Flytja til Íslands

Bambabörn | 10. apr. '18, kl: 18:24:43 | 328 | Svara | Er.is | 0

Er buin ad búa úti í 8 ár og er farin ad finnast ég vera búin ad vera adeins of lengi til ad geta rifid mig upp og flutt aftur til Íslands. Veit um fjölskyldur sem hafa flutt tilbaka til Íslands og svo aftur út af því þau voru ekki ad fíla sig. Mér hefur líka verid sagt af fólki sem flutti aftur til Íslands ad thau maeltu ekki med thví thad vaeru algjör mistök, maður væri breyttu rog myndi ekki aðlagast. Hef thad gott úti med börnin og svona. Finn samt að ég er að missa tengslin og það gerir mig leiða. Er einhver búin/nn að vera í svipaðri aðstöðu?

 

askjaingva | 10. apr. '18, kl: 22:13:12 | Svara | Er.is | 0

Nei en ég hvet þig til að hugsa þig um. Ísland er ekki gott land að búa í. Spilling, græðgi og okur er mottó hér og vertu fegin að þú hafðir vit á að rífa þig burt.

Bambabörn | 11. apr. '18, kl: 10:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thad er nefnilega thad ad thad er engin lygi med spillinguna á Íslandi.

KolbeinnUngi | 11. apr. '18, kl: 22:54:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já segðu á meðan Holmundur(Dagur B.) og Katrín og co eru ennþa að hækka allt á meðal manninn . ég er sjálfur að spá að koma mér af þessari skattalandi. of háir skattir og of hátt faseigna verð, lág laun

buin | 10. apr. '18, kl: 22:51:25 | Svara | Er.is | 0

Við fluttum heim eftir 7 ár. Viðurkenni að það var svoldið erfitt, sérstaklega fyrir elsta barnið en eftir nokkra mánuði var það búið. Yndislegt að vera nær fólkinu sínu og ala upp börnin í heimalandinu. Vorum þreytt á því að vera ,,útlendingar,, Það er um að gera að hugsa þetta vel og gera jafnvel kostir og ókostir lista

Bambabörn | 11. apr. '18, kl: 10:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einmitt threytt á ad vera útlendingur en meir og meir festst ég úti og dett inn í lingóid hér sem laetur manni lída meira heima.

Bambabörn | 11. apr. '18, kl: 11:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En fyrir utan börnin, hvad fannst thér erfitt? Fannstu ekki fyrir minna vöruúrvali, einsleitni í samfélaginu? Vedrid?

buin | 11. apr. '18, kl: 22:49:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú vissulega og langaði stundum aftur út, útaf veðrinu helst og stundum vöruúrvali (bara fylla gáminn af því skemmtilega;) Yndislegt að fara í fjölskylduboð og saumaklúbbinn ?? En finnst frelsið fyrir börnin yndislegt og að þau kynnist fjölskyldunni.

kaldbakur | 10. apr. '18, kl: 23:25:31 | Svara | Er.is | 0

Fer auðvitað eitthvað eftir því í hvaða landi þú ert.
Svo er það auðvitað atvinna og efnahagur.
Húsnæðismál og fleira, en sennilega hvergi betra að búa en á Íslandi. 
Lífskjör eru betri hér en víðast hvar annarsstaðar.   

Bambabörn | 11. apr. '18, kl: 11:00:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg örugglega! Bý í Svíthjód. Vildi óska ad eg gaeti verid á bádum stödum :)

Júlí 78 | 14. apr. '18, kl: 21:32:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Lífskjör eru betri hér en víðast hvar annars staðar" Ertu ekki að djóka kaldbakur?  Jú þau eru góð hjá mörgum en líka langt frá því að vera góð hjá mörgum öðrum. Mætti frekar segja að þau væru slæm hjá mörgum, jafnvel mjög slæm. Húsnæðismál? Hér tíðkast okurleiga á húsnæði og margir geta ekki einu sinni keypt húsnæði því verðið er farið upp úr öll valdi. Svo segirðu: Sennilega hvergi betra að búa en á Íslandi. Jú kannski ef það er hugsað til þess hvar er öruggt að búa. Jú og kannski hvergi betra að búa ef fólk er með einhverjar milljónir í mánaðarkaup. En nei, hér er ekki best að búa, svo er spillingin allsráðandi hér á landi alveg þannig að manni ofbýður. Einkavinavæðing, sukk og svínarí vil ég líka kalla það, maður þarf ekki annað en að fylgjast með stjórnmálum til að sjá það.

kaldbakur | 15. apr. '18, kl: 06:03:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það vill svo til að það er mikil fólksfjölgun á Íslandi. Evrópubúar  fólk sem hefur svipaða menningu og við eru að flytjast unnvörpum til Íslands.  Þetta fólk er margt að finna hér betri lífskjör en í heimalandinu.  Húsnæði er allsstaðar dýrt þar sem mikil uppbygging er. Það er hægt að finna mjög ódýrt húsnæði á Íslandi úti á landi þar sem minni fjölgun íbúa er. Ísland er að skora mjög hátt á álla mælikvarða varðandi æskilega búsetu. Vissulega eru kjör fólks mismunandi og þar þarf helst að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja. 

Júlí 78 | 15. apr. '18, kl: 08:45:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að einhvers staðar úti á landi finnist ódýrt húsnæði en er vinnu þar að fá? Og er eitthvað eftirsóknarvert að búa úti á landi þegar maður heyrir af slæmum vegum víða um land?

kaldbakur | 15. apr. '18, kl: 09:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera en seðlabankinn segir:
http://www.visir.is/g/2018180419593

Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast.

Júlí 78 | 15. apr. '18, kl: 12:51:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefðir átt að lesa kommentin með þessari frétt sem þú vitnar til kaldbakur.


Einn segir: " menn ættu kanski að lesa skýrsluna. þettað miðast við landsframleiðslu. ekki skuldir versus eignir. skýrslan sýnir einmitt ekki góða stöðu heimilanna því miður. við skulum vona að húsnæði lækki ekki mjög hratt í verði þegar leigufélög neyðast til að selja eignir."


Annar segir: " Skuldir verða til þegar fólk tekur lán. Margt fólk hefur ekki nægilega háar tekjur til að geta tekið lán fyrir t.d íbúðarkaupum. Bankinn tekur bara viðmið af skuldum hjá viðskiptavinum bankanna. Það sem úti frýs er ekki tekið með, eins og fólk á leigumarkaði sem er þar með ekki til í bankakerfinu öðruvísi en alltaf á núlli. Svo hefur þetta verið reiknað síðan 1994. Hvað þetta fólk með núll hefur í framfærslu kemur þar með ekki fram."


Svo segja sumir þetta: " Ég trúi ekki einu einasta orði frá þessu liði...engu."  " Vá þvílíkur uppspuni og bull" 
Og ein kona segir þetta: " Í hvaða heimi býr þessi kona?" (verið að vitna í þessa Hörpu Jónsdóttur framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika) Þá svarar annar: Fals-ON heiminum. Ég er sammála honum.kaldbakur | 15. apr. '18, kl: 13:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Júlí mín. 
Sennilega mikið til í þessu sem þú segir.  
En málið er að aðstæður hafa breyst hratt hérlendis og erlendis líka.
Uppúr 2000 þá var mikil bjartsýni allir ekki bara Íslendingar heldur víðast í veröldinni var svo mikil bjartsýni - nógir peningar allstaðar allir lifðu góðu lífi - enginn þurfti að hafa fyrir neina - peningar voru útum allt.  
Þessi draumur tók enda - sem eðlilegt var. Við erum því miður með mikinn fjölda fólks sem var á þessu draumaskeiði og vildi vera á því áfram - fann drauminn áfram í Noregi eða annarsstaðar á Norðurlöndum þegar draumurinn endaði á Íslandi.
Þetta fólk er ekki að safna skuldum lengur en safnaði skuldum áður og var mjög duglegt í því.   Og það sem meira er þetta fólk er að tínast til Íslands aftur því draumurinn í Noregi eða á Norðurlöndunum gekk ekki upp.  
Þetta er vissulega sorgarsaga. En jú leigufélögin sem margir vonuðu að myndu rísa hér á Íslandi og risu auðvitað þegar enginn vildi kaupa íbúðir - þau leigja þessu fólki íbúðirnar sem fólkið vildi ekki eiga. Þeir sem þraukuðu og það eru sem betur fer 80 - 90% Íslendinga þeir eru að sjá til sólar í dag. 
Þetta er ekki svo ólíkt og dæmisagan um litlu gulu hænuna. 

LaRose | 11. apr. '18, kl: 11:00:10 | Svara | Er.is | 1

Ég er búin að vera 11 ár í DK. Gift Dana.

Gæti ekki verið lengra í burtu en sakna ekki Íslands. Gerði það í nokkur ár og nostalgían getur verið sterk en meira er það ekki.

Er líka búin að missa tengslin við samfélagið en ekki fjölskyldu, vini og náttúruna.

Þekki folk sem hefur flutt heim eftir langan tíma og verið ánægt og aðra sem fluttu heim og aftur út.

Held þetta sé mjög persónubundið.

ilmbjörk | 11. apr. '18, kl: 12:57:48 | Svara | Er.is | 1

Við fluttum heim í fyrra eftir 7 ár. Mér fannst við einmitt einhvernveginn vera að missa tengslin og þetta var góð tímasetning, þegar eldra barnið var að byrja í skóla. Þetta var erfitt, ég ætla ekki að neita því.. en ég sé alls ekki eftir þessu :) Ég sakna "stórborgarlífsins" stundum (við búum úti á landi), en þetta er yndisleg! Börnin svo frjáls, maður getur labbað allt.. Við fluttum s.s. aftur í heimabæ mannsins míns.. Við elskum þetta :) Við hefðum líklega ekki flutt til íslands ef við hefðum þurft að vera í Reykjavík.. 


En jújú, auðvitað er þetta ekki eins og að vera úti (við vorum í DK), og ég sakna vina okkar þar, og strákurinn saknar vina sinna.. En ég er svo mikið landsbyggðarpakk, ég elska að vera í litlum bæ, þar sem er bara ein matvöruverslun og ein fatabúð.. enginn valkvíði svona í daglegu lífi ;)

Og mundu líka, þú ert ekki tré :) Ég mun hiklaust flytja aftur út seinna ef okkur langar það :)

Amiina | 12. apr. '18, kl: 15:14:56 | Svara | Er.is | 0

Hvað etu börnin gömul? Það er víst frekar algengt að fá heimflutningafever þegar börnin komast a grunnskólaaldur. :)

Hovik | 14. apr. '18, kl: 20:26:13 | Svara | Er.is | 0

Ég átti heima úti í 17 ár. Sé alls ekki eftir því að hafa flutt aftur heim til Íslands. Finnst svo gott að búa í mínu landi nálagt fjölskyldunni.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa ESB og hvað getum við lært af því ? kaldbakur 19.9.2018 22.9.2018 | 16:24
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 22.9.2018 | 16:21
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 22.9.2018 | 15:41
Dagvinna umfram vinnuskyldu Alexandar 22.9.2018
Ofbeldi, fíkniefnanotkun og umgengni barna? Jamaika 22.9.2018
Flugfreyju föt unadis99 21.9.2018 22.9.2018 | 14:28
Veit einhver um kósý náttúrulega laug eða pott SOS14 22.9.2018 22.9.2018 | 13:30
Labrador Oskamamman 21.9.2018 22.9.2018 | 13:05
Þættir og bíómyndir Twitters 21.9.2018 22.9.2018 | 12:04
Tannlæknir á sanngjörnu verði Þórður2 22.9.2018
ER TIL MYND AF JESÚ ? Dehli 12.9.2018 22.9.2018 | 00:12
Gisting í Stokkhólmi bessý 21.9.2018
vantar fyndin texta í afmæliskort Latitude 1.4.2006 21.9.2018 | 19:17
Laun fyrir afgreiðslustörf- Hvað á ég að biðja um? nunan 17.9.2018 21.9.2018 | 17:45
Iceland air flugfreyjur dúbbí 21.9.2018 21.9.2018 | 16:54
Einhver ráð við útbrotum á höndum hjá 2ja ára? dreamspy 19.9.2018 21.9.2018 | 14:50
Heitur búðingur Nektarína 15.11.2016 21.9.2018 | 13:11
Heimilislausir fá ekki að vera á tjaldsvæðum Júlí 78 15.9.2018 21.9.2018 | 12:27
hver á Greiðslumiðlunar.(pei.is? KolbeinnUngi 21.9.2018
Flutnigur til Spánar catsdogs 18.9.2018 21.9.2018 | 10:47
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018 21.9.2018 | 10:03
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018
Vogur sundaylover 19.9.2018 20.9.2018 | 21:16
Prjónað buff siggathora 20.9.2018
Upplýsingar um ferli skilnaðar hjá Sýslumanni Skilnadur18 20.9.2018 20.9.2018 | 16:17
Svamp í pullu frá Marokkó 060 17.9.2018 20.9.2018 | 10:23
Þetta fékk ég frá Tim Omega Mam40 19.9.2018 20.9.2018 | 06:30
Sveppur í vegg gormur12 20.9.2018
Að losna við fylgju (draug) Skatla 18.9.2018 20.9.2018 | 00:27
Íslendingar í eigin landi Íslandi. kaldbakur 18.9.2018 19.9.2018 | 23:06
landsbanka 14 til 17 sept tlaicegutti 18.9.2018 19.9.2018 | 22:44
Gjafabréf í nudd og dekur Lepre 19.9.2018
Humarhalar 695-9475 danielhomie 19.9.2018 19.9.2018 | 17:55
Blóðleysi soldis77 19.9.2018
Kerrra fyrir 5 ára synn. 19.9.2018
Samband án kynlífs? espoir 16.9.2018 18.9.2018 | 20:22
Er vændi Dehli 15.9.2018 18.9.2018 | 18:37
Algeng byrjunarlaun kerfisstjóra mmcout 24.8.2018 18.9.2018 | 15:46
Tryggingar Buka 18.9.2018 18.9.2018 | 15:44
Skotvopnanámskeið mega83 18.9.2018
Skilnaður Katrín María 5.9.2018 18.9.2018 | 06:28
Niðursveifla í efnahagslífi og verkföll - Ferðamenn hverfa eins og síldin. kaldbakur 27.8.2018 17.9.2018 | 23:20
PayPal Auður 12345 16.9.2018 17.9.2018 | 23:14
verðskrá leigubíla höfuðborgarsvæði agga42 17.9.2018
Bandaríkin-hörmungar ? Dehli 22.8.2015 17.9.2018 | 19:30
Evrópa fyrir Evrópubúa? Hr85 13.9.2018 17.9.2018 | 19:25
Að leigja íbúð/hús á Torrevieja án milligöngu ferðaskrifstofu. Hvað ber að varast? Reynslusögur Gunna stöng 9.8.2018 17.9.2018 | 14:51
Bólur Katrín Hallgrímsdóttir 17.9.2018 17.9.2018 | 13:15
Hvað kostar leghálsspeglun? belinbelin 16.9.2018 17.9.2018 | 00:45
síþreyta og lyf takecover 13.9.2018 16.9.2018 | 19:19
Síða 1 af 19669 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron