Fyrirframgreiddur arfur?

Ljufa | 25. mar. '15, kl: 23:22:52 | 1073 | Svara | Er.is | 0

Hvað felst í fyrirframgreiddum arfi? Því skyldi maður gera það? Getur einhver útskyrt þetta fyrir mér? Ég veit að það þarf að greiða erfðafjárskatt af honum. Er hægt að komast hjá því að greiða erfðafjárskatt á einhvern hátt og þá hvernig? ;)

 

Kv. Ljúfa

UngaDaman | 25. mar. '15, kl: 23:35:34 | Svara | Er.is | 1

Er hægt að komast hjá því að greiða erfðafjárskatt á einhvern hátt og þá hvernig?


Vonandi ekki.

tóin | 25. mar. '15, kl: 23:48:12 | Svara | Er.is | 0

Ástæðan fyrir því að sumir kjósa að greiða hluta arfs fyrirfram getur verið t.d. sú að einn afkomenda þarf fjárhagslegan stuðning og í stað þess að styðja einn umfram aðra, þá er stuðningurinn í formi fyrirframgreidds arfs.

Hugfangin | 26. mar. '15, kl: 09:19:18 | Svara | Er.is | 0

Það eru mjög mörg atriði sem felast í fyrirfram greiddum arfi. Ég mæli með að þú leitir til lögmanns og fáir útskýringar ef um háa fjárhæð er að ræða.
Ef þú gefur fyrirfram greidda arfinn ekki upp sem slíkan er litið á hann sem gjöf. Þá er greiddur tekjuskattur af gjöfinni

Sumar77 | 28. mar. '15, kl: 15:44:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer það ekki upphæð, það má gefa pening sem gjöf að ákveðinni upphæð án þess að gjafþeginn greiði tekjuskatt. Mig minnir að það sé eitthvað undir einni milljón pr. ár.

Steina67 | 26. mar. '15, kl: 09:25:16 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki hægt að komast hjá því að greiða erfðaskatt og oft er það dýrara að reyna að losna undan erfðaskattinum heldur en greiða hreinlega erfðaskattinn.


En á sínum tíma fékk maðurinn minn fyrrverandi fyrirfram greiddan arf frá móður sinni þegar við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð.  Það var gert eitthvað plagg um það og það var þinglýst á íbúðina.  Það var ekki greiddur erfðafjárskattur af þessu fyrr en búið var gert upp einhverjum 20 árum síðar.


En það borgar sig að láta lögfræðing útbúa svona plagg til að allt sé nú að hreinu gagnvart öllum aðilum sem að málinu koma og oftast er þetta gert upp þegar dánarbúið er gert upp.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

micro | 26. mar. '15, kl: 09:25:42 | Svara | Er.is | 1

Ef t.d foreldrar vilja hjálpa börnunum sínum með háar fjárhæðir og gefa þær bara beint inn á reikning, þá getur skatturinn léttilega spottað það og fólk fær ca 40% tekjuskatt í hausinn af "gjöfinni"

En með því að gefa þetta frá sér sem fyrirfram greiddan arf, þá þarf "bara" að borga 10% erfafjárskatt (minnir mig ða hann sé 10% gæti verið búið að breyta)

Snudda1 | 26. mar. '15, kl: 12:23:17 | Svara | Er.is | 2

Ef foreldri ætlar að gefa barni/börnum sínum fyrirframm greiddan arf þá þarf ekki að greiða erfðarfjárskatt af fyrstu 1.500.000 og margir foreldrar eru að gefa hverju barni þessa upphæð á ári hverju og þá þarf ekki að greiða skatt af þessu. Sjá greinina í lögunum hér fyrir neðan.

2. gr. Erfðafjárskattur er [10%].1)
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal engan erfðafjárskatt greiða af fyrstu [1.500.000 kr.]1) í skattstofni dánarbús, sbr. 4. og 5. gr., og skulu erfingjar njóta skattfrelsis í hlutfalli við arf sinn. Ákvæði þetta gildir ekki um fyrirframgreiðslu arfs.

Snudda1 | 26. mar. '15, kl: 12:27:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þó svo að það standi í lögunum að þetta eigi ekki við um fyrirframgreiddan arf þá veit ég um mörg dæmi um að þetta sé gert og skatturinn hefur ekki gert neitt.

ert | 26. mar. '15, kl: 12:57:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vandinn er örugglega mestur þegar deila kemru síðan upp um arf. Einhverjum hefur verið gefið meira en öðrum þá er komin ástæða fyrir  málaferlum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Alli Nuke | 26. mar. '15, kl: 14:46:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hafa nú sést ótal dæmi þar sem fólk byrjar að ape-shitta yfir einhverjum þúsund köllum.

Ég held að erfðamál sé þau mál sem eru hvað best til þess fallin að fá fólk til að sturlast af gullæði og afbrýðissemi.

Trolololol :)

ert | 26. mar. '15, kl: 14:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er nú málið. Rólegasta fólk breytist í skrímsli í svona málum. Þess vegna er best að hafa allt svona uppi á borði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hula | 26. mar. '15, kl: 13:02:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef ekki er skilað inn erfðafjárskýrslu um fyrirframgreiddan arf og greiddur erfðafjárskattur telst ekki um fyrirframgreiðslu arfs að ræða heldur gjöf.  Ef skatturinn kemst að slíku er reiknaður tekjuskattur.  Í þeim dæmum sem þú þekkir hefur skatturinn einfaldlega ekkert vitað um málið.

ingbó | 26. mar. '15, kl: 15:39:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er ekki um fyrirfram greiddan arf að ræða því þegar hann er greiddur þarf að skila erfðafjárskýrslu til sýslumanns og borga þar um leið.

Hugfangin | 26. mar. '15, kl: 16:26:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef skatturinn hefur ekki gert neitt þá vissu þeir ekki af þessu. Sumsé, skattsvik.

G26 | 26. mar. '15, kl: 16:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mörkin eru ekki 1.5 milljón á ári heldur 1.5 milljón þegar arði er úthlutað. Ef fólk er að gefa börnunum sinum 1.5 milljónir á ári (eða bara einu sinni) telst það langt umfram það sem eðilegt getur talist með slíkar gjafir og er skattskylt. Það að fólk hafi komist upp með það breytir því ekki að það á að borga skatt af þessu.

Hugfangin | 26. mar. '15, kl: 16:26:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er bara ekki rétt hjá þér. 1,5 milljónin gildir bara við skipti dánarbús, ekki við fyrirfram greiddan arf. Eins er þetta heildarfjárhæð fyrir alla erfingja, ekki "afsláttur" á mann.

ingbó | 26. mar. '15, kl: 18:12:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei - 1,5 milljón erfðaskattslaus pr. mann.

Hugfangin | 27. mar. '15, kl: 08:31:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þetta er bara ekki rétt hjá þér. 
"Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal engan erfðafjárskatt greiða af fyrstu [1.500.000 kr.] 1)  í skattstofni dánarbús, sbr. 4. og 5. gr., og skulu erfingjar njóta skattfrelsis í hlutfalli við arf sinn. Ákvæði þetta gildir ekki um fyrirframgreiðslu arfs."

ingbó | 28. mar. '15, kl: 14:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sh.... - játa á mig vitleysuna. 

ingbó | 26. mar. '15, kl: 18:11:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lastu ekki alla greininga?  "Ákvæði þetta gildir eki um fyrirframgreiðslu arfs"  - þ.e. það er greiddur erfðafjárskattur af fyrirframgreinddum arfi.

ingbó | 26. mar. '15, kl: 18:11:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alla greinina átti þetta nú að vera.

isbjarnamamma | 26. mar. '15, kl: 13:44:28 | Svara | Er.is | 0

Persónulega hef ég haft allt uppá borðinu og löglegt ,enn" minni" upphæðir er hægt að taka út úr banka í pening og gert það sem maður vill við það

Alli Nuke | 26. mar. '15, kl: 14:44:17 | Svara | Er.is | 0

Eina leiðin framhjá erfðafjárskattinum er þegar um reiðufé er að ræða. Eða einhverja dýra hluti, eins og t.d. verðmæt málverk.

Trolololol :)

G26 | 26. mar. '15, kl: 16:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það á líka að greiða skatt af verðmætum, málverkið er jafn skattskylt og peningar. Það er ekki hægt að komast hjá því að greiða effðarfjárskatt af arfi án þess að brjóta lög.

bogi | 27. mar. '15, kl: 09:14:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ha? Þannig að ef amma mannsins míns gaf honum stól sem kostar mjög mikið þá eigum við að fara að borga skatt af þeirri gjöf?

bogi | 27. mar. '15, kl: 09:15:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sem sagt gamlan stól - hönnunarvara.

Hugfangin | 27. mar. '15, kl: 09:41:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Með réttu ætti að gera það ef verðmæti gjafarinnar er umfram "venjulega tækifærisgjöf". Skatturinn miðar t.d. við verðmæti bókar sem tækifærisgjöf. 
Viðmiðin eru mishá eftir tengslum aðila og viðburði (t.d. hærri vegna brúðkaups en afmælis) en samt hvergi fast negld niður.
Þessu er samt frekar fylgt eftir vegna peningagjafa en hluta (aðallega af því hlutirnir sjást ekki á bankareikningum)

bogi | 27. mar. '15, kl: 09:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá hljóta ansi margir að vera að svíkja undan skatti -

Hugfangin | 27. mar. '15, kl: 09:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já :-)
Það telst ALLT vera tekjur sem ekki er sérstaklega undanþegið
En þessu er auðvitað mis vel fylgt eftir.
Persónulega finnst mér t.d. erfðafjárskattur vera fáránlegur, verið að skattleggja það sem búið er að borga af skatt áður... En reglurnar eru samt sem áður svona. 

bogi | 27. mar. '15, kl: 09:48:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er líka alltaf þannig að reglur eru eitt og svo er það hvort þær séu í raun og veru í gildi. Td. má ekki keyra hraðar en á 90 km/klst, en lögreglan getur ekki mælt með slíkri nákvæmni. Lengi vel var því í raun og veru 95 km/klst sem var viðmiðið.

Eins - það er enginn að fylgja því eftir að ef amma gefur barnabarni fjölskylduerfðagrip sem er mikils virði að þá eigi barnabarnið að borga skatt. Þess vegna er í raun ekki verið að svíkja undan skatti, þú ættir örugglega erfitt með að fá að borga skattinn af þessu.

Hugfangin | 27. mar. '15, kl: 09:54:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er mjög erfitt að framfylgja þessu með hluti, sérstaklega ef þeir hafa ekki skráð verðgildi og verðmætið er mun meira fyrir fjölskyldumeðlim en ótengdan aðila.
En segjum t.d. að barnabarnið fengi 3 Kjarvalsmálverk, með verðmæti ca 9 milljónir. Lágmarks verð þeirra verka er þekkt. Það yrði viðmiðun við skattmatið hvort sem yrði gefið með fyrirfram greiddum arfi eða sem gjöf (10% eða 37% skattur). Ef hin barnabörnin gera ekki athugasemd er mjög líklegt að viðkomandi kæmist upp með að borga ekki skatt af þessu.
Ef hins vegar væri verið að skipta búi með 3 Kjarvalsverkum í eftir andlát, þá bæri að telja verðmæti verkanna inn í andvirði innbúsins. Hvort slíkt er gert fer eftir heiðarleika fólks, því sjaldnast er verið að véfengja svona

Grjona | 28. mar. '15, kl: 15:39:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er endalaust verið að skattleggja hluti sem skattur hefur verið greiddur af áður. Út um allt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Yxna belja | 28. mar. '15, kl: 15:08:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ójá og algjörlega án nokkurrar sektakenndar. Fólk hikar ekki við að gefa gjafir sem kostar fleiri hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir og skatturinn "fattar" ekkert. En svo um leið og gjöfin er peningur í banka fer skattmann á stjá.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Hugfangin | 26. mar. '15, kl: 16:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það teljast vera skattsvik :-)

megagella | 26. mar. '15, kl: 16:03:59 | Svara | Er.is | 0

Foreldrar mínir hafa nokkrum sinnum greitt okkur systkinunum út fyrirfram greiddan arf.
Þau hafa alltaf haft þetta í beinhörðum peningum, nokkur hundruð þúsund í senn einmitt til að við þurfum ekki að greiða af þessu skatt.
Ég hef svo lagt þetta inn á bankareikning.
Þetta eru nokkrar milljónir í dag.
Það hefur aldrei komið til tals að borga neitt af þessu og skatturinn er ekkert að fetta fingur út í sparnað sem er nokkur hundruð þúsund á ári.

Megagella

isbjarnamamma | 26. mar. '15, kl: 16:16:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bankarnir eru með eftirlitsskyldu og gera athugasemdir við allar grunsamlegar peningafærslur,maður þarf að sanna hvernig peningarnir eru til komnir

megagella | 26. mar. '15, kl: 16:20:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara ekki gerð athugasemd við svona, þetta getur alveg eins verið sparnaður hjá okkur. Upphæðin er ekki hærri en svo að við gætum alveg verið að leggja þetta fyrir af laununum okkar.

Megagella

isbjarnamamma | 26. mar. '15, kl: 16:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil þig

ingbó | 26. mar. '15, kl: 18:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er skattskylt engu að síður - en það er rétt margir sem hafa efni á því gera þetta og það er auðvitað mjög erfitt að ákvarða hvað sé eðlileg gjöf - eða óeðlilega verðmæt gjöf, slíkt hlýtur alltaf að fara eftir þeim sem gefur.

eradleita | 26. mar. '15, kl: 16:18:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er skattskylt sama hvað þið kjósið að kalla það.  Gjafir sem eru umfram það sem venjulegt getur talist eru skattskyldar.  Þó að fjölmargir geri þetta svona er þetta jafn ólöglegt og áður.

______________________________________________________________________________________________

megagella | 26. mar. '15, kl: 16:20:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eg veit en við höfum kosið að gefa þetta ekki upp til skatts, þess vegna höfum við þetta svona.

Megagella

eradleita | 26. mar. '15, kl: 16:24:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og finnst fólki almennt bara allt í lagi að svíkjast undan skatti bara ef það kemst upp með það?  

______________________________________________________________________________________________

Hugfangin | 26. mar. '15, kl: 16:28:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sumsé kjósið að svíkja undan skatti.

Hula | 26. mar. '15, kl: 16:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Réttara sagt foreldrar þínir hafa gefið ykkur systkinunum veglegar peningagjafir á hverju ári og þið hafið ekki talið það fram til skatts.

Fyrirframgreiddur arfur er ekki til nema gerð sé erfðafjárskýrsla og greiddur erfðafjárskattur.

megagella | 26. mar. '15, kl: 19:16:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það má segja það.

Megagella

Grjona | 28. mar. '15, kl: 15:40:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Smart.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bogi | 27. mar. '15, kl: 09:16:31 | Svara | Er.is | 0

Sumir skrá svona sem lán og afskrifa svo á hverju ári :P Sé ekki afhverju almenningur má ekki stunda svoleiðis eins og þeir sem mest eiga.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Síða 1 af 47415 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Guddie