Foreldrar sem geta ekki talað saman

theisi | 9. ágú. '16, kl: 12:06:22 | 1283 | Svara | Er.is | 0

Ef að foreldrum (sem eru skilin og annað foreldrið forsjárlaust með barnið í reglulegri umgengni) gengur mjög illa að ræða saman um barn og allt sem snýr að uppeldi þess og högum, er hægt að hafa einhvern tengilið sem sér um að vera á milli og koma skilaboðum til skila ? svo að forsjárlausa foreldrið fái upplýsingar um barnið þegar það þarf þess ? og svo að allt fari ekki í háaloft í þau fáu skipti sem foreldrarnir reyna að ræða saman.

Nú er ég að tala um að það gangi ekki upp að tala saman face to face, í síma, sms, meil, fb eða nokkuð annað og ástandið hefur verið þannig mjög lengi. Er búinn að ræða við sýslumann en hann getur hjálpað til ef að umgengnissamning þarf að breyta eða ef ekki er verið að standa við hann eða einhver tálmun sé í gangi og sv.frv.

Einhver ráð ?

 

Cheddar | 9. ágú. '16, kl: 13:15:30 | Svara | Er.is | 10

Foreldrarnir fari báðir sitt í hvoru lagi til sálfræðings og vinni úr sínum málum og læri að haga sér fyrir barnið.

theisi | 13. sep. '16, kl: 23:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já thad væri ad sjálfsögdu óskandi en erfitt ef ekki er hægt ad fá annan adilann i.thannig vinnu

strákamamma | 14. sep. '16, kl: 00:21:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki til þannig tilfellis og þar fær forsjárlausa foreldrið bara lalar upplýsingar um barnið frá læknum, kennurum og þjálfurum beint, ekki í gegnum forsjárforeldrið. barnið er líka sótt og því skilað í skóla svo foreldrarnir hittast ekkert.  Þau ala barnið upp á mjög mismunandi hátt, ss reyna ekkert að samræma neitt.

strákamamman;)

Cheddar | 14. sep. '16, kl: 11:26:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þá fer hinn aðilinn í slíka vinnu og fær ráðleggingar og aðstoð við að tækla samskiptin.

Felis | 14. sep. '16, kl: 13:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jebb setjum alla ábyrgðina á góðum samskiptum yfir á annan aðilann.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Cheddar | 14. sep. '16, kl: 13:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei alls ekki, en fá ráð til að bregðast við þeim sem ekki vill góð samskipti, ráð með að setja mörk, standa á sínu, halda sínu án þess að missa sig í rifrildi.

Cheddar | 14. sep. '16, kl: 15:23:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég á sjálf erfiða ættingja sem mig langar ekki til eins og staðan er núna að loka á, ég var bara síðast í morgun að ræða við fagaðila hvernig ég geti brugðist við eða brugðist ekki við, svarað eða svarað ekki og sett mörk. Ég fæ víðara sjónarhorn og fleiri úrlausnir þegar ég ræði málin hjá fagfólki, mér hættir til að verða bara sár og leið og fara bara inn á við, sem gerir mér ekki gott. Ég finn hvað mér líður betur þegar ég get staðið með mér.

strákamamma | 15. sep. '16, kl: 00:37:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig er það því miður oft ef að einn bítur í sig einhver leiðindi. 

strákamamman;)

Felis | 15. sep. '16, kl: 09:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég veit það vel. Finnst samt ekki eðlilegt að það sé bara samþykkt hegðun því þetta er í raun ofbeldi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 15. sep. '16, kl: 23:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég er sammála þér að það sé ekki eðlilegt að það sé samþykkt hegðun. Ég vildi óska að eitthvað væri hægt að gera. 

strákamamman;)

daggz | 17. sep. '16, kl: 13:11:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, hvað ég er sammála þér þar!

--------------------------------

Zagara | 14. sep. '16, kl: 09:33:05 | Svara | Er.is | 0

Það gæti mögulega verið einhver aðstandandi sem treysti sér í að vera þessi þriðji aðili.


Það er enginn í kerfinu sem getur tekist á við svona mál. Það er því miður staðan fyrir börn sem þurfa að búa við svona foreldra alla sína æsku. 

Brindisi | 14. sep. '16, kl: 13:33:53 | Svara | Er.is | 1

ertu búinn að lesa viðtalið við Dofra Hermanns leikara um sín samskipti við barnsmóður sína, geri mér alveg grein fyrir að þetta er önnur hliðin en sorglegt

HRmmmpf | 14. sep. '16, kl: 15:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getuir eimhver sagt mér hvað þessi kona heitir?

Brindisi | 14. sep. '16, kl: 15:13:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki ég nei

elinnet | 14. sep. '16, kl: 15:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þarf ekki mjög mikið gúggl til að finna það... 

Brindisi | 14. sep. '16, kl: 21:05:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég gúgglaði af mér rassgatið og fann ekki neitt.....enda skiptir það svosem ekki máli

Currer Bell | 14. sep. '16, kl: 22:14:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er skólastjóri í grunnskóla í borginni

Brindisi | 14. sep. '16, kl: 22:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún eða þú?

Currer Bell | 14. sep. '16, kl: 22:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún

musamamma | 14. sep. '16, kl: 20:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hlið sem dregur börn í fjölmiðla, hann kallar barnsmóður sína ofbeldismanneskju og birtir yfirlætisfull skilaboð sem hann skrifar til hennar, hunsar allar aðgerðir sem er venjulega mælt með (hittast á hlutlausum stað, etc), hann segist vilja sættast en gerir svo allt til að koma í veg fyrir að sættir séu mögulegar. Ég veit ekki hver tilgangur hans er en fokk hvað hann er að fara illa með börnin þeirra. Sama hversu saklaus hann var áður, hann er það ekki lengur.


musamamma

Brindisi | 14. sep. '16, kl: 21:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

en kannski hafði hann ekkert val, búinn að reyna allt, er ekki alltaf verið að tala gegn þöggun, um að það sé svo frábært...., kannski er hann að gera hlutina verri fyrir börnin, en kannski er hann bara að gera það rétta í stöðunni. Held þú myndir aldrei segja þetta um konu sem hefði verið í ofbeldissambandi......

egveitekkineittumneitt | 14. sep. '16, kl: 21:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

amen

musamamma | 14. sep. '16, kl: 21:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann skrifar að hann sé að þessu til að fá umgengni við börnin. Það kemur berlega í ljós í pistlinum að hann er með fulla umgengni eða þau búa hjá honum. Ég get ekki gert að því hvað þú heldur að ég myndi gera í ímynduðum aðstæðum. Það er ekki við hæfi að birta mynd af börnum og nafngreina á netinu í forræðisdeilu. Börnin eiga eftir að lesa hatursógeðið sem fólk skrifar um mömmu þeirra. Það sem hann er að gera börnunum sínum núna er ofbeldi.


musamamma

bogi | 14. sep. '16, kl: 21:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Sammála - mér finnst þetta svo klikkað að ég trúi honum ekki. Hann vill stjórna konunni og hvað hún segir við börnin ...

Brindisi | 14. sep. '16, kl: 21:59:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ertu með frekari heimildir fyrir því? hann talar um andlegt og líkamlegt ofbeldi í 16 ár, er það bara lygi? sé þig kommenta um konu sem segði sömu sögu.......

sigmabeta | 17. sep. '16, kl: 12:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er engin sérstök ástæða til að draga þá frásögn hans í efa. En fólk þarf alltaf að sýna ábyrga hegðun barna sinna vegna, líka fólk sem hefur lent í ofbeldi. Hann sakar hana um að eitra huga barnanna, sem er vissulega slæmt. En hann er ekki maður að meiri að vera að eitra huga barna sinna sjálfur opinberlega.

Brindisi | 17. sep. '16, kl: 23:08:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski var þetta síðasta leiðin....held þú myndir aldrei segja þetta við konu sem er búin að vera í 16 ára ofbeldissambandi og ákveður loksins að tala opinberlega

sigmabeta | 18. sep. '16, kl: 08:40:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kolrangt mat hjá þér.
Fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi fær ekki afslátt af því að hegða sér á ábyrgan hátt gagnvart börnunum sínum.
Dofri er hér ekki að tala um ofbeldi sem hann varð fyrir í sambandinu heldur lýsa því hvernig móðirin eitrar huga barnanna á nákvæmlega sama tíma og hann gerir það akkúrat sjálfur, og það opinberlega.

alboa | 14. sep. '16, kl: 21:54:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er oft mælt með að hittast á hlutlausum stað já, en krafan að skila af sér pollagalla á heimili hins foreldrisins án þess að þurfa gefa 24 tíma fyrirvara í tölvupósti er heldur ekki svo galin. Þetta er jú pollagalli barnsins. En þá er líka spurning að báðir aðilar virði mörkin og það sé ekki farið inn á heimilið heldur bara rétt í hurðagættinni.

Það er margt rangt við að nafngreina og birta mynd af börnunum. En það hvítþvær ekki móðurina af hegðun hennar (ef rétt er sagt frá t.d. sáttafundi). Í svona málum er sjaldan hvorugur aðilinn fullkomlega saklaus. Það er alveg hægt að lesa svona pistil, hafa í huga að þetta er önnur hliðin og sleppa því að úthrópa foreldrana. Bæði hann og móðurina.

Sama hver manns eigin persónulega saga er, það eru ekki allir barnsfeður í umgengnisdeilu vondu aðilarnir og þeirra mistök þarf ekki að dæma harðar en mæðranna.

kv. alboa

alboa | 14. sep. '16, kl: 21:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er krafan er ekki galin þegar ekki er um ofbeldi að ræða.

kv. alboa

musamamma | 14. sep. '16, kl: 22:02:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég tjái mig ekki um það sem ég veit ekki um, get ekki frekar en þú sagt til um hver gerði hvað. Hans sáttatilraunir eru fyrir allra augum, hann talar niður til hennar, skrifar bréf til hennar einsog hann sé að ala upp ósjálfbjarga barn og birtir opinberlega. Úthúðar henni og ætlast svo til að hún vilji sættast, þegar hann er búinn að gera hana að hötuðustu konu Íslands. Allt í nafni barnanna. Ég segi það sama og ég segi við krakkana í vinnunni: Það skiptir ekki máli hver byrjaði, það þarf að geta hætt.


musamamma

Brindisi | 14. sep. '16, kl: 22:18:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef málið er eins og hann segir? og hann getur ekkert gert nema að vekja athygli á því í fjölmiðlum? hvað með konuna sem var endalaust fyrir áreiti síns fyrrum manns?

Brindisi | 14. sep. '16, kl: 22:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og hlutirnir fóru loksins að gerast eftir það..........varstu brjáluð eftir það?

svarta kisa | 17. sep. '16, kl: 03:00:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða frétt eruð þið að tala um? Ég finn ekkert nema frá því í fyrra :(

alboa | 14. sep. '16, kl: 22:40:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En hvað er að hætta í þessu? Að hann hætti að reyna fá umgengni án vandræða? Gefi eftir lögheimili barnsins? Eða hætti að fara í fjölmiðla?

Af hverju dæmirðu hann svona rosalega hart? Þú ert að túlka allt sem hann segir í þessari grein á neikvæðan hátt þegar kemur að honum.

Ég las greinina með það í huga að þarna er maður sem er að fegra sig í umgengnisbaráttu og tók því öllu með fyrirvara. Þar sem hennar útgáfa væri að öllum líkindum svipuð, hann er vondi karlinn en hún saklaus. Mér tókst samt ekki að ná sömu heift og þér gagnvart honum. Hefur orðið hluleysi enga merkingu þegar kemur að svona málum?

kv. alboa

musamamma | 14. sep. '16, kl: 23:09:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heift? Ég er pollróleg?


musamamma

alboa | 15. sep. '16, kl: 00:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Fokk hvað hann er að fara illa með börnin þeirra"

Sérðu ekki heiftina gagnvart honum?

kv. alboa

Zagara | 14. sep. '16, kl: 23:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég man ekki alveg 100% hvað kom fram síðast þegar hann ræddi þessi mál en ég held að staðan sé sú að hann "á" bara yngstu dótturina enn að. Hinar hittir hann held ég ekki lengur. Þess vegna tel ég að hann orði það að hann eigi kurteislegt tal við eina dótturina því það er engin umgengni. Vona að ég sé ekki að rugla málum saman ;)


Að hætta fyrir fólk í hans stöðu er að missa börnin sín. Það er ekkert flóknara en það og það er alveg skiljanlegt að það sé sárt og svo er einmitt spurningin, á það að vera þannig? Á kerfið að ráðleggja fólki að gefast upp og missa börnin sín með engri tryggingu fyrir að tengslin muni nokkurntíman endurnýjast. 


Feðrum er oft refsað mun harðar fyrir mistök en mæðrum í svona málum. Fyrir móður að tálma og eitra börnin sín í svona deilu er skiljanlegt en að mæta með pollagalla upp að tröppum og segja mömmunna að gera ekki mál úr því er dauðasynd samanber sumar athugasemdir hér.


Það eru oftast tveir gerendur, en sá sem er í sterkari stöðu til að beita ofbeldi er lögheimilisforeldrið og það foreldri nýtir það oft.

Brindisi | 16. sep. '16, kl: 11:32:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

hann talar líka um 16 ára ofbeldissamband, bæði líkamlegt og andlegt, enginn myndi efa það ef hann væri kona, allir myndu hrósa henni fyrir að stíga fram en nei hann er bara skíthæll fyrir að koma fram samkvæmt mörgum hérna

tek fram að ég veit ekkert meira um þetta mál en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum

Dalía 1979 | 14. sep. '16, kl: 21:49:36 | Svara | Er.is | 1

Er með eitt gott ráð sem virkaði hjá okkur að foreldrar þroskisti og hagi sér eins og fullorðið fólki enn ekki eins og smábörn það geta allir rætt saman

ZgunnZ | 15. sep. '16, kl: 10:24:20 | Svara | Er.is | 1

Ég er núna með sameiginlega forsjá með mínum börnum en fyrir það þá þurfti ég að sætta mig við að fá þær upplýsingar sem ég á rétt (frá skóla og þannig) stendur allt um hvað maður á rétt á hjá sýslumanni. Og ég þurfti þá bara að sætta mig við að hún hefði uppeldið, íþrótta iðkun barnana og allt það eftir sínu höfði því hún var jú með fulla forsjá barnana og ég með umgegni.
Þegar staðan er þessi þá bara verður þú að taka henni og sætta þig við þær upplýsingar sem þú átt rétt á og afla þeirra beint en ekki í gegnum móður, ég myndi samt láta móður vita að þú sért að gera það bara til að skapa ekki óþarfa leiðindi yfir engu.

Ég get líka alveg sagt þér að eftir að hafa farið í dómsál og fengið sameginlega forsjá (var daltið þröngvað í það vegna brota á umgegni) þá er samt sem áður ekki það mikið breytt í þessu, ég fæ jú mína umgegni en hún stjórnar og hefur flest uppeldi eftir sínu höfði. Ég geri það sem ég get en veit að það er betra fyrir börnin að halda friðinn, nema ég telji börnin í hættu eða annað slíkt þá mun ég stýga inní og er alltaf að endurskoða þetta.

Þú skilur forsjárlausir feður eða mæður eru alveg svipað og feður og mæður með sameiginlega forsjá en börn ekki með lögheimili hjá þeim í þessum málum sem mér sýnist þú vera að tala um.

Mitt ráð, ekki tala um þetta við hana/hann um þessi mál því það er augljóslega enginn lausn að fara fást þannig.
Stundum eru hlutirnir bara eins og þeir eru ósanngjarnir eða sanngjarnir og lítið hægt að breyta því, vera til staðar fyrir börnin og taka þátt þar sem þér er leyft að gera það og láta hitt vera, og ef aðsætður breytast þá endurskoðar þú þetta.

Vera foreldri barns í þinni umgegni og vera til staðar fyrir það alltaf þegar á þarf, síðan eru mestu líkur að hitt foreldrið róist í þessum málum eftir einhverntíma ef þú bara lætur þetta vera.

Gangi þér vel

Brindisi | 15. sep. '16, kl: 10:48:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oj ömurlegt

alboa | 15. sep. '16, kl: 10:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sameiginlegn forsjá eða ekki, þú getur aldrei stjórnað inni á hinu heimilinu eða sagt því foreldri hvernig það á að haga uppeldinu. Fyrir utan almenna tilkynningaskyldu samkvæmt barnaverndarlögum kemur þér ekkert við hvernig lífið er á hinu heimilinu. Það foreldri á rétt á friðhelgi einkalífs.

kv. alboa

Brindisi | 15. sep. '16, kl: 12:27:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

afhverju ertu svona hvöss við hann, sé ekki betur heldur en hann sé nánast ofur kúgaður og tipli á tánum og sætti sig við allt sem konan gerir til að valda ekki drama

alboa | 16. sep. '16, kl: 12:06:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gerði mér ekki grein fyrir að ég hefði verið eitthvað hvöss við hann. Það er samt algengur misskilningur að foreldrar með sameiginlega forsjá geti stjórnað uppeldi inni á hinu heimilinu eða fengið allar upplýsingar sem því sýnist um hitt heimilið. Eins og staðan er núna ræður það foreldri sem er með lögheimilið miklu um daglegt líf barnsins hvernig sem forsjá er háttað.

kv. alboa

svarta kisa | 17. sep. '16, kl: 01:49:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er sammála því að maður getur ekki stjórnað inni á hinu heimilinu en ég mun aldrei í lífinu samþykkja það að mér komi ekki við líf stráksins míns aðra hvora viku. Ég er ekki bara mamma hans í mömmuvikum. Að sama skapi finnst mér barnsfaðir minn hafa fullan rétt á að vita sem flest um líf stráksins þegar hann er hjá mér með sömu rökum. Mér finndist reyndar bara frekar undarlegt ef pabbi hans hefði engan áhuga á að vita neitt hvað er í gangi í lífi stráksins nema þegar hann væri með hann.

daggz | 17. sep. '16, kl: 13:35:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tak undir þetta. Það er ótrúlegt hvað fólk heldur að það geti skipt sér af bara vegna þess að það á börn með aðilanum.


Það er það sama með íþróttaiðkun eða val um skóla. Sameiginleg forsjá eða ekki þá hefur lögheimilisforeldrið ákvörðunarvaldið, eitthvað sem margir gera sér ekki grein fyrir.

--------------------------------

stjarnaogmani | 17. sep. '16, kl: 14:46:56 | Svara | Er.is | 0

Maður getur ekki ætlast til að hinn forsjárlausi hafi löngun eða vit á að takast á við þau mál sem snúa að barninu. Reyndu frekar ef þú ert með forsjá að gera allt til að barnið fái þá umönnun sem það þarf og ef hinn aðilinn gerir ekkert til að komast að því hvað þarf til að hugsa um barn einsog fara með það til læknis, fara á foreldrafundi eða kom því í tómstundir svo ég tali ekki um hina andlegu hlið barnsins. Ég á t.d barnsföður sem hefur aldrei sóst eftir því að komast á viðburði hjá barninu og bíður eftir því að ég láti hann vita. Ég skil ekki afhverju hann ber sig ekki eftir björginni um að vita hvað þarf að gera í sambandi við barnið og ég er hætt að velta mér upp úr því. Ég tala helst ekki við hann

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
Síða 8 af 47814 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, tinnzy123, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, annarut123