Framhjáhald

Gúnda | 14. jún. '21, kl: 15:08:46 | 641 | Svara | Er.is | 0

Góðan daginn. Mig langar að forvitnast um eitt hjá ykkur sem hafið þið haldið framhjá maka ykkar í vanlíða. Ég hef verið með mínum manni í 21 ár. Ég lenti í þeirri hræðilegri reynslu að eiginmaður minn hélt framhjá mér í vetur. Þetta byrjaði bara í saklausu spjalli segir hann. Svo 1 1/2 mánuði síðar fékk hann fantasíu til hennar. Þau byrjuðu að klæmast við hvort annað og senda nektarmyndir. Þau byrjuðu svo að sofa saman 3 sinnum áður en þetta komst upp. Hann ætlaði að sofa hjá henni 1x í viðbót og hætta þessu. Hann segist hafa fundið lífið vera orðið einhæft og leiðinlegjarnt og einmannalegt. Hann þorði ekki að segja mér hvernig honum leið. Kynlífið okkar var orðið einhæft og leiðinlegt. Okkur fannst það báðum. Ég reyndi að ræða það við hann. Við vorum líka farinn að drekka mikið í Covid. Ég var sjálf orðin einmana og leið illa. En það þýddi ekkert að ræða við hann um kynlífið að ég vildi laga það. Hann dauðsér eftir þessu. Hann fann fyrir spennu með þessari konu að spjalla og sofa hjá henni sem veitti honum gleði. Hann hefur grátið með mér og við höfum rætt mikið um framhjáhaldið og hvernig okkur líður. Hann hefur opnað sig svo mikið um sínar tilfinningar. Við erum að hitta fagaðila sem er að hjálpa mikið. Við hættum að drekka og okkur líður báðum mun betur andlega og kynlífið er orðið gjörsamlega æðiðslegt í alla staði. Ég elska manninn minn út í eitt. Ef þið sem hafið haldið framhjá maka ykkar sáuð þið virkilega eftir því og hvernig hefur sambandið ykkar gengið eftir það. Ég er ekki viss um hvort þið sem hafið haldið framhjá þorið að segja mér af hverju þið hélduð framhjá maka ykkar en samt elskað makann ykkar og ekki viljað fara úr sambandinu/hjónabandinu. Er virkilega hægt að halda framhjá og elskað maka sinn M

 

Labrador til sölu 8998358

bfsig | 16. jún. '21, kl: 17:26:52 | Svara | Er.is | 1

Allavega góð leið ef þig langar að borga kallinum til baka að láta símanúmerið fylgja póstinum.

Wulzter | 17. jún. '21, kl: 11:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hefði betur sleppt því að selja labradorinn :-)

leonóra | 17. jún. '21, kl: 12:32:49 | Svara | Er.is | 3

Leitt að enginn geti svarað þér því pósturinn þinn er bæði heiðarlegur og umhugsunarverður.  Ég hef ekki haldið framhjá en hef verið í þínum sporum.  Ég fyrirgaf því framhjáhaldið var skyndikynni sem hann viðurkenndi strax.  Ég steingleymdi því og mundi ekki eftir því fyrr en 16 árum seinna þegar  við skildum.  Ég er viss um að fólk heldur framhjá þó það elski maka sinn.  Aðstæður hnoðast stundum þannig að freistingin ber skynsemina ofurliði.  Mér sýnist þið í svo góðum málum í dag að þú ættir bara að njóta lifsins með honum og hætta að velta skýringunni fyrir þér.  Eiginlega liggur hún í augum uppi miðað við lýsingar þínar á lífi ykkar fyrir framhjáhaldið.  Eyddu ekki of löngum tíma í að skilgreina eða finna skýringu.  Sumt er einfaldlega ekki hægt að skilja til hlítar og það er ákveðinn léttir að viðurkenna það.  Njóttu bara.

Gúnda | 17. jún. '21, kl: 19:12:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir að svara mér. Ég er mun hamingjusamari. Þrátt fyrir að þetta hefur tekið mikið á

Labrador til sölu 8998358

Sússasig123 | 18. jún. '21, kl: 12:23:15 | Svara | Er.is | 0

Ég hef verið á þínum stað...byrjaði sem spjall á netinu....og endaði með kossi samkvæmt þeim. Maðurinn minn var á sterum á þessum tíma og tók óhóflega mikið af þeim sem bæði gerði hann leiðinlegan og virkilega graðan...og á sama tíma óöruggan 1 daginn og sjálfsöruggan hinn daginn. Hann varð þunglyndur af þeim og hélt að óhamingja sín stafaði af okkar sambandi...að hann elskaði mig ekki lengur. Hann hætti að taka inn sterana og lýsti áhrifunum eins og að ganga út úr þoku og hann sæji lífið nýju bjartara ljósi. Hann grét í 2 vikur og vildi gera allt til að bæta fyrir þetta. Við fórum í ráðgjöf...og hann fór í adhd greiningu og á lyf við því. Nú 6 árum seinna erum við mun hamingjusamari. Þetta atvik varð til þess að hann tók til í sínum andlegu málum sem og líkamlegu og í dag er hann betri maki en hann var. Svo ég lít á þetta atvik sem góða hraðahindrun í okkar sambandi. Sjálf hef ég haldið framhjá í öðru sambandi og ég fékk fyrirgefningu. Ég var mjög þakklát fyrir annað tækifæri því eftir þessi mistök vissi ég betur hvaða tilfinningar ég bæri til hans.

Pappakassi dauðans | 23. júl. '21, kl: 02:02:02 | Svara | Er.is | 0

Ég hef lent í því að haldið hefur verið framhjá mér. Einstaklingurinn sá ekkert eftir því, einstaklingurinn vissi vel hversu mikið ég elska sig og notfærði sér það og kvaldi mig með því að halda áfram framhjá mér. Einstaklingurinn naut þess að sjá mig kveljast. Vanlíðan mín leiddi næstum til sjálfsvígs, þegar einstaklingurinn komst að því þá var mikið grátið og grátbeðið um fyrirgefningu sem ég veitti. Ég hefði betur geta sleppt því, því um leið og ég var ekki lengur suicidal þá byrjaði framhjáhaldið aftur. Við hættum saman stuttu seinna og það ver eitt það erfiðasta sem ég hef gert í lífi mínu. Ég hef ekki átt í ástarsambandi síðan þá og mun því miður líklega aldrei gera aftur. Ekki allir eru eins heppnir og þú, njóttu þess að þið náðuð aftur saman, njóttu þess að elska. Gangi ykkur vel

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Snudduvesen lovelove2 25.9.2021 25.9.2021 | 21:57
Sundlaugaverðir VValsd 24.9.2021 25.9.2021 | 21:34
Afhverju VValsd 22.9.2021 25.9.2021 | 21:13
Fólkið sem kaus ,,rétt" ? Kristland 25.9.2021
Afkristnun Katrinar. Kristland 21.9.2021 25.9.2021 | 19:45
Kosningaúrslit - spá _Svartbakur 25.9.2021 25.9.2021 | 19:25
Snudduvesen lovelove2 25.9.2021
Jafnaðarmanna fjörkálfurinn í braski með hlutabréf. _Svartbakur 21.9.2021 24.9.2021 | 08:09
Uppskrift fyrir fermingartertu í bókarformi Prakkarapjakkur 23.9.2021 23.9.2021 | 23:50
Forsjárforeldri - tilkynna flutning til umgengnisforeldri HannaT123 23.9.2021
Varúð! Feitt fólk er búið að taka yfir sem norm. Lýðheilsustofa 15.11.2018 23.9.2021 | 12:21
Rauðagerðismálið Júlí 78 18.9.2021 23.9.2021 | 12:14
Sal fyrir fermingarveislu. fjola77 21.9.2021 23.9.2021 | 05:52
Endurhæfingarlífeyrir klemmarinn133 22.9.2021 22.9.2021 | 23:29
kuldaofnæmi/exem dindill 25.10.2005 22.9.2021 | 16:52
Ríkisstjórnin vinsæl - en flokkarnir fá ekki nógu mörg atkvæði. _Svartbakur 18.9.2021 22.9.2021 | 14:13
Húsasmiðir - Hlaðin hús oliorn1 16.9.2021 22.9.2021 | 08:31
Þvottavél zhetta 21.9.2021 21.9.2021 | 17:01
versla í Budapest, verðlag hvellur 21.9.2021
Ástandsskoðun fasteigna Dimma78 15.9.2021 21.9.2021 | 02:12
TRANS þráður (bannaður eftir smá) Kristland 19.9.2021 20.9.2021 | 18:11
Gerði óvænta og hrollvekjandi uppgötvun um kvensjúkdómalækninn sinn Jetlee 20.9.2021
skólaverkefni Anonymous123 20.9.2021
Bakkarnir Sólargyðja 19.9.2021 20.9.2021 | 01:40
Flóttamenn. Emett 18.9.2021 19.9.2021 | 17:44
Ferðagjöf DarkA 19.9.2021
Er einhver sem þið vitið um sem er með covid þessa stundina? garfield45 15.9.2021 19.9.2021 | 11:53
Strætó þorir ekki að sýna hvað vagnarnir eru tómir og gagnlausir _Svartbakur 1.9.2021 19.9.2021 | 09:31
Á að leggja niður Stígamót? Hr85 4.9.2021 19.9.2021 | 00:14
Afhverju dó Hugi.is? AriHex 17.9.2021 18.9.2021 | 19:34
Covid bullið - umræða nr:97355244435 Kristland 12.9.2021 18.9.2021 | 19:12
Hvar er ódýrast að legja bíl á langtimaleigu Glowglow 18.9.2021 18.9.2021 | 14:06
Kosningar VValsd 5.9.2021 18.9.2021 | 01:48
Covid kærur VValsd 17.9.2021 17.9.2021 | 15:48
Mér er ekki vel við homma. AlanEmpire 14.9.2021 17.9.2021 | 15:20
Að takmarka kossa og knús! hbarn 15.5.2010 17.9.2021 | 14:14
Reglur eru oft ruggl Andr 13.9.2021 17.9.2021 | 13:22
Rúmeníu seðill Gnesbert 16.9.2021 17.9.2021 | 00:15
Framtíðin og pólitíkin - næsta kjörtímabil _Svartbakur 15.9.2021 16.9.2021 | 23:42
Tannréttingar unglinga, mælið þið með einhverjum? stegu 15.9.2021 16.9.2021 | 21:55
app glowey 16.9.2021
Má búa ì húsbìl/rútu á eigin landi Andr 12.9.2021 16.9.2021 | 14:17
Sausage Davidlo 16.9.2021 16.9.2021 | 11:29
Ætti ég að tilkynna? eldinginspeldingin 10.7.2021 15.9.2021 | 03:03
Kvíðalyf... hvaða lyf eru best við ofsakvíða !! kvk68 25.8.2021 14.9.2021 | 19:58
Griffon Petit Brabancon hundar Júní29 14.9.2021
Þingmaður Pirata með stórfrétt ef rétt reynist. _Svartbakur 13.9.2021 14.9.2021 | 18:41
Siðleysi í sauðagærum. Kristland 10.9.2021 14.9.2021 | 17:13
Nágrannavandamál í blokk... er eitthvað hægt að gera??? KollaCoco 13.8.2021 14.9.2021 | 14:41
Rafskútur. Hvað gerir ríkisstjórnin í þessu? Júlí 78 29.8.2021 13.9.2021 | 20:04
Síða 1 af 55049 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, aronbj, rockybland, MagnaAron, karenfridriks, Bland.is, Krani8, Atli Bergthor, anon, vkg, krulla27, superman2, flippkisi, Gabríella S, mentonised, ingig, Coco LaDiva, joga80, barker19404