Fólk sem hverfur sporlaust

Zaran | 13. feb. '07, kl: 09:45:07 | 7198 | Svara | Er.is | 0

Mig langar svo að forvitnast hvort þið hafið þekkt einhvern eða þekkt til einhvers sem hefur horfið bara sporlaust?
Bróðir langafa míns hvarf, fór til Reykjavíkur og bara sást ekki meir. Ósköp rólegur sveitamaður sem átti ekki sökótt við nokkurn mann, drakk ekki eða neitt og til hans hefur ekki spurts síðan.
Annar maður úr heimasveit minni "hvarf" úr bát sínum á frekar litlu veiðivatni, fannst aldrei í vatninu sem eins og fyrr sagði er ekki stórt og ekki djúpt. Hann hefur eflaust drukknað, hefur bara alltaf þótt furðulegt að hann fannst ekki.

 

Barnaland555 | 13. feb. '07, kl: 09:46:10 | Svara | Er.is | 3

geimverur??

SmartgerðurGlimmerbrók | 13. feb. '07, kl: 09:46:36 | Svara | Er.is | 0

Bróðir langafa míns hvarf, átti konu og börn. Talið að hann hafi farið til Ameríku en aldrei spurðist neitt til hans. Það er enn talað um þetta mál í ættinni hjá mér.

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

Zaran | 13. feb. '07, kl: 09:48:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski erum við bara frænkur ;o) en já þessi maður sem ég talaði um átti konu og börn.

SmartgerðurGlimmerbrók | 13. feb. '07, kl: 09:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að vestan.... þetta er frekar stór ætt í dag, gæti alveg verið.

-------------
Light travels faster than sound. This is why some people appear bright until you hear them speak.

Zaran | 13. feb. '07, kl: 09:50:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ahh ég er að austan...

Muffins | 13. feb. '07, kl: 10:17:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og mín líka ;)

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

mörghús | 13. feb. '07, kl: 09:49:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo óhuggulegt ;(

siggingi | 13. feb. '07, kl: 09:49:23 | Svara | Er.is | 0

Afi minn hvarf í Reykjavík.
Var bara á röltinu í bænum um miðjan dag.
Svo fannst hann dáinn í Keflavíkurhöfn seinna um kvöldið :(
Var aldrei vitað hvað kom fyrir !
Hann var með rútumiða á sér , en bílstjórinn kannaðist ekkert við að hafa keyrt þennan mann suður með sjó :(
Allt dulafullt við þetta mál.
Amma fékk hótanir eftir að hún reyndi að fá útskýringar :/

Zaran | 13. feb. '07, kl: 09:51:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jahérna hér!! Þetta er ótrúlegt. Aumingja amma þín!

Cover Girl | 13. feb. '07, kl: 10:10:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hótanir frá hverjum? veistu það?

úff en hræðilegt, greyið amma þín. Ég myndi bilast og ekki hætta fyrr en í fulla hnefana -

siggingi | 13. feb. '07, kl: 11:24:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún fékk hótanir um að láta bara kjurt liggja!
Gegnum síma og bréfa.
Hún leitaði til lögreglu en fékk litla hjálp.
Þetta var eitthvað tengt "klubbnum á sínum tíma hélt amma.
Hann vissi eitthvað sem hann átti ekki að vita.
Þetta var á tímum Geirfinnsmálsins.
Hann talaði við pabba minn áður en hann hvarf um að hann vildi segja honum eitthvað sem væri honum þungt.
eitthvað sem hann hafði vitneskju um.
Með þetta fór amma með til lögreglu.
Þetta var allt hundsað.
Bróðir minn bjó hjá ömmu og þegar amma hafði fengið fleirri hótanir um að bróðir minn væri í hættu............ef hún hætti ekki , ja þá reyndi hún að gleyma þessu.
Hún dó svo fyrir 4 árum.
Og þetta lá alltaf þungt á henni :/

Arel | 13. feb. '07, kl: 16:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minnir mig á mál frænda míns. Veit ekki hvort þú hefur heyrt um Leirvogsármálið. Dauðdaginn var frekar dularfullur. En þetta var á tímum Guðmundar og Geirfinns. Og mamma var alltaf viss um að þetta tengdist Klúbbnum. Ég horfði ekki á þáttinn sem var gerður um þetta, þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist.

Beatle | 16. feb. '07, kl: 17:35:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

SKrítið þetta með Klúbbinn. Mamma hefur einmitt alltaf talað um hvað Klúbburinn og fólkið í kringum hann hafi ekki verið gott fólk.

Bifferina | 16. feb. '07, kl: 17:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta var aðalstaðurinn og núna langar mig svo til að kjafta frá svolitlu en það yrði allt brjálað á landinu svo það er best að halda sér bara saman.
En þetta hefur alltaf legið í augum uppi.

Arriba | 16. feb. '07, kl: 17:44:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sennilega besti tíminn til að kjafta frá - koma með einhverja sprengingu - eru ekki allir orðnir hálfdofnir af sprengjufréttum síðustu tvo mánuðina eða svo.

~~~~~~
Common sense is not so common

LadyMacbeth | 16. feb. '07, kl: 18:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Í guðanna bænum, ætlaru að sprengja mig úr forvitni núna kona ???

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Þönderkats | 13. feb. '15, kl: 16:44:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jàjà dreptu okkur bara úr forvitni haha

Helvítis | 14. feb. '15, kl: 01:37:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Við erum löngu kálaðar úr forvitni eftir þessi átta ár! :(

Ég er brjáluð út í hana!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

EvilKitty | 16. feb. '15, kl: 10:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lááááttu vaða!

zerbinn | 30. ágú. '15, kl: 21:45:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tjáðu þig.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

AyoTech | 12. feb. '15, kl: 21:04:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Á þessum tíma var mikið um smygl á áfengi fyrir klúbbinn sem var sótt í sjó í keflavík. Svo var eitthvað um það að klúbburinn tengdist einhverjum háttsettum embættismönnum í Framsókn. Ótrúlegt að heyra að fleiri dularfull mál en GG málin tengjast klúbbnum, kannski kominn tími til að svipta hulinni af þessum stað.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 21:13:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Klúbburinn var ekki eini staðurinn sem var með vafasamt áfengi heldur fleistir af þessum stærri og þeir voru með samráð um það ásamt nokkrum hótelum, td Hótel Norðurljós á Raufarhöfn á þeÞetta tengist mútumali og óæskilegum tenglum, Geirfinnur hafði ekkert með spíra að gera og nokkur hátt nema að hafa neitt hanns. Guðmundarmálið tegist Geirfinnsmálinu í raun ekki neitt

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

lofthæna | 12. feb. '15, kl: 21:49:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hmm, tengdist Klúbburinn Hóteli Norðurljósum? Nú er ég forvitin

zerbinn | 13. feb. '15, kl: 14:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Forvarsmenn klúbbsinns, tveir lögreglumenn, forsvarsmenn hótel Norðuljósa, (þar á með einn sem er mikill framsóknarspeni og hæstaréttarlögmaður) forsvarsmenn Þórskaffis, einn vörubílstjóri og fleiri ásammt nokkrum starfsmönnum klúbbsinns og Þórskaffis voru allir uppvísa af umfangsmiklu ávísunarfalsmáli sem var í gerjun á árunum 1968-1976. Þetta mál uppgvötaðist árið 1976 ásammt fleiru rétt um það leiti sem G málið stóð sem hæst.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

zerbinn | 13. feb. '15, kl: 14:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þar að segja meðan leikfléttan í kringum yfirheyslur og annað stóð sem hæst.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

lofthæna | 13. feb. '15, kl: 15:37:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hægt að lesa meira um þetta einhvers staðar?

zerbinn | 14. feb. '15, kl: 01:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já á timarit.is til dæmis

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 18:45:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Upphaf Geirfinnsmálsinns er Leirvogsármalið, Guðmundar málið tengist því ekki neitt.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Kattarskott | 13. feb. '15, kl: 14:52:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hafði alderi heyrt um þetta Leirvogsármál áður en þetta er hið dularfyllsta mál athyglisvert að lesa greinar um málið sem skrifaðar voru nokkrum árum eftir að þetta gerðist.
Fyrir þá sem vilja lesa sér aðeins til er grein Halldórs Halldórssonar hér http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=247031&pageId=3351978

Abba hin | 14. feb. '15, kl: 18:22:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá hvað þetta er dubious!! :|

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Kattarskott | 14. feb. '15, kl: 20:32:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já það er sko ekki orðum aukið að þetta sé dubious !! Ég get bara ekki skilið afhverju þetta var ekki rannsakað betur líkið finnst skólaust á grúfu á árbakka með skyrtuna dregna upp fyrir haus svo finnast skórnir í kjallara á veitingastað í bænum nokkru síðar. Það stendur ekki steinn yfir steini í rannsókninni á þessu, voru það Geir og Grani sem sáu um þessar rannsókn maður getur ekki annað en velt því fyrir sér.

zerbinn | 15. feb. '15, kl: 19:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er ekki það eina. Það var maður dæmdur í þessu máli, hann bar því að Arnar félagi sinn (sá látni) hefði keyrt rútuna og hefði kastast út um rúðu rútunar. það gegnur ekki upp því þú kemst ekki undan stýrinu og fram í gegnum framrúðna á rútum frá þessum tima því vélarhlífin er há og mikil fast upp við bílstjórasætið sem er á sleða með snúning og þú ert beisikli fastur undir stýri nema renna sætinu aftur. Þessi maður var dæmdur fyrir að koma manni ekki til hjálpar.

Annað er mjög skrítið. Morgunin eftir tilkinnti yfirmaður Arnars vinnufelgum hanns að hann væri látinn. Það veit enginn vernig yfirmaðurinn vissi það því að það var ekki borin kennl á líkið fyrr en upp úr hádegi. Eftir hádegi komu svo lögreglu menn á verkstæðið til að tilkinna andlátið og þá þóttist yfirmaðurinn koma af fjöllum að sögn starfsmanna versktæðisinns. Mjög skrítið mál.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Abba hin | 15. feb. '15, kl: 19:42:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, það er augljóslega eitthvað mikið bogið við þetta. Af hverju ætli þetta hafi ekki enn verið rannsakað frekar?

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

zerbinn | 15. feb. '15, kl: 19:50:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Veit það ekki,spilling hjá dómsvaldinu

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Kattarskott | 15. feb. '15, kl: 20:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er það helsta sem manni getur dottið í hug því það er ekkert eðlilegt við hvernig þetta mál var höndlað. Því miður er þetta ekki eina málið frá þessum tíma sem var meðhöndlað á mjög vafasamann máta og maður spyr sig hvað var í gangi í lögreglu og dómskerfinu á þessum tíma.

zerbinn | 15. feb. '15, kl: 21:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Danielsslippsmálið er lika mjög dúbíus

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

zerbinn | 30. ágú. '15, kl: 21:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tiltæmis var það opinberað fyrir mjög stuttu fyrir hálfgerða tilviljun að þegar lögregla mætti í Daníelsslipp var skotið á hana.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

DR PHILIP | 13. feb. '07, kl: 16:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að hugsa sé að ekkert sé gert er þetta hægt ?

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

Arriba | 13. feb. '07, kl: 17:35:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu viss um að afi þinn hafi fundist í höfninni í Keflavík? Fyrirgefðu að ég spyr svona persónulega en ég bara man ekki eftir slíku máli í kringum Geirfinnsmálið.

~~~~~~
Common sense is not so common

bouanba | 13. feb. '07, kl: 21:25:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var á svipuðum tíma og Geirfinnsmálið ekki Geirfinnsmálið sjálft

-----------------------------------
Vantar bókina Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur

Arriba | 13. feb. '07, kl: 23:00:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, skil - held ég.

~~~~~~
Common sense is not so common

Cover Girl | 13. feb. '07, kl: 17:55:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jiii það er rosalegt! Hræðilegt að geta ekki einu sinni leitað til Lögreglunnar eða þ.e.a.s. að hún hlusti ekki einu sinni á mann og geri eitthvað í þessu.....úfff

En ég man að pabbi minn var yfirheyrður ásamt hljómsveitinni sinni útaf Guðm. og Geirfinns málinu en þeir voru alltaf að spila í klúbbnum. Þetta er bara eitthvað hryllilega gruggut. Ég man að pabbi vissi ekki mikið en vissi að það var ekki allt með felldu í klúbbnum. Þeir hættu að spila þarna uppúr þessu.

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 17:56:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir töluðu um að eitthvað hafi verið sett út í glösin þeirra og svo bara vissu þeir ekki meir. Vöknuðu bara hér og þar.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

DR PHILIP
_Valkyrja_ | 13. feb. '07, kl: 21:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig tengist þú Klúbbnum?

DR PHILIP | 14. feb. '07, kl: 02:28:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bara tengist honum ekki neitt

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 22:41:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bölvað bull hvað ?
Ég veit allt um það að þetta var heitasti skemmtistaðurinn þá. Það breytir því samt ekki að fólk hefur vitnað um það að hafa verið byrlað einhverju í glösin...hvað sem það var og þekki ég einn sem lenti í því.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 18:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það voru mjög vafasamir einstaklingar sem ráku skemmtistaði í Rvk á þessum tíma, Hábæ, Klúbbinn, Glaumbæ og Þórskaffi, og sumir þeirra eru enn að.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

furtado | 13. feb. '15, kl: 14:17:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús, þetta er hrikalegt. Greyið amma þín! já og afi

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 18:40:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða ár var þetta?

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Andý | 12. feb. '15, kl: 19:05:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu þetta hef ég lesið um. Hvaða ár var þetta? Og ég samhryggist ykkur

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

zerbinn | 30. ágú. '15, kl: 21:43:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða ár var þetta?

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Ídaló | 13. feb. '07, kl: 10:12:39 | Svara | Er.is | 0

nei en ég heyrði um daginn að langalang afi minn hafi ÓVART orðið manni að bana! frekar furðulegt

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 10:21:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki konu sem átti mann og 2 börn með honum.

Einn daginn gekk hann bara út, var reyndar búinn að vera eitthvað furðulegur undanfarið og þungur, en alla vega þá gekk hann út og kom aldrei aftur. Sagðist rétt ætla að skreppa, spurði hvenær kvöldmaturinn yrði.....

Hans var leitað vítt og breytt en fannst hvorki tangur nét tetur af honum.
Mörgum tugum árum síðar voru menn á göngu upp á fjalli...man ekki nafnið á því fjalli, en þá fundust líkamsleyfar þar. Við skoðun á þeim leyfum sem þar fundust reyndist þetta vera eiginmaður þessarar konu sem ég þekki.

Hugsið ykkur líðan konunnar öll þessi ár. Ein með börnin sín. Hræðilegt.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Muffins | 13. feb. '07, kl: 10:24:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Langafi minn lét sig hverfa fá lönguömmu og börnum og var hans leitað í mörg ár þar til að það fréttist af honum í Kaupmannarhöfn og þá var hann dauður fyrir alvöru og var myrtur! LOL

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 10:26:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

...og hlærðu af því Muffa mín :/

Meinaru...Gott á kallinn?? :)

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Muffins | 13. feb. '07, kl: 10:29:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æji..þú veist!

Hann labbaði út frá konu sinni og börnum...sagði ekkert og allir héldu að hann hefði verið drepinn og hún syrgði hann. Hún trúði því ekki uppá hann að hann hefði labbað út og skilið hana eftir allslausa.
Hann fór illa að ráði sínu og varð svo myrtur eftir allt saman. *fliss*

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

Frystikista | 13. feb. '07, kl: 10:31:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mér finnst ekkert fyndið að flissa yfir morði!!

Muffins | 13. feb. '07, kl: 10:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

það er alveg stórmerkilegt að reyna að koma hlutunum frá sér á netinu.

Hvernig á að segja þetta betur?
Skrítin örlög hjá karlinum sem skildi konu sína eftir með krakkaskara,fátæktin rosaleg og engin vinna að fá fyrir konur með fjölda af börnum á eftir sér.
Ég er full af samúðar til langömmu minnar að hafa gifst þessu karli sem labbaði út,lét ekkivilta hvort hann væri lífs eða liðinn,allir að leita af honum í 20 ár,og loksions þegar hann fannst þá voru örlögin hans eins og fólk hélt 20 árum áður. Hann var búin að vera fjarri börnum og konu í 20 ár og skrifaði ekki eina línu sem stóð:ég er á lífi.

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 10:39:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig alveg elskan. Enda var ég ekki að hneykslast á þér :))

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Páskahænan | 13. feb. '07, kl: 11:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig vel.

kumbajaja | 13. feb. '07, kl: 16:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég fatta þig. Þetta er kaldhæðni örlaganna í 4. veldi.

جصغغ١گ

-Where there's a will, there's a bunch of fighting relatives-

huggy | 13. feb. '07, kl: 21:16:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kemur samt óneitanlega vel á vondann, eða þannig.

هريفنا

Muffins | 13. feb. '07, kl: 10:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fjölda árum seinna fannst hann nýdauður.

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

Frystikista | 13. feb. '07, kl: 10:36:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Voðalega ertu smekkleg

Muffins | 13. feb. '07, kl: 10:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

voðalega ertu viðkvæm :/

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

garpur76 | 13. feb. '07, kl: 16:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er til fólk sem skilur ekki kaldhæðni ;c)

Kveðja Garpurinn

Golda Meir | 13. feb. '07, kl: 23:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er ekki kaldhæðni.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Diddís | 13. feb. '07, kl: 23:58:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið er ég sammála þér Edda.

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 10:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Svona svona.
Ekkert skrítið þó að hún beri litlar sem engar tilfinningar til hans. Langafi... hann fór nú ekki vel með langömmu hennar.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

leigan | 13. feb. '07, kl: 10:51:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skil alveg nákvæmlega hvað þú ert að segja, þeir sem þurfa að flækja þetta eitthvað vilja bara ekki skilja það.

Muffins | 13. feb. '07, kl: 10:52:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

zerbinn | 30. ágú. '15, kl: 21:48:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu eithvað meira um það?

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

x it | 13. feb. '07, kl: 10:49:33 | Svara | Er.is | 0

Strákarnir sem hurfu í Keflavík, annar þeirra var/er frændi minn. Það fundust aldrey nein ummerki eftir þá.

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 10:50:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eitt furðulegasta hvarf sem ég hef heyrt um.
Bara hurfu. Hvorki tangur né tetur, ummerki né neitt. Ekkert.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

x it | 13. feb. '07, kl: 10:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit, stórundarlegt alveg. Svo voru fullt af miðlum búnir að rugla í foreldrunum og aðstandendum.

Frystikista | 13. feb. '07, kl: 10:59:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Muffins já ég er viðkvæm fyrir svona og það er ástæða fyrir því andskotinn hafi það :/
Mjög nákominn fjölskyldu aðilli sem mér þótti ofsalega vænt um var myrtur. Ég finn fyrir því á hverjum einasta degi þannig að mér fannst þetta ljótt af þér að tala svona um afa þinn þó svo að hann hafi yfirgefið ömmu þína

Muffins | 13. feb. '07, kl: 11:01:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

þín sorg , ekki mín, en leiðinlegt að heyra :(

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 11:04:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já...ég hef nú ekki mikla trú á þeim.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

DR PHILIP | 13. feb. '07, kl: 16:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já man eftir því alveg stórfurðulegt mál og bara ekkert gert í því... Hlítur að vera rosaleg fyrir foreldra þessa drengja .

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

demise | 13. feb. '07, kl: 21:59:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

aldan reið þá á brott er sagt

modulo | 13. feb. '07, kl: 11:17:03 | Svara | Er.is | 0

ég þekkti konu sem misti son sinn svona, hann fór að skemmta sér í Klúbbnum en kom aldrey heim aftur núna er mamma hans dáin, og svo er það vinur bróðir míns, hann átti son sem hvarf og hefur aldrey funndist :(

Zaran | 13. feb. '07, kl: 16:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hvað var málið með þennan klúbb???? var þetta einhver mafíósastaður eða hvað?? Kemur við sögu í svona mörgum mannshvarfssögum!

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 16:05:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á tímabili virtist margt vera dularfullt við Klúbbinn. Sérstaklega á þessum árum.

En mér persónulega þótti þetta skemmtilegasti skemmtistaður bæjarins í þá daga.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

modulo | 13. feb. '07, kl: 16:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér fannst voða gaman að fara í Klúbbinn en þessi mannhvarfs ár þaðan voru þá liðin,
samt er 65 árg.

Muffins | 13. feb. '07, kl: 17:31:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var oft fjör :0)

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 17:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í Klúbbnum ? Ég er nú hrædd um það Muffa mín :D

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Muffins | 13. feb. '07, kl: 17:41:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Borgin og óðal var líka töff ;)

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 17:42:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég fór aldrei á Borgina, en í Óðal kíkti ég nokkrum sinnum.
Klúbburinn, Sigtún, Þórscafé og svo Hollý.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Muffins | 13. feb. '07, kl: 17:46:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert líka nokkrum áru elsri en ég ;)
Þú hefur verið á þeim stöðum sem systir mín var á og er hún 61 módel og hún kynnti mig fyrir klúbbnum :Þ

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 17:47:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jebbs ;)

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Muffins | 13. feb. '07, kl: 17:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

árum eldri :Þ

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

modulo | 14. feb. '07, kl: 00:00:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já maður byrjaði 15 ára að fara á óðal á fimmtudögum með skólatöskuna með sér og stuttu seinna bættist Borgin við ;)

DR PHILIP | 13. feb. '07, kl: 16:55:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið var að Klúbburinn var aðalskemmtistaðurinn í þá daga á höfuborgasvæðinu. Þangað komu allir sem ætluðu út á lífið og þess vegna var alltaf bent á Klúbbinn. Bjössi eigandi er löngu dáinn og kom þessu máli ekkert við annað en að vera eigandi þessa fræga skemmtistaðar í þá daga.

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

zerbinn | 30. ágú. '15, kl: 21:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getur upplýst mig betur um hvaða mál það eru?

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Mikið | 13. feb. '07, kl: 16:21:41 | Svara | Er.is | 2

Það er rosalega skrítið að fólk geti horfið sporlaust. Mér finnst ekki ólíklegt að stór hluti fólks sem hverfur með þessum hætti taki eigið líf, og þá á stað þar sem nær ómögulegt er að finna þá.
Ísland er með svo stórbrotna náttúru og ég held að sé ekki til tala yfir þá sem horfið hafa í hellum, fossum og sprungum...

**sprúðlandi feitur ístrubelgur*

orsma | 13. feb. '07, kl: 16:28:48 | Svara | Er.is | 1

Man einhver ykkar eftir Leirvogsármálinu? Það fannst ungur maður látinn í grunnu vatni í ánni árið 1967 eða 8. Skórnir hans fundust í Klúbbnum löngu síðar en hann var skólaus þegar hann fanst. Pabbi mannsins reyndi að fá málið rannsakað en því var ýtt til hliðar.

DR PHILIP | 13. feb. '07, kl: 16:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já eins og öllum málum á þeim tíma.
Var þetta kunnáttuleysi eða hvað var þetta ?

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

orsma | 13. feb. '07, kl: 17:04:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hvað var þetta? Geirfinnur fór í Klúbbinn og hvarf þremur dögum seinna

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 18:57:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Klúbbinn mátti ekki snerta og pólitísk spilling í dómsmálakerfinu var rosalega, gott dæmi eru þessi mal sem hefur verið talað um hérn að ofan svo ekki sé minns á Danielsslippsmálið.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

galdrakall | 13. feb. '07, kl: 16:29:04 | Svara | Er.is | 1

eru það bara karlmenn sem hafa horfið...engar sögur af konum sem hafa horfið frá manni og börnum??

april06 mai09 | 13. feb. '07, kl: 16:30:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bróðir hennar mömmu hvarf fyrir nokkrum árum

hringdi í ömmu og bað hana að hitta sig aðeins og hun gat það ekki og hann sást síðast þar sem hann hringdi í hana og svo ekki meir

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 16:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ nú bara hroll við að heyra svona.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

galdrakall | 13. feb. '07, kl: 16:42:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

-ll-

zerbinn | 30. ágú. '15, kl: 21:51:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða ár var það?

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

DR PHILIP | 13. feb. '07, kl: 16:58:31 | Svara | Er.is | 0

Hvað með Valgeir heitin Víðirsson hann hvarf og hefur aldrei fundist .. Alveg ótrúlegt mál .

Skrapp aðeins út og fanst aldrei það mál var þagga niður!

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 17:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann var nú bara tekinn og drepinn. Það vitum við. Meira að segja þykjast sumir vita hver gerði það, en það vantar sannanir. Vantar líkið.

En eins og í Geirfinnsmálinu. Þar voru engin lík en þetta fólk mátti samt sitja inn fyrir það.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

muu123 | 12. feb. '15, kl: 19:26:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef hitt mann sem sagðist hafa drepið hann.. og sett hann í malbikunarvél 

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 19:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það gengur ekki upp.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

muu123 | 12. feb. '15, kl: 20:03:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

enda efast ég um að fólk labbi um og segi folki svona ef það er rétt 

Helgust | 12. feb. '15, kl: 21:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já og ég hef heyrt að lík liggi undir steinum í garði við Markaflöt, maður heyrir ýmislegt.

zerbinn | 13. feb. '15, kl: 14:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eigandi garðsinns er reyndar ekki allur þar sem hann er séðum en þessi kelttur stendur nú bara þarna upp úr jörðinni og hefur sennilega verið þarna áður en húsið var byggt

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

mizze | 13. feb. '15, kl: 09:03:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hef ég líka heyrt

Medúlla | 13. feb. '07, kl: 17:03:16 | Svara | Er.is | 0

Bróðir Geirfinns hvarf á ungaaldri.

Tölur til sölu
http://barnaland.is/barn/22422/

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 17:07:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það hef ég aldrei heyrt.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

lantana | 13. feb. '07, kl: 17:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Drengirnir tveir sem hurfu sporlaust í Keflavík á sýnum tíma. Það var leitað af þeim út um allt og leitaði pabbi minn meðal annars að þeim. En það fannst hvorki tangur né tetur af þeim. Það var kafað meðfram allri stöndinni og leitað í bryggjunni. Það var talið að þeir hefðu farið í sjóinn fyrir aftan olíutankana niður á bryggju en þeir léku sér oft þar í steinsteyptum kofa í grýtinu. Sogið er víst svakalegt þar.
En síðan gengu sögur um það að þeir væru lokaðir inni einhvers staðar þar sem þeir kæmust ekki út og voru tankarnir tæmdir í kjölfarið.
Það var mikið leitað af þeim en þeir fundust aldrei.

Síðan hurfu bróðir mágkonu pabba míns og félagi hans þegar þeir fóru út á bát í Hópinu fyrir norðan. Hann var á leiðinni í kaupstaðinn að kaupa sígarettur fyrir mömmu sína og var fenginn til að koma í einn túr. Þeir fundust aldrei og var talið að báturinn hafi dregið þá niður. Man ekki hvort að báturinn hafi fundist og verið dregin upp og notaður aftur eða hvernig það var. En þetta var rosalega sorglegt allt saman.

Medister | 13. feb. '07, kl: 17:23:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man eftir tveimur ungum mönnum sem hurfu í Þingvallavatn, það fannst aldrei tangur né tetur af þeim.

Mammzzl | 13. feb. '07, kl: 21:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit líka um einn sem drukknaði í Þingvallavatni, og það fannst aldrei neitt....

Þeir voru 2 saman, við erum kannski að tala um sama mál??

Medister | 13. feb. '07, kl: 22:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski, þetta var 1982 minnir mig.

Mammzzl | 13. feb. '07, kl: 22:15:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já- það passar held ég...
Minnir að mamma hafi sagt að hún hafi verið ófrísk af mér þegar þetta var og ég er fædd seint á árinu ´82

Steina67 | 14. feb. '07, kl: 02:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þingvallavatn er líka þekkt fyrir að skila ekki þeim sem það tekur. Og flestir sem fara ofan í það fara ekki upp aftur.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

DR PHILIP | 13. feb. '07, kl: 21:25:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mennirnir í Hópinu fundust aldrei var það. Man eftir þessu þegar ég var lítil .

Voru þetta ekki 3 menn.

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

Snobbhænan | 13. feb. '07, kl: 21:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvenær gerðist þetta?

Krabbadís | 13. feb. '15, kl: 11:34:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða ár hurfu þessir tveir menn í Hópið?

elnett | 13. feb. '07, kl: 21:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er talið að hann hafi orðið úti. Beinin fundust mörgum árum seinna.




------------------------------------
---------------------------------
Ógerlegt er að spá fyrir um framtíðina - en hægt er að breyta henni.

Hvenær mun okkur skiljast að við heimurinn stjórnar okkur en við en við ekki heiminum?

Koldís | 14. feb. '07, kl: 11:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já..þetta rétt,bróðir Geirfinns var í fóstri fyrir austan og hvarf þaðan...hefur aldrei fundist,þetta skeði löngu áður en G

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 19:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki alveg rétt. Hann fór með systur sinni að færa föur þeirra kaffi og mat en faðir þeirra vann talsvert frá bænum að slóðagerð. á baka leiðin heim a bæ hljops hann frá systur sinni og ætlaði aftur til föður sínns og sást aldrei eftir það.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Barabamm Tissh | 13. feb. '07, kl: 17:22:51 | Svara | Er.is | 0

Frændi minn hvarf sporlaust fyrir ca 7 árum síðan. Um þremur árum eftir að hann hvarf fannst fótur sem með DNA greiningu var talinn hans.

Muffins | 13. feb. '07, kl: 17:33:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ekki að djóka?

Muffins

.........HEFÐARTRUNTA..........og í
Drusluklíkunni

.........

Barabamm Tissh | 13. feb. '07, kl: 17:37:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neibb. Fóturinn fannst af manni sem var að í gönguferð með hundinn sinn í hrauninu í Hafnarfirði.

Nokkrum vikum áður en fóturinn fannst lést móðir þess sem hvarf svo hún fékk aldrei að vita neitt um afdrif sonar síns. Fóturinn var grafinn í jörðu í leiðið hennar.

yadayada | 13. feb. '07, kl: 17:46:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mæli með því að þið allar lesið þessa bók: http://www.cecelia-ahern.com/books/a-place-called-here - hún er alveg frábær :-) eins og allar bækurnar hennar. Skemmtileg pæling um hvað verður um fólk hverfur og hluti sem týnast :-)

april06 mai09 | 14. feb. '07, kl: 09:20:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held við séum að tala um sama mannin gæti það verið Barabamm Tissh

AyoTech | 12. feb. '15, kl: 21:16:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það þá ekki orðið sakamál? Varla skilst fótur frá búk af náttúrulegum orsökum.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

zerbinn | 30. ágú. '15, kl: 21:53:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða ár var það?

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

GUANACA | 13. feb. '07, kl: 17:51:31 | Svara | Er.is | 0

já langamma mín hvarf. Hún fór gangandi að næsta bæ þar sem hún bjó en skilaði sér aldrei þangað, gerð var víðtæk leit en hún fannst aldrei.

uppalandi | 13. feb. '07, kl: 20:26:24 | Svara | Er.is | 0

úff ömulegt alt

Barracuda | 13. feb. '07, kl: 21:20:56 | Svara | Er.is | 0

2 fyrverandi skólabræður mínir hurfu sporlaust

_____________________________________________
Var mig að dreyma þetta?

Mikið | 13. feb. '07, kl: 21:23:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er algengara en maður heldur.

**sprúðlandi feitur ístrubelgur*

Mammzzl | 13. feb. '07, kl: 21:22:08 | Svara | Er.is | 0

Einn sem ég þekki var með bróður sínum í leigubíl á leið á djammið...
Sá sem ég þekki fór á undan í röð á meðan bróðirinn ætlaði að borga leigubílinn, hann sást aldrei eftir það...

bhs | 13. feb. '07, kl: 22:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sá sem hvarf - byrjar/byrjaði nafnið hans á G ?

Mammzzl
bhs | 13. feb. '07, kl: 22:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi sem vinnur með pabba þínum - byrjar nafnið hans á R ? sorry - forvitnin að fara með mig

Mammzzl | 13. feb. '07, kl: 22:28:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá- veistu án djóks þá er það alveg dottið úr mér, hef oft hitt hann og svona, en minnið er bara ekki að gera sig núna :oS

bhs | 13. feb. '07, kl: 22:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok - verð að sjá til hvort ég sef í nótt ( grín )
Þetta bara hljómar mjög líkt og mál sem ég veit af. ( þessir bræður eru ættaðir af sama stað og ég ) Vinnufélaginn ætti að vera ca 42-45 ára núna.

Mammzzl | 13. feb. '07, kl: 22:51:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já- það gæti passað... Pabbi er 42 og þeir eru ábyggilega á svipuðum aldri...

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 22:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var viðtal við bróðir þessa manns sem hvarf ekki alls fyrir löngu. Hann ásakaði sjálfan sig alltaf fyrir að hafa ekki beðið eftir honum.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Hot and Sweet | 13. feb. '07, kl: 22:50:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur verið að þeir séu ættaðir að austan?





http://megaborg.myminicity.com/


http://megaborg.myminicity.com/xml






bhs | 14. feb. '07, kl: 09:31:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að við séum að tala um sömu fjölskylduna sem er ættuð að austan.

katrinadal | 16. feb. '07, kl: 16:55:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er þú ekki að tala um Guðmund. Hljómar alveg eins

prinsessan fæddist 10. janúar http://s3.frontur.com/img/76925/20080304134402_2.jpg

Sæta sæta | 13. feb. '07, kl: 21:30:53 | Svara | Er.is | 3

*Tel að það sé raðmorðingi á Íslandi sem hefur góða aðstöðu til að dylja sín verk. Tel Sævar saklausan. Tel að sannleikurinn eigi eftir að koma í ljós og samsæri verði afhjúpuð. Einhvern tímann fær einhver nóg af þessu.

Taka má nú eitt með í reikninginn með Sævar og það er það að manneskja sem búin er að þola það ofbeldi sem t.d. átti sér stað í Breiðavík mun ekki þola langa einangrun og yfirheyrslur. Viðkomandi mun nánast pottþétt, segja og gera hvað sem er til að komast úr prísundinni.

Þetta eru ekki fullyrðingar af minni hálfu heldur skoðun mín.

Katja | 13. feb. '07, kl: 21:33:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var Sævar í Breiðuvík?

Sæta sæta | 13. feb. '07, kl: 21:43:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hann var í Breiðavík!

Katja | 13. feb. '07, kl: 21:45:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Hef ekkert fylgst með fréttum undanfarið.

mamma88 | 13. feb. '07, kl: 21:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða klúbbur er þetta sem þið eruð að tala um?

modulo | 14. feb. '07, kl: 02:06:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skemmtistaður sem hét Klúbburinn hann er ekki lengur til þar er hótel í dag ;)

marceline | 16. feb. '15, kl: 14:04:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála Sæta sæta ! Ég er búin að vera að horfa á þætti á Discovery ID og þap er oft þættir um raðmorðingja sem að heita "most evil" það er verið að rannsaka raðmorðingja sem að eru sosiopaths sem að hafa náð að myrða allt ap 70. manns á áratugum.

Prjónadýrið | 13. feb. '07, kl: 21:51:04 | Svara | Er.is | 0

Jámm ég þekki einn!

Halldór sem hvarf í 13 ár (eða eitthvað um það..) og kom síðan allt í einu heim fyrir nokkrum árum! Fjölskyldan hans ákvað að þegja um það sem gerðist á þessum tíma..

Ég er ansi forvitin um hvað hann var að gera.. veit hann var ekki í fangelsi og hann lítur ekki út fyrir að hafa verið þrælað út eða eitthvað álíka.. En maður fær víst ekkert að vita:)

Eeen.. það hefur þótt sport hjá vinkonunum að sjá "týnda gæjann" hehe!
Ég er skyld kellu hans (sem hann kynntist eftir heimkomu...)

bumbulíus10 | 13. feb. '07, kl: 22:24:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hey þessi halldór, segðu mér meira, er að spá hvort þetta sé sami´og ég veit um

Katja | 13. feb. '07, kl: 22:38:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var þessi Halldór ekki í fréttum eftir að hann kom heim? Hafði hann þá ekki verið einhvers staðar erlendis?

Prjónadýrið | 13. feb. '07, kl: 23:44:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú hann var e-s staðar erlendis.. veit ekki nákvæmlega hvar.. og Jú hann var í fréttunum mikið eftir að hann kom heim og svo var hann rifjaður upp í Hér og nú um "daginn". Neitaði þeim viðtal svo þeir bjuggu bara til e-a sögu sem seldist.. gátu nokkurn veginn giskað á hlutina.. hallærislegt:)
En þetta er ágætiskall.. langar samt alveg að vita hvar hann var.. en býst við að það komi aldrei upp a´yfirborðið.. ég er allavega hætt að gera mér vonir.

Katja | 13. feb. '07, kl: 23:59:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok :)

irroravle | 13. feb. '07, kl: 23:03:18 | Svara | Er.is | 0

Vá þetta minnir mig bara á Erlend :)

AleciaBethMoore | 16. feb. '07, kl: 17:51:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erlendur fyrir norða?...

Arriba | 16. feb. '07, kl: 17:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli það sé ekki frekar átt við karakterinn Erlend rannsóknarlögreglumann í bókum Arnaldar Indriðasonar.

~~~~~~
Common sense is not so common

AleciaBethMoore | 16. feb. '07, kl: 17:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok... Vein nebblega um mann sem bar nafnið Erlendur sem hvarf sporlaust fyrir norðan

Diddís | 13. feb. '07, kl: 23:49:29 | Svara | Er.is | 0

Vinur ömmu og afa sem átti konu og 3börn fór út í sjoppu að kaupa sígarettur og hvarf sporlaust.
Kom aftur 7árum seinna.

LadyMacbeth | 13. feb. '07, kl: 23:52:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar var maðurinn eiginlega allan þennan tíma ?
Missti hann minnið ?

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Diddís | 13. feb. '07, kl: 23:54:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei það var aldrei talað um það hvar hann var.
Sjénsinn að hann hefði stigið fæti inn fyrir mínar dyr aftur ja nema vera með gám eða 2 af sígarettum.

er ekki | 14. feb. '07, kl: 03:37:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lesið þetta:
http://www.merck.com/mmhe/sec07/ch106/ch106c.html

bensín | 13. feb. '07, kl: 23:59:50 | Svara | Er.is | 0

Valgeir var/er frændi minn og það mál hefur tekið mikið á fjölskylduna og að vita ekkert er svo slæmt.

Sæta sæta | 14. feb. '07, kl: 01:58:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég get trúað því að þetta sé erfitt tilfelli þar sem það eru svo miklar getgátur í gangi. Hlýtur að vera erfitt að mæta þeim. Kannast við einn sem var yfirheyrður sem grunaður. Helvíti skondinn karakter. Hrikalega feitur, hrikalega klámfíkinn og vann sem gangavörður í ónefndum grunnskóla. Var á kafi í sama áhugamáli og G. Byrgis. BDSM. Kom út úr skápnum en skipti svo um skoðun. Já margt skrýtið í kýrhausnum.

svartasunna | 12. feb. '15, kl: 20:19:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gangavordur sem byrjar á I og var vordur ca '80 til '90?

______________________________________________________________________

Helgenberg | 12. feb. '15, kl: 21:49:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

8 ára gamall þràður

svartasunna | 12. feb. '15, kl: 21:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

I know..en fyrst thad var buid ad uppa hann tha kannski svarar thetta nick mèr.

______________________________________________________________________

Honey Bee | 14. feb. '07, kl: 00:06:31 | Svara | Er.is | 0

ég þekki ekki beinlínis neinn... en eg þekkti ágætlega vel son hans valgeirs heitins víðissonar

*******************

Krabbadís | 14. feb. '07, kl: 00:10:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekkti Valla í gamla daga, væri mjög til í að afdrif hans yrðu upplýst.

DR PHILIP | 14. feb. '07, kl: 02:34:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

adrenalín | 14. feb. '07, kl: 00:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli þeir sem trúa á geimverur geti ekki komið með rök fyrir því að þetta fólk hafi verið numið á brott af geimverum?

bensín | 14. feb. '07, kl: 00:42:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það var allt svo skrýtið við kvarf Valgeirs, kveikt á sjónvarpinu og ljós í íbúðinni, bara alveg einsog hann hafi ,,horfið,,. Svo má ekki gleima leiðinada kjaftasögunum í kringum öll svona mál og það versta er fyrir fjölskylduna og aðstandendur að vita ekki neitt um hann.

katrinadal | 14. feb. '07, kl: 01:34:09 | Svara | Er.is | 0

Bróðir hans pabba hvarf árið 1987 Guðmundur Finnur Björnsson, hefur ekkert fundist síðan

prinsessan fæddist 10. janúar http://s3.frontur.com/img/76925/20080304134402_2.jpg

Maxý | 14. feb. '07, kl: 01:45:33 | Svara | Er.is | 0

ég á frænku sem er gift manni og bróðir hans hvarf fyrir löngu síðan líkið fanst en hauslaust.

Esme | 14. feb. '07, kl: 02:01:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu tröll eða er þér alvara?

_____________________________
gömul gæra í götóttum sokkum.
_____________________________
0 vikur

modulo | 14. feb. '07, kl: 02:09:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

helduru að einhver grínist með svona ? ég man eftir þessu líka að hafa heyrt um þetta.

Esme | 14. feb. '07, kl: 02:20:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit ekki, fólki dettur margt miður smart í hug.

_____________________________
gömul gæra í götóttum sokkum.
_____________________________
0 vikur

modulo | 14. feb. '07, kl: 02:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þessi mannshvörf eru nú raunveruleg samt og ég persónulega held að flest tengist þau fíkniefnum á einhvern hátt.

LadyMacbeth | 14. feb. '07, kl: 09:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki í gamla daga. Þá var nú ekki svona mikið um fíkniefni eins og í dag.
Einn og einn reykti hass og svo voru kannski einhverjir í læknadópi.

Tíðarandinn er allt annar í dag og já flest snýst þetta um fíkniefni í dag eflaust.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Snobbhænan | 14. feb. '07, kl: 09:13:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Mörg eldri mannshvörf tengdust líka veðurfari. Fullt af fólki sem varð hreinlega úti.

LadyMacbeth | 14. feb. '07, kl: 09:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða þunglynt og lét sig bara hverfa.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 19:13:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

flestir sem fremja sjáfsvíg vilja finnast

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Helgenberg | 12. feb. '15, kl: 19:31:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

8 ára gömul umræða

AyoTech | 12. feb. '15, kl: 21:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá var um ólöglegan innflutning á tóbaki og áfengi mikið og það var umsvifamikið og mikill gróði í því í undirheimunum eins og í fíkniefnum í dag. Eins og umræðan um klúbbinn sýnir, þá voru einhver mannshvörf tengd við þann stað.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

zerbinn | 13. feb. '15, kl: 14:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var líka umfangsmikið neta manna sem ráku skemmtistaði á þessum tíma og nokkur hótel. Þeir stóðu ekki i þessum innflutningi í samkeppni við hvurn annan.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 19:12:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sum tengjast því líka að það er keyrt á gangandi vegfaranda, veit um 3 mannshvörf sem tengjst möguega því að viðkomanddi einstaklingar urðu vitni að einhverju sem þeir máttu ekki vita

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 19:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er satt, var að lesa þetta um daginn, þetta mál for mjög hljótt

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

bellz | 14. feb. '07, kl: 02:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úfff.. og maður heldur að það gerist aldrei neitt svo slæmt á Íslandi... allavega er alltaf sagt hvernig er Ísland að verða þegar eitthvað skerí kemur í fréttunum!!!

Snobbhænan | 14. feb. '07, kl: 09:35:23 | Svara | Er.is | 0

ÞEssir menn sem hurfu í Hópinu - veit einhver hvenær það gerðist?

Krabbadís | 14. feb. '07, kl: 09:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hljóta að vera tugir ára síðan, man ekki eftir þessu. Ekki að menn hafi horfið, aðeins drukknað.

DR PHILIP | 14. feb. '07, kl: 19:15:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var 70 - 75 trúi ég

¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤¤

Fannka | 14. feb. '07, kl: 11:07:08 | Svara | Er.is | 0

Rosalega er mikið um þetta.

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

Honey Bee | 14. feb. '07, kl: 12:18:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já... en það hefur sem betur fer enginn horfið svona í nokkur ár.. vona eg se að fara með rétt mál..

*******************

Fannka | 14. feb. '07, kl: 18:32:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sem betur fer

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

Dalía 1979 | 12. feb. '15, kl: 19:39:01 | Svara | Er.is | 0

kannast við einn sem hvarf fyrir ekki svo löngu 

T.M.O | 12. feb. '15, kl: 21:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hvað skyldu margir hafa horfið á þessum 8 árum síðan þráðurinn var gerður?

Dalía 1979 | 12. feb. '15, kl: 21:47:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 tek mitt comment til baka þar sem þessi manneskja sem eg er að tala um hvarf eftir 2007    

Mystery | 12. feb. '15, kl: 19:49:28 | Svara | Er.is | 0

Hvarf ekki líka Barn í heiðmörk kringum '74-'76 man ekki hvað gamalt það var minnir að það hafi verið 4-6 ára

»·´`·.(*·.¸(`·.¸ ¸.·´)¸.·*).·´`·»
«·´¨*·.¸* Mystery*..·*¨`·»
»·´`·.(¸.·´(¸.·* *·.¸)`·.¸).·´`·»

orkustöng | 12. feb. '15, kl: 21:43:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gúgla barn hvarf eða látið eða tínt heiðmörk nei , en barnsmóðir eins þar myrt.

litlatolvumus | 12. feb. '15, kl: 20:59:44 | Svara | Er.is | 0

áhugaverð umræða... þó hún sé síðan 2007 hehe
en ég man alltaf eftir matthias sem havrf fyrir nokkrum árum: http://www.dv.is/frettir/2011/1/24/radgatan-um-hvarf-matthiasar/

zerbinn | 12. feb. '15, kl: 21:14:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mjög dularfullt og bíllinn hanns fannst í malarnámu brunninn.

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Helgust | 12. feb. '15, kl: 21:59:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

var búið að útiloka að hann hafi brunnið með bílnum? ég man ekki til þess að hafa heyrt nokkuð um rannsókn á bílflakinu en innst inni hef ég alltaf talið hann vera á lífi einhverstaðar.

Wik | 12. feb. '15, kl: 22:04:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann var ekki í bílnum.

orkustöng | 12. feb. '15, kl: 21:35:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já , vissi ekki um leirvogs og skó í klúbb , óhgunarlegt, fannst hanní voginum eða ánni og hvar . og kef í höfn,

Helgust | 12. feb. '15, kl: 22:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fannst friðrik kristjánsson einhverntíma vitið þið það?

Relevant | 12. feb. '15, kl: 22:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei hann hefur ekki fundist, er enn á lista interpol yfir "missing persons"



assange | 12. feb. '15, kl: 22:41:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tad "vita" samt allir hvad gerdist

Helgust | 12. feb. '15, kl: 22:43:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það hefur aldrei verið sannað

assange | 12. feb. '15, kl: 23:01:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.. Audvitad vonar madur ad tad se ekki satt.. Hef samt heyrt tetta ur svo morgum attum og folk nafngreint og adstaedum lyst svo nakvaemlega ad tad er otaegilegt

Helgust | 12. feb. '15, kl: 23:03:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvaðan á þetta fólk svosem að hafa þessar upplýsingar, þetta eru eflaust bara sögurnar sem gengu árið sem hann hvarf og þær hafa gengið manna á milli, hver með sína útfærslu.

Degustelpa | 12. feb. '15, kl: 23:32:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ohh verð svo forvitin um svona mál. Verst er bara að ég virðist ekkert vita um nein svona mál. Líklegast of ung. 
Gæturu frætt mig?

Helgust | 13. feb. '15, kl: 08:08:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er talið að hann hafi verið myrtur í paragvæ, ég hef aldrei haft geð í mér að lesa eða hlusta á þær frásagnir.

assange | 13. feb. '15, kl: 10:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja.. Lysingarnar eru ogedslegar

1122334455 | 13. feb. '15, kl: 10:53:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sagan segir að sá sem drap hann hafi gert það live á skype þannig að þeir sem fyrirskipuðu morðið myndu fá staðfestingu.

Helgust | 13. feb. '15, kl: 10:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta hefur samt aldrei fengist staðfest eða rakið til neins

assange | 13. feb. '15, kl: 14:38:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg hef alveg heyrt ymislegt

zerbinn | 13. feb. '15, kl: 14:52:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ömurlegt mál og eginlega bara hreynn viðbjóður

íllu er best aflokið sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.

Helvítis | 14. feb. '15, kl: 01:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann var afhöfðaður, það þarf ekki að staðfesta það neitt.

Þeir vita það sem þurfa, á meðan þetta gleymist er hann enn á skrá hjá Interpol.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

1122334455 | 14. feb. '15, kl: 11:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað þarf maður eiginlega að gera af sér til að verða afhöfðaður af Íslendingum? Ég velti fyrir mér hvort þetta séu næstu aðferðir Íslendinga eða hvort þetta hafi verið einstakt tilvik.

Helvítis | 14. feb. '15, kl: 11:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta voru ekki allt Íslendingar, ringulreið í bland við eitthvað sem enginn hefði átt að hætta sér út í og þetta var niðurstaðan.

Ég veit þó ekki hvað það var sem gerðist/mistókst, bara að þetta urðu örlög hans.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

abbalabbalú | 12. feb. '15, kl: 22:08:29 | Svara | Er.is | 0

Afi minn hvarf sporlaust frá konu og börnum og allir héldu að hann hefði dáið. Svo bankaði hann upp á 15 árum seinna með barn sem hann ætlaðist til að amma mín æli upp. Klassagaur.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

AyoTech | 12. feb. '15, kl: 22:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað gerðist? Lést seinni kona hans?

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

abbalabbalú | 12. feb. '15, kl: 22:44:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að hann hafi nú ekki gifst aftur, átti börn út um hvippinn og hvappinn í hinum ýmsu löndum, ég man ekki hvort það fylgdi málinu hvort móðirin hafi látið frá sér barnið eða dáið.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

AyoTech | 12. feb. '15, kl: 22:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð alltaf svo forvitin um svona sögur.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

abbalabbalú | 12. feb. '15, kl: 22:51:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stórfurðulegur gaur, undarlegast samt er að pabbi minn varð aldrei reiður út í hann, varð bara rosa glaður og uppveðraður þegar hann kom aftur, hann var þá 18 ára. Leit alltaf upp til hans og grét í jarðaförinni hans. Mér finnst það stórfurðulegt.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

AyoTech | 12. feb. '15, kl: 22:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er furðulegt. Hann hefur kannski verið svo feginn og glaður að pabbinn var á lífi að það yfirstrikaði það sem hann gerði. Veit ekki en þetta er svo súrrealískt að það er varla hægt að setja sig í þessar aðstæður.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

abbalabbalú | 12. feb. '15, kl: 23:04:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég veit ekki, hann var samt bara krakki þegar hann lét sig hverfa. Ég var að fæðast á þeim tíma sem afi kom til baka og það var það eina sem komst að, hann sendi mömmu bréf þegar hún var á steypirnum og það var ekki eitt orð um mig eða óléttuna, bara pabbann sem hann var loks að fá að kynnast.


Pabbi minn er frekar lélegur pabbi og lítið sem ekkert verið til staðar eða haft áhuga á mér, en ég hef líka tekið mín tímabil þar sem ég hef verið reið og svona. Get ekki ímyndað mér að það sé hægt að breiða svona vandlega yfir sársaukan sem ég get ekki annað ímyndað mér annað en að hljóti að hafa verið til staðar.


En fólk hefur mismunandi coping mechanism. :) Hans var greinilega þetta.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Herra Lampi | 30. ágú. '15, kl: 23:43:22 | Svara | Er.is | 0

nei helv...
ég var að vonast til þess að ísland væri laust við svona...   hvað á að kalla þau...  æji þessar krípí verur sem fólk hélt að væri bara til í martröðum.

en neiii fólk að hverfa sporlaust... og allt þetta hljómar geðveikt mikið eins og hryllingsögurnar sem ég er búinn að vera lesa.
Og það versta við þær að sumar þeirra hljóma eins þó það er mismunandi fólk frá mismunandi stöðum að segja frá.

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

DramaQueen | 30. ágú. '15, kl: 23:58:51 | Svara | Er.is | 0

Móðir min hvarf, fannst mörgum mánuðum siðar látin

ingabjorg | 11. mar. '19, kl: 15:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ætli hafi svo verið á gangi í Klúbbnum eftir allt?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
Síða 5 af 47525 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, annarut123, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Kristler, paulobrien