Framtíðin og pólitíkin - næsta kjörtímabil

_Svartbakur | 15. sep. '21, kl: 14:31:52 | 54 | Svara | Er.is | 0

Já skemmtilegt og fróðlegtr að sjá hvernig formenn sttjórnmálaflokkanna tala til okkar á kynningum.
Eftir því sem flokkurinn er smærri og með þrengra sjónarhorn eru lausnirnar einfaldari og snúa að fámennari hóp kjósenda.
Sósíalistar boða nánast bytlitingu öreiganna taka peningana frá þeim ríku og afhenda fátæklingum.
Þar á bæ er augljóst að lög og réttur mun ekki ráða þarna verður beitt afli til að steypa af stóli valdhöfum.
Flokkur fólksins mun vilja skattleggja meira þennan venjulega meðaljón til að þeir lökustu hafi það betra. Og svo er flokkurinn auðvitað ánægður með hundruð milljóna ríkisstyrk til flokks með tvo þingmenn.
Svo koma flokkar eins og Samfylking sem boðar stóraukin útgjöld samfélagsins fyrir barnafólk. Þarna verða auðvitað þeir sem ekki eru með barnauppeldi á sinni könnu hvort heldur eru barnlaus eða búin að koma upp börnum og svo aðrir að blæða stórlega fyrir barafólkið á kjörtímabilinu.
Piratar eru að virðist búnir að finna peningauppsprettu og vilja beina bununni að fólkinu í landinu og borga öllum góð laun bara fyrir að vera til og kalla þetta borgaralaun.
Viðrein er pikkföst í Evru aðdáun og afsali réttinda okkar til að geta gengið í ESB.
Manni finnst þetta stundum líkjast því þegar maður heyrir að fangar vilji brjótast inní fangelsi þegar losna út.
Nú ríkisstjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og Framsókn eiga líka sín áhugamál.
En það er þannig að áhugasvið ríkisstjórnarinnar spannar allt sviðið.
Það þarf að líta til allra árra. Aldraðir öryrkjar, fátækir og ríkir. atvinnulausir og námsmenn. Bændur sjómenn fólk sem stendur í framlínunni varðandi nýsköðun og atvinnulíf.
Þetta er alt undir hjá ríkisstjórninni og henni hefur farnast vel.
Viðreisn

 

Júlí 78 | 15. sep. '21, kl: 15:25:44 | Svara | Er.is | 0

Þú ýkir nú málin Svartbakur. Það talar enginn um að taka allt frá þeim ríku og afhenda fátækum. T.d. talar Samfylkingin jú i, eignaskatt á eignir sem yfir 200 milljónum. Sá skattur skildist mér að yrði um 15 þús. á ári. Hvaða stóreignamaður getur ekki borgað það? 15 þús. kall í þeirra huga er KLINK! Þú virðist svo sjá ofsjónum yfir því að Samfylking vill hækka barnabætur til barnafólks. Er ekki fullt af börnum sem búa við fátækt? Þarf ekki að styðja þá við barnafjölskyldur? 
Sósíalistaflokkurinn talar um jú : " Kvótakerfið sem upphaflega var sett á til að vernda fiskistofnana hefur þróast í óskapnað sem hefur í reynd einkavætt fiskimið almennings. Kerfið hefur brotið niður byggðir og safnað upp auð örfárra, svo miklum að hann ógnar lýðræðinu og frelsi almennings. Sósíalistaflokkurinn hefur þá stefnu að leggja niður þetta kerfi og byggja réttlátari umgjörð utan um fiskveiðar og vinnslu. Ný umgjörð þarf að reisa við það sem kvótakerfið braut niður og brjóta upp þá auðhringi sem kvótakerfið bjó til." 
Þeir tala líka að ráðast að rótum spillingar. 

  • "Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna.
  • Spilling er gríðarleg ógn við hagsmuni alls almennings.
  • Spilling þrífst á mismunun og elur af sér mismunun. Hún mismunar fólki á grundvelli efnahags, félagslegrar stöðu, uppruna, kynferðis, skoðana o.s.frv.
  • Spilling vegur að lífskjörum almennings, eykur ójöfnuð og viðheldur fátækt.
  • Spilling bitnar mest og verst á þeim sem eru valdlausastir og minnst fá og ekkert eiga.
  • Spilling leiðir til óréttlátrar skiptingar arðs af auðlindum sem þjóðin á og á að njóta ávinningsins af.
  • Spilling grefur undan lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu.Spilling leiðir til umhverfisspjalla, mengunar og ofnýtingar og sóunar náttúruauðlinda."Flokkur fólksins talar um 350 þús. lágmarksframfærslu skatta og skerðingarlaust, þeir segja: " Hér er lagt til að skattleysismörk verði hækkuð í 350.000 kr. á mánuði. Jafnframt er lagt til að eftir því sem tekjur hækki umfram það lækki persónuafsláttur þar til hann falli loks alfarið niður við 927.087 kr. mánaðartekjur eða við mörk efra skattþreps í gildandi kerfi. Þá er lagt til að persónuafsláttur falli eftir sveigðu ferli og að vendipunktur verði við 575.000 krónur í mánaðartekjur. Í því felst að persónuafsláttur fellur hraðar í byrjun en síðan hægist á falli hans. Þá nær persónuafsláttur núverandi fjárhæð, 56.447 kr. á mánuði, þegar mánaðartekjur nema 575.000 kr. Breytingin skilar því auknum ráðstöfunartekjum til þeirra sem hafa tekjur undir 575.000 kr. á mánuði en persónuafsláttur þeirra sem hafa hærri mánaðartekjur verður lægri en hann er nú."


Píratar þeir jú vilja greiða borgaralaun til allra. Ég er þar ekki sammála þeim með það, finnst það ekki skynsamlegt að borga stórríku fólki styrk frá ríkinu.....en þú talar um góð laun, ég hef ekki heyrt neinar upphæðir frá Pírötum, hvort þeir vilja að upphæðin sé 100 þús. á mán, 200 þús. eða 300 þús. Held þú verðir að spyrja þá.


Þú segir að ríkisstjórninni hafi farnast vel. Ég var nú að hlusta á einhvern fund hjá Sjálfstæðisflokknum (datt inn á það í lokin hér í tölvunni minni) Einn sjálfstæðismaður var mjög óánægður, var að vinna ennþá þó gamall væri við að keyra rútu eða eitthvað slíkt. Hann sagði að ef hann vinnur sér inn þúsundkall þá fær hann sjálfur bara rúmlega 300 kr. af því. Æðislegt er það ekki? Ég get sjálfsagt talað um mjög margar ástæður fyrir því að við ættum einmitt alls ekki að kjósa þessa flokka sem nú eru við völd, það þýðir bara eitt, kyrrstaða t.d. vegna aldraðra og öryrkja, heilbriðismál og fleira. Það er nýkomin út skýrsla: " Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, hefur kynnt rannsókn sem stofnunin vann að beiðni ÖBÍ, um stöðu fatlaðs fólks. Í stuttu máli eru niðurstöðurnar á þann veg að nærri 8 af hverjum tíu eiga erfitt, eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót.

Skýrslan sýnir mjög slæma stöðu öryrkja, og borið saman við samsvarandi skýrslu Vörðu um stöðu atvinnulausra á vinnumarkaði."

Einnig: "Þeir svarendur sem eru með börn undir 18 ára aldri á heimili sínu voru spurðir um hvort fjárskortur hefði komið í veg fyrir að þeir gætu greitt fyrir nauðsynlega hluti handa börnunum. Niðurstöðurnar eru birtar í töflu 9. Þær sýna að 7% fatlaðs fólks með börn hafa ekki getað greitt leikskólagjöld, 11% ekki gjöld fyrir frístund, 8% ekki skólagjöld í framhaldsskóla, 11% ekki fyrir skólabækur eða annan námskostnað, 17% ekki fyrir mat í skólanum, 30% ekki fyrir kostnað vegna skipulegra tómstunda, 12% ekki fyrir kostnað vegna skólaferðalaga, 40% ekki fyrir nauðsynlegan fatnað, 34% fyrir eins næringarríkan mat og þau telja börnin þurfa og 6% ekki fyrir annan kostnað vegna barna. Hlutfallslega fleiri konur en karlar geta ekki greitt fyrir skólagjöld í framhaldsskóla (10% á móti 3%), skólabækur eða annan námskostnað (14% á móti 5%), mat í skólanum (21% á móti 10%) og/eða kostnað vegna skipulagðra tómstunda (34% á móti 22%) en hlutfallslega fleiri karlar en konur hafa ekki getað greitt gjöld fyrir frístundaheimili (17% á móti 8%).

Þá hafa nærri 80% svarenda þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu."

https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/naer-8-af-hverjum-10-eiga-erfitt-med-ad-na-endum-saman

Júlí 78 | 15. sep. '21, kl: 16:11:57 | Svara | Er.is | 0

Píratar vilja líka breytinar í sjávarútvegi: "Píratar líta á sjávarauðlindina sem sameiginlega og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Því getur enginn fengið fiskveiðiheimildir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

Píratar ætla að bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Við ætlum að gera það refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerðarfyrirtækja á aflaheimildum."

Þeir vilja líka virkja varnir gegn spillingu: " Spilling í formi frændhygli, sérhagsmunagæslu og greiðasemi kostar samfélagið okkar háar fjárhæðir á hverju ári og leiðir til þess að almannagæði eru færð úr sameiginlegum sjóðum í vasa hinna fáu. 

Píratar ætla að virkja öflugar varnir gegn spillingu með eflingu eftirlitsstofnana, betri vörnum gegn hagsmunaárekstrum og stórauknum kröfum í gagnsæismálum hins opinbera. Píratar ætla að auka fjárveitingar til héraðssaksóknara og endurreisa sjálfstætt embætti skattrannsóknarstjóra. Stuðningur við frjálsa fjölmiðlun, sterkari uppljóstraravernd og virkt upplýsinga- og netfrelsi eru lykilþættir í baráttunni gegn spillingu.  Píratar ætla að koma á raunverulega sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu og setja skýr lög um uppljóstraravernd innan lögreglunnar."

Júlí 78 | 15. sep. '21, kl: 16:41:51 | Svara | Er.is | 0

Svo minnistu á Viðreisn og talar um að þau vilji afsala réttinda okkar til að geta gengið í ESB. Hvað meinarðu? Þau segja annars: " Viðreisn leggur til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Slíkur tvíhliða samningur við Evrópusambandið yrði grunnur að fyrirkomulagi sem yrði hliðstætt gjaldeyrisfyrirkomulagi Dana, sameiginlega varið af Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu.


Aðild að ESB og evru, til að auka verðmætasköpun, kaupmátt og bæta lífskjör.

Margháttaður ávinningur er nú þegar af samstarfi við Evrópuþjóðir með EES samningnum. Allt bendir til þess að stórauka mætti þann ábata með því að ganga að fullu inn í Evrópusambandið. Með því væri tryggður ytri stöðugleiki, lægri vextir, bætt markaðsaðgengi og aukið frelsi í viðskiptum, þjóðinni til hagsbóta. Aðild að ESB og upptaka evru skapar nýja möguleika í nýsköpun atvinnulífsins og veitir möguleika að betri aðgengi að styrkjum úr byggða- og landbúnaðarsjóðum ESB, sem munu efla byggðir og landbúnað. Aðild að ESB mun auka samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja og atvinnulífs, efla  útflutning, hagvöxt og framleiðni og lækka matvælaverð vegna lækkunar tolla. Öll þessi breyting mun skapa forsendur  fyrir auknum kaupmætti launafólks og bættum lífskjörum til lengri tíma.

 

Aðild að ESB og upptaka evru er því eitt mikilvægasta og stærsta verkefni á sviði efnahags- sjálfstæðis- og stjórnmála hér á landi, sem myndi auka sjálfstæði, fullveldi, bæta kaupmátt og lífskjör almennings umtalsvert og varanlega í öllum byggðum landsins."


Þau tala líka um réttlátan sjávarútveg..

"Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar. Við viljum að sanngjarnt verð sé greitt fyrir aðgang að auðlindunum okkar og að samningar um auðlindanýtingu séu tímabundnir.

 

Í stað veiðileyfagjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á hverju ári og seldur sem nýtingarsamningar til 20-30 ára. Þannig eyðum við pólitískri óvissu og staðfestum eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni."

_Svartbakur | 16. sep. '21, kl: 11:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að ganga í ESB væri nú ekki gott fyrir okkur. Við fórnum alltof miklum réttindum. Það gekk ekki síðast þegar reynt og hefði stórskaðað okkur. Það eru nokkur ESB lönd sem þrá það að komast úr sambandanu.
Evran er auðvitað dauðadómur fyrir mörg esb lönd og yrði það líka fyrir okkur.

Júlí 78 | 16. sep. '21, kl: 16:22:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum ekkert að fara inn í ESB dæmi jafnvel þó sótt yrði um auk þess heyri ég bara á þeim flokkum sem vilja það að kosið yrði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorgerður Katrín hjá Viðreisn sagði:  
" Sex til tíu ára ferli

„Það er stefna okk­ar að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru. Það tek­ur ein­fald­lega lang­an tíma, 6 til 10 ár. Það þarf þjóðar­at­kvæðagreiðslu, samn­ingaviðræður og stjórn­ar­skrár­breyt­ingu til.“

En þið bíðið ekki eft­ir evr­unni?

„Nei, við erum að leita lausna. Það er fullt af fólki sem er að spyrja um þessi mál, vill ekki þess­ar geng­is­sveifl­ur, vill að verðbólg­an sé lág eins og ann­ars staðar, að lág­ir vext­ir séu ekki tíma­bundið ástand.“

Júlí 78 | 15. sep. '21, kl: 23:13:45 | Svara | Er.is | 0

Mjög sorglegt að hlusta á kvöldfréttirnar áðan. "Faðir 14 ára stúlku sem er illa haldin af átröskun furðar sig á að fá engin svör frá Barna og unglingageðdeild Landspítalans þrátt fyrir að tilvísun hafi borist þangað. Hann skoðar nú að sækja meðferð erlendis. Móðir annarrar stúlku eyðir 36 þúsund kr. á mánuði í sálfræðiaðstoð fyrir dóttur sína á meðan hún bíður þess að komast að hjá Bugl." Tilvísun frá lækni barst í mars. Í ágúst var haft samband eða 5 mánuðum seinna og sagt að haft yrði samband 6 mánuðum seinna til að heyra hvernig gengi! ....Greinilega átti ekki að íhuga málið fyrr en næstum því ári eftir að tilvísun barst til þeirra! (eða 11 mánuðum seinna). Það ætti ekki að vera neinn biðlisti varðandi svona mál! Þetta eru tilfelli þar spurning er orðið um  líf eða dauða..
Svona þjónusta er í boði ríkisstjórnarinnar..https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/alvarlega-veik-stulka-faer-engin-svor-fra-landspitalanum-um-hvort-hun-komist-ad/

Júlí 78 | 16. sep. '21, kl: 00:32:48 | Svara | Er.is | 0

Ég mæli með þessu viðtali við Ingu Sæland, skemmtilegt viðtal þar sem hún er spurð um allt mögulegt.
https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/kosningar/222868/

darkstar | 16. sep. '21, kl: 11:07:44 | Svara | Er.is | 0

hirða peninga af þeim ríku virkar aldrei og hefur aldrei virkað, t.d til að ná meiru útúr fyrirtækjum þarf að hækka skatta á þau, segjum 10% aukinn skattur á fyrirtæki þýðir að lítla búðin í kringlunni þarf að greiða 10% meira, það er í raun ekki hægt að segja bara þessi þarna hjá samherja borgar skatt en hinn ekki, eitthvað sem myndi falla flatt fyrir dómstólum, þannig að þá er bara eftir möguleiki að hækka skatt af arði, en lausn fyrirtækja til að sleppa við að greiða þann skatt er að greiða sér ekki arð, bara eiða arðinum í uppbyggingu og viðhald þannig fellur þetta bara inn í rekstarkostnað, t.d samherji gæti byggt 2-3 skip og þannig er allur arður þeirra næstu 3-4 ár farinn í rekstarkostnað og ekki hægt að skattleggja.

flokkur fólksins vill hækka skatta og fátækir fái meira, vandamál við þá stefnu er að þeir sem eru að greiða skatta og eru á vinnumarkaði geta ekki kosið þá því það þýðir lækkun tekja fyrir þá aðila,

flestir flokkar eru með bull loforð sem allir sjá að aldrei verður staðið við, bara til að ná sér í atvæði ekkert annað, flokkur fólksins er t.d svo annt um fátæka að þeir stilltu upp milla í fyrsta sæti hérna úti á landi sem er að byggja hótel þar sem nóttin á að kosta 2m.. kannski fá öryrkjar afslátt nóttinn á 1900 þúsund ef þeir kjósa flokk fólksins, nokkuð viss ef þessi flokkur kæmist í ríkisstjórn þá myndi millinn passa upp á hátekjuskattinn því ekki myndi hann vilja greiða hann ekki satt?

búinn að fylgjast vel með þessu, samfó eru búnir á því, þeir kúkuðu á sig fyrir og eftir hrun og í raun sýndu að þeir eru ekki hæfir til að standa við eitt orð af því sem þeir segja.

ég held satt að segja að það séu bara 3 flokkar sem hægt er að kjósa, sjálfstæðisflokkurinn, vg eða framsókn.

allir sem ég þekki ætla að kjósa sjálfstæðisflokkinn og ætla ég að gera það sama, með að fá þá í stjórn þá mun ég fá 5 þús kr meira í minn vasa á mánuði útaf skattalækkun sem þeir lofa, þetta er engin ofur upphæð en maður veit að þetta er raunhæft og þeir munu standa við það, væru þeir að bulla um að ég væri með skattfrjáls laun upp í 350 þúsund myndi ég strax sjá í gegnum það að þetta væri lygi en 5 þús tel ég raunhæft.

satt að segja er mér sama þó að ríkir verði ríkir, ég hugsa bara um það sem ég fæ í minn vasa.. rústa kvótakerfinu sé ég ekki tilgáng með, veit ekki hvaða aðili á jafnvel 20-30 milljarða til að byggja hátækni vinnslu til að vinna fiskinn og hámarka verð hans, samherji græðir slatta en það er líka vegna þess að þeir eru með tæknivæddust frystihús í heimi og bestu togarana eitthvað sem þeir eru búnir að fjárfesta í, í yfir 30 ár og þessvegna hafa þeir það gott í dag.. öfunda aðra af þeirra velgengni er ekki vænlegt til fjár.

Júlí 78 | 16. sep. '21, kl: 12:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég skildi málin rétt hjá Ingu Sæland þá lækka skattar á fólk sem er með tekjur innan við ca. 600 þús....Þannig að það er ekki rétt hjá þér að Flokkur fólksins vilji hækka skatta á alla. Sá sem er með 600 þús. er býst ég við á vinnumarkaði þannig hættu þessum útúrsnúningum, a.m.k. veit ég ekki um neinn sem er á bótum með þá upphæð. Ég heyrði svo ekkert Ingu Sæland talar ekki um að hækka skatta á venjuleg fyrirtæki eða lítil og meðalstór, ég veit ekki með stærri fyrirtæki, hef ekki heyrt hana tala um það en þú getur spurt hana sjálfa áður en þú slærð einhverju föstu. Þegar hún svo talaði um fiskveiðistjórnunarkerfið þá var hún að tala um að breyta því, mér heyrist hún vera á sömu línu og Viðreisn með þau mál. Flokkur fólksins segir til dæmis: "Við krefjumst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar." ER það ekki sanngjarnt? Þegar hún talar um fullt verð þá meinar hún markaðsverð, það kom fram í viðtali við hana. 


Mér finnst alveg óþolandi þegar fólk kemur hér á Bland og bullar, kemur með þennan hræðsluáróður t.d. eitthvað um hækkun skatta en snýr svo útúr og talar ekki um staðreyndir heldur skrumskælir stefnu flokka. Einfalt að fara inn á heimasíður flokkana og lesa sér til áður en sett er einhver gagnrýni á flokka. Þetta er alveg týpískt fyrir allar kosningar. Þá kemur þessi söngur, vinstri flokkar vilja hækka skatta, ég hef nú meira að segja heyrt Samfylkingu tala um að þeir ætli ekki að hækka skatta á lágtekjuhópa og ekki heldur á millitekjufólk. Svo get ég upplýst það að Inga Sæland er ekkert með skilgreiningu á sinn flokk, til vinstri eða hægri eða fyrir miðju. Það eru bara fréttamenn sem setja flokkinn sem einhvern miðjuflokk.


Alveg merkilegt að gagnrýna það svo þó að Flokkur fólksins sé með einhvern á lista hjá sér sem er með gott fyrirtæki (hótel), er ekki í lagi? Heldurðu að Inga Sæland sé á móti vel reknum fyrirtækjum? Eða á móti fólki með góðar tekjur? 


Flokkur fólksins segir um annars um sjávarútvegsmál: 
Látum þjóðina njóta auðlinda sinn!
Kvótann aftur heim og fullt verð fyrir aðgang að sjávarauðlindinni!
Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem auðlindir okkar eru sameign þjóðarinnar en ekki einkaeigin
Við munum beita okkur fyrir því að íbúar sjálvarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin um allt land.
Við ætlum að stórefla strandveiðar og gera handfæraveiðar frjálsar
Við krefjum þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar.
Við styðjum lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá.

_Svartbakur | 16. sep. '21, kl: 13:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér skildist á Ingu Sæland að hún væri að boða skattahækkun 650 þús kr laun og hærri.
Þannig að sá sem skrimtir á 650 þús kr launum og er kannski öryrki og á leigumarkaði hann lendir í
skattheimtu já sæerstakri skattheimtu frá Flokki Fólksins.. ef þeir fengju að ráða.

Júlí 78 | 16. sep. '21, kl: 16:16:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þér finnst 650 þús. á mán. lág laun hvað finnst þér þá um laun uppá 250 þús. kannski eins og mér skilst að öryrkjar hafa yfirleitt. Er einhver öryrki með 650 þús. á mán.? Sá öryrki væri þá úti á vinnumarkaðnum og ef launin væru þessi þá koma skerðingar....Ég lét nú þessa upphæð í reiknivélina yfir öryrkja, hann fengi ekki nema ca. 395 þús. útborgað. 

_Svartbakur | 16. sep. '21, kl: 19:39:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér skilst á Ingu Sæland að með því að hækka skatta á fólk með 650 þíus kr í mánaðarlaun þá
sé hún að gera eitthvrt góðverk. Öðru nær. Þetta fólk sér engar lausnir aðrar en að leggja skatta á fólk.

Júlí 78 | 16. sep. '21, kl: 23:38:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig væri að hafa einhvern kærleik til annarra sem eiga bágt.....þó þú yrðir kannski að borga aukalega í skatt 5 þús. kall eða 10 þús. kall þá er ég viss um að þig muni ekkert um það Svartbakur eða ertu með þannig tekjur að við ættum að vorkenna þér?....Lestu þetta aftur, þarna er um að ræða einn hóp fólk en margir aðrir hópar eiga það samt mjög erfitt....Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, hefur kynnt rannsókn sem stofnunin vann að beiðni ÖBÍ, um stöðu fatlaðs fólks. Í stuttu máli eru niðurstöðurnar á þann veg að nærri 8 af hverjum tíu eiga erfitt, eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót.

Skýrslan sýnir mjög slæma stöðu öryrkja, og borið saman við samsvarandi skýrslu Vörðu um stöðu atvinnulausra á vinnumarkaði."

Einnig: "Þeir svarendur sem eru með börn undir 18 ára aldri á heimili sínu voru spurðir um hvort fjárskortur hefði komið í veg fyrir að þeir gætu greitt fyrir nauðsynlega hluti handa börnunum. Niðurstöðurnar eru birtar í töflu 9. Þær sýna að 7% fatlaðs fólks með börn hafa ekki getað greitt leikskólagjöld, 11% ekki gjöld fyrir frístund, 8% ekki skólagjöld í framhaldsskóla, 11% ekki fyrir skólabækur eða annan námskostnað, 17% ekki fyrir mat í skólanum, 30% ekki fyrir kostnað vegna skipulegra tómstunda, 12% ekki fyrir kostnað vegna skólaferðalaga, 40% ekki fyrir nauðsynlegan fatnað, 34% fyrir eins næringarríkan mat og þau telja börnin þurfa og 6% ekki fyrir annan kostnað vegna barna. Hlutfallslega fleiri konur en karlar geta ekki greitt fyrir skólagjöld í framhaldsskóla (10% á móti 3%), skólabækur eða annan námskostnað (14% á móti 5%), mat í skólanum (21% á móti 10%) og/eða kostnað vegna skipulagðra tómstunda (34% á móti 22%) en hlutfallslega fleiri karlar en konur hafa ekki getað greitt gjöld fyrir frístundaheimili (17% á móti 8%).

Þá hafa nærri 80% svarenda þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu.

Inga Sæland er að boða lægri skatta á tekjur undir 600 þús. (eða 650 þús)....jú það er góð manneskja sem hugsar um erfiðleika hjá náunganum og vill bæta hag hans.

Sósíalistar tala um að " vilja vinda ofan af skattabreytingum nýfrjálshyggjuáranna og lækka skattbyrði tekjuskatts á miðlungs og lægri tekjur um 700 þús. kr. á ári og stöðva skattlagningu á fátækt. Þetta er ekki byltingarkenndari hugmynd en svo, að hún myndi aðeins færa okkur til þess réttlætis sem ríkti fyrir þrjátíu árum og hafði ríkt þá áratugum saman."

Samfylkingin talar líka um að hækka ekki skatta á lægri tekjur og millitekjuhópa.

darkstar | 16. sep. '21, kl: 19:02:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þessir flokkar gera ekkert annað en að hækka skatta komist þeir til valda.

þessar kosningar snúast bara um það að koma í veg fyrir vinstri stjórn.. það er það eina sem þessar kosningar snúast um.

Júlí 78 | 16. sep. '21, kl: 23:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grein frá Kristínu Baldursdóttur Sósíalista 21. maí 2021: "Á undanförnum árum hafa skattar á allt venjulegt fólk hækkað en lækkað hjá þeim sem eiga mikið, fjármagseigendum, umsvifamiklum fasteignaeigendum og eigendum ríkra fyrirtækja. Þetta er svo öfugsnúið og óréttlátt að manni verður orðavant. Heiðarlegt og ærlegt fólk sem stritar myrkanna á milli til að eiga í sig og á, öryrkjar, fátækt fólk, fátækt eftirlaunafólk borgar skatta af sínum tekjum alveg upp í topp en þeir ríku sleppa mjög vel með því að geta borgað sér arð, hafa fjármagnstekjur, fá leigutekjur og borga miklu minni skatta af þeim tekjum. Þeir sleppa best sem eiga mest. Ójöfnuðurinn eykst og eykst. Almenningi blöskrar en ekkert er gert.

Hvað gerðist?

Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp árið 1988 greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta og þar með eftirlaunafólk, öryrkjar, námsfólk og fólk sem hafði lægri tekjur en lágmarkslaun. Síðan var nýfrjálshyggjunni hleypt inn í íslenskt samfélag. Afleiðingin er að í dag greiðir fólk á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt, rúmar 55 þúsund kr. á mánuði. Samt er vitað að fólk á lágmarkslaunum á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman.

Fólk á lægstu örorkubótum, 240 þús. kr. á mánuði, greiðir í dag tæpar 25 þús. kr. af þeim í skatt. Fólk sem er á framfærslu sveitarfélaga fær tæpar 213 þús. kr. á mánuði og borgar af því rúmar 16 þús. kr. í skatt. Þetta er með öllu óverjandi.

Fyrir tíma nýfrjálshyggjunnar borgaði ekkert af þessu fólki skatta. Það er siðlaust að fjármálaráðherra gangi að allra fátækasta fólkinu, fólki sem á ekki fyrir mat út mánuðinn, og taki af því fé til að reka ríkissjóð. Ríkissjóður sem er byggður á slíku óréttlæti er siðlaus í grunninn.

0% skattur

Í dag eru lægstu laun 351 þús. kr. á mánuði. Af þeim borgar fólk rúmar 55 þúsund kr. í skatt eða um 17% eins og áður segir. Ef við færum þetta aftur til ársins 1991 þá borgaði fólk á lægstu laununum 0% skatt. Lágtekjufólkið hefur misst 720 þús. kr. á ári í skattinn umfram það sem það borgaði fyrir nýfrjálshyggju.

Þetta á líka við fólk sem er á millitekjum. Miðgildi heildarlauna er í dag 750 þúsund kr. á mánuði. Af þeim greiðir fólk um 211 þús. kr. í skatt eða 28,2%. Ef við færum þessi laun aftur til 1991 með launavísitölunni og leggjum á þau skatt samkvæmt þágildandi skattalögum þá væri skatthlutfallið 19,9%. Miðlungsfólkið hefur misst 747 þús. kr. á ári í skattinn umfram það sem hann borgaði fyrir nýfrjálshyggju.

Sósíalistar vilja vinda ofan af skattabreytingum nýfrjálshyggjuáranna og lækka skattbyrði tekjuskatts á miðlungs og lægri tekjur um 700 þús. kr. á ári og stöðva skattlagningu á fátækt. Þetta er ekki byltingarkenndari hugmynd en svo, að hún myndi aðeins færa okkur til þess réttlætis sem ríkti fyrir þrjátíu árum og hafði ríkt þá áratugum saman.

Réttlæti og kærleikur

Sósíalistar vilja líka hækka umtalsvert persónuafslátt, barnabætur og húsnæðisbætur og vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggjuáranna fyrir opinbera þjónustu og innviði.

Forsendur þess að hægt sé að byggja upp réttlátt samfélag á Íslandi er að skattbyrðinni verði létt af almenningi og hún færð þangað sem hún á heima. Það er löngu kominn tími til að þeir ríku fari að borga fulla skatta af öllum sínum tekjum eins og venjulegt fólk þarf að gera. Hvers konar þjóðfélag er það sem níðist á þeim fátækari en mylur undir þá ríku? Það er ekki réttlátt og kærleiksríkt samfélag.

Minni fyrirtækjum refsað

En skattatilfærslan frá hinum auðugu yfir á almenning var ekki sú eina á nýfrjálshyggjuárunum. Á sama tíma var skattaumhverfi fyrirtækja breytt svo það þjónaði best auðugustu fjármagnseigendunum og allra stærstu fyrirtækjunum en miklu síður einyrkjum, smáfyrirtækjum og meðalstórum fyrirtækjum. Skattkerfinu var í reynd beitt til að vernda stórfyrirtækin fyrir samkeppni frá þeim smærri og til að draga úr nýliðun í öllum atvinnugreinum. Afleiðing varð fjármálavæðing atvinnulífsins sem dró afl úr framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum. Þetta gengur þvert á stefnu sósíalista, skattastefnu kærleikshagkerfisins sem fjallar líka um hvernig lækka má skatta á meðalstór og minni fyrirtæki svo þau fái betri tækifæri til að efla atvinnulífið."

https://kjarninn.is/skodun/storfelld-skattalaekkun-a-millitekjur-og-laegri/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Eyrnahreinsun..hvar ?? Lanke51 20.10.2021 23.10.2021 | 00:26
Bólusetning pæling VValsd 15.10.2021 22.10.2021 | 19:57
Deildu oliver002 22.10.2021
Er stjórnarsamstarfið að taka enda ? _Svartbakur 21.10.2021 22.10.2021 | 01:00
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 21.10.2021 | 12:32
Ólafur Ragnar lýsir stöðunni vel _Svartbakur 17.10.2021 20.10.2021 | 22:44
Breytingar við Bústaðaveg Júlí 78 19.10.2021 20.10.2021 | 08:51
Bitcoin áin 16.10.2021 19.10.2021 | 14:08
Bakkar, breiðholtsskóli sokkur samuel 15.10.2021 18.10.2021 | 20:02
Stig í lánshæfisflokkum credit info Viðskiptavinur 17.10.2021 18.10.2021 | 19:06
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 18.10.2021 | 10:31
Vefsvæði Vinnumálastofnunar í ólagi? Garðsláttur 16.10.2021 18.10.2021 | 08:35
Góður Sálfræðingur Erna S 17.10.2021 18.10.2021 | 02:40
Árás á lýðræðið ? Kristland 17.10.2021 18.10.2021 | 01:22
Fáni friðarins ? Kristland 17.10.2021 17.10.2021 | 13:54
Það er komin helgi með Helga VValsd 16.10.2021 17.10.2021 | 04:16
en óendanleg orka Orkuskortur um allan heimsprettur uppúr jörðinni á Íslandi _Svartbakur 14.10.2021 16.10.2021 | 20:08
Gylfi Þór - rannsókn mögulega hætt á morgun, velkominn aftur í landsliðið væntanlega. Brannibull 14.10.2021 16.10.2021 | 19:34
Fréttir ganga niður tröppurnar VValsd 13.10.2021 16.10.2021 | 02:00
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://fuhrerscheinss.com/), kaufen Sie ei nyahkuma 7.10.2021 16.10.2021 | 00:12
Ert þú með Cheerios glutenlaust VValsd 13.10.2021 15.10.2021 | 23:06
Kannast ekki allir við þetta Kimura 15.10.2021
Sundlaugaverðir VValsd 24.9.2021 15.10.2021 | 20:01
Húsfélag sláttur danek1 14.10.2021 15.10.2021 | 13:45
vantar uppskrift af skötusel kolmar 14.10.2021 15.10.2021 | 13:14
Brosandi mynd viðeigandi hér? VValsd 14.10.2021 14.10.2021 | 18:56
Skíthæll vikunnar? Hr85 12.10.2021 14.10.2021 | 01:39
Litla saklausa ísland ? Kristland 13.10.2021 13.10.2021 | 22:17
Afturbatapíka. Getur Strætó orðið afturbatapíka ? Með Afturbatapíku drauma ? _Svartbakur 13.10.2021
Matarkörfur hjá feitu fólki Hr85 13.5.2021 13.10.2021 | 13:06
Barn nær ekki að kúka lovelove2 10.10.2021 13.10.2021 | 12:19
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 13.10.2021 | 09:34
Ríkisstjórn Katrínar miklu í fæðingu. _Svartbakur 11.10.2021 12.10.2021 | 18:44
Olíumiðstöð í bíl Ardiles 12.10.2021 12.10.2021 | 18:20
Stórtap af rekstri Strætó eins og venjulega Tapið alls um 5.200 millj. kr á árinu 2020. _Svartbakur 12.10.2021
Að fara í mál við son sinn? amhj123 4.10.2021 12.10.2021 | 11:03
*Einhleypar konur frá 35-45 ára* Smælí 10.11.2009 11.10.2021 | 20:44
NASA , ,skamm ! ! Kristland 11.10.2021 11.10.2021 | 19:02
Af hverju er friðarsúlan svona mikið flopp? Hr85 10.10.2021 10.10.2021 | 21:59
Mat vegna slyss, tryggingafélagið Mistress Barbara 9.10.2021 10.10.2021 | 21:11
Kjúklingafranskar villt 10.10.2021 10.10.2021 | 16:06
Hvað borgið þið í tryggingar af bílunum ykkar ? tweety69 26.6.2007 10.10.2021 | 11:39
Panta gluggatjöld á netinu? EarlGrey 10.10.2021 10.10.2021 | 05:52
Deila leigukostnaði / nýlegt samband waterboy007 3.10.2021 9.10.2021 | 23:54
Segðu frá Jesú og löggan mætir með handjárn ! Kristland 6.10.2021 9.10.2021 | 22:07
Er einhver að byggja einingahús í dag? HUGME 5.10.2021 9.10.2021 | 14:29
Að fóðra skólplagnir úr stein oliorn1 8.10.2021 9.10.2021 | 14:20
Leiðari Fréttablaðsins 10.okt 2021 _Svartbakur 7.10.2021 9.10.2021 | 14:14
Lögfræðingar og kostnaður amhj123 2.10.2021 8.10.2021 | 10:32
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://buymyglobaldocs.com/), kaufen Sie e nyahkuma 7.10.2021
Síða 1 af 56670 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, krulla27, mentonised, Krani8, MagnaAron, karenfridriks, anon, joga80, rockybland, Atli Bergthor, barker19404, tinnzy123, superman2, aronbj, Bland.is, flippkisi, Gabríella S