Framhjáhald

Gurragrísla | 6. jan. '19, kl: 19:31:45 | 799 | Svara | Er.is | 0

Góða kvöldið blandverjar. Fyrir nokkru siðan hélt maðurinn minn framhjá mér. Ég ákvað að fyrirgefa honum það af einhverjum ástæðum en þetta situr samt alveg í mér ennþá. Núna um helgina hitti ég gamlann vin minn siðan við vorum unglingar. Vorum rosa góðir vinir og sváfum hjá hvort öðru 2x. Fórum að ræða gamla tíma og hann nefnir að hann hafi alltaf þótt voða vænt um mig. Hann sendir mér síðan skilaboð hvað honum þætti gaman að hitta mig aftur og hversu mikið til hann væri að rifja upp gamla tíma. Verð að viðurkenna að ég er pínu heit við tilhugsunina og hann vill að við hittumst aftur. En yrði það rangt af mér að leggjast á sama plan og maðurinn minn og halda framhjá þótt að mér finnist hann eiga það soldið skilið.??

 

spikkblue | 6. jan. '19, kl: 19:40:59 | Svara | Er.is | 0

Ekkert að því. Láttu vaða, pork away, fuck him blue... just for you!

BjarnarFen | 6. jan. '19, kl: 20:19:10 | Svara | Er.is | 3

Ef þú villt bæði eyðileggja gjörsamlega hjónabandið og gera hugsamlegt nýtt samband sleazy og enda ein og yfirgefin. Þá endilega njóttu augnabliksins og eyddu næstu árum í að sjá eftir því.

Gurragrísla | 7. jan. '19, kl: 05:19:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Maðurinn minn sýndi mér þá óvirðingu með því að halda framhjá mér. En ef ég geri nkl það sama þá er það ég sem er að eyðileggja hjónabandið??? Ég fyrirgaf honum þetta helvíti... Held ég láti vaða og leyfi honum að ganga í gegnum tilfinningarússíbanann sem ég þurfti að þola!!

BjarnarFen | 7. jan. '19, kl: 06:36:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þú ert greinilega ekki búin að fyrigefa honum. Ef þér finnst hjónabandið búið þá skil ég þig vel. Ég gæti ekki haldið áfram að vera með konu sem hefði haldið framhjá mér. En að halda sambandinu áfram bara til þess að hefna sín gerir sambandið ekkert betra. Er ætlunin að halda áfram með manninum þínum eða er planið að skilja við hann?
Að hefna sín mun ekkert láta þér líða betur. Afhverju dömparu honum ekki bara frekar? Þá geturu farið að hitta hinn gæjann af einhverri alvöru. Ef ég væri "hinn" gæjinn þá væri ég ekkert að hugsa um alvarlegt samband með konu sem væri í sambandi. Þá væri ég í besta falli bara hugsa um að fá mér að ríða og búið.
Þannig geturu haldið framhjá og misst báða með þeirri aðgerð. Eða valið hvorn þú villt and stick with your choice og þá endaru varla ein.
En ef þú villt bara særa kallinn þinn og jafnvel fá hann til þess að berja hinn gaurinn og skapa alls konar drama. Þá er það alveg undir þér komið.

Ég mundi bara í þínum sporum sparka kallinum þínum fyrir framhjáhaldið. Segðu honum að þú hafir reynt að fyrigefa honum en þú hafir ekki getað það. Þér líður greinilega ekki vel í sambandinu lengur útaf þessu. Þá er bara best að vera heiðarleg og ljúka þessu. Þó svo að kallinn þinn sé framhjá haldari, þá þarftu ekki að láta hann draga þig niður á hans plan.

Ég hef t.d. aldrei stundað framhjáhald og ég mundi aldrei byrja samband með konu ef ég frétti að hún hefði stundað framhjáhald í hennar fortíð. Mér væri alveg sama hverjar aðstæðurnar væru. En ef þér er alveg sama um eigin orðspor og villt fá eitthvað drama. Gerðu þá bara það sem þú villt.

Það er ömurlegt þegar mannseskjan sem maður elskar svíkur mann svona. En vertu ekkert að láta hann breita þér í mannesku sem þú ert ekki.

BjarnarFen | 7. jan. '19, kl: 08:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Spurningin sem þú þarft að spyrja þig er einföld. Ert þú þannig kona sem heldur framhjá?
Ekki láta aðgerðir annara breita þér í mannseskju sem þú ert ekki.

"An eye for an eye only ends up making the whole world blind" -- Gandhi

spikkblue | 7. jan. '19, kl: 10:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lífið er eins og íþróttir barna, það er langbest að allir leikirnir endi með jafntefli.

Eins og staðan er núna þá er hún undir 0-1 og þess vegna er mjög eðlilegt að jafna leikinn.

BjarnarFen | 7. jan. '19, kl: 14:36:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er samband semsagt einhver keppni? Vá hvað þú átt bágt.

BjarnarFen | 7. jan. '19, kl: 14:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er s.s. að vinna sambandið? Þú lítur þá á sambönd þannig að hver sem getur haldið framhjá oftar vinnur sambandið. Þú hefur greinilega aldrei endst í sambandi, nema þú hafir verið með undigefinni kúgaðri konu kind.

spikkblue | 7. jan. '19, kl: 21:18:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að misskilja viljandi eða bara snúa út úr?

Ég sagði það er best að staðan sé jöfn, þá líður öllum betur. Það finnst engum gaman að láta troða á sér.

Ef hann heldur framhjá, þá má hún það líka. Staðan er jöfn.


Annað dæmi, hvort væri sanngjarnara að hann fengi Range Rover, en hún Huyndai i10, eða að þau fengju bæði sæmilega Toyotu?

Ég er ekki að segja að sambandið sé keppni, en það er allt í lagi að hafa smá jafnræði. Ef hann fær að taka hliðarspor, þá er sanngjarnt að hún fái það líka.

BjarnarFen | 7. jan. '19, kl: 21:22:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá ertu að segja að hún vilji leita annað en til mannsins síns. Þá ertu að segja að hún hafi alltaf viljað halda framhjá. Ef hún vildi aldrei halda framhjá afhverju ætti hún þá að jafna eitthvað út með því að gera eitthvað sem hún vill ekki gera?

Two wrongs make a right

spikkblue | 7. jan. '19, kl: 21:24:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rangt.

Ég er bara að segja að hún hafi val. Ef hana langar að jafna leikinn, þá má hún það. Ef hana langar ekki að gera neitt, þá lætur hún það eiga sig og þau halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Mín afstaða er að ef hana langar að jafna leikinn, þá go for it!

BjarnarFen | 7. jan. '19, kl: 21:27:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hún finnur fyrir svika vegna framhjáhalds þá finnst henni framhjáhald ekki vera rétt. Fólk gerir ýmis mistök vegna reiðis og fólk vill oft hefna sín. En að sökkva niður á plan þeirra sem svíkja mann gerir mann ekki að betri manneskju.

Sumt er bara ekki hægt að jafna út. Hann þarf að bæta fyrir það sem hann gerði.

BjarnarFen | 7. jan. '19, kl: 21:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef að þú mundir berja mig, þá tek ég ekkert sárin mín tilbaka með því að berja þig. Þú getur hinsvegar bætt fyrir það með að gera eitthvað fyrir mig til að bæta fyrir barsmíðarnar og þá gæti ég fundið það í hjarta mínu að fyrigefa þér.

seago | 7. jan. '19, kl: 09:21:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

flott hjá þér hann hugsar sig kannski tvisvar um áður en hann gerir það aftur

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

seago | 6. jan. '19, kl: 20:30:38 | Svara | Er.is | 0

auðvitað er það rangt en ef ég væri í sömu stöðu þá fyndist mér ég eiga það inni :)

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

seago | 6. jan. '19, kl: 20:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og segja honum svo frá því leyfa honum að finna aðeins fyrir því hvernig það er :)

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

TheMadOne | 7. jan. '19, kl: 13:00:55 | Svara | Er.is | 1

Þú gerir þér grein fyrir að sambandinu gæti verið lokið ef þú velur að hefna þín á þennan hátt? Í fyrsta lagi getur verið að hann komist ekki yfir það þó að hann hafi gert það sama og í öðru lagi er ekki víst að þú komist til baka ef þú tekur þetta skref. Ég hef horft upp á par enda í einhverri ógeðslegukeppni við svona aðstæður áður en sambandið splundraðist í virkilega ljótum skilnaði. Eyðið frekar tíma og peningum í pararáðgjöf ef sambandið er þess virði eða slíttu sambandinu ef þér finnst þið vera á þeim stað að þú sért tilbúin að sofa hjá einhverjum öðrum. Ég skil löngunina og ég hugsa að flestir hafi fengið svona fiðring í sambandi sem hefur lent í einhvers konar stöðnunarástandi en vertu heil gagnvart sjálfri þér, þú skaddast ef þú gerir eitthvað sem þér finnst í kjarnann vera rangt. Kannski þurfið þið að taka ykkur pásu til að skoða hvort þið viljið raunverulega vera saman.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

spikkblue | 7. jan. '19, kl: 21:24:40 | Svara | Er.is | 0

Ein spurning.

Ertu soldið hottie?

Júlí 78 | 8. jan. '19, kl: 16:21:02 | Svara | Er.is | 1

Ég er mest hissa á spurningunni þinni: "En yrði það rangt af mér að leggjast á sama plan og maðurinn minn og halda framhjá þótt að mér finnist hann eiga það soldið skilið.??! Auðvitað er það rangt af þér að leggjast á sama plan og hann!  Það er aldrei réttlætanlegt að halda framhjá, punktur! Þú segir sjálf að það að maðurinn þinn hélt framhjá sitji í þér en samt talarðu eins og það geti verið í lagi að þú haldir framhjá! Já af því að hann hélt framhjá! Í svona stöðu þar sem annar aðilinn  hefur haldið framhjá þá er annaðhvort að fyrirgefa það (en ég mæli samt með sambandsráðgjöf áður en sú fyrirgefning kemur) og síðan að halda áfram með lífið með makanum eða þá að skilja við makann og vera þá (fyrst) frjáls af því að vera með öðrum. Það er einfaldlega ljótt að fara á bak við aðra manneskja, pukrast með eitthvað ástarsamband í leyni. Ég er strax farin að vorkenna manninum þínum sem heldur að þú hafir fyrirgefið honum en sem þú hefur í raun og veru ekkert gert heldur ferð að pukrast með einhverjum öðrum, ok gömlum vini en það réttlætir ekkert það sem þú gerðir. Ég mæli með því að þú verðir heiðarleg núna. Segir manninum þínum frá þessu "framhjáhaldi". Ég veit ekkert hvort hann getur fyrirgefið þitt framhjáhald en veit það að ef þið ætlið eitthvað að spá í að vera kannski með hvort öðru áfram þá þurfið þið eiginlega að ræða málin með óháðum aðila (sálfræðing), leggja allt á borðið, tala um allt það jákvæða um hvort annað og það neikvæða líka. Ef til vill er hægt að sjá þá eftir einhverja tíma hvort þið getið verið saman áfram eða hvort best sé að þið takið það skref að skilja.

Lepre | 8. jan. '19, kl: 16:41:43 | Svara | Er.is | 2

Hví ekki að láta undan lostanum og hitta hann? kallinn þinn gerði það sama við þig og á ekkert betra skilið. Það er tvennt sem getur gerst ef þú lætur vaða: 1) þið haldið áfram með hjónaband ykkar og þú færð catharsis tilfinningu, enda búin að "hefna" þín. eða 2) framhjáhaldið lætur þig fatta að þú elskir mann þinn ekki lengur og vilt hitta viðhaldið áfram eða jafnvel einhvern annan. Hvernig sem fer, muntu enda hamingjusöm :)

bjoli | 9. jan. '19, kl: 12:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja láttu það eftir þér hann mun ekki halda framhjá þér oftar og þér finnst þú ekki eins undir.

Hermitice | 9. jan. '19, kl: 16:05:10 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi ekki hefna mín. Þér mun líða verr með sjálfa þig. Ég myndi bara binda enda á sambandið. Ég batt enda á mitt samband í haust eftir að hafa komist að svona lygum. Mér hefur aldrei liðið betur og er besta útgáfan af manneskju og föður fyrir börnin mín. Maki þinn er mannskemmandi fyrirbæri og þú átt betra skilið.

Myken | 9. jan. '19, kl: 16:57:56 | Svara | Er.is | 0

já það er rangt...spurningin er hvort þú getur lifað með því. 
EF þú átt erfitt með að sleppa takinu á því sem maðurinn þinn gerði þá annaðhvort sækir þú /þið ráðgjöf til að reyna komast yfir það eða þú biður um skilnað því þú kemst ekki yfir það.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Gurragrísla | 11. jan. '19, kl: 04:27:21 | Svara | Er.is | 2

Ég hugsaði mig um og nei ég hef ekki samviskuna í það að halda framhjá manninum mínum. Vissulega var þetta freistandi en ég hef þetta ekki bara í mér. En ég er ekki viss um að ég geti haldið áfram í sambandinu við manninn minn. Framhjáhald er stórfellt svik og ekki afsakanlegt á neinn hátt. Treysti honum ekki lengur og ætla mér að ræða við hann um helgina og sækja um skilnað.

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 06:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hrósa þér fyrir að taka á þessu á heilbrygðan hátt. Gangi þér sem allra best.

askjaingva | 14. jan. '19, kl: 14:07:17 | Svara | Er.is | 0

Það eru komnar ansi margar útgáfur hér af svari til þin og misgáfulegar. Þrátt fyrir mýtur þar um er staðreyndin auðvitað sú að það er ekki til einhver ein útgáfa af "framhjáhaldara". Sumir halda framhjá stanslaust og aðrir bara einu sinni. Mannshugurinn er flókið fyrirbæri og það eru margar ástæður á bakvið þessa hegðun. Mundu að sumir halda framhjá bara einu sinni og aldrei aftur. Ef þú hefur ákveðið að halda áfram í hjónabandinu verður þú að leggja þig fram um það því annars er þetta fyrirfram vonlaust.
Það að atburðurinn situr í þér ennþá er mjög skiljanlegt enda ofboðsleg sárindi og trúnaðarbrot að verða fyrir slíku frá þeirri manneskju sem þú treystir mest. En ef hjón ætla að halda áfram eftir svona þá fylgir því gífurleg vinna og ef þú ert ekki tilbúin í þá vinnu hættu þá bara í sambandinu.
Eitt enn, þetta er allra seinasti staðurinn til að fá ráð um svona því hér færðu allskonar ráð og mörg alveg út úr kú. Ef þú ætlar að halda hjónabandinu áfram þá endilega farið til ráðgjafa sem getur hjálpað þér að lifa með þessa vitneskju og skýrt betur hvað þú raunverulega vilt.

Svonaerthetta | 15. jan. '19, kl: 11:23:26 | Svara | Er.is | 0

Kannski of seinn. En finnst mér bara þurfa tjá mig um þetta. En djöfull er sumt fólk bilað hérna. Hefna sín? Erum við í grunnskóla? Þú kaust það að fyrirgefa honum annaðhvort geriru það eða ekki. Enginn er að neyða þig að vera með honum. Ef þú heldur frammhjá honum þá er ekkert samt segir að hann þurfi að fyrirgefa þér þó svo þú fyrirgafst honum. Þér er frjálst að halda frammhjá en vertu viðbúin að taka afleiðingunum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að skjóta sig í fótinn. kaldbakur 10.3.2019 25.3.2019 | 01:38
Kattarofnæmi - ráð ello 25.3.2019 25.3.2019 | 01:31
Að versla með hlutabréf í dag JeyLi 20.3.2019 25.3.2019 | 01:10
Góða kvöldið - hvað er verið að brasa? Twitters 24.3.2019 25.3.2019 | 00:55
Hvaða sjampó og næringu er hægt að nota ( ofnæmi ) Virkar 30.11.2009 25.3.2019 | 00:33
Úthella reiði Draumadisin 24.3.2019 24.3.2019 | 23:58
Klikkhausinn D.Trump Dehli 24.3.2019 24.3.2019 | 22:27
Þá er sýklalyfjaónæmi komið til landsins. BjarnarFen 21.3.2019 24.3.2019 | 22:22
Forvitnisspurningar til ykkar sem styðjið að allir fái landvistarleyfi sem hingað koma spikkblue 22.3.2019 24.3.2019 | 20:42
niðurgreiðsla v/megrunaraðgerða mb123 22.3.2019 24.3.2019 | 20:33
veigur93 16.3.2019 24.3.2019 | 20:29
Kasta upp eftir ofàt Ljónsgyðja 23.3.2019 24.3.2019 | 20:00
Tannlæknanám? flauma 20.3.2019 24.3.2019 | 17:36
Lofthreinsitæki..mygla hvaðerþað 24.3.2019 24.3.2019 | 16:17
Falleg nöfn dídí8 24.3.2019 24.3.2019 | 14:55
Lífstíðar ábyrgð á líkkistum ? kaldbakur 22.3.2019 24.3.2019 | 14:32
Hvað er fyrir ofann skýin ? Wulzter 24.3.2019
Tannlækningar Mack09 23.3.2019 24.3.2019 | 00:42
Ísland meðal hamingjusömustu þjóða heims. kaldbakur 20.3.2019 23.3.2019 | 22:54
Ég er kynseginn spikkblue 18.3.2019 23.3.2019 | 20:34
Hvenær verður sýking hættuleg? capablanca 20.3.2019 23.3.2019 | 15:34
Krakkarnir í Hagaskóla eiga hrós skilið. BjarnarFen 22.3.2019 23.3.2019 | 00:42
Er lögreglan að læra? BjarnarFen 21.3.2019 22.3.2019 | 20:46
Er í lagi að lögreglan hegði sér svona? BjarnarFen 16.3.2019 22.3.2019 | 19:21
Nice eða Rom,Frakkland,Italia ferð. Stella9 2.3.2019 22.3.2019 | 18:56
Góðir staðir/barir í RVK til að horfa á landsleikinn í kvöld? axelism 22.3.2019
hvaða mal er a töskum i handfarus kolmar 21.3.2019 22.3.2019 | 10:34
Blöðrusigsaðgerð? langflottastur 17.10.2006 21.3.2019 | 22:27
Pug hvolpur verð ? Shakira 21.3.2019 21.3.2019 | 19:47
Góð lýsing á hinum múslimsku flóttamönnum og því sem þeir vilja... spikkblue 21.3.2019 21.3.2019 | 18:57
Vitglóran ? Dehli 21.3.2019 21.3.2019 | 18:25
Öryrki sem vinnur hoppaskoppa 16.3.2019 21.3.2019 | 12:21
Frábært - nú fá nýnasistar kannski aukið fylgi spikkblue 21.3.2019 21.3.2019 | 11:19
Barnsmóðir er bæjarhóran Wowww 19.3.2019 21.3.2019 | 11:15
Listi yfir topp 10 stríðshrjáð lönd (ásamt trúarbrögðum sem þar eru ríkjandi) spikkblue 19.3.2019 21.3.2019 | 08:16
Bilaður sími. fjola77 21.3.2019 21.3.2019 | 03:06
Losna við lyfseðilskyld lyf Ruðrugis 20.3.2019 20.3.2019 | 23:33
Kostnađarliđur tannholslæknis Renzo 20.3.2019 20.3.2019 | 22:02
Litlu snillingarnir (little Einsteins) á DVD? gerrard 21.1.2013 20.3.2019 | 21:00
Varðandi pungsvita sem maður ætlar að nota í súpu??? Lýðheilsustofa 20.3.2019 20.3.2019 | 20:49
Lof mér að falla? Olithorv 20.3.2019 20.3.2019 | 20:49
Spurning varðandi tvítóla fólk? Lýðheilsustofa 20.3.2019 20.3.2019 | 19:07
Linsuvökvi Swarovski 20.3.2019
Ráðningastofur/þjónustur ? tégéjoð 20.3.2019 20.3.2019 | 17:17
Kynningarbréf með ferilskrá. tégéjoð 20.3.2019 20.3.2019 | 17:16
Innflytjendur er skríll? Sessaja 20.3.2019 20.3.2019 | 17:08
Spakmæli um barneignir til að tí ilkynna óléttu? Fudge 18.3.2019 20.3.2019 | 15:56
SOS.. Hefur einhver vitneskju um.. SOS14 20.3.2019 20.3.2019 | 15:38
Skríllinn á Austurvelli kaldbakur 16.3.2019 20.3.2019 | 13:09
Innflytjendavandamál í t.d. Svíþjóð spikkblue 19.3.2019 20.3.2019 | 01:42
Síða 1 af 19692 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron