekki í köben, og strætó hættir snemma að ganga á virkumdögum ... (milli 5 og 6 minnir mig) og um helgar þá hættir hann ca 13-14 á daginn og svo minnir mig að það er bara ekki innanbæjar strætó á sunnud. (langt síðan ég tók strætó 99% labba allt sem ég fer)

Ég er einstæð og búin að vera atvinnulaus lengi, ég er ekki að fá neitt svakalegt í laun, rétt dugar fyrir reikningum og mat út mánuðinn... og það koma mánuðir inn á milli þar sem þau duga ekki út mánuðinn.. t.d um jólinn var ég í erfiðleikum fjárhagsl. og sótti um aðstoð en fekk ekki því ég féll ekki undir þær relgur til að fá aðstoð, var frekar erfiður tími.

Aquadaba | 1. feb. '16, kl: 11:45:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Var í nákvæmlega sömu stöðu þú nema ekki einstæð en með maka sem vann/vinnur mjög mikið. Ég flutti heim fyrir stuttu og hef það mun betur hérna, andlega hliðin hjá mér var komin alveg í rúst það er rosalega erfitt að vera svona einn öllum stundum. Það gekk rosalega vel fyrir okkur að fá vinnu á Íslandi og maðurinn minn fær betur borgað á íslandi og vinnur minna og ég fæ mun betur borgað heldur en ég hefði fengið úti plús það við erum með stuðningsnet hérna sem við höfðum ekki ´úti.

annarbannar | 1. feb. '16, kl: 11:54:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok :D frábært það :D

Ekki lítið erfitt að vera svona mikið ein, dregur mann einnig niður ásamt öðru.
Hef einmitt meira stuðningsnet á Íslandi, enda öll fjölskyldan þar :)

Hvað kostuðu ca fluttningarnar hjá ykkur? (ræður hvort þú vilt svara)
frábært að þið fenguð bæði fljótt vinnu :D

Aquadaba | 1. feb. '16, kl: 12:01:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara mannskemmandi að vera svona mikið einn og sérstaklega með lítið barn, ég var orðin rosalega þunglynd. Bara litlu hlutirnir eins og að skreppa eitthvað út alein án barna er rosalega erfitt án stuðningsnets. Bæði mér og makanum fannst atvinnuleitin mun léttari hér heldur en úti, bæði af því að við tölum tungumálið og svo finnst mér meiri uppgangur í atvinnulífinu að minnsta kosti í okkar geirum heldur en úti. Við tókum gám og hann kostaði um 400þús.

annarbannar
passoa | 1. feb. '16, kl: 14:17:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu möguleika á að flytja kannski heim til foreldra þinna á Íslandi á meðan þú ert að koma þér fyrir?


Væri ég í þinni stöðu væri ég lööööngu flutt heim, við erum þó tvö hér úti og ég hef getað leyft mér að fara alltaf reglulega til Íslands einmitt til að tappa aðeins af heimþránni, myndi ekki lifa það af annars! :/


Annars bara að hringja í Eimskip t.d. eða Jón Tómas og biðja um tilboð í nokkur bretti, þá geturðu gert þér einhverja hugmynd um kostnað.

annarbannar | 1. feb. '16, kl: 15:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mun hafa samband við þá og fá uppl. um verð.

ég er svolítið þrjósk og hef verið á þrjóskunni og bjartsýninni í svolítinn tíma..... en núna er það eiginlega bara að verða búið hjá mér...

ekki mikið pláss hjá foreldrum en það er einn staður sem eg get kannski verið á til að byrja með, á eftir að ath þann möguleika (mun gera það í vikunni) :)

passoa | 2. feb. '16, kl: 12:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mínir foreldrar eiga einmitt pínulitla íbúð og við "njótum" okkar bara í gamla 7 fm herberginu mínu fjögur saman þegar við erum á Íslandi :p Maður sættir sig við ýmislegt sko :p

strákamamma | 2. feb. '16, kl: 12:34:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar í dk ertu?

strákamamman;)

annarbannar | 2. feb. '16, kl: 12:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Suðurjótlandi

strákamamma | 2. feb. '16, kl: 20:52:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert í sönderborg veit ég að það er ansi sterkt og virkt íslendingafélag þar...spurning að reyna að komast í samband við eitthvað fólk

strákamamman;)

superbest | 4. feb. '16, kl: 09:02:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála strákamömmu í flestu eftir að hafa búið í DK 2007-2014. Ekki misskilja, það er margt frábært við DK en t.d. veturinn þar sem ekki sést til sólar og allt er gráskýjað frá ca.okt - feb fer alveg með mig.
Líka eftir að eftir að maðurinn minn kláraði námið og fékk góða vinnu og ég fékk skúringajobb eftir fæðingarorlof og allar bætur voru teknar af og leikskólinn hækkaði þá komum við út með ca.1200 dkk í plús í hverjum mánuði - sem fór jú líka í samgöngur....
Hvað varðar húsnæðismál og kaup á húsnæði þá er mjög misjafnt hvað fólk er heppið. Við byrjuðum á þessum pakka áður en við fluttum en þar sem við vorum með eigið fyrirtæki og íslensk námslán þá vildu þeir ekkert fyrir okkur gera fyrr en við værum búin að geiða lánin niður!


Kostir við ísland er að við höfum stuðningsnet sem léttir á okkur með krakkana og ég fakktískt efni á barnapíu (1000 kr á tímann) samanborið við 100 dkk í dk. Ég er miklu virkari í öllu samfélagslegu hérna t.d. fer á námskeið öðru hvoru, tek þátt í foreldrastarfi í skólanum og veit fakktískt hvað er í gangi á þjóðfélaginu. Mér finnst líka gott að 'anda' hérna á íslandi og þegar ég keyri útúr hverfinu þá verð ég næstum alltaf dolfallin yfir fjöllunum sem blasa við. 


Svo er amk á höfuðborgarsvæðinu mikið búið að bæta félagslega atburði og það er alltaf eitthvað í gangi. Núna er t.d. að byrja vetrarhátíð. Eg man ekki eftir svona atburðum áður en ég flutti.


Svo sagði einhver hérna 'þoli ekki að eitthvað eitthvað láta krakkana fara eina út'. Þetta munar öllu ef maður hefur búið í þéttbýli. Að krakkarnir upplifi fresli og geti sjálfið farið á róló ólíkt því sem áður var að maður varð alltaf að fara með þeim á leikvelli því t.d. var enginn leikvöllur hjá okkur nema að fara yfir stórar götur, einn þeirra var umsetinn vafasömu liðið og skólinn var nánast víggyrtur og harðlæstur nema fótboltavöllurinn sem var í útleigu...


gangi þér vel.

annarbannar | 5. feb. '16, kl: 08:43:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk :)

LaRose | 1. feb. '16, kl: 16:49:47 | Svara | Er.is | 1

Ekki öfundsverð staða. Hvað með föður? Getur hann ekkert létt undir? Annars myndi ég ná tökum á kvíðanum og þunglyndinu og svo taka ákvörðun byggða á skynsemi en ekki tilfinningum. Það er heldur ekki öfundsvert að vera einstæður á Íslandi. Ég hef prófað það hámenntuð og í vinnu og það var ekki létt. Byði ekki í það ef ég fengi láglaunavinnu. Vona þu finnir ut ut þessu :)

annarbannar | 2. feb. '16, kl: 09:40:55 | Svara | Er.is | 0

fekk skilaboð frá einni hérna og ætla að svara henni hérna því ég get ekki sent skilaboð :/

ég er búin að búa úti síðan 2009 svo það eru ca 7 ár.
ég er búin að vera atvinnulaus allan tíman... fyrir utan fæðingarorlof og 2 ára nám.
Ég er rosalega mikið ein, og hef engan stuðning/aðstoð með barnið.
Ég er búin að leita af vinnu eins og ég veit ekki hvað, og ekki ennþá fundið neitt :/ einnig hefur vinnumálastofnunin hérna verið að leita með mér.. og hún hefur ekki heldur fundið neitt.

LaRose | 2. feb. '16, kl: 11:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu með einhverja menntun? Hvernig störfum ertu að leita að? Talarðu góða dönsku?

Sodapop | 2. feb. '16, kl: 12:04:34 | Svara | Er.is | 2

Ég er búin að lesa í gegnum umræðuna og vil bara bæta aðeins við öðru sjónarhorni.


Ég bjó í Noregi í 8 ár. Fór fyrst í háskóla og svo ákvað ég þegar ég var búin í honum, að ég var ekki tilbúin að fara heim til Íslands (allt svo ömurlegt þar). Eftir fyrsta árið á vinnumarkaðnum, bauðst mér svo vinna á Íslandi og ég fór í útreikningana, og reiknaði og reiknaði og fann að lokum út að ég myndi ekkert hafa það svo skítt á Íslandi (útlandinu til varnar, þá er mín stétt mjög láglaunuð og lélegur vinnutími í Noregi). Ég væri með betri vinnutíma, launin yrðu svipuð (nok yfir í isk beint), og allt umfang míns starfs er mun betra á Íslandi. Svo ég ákvað að ég skyldi bara flytja heim, og sé sko alls ekki eftir því! Og ég var ekki einu sinni með heimþrá.


Þegar ég flutti heim, þá fékk ég sendan sendiferðabíl með Norrænu, sem ég fyllti af búslóðinni minni og tók Norrænu aftur heim. Það munaði nær helming á verði, með því að ná í bílinn til Danmerkur frá Vestur-Noregi, keyra hann uppeftir, keyra aftur til Danmerkur og gjaldið í Norrænu.
Svo er líka gaur á facebook, sem fer með vörubíla reglulega í Norrænu og flytur dót fyrir fólk. Hann er líka mun ódýrari en Eimskip, og Samskip og þessir stóru kallar.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

passoa | 2. feb. '16, kl: 12:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er reyndar held ég ósköp svipaður í verði, en hann sækir heim að dyrum og er víst með frábæra þjónustu :)

Sodapop | 2. feb. '16, kl: 12:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þá hefur hann eitthvað hækkað. Það eru reyndar komin þrjú ár, þegar ég stóð í þessu. Þá var svipaður kostnaður fyrir mig að senda með honum, og að fara Norrænu-leiðina, en það var allt fullt hjá honum fram á haustið, svo ég valdi frekar að fara með Norrænu. En stóru flutningsfyrirtækin gáfu mér tilboð upp á rúmlega hálfa milljón, og þetta voru einhver 4 bretti, og þá hefði ég átt eftir að koma dótinu frá Reykjavík og austur á land...

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

passoa | 2. feb. '16, kl: 13:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá! Það er rosalegat verð! Ég hef borgarð milli 50 og 60 þúsund fyrir hvert bretti fyrir einmitt einhverjum þremur árum síðan, og þá kostaði Jón Tómas nánast það sama, eina var að hans ferðir pössuðu ekki við mínar tímasetningar, þess vegna hef ég aldrei notað hann, veit að Eimskip er búið að hækka eitthvað núna, en veit að hann hefur líka hækkað eitthvað, svo ég bara geri ráð fyrir að þetta sé svipað, hef samt engan staðreyndir fyrir þvi :p

Thorium | 3. feb. '16, kl: 13:30:19 | Svara | Er.is | 0

Ef þú ert með börn þá er DK mun betra en IS eins og staðan er í dag, ef peningar skipta máli í þínu tilviki.
http://www.frettatiminn.is/islensk-born-fa-5-800-kronur-en-norraen-born-35-000-kronur/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
Síða 1 af 47578 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Hr Tölva, Paul O'Brien, Kristler, annarut123, Bland.is, Guddie