Forsjárleysi stjórnvalda - Borgarstjórn Reykjavíkur

kaldbakur | 22. sep. '19, kl: 14:50:29 | 94 | Svara | Er.is | 1

Það er hryggilegt að sjá hvað borgaryfirvöld hafa litla fyrirhyggju.
Undanfarin 15 - 20 ár hefur verið að byggjast upp nýr miðbær í Kvosinni þar sem Alþingishús og síðan Harpa mynda ás gegnum svæðið sem nær frá sjó að Reykjavíkurtjörn.
Miðbakki Reykjavíkurhafnar og allt svæðið frá Granda - Ægisgarði og til Íngólfsgarðs þar sem Harpa er hefur veri endurbyggt. Það er sláandi að Tryggvagata , Miðbakki og allt þetta svæði hafi ekki verið hækkað í jarðvegi t.d. um 50 cm. Allt þetta svæði er nú þegar í mikilli flóða hættu ef sjávarföll er óhagstæð.
Allt svæðið frá Alþingishúsi, Austurvelli og að Hörpu geta orðið umflotin sjó við vissar veðurfarslegar aðstæður. Sjávarmál hefur hækkað og hækkar um 1 -2 cm á hverjum 10 árum. Það sem verra er að miðborgin Kvosin er jafn frmt að síga samfara hækkun sjávarborðs.

Að skipulagsyfirvöld í borginni hafi ekki skipað fyrir um að t.d. Tryggvagata og Miðbakki og allt í kringum nýja uppbyggingu hafnarsvæðisins skyldi ekki hækkað t.d. um 50 cm er alvg ófyrirgefanlegt.
Síðan má auðvitað spyrja sig að hvernig munu þessar undirstöður sem eru undir þessum nýju húsum með sínum djúpu bílakjöllurum þola hamfaraflóð sem er alveg víst að mun skella ´okkur eins og öðrum löndum Evrópu - sjáið bara flóðin í Alikante á Spáni þessa dagana.

 

kaldbakur | 22. sep. '19, kl: 15:20:15 | Svara | Er.is | 0

Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa staðið fyrir öflugum sjóvörnum, það má sjá á Seltjarnarnesi og Álftnesi.
Borgarstjórn Reykjavikur hefur klúðrað hverju málinu á eftir öðru framkvæmdir mistekist og farið milljarða yfir áætlanir á undanförnum áratug.
Skolp rennur í baðstrandar aðstöðu Nauthílsvíkur, hundruðum milljóna er eytt í nánast tóma vitleysu, bragga og innflut puntstrá.
Svona uppákomur hafa verið á hverju ári Nú ætla þessir fárálingar að byggju upp einhverskonar járnbraut sem er þó ekki nema járnbraut á gúmíhjólum ef þeir vitra það þá sjálfir. Kostnaður verðu aknnski 150 þúsund milljónir. Þú og ég greiðum hehe ..
Fyrsta afborgun er t.d. að ef þú ferð útí búð að kaupa í matinn á bílnum þínum á "klikkar" gjaldmælir 100 - 600 kr fyrir hvert skipti fer eftir tímasetningu.
Að fara útíbúð kostar kannski 500 kall fram og til baka hehe ...

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 10:30:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stóð ekki til að hafa léttlest þá á milli Hörpu og Kringlu?

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 10:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú ég held að einhverjum hafi dottið í hug að þessi nýi strætó "Borgarlína" gangi þarna um Lækjargötu og fari yfir tjarnarbrúna Skothúsveg og að Melatorgi við Háskóla og þaðan í BSÍ og yfir í Kópavog yfir brúna sem þeir eru að spáí að setja þar. Þarna er auðvitað ekkert pláss fyrir einhverja lest en þetta verður bara nýr strætó kannski á gúmíhjólum. Það er víst meiningin að þetta gangi milli Lækjartorgs og Hamraborgar í Kóp. Og svo annar vagn frá Lækjartorgi upp (og niður) Hverfisgötu að Hlemmi og .aðan upp Laugaveg og Suðurlandsbraut og yfir Elliðaár að höfðanum þar sem bílasölurnar eru núna.
Þetta verður sem sagt strætó á gúmíhjólum sem gengur þarna um á forgangsakrein fram og til baka þessar tvær leiðir.
Þettta skiptir auðvitað engu nema fyrir einhveja sem eru að fra þarna á milli. Breytir engu fyrir Strætó , þetta verðu jafn óvinsælt og áður en kostar bara meira.
Síðan er alveg viðbúið að menn gefist upp á þessu og noti bara gömlu strætisvagnana vegna þess að þeir ganga víðar þó þeir séu oftast tómir.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 10:53:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi léttlest sem ég sá á Strikinu í Kaupmannahöfn fór alveg þvílíkt hægt svo ég get ekki ýmindað mér að svoleiðis henti langar leiðir. En þeir eru kannski að hugsa um einhverja lest sem gengur nokkuð hratt og er með gluggum (vindheld)? Fara ekki svona hjólalestir mjög hægt yfir?

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 10:54:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða ertu að tala um strætó á dekkjum?

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 11:10:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já léttlest eins og þeir vildu kalla borgarlínu gengur víst ekki - líkist þessu mest að hafa þá í stað teina og sérstakra málmhjóla eins og á lestum lítil gúmíhjól rett eins og í Tívolílestum. En það virðist enginn vita hvað þeir eru að hugsa meða þetta fyrirbæri sem Borgarlína er.
Leiðirnar eru sífellt að breytast enda sjá allir að eftir allar þessar þrengingar æi miðbænum þá er ekkert pláss fyrir einhverja lest og jafnvel ekki stóra Strætisvagna.
Kannski endar Borgarlína bara á því að verða HLAUPAHJÓL fyrir almenning ? hihi hi hi

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 10:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einhvers konar hjólalest er á Strikinu í Kaupmannahöfn, ég hef a.m.k. séð svoleiðis að sumri til. Væri ekki frekar að setja þá svoleiðis á Laugaveginn? En kannski of dýrt dæmi? En göngu og hjólagarpurinn Dagur honum munar sko ekkert um að labba langar leiðir eða hjóla, hann vill hafa Laugveg sem göngu/hjólagötu, líka svo stutt fyrir hann að skeppa á Laugaveginn frá heimili hans. Hann heldur víst að allir séu eins hressir og hann, straui niður Laugaveginn gangandi eða hjólandi og jafnvel i hvaða veðri sem er. En örugglega fullt af fólki sem nennir ekkert orðið að fara þennan Laugaveg, allra síst í slæmu veðri gangandi eða hjólandi jafnvel þó það taki strætó niður á Hlemm. Það fer frekar í Kringluna eða Smáralind eða bara keyrandi í einhverja búðir þar sem eru bílastæði nálægt verslununum.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 11:04:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er í raun og veru sjálfsagt að hafa stíga fyrir reiðhjól sem víðast og svo auðvitað gangstéttir og göngustíga.
Það eru allir sammála um það. En Laugavegurinn er löng gata og hæg bílaumferð er hluti af götumyndinni og hefur skapað í líf og vinsældir búða við Laugaveg. Það er núna t.d. búið að eyðileggja þessa leið með því að snúa hluta umferðar við - keyra upp í stað niður Laugavega á hluta götunnar.
Algjört skemmdarverk - nálgast að vera hryðjuverk.
Barátta Dags og >Co við Fjölskyldubílinn er annað hryðjuverk. Fólk notar fjölskyldubílinn sinn til að komast milli bæjarhluta og í skotferðir með fjölskyldumeðlimi t.d. í Íþróttir, skóla og annað Og svo auðvitað til að komast í vinnu kannski með því að keyra annað til vinnu og sækja hitt.
Allt á þetta nú að eyðileggja með nýjum sköttum.

En það sem ég var nú að nefna á þessum vef er skilningsleysi skipulagsyfirvalda við uppbyggingu Kvosarinnar. Kvosinn liggur lægst alls svæðis innan höfuðborgar við gömlu höfnina og Alþingisreitinn. Það var ótrúlegt glapræði að byggja á þessum reit sem kllaður er Hafnartorg og við Hörpu án þess að huga að því að það þarf að hækka þessar götur og lóðirsem um svæðið liggja þ.e. Tryggvagötu og Miðbakka frá Granda að Arnarhóli.
Hækkun svæðisins er nauðsynleg vegnaa ört hækkandi sjávarborðs og sigs lands sem á sér stað í kvosinni.
Það kæmi mér ekki á óvart að innan örfárra ára (3-5) verði þarna flóð við vissar aðstæður veðursfarslega og há flæðis. Þetta flóð myndi þá jafnvel ná yfir allan Austurvöll og fylla alla þessa nýju bílakjallara við hafnartorg og Hörpu.
Þetta svæði er í mikilli hættu næstu æaratugi og verður að gera lagfæringar og stóra varnargarða fyrir utan höfnina til að verjast þessu fyrst ekki var gripið tímanlega inní við hönnun svæðisins.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 11:11:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það var gerð skýrsla 2016 sem heitir: Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu, áhrif og aðgerðir.
þar segir meðal annars:
"Það er ljóst að þekking á
mögulegum sjávarflóðum vegna loftslagsbreytinga hefur legið lengi fyrir og að
leiðbeiningar Skipulags ríkisins frá árinu 1992 og 1995 eiga enn vel við. Þær hafa þó ekki
hlotið nægilega athygli og við nánari skoðun sést að misbrestur er á að þær hafi verið
hafðar til hliðsjónar við skipulagsgerð. Kortlagning á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga
gagnvart fyrirbyggjandi aðgerðum vegna hækkunar sjávarborðs af völdum
loftslagsbreytinga sýnir að ríkið nýtir tækifæri til stefnumörkunar ekki til fullnustu og
ábyrgðin hvílir að mestu á sveitarfélögum við skipulag landnotkunar. Ákvæðum í
skipulagslögum og –reglugerð er ekki vel fylgt eftir þó svo að víða finnist prýðileg dæmi
um hvernig tekið er tillit til hækkunar sjávar í skipulagsáætlun sveitarfélaga.
Heilt á litið virðist málaflokkurinn aðlögun vegna hækkunar sjávar af völdum
loftslagsbreytinga ekki hafa hlotið mikla athygli frá stjórnvöldum og er það
umhugsunarvert. Á þetta hefur raunar verið bent áður í skýrslu sem unnin var fyrir
verkefnið CoastAdapt (Ásdís Jónsdóttir, e.d.). Ísland hefur verið aðili að
Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1992 en áherslan hefur verið á aðgerðir
til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en ekki aðlögun að breytingum. Með undirritun Parísarsamkomulagsins felst þó ákveðin viðurkenning á því að
loftslagsbreytingar af mannavöldum séu raunverulegar og þar af leiðandi sé hækkun
sjávarborðs eitthvað sem stjórnvöld verða að takast á við."

http://www.skipulag.is/media/pdf-skjol/Haekkud-sjavarstada-a-hofudborgarsvaedinu-ahrif-og-adgerdir.pdf

Júlí 78 | 24. sep. '19, kl: 09:30:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki farið Laugaveginn nýlega en stóð ekki til að loka honum alveg frá Snorrabraut að Lækjargötu? Verður það gert seinna? En greinilega a.m.k. búið að loka hluta Laugavegar. Kaupmenn ósáttir. Rætt var við Bolla Ófeigsson gullsmið, hann segir: 
„Við viljum fá sem flesta í bæinn og við viljum náttúrulega fá Íslendinga í miðbæinn. Þeir eru hættir að koma meira og minna en þetta sem miðbær Íslendinga, miðbær Íslands og við viljum fá okkar fólk í bæinn og við viljum að reksturinn geti lifað hérna,“ segir Bolli.  

Hann segir að í dag séu 95 prósent hans viðskiptavina túristar og aðeins fimm prósent Íslendingar. Fyrir nokkrum árum var það akkúrat. (Mín tilv:  Þarna vantar sjálfsagt orðið öfugt.)  Spurður hvort þessi breyting sé ekki vegna fjölgunar ferðamanna svarar Bolli neitandi og bendir á að um sé að ræða sömu sölu þegar kemur að krónutölu.

„Það er engin aukning í verslun heldur er hún að dragast saman í minni búð,“ segir Bolli." 
Svo segir þarna í fréttinni: " Segir erfitt að komast í bæinn jafnvel með strætó

Hann kveðst telja að það hafi sirka tíu verslanir á ári lokað á Skólavörðustígnum og sama svarið komi alltaf; menn kenna lokununum um.

Þá segist Bolli ekki sammála því að um sé að þræða þróun sem á sér stað um allan heim, það er að leyfa ekki bílaumferð inni í miðborginni.

„Ég er nú ekki sammála því. Þar sem ég hef ferðast víða í Evrópu þar eru alls staðar bílar, í þrengstu götum, það er alls staðar pláss fyrir bíla. Það eru einstaka borgir sem geta leyft sér að hafa göngugötur en þar eru lestar, underground, strætó, allt miklu betra. Það er erfitt að komast í bæinn, meira að segja í strætó.“Þessi Sigurborg hjá Reykjavíkurborg sagði reyndar um lokanir á Laugaveg:  „En við erum að skoða alveg frá Lækjargötu og upp að Hlemm,“ segir hún.


En svo segir Sigurborg alveg öfugt við Bolla: " En hvað varðar Laugaveginn og göngugötur þá vitum við líka í borgum í kringum okkur þá eykst verslun þegar göngugötur opna,“ segir Sigurborg."  Furðuleg staðhæfing, það getur svo sem verið að einhvers staðar erlendis aukist verslun en hér eru kaupmenn að flýja Laugaveginn meðal annars vegna þess að verslunin hefur dregist saman. Og er ekki veturinn til dæmis miklu erfiðari hér heldur en í einhverjum nágrannaborgum erlendis? Hverjum langar ekki að labba einhverja göngugötu og versla í vitleysu veðri hér? Ekki langar mig til þess.  

 

kaldbakur | 24. sep. '19, kl: 09:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi Sigurborg er víst frá Pirötum og formaður skipulagsnefndar.
Það er svo augljóst að hún hatar fjölskyldubílinn sem flestir nota og er nauðsynlegur fyrir fjölskyldufólk og aðra sem vilja komast um borgina og til og frá vinnu í öllum veðrum. Skipulagsyfirvöld hafa gert allt mögulegt til að þrengja götur og hefta aðgengi fjölskyldubílsins.
Nú er svo komið að folk þarf að eyða að minnsta kosti hálftíma tvisvar á dag í heimatilbúinni umferðarteppu.
Svo skal nú bæta enn í og skattleggja þá sem eru í umferðarteppunni sem Sigurborg og Co hafa útbúið og kallað er tafaskattur !!
Guði sé lof að þessu ruslarapakki verður hleypt út úr stjórnkerfi Reykjavíkur eftir næstu kosningum það er 100% öruggt.

leyndó22 | 24. sep. '19, kl: 05:25:23 | Svara | Er.is | 0

Mér datt í hug að geta þess að fyrir fáeinum dögum var ég að ganga í kringum Tjörnina. Það hafði rignt um nóttina, en mér brá samt við að sjá neðri göngustíginn vestan við Tjörnina á Tjarnargötu á bólakafi nær alla leiðina. Það þarf víst ekki mikið til,

kaldbakur | 24. sep. '19, kl: 08:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já tjörnin liggur jafnvel lægra en sjávarborð og rennur þá lítið úr tjörninni til sjávar.
Það var því nauðsynlegt til að styrkja þetta svæði þegar nýja byggðin við Hafnartorg og þar í grennd var hönnuð. Hækka hefði þurft Tryggvagötu Miðbakka og svæðið kringum Hörpu um að minnsta kosti 50 cm til að varna hamfaraflóði sem myndi þá renna óheft yfir Austurvöll og innyfir tjarnarsvæðið allt.
Hugsunarleysið er algjört hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkur.
Þeir eru ekki bara búnir að klúðra öllum möguleikum til að hafa greiðfærar samgöngur í gegnum miðbæinn heldur líka sett hann í mikla flóðahættu vegan andvaraleysis og trassaskapar.

spikkblue | 24. sep. '19, kl: 13:23:03 | Svara | Er.is | 0

Svarið er einfalt. Borgarstjórn Reykjavíkur er óstjórn svo ekki sé meira sagt. Gjörsamlega froðufellandi hálfvitar upp til hópa með algjört mikilmennsku brjálæði og þeim er að takast að gjöreyðileggja Reykjavík og nærliggjandi umhverfi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
fatamerkimiðar 3stelpur 23.8.2012 27.10.2020 | 21:36
Drasl vefur og drasl stjórnendur? Hr85 24.10.2020 27.10.2020 | 09:14
Fjölmenning í Frakklandi Hr85 18.10.2020 26.10.2020 | 22:10
"Vetrarhátíðin" jólin Hr85 23.10.2020 26.10.2020 | 21:48
Eyðilegging á vefnum bergma 25.10.2020
Mósesbók Kingsgard 15.4.2020 25.10.2020 | 11:44
Umingja Reykjavíkurborg. kaldbakur 13.4.2020 25.10.2020 | 11:43
Jarðgöng út í Vestmannaeyjar. Svarthetta 24.7.2020 25.10.2020 | 11:38
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 25.10.2020 | 11:36
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 25.10.2020 | 11:34
Skemmd umræða... einhver...??? KollaCoco 24.10.2020 25.10.2020 | 03:02
Þrif á fúgum milli flísa bergma 25.10.2020
Er Bland.is treystandi? Hauksen 24.10.2020
Litlar ferkantaðar pönnur Dr K 24.10.2020 24.10.2020 | 18:52
Piratar - rýtingurinn í bakinu á Birgittu ? kaldbakur 16.7.2019 24.10.2020 | 18:32
ESB og bræðrafélag eru ekki að vermda sem sem eru öðruvísi æ kaldbakur 4.6.2020 24.10.2020 | 18:24
bland dautt eða ekki ?? tlaicegutti 24.10.2020
fæðingarstund - skráning bjork77 24.10.2020
Bake 100 septillion cookies in one ascension. galvin 24.10.2020
GG lagnir esj 23.10.2020 24.10.2020 | 00:29
Kaupa út meðeiganda engifer7 22.10.2020 24.10.2020 | 00:29
123dekk.is þekkir einhver þessa síðu og reynslu ? hallsorh 9.7.2018 23.10.2020 | 18:26
Vöðva æxli í maga janefox 23.10.2020 23.10.2020 | 17:42
Vatnsskemmdir í vegg Dannibjorn92 22.10.2020 23.10.2020 | 11:04
Getur eh frætt mig um að vinna með atvinnuleysisbótum? nunan 23.10.2020
Innanhússarkitekt/hönnuður/ráðgjafi krisskrass 30.6.2019 22.10.2020 | 23:12
Breyta húsnæði. Hefur einhver reynslu Mayla 20.10.2007 22.10.2020 | 22:40
Sýnataka mugg 22.10.2020 22.10.2020 | 13:05
Seroxat Gunnhildur Joa 22.10.2020
Maki þarf umönnun engifer7 22.10.2020 22.10.2020 | 07:28
Test hmmm joning 21.10.2020
Umræðan í steik Hauksen 21.10.2020 21.10.2020 | 20:06
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 21.10.2020 | 09:04
Leigusalar Eitursnjöll 7.7.2011 20.10.2020 | 21:31
Járn fyrir hansahillur kolbeinnk 10.6.2015 20.10.2020 | 18:38
það er blessuð blíðan víðsvegar um heim ert 19.10.2020 20.10.2020 | 14:42
Hjálp...teikniborð fyrir Grunnteikningu. Púllarinn 28.8.2007 20.10.2020 | 13:34
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 19.10.2020 | 17:15
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 19.10.2020 | 01:59
1984 email geislabaugur22 19.10.2020 19.10.2020 | 01:47
Bland? ert 18.10.2020
Eignast barn með gjafasæði Lavender1 25.9.2018 18.10.2020 | 17:08
Að merkja föt og dót fyrir grunnskólabarn.. HonkyTonk Woman 13.8.2013 18.10.2020 | 12:47
Merkimiðar í föt YAY 10.3.2011 18.10.2020 | 11:34
merkimiðar á föt es3 14.4.2010 18.10.2020 | 11:34
Leiguskjól - Reynsla? samdpol 18.10.2020
Hvað er fólk að borga i hùssjòð kristján30 18.10.2020 18.10.2020 | 11:23
Nafnamerkingar á barnaföt haustsala 15.11.2018 18.10.2020 | 11:16
Getið þið uppfrætt mig hvað fólk borgar í hússjóð ? isbjarnamamma 10.5.2019 18.10.2020 | 11:11
merkimiðar í föt á leiksóla ? miss sunshine 20.8.2008 18.10.2020 | 11:01
Síða 1 af 34194 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, vkg, tinnzy123, rockybland, Krani8, ingig, joga80, superman2, MagnaAron, krulla27, aronbj, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, anon