fóstursonur.. fósturpabbii.. smá velta

leopardkitty | 26. sep. '10, kl: 23:54:48 | 4310 | Svara | Er.is | 0

mér var sagt í dag að maður myndi aldrei elska fósturson sinn..

sko ein stelpa sem ég þekki hun er hætt með kærastanum sínum að þvi að hann er lúser..
hun á 1 árs gamlann strák og er byrjuð að tala við annan gaur sem er ástfanginn af henni og hun honum og hann veit auvðitað að stráknum og segjist vilja ala hann upp með henni..
ein náin manneskja henni sagði að hann myndi aldrei elska barnið ..
og sagði að karlmenn myndu aldrei elska fósturson eða dóttur sína..

vitiði eithvað um þetta ?

og þið karlmenn sem að eigið fósturbarn.. hvernig er þetta þykir ykkur ekkert vænt um fósturbarnið ?

smá velta hérna.. trúi ekki að maður myndi ekki elska barnið..

 

------------------------------------------------------
Only after the last tree's cut
and the last river poisoned,
only after the last fish is caught
will you find that money cannot be eaten

hillapilla | 26. sep. '10, kl: 23:56:42 | Svara | Er.is | 13

Fósturbarn er ekki það sama og stjúpbarn. Mér þætti afar óeðlilegt að geta ekki elskað fósturbarn sitt en ekkert út í hött að það sé erfiðara með stjúpbarn sem býr jafnvel ekki hjá þér nema aðra hverja helgi.

Nýtt og notað | 19. nóv. '15, kl: 19:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hélt ég myndi aldrei vera í þeim sporum að vera með konu sem ætti barn...en vá,elska hann eins og mitt eigið.

HvuttiLitli | 19. nóv. '15, kl: 20:25:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

5 ára gömul umræða...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

grannmeti | 20. nóv. '15, kl: 10:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

plus kunnuglegur naungi hann herra parketslipun.....

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

Ostakebab | 26. sep. '10, kl: 23:57:45 | Svara | Er.is | 5

Pff!

Eitthvað þarf sú manneskja að láta lappa upp á sellurnar...

Fósturpabbar geta alveg elskað annara manna börn jafnmikið og jafnvel meira en blóðfeðurnir.

sólarströnd | 26. sep. '10, kl: 23:59:16 | Svara | Er.is | 0

okei whaat? =/
skoo ég var að byrja í 3 bekk þegar ég flutti til fósturpabba míns, þá átti ég líka yngri bróðir, 3 ár á milli okkar.
hann er meiri pabbi minn heldur en þessi "alvöru".
Fósturpabbi minn ól mig upp, gerir allt fyrir mig og er bara mjög góður við okkur systkinin. Hann átti sjálfur einn 6 mánaða son þegar við fluttum til hans og mamma mín hefur séð um hann síðan og kallar hann sinn eigin son og ég hann bróður :) svo ég skil ekki alveg með að geta ekki elskað fósturbörnin sín =/ þau eiga svo stelpu saman og hún er ekkert tekin sem eitthvað uppáhald..
mér myndi finnast mjög leiðinlegt ef ég kæmist af því eftir 13 ár sem fósturdóttir hans að hann myndi bara allt í einu segja ég elska þig ekkert sem dóttur, hef aldrei gert. puuunktur!

14v

grannmeti | 26. sep. '10, kl: 23:59:16 | Svara | Er.is | 1

Rugl ég er kominn með nýjan sem þykir ofboðslega vænt um litluna mína og gerir allt sem hann getur til að læra á þetta hlutverk. Henni finnst hann æði og þetta er ekkert issjú

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

Kærleikshnoðri | 27. sep. '10, kl: 00:01:42 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin að vera að pæla í því sama. Ég á barn og er með rosalegar áhyggjur af því að núverandi muni alltaf bara líta á son minn sem "barnið hennar". Ég hef talað um þetta við hann og hann segist bara hreinlega ekki vita hvernig hann muni líta á barnið mitt í framtíðinni. Best að taka það fram að við erum bæði 21 og ég er fyrsta kærastan hans...

♥ Prins fæddur í mars 2007 ♥
♥ Prins fæddur í apríl 2012 ♥

Unbeliever | 27. sep. '10, kl: 00:03:11 | Svara | Er.is | 8

Það heitir stjúpbarn, fósturbarn er annað.

Og það er sko aldeilis fullt af fólki sem elskar stjúpbörnin sín og börnum sem elska stjúpforeldra sína.

sólarströnd | 27. sep. '10, kl: 00:05:16 | Svara | Er.is | 1

guð ég veit aldrei muninn xD

14v

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 27. sep. '10, kl: 00:05:18 | Svara | Er.is | 1

Það er nú ekki rétt, enda væri furðulegt ef hægt væri að alhæfa svona.
Bara það eitt... að alhæfa fyrir allt mannkynið um þetta, segir mér meira um gáfur viðkomandi en viðkomandi áttar sig á.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Krúttarapútt | 27. sep. '10, kl: 00:14:58 | Svara | Er.is | 0

maðurinn minn er tengdastur syni mínum af öllum börnunum hérna....hann átti eitt fyrir hjónaband og ég líka og svo eigum við 3 saman og hann og minn elsti eru mest tengdir og hann elskar hann svo sannarlega

ef við myndum skilja þá færi hann fram á sameiginlegt forræði með honum líka.....

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

trilla77 | 27. sep. '10, kl: 08:55:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gæti hann það? farið fram á sameiginlegt forræði það er?

Krúttarapútt | 27. sep. '10, kl: 14:12:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var í umræðunni að lögunum yrði breytt þannig já.....

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

Þönderkats | 27. sep. '10, kl: 00:22:01 | Svara | Er.is | 2

Ég veit um marga stjúpfeður sem elska stjúpbörnin sín. Ætli þetta fari ekki eftir manninum og hans karakter.

malukita | 27. sep. '10, kl: 00:23:52 | Svara | Er.is | 0

ég hef átt stjúpsyni og ég elskaði þá út af lífinu fannst alltaf dómlegt þegar þeir voru ekki hjá okkur og miklu erfiðara að "hætta með þeim" heldur en að hætta með pabba þeirra.

vinkona mín var líka alin upp af stjúppabba sínum og þegar hann og mamma hennar hættu saman þá fékk hún sérherbergi í nýja húsinu hans og ég efast stórlega um að hann elski hana ekki eins og eigin dóttir!

oftast | 27. sep. '10, kl: 00:30:39 | Svara | Er.is | 6

Ég elska stjúpson minn af svo gríðarlegri áfergju að ég gæti étið hann.

Grjona | 27. sep. '10, kl: 08:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En gerir það ekki vegna þess að þú borðar ekki kjöt!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

oftast | 27. sep. '10, kl: 11:32:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega.

Tanja | 27. sep. '10, kl: 01:19:27 | Svara | Er.is | 2

Þetta er svo klikkað að ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að svara þessu.

_________________________

mangólíti | 27. sep. '10, kl: 01:20:36 | Svara | Er.is | 1

Hvaða mannvitsbrekka fann upp á þessari speki?

Askepot | 27. sep. '10, kl: 02:09:17 | Svara | Er.is | 0

Það hefur einhver logið illilega í vinkonu þína.

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

anakar | 27. sep. '10, kl: 02:30:10 | Svara | Er.is | 0

Ég á fósturpabba og búin að eiga hann í 20 ár .. Við elskum hvort annað mjög mikið.

fedmule | 27. sep. '10, kl: 03:49:52 | Svara | Er.is | 4

Konan mín á 3 börn 2 stelpur og einn strák. Við erum að vísu ekki búin að vera lengi saman en ég tel mig eiga orðið mikið í þeim.
Ég elska þessi börn og mun gera mitt besta til að gera ekki upp á milli sonar míns og þeirra.

Þessi speki er gjörsamlega út í hött.

-----------------------------------------------------------------
If it can go wrong, it will. - Murphy´s law

fedmule | 21. nóv. '15, kl: 00:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gaman að geta svarað sjálfum sér 5 árum seinna. Við erum ný hætt saman en samt hef ég verið að taka strákinn hennar á fótboltaleiki og gert margt fyrir hann þrátt fyrir að hann tengist mér þannig lagað ekkert lengur. Við náðum bara svona vel saman á þessum 5 árum að ég mun alltaf líta á það að ég eigi stóran part í honum :) 

-----------------------------------------------------------------
If it can go wrong, it will. - Murphy´s law

huggy | 27. sep. '10, kl: 07:17:25 | Svara | Er.is | 1

Ég viðurkenni að ég sé ekki inn í höfuðið á manninum mínum, en ég átti son frá fyrra sambandi, og við eigum 3 börn saman, munurinn á framkomu mannsins míns við börnin er enginn, hann sýnir mínum alveg jafn mikla ástúð og viðhefur sama aga við hann og hina. Ég myndi alveg þora að veðja á að hann elskar drenginn.

هريفنا

Felis | 27. sep. '10, kl: 07:24:51 | Svara | Er.is | 1

Ég er alveg pottþétt á því að pabbi minn elskar elstu systur mína alveg jafn mikið og okkur hinar, engu að síður var hún ca. 1 árs þegar hann kynntist henni. Ef hann elskar hana ekki þá elskar hann ekki heldur hinar 3 dætur sínar. Hann er líka alveg jafn mikið pabbi minn og pabbi hennar (og pabbi hinna tveggja).
Felis

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nóvemberpons | 27. sep. '10, kl: 07:29:16 | Svara | Er.is | 0

Djöfulsins bull er þetta! ég á einn 1 árs og kærastinn minn elskar hann svo sannarlega í botn þó hann eigi hann ekki líffræðilega!

4 gullmola mamma :)

strákamamma | 27. sep. '10, kl: 08:12:12 | Svara | Er.is | 1

hahahaha.......þetta er nú meira bullið.


Ég á bróður sem er stjúpsonur föður míns og þeir voru eins nánir og ég og pabbi, og þessi hálfbróðir minn alveg jafn mikill bróðir minn og hin systkini mín.


Ekki hlusta á svona rugl.



og svo svona að gamni þá heitir þetta stjúpsonur ef að maður tekur saman við mömmu barns.

Fósturbörn eru börn sem búa hjá hvorugu foreldri sínu, bara hjá fósturforeldrum.

strákamamman;)

Grjona | 27. sep. '10, kl: 08:16:57 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað er hægt að elska stjúpbörnin sín.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Yrpa | 27. sep. '10, kl: 08:34:40 | Svara | Er.is | 2

Það hefur verið gerð rannsókn á svona málum og niðurstaðan var að vissu leiti sláand en skiljanleg opni maður hugann. Menn (og konur) elskastjúpbörn sín á allt annan hátt en sín eigin. Sé það þetta sem að þess afar nærgætna manneskja átti við. Það er ekki sama "ást" heldur líkara væntumþykju.

strákamamma | 27. sep. '10, kl: 08:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ætli það sé ekki misjanft.

Nú er líklega auðveldara að elska börn sem maður kynnist og "eignast" á meðan þau eru mjög ung.


Ég þekki td fólk sem hefur ættleitt börn frá Kína, þau börn voru að koma til foreldra sinna á íslandi á milli 1 og 2 ára, þessir foreldrar elska sín börn alveg eins og ég elska mín heimatilbúnu.

Eins þekkirmaður itlfelli þar sem stjúpforeldri og barni bara semur alls ekki og það verður aldrei kært á milli.



Það er allur gangur á þessu, en það sem máli skiptir er að vita að það er allt hægt

strákamamman;)

Yrpa | 27. sep. '10, kl: 08:41:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er að vísu að vís til rannsóknar sem gerð var á stjúptemgslum, ekki fósturtengslum.

Tipzy | 27. sep. '10, kl: 08:37:53 | Svara | Er.is | 0

Bara bull, álíka mikið bull og að segja að foreldri myndi aldrei elska ættleidda barnið sitt. Þetta manneskja veit greinilega ekkert um hvað hún er að tala.

...................................................................

O Ren Ishii | 27. sep. '10, kl: 08:47:19 | Svara | Er.is | 1

Ég get ekki lesið annað út úr þessu en mikið þroskaleysi á bakvið þessa fullyrðingu!

Auðvitað er örugglega til fólk sem ekki hefur það í sér að elska eða þykja vænt um fóstur eða stjúpbörn sín en ég held að það sé undantekninging frá reglunni!

Maðurinn minn er búin að ala frumburð minn upp í tæp 14 ár og hann hefur vaðið eld og brennistein fyrir drenginn . . . og það er meira en blóðfaðir hefur gert og efast ég ekki um væntumþykju hans í garð drengsins.

Ég átti stjúpbarn sem við misstum, ég elskaði hann út fyrir dauða og gröf og gerði allt sem máttur minn gat fyrir hann.

Að eiga stjúpbarn krefst ákveðins þroska, margir sem fara í sambönd og sambúð með aðila sem eiga börn fyrir þurfa auðvitað tíma og rúm til að slípa sig að nýjum aðstæðum og þroska þann part í sameiningu með hinu foreldrinu og barninu! Þetta gerist ekki á einum degi og ef byrjunin er góð þá á stjúpforeldrið og barn farsælt samband í vændum!

----------------------------------------------------------------------------------
Dear Lord, I pray for Wisdom, to understand a man, to love and to forgive him, and for Patience, for his moods. . Because, Lord, if I pray for Strength, I'll just beat him to death.

Nornaveisla | 27. sep. '10, kl: 11:06:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Plús og knús :*

nónó | 27. sep. '10, kl: 08:50:30 | Svara | Er.is | 11

Ég er ágætist dæmi um vel heppnað stjúpfeðginasamband. Þegar mamma var ólétt af mér kynntist hún manni og þau fóru að búa saman. Þau voru mjög ung (hún undir 20 og hann rétt 21 árs).
Þau voru saman út meðgönguna og alveg þangað til ég var orðin 5 ára gömul þá skildu þau.
Mamma eignast annan mann þegar ég verð 6 ára, við flytjum til hans og ég eignast litla systur og svona og við erum bara fjölskylda.
En alltaf heldur "fyrrverandi" stjúppabbi minn sambandi við mig, leyfir mér að koma til sín svona 2x í mánuði eða þegar tækifæri gafst og ég kynnist svo konunni hans í dag og hún er alltaf eins almennileg við mig og hugsast getur.
Í dag er ég komin yfir tvítugt og hátt í 20 ár síðan hann og mamma mín hættu saman en ég hitti hann ennþá reglulega og alla hans fjölskyldu, þar á ég ömmu og afa og frænkur frænda.
Ég á lítið barn í dag og hann er yndislegur við son minn, gefur honum þvílíkt veglegar gjafir og er bara rosalega góður.

Pandóra | 27. sep. '10, kl: 08:56:54 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað er þetta bull, eins og aðrir hafa sagt hér á undan.

Fólk getur vel elskað stjúpbörnin sín, það er auðvitað ekki hægt að ganga út frá því sem gefnu - en ég held nú að flestum þyki amk afskaplega vænt um stjúpbörn sem þeir eiga.

Svo er líka töluverður munur á því að vera í lífi barns frá því það er mjög ungt, eða að kynnast stjúpbarni þegar það er kannski orðið unglingur.

Brindisi | 27. sep. '10, kl: 09:03:21 | Svara | Er.is | 0

what a load of CRAP, skil ekki hvernig þér dettur í hug að spyrja að þessu.

Swarovski | 27. sep. '10, kl: 09:12:55 | Svara | Er.is | 0

Ég trúi ekki að þetta sé rétt og hef oftast sé akkúrat öfugt en ég hef samt aðra reynslu, var með manni sem átti sjálfur 2 börn á svipuðum aldri og mín og svo var ég með mín 2 heima hjá mér og hann gaf ekkert af sér til minna barna nema þá fíflalæti, bjó heima hjá mér og ég var í nákvæmlega sömu stöðu og ef ég hefði búið ein með þau, þ.e. engin hjálp frá honum og ég sá alltaf og heyrði að hann vildi aldrei taka mínum eins og hann bæri ábyrgð á þeim afþví honum fannst hann þá vera að taka eitthvað frá sínum eigin börnum (ræddum þetta) og eitt sinn spurði dóttir mín (6 ára) hann hvort hún mætti kalla hann pabba og hann svaraði engu og þegar ég gekk á hana sagði hann bara, hún á annann pabba, mér fannst það frekar ömurlegt.

Silaqui | 27. sep. '10, kl: 09:19:25 | Svara | Er.is | 0

Ég held reyndar að fólk eigi til að gera of mikla kröfu á "ást" þegar það byrjar sambönd með börn. Að elska eitthvað ókunnugt barn er náttúrulega ekki eitthvað sem gerist að sjálfu sér og ekki alltaf. Það þarf að vinna í stjúpsamböndum eins og öllum öðrum samböndum.
Að því sögðu verð ég að segja að ég verð smá hrygg þegar ég les um svona fólk sem virðist telja að ást (amk karlmanna) á börnum sé aðalega byggt á lífræðilegum tengslum. Ég hef nefnilega séð mörg börn þjást vegna svoleiðis hugmynda. Þegar gert er upp á milli vegna blóðtengsla og stjúpbarninu er alltaf haldið utan við fjölskylduna.
Ég er sjálf stjúpbarn og sonur minn er stjúpbarn og ef það er ekki ást sem pabbi minn finnur til mín og maðurinn minn finnur til sonar míns þá veit ég ekki hvað ást er. En það var varla ást við fyrstu sýn (man nú ekki eftir fyrstu kynnum okkar pabba) heldur ást sem fékk að dafna smá saman.

Swarovski | 27. sep. '10, kl: 11:02:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þér, þetta gerist ekki eftir pöntun heldur þróast með tímanum.

Miss Lovely | 27. sep. '10, kl: 11:05:28 | Svara | Er.is | 1

stjúpbarn kallast það

barnið er ekki tekið í fóstur

dísadísa | 27. sep. '10, kl: 11:09:02 | Svara | Er.is | 0

Hálfbróðir minn er búinn að vera með sinni konu í 11-12 ár og hún átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi, mér finnst þau vera alveg jafn mikill partur af fjölskyldunni og börnin sem þau eiga saman. Veit að bróðir minn elskar þau alveg eins og líffræðilegu börnin sín og foreldrar mínir líta á þau sem barnabörnin sín, meira að segja mamma þó að þetta séu stjúpbörn stjúpsonar hennar :)

Annars fer þetta allt bara eftir aðstæðum held ég. Ég held að mamma mín líti ekki beint á hálfbróður minn sem son sinn þar sem hann bjó aldrei hjá okkur og var voðalega lítið hjá pabba þegar hann var krakki þar sem pabbi bjó lengi í útlöndum þegar hann var að alast upp en henni þykir samt ofboðslega vænt um hann.

ingabjorns | 27. sep. '10, kl: 11:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í mínu tilfelli er það þannig að ég og sonur minn sem er á 7 ára fluttum inn til núverandi sambýlismanns mín og það er ekki að sjá að maðurinn minn líti öðruvísi á strákinn en sem son sinn. Hann á lika einn dreng sem er 3 ára og ég elska það barn eins og mitt og bíð spennt eftir að fá hann til okkar aðrahverja helgi ( vildi bara að það væri oftar).
Sonur minn talar um sambýlismann minn sem pabba sinn og bað hann sjálfur um það. ( Það er ekki mikið samband milli barnsföður mins og stráksins og í raun kom það bara inn i myndina fyrren fyrir tæpum 2-3 árum )
Ég hef lika fengið spurningar frá fólki um það hvort að ég sé viss um að núverandi sambýlismaður minn sé ekki alvöru faðir hans þar sem það sést hvað tengslin eru sterk og hvað sonur minn lítur mikið upp til hans :) ;) Gerist ekki betra :) ;)

evitadogg | 27. sep. '10, kl: 11:57:31 | Svara | Er.is | 0

hmm.. það er örugglega dæmi um þar sem fólk elski ekki fósturbarnið sitt, stjúpbarn eða eigið barn - en það að karlmenn elski aldrei fósturson/dóttur sína (eða stjúp - eins og þú ert væntanlega að tala um) er svo mikið bull.

Af hverju bara karlmenn? Eiga þeir erfiðara að elska e-n sem er ekki búin til úr sínu eigin DNA?

Manneskjan sem hefur sagt þetta við vinkonu þína er vitleysingur.

Iwona Jumpalot | 27. sep. '10, kl: 11:59:07 | Svara | Er.is | 0

Hvaða vitringur fræddi þig á þessari speki ?

** I am a fucking genius **

hugmyndalaus | 27. sep. '10, kl: 12:01:52 | Svara | Er.is | 0

ég á "bróður" sem er sonur konunnar hans pabba- semsagt óskildur mér og óskyldur pabba mínum. en semsagt pabbi minn varð pabbi hans þegar þau kynntust, (alvöru pabbi hans var ekki til staðar)

í dag er bróðir minn jafn mikill sonur pabba míns og ég er dóttir hans og hann elskar hann jafnmikið. ef hægt er að mæla það. pabbi bara ákvað að þetta barn fylgdi með þessari konu og tók hann sem son sinn, konan hans pabba gerði það sama, tók mig og systur mína með í pakkann og "giftist" okkur bara líka ásamt pabba. við græddum þarna bara stóra flotta elskandi fjölskyldu.

Medister | 27. sep. '10, kl: 12:05:00 | Svara | Er.is | 1

Ég hef átt stjúpbörn og ég elskaði þau hreint ekki neitt. En við áttum og eigum alveg í ágætis sambandi.

Ég ætla ekkert að líkja saman tilfinningum til eigin barna og svo stjúp.

Það er enginn að segja að það þurfi að vera ofsalegt elsk í gangi, vænutmþykja og gott samband dugar alveg.

Kannski er ég bara trunta.

evitadogg | 27. sep. '10, kl: 12:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ætli þetta sé ekki bara mismunandi.

Medister | 27. sep. '10, kl: 13:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ mér finnst svo margar vera fastar í "ef hann elskar mín börn ekki eins og sín eigin, þá getur hann átt sig"

Þetta er ekki svo einfalt.

oftast | 27. sep. '10, kl: 13:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einhver sagði hérna um daginn, sem mér fannst mjög gott og ég er afar sammála: stjúpforeldrar eru ekki skyldugir til þess að elska en ef þeir treysta sér ekki til að koma þannig fram að stjúpbörnin finni ekki fyrir muninum, þá eiga þeir bara að finna sér barnlausa maka.

Medister | 27. sep. '10, kl: 13:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mikið til í því, maður gerir sitt besta og kemur vel fram.

En elskið er ekki sjálfgefið og engin skylda.

trilla77 | 20. nóv. '15, kl: 10:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þó að það séu 5 ár síðan þú svaraðir þessu þá ætla ég samt að gefa þér þumal, það er bara alltof oft sem fólk þorir ekki að segja það sem það er að hugsa


Skil ekki þetta með að fólk EIGI að elska stjúpbörn EINS OG sín eigin, ég elska ekki einu sinni mín eigin börn eins. Ef sambandið er gott og maður ber hag stjúpbarnsins fyrir brjósti þá er það frábært

Medister | 20. nóv. '15, kl: 18:21:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha ...ég var alveg wtf þegar ég sá tilkynningu um svar, kannaðist ekkert við þessa umræðu!

ilmbjörk | 19. nóv. '15, kl: 19:27:20 | Svara | Er.is | 0

Stjúppabbi minn elskar mig svo sannarlega sem sína eigin dóttur og ég elska hann jafn mikið og pabba minn :)

ilmbjörk | 19. nóv. '15, kl: 19:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úbbs gamall þráður :)

bfsig | 19. nóv. '15, kl: 19:43:37 | Svara | Er.is | 0

Djöfull er þetta rugluð pæling....

Ef maður getur elskað vini sína, þá getur með elskað fóstur eða stjúpsson sinn...



Hverjum dettur svona til hugar ?!

Brindisi | 20. nóv. '15, kl: 10:23:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ótrúlega heimsk pæling, þetta hlýtur að hafa verið einhver 2010 húmor sem við föttum ekki í dag

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Síða 5 af 47928 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Guddie