Foreldrar og down syndrome

Magix | 21. jan. '16, kl: 12:01:21 | 2648 | Svara | Er.is | 0

Útaf umræðum seinustu daga hef ég nokkrum sinnum séð pósta frá foreldrum barna með down syndrome þar sem þau segja að fólki finnist barn þess vera minna virði því þeim finnst í lagi að fara í fóstureyðingu þegar einhver gengur með down syndrome barn en eignast barnið ef það greinist ekki með það í móðurkviði eins og það vilji þurrka út alla sem eru með down syndrome.
Hver er ykkar skoðun á þessu?

 

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 12:03:58 | Svara | Er.is | 62

Mín skoðun er að það er ekki annarra að dæma val einstakra foreldra í barneignum. 

Magix | 21. jan. '16, kl: 12:07:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er alveg sammála því en af hverju finnst þessum foreldrum þetta sem fordómar gagnvart sínu barni?

ert | 21. jan. '16, kl: 12:16:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sumum finnst það fordómar gagnvart konum þegar kvenkynsfóstrum er eytt. Þetta er svona svipuð hugsun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Magix | 21. jan. '16, kl: 12:30:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

meinaru í kína þá?

ert | 21. jan. '16, kl: 12:33:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kvenkynsfóstrum er eytt á mörgum stöðum í heiminu Indland, Kína og fleiri löndum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Magix | 21. jan. '16, kl: 12:37:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér það fordómar?

ert | 21. jan. '16, kl: 12:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fordómar eða hagsýni að vera ekki að ala upp stúlku sem þú græðir ekkert á að ala upp og er bara kostnaður.

það er hægt að færa rök fyrir bæði

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Chaos | 21. jan. '16, kl: 19:38:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þegar konur hafa val á því að láta kanna kyn, mögulega fötlun og hvað annað, þá er það ekki okkar að dæma einstaka konur. Hins vegar er það okkar að dæma valið (sem er oft standart verklag) ef við erum ósátt við það. 


Svo er líka áhugavert að skoða fórnarkostnaðinn sem fylgir hverju fötluðu fóstri sem er eytt. Þetta er síðast þegar ég skoðaði líkindareikningur. 

ert | 21. jan. '16, kl: 19:40:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er nú það sem hefur verið bent á í umræðum annars staðar en hér - af hverju er skimað fyrir DS? Aðrir genagallar sem skimað er fyrir eru mun alvarlegri.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Chaos | 21. jan. '16, kl: 19:42:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Mér finnst það í raun umræðan sem við ættum frekar að taka. Af hverju er boðið upp á akkúrat þessa skimun. 

ert | 21. jan. '16, kl: 19:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ákaflega skynsöm afstaða og ég skal játa að ég skammast mín fyrir að hafa ekki bent á þetta en þetta er búið að vera óvenju erfiður dagur. Ég myndi gefa þér súperþumal ef ég gæti

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Chaos | 21. jan. '16, kl: 20:06:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér finnst einmitt svo varhugavert að það sé orðið að kerfisbundinni þjónustu að beina óléttum konum í þessa skimun. það er e-n veginn búið að normalæsera það. Skimunin á að heita val en hvert er raunverulegt val kvenna í þessu ljósi? Og þar sem við erum nú þegar komin á þá braut að bjóða upp á skimun og eyðingu fóstra sem eru alls ekki ólífvænleg utan líkama kvenna hvar eigum við þá að draga mörkin? Hvernig getum við réttlætt eitt en bannað annað, svo það gangi rökfræðilega upp? Hver veit hvað tæknin mun bjóða upp á í framtíðinni, þó sá möguleiki sé veittur utan okkar almannaheilbrigðiskerfis. 


Í lögunum segir: 


" Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fósturlífi." 


Það stendur ekki frekar í lögunum né í athugasemdum frumvarpsins sem varð að lögum, hvernig eigi að skilgreina hugtök eins og "vanskapað" og "alvarlegum sjúkdómum". 


Í mínum huga minnir þetta ískyggilega á mannkynbætur, ekki að ég sé neitt sérfræðingum um hugtakið sem slíkt. Kannski ekki að nota það rétt. :/ En manneskjunni er gefið valið (veit ekki hversu nákvæm eftiráfræðslan svo er) og ég skil það hrikalega vel að eiga erfitt með að taka ákvörðun, eða að velja eyðingu. Í þessu ljósi lái ég það engum og veit ekki hvað ég myndi sjálf gera. 

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 20:16:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Gattaca

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Chaos | 21. jan. '16, kl: 20:17:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað ég þarf að fara að horfa á þá mynd aftur!! 

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 20:25:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Horfði á hana á sun síðast.


Hinir óæskilegu og útilokuðu, guðsbörnin.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 20:12:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Nei, það er ekki eytt byggt á líkum heldur ef líkurnar eru ákveðið miklar skv skimunarprófum er framkvæmd fylgjusýnataka eða legvatnsástunga og framkvæmd genarannsókn sem segir af eða á hvort fóstur er með t.d. aukalitning eða vantar litning. Mögulegum Downs fóstrum er ekki eytt út frá líkindum.

Chaos | 21. jan. '16, kl: 20:15:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ahh ok takk! Mér fannst ég hafa lesið e-s staðar að fórnarkostnaðurinn væri x heilbrigð fóstur á hvert "óheilbrigt". En úff þetta er of flókið allt saman til þess að spá í þreyttur á kvöldin og ekki með fulla hugsun. 

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 20:24:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Algeng rangfærsla í þessum umræðum :)
Ég hef gengið í gegnum það ferli að fá verulega auknar líkur í sónar+blóðprufu (samþætta líkindamatinu við 12 vikur) og þá hafði ég alveg val um hvort ég héldi áfram með rannsóknir og þá kynnt áhættan af fylgjusýnatöku (1%líkur á fósturláti en líkurnar á litningagöllum töluvert meiri) og í kjölfarið ákvað ég að fara í slíka, ekki síst vegna líka á öðrum alvarlegri litningagöllum, t.d. þrístæðu 13 og 18 - þetta er nefnilega ekki bara vegna Downs sem maður velur að fara í þessa rannsókn. Þegar niðurstöður úr fylgjusýnatöku liggja svo fyrir er annað val og ákvörðun sem móðir þarf að taka - í flestum tilfellum í boði ráðgjöf hjá erfðaráðgjafa og fleirum.
Ég er sammála því að það er kerfisbundinn þrýstingur í átt að sónarnum sjálfum en eftir það upplifði ég ekki þrýsting en hjá mér gekk það samt ekki alla leið því fóstrið var ekki með litningagalla.

Chaos | 21. jan. '16, kl: 20:29:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Takk fyrir þetta, gott að vita að það sé ekki þrýstingur. :) Ég myndi gera það sama og þú, hvað ég myndi síðan gera fengi ég aðra niðurstöðu get ég ekki sagt til um, fer eftir aðstæðum og andlegu ástandi mínum verandi í hormónarússi. Eina sem ég veit að það er ekki mitt að dæma aðrar konur fyrir að velja, þegar valið er í boði. Hvað þá óléttar konur í mismunandi aðstæðum með mismunandi bakgrunn og bakland. 

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 20:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er samt engin greining á því hvort að "gallinn" er smávægilegur eða hvort að einstaklingurinn muni eiga óbærilegt líf.


Þessi tiltekna skimun er aðeins til þæginda foreldrum og samfélaginu en ekki til þess að aflétta einhverri áþján hins óorðna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 20:31:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þess vegna er boðið upp á viðtöl með erfðaráðgjafa sem kynnir mögulegar útkomur með tiltekinn litningagalla sem greinst hefur.

strákamamma | 23. jan. '16, kl: 21:59:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þrístæða 18 er alltaf banvæn...  

strákamamman;)

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 22:20:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda verið að tala um 21 þarna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. jan. '16, kl: 20:34:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert vnætnanlega að tala um:

Miðað við vinnulag á Norðurlöndum í upphafi 21. aldar deyja fleiri heilbrigð fóstur vegna legvatnsástungu en börn sem greinast með heilkennið (Linn Getz, 2001: 55). Legvatnsástunga hefur lítil áhrif á fæðingahlutfall Downs barna vegna þess að 80 % foreldra sem eignast barn með heilkennið eru yngri en 35 ára og teljast ekki í áhættuhópi. Að jafnaði eignast konur yngri en 35 ára fleiri börn sem skýrir hærra hlutfall í þeim hópi.

úr skemmtilegri ritgerð sem ég hef engan tíma til að lesa

http://skemman.is/stream/get/1946/4801/14007/1/Umfj%C3%B6llun_um_f%C3%B3sturskimun_og_greiningu_fyrir_Downs_heilkennum_%C3%A1_%C3%8Dslandi.pdf

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Chaos | 21. jan. '16, kl: 20:25:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tjekkaði hvað það var sem fékk mig til að skrifa þetta, það var hættan á fósturláti við legástunguna. Hún er 1%, sem er kannski ekkert svakalegt en áhætta samt sém áður. 

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 20:27:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Til samanburðar þá er ekki boðið upp á fylgjusýnatöku yfirhöfuð nema líkurnar séu yfir 1/100 fyrir Downs og yfir 1/50 fyrir þríst. 13 og 18.

Chaos | 21. jan. '16, kl: 20:31:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá erum við væntanlega komnar í hverfandi líkur og aðrar spurningar og pælingar því eflaust miklu meira relevant. 

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 20:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ég meinti ss. að á Íslandi er miðað við að líkurnar á litningagöllum seu að minnsta kosti meiri en líkurnar á fósturláti í kjölfar sýnatöku.

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 20:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Konum stendur fylgjusýnataka til boða strax og líkurnar fara undir 1/300 í samþættalíkindamatinu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 21:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvöru? Ekki skv. þeim upplýsingum sem ég fékk fyrir 2 árum þegar ég stóð í þessu.

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 21:09:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mínar upplýsingar eru frá 2013, þekki eina sem fór í 286. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 21:11:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var sem betur fer búin að læra þá að gagnrýna ekki konuna (ætla ekkert að segjast vita hvað ég gerði sjálf í stöðunni) heldur kerfið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 22:00:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ókei það eru mjög litlar líkur. Ég fékk 1/17.

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 22:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

(Sem eru sérstaklega háar líkur í ljósi þess að ég var bara 25 ára, því líkurnar eru líka aldurstengdar).

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 22:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það eru rosa háar líkur. Nenni ekki að fletta upp en standard líkurnar eru 1/300 og svo aukast þær með aldrinum. Ss tölur eftir minni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Katla2010 | 22. jan. '16, kl: 08:46:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég var í þessu um daginn og líkurnar á Downs þurfa að vera 1/100 en 1/50 fyrir þrístæður 13 og 18.  
Hvort þessu hafi verið breytt eða ekki veit ég ekkert um, en svona er þetta í dag.  

Anímóna | 22. jan. '16, kl: 09:01:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt sama og ég fékk að vita. 

Felis | 21. jan. '16, kl: 22:36:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar tölur passa við upplýsingarnar sem ég fékk í vor

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 21. jan. '16, kl: 22:36:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar tölur passa við upplýsingarnar sem ég fékk í vor

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Petrís | 21. jan. '16, kl: 14:35:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta tvennt er ekkert líkt.

ert | 21. jan. '16, kl: 14:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Foreldrum barna með DS þykir þetta mörgum líkt þess vegna taka þau þetta nær sér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 14:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já ég heryi það og ég las þess grein eftir Aðalheiði held ég að hún heiti. Ég átti eiginlega ekki til orð, hún talar um fóstureyðingar og réttlætingar á sama tíma og sýnir þar með fordóma sína, afturrekuskap og eigingirni. Konur sem láta eyða fóstri þurfa nefnilega að hennar áliti að réttlæta sig

ert | 21. jan. '16, kl: 14:58:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú ert greinilega ekki úr fötlunarfræðinni ;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 15:00:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Ég þarf ekki að læra fötlunarfræði til að finnast að kona eigi ekki að þurfa að finna hjá sjálfri sér eða öðrum réttlætingu á að vilja ráða yfir eigin líkama. Það kemur hvort aðstandendum fatlaðra barna né neimum öðrum við.

ert | 21. jan. '16, kl: 15:04:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, nei en það eru þessar sjálfstæðu ákvarðanir sem teknar eru án tengingar við samfélagið

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 15:08:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Já en í þessu atriði verður þessi ákvörðun að vera bundin persónunni en ekki samfélaginu. Við vitum hvarnig hitt ferlið er því það er ekki langt að leita þess. Mér finnst satt að segja ég verða vör við meiri og meiri árásir, fordóma og hörku gagnvart fóstureyðingum á meðal almennings. Það finnst mér mjög alvarlegt og ógnandi fyrir frelsi kvenna. Svona greinar þar sem tengsl einhverrar persónu við fatlaðan ættingja er orðinn grundvöllur til að efast um algjöran rétt kvenna til að ráða eigin líkama bætir ekki þar um.

ert | 21. jan. '16, kl: 15:11:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mer vitanlega hefur enginn rætt um að taka valdið af persónunni heldur um ábyrgð samfélagsins.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 17:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég veit ekki alveg hvað hún er að tala um í þessari grein. Hvernig skilgreiniirðu ábyrgð samfélagsins í þessu máli t.d. Á samfélagið að ákveða að það sé siðferðilega rangt að eyða downs fóstri fram yfir önnur fóstur og fá þá heilbriðgisstarfsfólk til að letja konur í þessari aðstöðu eða eigum við hreint sem samfélag að banna eyðingu á þessum fóstrum? Öllum fóstrum? Sumum fóstrum?. Þessi umræða um down fóstur á bara yfirleitt ekki að eiga sér stað frekar en önnur umræða um siðferðilegan þátt fóstureyðinga því það er alveg sama hvaða ákvarðanir eru teknar í því að reyna að setja einhverjar takmarkanir á aðgang konu að þeim það bitnar alltaf á frelsi kvenna.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 21. jan. '16, kl: 18:17:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú hafa einhverjir stigið fram og talað um að heilbrigðisstarfsfólk ætlist nánast til, og setji jafnvel pressu, á að fólk láti eyða DS fóstrum

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

ert | 21. jan. '16, kl: 18:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er eitt atriði. Annað sem snýr að samfélaginu er bara umfjöllun um fötlun og hvernig rætt er um fatlaða í samfélaginu.Það er í rauninni merkilegt þegar tillit er tekið til þess að fatlaðir eru stærsti minnihlutahópur heims.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er enginn að ræða um fatlaða þegar verið er að ræða fóstureyðingar. Það er verið að ræða eyðingu á fóstri. Ég veit alveg að sumir geta ekki vegna tilfinningasemi skilið þarna á milli en það verður.

ert | 21. jan. '16, kl: 18:39:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að það er ekki verið eyða fóstri vegna möguleika á fötlun heldur vegna? Er þetta svona bara random fóstureyðing.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:41:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Alls ekki, fekar en vegna þess að kona eyðir fóstri af því hana langar í nám eða vegna þess að samband hennar og föður gengur ekki. Það hvernig við komum fram við fatlaða eða tölum um þá á ekkert að ræða á sama tíma og fóstureyðingar á frumuklasa.

ert | 21. jan. '16, kl: 18:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þannig að kona sækir ekki um leyfi vegna þess að líkur séu á því að fóstrið sé með DS heldur sækir hún um með því að velja að það henti henni ekki núna að eignast barn.

OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:47:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þetta er bara ein ástæða af mörgum fyrir því að kona sækir um fóstureyðingu. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst sú að hún vill ekki eiga þetta barn. Ef við förum að krefjast réttlætingar á þessari ástæðu hlýtur það óhjákvæmilega að leiða til þess að sú réttlæting hljóti að ná yfir allar fóstureyðingar. Það að vilja ekki eiga á hættu að eignast alvarlega fatlað barn sem bókstaflega breytir lífi þínu fyrir lífsstíð og mjög líklega gerir drauma þína um framtíðina að engu, hvort sem það er nám eða ferðalög eða hvað, finnst mér næg ástæða. Sú ástæða er ekkert verri en hver önnur. Það þýðir auðvitað ekki að það sé ekki alveg ásættanlegt að vilja ganga með og fæða fatlað barn. Það þýðir heldur ekki að þeir aðilar sem nú þegar eru fæddir með þennan litningagalla séu ekki mikils virði sem manneskjur. Þetta þýðir bara að þessi tiltekna kona vildi ekki þetta barn og eyddi því fóstrinu á meðan það var einunigs vísir að barni

ert | 21. jan. '16, kl: 18:52:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fólk þarf að réttlæta fóstureyðingu hér á landi - Smafélagið hefur ákveðið að DS falli undir Þegar ætla má, að barn sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fósturlífi. Það er viðhorf samfélagsins til DS sem veldur því að þetta er leyfilegt. Það er alveg hægt að ímynda sér heim þar sem DS væri ekki talið falla þarna undir. Þetta er ákvörðun samfélagsins - ekki náttúrulögmál enda eru fóstureyðingar ekki náttúrulögmál.


9. gr. Fóstureyðing er heimil:

1. Félagslegar ástæður:

Þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. Við slíkar aðstæður skal tekið tillit til eftirfarandi:

a) Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá síðasta barnsburði.

b) Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar eða alvarlegs

heilsuleysis annarra á heimilinu.

c) Þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barnið á fullnægjandi hátt.

d) Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofangreindar aðstæður.

2. Læknisfræðilegar ástæður:

a) Þegar ætla má, að heilsu konu, líkamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu.

b) Þegar ætla má, að barn sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fósturlífi.

c) Þegar sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dregur alvarlega úr getu konu eða manns til að annast og ala upp barn.

3. Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleiðing af öðru refsiverðu atferli.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er einmitt þetta sem við viljum láta breyta er það ekki? Við viljum að lögin séu skýr á því að kona á sig sjálf og ræður eigin líkama og enginn, hvorki samfélag né lagasmiðir geti ákveðið fyrir hana hvað hún gerir. Umræða sem er á þessu leveli af tilfinningaklámi er ekki að flýta fyrir því.

ert | 21. jan. '16, kl: 19:01:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að kona má láta eyða fóstri ef það er kvenkyns eða ef það er rauðhært eða af því að það er ekki heyrnarlaust eins og hún. Já það er alveg sjónarmið en ég vissi ekki að það væri ´mikill stuðningur við þetta sjónarmið

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Kona má eyða fóstri ef hún vill hver sem ástæða hennar er einfaldlega vegna þess að hinn kosturinn er ólíðandi með öllu. Það er svo álitamál hvort skima eigi fyrir háralit og ég efast um að heilbrigðissamfélagið á Íslandi allavega sé eitthvað á leið þangað

ert | 21. jan. '16, kl: 19:12:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lög á Íslandi eru ekki þannig en það má alveg færa rök fyrir því að fólk eigi að geta valið hvernig börn það vill eignast. Heyrnarlausir vilja oft eignast heyrnarlaus börn og það getur verið erfitt fyrir það að fá fóstureyðingu ef fóstureyðingar eru takmarkaðar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er auðvitað áhugavert að velta fyrir sér hvort börn eigi að vera sérhönnuð eins og hlutur fyrir foreldrana. Mér finnst alls ekki að það sé hægt að líkja þessu saman

Chaos | 21. jan. '16, kl: 19:39:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það eru frjálsar fóstureyðingar á Íslandi þrátt fyrir lögin, þeim er ekki fylgt. 


Ef farið verður að bjóða upp á að kanna kyn og sérkenni þá mætti eyða þeim fóstrum sé það gert innan tímarammans.

ert | 21. jan. '16, kl: 19:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að heyrnarlaus kona vegna myndi fá strax í gegn að fara í fóstureyðingu ef hún hefði fengið það út úr genaprófi að barnið væri heyrandi - ég er ekki svo viss

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Chaos | 21. jan. '16, kl: 19:43:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú hún fengi það. Ég hef aldrei heyrt um að konu hafi verið neitað um fóstureyðingu. Aldrei. Allavega ekki síðustu hmm áratugi sennilega. Þetta er staðlað viðtal og allir fá já. 

ert | 21. jan. '16, kl: 19:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég yrði að sjá slíkt dæmi til að trúa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Louise Brooks | 21. jan. '16, kl: 21:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt eins og Chaos lýsir. Það er engum neitað...jafnvel þó að kona sé að koma í 10. eyðinguna á 2 ára tímabili að þá er aldrei sagt neitt við því. Það er ráðlagt með getnaðarvarnir í kjölfar af eyðingu en svo nær það bara ekki lengra en það. 

,,That which is ideal does not exist"

ert | 22. jan. '16, kl: 00:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

o, ef fatlaður einstaklingur biður um fóstureyðingu á grundvelli ófötlunar þá gerist ýmislegt í hinum gersamlega ófatlaða heimi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Anímóna | 22. jan. '16, kl: 09:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Maður þarf ekki að gefa upp ástæður fyrir fóstureyðingar aðrar en þær að maður vilji ekki halda meðgöngunni áfram.

ert | 22. jan. '16, kl: 09:51:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já en það er ekki það sem ég er að tala um

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 22. jan. '16, kl: 09:51:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Koma sem vildi láta eyða fóstri á grundvelli þess að barnið væri heyrandi myndi eflaust ekki taka það fram sem ástæðu fóstureyðingarinnar, heldur tíma til einhver önnur atriði sem henta betur inn í þetta módel sem íslenska lagasetningin gefur. En hins vegar finnst mér samt trúlegt að þó hún nefndi heyrnina sem forsenduna þá fengi hún samt fóstureyðinguna. Ef kona vill alls ekki eignast barnið sem hún gengur með, þá er það beisikklí næg félagsleg ástæða.

Blah!

ert | 22. jan. '16, kl: 10:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Munurinn er trú okkar á umburðarlyndi kerfisins. Ég er nefnilega ekki svo viss um að kona sem gæfi kyn barns eða fötlunarskort sem ástæðu fengi slíkt í gegn auðveldlega. "Já viltu ekki eignast dreng. Ok. Samþykkt." Það væru alls kyns spurningar og hún þyrfti að sýna fram að fæðing dreng myndi valda henni hugarangri. Það væri ekki nóg að segja "ég á strák fyrir og ég ætla að eignast strák næst." Ég er ekkert svo viss um að fóstureyðingar séu frjálsar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 22. jan. '16, kl: 10:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En lykilatriðið er eflaust þetta sem þú bendir á, að ef fæðing akkurat þessa barns veldur henni hugarangri, þá myndi hún fá fóstrueyðingu í gegn. En auðvitað eru þær ekki alveg frjálsar og verða aldrei nema lögunum verði breytt.

Blah!

ert | 22. jan. '16, kl: 10:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en þetta er bara val konunnar eins og val um lit á eldhúsinnréttingu þá efa ég að hún fengi fóstureyðingu í gegn. Það að félagslegar ástæður eru mikið notað og margt kemst þar undir þýðir ekki að konur geti gefið upp hvaða ástæðu sem er og fengið fóstureyðingu í gegn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 22. jan. '16, kl: 10:27:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég stórefast samt um að konu yrði neitað um fóstureyðingu hér á landi, þó hún gefi upp einhverja að okkar mati fáránlega ástæðu. Ef hún vill ekki eignast barnið, sama af hvaða ástæðum það er, þá yrði hún ekki neydd til þess. Eða það er algjörlega trú mín. Sú einfalda staðreynd að hún vill ekki þetta barn er nóg til að þvinga ekki meðgöngu og fæðingu í gegn. En verður þó að lúta öðrum reglum um fóstureyðingar, eins og lengd meðgöngu. En hugsunin er náttúrulega sú að barni er enginn greiði gerður með því að fæðast hjá móður sem vill ekkert með það hafa.

Blah!

ert | 22. jan. '16, kl: 10:31:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að ef kona gæfi upp ástæðu sem ekki félli undir lögin, hafnaði því að ástæðu hennar yrði troðið undir fèlagslegar ástæður þá fengi hún samt leyfi þótt heilbrigðisstarfsmenn væru að brjóta lög með slíku. Ok eru fleiri lög sem heilbrigðisstarfsmönnum finnst sjálfsagt að brjóta?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 22. jan. '16, kl: 10:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei, þetta er bara túlkunaratriði. Félagslega ástæðan væri bara sjálfkrafa sú að hún getur ekki hugsað sér að eignast þetta barn. Að óska eftir fóstureyðingu sýnir bersýnilega að það að eignast þetta barn veldur henni miklu hugarangri og þá er félagslega ástæðan komin.

Blah!

ert | 22. jan. '16, kl: 10:38:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að kona sem myndi segja: nei þetta veldur mér engu hugarangri eg vil bara strák og þetta er stelpa myndi fá fóstureyðingu vegna hugarangurs? Heilbrigðis starfsmaðurinn myndi bara ákveða það bara af því að konan fer fram á fóstureyðingu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 22. jan. '16, kl: 10:39:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst ósköp ófaglegt að ákveða hugarangur fólks án samráðs við það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 22. jan. '16, kl: 10:39:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þú veist nú alveg betur en svo, stundum ferðu aðeins of langt í hártoganir mín kæra ert, þó ég dýrki þig og dái. En ef kona myndi presentera þetta svona þá fyndist mér nú hreinlega líklegt að það yrði fengið mat geðlæknis.

Blah!

 
ert | 22. jan. '16, kl: 10:45:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sem þýðir það að fóstureyðingar eru ekki frjálsar hér á landi. Það er ekki hægt að koma með hvaða ástæðu sem er og ef þær væru frjálsar þá þyrfti ekki að gefa upp neina ástæðu. Hins vegar er hægt koma mörgu undir félagslegar aðstæður það er rétt. En við skulum ekki halda að konur geti gefið upp hvaða ástæðu sem er

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 22. jan. '16, kl: 10:48:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Enda er ég alveg sammála þér í því, fóstureyðingar eru ekki alveg frjálsar hér á landi. Þó það sé svo sem bara formsatriði, þá þarf samt að finna ástæðu sem fellur undir lögin. Hins vegar er lítið mál að finna slíka ástæðu.

Blah!

ert | 22. jan. '16, kl: 10:51:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt en vonandi eru ekki fundnar ástæður án samráðs við skjólstæðinga. Fólk lætur eins og kona geti geti gefið upp hvaða ástæðu sem er. Nei það þarf að heimfæra ástæðurnar undir lög. Þessu er alveg hægt að breyta og gefa fóstureyðingar frjálsar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 22. jan. '16, kl: 10:54:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Að sjálfsögðu er þetta allt í samræði við skjólstæðinga, annað væri náttúrulega út í hött.

En ég er reyndar þeirrar skoðunar að fóstureyðingar eigi bara að vera alveg frjálsar, eins og í Svíþjóð.

Blah!

Lilith | 22. jan. '16, kl: 10:54:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Með tímamörkum þó, sem sagt þarf að fara eftir meðgöngulengd.

Blah!

ert | 22. jan. '16, kl: 10:56:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég sé ekkert að því
Nema að stór hópur fólks heldur að þær séu frjálsar og sér því ekki þörf á breytingum á lögum

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 22. jan. '16, kl: 10:58:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ah, skil. Nei, ég er ekki þeirrar skoðunar. 

Blah!

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:22:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efast stórlega um að það sé algengt hinsvegar er það hlutverk margra þeirra að gera fólki grein fyrir afleiðingum af ákvörðunum sínum enda þeirra hlutverk.

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 18:43:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ég er kannski köld, en mér finnst eiginlega að vísindin eigi að taka fram yfir hvað fólki finnst i svona. 


Downs syndrome er fötlun, að vera kvenkyns er það ekki. 

strákamamman;)

ert | 21. jan. '16, kl: 18:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og hvað segja vísindin um hvaða fóstur megi/eigi að verða að börnum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 18:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er val hvers og eins líkamseiganda.   


tilfinning fyrir því hvað er fötlun og hvað ekki er bara ekki eins gilt og staðreyndin um það.   (er að vísa til þess þegar fólks segir fólk með downs oft alls ekkert fatlað)

strákamamman;)

ert | 21. jan. '16, kl: 18:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK.  Þannig að þér finnst eiginlega að val hvers og eins líkamseiganda eigi að taka fram yfir hvað fólki finnst i svona.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:54:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Finnst þér þá í alvöru að það eigi að neyða konu sem vill eignast barn í fóstureyðingu?

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 19:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Taka fram yfir hvernig?

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 18:42:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þessu er varla hægt að líkja saman því það að vera kvenkyns er ekki fötlun.   ættum frekar að líka þessu við að fólk gæti eytt fóstrum með alvarlega þroskaskerðingu eða eitthvað slíkt

strákamamman;)

ert | 21. jan. '16, kl: 18:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það að vera kvenkynd getur valdið alvarlegri skerðingu á lífsgæðum einstaklingsins og það getur valdið alvarlegri skerðingu á lífgæðum fjölskyldna ef einstaklingar eru kvenkyns. Það fer einfaldlega eftir samfélaginu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 18:58:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

já, það getur það.


en það er ekki fötlun.  það er skerðing vegna socioeconomic aðstæðna og menningar.   það er allt annað rifrildi í mínum huga

strákamamman;)

ert | 21. jan. '16, kl: 19:03:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig í fóstureyðingu skiptir máli hvort fóstrið er líklegt til þess að verða fatlað eða ekki. Það má eyða ADHD, hjartagalla sem þarfnast uppskurðar, líkum á snemmbærum Alzheimers os.frv.?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk gerir það oft. Það eru alveg dæmi um að fóstri sé eytt vegna hættu á erfðasjíkdómi

musamamma | 21. jan. '16, kl: 19:41:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíð spennt eftir að það verði hægt að skima fyrir einhverfu.


musamamma

ert | 21. jan. '16, kl: 19:44:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru svo mörg gen á bak við hana að það er smá von.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 21. jan. '16, kl: 19:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fékk að heyra um daginn að auðvitað myndi ég frekar kjósa að hafa fæðst óeinhverf, það væri svo ömurleg tilvera að vera einhverfur að enginn gæti kosið það.


musamamma

ert | 21. jan. '16, kl: 19:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já af því óeinhverfir eru fullkomnir en ekki gallaðir eins og þú. Æi, sjálfsblekkingin er góð.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 19:50:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nú eða vefjagigt eða geðhvarfasýki.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

musamamma | 21. jan. '16, kl: 19:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gamall draumur Hitlers rætist kannski fyrir rest.


musamamma

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 20:22:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þetta er mjög óhugnarleg þróun. Hvaða ákvörðun hefði ég tekið með Fróða þegar ég varð ólétt af honum hefði próf staðið til boða til að sjá hans skerðingar?


Þetta er vissulega ekkert einfalt og fokk hvað lífið er erfitt á köflum, en hann eins og meginþorri fólks með Downs á eftir að lifa fínu lífi. Hann eins og fólk með downs hefur fína möguleika á því að stofna fjölskyldu og eignast börn.


Það er samfélagið sem er fatlað.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bogi | 22. jan. '16, kl: 15:54:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var í mömmugrúppu með konu sem hafði eignast tvö holgómabörn og hafði sjálf fæðst holgóma. Fyrra barnið hennar var alveg hræðilegt case og var mikið álag á þau, og barnið nánast dáið oft.
Eftir að hún eignaðist barn nr. 2 fóru þau í rannsókn og kom í ljós að þetta var erfðatengdur galli. Hún sagði að ef svo ólíklega vildi til að hún myndi ákveða að eignast þriðja barnið þá mætti hún fara í rannsókn og ef í ljós kæmi að barnið hefði þennan galla gæti hún farið í fóstureyðingu. Þetta er í Danmörku - svo það þekkist alveg.

ert | 22. jan. '16, kl: 16:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það má vera að í DK megi eyða fóstrum vegna mögulegrar fötlunar hver svo sem hún er.

Hins vegar er ég á þeirri skoðun að fóstureyðingar eigi að vera frjálsar á Íslandi.

Hitt er svo annað mál hvort við eigum að skima fyrir holgóma, ADHD, DS, litarhætti eða öðru.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 22. jan. '16, kl: 16:05:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er rétt  - var bara að benda á að það væri gert. Í Danmörku var líka bara skimað fyrir Downs en ekki öðrum litningagöllum eins og hérna heima. Það fannst mér skrítið, því aðal ástæðan fyrir því að ég fór í þetta á sínum tíma voru ólífvænlegu gallarnir.

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 19:31:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg í boði að skima fyrir öðru en þessu standard 18, 13 og downs hérna. Eflaust ekki gert nema eftir sögu.


Ég fekk mun ýtarlegri sónara með strákana en gengur og gerist vegna fötlun stelpunnar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

strákamamma | 23. jan. '16, kl: 22:02:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ekki rétt


Var í þessari skimun í vor í Danmörku.   Fékk hækkaðar líkur á 3 litningagöllum.  Tveimur sem eru alltaf bannvænir og svo downs. 

strákamamman;)

musamamma | 21. jan. '16, kl: 19:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

M.ö,o. sum samfélög fatla kvenkyns einstaklinga, þar er kvenkyn fatlað. Fötlun er ekki annað en hindranir í samfélaginu gagnvart þeim sem falla ekki í normið.


musamamma

Nói22 | 21. jan. '16, kl: 21:34:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei fötlun getur verið svo rosalega mikið annað. Manneskja sem er fjölfötluð og getur illa tjáð sig og gert hluti, þetta er svo miklu meira en hindrun. Já það er hægt að hjálpa henni að gera sig skiljanlega og hjálpa henni með hennar daglegu þarfir en líf manneskjunnar er samt sem áður allt annað en manneskju sem er ófötluð.


Svo svo eru já samfélög sem eyða kvenkynsfóstrum en hvað hefur það upp á sig annað en að það verður kynjahalli sem svo hefur neikvæð áhrif á samfélagið eins og er t.d að gerast í Kína. Sem ég held að sé ástæðan fyrir því að þeir eru farnir að leyfa fólki að eiga tvö börn. 

noneofyourbusiness | 23. jan. '16, kl: 21:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Fullt af heilbrigðum fóstrum er eytt á hverju ári, út af aldri móður, félagslegum aðstæðum eða bara af því að móður langar ekki að eignast barn. Af hverju hneykslast þetta fólk ekki jafn mikið á því?


Ég hef unnið í menntakerfinu og kynnst því hvað foreldrar þurfa að berjast mikið fyrir velferð fatlaðra barna. Það er stöðugt verið að skera niður sérkennslu, þrengja inntökuskilyrði í sérskóla og svo framvegis. Ég get bara mjög vel skilið þær konur sem treysta sér ekki til að eignast fatlað barn í okkar samfélagi. Sérstaklega ef móðirin er ein, kannski ung og með lágar tekjur. 


Ef fólk vill fækka þessum fostureyðingum þarf að búa betur að öllum börnum, og sérstaklega þeim börnum sem þurfa hjálp í skólakerfinu. 

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 21:41:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þrengingar í skólakerfinu = fóstureyðingar?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 23. jan. '16, kl: 21:53:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það er drulluerfitt að vera með fatlað barn á Íslandi. Sérstaklega ein með fatlað barn. Ég hef hitt marga foreldra fatlaðra barna og það er ekki óalgengt að mamman vinni lítið eða ekki, af því að það fer svo mikil vinna í að berjast fyrir réttinudum barnsins og fara með það i alla þá þjonustu sem það á rétt á. 


Foreldrar fatlaðra barna skilja líka oftar en aðrir. Það eru ekki öll fötluð börn eins en sum börn með Downs geta verið verulega erfið og það tekur mikið á fyrir kannski ungt, einstætt foreldri að vera með þannig barn. Miklu meira en ófatlað barn. 

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 21:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst algerlega viðbjóðslegt hvernig fókusinn hjá þér er á aðstæðum annara en þess fatlaða.


Veistu það er bara fekar mikið erfitt fyrir manninn minn og fyrir börnin mín að eiga kig fatlaða móður þeirra og eiginkonu. Það finnst samt engum þeir vera eitthvað fórnarlamb í stöðunni. Þetta er bara lífið. Svona er það. Enginn er fullkominn og þá síst hinir "heilbrigðu".

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 23. jan. '16, kl: 22:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Jæja, þá verður þér að finnast það viðbjóðslegt. Þú ert ekki með Downs og átt ekki barn með Downs. 


Hvað finnst þér um venjulegar konur sem eyða heilbrigðum fóstrum bara af því að það hentar þeim ekki á þessum tímapunkti að eignast barn? LÍka ógeðslegt? Eða má taka tillit til aðstæðna  og óþæginda móður þá, en ekki þegar hún gengur með fatlað barn?

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 22:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst ekkert um það að velja að eiga ekki barn. Mér finnst allt um það að sortera úr.


En ég gagnrýni ekki konununa, þarna er það kerfið sem era að bregðast fólki.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 23. jan. '16, kl: 22:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

mig minnir endilega að það hafi komið út rannsókn nýlega sem sýndi fram á að skilnaður væri ekki algengari hjá foreldrum barna sem eiga fötluð börn. Það var vitnað í hana í fötlunarfræðinni

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 23. jan. '16, kl: 22:05:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef séð rannsókn um hið gagnstæða, reyndar ekki frá Íslandi. 

ert | 23. jan. '16, kl: 22:12:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já í fötlunarfræði var einmitt minnst á að þetta hafði verið talið en svo kom þessi rannsókn út.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 26. jan. '16, kl: 13:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fann tilvísun í þetta

 Weiner (as cited in Sobsey, 2004 ) stated that the divorce rate for families with a disabled child is 70%. However, other research does not support this statistic. Seltzer, Greenberg, Floyd, Pettee, and Hong ( 2001 ) followed 7,000 Wisconsin high school graduates over time and found no difference in divorce rates for parents of children with disabilities than from all other parents.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 23. jan. '16, kl: 22:11:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Flestir vinnuveitendur gefa frí til að fara með börn í þjálfun, oft á launum. Þú hljómar eins og þjónustan í boði taki heilu og hálfu dagana. Finnst merkilegt hvað sumar hérna reyna að gera foreldra fatlaðra barna að píslarvottum. Fórnandi sér fyrir börnin. Annað en foreldrar ófatlaðra barna, þeirra hlutverk er svo auðvelt að það er eins og að vera barnlaus. Aldrei vandamál.


musamamma

ert | 23. jan. '16, kl: 22:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

haha, vinkona mín á barn árinu yngra en minn og sá er um það bil eins ófatlaður eins og hægt er að vera. En það eru samt massi af vandamálum. Ég er ekki alltaf samúðarfull mér finnast sum vandamálin svo fyndin en guð minn góður þetta eru alvöru vandamál og ég yrði vitlaus ef ég ætti barnið

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 22:23:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fekk hún enga skimun?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 23. jan. '16, kl: 22:25:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei en þeir þyrftu að hanna próf fyrir þetta - þetta er ekki algengt tilfelli

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 22:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sorglegt. Er þetta fólk ekki bara við það að lóga sér?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 23. jan. '16, kl: 22:48:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

vinkona mín á oft erfitt út af þessu - hreint út sagt

ég vissi ekki að þetta gæti verið svona erfitt en svona lærir maður - af því að hlusta á annað fólk

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Louise Brooks | 23. jan. '16, kl: 23:13:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er við það að missa mitt 20% hlutastarf vegna þess að ég er eina manneskjan í starfsmannahópnum sem er foreldri. Stundum koma upp veikindi hjá stráknum eða mér og þá er það alltaf meiriháttar vesen vegna almennu undirmönnunarinnar (ég vinn við afgreiðslu). Ég er líka i skóla í aðeins 2 fögum og það er ógeðslega erfitt að halda í við hópinn þegar það koma upp veikindi og vesen með drenginn. Blessunarlega er makinn í vinnu þar sem er aldrei vesen ef hann þarf að vera heima eða skjótast eitthvað. Ég elska það hvað hann mætir miklum skilningi á sínum vinnustað. Ég er í vinnu aðallega til að halda geðheilsu og hitta fólk. 


Ég aftur móti tel ekki einhverfu eða adhd vera vanda. Það er frekar það að hafa verið sjálf heilsulaus bæði andlega og líkamlega að takast á við það að drengurinn var beisikklí langveikur vegna asmta frá 18 mánaða aldri. Það var ógeðslega erfitt að vera sjálf svona veik þegar hann var hvað mest veikur. Núna gengur allt margfalt betur og ég líka búin að fá að vita hvað er að og hvers vegna hefðbundnar aðferðir virka ekki. Hvað þá eftir að hann komst á adhd lyf að þá bara fúnkerar allt svo vel. 


Mér finnst ég hafa reynslu af því að vera föst í að vorkenna sjálfri mér fyrir hvað allt var erfitt en er löngu komin út úr því og held að það geri það flestir það bara tekur mislangan tíma hjá fólki. Ég á líka vini sem eiga ófötluð börn sem eru samt bara sum hver mjög erfið og geri mér svo vel grein fyrir því að ég hef það bara alls ekkert slæmt. Það að eiga börn er verkefni en ekki vandamál, fötluð eða ekki.

,,That which is ideal does not exist"

Lilith | 26. jan. '16, kl: 13:45:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer nú töluvert eftir því hversu mikil fötlunin er.

Blah!

Lilith | 26. jan. '16, kl: 13:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og svo má ekki gleyma að flest börn verða auðveldari með aldrinum, svo þessi mikla umönnun er bara tímabundin. Þetta á ekki endilega við fötluð börn.

Blah!

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 12:36:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það eru fordómar að vinsa út fólk með ákveðna eiginleika. Alveg sama hverjir þeir eru.


En ég ætla ekki (breitt frá því mér áður fannst) að dæma konur sem taka svona ákvörðun. Á meðan þetta er löglegt ætla ég að berjast við það á réttum stað, þar í kerfinu þar sem svona flokkun telst eðlileg.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Magix | 21. jan. '16, kl: 12:37:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst þér þessi flokkun ekki eðlileg?

ert | 21. jan. '16, kl: 12:41:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í hvaða flokka er verið að flokka?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 14:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Auðvitað er þetta fullkomlega eðlilegt að kjósa að eyða fóstri með downssyndrome, það er eins og það eigi að vera eftirsóknarvert að eignast jafnvel stórlega fatlað barn því annars getur það móðgað einhver annan

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 15:35:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu ekki. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Petrís | 21. jan. '16, kl: 17:33:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það eru ekki eiginleikar að vera með alvarlega líffræðilega galla eða löskun.

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 18:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað fleira eru ekki eiginleikar?

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það að vera með krabbamein er ekki eiginleiki eða gigt. Það að missa hendi eða fót er ekki eiginleiki.

ert | 21. jan. '16, kl: 18:44:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK. Já en þroskahömlun er ekki líffræðilegur galli per se.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:54:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Down syndrome er líffræðilegur galli auðvitað

ert | 21. jan. '16, kl: 18:58:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK. Hvernig er líffræðilegur galli skilgreindur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:11:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Í þessu tilfelli er um að ræða aukalitning sem ætti ekki að vera, þessi litningur eykur hættu á þroskaskerðíngu, hjartasjúkdómum og mörgum öðrum líkamlegum kvillum. Litningar eru eins og þú veist hluti af líffræði líkamans.

ert | 21. jan. '16, kl: 19:13:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég var að spyrja um skillgreininguna á líffræðilegum galla. Er allt sem er hluti af líffræði líkams líffræðilegur galli eða bara sumt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:16:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Frávik sem skerða líkamlegt eða andlegt atgerfi fólks eru auðvitað fötlun. Þegar um er að ræða fóstur er það galli.

ert | 21. jan. '16, kl: 19:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þannig að öll frávik sem skerða líkamlegt eða eða andlegt atgerfi fólks eru líffræðilegir gallar.

OK. Hvernig vitum við að hvort einhver galli skerðir  líkamlegt eða eða andlegt atgerfi fólks? Hvernig skilgreinum við það?

Hvernig finnum við út því hvort eftirfarandi dæmi eru líffræðilegar galla?

20/20 sjón er vætanlega ekki líffræðilegur galli en 20,0001/20 en 20,1/20

hvít húð og sólbrenna mjög auðveldlega

örhentur

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 19:31:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mamma hefði augljóslega átt að fara í fóstureyðingu. 


Nú og bara allir þar sem ekki er til ógölluð manneskja.


Klárum þetta bara.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 21. jan. '16, kl: 19:38:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Pældu í gallaða hárlausa apanum sem fæddist og ber nú ábyrgð á þessu öllu.

Mamma hans hefði átt að drepa hann.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 19:51:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með grjóti.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Chaos | 21. jan. '16, kl: 19:41:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru í raun engin rök fyrir eyðingu þessara fóstra sem ganga upp.

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 19:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getur notað skilgreininguna "litningagalli"

strákamamman;)

ert | 21. jan. '16, kl: 19:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að líffræðilegur galli er bara litningagalli - ekki aðrir erfðafræðilegir gallar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 19:48:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég veit það ekki...hef ekki skoðað hvað þú meinar með "líffræðilegur galli"


En litningagalli er eitthvað sem ekki er hægt að bera saman við það að vera kvenkyns eða með adhd.   og það er heldur ekki hægt að vera á gráa svæðinu hvað varðar litningagalla, annað hvort er maður með hann eða ekki

strákamamman;)

ert | 21. jan. '16, kl: 19:49:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég meina ekki neitt með því - ég var að spyrja um skilgreininguna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 19:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fylgdist ekki með því hreinlega hvð viðkomandi átti við með þessu orði...líffræðilegur galli.  Ef til vill átti viðkomandi við litningagalli.

strákamamman;)

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 19:52:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ha ha hvað er kyn annað en litningagalli, eða hárafar, eða innskeifa?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 22. jan. '16, kl: 06:52:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Innskeifa? Kommon, ertu að segja að stóra grjónið sé gallað? *grenj*

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Lilith | 22. jan. '16, kl: 09:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Karlmenn eru litningagalli, það vantar hluta á annan X litninginn þeirra.

Blah!

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 13:49:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Veldur hræðilegri vansköpun á kynfærum meðal annars. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 19:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Samanburðurinn á downs syndrome og kvenkyni er óþarfur. Er það ekki einkamál konu ef hún lætur eyða fóstri af því að það er kvenkyns?

ert | 21. jan. '16, kl: 20:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef það er einkamál kvenna þá eigum við ekki gagnrýna Indverja fyrir slíkar fóstureyðingar og þá eigum við heldur ekki að líta á skekkt hlutfall kynjana í Kína sem vandamál. Þetta var jú val kvenna að skekkja hlutfallið svona.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 18:58:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En downs er ekki sjúkdómur.

Og hvað segirðu, er það ekki eiginleiki að vera einhentur?

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst þér það eiginleiki?

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 19:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað í ósköpunum er að því að nota það orð? Er það ekki þér samboðið?

musamamma | 21. jan. '16, kl: 19:49:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hvað með fólk sem veður gegnum tilveruna illgjarnt og illa upplýst, haldandi að það sjálft sé toppurinn á þróunarstiganum, drullusama um hvern það traðkar á? Er vöntun á samkennd galli?


musamamma

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 19:16:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eiginleiki að vera þröngsýnn og vitlaus.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:17:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það held ég ekki, ég held að það sé galli. Svona eins og yfirgangur og heimska

musamamma | 21. jan. '16, kl: 19:43:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lítur þú á fólk með Downs sem gallaða einstaklinga?


musamamma

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 19:49:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Eg lít á fólk með Downs eins og manneskjur.   manneskjur sem eru fæddar með litningagalla. 

strákamamman;)

musamamma | 21. jan. '16, kl: 19:55:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar að heyra hvað Petrís finnst :)


musamamma

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 19:56:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ó...sorry :) 

strákamamman;)

Petrís | 21. jan. '16, kl: 21:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei að sjálfsögðu ekki enda var ég að tala um galla hjá fóstri en ekki manneskju. Hjá fæddum einstakling er downs heilkenni fötlun ekki galli.

musamamma | 21. jan. '16, kl: 21:13:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég skil ekki, umbreytist gallinn við fæðingu í fötlun? 


musamamma

Petrís | 21. jan. '16, kl: 21:14:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fóstur er ekki manneskja, það er frumuklasi sem stundum hefur þroskast rétt og stundum ekki.

musamamma | 21. jan. '16, kl: 21:19:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Þetta fóstur var þá gallað og ef það hefði fæðst þá hefði fæðst fatlaður einstaklingur? 


musamamma

Petrís | 21. jan. '16, kl: 21:26:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Er eitthvað við þetta sem þú átt erfitt með að skilja? Finnst þér fóstur vera manneskja? Finnst þér að við ættum að banna fóstureyðingar? Finnst þér að við eigum að hætta að skima eftir þessu og láta þetta ráðst hvað sem fólkið í þessari aðstöðu vill af því þú tekur þetta nærri þér af persónulegum ástæðum.
Ég hugsaði mig um hvort ég ætti að bæta þessari klausu við en ákvað að gera það. Ef skimað væri fyrir einhverfu (ég veit þú ert einhverf) og ég yrði ólétt og mér yrði sagt að meiri en minni líkur væru á því að fóstrið væri með þann galla og barnið myndi fæðast einhverft þá myndi ég láta eyða þvi. Ekki vegna þess að einhverft fólk sé slæmt eða ómögulegt, ég þekki marga slíka einstaklinga. Heldur vegna þess að ég þekki líka marga foreldra sem eiga einhverf börn og hef séð um hvað lífið þeirra snýst um, ekki bara í 18 ár heldur alla ævi og ég myndi einfaldlega ekki vilja það fyrir mig og mínar ákvarðanir eru teknar af mér fyrir mig. Það væri mín ákvörðun að ég myndi ekki vilja þann pakka og þar sem þetta er minn líkami myndi ég gera það sem er best fyrir mig. Get ég sett þetta skýrara fyrir þig.

musamamma | 21. jan. '16, kl: 22:02:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég á erfitt með að skilja að á einu þroskastigi kallar þú litningafrávikið galla og á næsta þroskastigi kallar þú  litningafravikið fötlun en samt seturðu ekki samasem merki milli orðanna galli og fötlun. 
Hef ekki tjáð mig um restina af tuðinu í þér og nenni því ekki.


musamamma

Petrís | 21. jan. '16, kl: 22:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

nei enda er þetta sjálfhverf eigingirnisárátta í þér

musamamma | 21. jan. '16, kl: 22:16:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að kjósa ekki að ræða hvort ég sé fylgjandi eða andvíg fóstureyðingum? Er það eigingirnisárátta að ætla ekki út í umræður við þig um hvort mér finnist þú eiga rétt á hinu og þessu? Say what? Ég bað um útskýringu á því að segja galla sama og fötlun en samt ekki. Ef þú treystir þér ekki til að svara þá er óþarfi að ráðast að minni persónu. Segir mest um þig. 
Þú virðist eiga slæmt kvöld, vonandi skánar það fljótt. Knús.


musamamma

musamamma | 21. jan. '16, kl: 22:18:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst sorgleg þróun að sjá sannleikskorn í umtalinu um Bland.


musamamma

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 01:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvers vegna líta svona margir á "galla" sem eitthvað neikvætt og persónulegt? Þetta er bara orð sem lýsir því að eitthvað er ekki eins og flestra annara.

ert | 24. jan. '16, kl: 01:42:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já eins og galli í vöru. Hún er alveg nothæf og mjög góð en bara öðruvísi. Til dæmis þá er galli í flugvélahreyfli ekkert til að hafa áhyggjur. Þetta er bara aðeins öðruvísi hreyfill en virkar fínt og það á í rauninni leyfa öllum flugvélaghreyflum að hafa galla. Það er ekkert slæmt, bara öðruvísi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 01:44:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flugvélin ætti allavega ekki að taka það inná sig það er bara verið að lýsa ástandi hennar :)

musamamma | 24. jan. '16, kl: 01:46:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Orðið galli þýðir annmarki eða skemmd. Ekki fjölbreytni. 


musamamma

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 02:02:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og? Af hverju að taka staðreyndir inná sig?

musamamma | 24. jan. '16, kl: 02:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einhverfa er ekki galli.


musamamma

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 02:05:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vorum við ekki að tala um "genagalla"?

ert | 24. jan. '16, kl: 02:03:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú veist að barirnir eru að fara að loka. Skemmtu þér vel. Góða nótt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 24. jan. '16, kl: 10:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Enda er orðið fósturgalli notað í læknavísindum, sem og orðið litningagalli

Og það sem meira er - það eru gerðar aðgerðir á fóstrum í móðurkviði sem greinast með fósturgalla sem hægt er að bregðast við - líka talað um fósturfrávik og fósturkvilla.

Hugsanlega vegna þess að ef að foreldrum býðst, ef það er mögulegt, að laga slík frávik og heilkenni (allavegana eitt af þessum frávikum er heilkenni eða syndrome) þá taka þeir því - ekki af því að þeir myndu ekki elska barnið sitt með sitt frávik svo lengi sem það lifir (ef það lifir fæðinguna), heldur af því að þeir vilja gera sitt besta til að barnið fæðist eins "heilbrigt" og mögulegt er.

smyrra | 22. jan. '16, kl: 00:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég skal reyna að setja þetta betur í orð:

Litningagallar í fóstrum geta leitt til fötlunar og þroskaskerðingar einstaklinga.

Það að vera með of marga, of fáa, of stutta eða of langa litninga á stöðum þar sem þeir eiga ekki að vera er kalla "litningagalli", því sá tiltekni litningur sem er,eða er ekki til staðar, er of stuttur eða er of langur, er gallaður.
  
Maðurinn (homo sapiens) hefur bara ákveðið marga litninga og ef eitthvað fer úrskeiðis í meiósuskiptingu kynfrumna mannsins, sem leiðir til galla á litningi/litningum eða litningauppröðunum, getur það leitt til fötlunar og þroskaskerðingar einstaklinga.
Ástæðan fyrir því (svona gróflega ) er sú að  "uppskriftirnar" af hverjum og einum einstakling eru geymdar í litningunum, og ef galli er á litningunum eða litningauppröðun getur það gert það að verkum að frumuskipting og hlutverk einstaka frumna geta leitt til þess að ákveðin líffærakerfi starfa ekki eins og þeim er ætlað að starfa og geta þar af leiðandi leitt til/orsakað fötlun eða þroskaskerðingu.

ert | 21. jan. '16, kl: 22:34:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já mörgum finnst að líf sitt væri aumt án þeirrar miklu og þroskandi reynslu að eiga barn á einhverfurófi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 22:39:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það er auðvitað nánast sjálfgefið að þegar barn er fætt þá tengist maður því og er glaður yfir tilveru þess allavega oftast. Þegar fóstri er eytt og verður aldrei að manneskju þá lítur málið allt öðru vísi út.  Það er alveg í lagi að ákveða að eiga barn með fötlun en það er alveg jafn mikið í lagi að ákveða að gera það ekki. Það er heldur ekki móðgun við foreldra að ákveða að eignast engin börn frekar en það er móðgun við fólk sem ekki getur átt börn að eiga 10. Aðalmálið er að fólk verður að velja fyrir sig sjálft og það er ekki annarrs að dæma þær ákvarðanir burtséð frá einhverjum fræðum sem fullyrða að við eigum öll að vilja það sama.

ert | 22. jan. '16, kl: 00:58:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

við erum ekki að tala um tengingu heldur þroska sem er ekki hægt að ná án þjáningar

ég veit að margir halda að það sé hægt að ná gífurlegum þroska og vera hamingjusamur allan tíma en raunin er einfaldlega sú að minnu reynslu að miklum þroska nær fólk ekki nema einmitt í gegnum þjáningu.

Það má vel vera að val fólks um auðvelt líf skili því gífurlegum þroska, umburðarlyndi og skilningi en ég hef bara ekki séð slíks dæmi ennþá. Ég hef hins vegar séð að þegar lífið neyðir ýsmu upp á fólk þá taki að stökk og breytist og sýni meiri umburðarlyndi og skilningi. En fáir velja þjáningu og þar með breytingu á gildismati ef það er sett upp sem val. Sem betur hef ég aldrei haft val. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

raudmagi | 23. jan. '16, kl: 10:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Samt eru mýmörg dæmi þess að fólk sem  fer í gegnum svona reynslu nái ekki þeim þroska sem þú tala um en aðrir sem hafa ekki gengið í gegnum þessa reynslu ná honum ;)

ert | 23. jan. '16, kl: 14:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef aldrei séð fólk sem hefur átt auðvelt líf án nokkurra verulegra erfiðleika ná miklum þroska

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

raudmagi | 24. jan. '16, kl: 15:55:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef :)

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 11:43:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Allt í lagi að börnin þjáist bara ef foreldranir fá að þroskast?

ert | 24. jan. '16, kl: 12:54:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en hver segir að börnin séu að þjást? Börnin sjálf eða einhver sem bara heldur það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 24. jan. '16, kl: 13:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Stelpan mín þjáist á hverjum degi. Ég kaupi ekki nóg súkkulaði. Hún felur þjáninguna með brosum og skoppum og Teen Titans Go hlutverkaleikjum. 
https://www.facebook.com/dora.hafsteinsdottir/videos/10154288336725558/?l=3290659054967574629


musamamma

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 13:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er mjög ánægjulegt að stelpan þín þjáist ekki og samgleðst ég þér innilega, en það eru ekki allir á sama báti.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 13:46:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég segi það, hef séð það sjálf og þekki marga sem þjást.

ert | 24. jan. '16, kl: 13:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að þú segir öll börn á einhverfurófi þjáist? Þú ert að segja stelpan hennar músarmömmu þjáist?

Þannig að þú þekkir ekkert barn á einhverfurófi sem þjáist ekki og dregur af því þá ályktun að öll börn á einhverfurófi þjáist?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 13:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei alls ekki, hvar geri ég það?

ert | 24. jan. '16, kl: 13:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú ert að segja að það séu til börn á einhvefurófi sem þjáist og þess vegna sé æskilegt að börn fæðist ekki einhverf.

En nú eru til börn sem eru óeinhverf og þjást. Væri þá æskilegt að´koma í veg fyrir að börn fæddust óeinhverf?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 13:55:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig færðu það út að ég vilji ekki að einhverf börn fæðist?

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 13:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hefði ekkert á móti því að það væri hægt að koma í veg fyrir alvarlegust tilfellin, neita því ekki. Ég er einhverf sjálf og ólst upp með mikið fötluðum börnum, þar á meðal einhverfum.

musamamma | 24. jan. '16, kl: 14:01:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Alvarlegustu? Stelpan mín er greind með dæmigerða einhverfu og málþroskaröskun, byrjaði að tala um 5 ára. Notaði myndmál þangað til. Samkvæmt fagfólki er hún mjög einhverf. Hún þjáist ekki neitt og er ótrúlega lífsglöð og hamingjusöm stelpa sem finnur samkennd með öllum og vill öllum vel. Kannski af því hún fær að vera hún sjálf og tekið tillit til hennar þarfa.


musamamma

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:02:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei og það er gott. Hún er ekki allir aðrir er það?

Grjona | 24. jan. '16, kl: 14:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að þú heldur að hún sé einsdæmi? Hvað fær þig til að halda það?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:08:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alls ekki.

Grjona | 24. jan. '16, kl: 14:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað ertu þá að reyna að segja? 
Sumum einhverfum einstaklingum líður illa, sumum NT einstaklingum líður líka illa. Sumum blindum líður illa, sumum feitum, mjóum, höltum, gigtveikum.... líður illa, öðrum líður vel. Það að vera eitthvað ákveðið veldur ekki sjálfkrafa vanlíðan.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

musamamma | 24. jan. '16, kl: 14:02:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég ætla að draga mig í hlé. Finnst ömurlegt að lesa viðhorf fólks hérna.


musamamma

ert | 24. jan. '16, kl: 14:07:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þá er einhver misskilningur í gangi - það eru alveg tilfelli af einhverfu sem ég teldi gott að koma í veg fyrir

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:10:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þetta orðaleikur eða erum við að ræða saman?

ert | 24. jan. '16, kl: 14:13:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Áttu við kaldhæðni? Nei þetta svar var ekki kaldhæðni. Það eru til tilfelli einhverfu sem væri amk gott að gera mun vægari, sérstaklega tilfelli þar sem er mikill sjálfsskaði sem skaðar börnin varanlega og stundum mjög alvarlega.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:14:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Varðandi einhverfuna að þá finnst mér mjög ósanngjarnt ef það á að taka hugsanlega lækningu frá þeim sem vilja hana því að einhverjum líður vel og vilja hana ekki. Getur það fólk ekki einfaldlega afþakkað?

ert | 24. jan. '16, kl: 14:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Umræðan spratt út því að fólk sem vill útrýma fötlunum sagði frá því. Það vill að enginn sé fatlaður í þessum heimi. Við höfum verið að segja að sumir, ekki allir, séu sáttir við að vera fatlaðir og vilji ekki vera öðruvísi og það sé bara í góðu lagi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já algerlega. En það er hópur sem berst gegn rannsóknum og vill ekki að neinn einhverfur verði "læknaður" og það kemur persónulega við mig því ég á fjölskyldumeðllimi sem eru mjög fatlaðir :(

ert | 24. jan. '16, kl: 14:22:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekkert sem bendir til að þess að hægt sé lækna einhverfu en það er hægt að hjálpa fólki og svo er hægt að breyta þjóðfélaginu þannig að það taki tillit til einhverfra og bjóði upp á þjónustu fyrir þá, ekki bara fyrir óeinhverfa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já alveg sammála því að það þurfi að breyta kerfinu fyrir alla og taka tillit en mér finnst ekki rétt að einn hópur berjist fyrir því því að rannsóknir hætti eða tali yfir aðra einhverfa.

ert | 24. jan. '16, kl: 14:32:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit ekki til þess að neinir vilji að rannsóknum sé hætt heldur að rannsóknunum sé breytt þannig að það meira skoðað hvað einhverfir tejist gagnast sér

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:43:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er sanngjarnt.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:47:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en samt ekki að hætta að finna orsök og hvort hægt sé að draga úr slæmum einkennum

ert | 24. jan. '16, kl: 14:50:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist að það er meiri peningum eytt í rannsóknir til að finna gen sem tengja einhverfu en að finna lausnir sem hjálpa einhverfum.

Það hafa fundist c. 100 gen sem útskýra 1% tilfella einhverfu. Þessar rannsóknir á orsökum eru sem sagt ekki að skila neinu umtalsverðu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 24. jan. '16, kl: 14:21:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er að tala um það? 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

ert | 24. jan. '16, kl: 13:59:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er greinilega bara skil þig ekki.

Þú vilt sem sagt að börn fæðist gölluð, fráburgðin öðrum á slæman hátt.

Ok.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 14:02:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það verður held ég líka bara að vera þannig. Þarf ekkert að skilja allt svo sem :)

Grjona | 24. jan. '16, kl: 14:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef séð marga NT einstaklinga þjást líka. Það að hafa einhver ákveðin einkenni er ekki ávísun á þjáningu - eða öfugt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Gunnýkr | 21. jan. '16, kl: 12:38:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

algjörlega sammála. Finnst eitt ekkert hafa með hitt að gera.

nefnilega | 21. jan. '16, kl: 12:44:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. 

Mrsbrunette | 21. jan. '16, kl: 17:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg sammála þér.

gruffalo | 21. jan. '16, kl: 12:58:04 | Svara | Er.is | 28

Ég skil bara mjög vel að fólk treysti sér ekki í að eignast barn með fötlun,  ekki vitað fyrirfram hversu mikil fötlunin er en djöfull er ég komin með nóg af fólki sem kemur með rökin "já en fólk með down syndrome er frábært, þau eru alltaf svo glöð og hress og hún Stína frænka sem er með downs hún kann sko alveg að hjálpa sér sjálf!". Það er bara ekki algilt. Sumir með downs eru bara mjög fatlaðir og hreint ekki hressir og glaðir, ekki frekar en annað fólk sem er ekki með litningagalla. Og það er ekki okkar að dæma val foreldra, sama hvað það velur. Það vill enginn standa í þessum sporum.

Brindisi | 21. jan. '16, kl: 13:11:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

svo er líka fullt af fólki sem er ekki með downs sem hefði orðið voða glatt og hresst ef það hefði fæðst

Alpha❤ | 21. jan. '16, kl: 13:13:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Og svo er til fólk líka sem fæddist en hefði frekar viljað vera eytt..

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 17:19:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öh... Ertu að tala um þunglynt fólk? Eða einhvern sérstakan hóp?

Alpha❤ | 21. jan. '16, kl: 18:05:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

bara eitthvað fólk sem hefði ekki viljað fæðst sama hvort það er þunglynt eða annað. Getur líka verið langveikt fólk sem lifir bara kvalir. 

gruffalo | 21. jan. '16, kl: 14:58:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb.

smyrra | 22. jan. '16, kl: 01:05:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Voðalega einkennilega orðað hjá þér, þar sem frumuklasar í fóstursamhengi eru ekki orðnir að fólki, hvort sem þér líkar betur eða verr.
Þú ert mögulega á einhverskonar villigötum og ég mun ekki fara nánar út í þessa umræðu.

Brindisi | 22. jan. '16, kl: 09:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég biðst forláts, sumir frumuklasar hefðu geta orðið happy people.............í alvörunni? eins og þú hafir ekki skilið hvað pointið hjá mér var?

smyrra | 22. jan. '16, kl: 10:07:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.
Að líkja saman frumuklösum og fólki er ekki point.
Það er mitt point.

Anímóna | 21. jan. '16, kl: 13:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 28

Nákvæmlega. Til dæmis eru verulega miklar líkur á hjartakvillum, sumum alvarlegum hjá börnum með Downs og svo deyr meirihluti þessara fóstra í móðurkviði, langflest á fyrsta þriðjungi.
Þetta er meira en greindarskerðing og engin ávísun á hamingjusamt krútt eins og sumir vilja halda.
Ég skil bara ekki af hverju sú (hypothetical) ákvörðun mín að eiga ekki börn með alvarlega litningagalla er á einhvern hátt móðgun við aðra sem eiga börn/systkini/whatever með Downs.

Petrís | 21. jan. '16, kl: 14:37:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já akkúrat, það er til allskonar fólk með down syndrome sumt alveg yndislegt og annað stórhættulegt, alveg eins og aðrir

lýta | 21. jan. '16, kl: 17:00:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Mér finnst þessi krúttvæðing fólks með downs heilkenni eða aðrar fatlanir vera rosalega ljót og niðurlægjandi, þetta er í raun ákveðin tegund af fordómum og að skipa fólki í dálka (öðrun? er það rétta orðið?).

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 17:21:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Krúttvæðing?

Já það má segja að það sé jafnmikil bilun og að slá því föstu að líf fatlaðs fólks sé harmleikur svona yfirleitt.

ert | 22. jan. '16, kl: 10:25:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei foreldrar fólks með DS er á kafi í krúttvæðingu á meðan við sem umgöngumst ekki fólk með DS daglega vitum hvernig það er raunverulega er

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 22. jan. '16, kl: 11:53:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Enda alger krúttvæðing að benda á að líf fólks með Downs geti verið innihaldsríkt og fólkið geti verið lífsglatt. Því við EIGUM RÉTT Á ÞVÍ að heyra ekki slíkan ósóma.

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 17:17:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En er einhver í alvöru að halda því fram að allir með downs séu glaðir að upplagi? Ef fólk ekki bara að taka einstök dæmi af einstaklingum með downs sem eru gefandi og lifa góðu lífi?
Svoleiðis má alveg heyrast innan um alla armæðuna um hvað líf fatlaðs fólks hljóti nú að vera mikill harmleikur og bla bla bla. Og þeir sem halda það taka ábendingum um glaðlynda einstaklinga með downs sem svo að það sé verið að reyna að segja að það séu það allir. Af því að fólk með þetta heilkenni getur náttúrulega ekki verið eins misjafnt og við hin eða hvað??

Hið rétta er að hvort sem barn er með downs eða ekki getur það átt gott eða slæmt líf og verið ýmist glaðlynt ráða ekki.

Tipzy | 21. jan. '16, kl: 17:25:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Ójá hef margoft heyrt fólk segja að fólk með Downs sé allt svo yndislegt og glatt fólk, bara þú veist alltaf svo brosandi og hamingjusamt osfrv.

...................................................................

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 17:26:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru þá engu minni fordómar en það að halda að líf fólks með downs syndrome sé svo slæmt að það sé betra ef það fæðist ekki.

Alpha❤ | 21. jan. '16, kl: 18:09:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er búin að sjá ég veit ekki hve marga pósta þar sem systkini einhvers með downs, frænkur eða foreldrar tala um hvað fólk með downs er alltaf brosandi og svo gott og hlýjasta og besta fólk sem það hefur kynnst og gerir aldrei öðrum mein og hefur svo mikið að gefa af sér. 
Svo var önnur áðan (systir einhvers með down syndrome) sem sagði ekki skrítið að stelpunni líður illa yfir fóstureyðingunni því hún drap barnið sitt og að hún sé að gera sig að fórnarlambi og fóstureyðingar á downs er orðið alltof jákvætt og sálfsagt og hvort að fólki finnist í lagi að það sé verið að reyna að útrýma fólki með downs. 

sigmabeta | 22. jan. '16, kl: 13:32:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aumingja þú að þurfa að les eitthvað jákvætt um fatlað fólk

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 13:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já svakalega var það erfitt. Þvílík martröð! 
Það vantar eitthvað sárlega upp á lesskilning þinn og annað ef þetta er það eina sem þú finnur útur svarinu. Þú ert varla svaraverð. Hafðu það gott. 

sigmabeta
spunky | 21. jan. '16, kl: 13:40:54 | Svara | Er.is | 17

Mér finnst foreldrar barna með down syndrome vera taka þetta of nærri sér. Þetta snýst ekki um þá eða þeirra börn, sem btw enginn efast um að þau elski meira en allt og auðvitað gera þau það.


Þetta er í boði í dag og það kemur engum við nema þeim sem eru í þeim sporum að taka ákvörðun um að enda meðgöngu af þessum sökum (og bara yfir höfuð auðvitað).


Er eitthvað betri valkostur að eignast barn sem viðkomandi er ekki tilbúinn til að annast?


Skil vel að þetta sé eldfimt mál og miklar tilfinningar í gangi en hver og einn hefur rétt á að velja hvað hentar þeim best.

Hedwig | 21. jan. '16, kl: 14:23:11 | Svara | Er.is | 6

Skil oft ekki þessa viðkvæmni þegar down syndrome börnum er eytt, þau eru nú í miklum minnihluta af þeim fóstrum sem er eytt enda flest heilbrigð.

Felis | 21. jan. '16, kl: 17:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það er engum down syndrome börnum eytt. Þetta eru fóstureyðingar einsog aðrar fóstureyðingar.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Hedwig | 21. jan. '16, kl: 17:35:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meinti auðvitað fóstrum en já þetta er bara eins og hver önnur fóstureyðing finnst mér.

ingbó | 21. jan. '16, kl: 18:49:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, þetta eru ekki fóstureyðingar "eins og aðrar".  "Venjulegar" fóstureyðingar, þ.e. fóstureyðingar þar kona vill binda endi á þungun óháð því hvort eitthvað er að fósti eða ekki, eru yfirleitt framkvæmdar fyrr á meðgöngu. - 

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:01:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En það gengur út á það sama, kona að ráða eigin lífi og líkama

Kentár | 21. jan. '16, kl: 17:05:39 | Svara | Er.is | 0

Ég er svo fegin að hafa rekist á þessa umræðu hér inni. Er að verða geðveik á öllum færslunum á facebook varðandi þetta mál. Hef ekki vitað hvernig ég átti að tjá mínar skoðannir. Í staðinn hef ég plúsað ykkur í þessum þræði sem eru á sömu skoðunn og ég. Mikið er gott að vita að ég er ekki ein í heiminum!

assange | 21. jan. '16, kl: 18:01:46 | Svara | Er.is | 6

Eg faeri i fostureydingu ef eg gengi med barn med downs.. Daemi ekki adra sem myndu gera annad- enda kaemi mer tad ekki vid

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:17:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég myndi gera það án þess að hika.

Felis | 21. jan. '16, kl: 18:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er erfitt að vita hvað maður myndi gera án þess að hafa verið í þessum sporum en ég held að ég myndi líka eyða fóstri með downs.
Þess vegna valdi ég líka að fara í líkindamat.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 18:59:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

sama hér..


fékk svo líkurnar einn á móti sex.  ég valdi að fara í fylgjusýnatöku því ég var búin að ákveða að láta framkalla fæðingu ef barnið væri með downs eða annan hinna tveggja litningagallanna sem við fengum mjög hækkaðar líkur fyrir

strákamamman;)

Felis | 21. jan. '16, kl: 20:29:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er afskaplega fegin að líkindamatið kom vel út. Þetta er samt eitthvað sem ég hef velt fyrir mér lengi, hvað ég myndi gera ef ég yrði ólétt og fengi að vita að fóstrið væri með downs og eftir því sem ég hugsa þetta meir þeim mun líklegra finnst mér að ég myndi láta enda meðgönguna.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 21. jan. '16, kl: 18:13:28 | Svara | Er.is | 2

Ég veit ekki.... stundum hef ég vit á að halda mínum skoðunum út af fyrir mig


Ég spyr mig samt stundum, hvar drögum við línuna? Hvað ef það verður einhvern tíman hægt að greina ADHD á háu stigi? Eða einhverfu á háu stigi? Sumt einhverft fólk getur t.d. ekki séð um sig sjálft, rétt eins og sumir með Downs

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Petrís | 21. jan. '16, kl: 18:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Þetta snertir fyrst og fremst foreldrana og þeirrar aðstæður. Það að ætla að fæða og ala upp barn með miklar laskanir er rosaleg ábyrgð og ekki bara foreldranna því þetta getur verið rosalega erfitt fyrir systkyni líka. Það að við skulum geta fundið þetta strax og gert eitthvað í því er dásamlegt. Þetta eru ekki fólk þetta eru fóstur, frumuklessa. Það er enginn að eyða börnum með down syndrome heldur gölluðum fóstrum. Þetta eru ekki börn frekar en önnur fóstur.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 22. jan. '16, kl: 02:06:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst varasamt að nota orðið ''gallaður''. Fólk sem er með down syndrome, er það fyrrverandi gallað fóstur þá? Og hvað, núverandi gallaður einstaklingur?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Petrís | 22. jan. '16, kl: 08:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þetta er líffræði 101 ekki tilfinningasemi 101. Staðreyndin er sú að það er galli í litningapari 21 sem veldur þessari fötlun, þegar einstaklingurinn er fæddur er hann fatlaður vegna galla í litningunum. Það þýðir ekki að einstaklinguirnn sé gallaður enda er hann miklu meira en bara fötlunin þegar hann er fæddur

musamamma | 22. jan. '16, kl: 17:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sko, þú gast svarað þessu. Án þess að vera með skæting. Kudos.


musamamma

ert | 22. jan. '16, kl: 17:54:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju er þetta galli frekar en breytileiki? Af hverju eru karlmenn ekki með litningagalla?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

smyrra | 23. jan. '16, kl: 13:48:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Afþví að þetta er galli....litningagalli.

Og einfaldasta útfærslan af svarinu við "afhverju eru karlmenn ekki með litningagalla?" er sú að það eru tvö mögueg "rétt" afbrigði af kynlitningunum. Einstaklingar með sitthvort afbrigðið eru lykillinn af því að tegundir geti fjölgað sér. Útfrá náttúrunni virðist markmiðið vera að fjölga sér og er þetta því ekki tilviljun, heldur þróun. Þú getur líka glögglega séð þetta í náttúrunni sjálfri því ekki eru það bara homo sapiens sem eru með xy og xx heldur eru dýrin það líka.
Kenningin um að "þeir hæfustu lifa af" er önnur rök afhverju það sem við tölum um sem litningargalla séu litningargallar en ekki partur af þróun og breytingu mannsins/dýranna. Dýr sem fæðast með litningagalla í náttúrunni ná oftast ekki að lifa af og eru oftast skilin eftir, sérstaklega hjá harðdýrum. Þó eru alltaf undantekningar, og virðist það einnig oftast fara eftir alvarleika gallans.
 
Maðurinn er kominn það langt vitsmunalega og siðferðislega að það gerir okkur kleift að hugsa um hér um bil alla hvort sem einstaklingur fæðist með fötlun, þroskaskerðingu, eitthvað annað eða ekki. (Og í guðanna bænum þá er ég ekki að tala um undantekningartilfelli, sem dæmi þar sem mannfólk ber út börnin sín ef þau eru með fötlun, hvort sem er vegna fátæktar eða einhverrar annarrar ástæðu eða eitthvað í þá áttina. Undantekningar eru allstaðar.)


Vona að ég hafi komið þessu ágætlega skiljanlega frá mér.

Ps. þú getur skilgreint fatlanir og þroskaskerðingar sem breytileika, en það breytir því þó ekki að litningagallar eru gallar...litningagallar.

ert | 23. jan. '16, kl: 14:21:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

OK. Þannig að hvort eitthvað er galli snýst um það hvort viðkomandi geti fjölgað sér. Reyndar geta konur með DS eignast börn þannig að þær eru ekki með slíkan galla. Hins vegar má þá spyrja sig hvort samkynhneigð fólk sé með galla. Það er þá spurning hvort leita eigi ða samkynheigða geninum og bjóða upp á skimun fyrir það svo hægt sé að eyða fóstrum með þennan galla.

Merkilegt samt hvað dýr þar sem stórhluti einstaklingar fjölgar sér ekki vegnar vel eins og maurar. Þeir ættu að hafa dáið út með svona stóran hluta af ófrjóum einstaklingum.

Það er nefnilega þannig að síðan grunnskólabækur í líffræði hafa verið skrifað hafa menn áttað sig á því að þróun gengur ekki einfaldlega út á að hæustu lifa af heldur gengur hún út á að genin lifi af. Þannig getur ófrjósemi og aðrir "gallar" hentað til að koma genum áfram af því að slíkt eykur líkur á því að sömu gen í skyldum frjóum einstaklingum komist áfram.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

smyrra | 23. jan. '16, kl: 15:08:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ég ætlaði ekki að fara svona ítarlega útí umræðuna en here it goes:


Þér tekst ágætlega að leggja mér orð í munn, en einnig að taka svar við einni spurningu og láta sem það hafi verið svar við annarri. Ég skal leiðrétta þetta hér.
Þú spyrð: "Af hverju eru karlmenn ekki með litningagalla?". Svarið mitt til þín er hér fyrir ofan. Þar er ég að svara vangaveltunni þinni á því af hverju XY telst ekki vera litningagalli. Hinsvegar - þá segir þú "þannig að hvort eitthvað er galli snýst um það hvort viðkomandi geti fjölgað sér". Einfaldasta svarið við því er : Já. En tengist það umræðunni um litningagalla?: Nei. Litningagallar þýða ekki endilega ófrjósemi.


Þú ert hér komin út í allt aðra umræðu. DS er litningagalli hvort sem viðkomandi geti eignast afkvæmi eða ekki. Þú ert að blanda "afhverju eru karlmenn ekki með litningagalla" við þína eigin túlkun á hvernig aðrir líta á DS eða aðra litningagalla.

Þú setur fram vangaveltu sem þú orðar svo: " Hins vegar má þá spyrja sig hvort samkynhneigð fólk sé með galla. Það er þá spurning hvort leita eigi ða samkynheigða geninum og bjóða upp á skimun fyrir það svo hægt sé að eyða fóstrum með þennan galla."
Svarið hér er einfalt. Þú ert aftur að blanda inní þetta fyrstu spurningunni þinni sem var "Afhverju eru karlmenn ekki með litningagalla". Það er svosem hægt að sjá svarið við báðum þessum spurningum í svarinu mínu til þín hér að ofan. Út frá náttúrunni virðist markmiðið vera að fjölga sér. Samkynhneigðir geta fjölgað sér. End of story. Enginn galli þar á ferð og litningagallar sem var verið að tala um tenjast ekki umræðunni um að geta fjölgað sér. Það manstu var eitt púsl úr stóra púsluspilinu í umræðunni um "Afhverju eru karlmenn ekki með litningagalla".


Maurar eru ákveðin tegund af skordýrum. Þeir hafa þróað með sér ákveðna leið til að fjölga sér. Þeir hafa þróað með sér ákveðna leið til að halda lífi og lifa eins og þeir gera. Þróun. Það tengist heldur ekki umræðunni um litningagalla. Þarna ertu aftur að blanda einhverju saman sem tengist ekki spurningunni þinni um "Afhverju eru karlmenn ekki með litningagalla".

Ég skil ekki alveg það sem þú ert að tala um í seinustu málsgreininni þinni, en til að svara því sem þú skrifaðir :  Þeir hæfustu lifa af = genin sem gerir þau hæfust til að lifa af, lifa af. Ófrjór einstaklingur kemur ekki genum sínum áfram. Dýr sem hafa æxlast tegunda á milli eru oftast ófrjó, því náttúran telur samsetninguna ekki hæfa til að lifa af. T.d. Liger (Lion and a tiger).

Ég vona að ég þurfi ekki að ræða þetta nánar.

ert | 23. jan. '16, kl: 15:13:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Dýr sem hafa æxlast tegunda á milli eru oftast ófrjó, því náttúran telur samsetninguna ekki hæfa til að lifa af. T.d. Liger (Lion and a tiger)."

orsök: náttúran telur samsetninguna ekki hæfa til að lifa af  afleiðing: dýrin verða ófrjó

Veistu - ég get ekki rökrætt við fólk sem talar um skoðanir náttúrunar (" náttúran telur"). Ég er með ákveðin bakgrunn úr líffræði og þegar farið er út í að persónugera náttúruna og tala um skoðanir hennar þá nenni ég bara ekki fólk.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

smyrra | 23. jan. '16, kl: 15:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Það frábæra er að þú skilur alveg hvert ég er að fara með þessu. Svo er líka best að setja hlutina upp á einfaldan hátt þegar umræða á sér stað þar sem ekki allir hafa bakrunn í umræðuefninu.
Út frá skrifunum þínum hér að ofan hefði ég ekki giskað á að þú værir með meiri bakrunn í líffræði heldur en flestir aðrir. Ég skal samt glöð halda áfram, svo lengi sem ég nenni, að leiðrétta og svara ummælum einstaklinga sem taka orðin mín úr samhengi eða leggja mér orð í munn. 

ert | 23. jan. '16, kl: 15:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Endilega útskýrðu fyrir okkur hvað náttúran telur um lífverur og æxlun þeirra og afkomendur hvar við getum lesið um skoðanir hennar. Geturðu svo vitnað í heimildir um hvað náttúran telur á hverjum tíma.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

smyrra | 23. jan. '16, kl: 15:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þá vil ég beina einstaklingum á að lesa svarið mitt við fyrstu spurningunni þinn " Afhverju eru karlmenn ekki með litningagalla?". Svo einnig í næsta svari mínu til þín varðandi þróunina og þann hæfasta að lifa af=hæfustu genin lifa af og jafnvel annað svar sem ég skrifaði hér ofar varðandi grófa útskýringu á því hvað telst til litningagalla. Einnig er hægt að leita sér upplýsinga í gegnum google. Þar ættu flestir að átta sig á hver meiningin er á bak við "náttúran telur" því það er þægileg einföldun á ferlinu sem býr að baki þróunar, hæfni til að lifa af og alls sem þar er á milli.

Þú sem manneskja með góðan líffræði bakrunn ættir manna best að skilja einföldun umræðunnar með því að nota "náttúran telur". Þessi metingur í þér er að verða hálf kjánalegur. 

ert | 23. jan. '16, kl: 15:37:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki - á bak við þetta eru ekki mannlegar skilgreiningar á litningagöllum heldur er einhver algildur sannleikur. Náttúran er búin að skilgreina litningagalla og við höfum fengið þessa skilgreiningu beint frá náttúruninni svona eins Móses fékk boðorðin frá Guði. Hvar fæ ég þessa skilgreiningu frá náttúrunni? Skilgreiningar manna eru breytilegar og ófullkomnar en ef náttúran hefur gefið okkur skilgreiningu þá er náttúran orðið eins og Guð og það sem hún segir hlýtur að vera rétt. Geturðu linkað á þessa skilgreiningu frá náttúrunni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

smyrra | 23. jan. '16, kl: 15:50:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ef þú vilt að fólk taki þig alvarlega og taki til sín það sem þú skrifar, þá ráðlegg ég þér að átta þig á hvenær þú átt að stoppa.

Það hefur allt komið fram áður sem þú skrifa hér nú. Það kemur fram hvað átt er við hér að ofan. Það kemur fram að þetta sé einföldun á ferlinu sem býr að baki. Það kemur all fram.
Nú er það þitt að annaðhvort leggjast yfir þetta aftur sem við höfum rætt og leggja raunhæfan skilning í það sem þar stendur eða halda áfram að endurtaka sama útúrsnúninginn aftur og aftur. Hann er kominn svona frekar langt frá upphaflegu spurningunni þinni. 

Ég ætla hinsvegar að fara og fá mér flatköku.
Eigðu góðan dag. 


ert | 23. jan. '16, kl: 15:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Én ég verð að benda þér á að þessi röksemdarfærsla gerir ráð fyrir guðlegu afli og því að vitsmunir séu á bak við þetta ferli sem sagt trú á æðra afl. Það gerir það að verkum að ég get ekki rætt af viti við þig þar sem þetta snýst alltaf um trú, aflið sem sem hugsar og hugsun þess veldur því að eitthvað gerist.

"Dýr sem hafa æxlast tegunda á milli eru oftast ófrjó, því náttúran telur samsetninguna ekki hæfa til að lifa af. T.d. Liger (Lion and a tiger)."

þessi setning gerir ráð fyrir

orsök: náttúran (eða eitthvað annað) telur samsetninguna ekki hæfa til að lifa af  afleiðing: dýrin verða ófrjó

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

smyrra | 23. jan. '16, kl: 15:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Allt búið að koma fram.
Eigðu góðan dag.

ert | 23. jan. '16, kl: 16:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei ég skil ekki

þú skilgreinir "náttúran telur" sem ferlið sem býr að baki þróunar

þá erum við með

Dýr sem hafa æxlast tegunda á milli eru oftast ófrjó, því náttúran telur samsetninguna ekki hæfa til að lifa af. T.d. Liger (Lion and a tiger)."

sem verður

Dýr sem hafa æxlast tegunda á milli eru oftast ófrjó, því ferlið að bak þróunarininar ?????  samsetninguna ekki hæfa til að lifa af. T.d. Liger (Lion and a tiger)."

orsök: eitthvað sem ég skil ekki en tengist þróun     afleiðing: dýrin verða ófrjó

þetta er ekki eðlilegt orsakasamhengi - eitthvað við þróun veldur því að dýr verða ófrjó. Það stenst ekki. Dýr verða ófrjó og það getur haft áhrif á þróun en ekki öfugt. Þróun er ekki eitthvað sem stjórnar frumuskiptingum dýra og hvort þau verða ófrjó. Hins vegar getur frumskipting dýra haft áhrif á þróun.

Það er svona bull sem vísindamaður myndi aldrei láta frá sér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

smyrra | 23. jan. '16, kl: 16:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Haha þú ert ágæt.
Þú verður bara að eiga þessa röksemdafærslu við þig , þá sérstaklega ef það fær þig til að líða betur eða ýtir undir tilfinninguna að þú eigir "seinasta orðið". 

Þá sýnist mér þetta samtal vera komið á endastöð.
Svo í seinasta sinn - eigðu góðan dag! :)

ert | 23. jan. '16, kl: 16:07:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei blessuð mig vertu mig langar til að vita hvort þú ert úr líffræðinni við HÍ.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 23. jan. '16, kl: 17:43:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hún tók þig í bakaríið

ert | 23. jan. '16, kl: 17:50:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já einmitt. Svona tala vísindamenn "náttúran telur" og rugla orsök og afleiðingu.

Geisp!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

strákamamma | 23. jan. '16, kl: 22:05:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

downs er litningagalli..  þannig er það bara

strákamamman;)

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 22:23:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að vera rauðhærður er litningagalli.


Þannig er það bara.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bert | 24. jan. '16, kl: 09:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Það er reyndar rangt hjá þér. Fólk sem er rauðhært er (oftast) með galla í MC1R geninu, þ.e. einungis eitt gen er gallað. Litningagalli er skilgreindur sem stærri galli á litning sem veldur breytingu á amk fleiri en einu geni en nær oftast yfir mun stærra svæði. Hér má lesa betur um hvað flokkast sem litningagallar (Chromosome abnormalities):  

Chromosome abnormality - Wikipedia, the free encyclopedia
 

Alpha❤ | 21. jan. '16, kl: 18:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá væri það frábært ef hægt er að greina það og þeir sem velja geta ákveðið að fara í fóstureyðingu og aðrir ekki. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 22. jan. '16, kl: 02:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætli það gæti endað á því að nánast enginn með ADHD, flogaveiki, einhverfu o.sv.fr. myndi fæðast?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Petrís | 22. jan. '16, kl: 08:44:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hugsaðu þér hvað það væri dásamlegt.  Allir hefðu sömu tækifærin en hefðu ekki svona gífurlegar hindranir að berjast gegn

sigmabeta | 22. jan. '16, kl: 13:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þér getur ekki verið alvara

Petrís | 22. jan. '16, kl: 13:45:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er mér alvara, ef við gætum læknað alla sjúkdóma og komið í veg fyrir fatlanir. Hvernig er það ekki gott?

sigmabeta | 22. jan. '16, kl: 13:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú þannig að þú ert að tala um lækningar á sjúkdómum en ekki eyðingar á fóstrum með fatlanir. Gott tvist.

musamamma | 22. jan. '16, kl: 17:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef einhverfu væri útrýmt þá ætti ég ekki stelpuna mína og væri sjálf ekki til. Sé það ekki sem góðan hlut. Hitler hafði þennan draum.


musamamma

musamamma | 22. jan. '16, kl: 18:42:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Draumurinn þinn:  http://www.holocaust-education.dk/baggrund/eutanasi.asp


musamamma

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 12:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég vona að það sé ekki hræðilegt að segja það en það væri æðislegt. 
Svarið hennar Petrís á vel við. 
Ég sé ekkert að því að reyna að útrýma fötlunum, takmörkunum og öðru eins og gert er með bólusetningum varðandi veikindi og annað.

ert | 22. jan. '16, kl: 12:32:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En þetta læknisfræðilega módel er ekki viðkennt af öllum. Auðvitað kallar læknisfræðilega módelið á útrýmingu fatlana.

En um leið og við skiptum úr því módeli þá breytist hugsunin - breksa módelið kallar á samfélagsbreytingu, skandnavíska módelið gerir líka ráð fyrir aðstæðum.

En af hverju á útrýma eiginleikum sem gerðu Einstein og Newton að snillingum - eigum við að vea í miðjumoði með alla, hvaða áhrif hefur það á framþróun tækni og vísinda?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 12:35:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það eru ekki allir fatlaðir snillingar. Sumir myndu mjög vilja sleppa við þessar takmarkanir. Sérstaklega á meðan samfélagið er ekkert að breytast og lítill sem enginn vilji. 

ert | 22. jan. '16, kl: 12:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Reyndar eru líklega fæstir sem fæðast fatlaðir sem vilja breyta því. Flestir sem verða fatlaðir vilja breyta því.

En við skulum útrýma fötlunum - það þýðir enginn með ADHD, enginn með einvherfu - áhrif þess á samfélagið eru gífurleg og ekki bara til góðs. Það mun hægja á nýrri vísinda og tækniþekkingu. Líklega mun þetta líka hafa árhif á listir þar sem öll skynjun og upplifun fólks verður mjög svipuð og fólk eins og van Gogh verður ekki til. Heimurinn verður mjög einsleitur án fatlaðs fólks.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 12:56:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er ekki sammala því. Ég lika er með takmarkanir sem ég hefði viljað verið án. Það eru mjög fáir sem verða einhverjir snillingar með þessar takmarkanir og þessu yrði aldrei útrýmt alveg ef hægt væri því eins og þú sérð þá er alveg fullt af fólki sem pælir ekki í þessu og eignast samt barn með downs syndrome eða fatlanir þó það hafi möguleika á fóstureyðingu. Aðrir myndu gera það sama með adhd og einhverfu og ákveða að takast samt á við það. Við sem myndum ekki geta tekist á við það gætum þá allavega valið að fara í fóstureyðingu. 


Ég hef meira að segja verið sett í greindarpróf útaf mínum takmörkunum bæði sem barn og ung manneskja og í því kom út vel yfir meðallagi  en ekki hef ég kynnst því. Maður hefði þá haldið að maður ætti einhvern séns.. 

ert | 22. jan. '16, kl: 13:11:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég skil ekki tal um snillinga - það er vel vitað mál að meirihluti fólks í tæknigeiranum er með lesblindnu, ADHD eða einhverfueinkenni þess vegna gengur því vel í tæknigeiranum. Það hugsar öðruvísi. Ef við útrýmum þeim hugsunarhætti sem fylgir lesblindnu, ADHD eða einhverfueinkenni  þá verða þetta verri starfsmenni af því að þeir hafa ekki hugsun sem hentar starfinu. Það hægir á öllu sem snýr að tækni - allar tæknilausnir taka lengri tíma, minna verður um nýjungar.

Þjóðfélagið er bara með fordóma gagnvart þér og veitir þér ekki það sem þú þarft til blómstra. Það eru leiðir fram hjá þjóðfélaginu og í það að blómstra en vissulega eru þær langar. En það að búa einsleit samfélag þar sem allir eru minna eða meira jafnfærir og þá um leið ekki neitt sérstaklega færir í neinu er alvarlegt mál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 22. jan. '16, kl: 13:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eitt í viðbót - enginn verður hamingjusamur á því að líta á sjálfan sig sem gallaðan.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 22. jan. '16, kl: 13:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú talar eins og fatlanir séu kynþáttur, þetta er fáránlegt viðhorf.

ert | 22. jan. '16, kl: 13:48:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú ert á móti skilgreiningum á fötlun? Eða bara á öðrum skilgreiningum en þeirri læknisfræðilega módelinu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Seljandinn | 22. jan. '16, kl: 15:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fáránlegt viðhorf? Þetta er nú samt það "viðhorf" sem er notað í fötlunarfræðum. Það eru mismunandi skilgreiningar til í tengslum við fötlun, getur lesið þér til t.d hér ef þú hefur minnsta áhuga á að fræðast eitthvað um mál sem þú ert meira ein tilbúin að tjá þig um. http://www.humanrights.is/is/mannrettindi-og-island/mannrettindi-akvedinna-hopa/fatlad-folk

Eina fáranlega viðhorfið sem ég hef séð í þessari umræðu er óskin við að losa samfélagið við öll frávík. Þá pant að fyrst fara þeir sem enga samhyggð hafa, eru fáfróð og hafa ekki fyrir því að breyta því en eru yfirlýsingaglöð og dómhörð með eindæmum í fáfræði sinni. Samfélagið væri miklu betra án þannig einstaklinga ¿

Petrís
ert | 22. jan. '16, kl: 16:03:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig er hægt að bæta lífgæði fólks sem er ekki til? Hvernig bæti ég lífsgæði ömmu minnar sem er ekki til lengur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 22. jan. '16, kl: 17:45:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Afsakaðu fröken yfirburða háheilaga belja, meðan ég æli.


musamamma

Grjona | 22. jan. '16, kl: 19:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu fór real?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

musamamma | 22. jan. '16, kl: 17:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef einhverfa væri ekki til þá væri ég ekki ég, og stelpan mín ekki hún. Við erum fullkomnar eins og við erum og ég sé ekkert fallegt við að vilja útrýma okkur.


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 18:38:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ertu að segja að það sé kostur að vera með einhverfu eða að einhverfa sé eitthvað jákvætt? Auðvitað getur einhverft fólk lifað góðu lífi en það er samt þannig að það væri betra ef fólk myndi ekki vera einhverft. Alveg eins og það væri betra ef fólk væri ekki blint, heyrnarlaust, með adhd etc. og etc.

ert | 22. jan. '16, kl: 18:43:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

af hverju væri það betra? ég þekki mjög fáa einhverfa einstaklinga sem vildu vera óeinhverfir - í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum en ég man eftir nokkrum sem þætti það skelfilegt og það versta sem gæti komið fyrir þá ef þeir hættu að vera að einhverfir

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 18:49:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég veit um fólk sem er einhverft og myndi ekki vilja vera það. 

musamamma | 22. jan. '16, kl: 18:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég veit um fólk sem er NT og vill ekki vera til. Fremur jafnvel sjálfsmorð. Væri þá heimurinn betri ef engir NT einstaklingar væru til?


musamamma

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 18:57:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég held þið séuð ekki að skilja það sem við meinum. Það er ekki verið að tala um að útrýma þeim sem eru þegar til heldur að fólk sem fæðist er heilbrigt ef það er hægt að hafa það þannig. Hvorki andlegar né líkamlegar takmarkanir. 
Ég held að mjög fáir yrðu húrrandi hoppandi glaðir þegar þau fá að heyra að barnið sem hún gengur með er fjölfatlað eða með mikla þroskaskerðingu eða annað. 

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:04:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég er heilbrigð. Ég fæddist heilbrigð. Stelpan mín er alheilbrigð. Fékk kvef og hita milli jóla og nýárs en hefur verið stálhraust síðan þá.


musamamma

ert | 22. jan. '16, kl: 19:04:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei, með því að tala um að losa okkur við fatlanir er ekki verið að tala um að fólk fæðist "heilbrigt". Það er verið að tala um að fátlað fólk verði ekki til. Enginn fæðist fatlaður eða verði fatlaður. Allir verði með eðlilega heyrn þar til þeir deyja. Allir fæðist með 20/20 sjón og verði með hana til dauðadags. Að ef fólk fái heilablóðfall þá verði það lagað. Að ef þú missir útlim þá fáirðu hann aftur.

Ótrúleg sýn á heiminn þar sem fólk mun deyja í raun og veru við næstum fulla heilsu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 22. jan. '16, kl: 18:50:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég efa það ekki. Ég hef þekki samkynhneigt fólk sem hefur ekki viljað vera samkynhneigt. Það gerir samkynhneigð samt ekki óeðlilega óæskilega eða eitthvað á að lækna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:01:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gæti líka verið að ég sé á þessum skoðunum útaf eigin takmörkunum og takmörkunum hjá fólki nálægt mér sem myndi lifa mikið betra lífi ef það væri ekki með þessar takmarkanir eins og einn sem er með þroskaskerðingu, adhd og einhverfu og þarf að lifa á stofnun það sem eftir er ævinnar. 

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eigin takmörkunum? Þú meinar takmörkunum frá umhverfinu?


musamamma

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:16:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

bæði. Það væri náttúrulega allt annað ef umhverfið myndi líka drullast (afsakið orðbragðið) til að taka tillit til annarra og myndi hugsa meira út frá persónunum heldur en heildinni

ert | 22. jan. '16, kl: 19:25:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já en sú leið að koma í veg fyrir fatlanir og þar með slys og öldrun er bara ómöguleg. Þannig verður samfélagið alltaf að taka tillit til fólks. Maður reynir að berjast fyrir því.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:29:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já maður reynir það. Eins og ég hjálpa til að berjast fyrir auknum réttindum og hjálp fyrir fatlaða og aðra þó það sé ekki bein hjálp sem ég sjálf myndi þurfa. Ég held líka að ég sé á þessari skoðun af því að samfélagið takmarkar þetta líka og ég held það sé mjög erfitt að breyta því en maður getur alltaf reynt. Það eru bara svo mörgum alveg sama. "Ef það tengist mér ekki þá er mér alveg sama" er mjög algengt viðhorf.. 

ert | 22. jan. '16, kl: 19:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en þú ert fötluð er það ekki? Þú ert með skerðingar sem takmarka líf þitt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er nú meira að tala um í þessu dæmi fólk í hjólastól og vantar aðstoð stóran hluta sólahrings eða vantar útlimi á og þarf því einhver hjálpar"gögn". Ég er ekki þannig, ennþá allavega. En andlega fötlun já ef það er hægt að kalla það fötlun. 

ert | 22. jan. '16, kl: 19:38:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er til alls konar fötlun. Eg er með væga gigt sem veldur skerðingu og fötlun - ekki mikilli en samt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En er það fötlun? Einhverfa og adhd væri varla fötlun? er þroskaskerðing fötlun? er það kannski andlega fatlaður til og líkamlega fatlaður? mér finnst fötlun svo ljótt orð :/ Er ekki til eitthvað fallegra orð til að lýsa andlegum fötlunum og líkamlegum?
Ef ég tæki inn minn ósýnilega sjúkdóm (sem sést bara ef ég er opin á skurðarborði) sem háir mér dagsdaglega í lífinu að þá já væri með fötlun. En þetta er fötlun sem samfélagið gæti ekki hjálpað með nema það gæti tekið meira tillit til mín og minna takmarkana..


Af hverju t.d. er ekki gert þannig eins og fyrir marga erlendis að geta verið með hjálparhund þó það sé ekki blint? Fá flogaveikir, sykursjúkir og aðrir nokkuð hjálparhund hér á landi? er það ekki bara blindir? 

ert | 22. jan. '16, kl: 19:50:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko, fötlun er hömlun vegna samspils skerðingar og umhverfis. Ef þú ert með einhverja skerðingu ADHD, gigt eða annað og það hamlar þér þá er það fötlun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:53:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eg skil takk

ert | 22. jan. '16, kl: 19:05:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og er hann óhamingjusamur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:06:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já mjög 

ert | 22. jan. '16, kl: 19:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er það sem gerir hann óhamingjusaman?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:12:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hann gerir ekki greinarmun á raunveruleika og ekki og skilur ekki af hverju hann má ekki vera glæpamaður og gera það sem  hann vill þegar hann vill. Fattar ekki afleiðingar á slæmu sem hann gerir og þarf því 24/7 vöktun svo hann skaði ekki aðra. 
Hann hefur samt sína kosti líka. 


Svo eins og ein í einhverri grúppunni á facebook á held ég 12 eða 13 ára son sem eyðileggur allt heima hjá henni, beitir hana ofbeldi og hún dauðhrædd við hann og undir miklu álagi og kvíða og þunglyndi. Ertu að segja mér það að hún myndi ekki vilja að ef hægt væri að hann hefði fæðst án þess að vera svona? Það eru náttúrulega ekki allir adhd og einhverfir svona en maður veit aldrei hvernig þetta yrði. 

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:16:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi á Facebook vill ekki ráðgjöf. Hef boðið henni hana. Frá fleirum en mér. Hún segist vilja hana og svarar svo engu og setur áfram inn umræður sem gera hana að fórnarlambi og eru hryllilegt brot á mannréttindum sonar hennar. Hún er veik og það bitnar á elsku stráknum hennar sem fær ekki það sem hann á rétt á. Hann er ekki skrýmsli. 


musamamma

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann á samt við erfiðleika að stríða sem ég trúi ekki öðru en að hann myndi vilja sleppa og hún líka. Við vitum ekki alla sólarsöguna hennar. Kannski er hún komin með nóg og bara dofin. 

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:16:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Enginn spáir í hvers vegna stráknum líður svona, allir spá í hvað mamman á bágt að eiga hann. Og hvað hún er mikil hetja.


musamamma

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

jú maður pælir líka í því en þetta er samt erfitt fyrir alla. 

ert | 22. jan. '16, kl: 19:17:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að við eigum ekki að koma í veg fyrir að þessar aðstæður myndist hjá þessu fólki því það eru aðstæður sem valda þessu (mig grunar nefnilega um hvern þú ert að ræða). Við eigum að koma í veg fyrir að fólk með þessa fötlun fæðist af því að það getur verið alvarlegt ef börnin og fjölskyldur þeirra fái ekki nægan stuðning?

Það sama á við um ófatlaða. Ef þeir verða fyrir því að aðstæður þeirra séu ófullnægjanda sem börn þá verður slíkt fólk glæpamenn eða þróa með geðröskun sem er fötlun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er samt ekki sama manneskjan sem ég er að tala um í efri og neðri. Ég veit allavega að efri manneskjan lifði mjög stabílu reglubundnu heimili þar sem allt var gert til að hjálpa honum. 

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hinsvegar var ríkið eða læknarnir í efra dæminu sem hefðu mátt gera meira

ert | 22. jan. '16, kl: 19:27:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég vissi alveg að þetta væru mismunandi dæmi og ef þetta efra er dæmið sem mig grunar þá brást kerfið þeim einstakling gersamlega.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:31:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þig grunar örugglega rétt og já það gerði það. Þekkiru til þar eða lastu bara um það?

ert | 22. jan. '16, kl: 19:33:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þetta er málið sem ég er að hugsa um þá las eg bara um það

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:39:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, ömurlegt mál. 

ert | 22. jan. '16, kl: 19:50:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum greinilega að tala um sama málið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 19:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já við erum pottþétt að því nema ég veit meira en það sem er hægt að lesa

ert | 22. jan. '16, kl: 19:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem var hægt að lesa gekk fram af mér og þá er að tala um stuðningsleysi og úrræðaleysi í mörg ár.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alpha❤ | 22. jan. '16, kl: 20:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hmm já ég man ekki nákvæmlega en ég man allavega að seinast hlustuðu læknar ekki á foreldrana um að honum vantar hjálp og eftir það skeðu slæmir atburðir sem hefði jafnvel verið hægt að koma í veg fyrir hefði hann fengið þá hjálp sem þurfti strax og ef það hefði verið hlustað á foreldrana. 

musamamma | 22. jan. '16, kl: 18:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já. Einhverfan mín er jákvæð. Einhverfa stelpunnar minnar gerir hana að dásamlegu mannverunni sem hún er. Að þú skulir geta sagt að það væri betra að ég og stelpan mín værum öðruvísi en við erum er beyond belief. Ég hef bara aldrei lesið jafn ljótan hlut um okkur. 


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 18:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Auðvitað væri það betra ef þið væruð ekki einhverfar. Af hverju heldur þú að fólk vilji ekki að börnin sín verði einhverf? Það er af því að þetta hefur neikvæð áhrif á líf fólks. 

musamamma | 22. jan. '16, kl: 18:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert fáviti.


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 18:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá bara finnst þér það.

Grjona | 22. jan. '16, kl: 19:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekki bara henni, þú virkar fáfróð og næstu hérna.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 22. jan. '16, kl: 19:34:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nastí 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 19:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú ert svo mikill viðbjóður. Ef heimurinn ætti að vera betri þá væri skimað eftir fólki eins og þér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 16:21:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið er ég sammála þér.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 02:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

"Auðvitað væri það betra ef þið væruð ekki einhverfar."

Hver segir það? Já ég veit, þú, en, einhver annar? Hvaða rök geturðu komið með?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 02:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að segja að það sé ekki betra að vera ekki einhverfur? Myndir þú vilja vera einhverf? Eða að barnið þitt væri einhverft?

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 02:37:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þér að segja þá ER ég einhverf. Ef/þegar ég eignast barn í framtíðinni hef ég nákvæmlega ekkert um það að segja hvort það verði einhverft eða ekki, það eru líkur á að það verði það en líka líkur á að það verði það ekki. Mér væri alveg sama hvort það yrði einhverft eða ekki. Hvað ætti að vera svona slæmt við það?

Jú ok, auðvitað er það ekkert eintómur dans á rósum að vera einhverfur en... það er svo margt margt annað sem er heldur ekkert eintómur dans á rósum, sama hvort það er fötlun eða eitthvað allt annað.

Bleh, ég sé hlutina greinilega bara í öðru ljósi en þú. Ég þekki ekkert annað en einhverfuna mína (þó ég hafi ekki verið greind fyrr en ég var 23 ára) svo ég get kannski ekki svarað þessu. Þetta er bara hluti af mínu lífi.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 02:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já við sjáum þetta í sitthvoru ljósinu. Mér finnst þetta vera fötlun sem ég myndi vilja að fólk þyrfti ekki að díla við. Ekki með eyðingu (alveg sama hvað sumir hér á þræðinum og hinum vilja saka mig um) heldur með að einhvern daginn verður vonandi lækning við einhverfu. 


Ég þekki t.d barn með einhverfu og það er bara hræðilegt að horfa upp á barnið. Það nær ekki sambandi við börnin í skólanum, börnin vilja ekki leika við það, það er alltaf eitt. Ég myndi vilja losa barnið undan að þurfa að þjást af þessu.

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 02:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ok, ég sé það núna að þú virðist ekkert vera að tala um að eyða fóstrum með hitt og þetta, biðst afsökunar á því. Var ekki búin að lesa alla þessa umræðu þegar ég fór í hina. Tel mig samt ekki hafa ásakað þig um eitt eða neitt, ég spurði bara.

En æj, mér finnst samt sorglegt hvernig þú sérð einhverfuna. En well, verum sammála um að vera ósammála.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 02:51:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já æj nei... ég sá ekki strax að þú skrifaðir

"heldur með að einhvern daginn verður vonandi lækning við einhverfu."

Þú ert sem sagt ein af þeim. Ok bæ.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 15:13:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er að því að það verði hægt að lækna einhverfu? 

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 16:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það verður aldrei hægt.

Ok, þú mátt reyna. Gangi þér vel. It's nooot gonna happen.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 16:23:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig veist þú það? Hvað veist þú hvað mun gerast í framtíðinni? Með þessu hugarfari hefði aldrei verið hægt að lækna neitt af því að það væri bara ekki hægt. Best að gefast bara upp fyrirfram.

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 16:24:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú læknar ekki það sem er ekki sjúkdómur. Einhverfa er ekki sjúkdómur, bara svo þú vitir.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 16:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eh það er hægt að lækna hluti sem eru ekki sjúkdómur. Barnið sem var t.d nærri því drukknað í Hafnarfirði var læknað vegna þess frábærra lækna sem lækkuðu líkamshita barnsins og komu þannig í veg fyrir heilaskemmdir. Barnið þjáðist ekki af sjúkdómi en hann læknaðist nú samt.

ert | 23. jan. '16, kl: 16:28:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þannig að ef maður breyti hárliti fóstra þá er maður að lækna þau?


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 23. jan. '16, kl: 17:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einhverfa er talin skerðing, þú lærir um þetta í mörgum fögun og allsstaðar er þetta talinn skerðing, þroskafrávik og almennt slæmur hlutur.

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 16:38:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, er ekki líka hægt að lækna kassafólk eins og þig, sem vill ekki hvaða týpur af fólki sem er í samfélagið?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 16:38:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þ.e. lækna það þannig að það vilji allar týpur inn í samfélagið, þ.á.m. einhverfa?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 17:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gerir þú þér ekki grein fyrir því hvað einhverfa hefur hræðileg áhrif á fólk? hvað það einangrar fólk og kemur oft í veg fyrir að það geti lifað eðlilegu lífi? Festir fólk í eigin heimi? Fáránlegt að láta eins og þetta sé eitthvað jákvætt eða eitthvað sem ætti að "umbera". 


Þetta er fötlun sem ekkert barn ætti að þurfa að ganga í gegnum að þjást af.

ert | 23. jan. '16, kl: 17:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Eru að segja HvuttaLitla að hún sé föst í eigin heimi?

Hvernig væri að kynnast lífi annarra í staðinn fyrir að segja öðru fólk hvernig líf þess er?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 17:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ööö...

Ok, þú þekkir greinilega ekki einhverfu.

Ég get allavega sagt þér það að það er útaf fólki eins og þér sem einhverfir eiga erfitt. Fólk eins og þú vill ekki sjá þessa röskun og er ekki tilbúið að laga samfélagið að henni.

Bjáni.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 17:45:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Give me a break. Þetta er röskun, röskun sem hefur neikvæð áhrif á líf milljóna einstaklinga. En nei þar sem þú ert ánægð með þína, best að henda öllum hinum under the bus. Það er ekki eins og þeir skipti einhverju máli.

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 17:46:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

"En nei þar sem þú ert ánægð með þína, best að henda öllum hinum under the bus. Það er ekki eins og þeir skipti einhverju máli."

Hvar segi ég það?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 17:50:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem þú talar gegn lækningu og vilt frekar að samfélagið aðlagi sig að einhverfum. 

Grjona | 23. jan. '16, kl: 22:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Veistu, ég held að heimska, fáfræði og þvermóðska sé meiri fötlun en einhverfa.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

musamamma | 23. jan. '16, kl: 17:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

AS á greinilega upp á pallborðið hjá sumum hérna. Ég var að vona ekki.


musamamma

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 17:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Einhverfa hefur ekki hræðileg áhrif á fólk, það er samfélagið sem hefur hræðileg áhrif á einhverfu. So be it...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 17:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bullshit. Þetta er röskun sem hefur neikvæð áhrif á samskiptahæfileika og í slæmum tilvikum veldur því að barnið er nánast fast í eigin heimi. Þetta er ekki samfélagið. Þetta er röskun og það er fáránlegt að kenna samfélaginu um þetta.

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 17:52:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

"Þetta er ekki samfélagið. Þetta er röskun og það er fáránlegt að kenna samfélaginu um þetta."

Hahaha, hahahha, HAHAHAHHAHAHAHAHA

Plís. Lestu þér til um einhverfu. Og bara almennt um fatlanir og samfélag.

Þetta er orðið pínlegt, í alvöru talað.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 17:54:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að einhverfa er ekki röskun? 

ert | 23. jan. '16, kl: 18:00:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Samkynhneigð var röskun en er það ekki lengur.

Hætti samkynhneigð er að vera röskun við nýja skilgreiningu eða var hún það aldrei?

Röskun er bara mannleg skilgreining og breytileg sem slík.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 23. jan. '16, kl: 22:49:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gúglaðu breska módelið. Það ert þú sem gerir fólk fatlað, ekki einhverfa, blinda, heyrnarleysi... þú. Þú og þínir fordómar. Og umhverfið (sem þú og þínir líkir búið til). Hér eru nokkur dæmi fyrir þig:

Fötlun: (félagsleg) Útilokun frá eða takmörkun á þátttöku til
jafns við aðra í daglegu lífi samfélagsins vegna samfélaglegra hindrana
(félagslegra, efnahagslegra, vegna aðgengis, fordóma o.fl.)
Áhersla á þátt umhverfis (félagslegt, manngert,
menning, o.s.frv.) í að skapa hindranir og erfiðleika í lífi
fatlaðs fólks – fremur en skerðingin 
Áhersla á þátt umhverfis (félagslegt, manngert,
menning, o.s.frv.) í að skapa hindranir og erfiðleika í lífi
fatlaðs fólks – fremur en skerðingin 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 23. jan. '16, kl: 22:58:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sorrí, þetta neðra átti ekki að koma tvisvar, þessi átti að koma neðst. Hún er reyndar úr einhverri BA ritgerð sem ég finn ekki höfunda að, hin kvótin eru frá Rannveigu Traustadóttur. 

Þær hindranir sem fatlað fólk mætir eru til dæmis fordómar og neikvæð viðhorf í þeirra garð. Túlkun bresku fræðimannanna á fötlun er aftur á móti sú að fötlunin búi í umhverfinu en ekki einstaklingunum sjálfum. Ef fötlunin býr í umhverfinu en ekki í einstaklingnum hlýtur það að vera styrkur fyrir þá sem teljast fatlaðir. Það þarf að stuðla að aðgengi fyrir alla og draga úr fordómum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

musamamma | 23. jan. '16, kl: 23:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lestu:

WHAT IS AUTISM?

Autism is a genetically-based human neurological variant. The complex set of interrelated characteristics that distinguish autistic neurology from non-autistic neurology is not yet fully understood, but current evidence indicates that the central distinction is that autistic brains are characterized by particularly high levels of synaptic connectivity and responsiveness. This tends to make the autistic individual’s subjective experience more intense and chaotic than that of non-autistic individuals: on both the sensorimotor and cognitive levels, the autistic mind tends to register more information, and the impact of each bit of information tends to be both stronger and less predictable.

Autism is a developmental phenomenon, meaning that it begins in utero and has a pervasive influence on development, on multiple levels, throughout the lifespan. Autism produces distinctive, atypical ways of thinking, moving, interaction, and sensory and cognitive processing. One analogy that has often been made is that autistic individuals have a different neurological “operating system” than non-autistic individuals.

According to current estimates, somewhere between one percent and two percent of the world’s population is autistic. While the number of individuals diagnosed as autistic has increased continually over the past few decades, evidence suggests that this increase in diagnosis is the result of increased public and professional awareness, rather than an actual increase in the prevalence of autism.

Despite underlying neurological commonalities, autistic individuals are vastly different from one another. Some autistic individuals exhibit exceptional cognitive talents. However, in the context of a society designed around the sensory, cognitive, developmental, and social needs of non-autistic individuals, autistic individuals are almost always disabled to some degree – sometimes quite obviously, and sometimes more subtly.

The realm of social interaction is one context in which autistic individuals tend to consistently be disabled. An autistic child’s sensory experience of the world is more intense and chaotic than that of a non-autistic child, and the ongoing task of navigating and integrating that experience thus occupies more of the autistic child’s attention and energy. This means the autistic child has less attention and energy available to focus on the subtleties of social interaction. Difficulty meeting the social expectations of non-autistics often results in social rejection, which further compounds social difficulties and impedes social development. For this reason, autism has been frequently misconstrued as being essentially a set of “social and communication deficits,” by those who are unaware that the social challenges faced by autistic individuals are just by-products of the intense and chaotic nature of autistic sensory and cognitive experience.

Autism is still widely regarded as a “disorder,” but this view has been challenged in recent years by proponents of the neurodiversity model, which holds that autism and other neurocognitive variants are simply part of the natural spectrum of human biodiversity, like variations in ethnicity or sexual orientation (which have also been pathologized in the past). Ultimately, to describe autism as a disorder represents a value judgment rather than a scientific fact.


musamamma

musamamma | 23. jan. '16, kl: 23:36:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

We, The Spectrum People


musamamma

Nói22 | 24. jan. '16, kl: 01:28:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

+/- takkinn hefur farið yfir svara möguleikann. En allavega, finnst þér í alvörunni líklegt músamma að ég nenni að ræða þetta miðað við hvernig þú (og fleiri hér) hafa ausið yfir mig svívirðingum í þessari umræðu, á sama tíma og þið eruð að tala um umburðarlyndi? 

ert | 24. jan. '16, kl: 01:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hóst - gæti mögulega verið að þú hefðir verið smá neikvæð í garð þeirra og ekki hlustað á reynslu þeirra af þeirra lífi

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Nói22 | 24. jan. '16, kl: 01:31:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju ertu alltaf að svara mér? Fattarðu ekki að ég nenni þér ekki?

ert | 24. jan. '16, kl: 01:33:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æi, um daginn fékkstu sjálf svona "Ég nenni þér ekki svar" þá hafðirðu þroska til að skilja að nenna fólks er þess eigin vandi en ekki vandi annarra. Núna er þessi geta horfin. Svona skyndilegur getumissir er oft merki um raskanir eða sjúkdóma.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 24. jan. '16, kl: 01:37:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þarft ekki að ræða neitt við mig. Þarft að kynna þér málið af virðingu við þá einhverfu sem þú tengist. 


musamamma

Nói22 | 24. jan. '16, kl: 01:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Aftur er +/- takkinn farinn yfir svaratakkann. En allavega, miðað við þær svívirðingar sem þú hefur látið falla um mig að þá ættir þú ekki vera að tala um að það eigi að sýna virðingu. Það kemur úr hörðustu átt.

musamamma | 24. jan. '16, kl: 01:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert ótrúleg. Ég finn virkilega til með þér. Vona hálfpartinn að þú upplýsist aldrei því þá muntu átta þig á hversu skaðlegur hugsunarhátturinn þinn er og hversu illa þú hefur komið fram og ég óska engum að lifa við þá vitneskju.


musamamma

musamamma | 24. jan. '16, kl: 01:53:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert búin að segja ítrekað að tilvera dóttur minnar sé annars flokks, að hún væri betri önnur en hún er, og það sem meira er, þú sérð það ekki. Erkifífl.


musamamma

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 11:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er ekki það sem hún er að segja þú ert að misskilja.

Nói22 | 24. jan. '16, kl: 02:06:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Aftur er +/- takkinn farinn yfir svaratakkann. En allavega, þú ert aftur að ausa svívirðingum en ert á sama tíma að ætlast til að virðingar og umburðarlyndis. Hræsnin er algjör.

ert | 23. jan. '16, kl: 17:55:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En þú ert einhverf þannig að þú getur ekki vitað það. Einhverfir eru ekki marktækir

Ég er ósammála Nóa og Petrís og þar af leiðandi er ég einhverf og ekkert að marka mig.

Þarna er komin pottþétt leið til að halda fast í sína trú sama hvað. Einhverfir eru ekki marktækir og þeir sem eru ekki sammála þér eru einhverfir. Þar af leiðir að eina fólkið sem er hægt að taka mark á eru þeir sem eru sammála þér.

Elsku Hvuttu minn græturðu ekki á hverjum degi yfir því að hafa ekki getuna til að búa til svona lógík og trúa henni? Hugsaðu þér að ef þú gætir þetta þá gæirðu verið hamingjusöm eins Nói og Petrís.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 23. jan. '16, kl: 19:00:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég elska þig.


musamamma

Petrís | 23. jan. '16, kl: 17:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já segi það með þér, hvernig er það eftirsóknarvert að barn manns geti ekki átt eðlileg samskipti við aðra. Allt okkar líf manneskjunnar er uppbyggt í kringum félagsleg samskipti. En þetta viðhorf er ekki óalgengt hjá einhverfum foreldrum því þannig fá þau sjálf félagsskap, þau verða einu vinir barna sinna. Þetta er svo mikil eigingirni að það hálfa væri nóg.

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 17:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Árið 1850 var að hringja. Það vill fá þig aftur.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ert | 23. jan. '16, kl: 17:51:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æðislegt - geturðu linkað á rannsóknir þessu máli þínu til stuðnings? Eða lestu ekki rannsóknir?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

HvuttiLitli | 23. jan. '16, kl: 17:53:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér fyndist mjög eftirsóknarvert að barnið mitt gæti ekki átt samskipti við leiðinlegt fólk eins og þig.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ert | 23. jan. '16, kl: 17:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki vitna í gamalt plagg sem er ekki einu sinni skrifað af sérfræðingi á sviðinu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 23. jan. '16, kl: 17:58:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hljómar svoooo efitrsóknar vert

ert | 23. jan. '16, kl: 18:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er úrelt plagg.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 23. jan. '16, kl: 18:06:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta líka

 
Þessi líka
 
Einhverfa
 

og auððvitað er þessi líka úrelt
http://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/fraedsluefni/einhverfurofid

ert | 23. jan. '16, kl: 18:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Persóna er úrelt.

Varðandi síðari linkinn hefur Evald nú sjálfur sagt að ekki allur mannlegur breytileiki sé slæmur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 23. jan. '16, kl: 18:14:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

svo er líka gott að lesa það sem maður linkar á - Evald segir:

Rannsóknir sýna þó að á milli 3-25% barna, sem greinast með röskun á einhverfurófi, uppfylla síðar ekki lengur skilyrði greiningar og mælast með vitsmunaþroska og aðlögun innan meðalmarka.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 23. jan. '16, kl: 18:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mannlegur breytileiki er ekki slæmur, en það er eftirsóknarvert að gera börnum kleyft að eiga eðlilegt líf í því samfélagi sem það býr í og mjög margir einhverfir eiga erfitt með það með sína röskun

ert | 23. jan. '16, kl: 18:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já samfélagið tekur mjög lítið tillit einhverfra. Þú veist að við búum við samfélagið og við getum breytt því?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 11:54:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei nú eru ennþá til fullt af fólki sem eru með mjög alvarlega einhverfu. Þó að fleiri komi fram með milda þýðir ekki að þessi alvarlega hverfi. Tek það fram að ég er einhverf.

ert | 24. jan. '16, kl: 12:51:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og? Þetta plagg er samt sem áður úrelt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

piscine | 23. jan. '16, kl: 18:04:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég á einhverfa vinkonu. Eru samskipti okkar ekki eðlileg?

Petrís | 23. jan. '16, kl: 18:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki verið að tala um það, samskipti ykkar geta verið fullkomlega eðlileg á ykkar mælikvarða og einhverfir hafa mismunandi mikla röskun

piscine | 23. jan. '16, kl: 18:14:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú spyrð: Hvernig er eftirsóknarvert að börnin manns geti ekki átt eðlileg samskipti. Samskipti mín (NT) og vinkonunnar eru afskaplega eðlileg og með heilbrigðari samskiptum sem ég á í lífinu. = Hún getur átt eðlileg samskipti. 
Ég vil að börnin mín geti átt eðlileg samskipti en að þau séu NT er ekki endilega ávísun á það, frekar en einhverfa er ávísun á að þau geti það ekki. 
Svo getum við náttúrulega beðið um skilgreiningu á "eðlileg" samskipti og "eðlileika". 

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 22:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já af því að umræðan snýst um þig og þína vinkonu en ekki hópinn. Hvaða rugl er þetta eiginlega?

ert | 23. jan. '16, kl: 22:32:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það á lækna alla af einhverfu óháð því hvort fólk vil það ekki.

Nokkrir einstaklingar vilja ekki vera læknaðir.

Þú segir að það eigi að ræða hópinn en þú veist ekkert um þennan hóp. Hvernig eigum við að ræða þetta við þig?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

piscine | 24. jan. '16, kl: 14:31:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú er fullyrðingin sú að einhverfir geti ekki átt í eðlilegum samskiptum. Þá kem ég með dæmi úr eigin lífi sem afsannar þessa fullyrðingu. Ef einhverf manneskja getur átt í eðlilegum samskiptum er fullyrðingin röng. = kemur málinu og hópnum við.

Nói22 | 24. jan. '16, kl: 14:34:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei því að það afsannar ekki neitt. Við erum að tala um hópinn og eitt tilfelli sannar ekki neitt. Núna er ég t.d með slæma slitgigt í hnjánum, gigt sem hrjáir fullt af fólki og margir þjást verulega vegna (þ.m.t. ég). Ef einhver færi að halda því fram að hann væri með þessa gigt en hún böggaði hann ekki neitt og þetta væri bara ekkert mál að þá já já það væri gott fyrir þann aðila en það segði ekkert um alla hina. 

ert | 24. jan. '16, kl: 14:41:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meirihluti einhverfra einstaklinga er með það sem kallað var ódæmigerð einhverfa og því alls ekki alvarlegustu einhverfu. Samt talar þú alltaf um það sem kallað var dæmigerð einhverfa og mætti kalla alvarlega einhverfu. Ef við viljum tala um hópinn (sem er reyndar ákaflega vafasamt fræðilega) þá verðum við að skoða rannsóknir ekki bara hvað þér finnst því þú hefur einfaldlega ekki nægilega reynslu eða þekkingu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 24. jan. '16, kl: 14:54:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á í eðlilegum samskiptum við töluvert marga einhverfa einstaklinga. Hvenær eru dæmin orðin nógu mörg til að þér þóknist að taka mark á þeim?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

musamamma | 23. jan. '16, kl: 19:04:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef tekið er mið af þessari umræðu þá eigið þið Nói erfitt með eðlileg samskipti og að sýna fólki virðingu. Ertu kannski einhverf?


musamamma

musamamma | 23. jan. '16, kl: 19:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þau eru eðlileg þá ert þú örugglega líka einhverf. 


musamamma

piscine | 23. jan. '16, kl: 20:01:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ja, sko ég er alveg ómarktæk greinilega, því mér tekst líka að eiga í eðlilegum samskiptum við þig ;)

Grjona | 23. jan. '16, kl: 22:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ööö NEI!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 23. jan. '16, kl: 22:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á eðlileg samskipti við fullt af einhverfu fólki. Svona eins og við annað fólk bara.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 23. jan. '16, kl: 22:42:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, við skulum endilega ekki umbera einhverft fólk. Vesalingarnir eru hvort sem er svo arfavitlausir að þeir gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru einangraðir og geta varla lifað eðlilegur lífi. Sendum þá í eitthvert einangrunarhólf einhvern staðar þar sem við hin þurfum ekki að eiga á hættu að rekast á þessi grey. Nei bíddu, hver á þá að hugsa um þessa ósjálfbjarga aumingja? 


Ah, ég er annars búin að fatta af hverju þú ert eins og þú ert. Þú hefur slysast til að koma við einhverfan einstakling því eins og við vitum þá hefur einhverfa hræðileg áhrif á fólk. Þá þig í þessu tilfelli. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Louise Brooks | 23. jan. '16, kl: 23:17:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sjitt hvað þú ert fordómafull!


Ég myndi aldrei vilja breyta neinu í fari minns drengs. Hann er bara nákvæmlega eins og hann á að vera.  




,,That which is ideal does not exist"

musamamma | 23. jan. '16, kl: 23:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hljómar eins og talskona fyrir Autism Speaks. Vitfirrt.


musamamma

ert | 24. jan. '16, kl: 00:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þær hafa ekki hugmynd um Autism Speaks - þær vita ekkert um einhverfu en telja sig samt dómbærar á lífsgæði einstaklinga sem tilheyra hópnum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 07:18:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Einhverfa er ekki sjúkdómur eða eitthvað sem hægt er að lækna ekki frekar en samkynhneigð. 


Hvernig væri nú að þú kynntir þér þetta ekki nema bara örlítið?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Nói22 | 23. jan. '16, kl: 13:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að það er bara hægt að lækna sjúkdóma? Og hvað veist þú hvað verður eftir kannski 100 ár? Með þínu attitúdi hefði aldrei verið hægt að lækna neitt af því sem við getum læknað í dag. 

ert | 23. jan. '16, kl: 14:23:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það verður mögulega hægt að breyta háralit fóstra í móðurkviði. Það gerir samt ekki rauðan háralit að sjúkdómi. Það að hægt sé að breyta einhverju gerir það ekki sjálfkrafa að sjúkdómi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 18:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu í alvöru að halda því fram að lækna eigi fólk af samknhneigð?


Mikið vildi ég að hægt væri að lækna þig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 23. jan. '16, kl: 15:22:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bjartsýn.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

musamamma | 22. jan. '16, kl: 18:47:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það sem væri betra er ef  fólk eins og þú gæti öðlast samkennd.


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 18:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hef alveg samkennd en það verður að horfa á hlutina eins og þeir raunverulega eru. Einhverfa, blinda, heyrnarleysi, adhd, etc og etc. eru allt saman fatlanir sem geta haft mjög neikvæð áhrif á líf fólks. Sumir með einhverfu geta t.d ekki tjáð sig og eru algjörlega fastir í eigin heimi. Hvernig er það jákvætt? Eða barnið sem er með svo mikið adhd að það fer í taugarnar á öllum og engin börn vilja leika við það? 

ert | 22. jan. '16, kl: 18:53:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Af hverju ert þú færari að meta hvernig einstaklinguur á að vera en einstaklingurinn sjálfur?

Ertu með einhverja sérstaka menntun í því að meta upplifun fólks af eigin lífi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 18:54:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að það er ekki slæmt fyrir barn að vera fast í eigin heimi og geta ekki tjáð sig? Það væri verra ef þetta barn hefði verið "normal" og getað tjáð sig, leikið sér?

musamamma | 22. jan. '16, kl: 18:57:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það tjá sig allir, það nota ekki allir sömu leið til þess. 


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 18:57:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þetta er ekki slæmt fyrir barnið?

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:08:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það sem er slæmt fyrir barnið er þegar foreldrar þess neita að leita upplýsinga hjá fólki sem veit hvað einhverfa er, þ.e. hjá einhverfum. Fullt af fólki sem hefur upplifað að tjá sig með öðrum hætti en tali, tal er aðeins smápartur af mannlegum samskiptum.


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 19:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta svarar ekki spurningunni minni. 

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:31:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru ýmsar leiðir við að hjálpa foreldrum að skilja börn þeirra sem tjá sig ekki á hefðbundinn hátt. Þeir sem eru best til þess fallnir að hjálpa eru þeir sem hafa sömu skynjun og barnið.


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 19:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það breytir því ekki að það væri betra fyrir þetta barn að geta tjáð sig "eðlilega" og geta leikið sér við önnur börn. Eða ertu að neita því?

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:41:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það vantar svo svakalega mikið í allan skilning hjá þér að samræður við þig eru eins og að reyna að útskýra efnafræði fyrir mauraætu.


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 19:46:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að þú getur sem sagt ekki svarað mér? 

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 19:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Alveg eins og mauraætan skilur ekki efnafræðina.


Það er ekkert að námsefninu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

musamamma | 22. jan. '16, kl: 20:00:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Búin að því. Þú ert bersýnilega með málskilningsröskun og skilur ekki svarið.


musamamma

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 20:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það að endurtaka bara að það sé hægt að tjá sig á mismunandi hátt er ekki svar. Barnið er mjög fatlað, er fast í eigin heimi og mun trúlega vera þar þar sem eftir er. Það að það sé hægt að ná einhverju sambandi við það þýðir ekki að þetta sé staða sem nokkurt barn ætti að vera í. Eða finnst þér það?

musamamma | 22. jan. '16, kl: 20:11:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það hefur verið sagt um mörg einhverf börn að þau séu föst í eigin heimi. Lestu blogg margra þeirra um hvort þau voru það.


musamamma

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 16:17:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ein af þeim. "föstu í mínum heimi" mér finnst miklu betra að búa hérna megin og þakka fyrir að hafa komist út. Ég var nærri dauða en lífi. Uppi á spítala með næringu í æð því ég gat ekki borðað eða drukkið neitt vegna kvíða og þetta er rakið beint til minnar einhverfu. Ég var komin í lost.

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 20:16:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

+/- takkinn er kominn yfir svara möguleikann. En allavega, það að einhver þeirra nái að tjá sig aðeins þýðir ekki að nokkurt barn eigi að eyða ævinni sinni þannig. Það að vilja það er bara barnaníð.

Nói22 | 22. jan. '16, kl: 20:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér í alvöru að eitthvað barn ætti að eyða æfi sinni svona?

ert | 23. jan. '16, kl: 21:10:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Finnst einhverjum að börn eigi að eyða ævi sinni í eitthvað? Ég amk vil að þau verði fullorðin en deyji ekki barnung eftir að hafa eytt ævi sinni í eitthvað.

Ef þú ert að tala um að fullorðna einstaklinga og þeir eigi ekki að eyða ævi sinni í eitthvað talaðu þá um fullorðna einstaklinga, ekki um börn, það er mjög barnalegt að tala um fatlaða fullorðna einstaklinga sem börn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 23. jan. '16, kl: 21:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nú, einhverf börn verða aldrei fullorðin, þau eru einu mannverurnar sem staðna 4 ára og eldast aldrei. 


musamamma

ert | 23. jan. '16, kl: 21:39:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

jesús minn þú ert 4 ára barn að bera á ábyrgð á þér eldra barni

ég hringi á bvn

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 21:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En svona eins og ég. Greinist  þrjátíu og eitthvað og fatlast?


Á núna að bannamér að kaupa bús eða fæ ég ekki að vera með í útrýmingarbúðunum?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 23. jan. '16, kl: 21:45:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Púff þetta er náttúrulega skelfilegt ástand - hræðilegt að við skulum ekki vera ófatlaðar eins og Nói og Petrís.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 23. jan. '16, kl: 22:00:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ ég var ekki einu sinni svona á meðan ég var ófötluð.


Fötlun er ekki eitthvað samasemmerki við það að vera slæm manneskja eða illa innrættur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 23. jan. '16, kl: 21:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einhver börn eru mjög mismunandi. Sum geta lifað venjulegu liífi, unnið fyrir sér og bjargað sér sjálf. Sum þurfa á búa á sambýli og eru jafnvel stöðugt að skaða sig og aðra. Það getur verið mjög erfitt fyrir alla hlutaðeigandi. 


Ég þekki dæmi um hvort tveggja. Einhverfa er ekki eitthvað eitt. Hún er róf og mikill munur á milli einstaklinga, eins og þú þekkir. 

ert | 23. jan. '16, kl: 22:02:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ha? eru einhverf börn sem vinna fyrir sér hér á þessum landi?

Fyrirgefðu af  hverju ertu ekki búin að tilkynna barnavernd það? Börn eiga ekki að vinna fyrir sér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Drekanammi | 24. jan. '16, kl: 16:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það er gripið til persónulegra móðgana þegar stendur á svari hjá sumum.

ert | 22. jan. '16, kl: 18:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta er ekki svar við spurningu minni. Þú veist að músamömmum líður illa með að vera einhverf þótt músamömmu finnist annarð

Af hverju ert þú færari að meta hvernig einstaklinguur á að vera en einstaklingurinn sjálfur?

Ertu með einhverja sérstaka menntun í því að meta upplifun fólks af eigin lífi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 22. jan. '16, kl: 19:10:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kynntu þér beisk fötlunarfrædi, þú veist greinilega ekkert um það sem þú ert að tala um.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 22. jan. '16, kl: 19:35:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Beisik 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 19:35:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þvílíkur viðbjóður og þú ert eflaust algerlega úti á túni með hvaða fordómum og elítisma þú ert að flagga hérna.


Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem mér býður við þér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 21. jan. '16, kl: 18:32:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ein ástæða þess að ég var efins með að vilja fleiri börn er vegna möguleikans á ADHD þarsem ég á einn með ADHD, ODD og einhverfueinkenni. Var hreint ekki viss um að leggja aftur í þann pakka, en svo bara ákvað þessi ormur að koma samt. En ég er líka búin að láta taka mig úr sambandi núna til að vera alveg viss.

...................................................................

Louise Brooks | 21. jan. '16, kl: 21:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sama hér.


Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að miðað við mitt heilsufar og það að barnið sem ég á fyrir er með ADHD og einhverfurófsröskun að þá hreinlega treysti ég mér ekki í frekari barneignir. Frekar ætla ég að einbeita mér að barninu sem ég á og sinna þörfum þess vel heldur en að gera okkur öllum erfiðara fyrir með því að eignast fleiri börn, ekki það að ég hefði svo sem alveg viljað eignast eitt til viðbótar þó svo að það væri ekki nema bara til þess að það væri hægt að kenna drengnum að þurfa að deila athygli með öðrum og vera ekki svona ógeðslega mikið einkabarn. Það er þroskandi að þurfa að taka tillit til annarra. 


Það kemur alveg fyrir að það klingi í mér þegar ég er að kjassast í nýjustu litlu frænkunni minni en svo þarf ég ekki annað en að finna lyktina af kúkableyju og þá steindrepur það alla löngun til frekara barneigna. 

,,That which is ideal does not exist"

Tipzy | 21. jan. '16, kl: 21:59:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda hefur heilsan algjörlega farið á hliðina, var tæp fyrir vegna álags en þetta var alveg dropinn sem fyllti mælinn.

...................................................................

Louise Brooks | 22. jan. '16, kl: 00:47:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samt þrátt fyrir allt að þá held ég að ég væri mjög óþroskuð í viðhorfi og gildismati ef að ég ætti ekki nákvæmlega þennan yndislega dreng sem ég á. Ef ég hefði aðeins pínu brot af hans lífsgleði þá gæti ég tekist á við hvað sem er. Ef eitthvað er þá finnst mér einhverfan vera frekar gjöf en fötlun ef þú skilur hvað ég á við. Hann er svo ofboðslega lífsglaður að ég nánast öfunda hann. Ég ætla að hjálpa honum að halda í þessa gleði eins lengi og hægt er. 


Ég sver að það jafnast enginn á við hann og það er enginn sem getur gert mig jafn stolta og hann. Guð hvað ég elska þennan dreng mikið!

,,That which is ideal does not exist"

Louise Brooks | 22. jan. '16, kl: 00:49:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil það samt vel að þessi meðganga hafi alveg farið með þig. Mín var t.d. mjög góð andlega séð en líkamlegu kvillarnir sem fylgdu, guð minn almáttugur hvað mig langar ekki að leggja það á mig aftur.


Vonandi nærðu heilsu aftur sem fyrst.

,,That which is ideal does not exist"

Tipzy | 22. jan. '16, kl: 00:59:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá mér var það líkamleg, fyrir og eftir fæðingu. Er rétt að skríða saman núna og hann er þriggja mánaða í dag. En líka andlegt vegna álags útfra´vinnuslysinu hjá kallinum, verkjunum frá 4 mánuði meðgöngu, skólanum (sem nota bene ég meikaði ekki), flutningum og bara allt sem því fylgdi og bara já það var rosa mikið álag á mér. Og eftir fæðingu tók við svefnleysi þarsem litli er með bakflæði sem var svo slæmt að hann var með öndunarörðuleika vegna þess og fékk ekki lyf fyrr en fyrir rúmum mánuði. Ég er bara búin algjörlega en er komin aftur á lyf og í meðferð, ekkert annað að gera en að byrja aftur frá grunni. :)

...................................................................

Louise Brooks | 22. jan. '16, kl: 01:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að missa tölu á þeim skiptum sem ég hef þurft að byrja aftur frá grunni. Það er þroskandi að takast á við erfiðleika og ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ekki hefði verið fyrir það mótlæti sem ég hef mætt í lífinu.


Gangi þér vel í að byggja þig aftur upp og innilega til hamingju með fallega drenginn þinn :)

,,That which is ideal does not exist"

Louise Brooks | 22. jan. '16, kl: 08:44:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er svo mikið krútt :)

,,That which is ideal does not exist"

musamamma | 22. jan. '16, kl: 17:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Petrís er með lausnina, útrýma fötlunum og þá um leið öllum einhverfum meðal annarra. Hann/hún virðist halda að það sé hægt að aðskilja einhverfu frá einstakling.


musamamma

Tipzy | 22. jan. '16, kl: 17:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er alls ekki þannig ég hafi eitthvað ó móti fólki með þessar raskanir, heldur meir hvað ég hef heilsu í. Ef það væri ok þá myndi ég ekki winu sinni íhuga þetta. Ástandið hefur orðið svo slæmt að ég íhugaði alvarlega að gefa barnið frá mér. Enda var ég á því að eiga ekki fleiri börn, bara kallinn sem var sjúkur í það. En svo kom þessi óplanaði ormur.

...................................................................

musamamma | 22. jan. '16, kl: 17:59:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hérna í umræðunni kemur ein með hugmynd að útrýma fötlunum og önnur tekur undir. Það myndi þýða að enginn þeirra einhverfu sem nú lifa væru til. Þetta er svo forkastanlegt að það nær engri átt. 


musamamma

Tipzy | 22. jan. '16, kl: 18:33:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það finnst mér reyndar fullgróft, og ég er alls ekki sammála. Bara mér finnst það ætti engin að vera dæmdur fyrir sitt val, að kona eigi rétt á að enda meðgöngu sama hver ástæðan er. Hún á ekki að þurfa sitja undir því að vera dæmd vegna tilfinninga annara, rétt eins og kona á rétt á að fara í fóstureyðingu þó næsta kona sé ófrjó. aðstæður og fleira er mismunandi fólki og það er engu barni gerður greiði að fæðast þegar það er ekki velkomið hjá foreldrinu, hvort sem það er vegna fötlunar, kyns, kynþáttar eða bara fyrir að vera til.

...................................................................

Tipzy | 22. jan. '16, kl: 18:35:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eða foreldrið ekki í stakk búið andlega, fjárhagslega eða annað til að sjá um barnið ef það kemur í ljós fötlun og telur sig ekki tilbúið í það þó svo því langi í barnið eins og með þessa stelpu.

...................................................................

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 19:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gerir þér vonandi grein fyrir að þú ert innan mengisins sem á að útrýma, er það ekki?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 22. jan. '16, kl: 19:50:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Algjörlega og sonur minn líka, ekki halda að ég sé hlynnt útrýmingu á þessu fólki það er ekki það sem ég var að segja.

...................................................................

ert | 22. jan. '16, kl: 19:51:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég held að margir fatti það ekki - og ef þú ert ekki innan þess mengis þá geturðu dottið í það bara við veikindi eða eðlilega öldrun

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 19:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Átti að slátra mér fyrurfæðingu, við fæðingu eða þegar veikindin tóku sig upp og fötluðu mig?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefðir líklega verið tekin úr sambandi og nýtt sem gæsla fyrir ófötluðu börnin þín (þau sem fengju að lifa).


musamamma

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 19:55:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það væri búið að lóga mér. Ég get ekki sett í uppþvottavél og þvottavél sama daginn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Vasadiskó | 21. jan. '16, kl: 18:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef það forðar einhverjum (ófæddum) börnum frá því að alast upp hjá foreldrum sem voru alls ekki tilbúnir að takast á við fötlun barnsins...

Petrís | 21. jan. '16, kl: 19:14:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur verið rosalega erfitt að takast á við það og alls ekki fyrir alla

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 19:58:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í Indlandi eru fjölmargir foreldrar sem vilja ekki stúlkubörn. Af þeirri ástæðu er bannað að greina kyn í sónar þar, út af fóstureyðingum sem annars yrðu gerðar þegar um kvenfóstur væri að ræða.

Hugsa sér öll stúlkubörnum sem hegði mátt bjarga frá að fæðast.

strákamamma | 21. jan. '16, kl: 18:41:41 | Svara | Er.is | 11

Mér finnst það smá eins og að ég ætti að móðgast þegar konur fara í fóstureyðingu vegna þess að þær vilji ekki barn sem gæti verið eins frábært og mitt...




Val fólks í barneignum finnst mér einmitt vera það..   VAL fólks.   Að velja að maður geti ekki tekist á við barn með Downs syndrome finnst mér ekkert verra val heldur en hvað annað val.

strákamamman;)

nóvemberpons | 21. jan. '16, kl: 19:22:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Segðu, ég t.d skil konur mjög vel sem velja að eyða fóstrum með þann sjúkdóm sem mínir strákar eru með. Finnst það enginn áfellisdómur yfir þeim að þeir séu slæmir eða móðgast ég á nokkurn hátt. Bara skil óskaplega vel að fólk vilji ekki velja börnunum sínum þennan sjúkdóm. Og annara manna val kemur mér ekki við.

4 gullmola mamma :)

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 19:27:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólki er fullfrjálst að hafa skoðanir, líka á því sem "kemur því ekki við"

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 19:36:11 | Svara | Er.is | 1

Fólk tönnlast á því að um einstaklingsákvörðun sé að ræða og komi öðrum ekki við. Gott og vel.

En það gildir sama um þetta og fegrunaraðgerðir. Einstaklingar mega fara í þær án þess að það komi öðrum við. En öðru fólki er frjálst að hafa skoðanir á þeim. Í sumum ríkjum eru húðbleikingaraðgerðir vinsælar hjá konum. Er maður að skipta sér af einkalífi fólks ef maður dregur þá ályktun að það eigi rætur í skaðlegum viðhorfum samfélagsins?

Petrís | 21. jan. '16, kl: 21:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst þetta ekki vera sama, annað snertir kynfrelsi kvenna beint eins og fóstureyðingar gera en hitt snertir tilbúnar þarfir um sérstakan litarhátt.

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 22:18:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er sambærilegt. Kemur þér við hvort kona fari í brjóstastækkun eða nefaðgerð, nú eða húðhvíttun?
Ekki beinlínis.
En áskilurðu þér rétt til að hafa á því skoðanir?

Petrís | 22. jan. '16, kl: 14:44:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skipti mér ekki að þeim konum sem það gera nei. Ég hef skoðun á því að sjálfsögðu en þetta er einfaldlega ekki sambærilegt. Ef þér finnst að réttur konu til að ákveða eigin barneignir sé sambærilegur og að fá nefaðgerð þá er það vandamál hjá þér augljóslega. Kannski er þetta misskilningur hjá mér og bæði eru mikilvæg mannréttindamál í heiminum í dag

sigmabeta | 22. jan. '16, kl: 15:02:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það skiptir engu máli hvort þér finnst aðgerðirnar sambærilegar eða ekki. Ég var EKKI að tala um rétt fólks. Það er nokkurn veginn óumdeilt að fóstureyðingar og fegrunaraðgerðir eru einkamál þeirra sem fara í þær. Aðrir mega samt alveg hafa skoðun á því og fólk verður að taka því.

Petrís | 22. jan. '16, kl: 15:25:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei mér finnst ekki að fólk eigi að mega hafa skoðun á fósteureyðingum annarra kvenna

ert | 22. jan. '16, kl: 15:32:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nú verð ég að spyrja

Má fólk hafa skoðun á klæðaburði annars fólks?

Uppeldi fólks á börnum sínum?


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 22. jan. '16, kl: 15:34:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er mín skoðun ert, ekki lög í landinu. Mér finnst persónulega að fólk eigi að hætta að velta sér upp úr viðkvæmu einkalífi fólks þó vinsælt sé. Þú virðist hafa aðra skoðun og þá verður þú bara að hafa hana. Ég ætla svo sannarlega ekki að fara að rífast við þig um þetta meira.

ert | 22. jan. '16, kl: 15:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já það slær mig bara að þú hefur nú haft skoðanir á uppeldi barna sem er reyndar einkamál fólks og viðkvæmt því börnin eru nú það verðmætasta sem fólk á. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 22. jan. '16, kl: 15:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af því að fólk þarf leyfi fyrir skoðunum! NOT!

peppykornelius | 21. jan. '16, kl: 19:46:41 | Svara | Er.is | 1

Ef kona vill fara í fóstureyðingu þá fer hún í fóstureyðingu, punktur.
Það kemur samfélaginu bara fjandann ekkert við .

sigmabeta | 21. jan. '16, kl: 19:52:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samt má fólk hafa skoðanir eins og því lystir.

musamamma | 21. jan. '16, kl: 19:59:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef kona ákveður að hafa allt ferlið opinbert fyrir tugi þúsunda kvenna og biðja um skoðanir og álit þá er alveg möguleiki að einhver í samfélaginu segi skoðun sína. Sérstaklega ef hún birtir myndir sem munu garanterað snerta marga. 


musamamma

Chaos | 21. jan. '16, kl: 20:13:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Í ljósi þess að við erum manneskjur og búum í samfélaginu sem við gerum, þá hefði hún mátt segja sér að þetta færi ekki vel. En æhh, þetta er stelpa sem er nýhætt að vera barn. Hún er að koma frá hræðilegum stað sem að öllum líkindum hefur haft áhrif á þroska hennar síðustu árin. Ég skil að þetta snerti við mörgum en fólk verður að horfa á það hvaðan hún er að koma, í hvaða harmleik hún er í raun stödd. Þetta er hennar leið úr aðstæðunum, við gáfum henni þessa leið og hún fór hana. 

Chaos | 21. jan. '16, kl: 20:18:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

P.s. ég veit ekkert um þína afstöðu í þessu tiltekna máli, er bara að svara þessu almennt út frá því takmarkaða sem ég hef lesið í kommentakerfunum. 

musamamma | 21. jan. '16, kl: 21:18:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði viljað sjá Trigger Warning við myndina sem hún setti inn. Truflar mig líka þegar fólk segir engilinn hennar eiga eftir að bíða stolta eftir henni á himnum. Það hafa líka komið komment um að fólk með downs verði aldrei fullorðið og alltaf alvarlega veikt. Ætli vanþekking margra trufli mig ekki mest.


musamamma

ert | 21. jan. '16, kl: 20:37:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst mjög skiljanlegt að hún hafi farið í fóstureyðingu og sá skilningur minn kemur DS ekkert við.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

klemenz uggi | 21. jan. '16, kl: 19:51:16 | Svara | Er.is | 7

Þegar öllu er á botnin hvolft að þá er engu barni gerður greiði með að eignast foreldra sem vill það ekki og þar skiptir engu hvort það er fatlað eða heilbrigt.

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 20:24:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða samkynhneigt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Sikana | 21. jan. '16, kl: 23:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðað við viðbjóðsmeðferðina sem sumir samkynhneigðir krakkar mega þola af hendi foreldra sinna þá er alveg spurning hvort það ætti að mega skima fyrir gaygeninu þegar það finnst. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

fálkaorðan | 21. jan. '16, kl: 23:36:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grundvallar mannréttindi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

klemenz uggi | 22. jan. '16, kl: 14:54:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það sér flokkur? Ég allavega myndi setja það í "heilbrigt" flokkinn.

fálkaorðan | 22. jan. '16, kl: 19:42:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru langt frá því allir sammála þér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

randomnafn | 22. jan. '16, kl: 11:24:40 | Svara | Er.is | 2

Ef móðirin treystir sér ekki til að hugsa um barn með sérþarfir þá er fóstureyðing rétta ákvörðunin annað er fyrirfram vituð lífsskerðing fyrir barnið.

Að öllum downs börnum verði útrýmt eins og sumir halda fram held ég að sé oftúlkun þó einstaklingar með downs sem ég hef svolitla persónulega reynslu af séu yndislegir og allt það þá er þetta heornu arskuldonir og það fylgir þessu líka
erfiðleikar.

Stór hluti downs einstaklinga fá alzheimer og lifa aðeins til fertugs eða fimmtugs (undantekningar til að sjálfsögðu) og einnig er tilhneiging til hjarta og æða sjúkdóma.
Er að vinna í kringum þessa einstaklinga by the way.

En ég er ekki viss um að eigi að útrýma þessum sjúkdómi það eru margir verri en downs ég þekki meira segja til downs manneskju með bílpróf og fasta vinnu til margra ára Osfrv. Þannig þetta er ekki einsleitt.

Það eru kostir og gallar og ólíkar hliðar á öllum málum en að "downs-fóstrum" að þróast í barn vegna þess að Downsarar séu krúttlegri og félagslynd og lifsglatt fólk almennt er það ekki nógu góð ástæða ein og sér til að eyða ekki fóstri.

Fólk eyðir fóstri af ýmsum ástæðum og að þetta gæti ekki verið ein þeirra sé ekki athugavert.

Rabbabarahnaus | 22. jan. '16, kl: 12:35:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er svo heppin að starfsferill minn hefur verið að aðstoða einstaklinga sem teljast með fötlun, í námi og hef ég því allt litrófið í reynslubankanum mínum.
Einnig eru þó nokkrir fjölskyldumeðlimir sem erum með fatlanir og eru þeir 100% fullkomnir nákvæmlega eins og þeir eru fyrir okkur :).

Persónulega er ég hlynnt að hver og einn fái að ákveða um að binda enda á meðgöngu, burt sé frá hvort um frávik sé að ræða eða ekki.

En það sem stakk mig einna mest við fréttina af þessari ungu stúlku er að hún talar um fósturmissi.
Að taka ákvörðun um að eyða fóstri, er að binda enda á meðgönguna.
Að missa fóstur er bara allt annar handleggur og því fer það fyrir brjóstið á mér þegar talað er um þetta sem sama hlutinn.

Petrís | 22. jan. '16, kl: 13:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Var þetta bara ekki hennar sýn á málið. Satt að segja hljómaði sagan hennar þannig í mín eyru að ef aðstæður hennar hefðu verið öðruvísi hefði hún gjarnan viljað ganga með og eiga þetta barn. Missirinn getur líka verið fólginn í því að atstæður hennar leyðu henni það ekki

Rabbabarahnaus | 22. jan. '16, kl: 15:59:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú eflaust má sjá þetta svoleiðis.

musamamma | 22. jan. '16, kl: 17:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ertu að vinna í kringum Downs fólk og heldur að Downs sé sjúkdómur?


musamamma

Rabbabarahnaus | 22. jan. '16, kl: 19:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já meðal annara en downs heilkennið er ekki sjúkdómur. Hvar kemur það fram hjá mér???

musamamma | 22. jan. '16, kl: 19:48:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"En ég er ekki viss um að eigi að útrýma þessum sjúkdómi það eru margir verri en downs ég þekki meira segja til downs manneskju með bílpróf og fasta vinnu til margra ára Osfrv. Þannig þetta er ekki einsleitt. "


musamamma

Rabbabarahnaus | 22. jan. '16, kl: 20:44:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skoðaðu betur notendanafn þess sem þetta skrifar. Ég á einungis þrjú innlegg í þessari umræðu og þau eru öll hér neðarlega.

musamamma | 22. jan. '16, kl: 20:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah, ég gerði ráð fyrir að þú værir að svara mér eftir að hafa svarað þér. Ef þú ýtir á Fyrri færsla hjá mér þá var ég ekki að tala um þig :) 


musamamma

krikrikro | 22. jan. '16, kl: 18:57:36 | Svara | Er.is | 4

Ég svara  bara hér því ég nenni ekki að finna þann stað í umræðunni, sem ég ætlaði að bregðast við.

Mér finnst hér verið að tala um tvo hluti sem er blandað saman í eitt. Annað er val konunnar og hitt er skimun fyrir Downs og frávík á 13. og 18. litning.

Val konunnar er ótvírætt, alltaf. Annað er óásættanlegt.

Hitt er svo orðið meira siðferðislega erfitt fyrir mig að taka afstöðu til. Núna er hægt að finna ákveðin frávík og þess vegna er skimað fyrir þeim. Fóstur með þessi frávík má eyða fram að hvað? 20. eða 24. viku? Hvaða skilaboð er samfélagi að senda þarna? Ef við vitum ekki að það sé eitthvað að fóstrinu má ekki eyða því eftir 12. viku, nema  líf móður liggur við. En ef við vitum af þessum sértæku frávíkum má eyða mun stærra og eldra fóstri. Er bara ekkert mál að segja að það sé í lagi, að strax á fósturstigi eru mismunandi réttur?

Downs er að hverfa vegna þess að það er hægt að skima fyrir Downs. Þannig varð þróunin. Nú getum við skimað akkúrat fyrir þessum galla, gerum það og eyðum svo þeim fóstrum.
Svo er hægt að skima fyrir því hvort fóstrið verður að dvergi, eyðum þeim? Svo kemur tæknin til að greina eitthvað annað, eyðum þeim? Aldrei að segja stopp? Og ef við segjum stopp, hvenær? Og hvað þýðir það fyrir því sem nú þegar má? 

Eða ætlum við að hafa það eins og Piglet segir, segjum ekki stopp fyrr en öll frávík hverfa og allir eru eins. Hver ætlar að ákveða hvað er frávík?

kdm | 22. jan. '16, kl: 22:08:59 | Svara | Er.is | 0

Allt líf er dýrmætt. Fólk sem ég hef kynnst með Downs Syndrom eru upp til hópa miklir gleðigjafar og yndislegar persónur...Fóstureyðing er ekkert annað en morð. https://www.youtube.com/watch?v=Ju-q4OnBtNU

gruffalo | 23. jan. '16, kl: 21:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Okei, og finnst þér þá ekki alvarlegt mál að íslenskt samfélag normalíseri morð á börnum? Hvað viltu gera við konurnar, morðingjana að þínu mati, sem láta drepa börnin sín? Eða viltu kannski hugsa þetta eitthvað uppá nýtt?

staðalfrávik | 24. jan. '16, kl: 02:30:27 | Svara | Er.is | 0

Þetta er án efa rosalega stórt verkefni, jafnvel fyrir lífstíð og foreldrar vita ekki endilega fyrirfram hvort þeir fái sæmilega heilbrigðan og fúnkerandi einstakling eða mjög mikið sjúka manneskju sem hefur alvarlega hjartagalla og fleira. Mér hefur finnst eina góða ástæðan til að eignast barn vera að langa í barn og í þessari jöfnu bætist það við að vera tilbúin að takast á við verkefnið sem jafnvel alvarlega fatlað barn er.

.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
Síða 9 af 47833 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Guddie, Paul O'Brien