Framhjáhald

Cool köttur | 21. mar. '16, kl: 22:12:09 | 1797 | Svara | Er.is | 0

Gætuð þið fyrirgefið framhjáhald sem hefði staðið yfir í nokkur ár?

 

kirivara | 21. mar. '16, kl: 22:14:32 | Svara | Er.is | 8

Nei

sigmabeta | 21. mar. '16, kl: 22:16:44 | Svara | Er.is | 6

Ég myndi aldrei halda sambandinu gangandi en ég held ég myndi fyrirgefa fyrir rest.

GunnaTunnaSunna | 21. mar. '16, kl: 22:16:46 | Svara | Er.is | 3

Nei, èg held ekki. En svo Veit maður aldrei fyrr en maður er stendur í þessum sporum sjálfum. Ég hef fyrirgefið framhjáhald áður en sú manneskja hélt svo bara áfram og eyðilagði allt traust sem ég hafði svo ég geld ég myndi aldrei fyrirgefa svona aftur, hvað þá þegar þetta er búið að standa svona lengi og er greinilega úthugsað og planað og örugglega tilfinningar með í spilinu.

Cool köttur | 21. mar. '16, kl: 22:19:54 | Svara | Er.is | 0

En eru alltaf einhverjar tilfinningar í spilinu þó svo að framhjáhald sé til nokkurra ára?

Sikana | 21. mar. '16, kl: 22:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekkert endilega. Og þó að þær séu til staðar þýðir það ekkert endilega að ástin til makans sé minni. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Cool köttur | 21. mar. '16, kl: 22:27:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður heldur framhjá segir við þig sú sem ég elska mest.... er sá maður ekki að elska fleiri en 1 konu?

Sikana | 21. mar. '16, kl: 22:30:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Við mig? Konuna sína, semsagt, eða viðhaldið? 
Ég trúi því alveg að fólk geti elskað fleiri en eina manneskju í einu. Það afsakar ekki framhjáhald og svik, en það er heldur ekki átómatískt þannig að sá sem heldur framhjá sé hættur að elska makann ef hann elskar viðhaldið.  

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Chaos | 22. mar. '16, kl: 22:43:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mér finnst það fara svolítið eftir því hvernig við skilgreinum tilfinninguna ást, þegar kemur að sambandi. Fyrir mér er það sú tilfinning að langa að auðga líf annarrar manneskju. Þegar velferð hennar (þ.m.t. hamingja) er mér svo hugleikin að ég finn þörf til að auka hana og/eða varðveita. Út frá þeirri skilgreiningu á ég erfitt með að ímynda mér aðstæður þar sem ég gæti búið yfir tilfinningunni en samt svikið andlag hennar í mörg ár með þessum hætti. Ég get ímyndað mér stundar mistök/ranglæti en á erfitt með það þegar um árabil er að ræða.


Það má vel vera að manneskja í þessum aðstæðum upplifi svipaðar tilfinningar til beggja aðila, maka og framhjáhalds, en ég veit ekki hvort ég gæti kallað þær ást. 

Sikana | 23. mar. '16, kl: 20:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég skil hvað þú meinar, en þetta er samt mjög nákvæm og persónuleg skilgreining á ást. Ég held við (við mannfólkið alltsvo, ekki ég og þú) upplifum hana á ólíkan hátt og það er ekki mitt að segja einhverjum að tilfinningin sem hann upplifir og skilgreinir sem ást sé það ekki. Hann elski ekki makann sinn úr því að hann geri x sem ég myndi ekki gera, eða lýsi ástinni öðruvísi en ég myndi gera, eða beri tilfinningar til tveggja aðila sem mér finnst ekki koma til greina. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

GunnaTunnaSunna | 21. mar. '16, kl: 23:24:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég efast um að fólk sem er búið að vera í sambandi í nokkur ár séu það án tilfinninga og geri ráð fyrir að það sé eins með framhjáhald.

Ert þú að lenda í þessu? Ef svo er vil ég bara senda þér net knús.

Cool köttur | 21. mar. '16, kl: 23:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það er ekki ég en heyrði af þessu og fór að velta þessu fyrir mér.

Mae West | 22. mar. '16, kl: 03:17:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skipta tilfinningarnar í raun einhverju máli þegar svona er komið?
Er þetta ekki farið að snúast frekar um svikin gagnvart makanum?
Hvort makinn sem farið er á bakvið beri ekki bara meiri virðingu fyrir sér (eða ætti að bera frekar kannski) en það að bjóða einhverjum upp á að koma svona fram við sig og fá svo bara koss á bágtið og allt búið ef sá sem laug og sveik segir það og förum að vinna að sameiginlegu markmiði og treysta hvort öðru eins og ekkert sé. 

Nei ég segi bara svona. Ég hef svosem enga sérstaka skoðun, hef séð fólk bæði skilja og fyrirgefa. Hef séð fólk sem fyrirgefur framhjáhöld bæði komast á gott ról seinna og eins ekki. Fólk er svo margskonar. Tilfinningar geta verið ekkert nema orðin tóm hjá fullt af fólki sem heldur aldrei framhjá líka. 

Sikana | 21. mar. '16, kl: 22:20:21 | Svara | Er.is | 1

Ég held það sé vonlaust að vita það án þess að upplifa það. Margra ára framhjáhald er mjög stór biti og það er freistandi að segja að það kæmi ekki til greina, en maður getur fyrirgefið þeim sem maður elskar allan andskotann undir réttum kringumstæðum, og fullt af fólki vinnur sig í gegn um framhjáhald makans og fyrirgefur (og svo er ekkert endilega samasem merki á milli þess að fyrirgefa og halda sambandinu áfram). Ég hugsa að það færi mjög eftir því hvað maðurinn minn segði sér til varnar, hvað hann væri tilbúinn að gera til að vinna aftur traust, og hversu gott sambandið okkar væri að öðru leyti.

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Cool köttur | 21. mar. '16, kl: 22:29:02 | Svara | Er.is | 0

En það er stór biti að fyrirgefa kannski 5 ára framhjáhald með sömu konu..

Gunnýkr | 21. mar. '16, kl: 23:00:07 | Svara | Er.is | 0

nei

Tipzy | 21. mar. '16, kl: 23:30:30 | Svara | Er.is | 0

Nei

...................................................................

Dama | 22. mar. '16, kl: 00:37:50 | Svara | Er.is | 1

Reyndi það en gat það ekki og get ekki enn þó að við séum skilin!

akvosum | 22. mar. '16, kl: 00:50:21 | Svara | Er.is | 4

Sæl, við erum buin að vera saman í 6 ár, árið 2014 komst ég að því að maðurinn minn væri buin að bera með feik e-mail og var spjallandi við hinar og þessar um allan heim, og hann var næstum búinn að sofa hjá henni, ég komst að þessu fyrir slysni, að fyrirgefa honum hefur reynst erfitt en við erum í ráðgjöf og það hefur hjálpað okkur mikið, en ég mun aldrei gleyma hvað hann gerði mér

Sarabía | 22. mar. '16, kl: 01:40:35 | Svara | Er.is | 1

Nei ég á betra skilið myndi samt vinna úr því og fyrirgefa án þess að gefa honum neina sensa.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

MadKiwi | 22. mar. '16, kl: 05:33:52 | Svara | Er.is | 6

Samkvæmt minni reynslu þá hættir þetta ekkert. Svo ég mun aldrei nenna að standa í þessu aftur. Er búin að ákveða að ef ég lendi í þessu aftur nenni ég ekki einu sinni að ræða það held áfram ein. Ég held að það eru bara ákveðnar persónugerðir sem halda framhjá og ekkert við því að gera nema að hætta að púkka uppá þessa hegðun. Sem betur fer eru aðrir sem munu aldrei halda framhjá, veit það fyrir víst að ég mun aldrei gera það.

LaRose | 22. mar. '16, kl: 07:03:10 | Svara | Er.is | 2

Nei, myndi finna mér betri mann þegar ég væri búin að henda framhjáhaldaranum út.

Louise Brooks | 22. mar. '16, kl: 13:00:00 | Svara | Er.is | 1

Nei það er ekki séns í helvíti að ég myndi fyrirgefa svoleiðis.

,,That which is ideal does not exist"

blárfíll | 22. mar. '16, kl: 21:35:04 | Svara | Er.is | 0

Nei fyrr frysi í helvíti

Brindisi | 22. mar. '16, kl: 21:43:06 | Svara | Er.is | 0

nei mögulega eitthvað eitt fyllerísrugl en veit það samt ekki, en nokkurra ára framhjáhald HELL NO

Elisa7 | 23. mar. '16, kl: 17:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En gætirðu þá treyst honum ef hann færi aftur á stórfellt fyllerí?

Brindisi | 23. mar. '16, kl: 18:12:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ætti ábyggilega erfitt með það enda reikna ég ekki með að fyrirgefa framhjáhald

icegirl73 | 22. mar. '16, kl: 21:45:03 | Svara | Er.is | 0

Fyrirgefa?... já einhvern tímann en treysta viðkomandi aftur? Nei aldrei og sambandinu væri lokið. 

Strákamamma á Norðurlandi

Skreamer | 22. mar. '16, kl: 22:21:45 | Svara | Er.is | 5

Framhjáhald er merki um sjálfselsku og heigulshátt.  Mér finnst hvorugt vera heillandi og alls ekki vera merki um umhyggju gagnvart neinum nema kannski rassgatinu á sjálfum sér.  Það er alveg lágmark að enda eitt samband áður en fólk fer að sjarma fyrir öðru...jafnvel þótt það sé bara líkamlegt samband.  Þetta snýst ekki um fyrirgefningu heldur traust, þú lagar ekkert auðveldlega traust sem er farið.   Fyrirgefning yrði aldrei neitt nema málamiðlun á kostnað þess sem fyrir varð.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Felis | 22. mar. '16, kl: 22:43:57 | Svara | Er.is | 1

Allar gerðir framhjáhalds myndu amk valda sambandsslitum. Kannski gæti ég fyrirgefið eitthvað með tímanum. Efast samt.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Svala Sjana | 22. mar. '16, kl: 23:46:00 | Svara | Er.is | 0

EKKI SÉNS Í HELVÍTI ef þú ert að meina fyrirgefa og halda áfram í sambandi

Kv Svala

Dalía 1979 | 23. mar. '16, kl: 00:57:45 | Svara | Er.is | 0

Nei ekki þó það hafi staðið í solahring

bambidee | 12. apr. '16, kl: 17:58:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

?

bdi | 23. mar. '16, kl: 09:17:27 | Svara | Er.is | 1

Já, það getur vel verið, hins vegar myndi ég aldrei bjóða mér uppá það að reina að halda sambandi mínu áfram við mann sem er búinn að svíkja mig í einhver ár. 

Sigggan | 23. mar. '16, kl: 10:16:09 | Svara | Er.is | 1

Nei ég gæti það ekki. Barnsfaðir minn hélt framhjá mér, komst að því þegar við vorum búin að vera saman í eitt ár að hann ætti aðra konu og barn í heimalandi sínu (hann er s.s erlendur) ég ákvað að fyrirgefa það þegar hann sleit sambandinu úti. Svo komu nokkur góð ár, og barnið fæddist, þá hélt hann framhjá mér með konu sem hann fór í samband með og eignaðist svo barn með henni, oooog hélt svo auðvitað framhjá henni líka.
Hann er þessi týpíski maður sem getur ekki verið án konu, né trúr henni. Once a cheater, always a cheater :/

Ynda | 23. mar. '16, kl: 11:16:47 | Svara | Er.is | 1

Fyrirgefa já kannski en treysta aftur...nei.

Myndi slíta sambandinu/hjónabandinu.

BlerWitch | 23. mar. '16, kl: 11:44:55 | Svara | Er.is | 1

Ekki séns.

assange | 23. mar. '16, kl: 17:24:59 | Svara | Er.is | 2

Nei

Asthildur_2 | 1. apr. '16, kl: 23:21:18 | Svara | Er.is | 3

verst - barnamisnotkun
svo - morð
svo - nauðgun
svo - framhjáhald
svo - líkamsárás
svo ... w/e

mun aldrei og gæti aldrei fyrirgefið framhjáhald, er mesti viðbjóður virðingarleysi og væskilsháttur sem til er þegar kemur að samskiptum við maka

kv Asthildur Geirs
Guð veri með ykkur í öllu sem þið gerið, alla daga alltaf.

ps. ég er með typpi

josepha | 12. apr. '16, kl: 18:28:32 | Svara | Er.is | 1

Nei. Myndi ráðleggja þér að gera það ekki ef þú stendur í þessum sporum. 

sealaft | 14. apr. '16, kl: 22:41:12 | Svara | Er.is | 0

Nei aldrei. Framhjáhald er ógeðfellt. Gæti aldrei treyst viðkomandi aftur.

binz | 17. apr. '16, kl: 10:59:46 | Svara | Er.is | 1

Nibb aldrey, engin ástæða til þess.
En aftur æá móti hef ég velt fyrir mér spurningu.
Ég hef 2x þekkt dömur sem hafa verið að riðlast með giftum mönnum og þær sjá ekkert athugavert við það þær telja sig ekki vera að gera neitt rangt vitandi það að viðkomandi riðill á sér konu sem er barasta grunlaus haldandi sig vera í ágætis hjónabandi.
Svona siðblinda gerir mig bæði hissa og reiða, líka vegna þess að báðar þessar konur sem ég vissi um voru ekki algerir vanvitar þó að á þessu sviði virkuðu þær ekki með fulla fimm.
Allavegana annar maðurinn sagði að hann væri að fara að skilja við konu sína það gerðist síðan aldrey hann sagði á þeim tíma sem framhjáhaldið gekk á að hann væri ekki tilbúinn að særa hana hún myndi taka því svo illa svo hann þyrfti meiri tíma til að koma skilnaði í kring og á þessum forsendum gekk framhjáhaldið lengi lengi, þarna var bara tækifærissinnaður TITTLINGUR að notfæra sér aðstæður siðblindinga finnst mér.

Binz

svarta kisa | 17. apr. '16, kl: 11:17:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Siðblindar? Rilí? Veistu hvað orðið þýðir? Vissulega er þetta ekki klassa hegðun hjá þessum konum en langt frá því að vera siðblinda. Auðvitað finnst mér að maður eigi ekki að gera svona en svona tæknilega séð bera þær enga ábyrgð á hjónabandi annara. Það gera karlmennirnir hins vegar. Ef einhver er siðblindur í svona aðstæðum þá er það sá sem er að halda framhjá.

binz | 17. apr. '16, kl: 12:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Siðblinda er ma að sjá ekkert rangt við sitt athæfi, að sjálfsögðu er sá sem heldur framhjá að gera rangt en ég var að velta fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi í hausnum á svona fólki sem er að skröltast með giftum einstaklingum það er stórfurðulegt athæfi sá hinn sami er líka að gera rangt þe taka þátt í eigingjörnu athæfi framhjáhaldarans auðvitað ber sá aðili ekki ábyrgð á hjónabandi framhjáhaldarans en er engu að síður samsekur um skítlegt athæfi.
Og það er nákvæmlega ekkert sem réttlætir það, aldrey nokkurntímann.

Binz

svarta kisa | 17. apr. '16, kl: 22:14:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég veit að siðblinda felur m.a. í sér að sjá ekkert rangt við eigið athæfi. Það er bara svo innilega lítill partur af því að vera siðblindur. Ég var ekkert að verja gerðir fólks sem stundar eða aðstoðar við framhjáhald en það fer í taugarnar á mér þegar fólk hendir upp svona stórum orðum og gjaldfellir þau um leið. Ef þú vilt svo vita hvað er í gangi í hausnum á "svona" einstaklingum þá gæturu bara prófað að spyrja. Ég var t.d. einu sinni að dandalast með manni sem var í sambandi, þó hann hafi ekki verið giftur. Ég vissi það ekki til að byrja með og svo þegar ég vissi það var ég orðin ástfangin upp fyrir haus og vorkenndi honum rosalega að eiga svona geðveika og leiðinlega kærustu. Seinna varð ég geðveika og leiðinlega kærastan. Yfirleitt held ég að konur sem halda við frátekna menn hafi litla sjálfsvirðingu, séu mjög meðvirkar og treysti frekar orðum mannsins heldur en eigin dómgreind. Neikvæð sjálfsmynd orsakar sem betur fer ekki siðblindu. 

binz | 17. apr. '16, kl: 22:37:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég einmitt spurði og svarið sem ég skil ekki er "ég er ekki að gera neitt rangt" pælingin mín er hvernig er hægt að túlka þettað svoleiðis?
Örugglega líka ömurlegt að eiga makann sem vill bæði eiga kökuna og éta hana.

Binz

sigmabeta | 17. apr. '16, kl: 20:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þýðir ekkert að velta sér upp úr hegðun viðhalda og ég held að þær sem geri það séu óöruggar í sínum samböndum.

Segjum bara, for argument's sake að maðurinn þinn fari í makalaust vinnustaðapartý og 9 af hverjum 10 konum þar eru óðar í að fleka hann.

Hvað ætlarðu að gera?

Angelina2014 | 17. apr. '16, kl: 11:04:28 | Svara | Er.is | 0

Nei

Brallan | 17. apr. '16, kl: 19:34:15 | Svara | Er.is | 0

Öllum geta orðið á mistök, við erum mannleg og staður og stund ásamt líðan og ástandi getur leitt til þess að fólk hrasi 1x

En í mörg ár.... ég gæti það ekki. Gagnvart mér væri það svo mikil svik.
Ég t.d. er yfir mig ástfangin af maka mínum, vil allt fyrir hann gera og gæti ekki hugsað mér lífið án hans. Ég treysti honum 100% og hann mér. Við vinnum saman í sambandinu að uppfylla þarfir hvors annars. Hvort sem þær eru bara faðmlag og samtal eða meira. En ef ég kæmist að því að honum fyndist ég ekki nóg og hefðu verið að taka framhjá mér í fleiri ár þá fyndist mér hann vera búinn að gefa þá yfirlýsingu að við værum ekki á sömu blaðsíðu lengur og að hann vildi eitthvað annað eða meira heldur en ég gæti gefið honum...

nærbuxur | 17. apr. '16, kl: 20:55:51 | Svara | Er.is | 4

Ef ég myndi raunverulega elska manninn þá yrði ég líklega svo sár að ég gæti aldrei fyrirgefið honum.  Ef ég væri bara svona "semí" ástfanginn af honum og myndi ekki nenna að skilja þar sem það væri þægilegra að gera það ekki þá myndi ég  kannski leiða það hjá mér og halda áfram.     Myndi í framhaldinu ekki hafa mikið  fyrir því að standast  freistingar ef þær yrðu á vegi mínum

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
fermingarkort dæsí 15.4.2011 20.7.2023 | 04:28
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.7.2023 | 09:40
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 22.6.2023 | 15:07
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Síða 9 af 46404 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Guddie