Fundur vinnumálastofnun

cada | 6. feb. '18, kl: 18:38:35 | 390 | Svara | Er.is | 0

Ég á að mæta á námskeið hjá vinnumálastofnun en er með veikt barn, veit einhver hvort ég fæ að fresta námskeiðinu eða þarf ég að finna pössun fyrir barnið? Finn ekkert um þetta inn á heimasíðunni.

 

Júlí 78 | 6. feb. '18, kl: 20:05:05 | Svara | Er.is | 0

Ég las þetta á heimasíðu þeirra: " Mæti atvinnuleitandi ekki í boðað viðtal eða fund, eða hafnar þátttöku í þeim úrræðum sem honum standa til boða og án gildra skýringa þarf hann að sæta viðurlögum."  Prófaðu að hringja í fyrramálið og gefðu upp þína skýringu. Mér finnst líklegt að ekki sé nóg að segja að barnið sé veikt því þá gætu allir sagt eitthvað svoleiðis. Spurning hvort þau biðja þá um læknisvottorð vegna veikinda barnsins. Hálf ótrúlegt að þau vilji að þú fáir pössun fyrir barnið, ég hefði haldið að best sé fyrir barnið að foreldrar sinni því í veikindum þess.

thegreat1 | 6. feb. '18, kl: 20:32:13 | Svara | Er.is | 1

Þetta er ein leiðinlegasta stofnun sem ég hef þurft að eiga við...Það er aldrei hægt að gera málamiðlanir hjá þeim

Þú þarft að mæta á námskeiðið annars þarftu að sæta biðtíma...Það er ólíklegt að þeir hliðri til fyrir þér...En það er þó einn möguleiki: Veikindaréttur þinn.

https://vinnumalastofnun.is/atvinnuleysisbaetur/rettindi-og-skyldur#veikindi
Frá og með 1. mars 2011 telst atvinnuleitandi vera í virkri atvinnuleit þrátt fyrir tilfallandi veikindi í allt að 5 daga samtals.

Heimilt er að nýta 5 daga veikindaréttinn að hámarki í tvennu lagi á hverju 12 mánaða tímabili hafi atvinnuleitandi verið skráður innan kerfisins í samtals 5 mánuði á sama tímabili.
Tilkynna skal um upphaf og lok veikinda til Vinnumálastofnunar án ástæðulausrar tafar.
Jafnframt skal skila inn læknisvottorði innan viku frá því að veikindum lauk óski Vinnumálastofnun eftir því

Þetta er það eina sem mér dettur i hug til að sleppa námskeiðinu.

jak 3 | 11. feb. '18, kl: 09:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ástæðan gæti verið sú að margir koma með endalausar afsakanir og skemma fyrir hinum. Ég held að það sé mjög leiðinlegt að vinna á þessari stofnun með fólk yfir sér með endalausar afsakanir. Er ekki að alhæfa en það eru rotin epli innana um stóran hóp

seljanlegt | 6. feb. '18, kl: 22:10:04 | Svara | Er.is | 1

Ég mundi gera allt sem ég gæti til að mæta. Hata þessa stofnun. Held þú eigir ekki rétt á veikindadögum vegna barna.

jak 3 | 11. feb. '18, kl: 09:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hata þessa stofnun heldur þú í alvörunni að það sé gaman að vinna þessa vinnu

seljanlegt | 12. feb. '18, kl: 09:29:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir virðast skemmta sér við að gera líf annarra óbærilegt. Held að leynt markmið stofnunarinnar sè að koma fólki af bótum í örorku.

capablanca | 7. feb. '18, kl: 00:50:28 | Svara | Er.is | 1

Fæ hroll að hugsa um þetta battery, þurfti að vera á bótum í eitt ár og framkoman var stundum alveg ömurleg hjá þeim.

Held að það er best að tilkynna vinnumálastofnum um veikindi há þér og þú sért óvinnufær á meðan. Þú missir kannski örfáa daga af bótum en lendir ekki á biðtíma eins og ef þú myndir gera ef þú slppir námskeiðinu og tilkynnir um veikindi barns. Eins asnarlega og það kann að hljóma þá ertu réttindarlaus gagnvart þeim ef barnið veikist.
Það er í raun alveg fáranlegt að atvinnulausir eiga ekki veikinda daga fyrir börn. Í raun eru þeir bara annars flokks þegnar í þessu landi.

Sem dæmir þá fá þeir ekki einu sinni desemberuppbót til jafns við aðra & þetta er lægst launaða fólkið í landinu sem þarf að skrimmta á svona 180.000kr á mánuði. Eins og bara þeir ekki ekki að halda jól til að auka skömmina.

Zagara | 11. feb. '18, kl: 13:36:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er aldrei hægt að hafa atvinnuleysisbætur jafn háar og lágt launuð störf. Annars kæmi fyrir að fólk hætti við að þiggja vinnu af því það hefur það jafn gott á bótum.


Það er skítt að þurfa að treysta á bætur en sem betur fer er atvinnuástandið gott um þessar mundir svo þetta er væntanlega skammtímaúrræði fyrir flesta.

seljanlegt | 12. feb. '18, kl: 09:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo mikil hreyfing á fólki að þó það séu ekki nema 4000 atvinnulausir eru 200 að sækja um sérhæfð störf. Þetta er ömurleg staða og frammkoman frá vmst enn verri.

waxwork | 12. feb. '18, kl: 23:19:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg held að hún sé frekar að meina að að það er frekar skítt að atvinnulausir hafi ekki sama rétt að neinu leyti við aðra þjóðfélagshópa. Færri veikindadaga, mega ekki fara úr landi án þess að missa bætur, enga veikindadaga fyrir börn, 75% desemberuppbót á við launafólk ef það er samþykkt á fjárlögum.
Ég hef aldrei orðið atvinnulaus en mér finnst alveg sjalfsagt að atvinnulausir hafa amk sama veikindarétt á við launafólk í sambandi við veikindi barna & almenn veikindi.Ég er sammála um að það þurfi að vera ákveðið bil á milli atvinnuleysisbóta & lágmarkslauna...Mér finnst alltof lítill munur á lágmarkslaunum 18ára ungmenna og grunnatvinnuleysisbóta,, held að hann sé innan við 40.000kr.
Hvar er hvatinn fyrir 18 ára ungling sem hættir í skóla að fara að vinna láglaunastarf ef hann fær ca. 1.000kr minna á dag fyrir að gera ekki neitt heima en á mæta í 9-5 vinnu.
Það þarf að muna ca. 25% á milli þessa taxta

jak 3 | 13. feb. '18, kl: 17:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það eru nú bara margir sem skrimta fyrir 100 % vinnu á 180 þúsund og það er sama sem ekkert atvinnuleysi á Íslandi í dag ég persónulega myndi vinna við næstum hvað sem er í stað þess að vera heima á bótum sorry.

seniorcash | 14. feb. '18, kl: 11:38:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lágmarkslaun á Íslandi 2018 eru 300.000 isk, það gera 235.000 isk útborgaðar, ef einhver fær minna borgað en þetta er verið að svíkja þann aðila eða hann er ekki í 100% vinnu.

veg | 14. feb. '18, kl: 14:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lágmarkslaun fara ekki uppí 300 þúsund fyrr en 1. júní í sumar.

seniorcash | 16. feb. '18, kl: 23:02:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1 maí sem er eftir tíu vikur og fara úr 280.000 sem gefa 234.000 sirka útborgað og 300.00 eru 245.000

veg | 17. feb. '18, kl: 10:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

semsagt útborgað 1. júní og af 300 þúsund færðu um 233 þúsund útborgaðar

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvaða bókhaldskerfi er best fyrir lítil fyrirtæki? madonna9 23.1.2019 23.1.2019 | 22:54
Goasthunters Dehli 23.1.2019 23.1.2019 | 22:35
Barn í sama herbergi og einstætt foreldri bjorn788 20.1.2019 23.1.2019 | 22:33
Hvar sæki ég um húsmæðraorlof? fotilsolu 23.1.2019
Bilalán eða leiga Janefonda 20.1.2019 23.1.2019 | 21:08
Keto fyrir byrjendur? Aldey 23.1.2019
Verður til ásættanleg niðurstaða í kjarasamingunum ' kaldbakur 21.1.2019 23.1.2019 | 15:06
Vape ? Yfirhamsturinn 22.1.2019 23.1.2019 | 10:38
hvar fær maður góðan lækni til prófa ífillingar í varir, þessi kona er ný flutt til landsins o looo 23.1.2019
Barnabætur kona1 23.1.2019 23.1.2019 | 01:24
hvað er að gerast í hausnum á polyester 23.1.2019 23.1.2019 | 00:56
Enn heldur viðrinið áfram að benda á aðra (SDG) spikkblue 22.1.2019 22.1.2019 | 22:42
Alda Karen Scam? sollap87 16.1.2019 22.1.2019 | 21:51
hvenær á að skila skatt 2019 terrorist 22.1.2019 22.1.2019 | 21:46
Arinn og heitur pottur jonniah 22.1.2019 22.1.2019 | 18:52
Upphandleggir cambel 18.12.2018 22.1.2019 | 18:26
Konu og bóndadagur SantanaSmythe 19.1.2019 22.1.2019 | 17:23
vatnslás notandi50 22.1.2019 22.1.2019 | 17:17
#metoo - komið út í rugl og öfgar spikkblue 21.1.2019 22.1.2019 | 15:02
Elskurnar munum eftir smáfuglunum, isbjarnamamma 19.1.2019 21.1.2019 | 21:36
Eru hommar kannski menn? helleluv 18.1.2019 21.1.2019 | 20:29
Eru hommar kannski menn? helleluv 12.1.2019 21.1.2019 | 20:17
Ungbarnabílstólar og breydd monica 21.1.2019
Athyglissýkin í svona liði er alveg mögnuð - getur ekki verið í sambandi án bdsm spikkblue 19.1.2019 21.1.2019 | 19:06
Prósentureikningur dvergur93 19.1.2019 21.1.2019 | 16:22
Innanhússhönnuður? blandari101 19.1.2019 21.1.2019 | 16:15
Rúm T100 21.1.2019 21.1.2019 | 14:57
Gullkort vs Classic kort (kreditkort) ingvibs 21.1.2019
Gjaldþrot og bílasamningur Nonnispes 16.1.2019 21.1.2019 | 12:17
Besta Þvottavélin? bakkynjur 21.1.2019 21.1.2019 | 02:57
Reynerí og letrozole oskin10 13.1.2019 20.1.2019 | 22:40
Vandræði með rúðuþurkur í Renault Clio Skogaralfurinn 18.1.2019 20.1.2019 | 20:39
ÓÉ bústað ti leigu E1 20.1.2019 20.1.2019 | 13:34
Eplatré - ræktun epla í Reykjavík kaldbakur 18.1.2019 20.1.2019 | 11:01
Er Bjarni Ben góður maður? BjarnarFen 12.1.2019 20.1.2019 | 03:28
Húsaskipti, síður? túss 19.1.2019 19.1.2019 | 21:31
Sálfræðingur bergma 14.1.2019 19.1.2019 | 20:45
Stundvís tannlæknir á höfuðborgarsv.? sbgk 15.1.2019 19.1.2019 | 20:31
Staðreynd - sósíalistar eru viðbjóðslegir pervertar spikkblue 18.1.2019 19.1.2019 | 00:35
ég skil ekki hvað er að gerast Twitters 15.1.2019 18.1.2019 | 23:30
Endurhæfingalífeyrir og stéttarfélag! Babygirl 15.1.2019 18.1.2019 | 23:22
Ég er að koma útúr skápnum sem reverse trans gender uyaeo 20.6.2015 18.1.2019 | 23:14
Einhver sem mælir með sálfræðingum Höfðabakka eða góðum sálfræðingi? uppsala123 18.1.2019
Er einhver á Hvammstanga hérna? Nonnispes 18.1.2019
Þið sem eruð með bakflæði---plís hjálp KUSIKUSI 26.3.2012 18.1.2019 | 14:04
Hótel á Tenerife teings 17.1.2019 18.1.2019 | 12:35
Ketó mataræði vs.engin gallblaðra kvk68 29.8.2018 18.1.2019 | 12:08
er að spa i að fara a tenirife Hovima Jardin Caleta hefur einhver farið a þetta hotel kolmar 18.1.2019
Rofi fyrir loftpúða?? Sigurður Páll1 14.1.2019 18.1.2019 | 09:05
Brexit - skiftir útganga Breta úr ESB nokkru fyrir okkur ? kaldbakur 15.1.2019 18.1.2019 | 00:36
Síða 1 af 19686 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron