Flytja til útalanda

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 20:59:34 | 501 | Svara | Er.is | 0

Gott kvöld


Er raunhæft að flytja til annars lands ef maður er öryrki en þó í hlutastarfi og býr hjá foreldrum?


Er lífið ekki bara harðara eða erfiðara í öðrum löndum?


Kv.

 

ert | 27. sep. '17, kl: 21:01:30 | Svara | Er.is | 1


Fer eftir ýmsu.
Hversu félagslega fær ertu og geturðu auðveldlega eignast vini?
Hversu vel skilurðu málið og kerfi landsins þannig að þú getir leigt þér í íbúð og sótt þau réttindi sem þú kannt eiga?
Geturðu séð fyrir þér?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 21:11:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf ég að eignast vini?
Get vel bjargað mér í enskumælandi löndum og get líka kynnt mér réttindi mín þar.
Veit ekki hvort ég get séð fyrir mér? Missir maður þessar örorkubætur ef maður flyst til annars lands?

ert | 27. sep. '17, kl: 21:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Það er mjög erfitt að lifa i algerri einangrun og slíkt veldur andlegum vandamálum.
Hefurðu prófað að búa einn og ekki eiga nein samskipti við fólk nema út í búð og álíka stöðum í nokkra mánuði? Ef svo hvernig gekk það?
Það fer eftir löndum hvort þú missir örorkubæturnar og guð má vita hvað gerist í Bretlandi eftir Brexit en Írland gæti gengið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 21:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef amk prófað að eiga nánast engin samskipti við fólk og það hefur gengið ágætlega.


Írland... nei held ekki sko.


Hef bara hugsað lengi um það að mér finnst ég ekki eiga mikið sameiginlegt með mjög mörgum íslendingum. 

ert | 27. sep. '17, kl: 21:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að þú þarft enga aðstoð í þínu lífi - þú getur séð um allt um sjálfur, þvegið, tekið til, keypt í matinn, tala við leigusala og leigt íbúð, farið og talað við lækna og heilbrigðisstarfsmenn og félagsráðgjafa til að fá húsaleigubætur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 22:03:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri þetta stundum, þeas þvo, taka til og kaupi oft matvæli til heimilisins. Ég hef eingöngu talað sjálfur við lækna og aðra sem ég hef þurft að tala við í mörg ár.

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 22:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og gerir fólk það yfirleitt ekki sjálft eða?

ert | 27. sep. '17, kl: 22:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það er mörgum sem finnst erfitt að tala við félagsráðgjafa og sækja um aðstoð.
Én ef þú ert fullfær um að sjá um þig sjálfur af hverju flyturðu bara ekki. Þú átt ekki í nokkrum erfiðleikum með að afla þér réttra og nákvæmra upplýsinga um réttindi þín, þú kynnir þér bara hvernig þú leigir íbúð og hvaða reglur gilda, þú finnur út úr því hvernig þú stofna bankareikning og borgar tryggingu. Þetta eru allt hlutir sem þú ræður við.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 22:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eina sem ég ræð ekki við er óvæginn vinnustaður. Ég þarf mikinn sveigjanleika. 

ert | 27. sep. '17, kl: 22:19:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú sækir þá um aðstoð til að fá vinnu sem fatlaður einstaklingur eða álíka. Þú kynnir þér bara hvernig það virkar í því landi sem þú ákveður að búa í.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 22:19:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig. Takk fyrir.

Mae West | 27. sep. '17, kl: 22:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér finnst svolítið ljótt að sjá hvernig þú talar til hans hérna. Kannski getur hann þetta og kannski ekki, en það er óþarfi að gefa til kynna í kaldhæðni að hann ráði ekki við þetta. 

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 22:20:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér var nú alveg sama um það reyndar.

ert | 27. sep. '17, kl: 22:25:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég átta mig reyndar aðeins betur á þér en margur heldur ;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 27. sep. '17, kl: 22:23:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Þetta er ekki kaldhæðni - furðulegt nokk. Ef hann telur að hann ráði við þetta þá framkvæmir hann þetta bara.
Ég er bara kelling út í bæ.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 22:24:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kona út í bæ, takk fyrir!

Mae West | 28. sep. '17, kl: 02:06:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú jæja þá.Ég bið ykkur bæði afsökunar, ég er eitthvað að misskilja þennan dialect milli ykkar. Svona er þetta víst stundum á internetinu.  ¯\_(?)_/¯

ert | 28. sep. '17, kl: 16:50:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við eigum voða skrýtin samskipti ég og burrarinn - en mér finnst svolítið vænt um hann

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

burrarinn | 28. sep. '17, kl: 21:04:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekkert að afsaka! :)

Pasima | 23. okt. '17, kl: 23:13:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli þú sért ekki að meina dialog. Dialect=mállýska :-)

Mae West | 27. sep. '17, kl: 22:16:00 | Svara | Er.is | 1

Það er rosalega mikill munur á því að vera einn í öðru landi en þínir nánustu eða að vera með slæmt félagsnet þegar þú umgengst enn ættingja. Líka þó þú sért ekki að gera neitt sérstakt með fólkinu þínu eða einu sinni hitta það daglega. 

En að því sögðu þá held ég samt að þú gætir þetta og í raun hljómar þetta smá eins og kannski hafir þú engu að tapa að ef ekki flytja út, að prófa taka td hluta vetrarins erlendis án þess að flytja formlega. Gætir notað craigslist td til að finna húsnæði eða airbnb. 

burrarinn | 27. sep. '17, kl: 22:19:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk innilega. Ég hef verið aleinn erlendis án þess að þekkja nokkurn. Það gekk ágætlega.

Skreamer | 28. sep. '17, kl: 00:09:09 | Svara | Er.is | 1

Veist það ekki nema að prófa.  Ef illa gengur getur þú komið aftur heim.   EES samningurinn veitir þér álíka réttindi í EES löndum hvað örorku varðar sjá hér: http://www.tr.is/flutningur-a-millli-landa/ahrif-busetu-erlendis/

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

burrarinn | 28. sep. '17, kl: 21:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk! :) :) :)

kaldbakur | 28. sep. '17, kl: 00:14:37 | Svara | Er.is | 1

Ég gæti trúað að aðstaðan væri mismunandi eftir því hvaða land þú ert að hugsa um.
Ég gef mér að þú flytjir til ESB lands en ég gæti vel trúað að Danmörk eða Noregur væri hagstðara fyrir Íslending, án
þess að ég viti það nákvæmlega.
Það þarf að kynna sér t.d. varðandi örorkubætur hjá Tryggingastofnun, gilda þær ekki öruggleha og eru einhver tímamörk eða réttindamissir ?
Ég held að tímabundinn flutningur í upphafi væi álitlegur kostur.

Júlí 78 | 28. sep. '17, kl: 16:48:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég efast um að það sé hagstætt fyrir örorkuþega með lágar tekjur að flytja til Noregs. Margt dýrt í Noregi. Betra væri að fara til Danmerkur eða Svíþjóðar ef ætlunin er að fara til einhvers hinna norðurlandanna. 

kaldbakur | 28. sep. '17, kl: 17:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ja ok

burrarinn | 28. sep. '17, kl: 21:05:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega! :)

Allegro | 28. sep. '17, kl: 17:25:24 | Svara | Er.is | 1

Hverju værir þú að sækjast eftir með því að flytja í annað land?

burrarinn | 28. sep. '17, kl: 21:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öðruvísi andrúmslofti t.d.

Toskusjuk | 24. okt. '17, kl: 10:02:20 | Svara | Er.is | 0

Ég hef heyrt um nokkra sem eru öryrkjar og eru fluttir til Spánar. Að sögn þeirra vilja þeir ekki sjá Ísland eftir að hafa flutt út. Ég held að ég myndi flytja þangað sjálf hefði ég haft um 2000 evrur á mánuði án þess að vinna. :)

DR fresh | 24. okt. '17, kl: 13:11:06 | Svara | Er.is | 0

þú myndir lifa eins og kóngur í tælandi og nóg af viljugum fallegum konum

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

kaldbakur | 24. okt. '17, kl: 14:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já í tælandi eru það ekki tælandi konur ?

veg | 24. okt. '17, kl: 13:38:14 | Svara | Er.is | 1

í nýjustu Stundinni er umfjöllun um íslendinga sem hafa flutt til spánar, þar er kanski eitthvað sem þú gætir kynnt þér.

burrarinn | 10. nóv. '17, kl: 19:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk.

neutralist | 12. nóv. '17, kl: 08:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru líka Facebook hópar sem þú getur kynnt þér, t.d. Íslendingar á Spáni á Costa Blanca svæðinu: https://www.facebook.com/groups/133325663476632/ og Íslendingar búsettir á Tenerifa og Kanaríeyjum: https://www.facebook.com/groups/802987583200765/.

Getur kíkt þar inn og leitað að umræðum, eða sett inn spurningu sjálfur. Eflaust margir sem hafa verið í þínum sporum að spá í að flytja út. Ég þekki eina sem er öryrki og býr í nágrenni Torrevieja sem líkar vel. Það hjálpar mikið ef þú reynir að læra spænsku og aðlagast.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nígeríu svindl 2018? Eða? skiptisveinn 24.6.2018
Vændi er alvöru starf DR fresh 14.6.2018 24.6.2018 | 03:15
Hundaæðið á Íslandi. kaldbakur 11.6.2018 24.6.2018 | 03:01
Sönnun um lánstilboð milli einstaklinga. Betancourt 23.6.2018 24.6.2018 | 02:46
Deildu ramminn 24.6.2018 24.6.2018 | 01:55
óþolandi afslappaður kæró mialitla82 22.6.2018 24.6.2018 | 01:43
Race issue - Must see ! Dehli 23.6.2018 24.6.2018 | 01:37
Fæla burt ketti úr sandkössum bhb3 23.6.2018 23.6.2018 | 23:39
Skartgripabúðin sem var við hliðina á Debenhams Sparrowsky 19.6.2018 23.6.2018 | 22:43
Er einhver hér að bíða eftir útborgun séreignarsparnaðar frá Rsk vegna fyrstu íbúðar? fróna 20.6.2018 23.6.2018 | 22:38
Fæðinarorlof undir 18 Kamilla Rós 23.6.2018 23.6.2018 | 22:35
Skróparinn á Alþingi Júlí 78 23.6.2018
Asos bikiní maja býfluga 23.6.2018 23.6.2018 | 21:56
Primera gazz 23.6.2018 23.6.2018 | 21:01
Vefjagigt sandrax 8.6.2018 23.6.2018 | 20:42
Ein með skritna spur mist97 23.6.2018 23.6.2018 | 19:33
Silfurskottur að sigra sjálfur. Nottin 22.6.2018 23.6.2018 | 19:28
kekkjótt hleðsla minnipokinn 23.6.2018
Góðir hamborgarar Marcinz 23.6.2018 23.6.2018 | 17:07
Að búa a Spáni. gretadogg 25.9.2017 23.6.2018 | 17:06
Kötturinn! pinkgirl87 21.6.2018 23.6.2018 | 15:56
Truma miðstöð. B124 23.6.2018 23.6.2018 | 15:11
Leita að leikfélaga handa 2 ára stelpu User001 22.6.2018 23.6.2018 | 14:30
Íslenska landsliðið henrysson 23.6.2018
Þarftu inneign? Nilta Zumsteg 23.6.2018
Hefur einhver eða kannast við það að alltí einu eins þu hefur fengið straum um allan likamann mist97 23.6.2018
Kynlíf inni á salerni - ólöglegt? Hr85 9.6.2018 23.6.2018 | 10:17
Að leigja posa? blandari101 21.6.2018 23.6.2018 | 07:47
Fyrrverandi makar akvosum 13.6.2018 23.6.2018 | 00:33
SPKLM??? thorvin 2.4.2013 22.6.2018 | 23:20
Fjögur jákvæð próf...5v+6d snemmsonar? Undraland1996 21.6.2018 22.6.2018 | 22:35
Bestu lánin?? SunFirst 22.6.2018 22.6.2018 | 21:45
Hekla bakkynjur 19.6.2018 22.6.2018 | 17:05
atvinnuleysisbætur BigShow 21.6.2018 22.6.2018 | 15:51
Næturvinnutaxti husoghaedir 21.6.2018 22.6.2018 | 14:52
Meðlag - sækja um? Bumbukella 20.6.2018 22.6.2018 | 13:01
Er fjallkonan karl í kvenmannsfötum? Júlí 78 15.6.2018 22.6.2018 | 11:10
fótboltalíngó Twitters 22.6.2018 22.6.2018 | 11:05
Góður grunnskóli í eða nærri 105 Reykjavík fyrir barn með ADHD? 105Hawk 21.6.2018
Morgunblaðið blaðberar bergma 21.6.2018 21.6.2018 | 15:43
vantar grannar 26.7.2016 21.6.2018 | 14:12
Stöð 2 maraþon Húllahúbb 19.6.2018 21.6.2018 | 14:03
Bókunnarsíða icelandair. Fuzknes 17.6.2018 21.6.2018 | 11:47
Málingarvinna - svart ? nurgissol 20.6.2018 21.6.2018 | 03:44
Hvar hægt gera við húsvagna, hjólhýsi looo 21.6.2018
Aum brjóst Oskamamman 19.6.2018 20.6.2018 | 23:13
Leigulistinn neutralist 20.6.2018 20.6.2018 | 23:02
Vanda með vatnsdrykkju hjálp Fjola65 16.6.2018 20.6.2018 | 20:38
ísland á móti heiminum HM og meira Myken 15.6.2018 20.6.2018 | 20:33
Ég er svo að rifna af stolti af litlu systur minni Myken 15.6.2018 20.6.2018 | 20:20
Síða 1 af 19658 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron