Fyrrverandi kærasta og tengdamóðir

Powerball | 21. okt. '07, kl: 23:14:11 | 3568 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hér í sömu sporum og ég að fyrrverandi kærasta eiginmannsins míns er vinkona tengdamömmu minnar ennþá. Heimsækir hana og þær gefa hvorannarri jólagjafir og slíkt. Nú á maðurinn minn barn með fyrrv. en líka með mér og vikð erum gift. Við´höfum staðið í ýmsu með barnið og tengdamamma tekur alltaf upp hanskann fyrir hana og er með hana í Guðatölu....er ég skrítin að finnast þetta ekki við hæfi? Tek það fram að þau skildu fyrir 7 árum.

 

Anteros | 21. okt. '07, kl: 23:15:42 | Svara | Er.is | 2

æsí átti hún að skilja við vinkonu sína um leið og sonur hennar skildi við kærustuna?

Kalkúnn | 21. okt. '07, kl: 23:15:53 | Svara | Er.is | 0

nei ef ég og tengdó mundum hætta saman yrðum við ennþá vinkonur á eftir

Kalkúnn | 21. okt. '07, kl: 23:16:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég meina ég og kærastinn

Anteros | 21. okt. '07, kl: 23:16:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Huh

Kalkúnn | 21. okt. '07, kl: 23:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

meina að ef að ég og minn kall mundum hætta saman og við eigum barn.. mundu ég og tengdó vera ennþá vinkonur án gríns

Anteros | 21. okt. '07, kl: 23:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok þetta skil ég betur, ég var að spá í hvaða perrasamband væri í gangi.

Kalkúnn | 21. okt. '07, kl: 23:21:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er alveg eftir mig eftir þetta lím ennþá svo þegar ég var að skirfa útskýringuna neðar skirfaði ég aftur "...mundu ég og tengdó ennþá vera saman..."

Anteros | 21. okt. '07, kl: 23:22:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*fliss*

Kalkúnn | 21. okt. '07, kl: 23:25:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er bara lol hjá mér í hvöld við öllu kærastinn (EKKI tengdó) að verða soldið þreyttur

Sikana | 21. okt. '07, kl: 23:16:36 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst bara frábært að konan sé í góðu sambandi við ömmu barnsins síns. Hún skildi við manninn þinn en ekki alla fjölskylduna. Þetta er bara það sem blandaðar fjölskyldur þurfa að takast á við.

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

berglm77 | 22. okt. '07, kl: 18:32:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

bíddu...var hún í sambandi við ALLA fjölsk.

amk fyrir mína parta er allt í lagi að hafa gott samband svo lengi sem það er í hófi...finnst það svolítið sik að þær séu BESTU vinkonur.... en hún er samt auðvita amma barnsins hennar...en ekki tengdó hennar lengur...sumt fólk kann ekki að draga mörk...

Bergmann74 | 21. okt. '07, kl: 23:17:36 | Svara | Er.is | 0

Svolítið einkennileg staða en hvort það sé ekki við hæfi eða ekki veit ég ekki, ég meina tengdamamma þín má auðvitað eiga hana sem vin áfram enda hún móðir barnabarnsins hennar.
Ég er ágæt vinkona fyrrverandi tengdamóður minnar og fæ oft jólakort og fer í heimsókn ekki oft en það gerist.
Eins er með fyrrverandi hann er barnsfaðir minn og kíkir á foreldra mína og svona en það eru auðvitað svolítið öðruvísi aðstæður, að vísu tekur tengdó mig ekki í neina guðatölu hehe en mamma gerði það á tímabili við barnsfaðir minn og ég varð rosalega þreytt á því en hún hætti þvi á endanum.

Ídaló | 21. okt. '07, kl: 23:17:46 | Svara | Er.is | 0

finnst ekkert að því að þær séu vinkonur... svo er tengdó amma barnsins hennar...

en myndi ekki fíla guðatölu dæmið

mýflugan | 21. okt. '07, kl: 23:19:24 | Svara | Er.is | 0

Held að þetta sýni að tengdamamma þín er góð manneskja. Mér þætti undarlegt ef tengdafjölskylda mín henti mér útá guð og gaddinn ef ég skildi við manninn minn. Mágkona mín er mjög góð vinkona mín og ég myndi sakna hennar sárlega og þykja ansi mikill óréttur ef áframhaldandi vinátta okkar væri eitthvað sem væri óviðeigandi sem ég sé reyndar ekki hvernig gæti orðið.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Lili Marlene
mýflugan
Powerball | 21. okt. '07, kl: 23:27:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú alhæfing hjá þér...ég hef ekki verið í þessari aðstöðu áður og fólk i kringum mig hefur mismunandi skoðanir á þessu...ég vildi bara vita hvort einhver væri í sömu sporum og ég og ef svo er, hvernig viðkomandi liði með það. Málið er náttúrulega svolítið flókið því það hefur margt gengið á og barn mannsins míns og hennar býr hjá okkur því móðirin hefur ekki tíma fyrir barnið. Þetta er nefninlega ekki manneskja sem er að halda samb. við ömmu barnsins síns því hún er ekki að sinna sínu barni sjálf. Æ mér er svo sem nokk sama um þetta en stundum finnst mér þetta vera einum of miðað við samskipti mannsins míns og fyrrverandi.

mýflugan | 21. okt. '07, kl: 23:31:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú virðist bara vera afbrýðisöm og það er allt í lagi og ósköp eðlilegt ef þú horfist í augu við það. Það er ekkert flókið við það að einhver taki pláss sem manni finnst að maður eigi sjálfur að fylla en það er pínulítið flóknara að upplifa sjálfan sig sem þann sem maður er. Það ert þú sem ert í þessu sambandi, þú sem elur upp þessi börn, þú sem ert í fjölskyldusambandi og eina sem þú þarft er að sjá sjálfa þig sem markverða einingu.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Powerball | 21. okt. '07, kl: 23:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst þetta góð ráðlegging hjá þér, ég hef verið í sambandi áður og á barn úr annarri sambúð og þessu hef ég ekki vanist ég þarf líklegast að taka þessu með opnum huga:)

mýflugan | 21. okt. '07, kl: 23:43:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft fyrst og fremst að taka sjálfri þér fyrir það sem þú ert og hætta að bera þig saman við einhverja konu sem heyrir sögunni til. Hún er ekki að lifa lífi þínu eða ykkar. Það er fátt sem eyðileggur eins mikið og afbrýðisemi eins mannleg og hún er og ekkert eitrar líf fólks meir. Prófaðu bara án þess að blanda öðrum í málið að setja saman plúsana þína og plúsana hennar og þá sérðu hvað þú átt og hvers virði þú ert.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Powerball | 21. okt. '07, kl: 23:47:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já takk fyrir þetta:)

Radioactive | 22. okt. '07, kl: 08:23:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég og maðurinn minn eru buin að vera saman í 14 ár og fyrrverandi hans er ennþá góð vinkónur með mömmu hans. Hún hörfa á henni sem auka dóttir og mer finnst það bara æði. Hlutir hefur ekki alltaf verið góð á milli ég og fyrrverandi en þetta samband á milli þær kemur mér ekkert við.

kv. Radioactive

Ronja R | 21. okt. '07, kl: 23:23:53 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst það bara frábært að mamma barnsins sé í góðu sambandi við ömmuna þó hún sé skilin við faðirinn. Svo finnst mér það líka bara mjög eðlilegt því þó maðurinn hafi skilið við hana eða hún við hann þarf það ekki að þýða að hún skilji við aðra ættingja barnsins síns sem hún hefur kannski verið búin að mynda góð tengsl við :) Reyndu bara að leiða þetta hjá þér og vera ekki svona abbó ;)

KitchenAid | 21. okt. '07, kl: 23:26:24 | Svara | Er.is | 0

ég sé ekki ástæðu til að þær eigi ekki að tala saman.

frændi minn átti barn með einni konu og þau hættu saman þegar hann var aðeins 1 árs og það eru 10 ár síðan en hún kom á jólunum og afmæli í rúmlega 8 ár eftir það og hún bauð okkur (nánustu ættinni) í afmæli sonarsins þótt það væri á hennar vegum.

ég myndi ekki hætta að tala við fjölskyldu manns míns ef að við myndum skilja.. kannski aðeins minna.

Elizabeth | 21. okt. '07, kl: 23:40:35 | Svara | Er.is | 0

Ég var í heimsókn hjá fyrrverandi tengdó í dag =) Gerði mér ferð útá land til að hitta hana.
Hún er æðisleg, og ég veit að ég má alltaf hringja í hana og tala ef ég þarf eyra.

---
Se continua così, va a finir che piove merda

bridezilla | 21. okt. '07, kl: 23:41:45 | Svara | Er.is | 0

ég fæ ennþá (og sendi sjálf líka) ennþá jólakort frá fyrrv. tengdamóður minni. Ég og sonur hennar hættum saman fyrir 6-7 árum síðan, sambandið var ömurlegt og stóð í nokkur ár og við höfum ekki talast við síðan. Eigum bæði aðra maka núna en ég og mamma hans höldum alltaf sambandi. Það samband er vináttu og væntumþykjusamband okkar á milli sem er löngu hætt að tengjast syni hennar í rauninni.

mýflugan | 21. okt. '07, kl: 23:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert líka mamma barnabarns hennar og það er ekki lítið. Snýst aldrei um að hún geti ekki elskað aðra tengdadóttur.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

LitlaSkvís | 21. okt. '07, kl: 23:49:16 | Svara | Er.is | 1

Ég er svona óþolandi fyrrverandi því að ég og fyrrverandi tengdó erum perluvinkonur og gefum hvor annari jóla- og afmælisgjafir. Ég er með lykil hjá henni og hún hjá mér. Ég passa íbúðina hennar þegar hún er erlendis og vökva fyrir hana blómin og svona :)

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

mýflugan | 22. okt. '07, kl: 00:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannske átt þú svona erfitt með að skilja við hana en trúlega tekur hún minna pláss í lífinu hjá þér þegar þú hefur eignast aðra tengdamóður eða hvað?

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

LitlaSkvís | 22. okt. '07, kl: 00:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stórefa það. Ég vil amk ekki að hún taki minna pláss í lífi mínu.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

snsl | 22. okt. '07, kl: 00:17:28 | Svara | Er.is | 0

Mamma mín er dugleg við að senda föðurafa mínum jólakort, afmæliskveðjur og annað. Einnig fer systir mömmu minnar, sem býr erlendis, alltaf í heimsókn til hans þegar hún kemur hingað.
Mútta hefur verið gift í nærri 10 ár og gamla settið skildi fyrir svona 18 árum eða eitthvað.

Skrufuhamar | 22. okt. '07, kl: 01:24:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst allt í lagi að þær yrðu ágætisvinkonur áfram en mér finnst frekar hallærislegt að þær séu svona svakalegar nánar vinkonur. Finnst það alls ekki við hæfi þar sem hann er kominn með aðra konu og er giftur henni.

Queen of England | 22. okt. '07, kl: 01:27:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hallærislegt? Er eitthvað hallærislegra en ættingjar sem hætta að tala við fyrrverandi maka eftir skilnað? Ef það hefur verið góður vinskapur, af hverju ætti það að hætta þótt fólk skilji og finni sér nýja maka?

__________________________________________
Ein af snyrtiskyttunum þremur..

LitlaSkvís | 22. okt. '07, kl: 09:15:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega! Maður skilur við manninn, það að skilja við fjölskylduna líka er algjör óþarfi.

Ég kalla mína a.m.k. ennþá tengdó og hún kynnir mig oft ennþá sem tengdadóttur sína. Mér finnst það bara sætt :)

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

RakelÞA | 22. okt. '07, kl: 11:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe ég kynnti mig um daginn sem mákonu xxxx og var svo fljót að leiðrétta mig og hlægja, þar sem ég var að tala við núverandi mákonu hennar. ;D

Ég á líka fyrrverandi mákonu sem ég kynntist þegar ég var 5 ára eða yngri, ég kalla hana alltaf **** mákonu og stundum finnst fólki það skrítið, en það breytir ekki mínum tilfinningum gagnvart henni.

mýflugan | 22. okt. '07, kl: 03:28:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væntumþykja snýst ekki um reglur.
Það fyrir utan vitum við sem eigum börn hvernig hún virkar. Hjartað á manni stækkar við hvert barn sem maður eignast og hvern vin sem bætist í hópinn. Það er aldrei þannig að maður hætti að elska einhvern afþví maður hefur eignast fleir börn eða fleiri vini.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

mýflugan | 22. okt. '07, kl: 03:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það fallegt. Ef maður tengist einhverjum fjölskylduböndum þá er það eitthvað sem varir - eiginlega eins og fósturbarn. Eða gæti maður sagt við það, þú mátt ekki búa hjá mér lengur og þess vegna get ég ekki elskað þig meir.

*****************************************************************
Það ómögulega tekur aðeins lengri tíma.

Ídaló | 22. okt. '07, kl: 19:38:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mamma sendir föðurömmu minni og afa alltaf jólakort og þannig síðan talar hún oft við systur pabba bara eðlilegt

órækjan | 22. okt. '07, kl: 07:52:16 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta bara ofur eðlilegt og hefur ekkert með þig að gera. Henni getur þótt alveg jafn vænt um þig fyrir það.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
ertu humar? eða ertu rækja?

Draumar! | 22. okt. '07, kl: 08:19:35 | Svara | Er.is | 0

Nei sem betur fer er tengdamamma búin að sjá hverskonar manneskja barnsmóðir mannsins míns er. Sú reyndi eins og hún gat að vera "vinkona" tengdamömmu, en stakk okkur öll í bakið þess á milli, og tengdó er sem betur fer búin að sjá í gegnum hana og er vægast sagt ekki vinkona hennar í dag.

Hann á reyndar aðra barnsmóðir og þær eru ágætis vinkonur held ég, truflar mig ekkert þar sem samskipti allra þar á milli eru fín.

Virkar | 22. okt. '07, kl: 08:22:35 | Svara | Er.is | 0

Ég er í þessum sporum ss. fyrrverandi tengdamamma mín er vinkona mín og kemur reglulega í heimsókn þó ég tali ekki við son hennar eða hans konu og fjölsk. margt gengið á og svona.
Þetta er bara pjúra afbrýðsemi í þér powerball..það er liðinn svo langur tími að þú ættir ekki að vera að spá í þetta, leiðinlegt að eyða tíma í svona pælingar.

Best fyrir barnið að vita að allir geti verið vinir bara.

..............................................................................

Maritza | 22. okt. '07, kl: 08:43:45 | Svara | Er.is | 0

Ég er góð vinkona fyrrverandi tengdamóður minnar, og það eru næstum 10 ár síðan ég og barnsfaðir minn skildu. Hún kom einmitt til mín í gær, var að færa mér afmælisgjöf.

sumarferðir | 22. okt. '07, kl: 09:59:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha, sama hér, nema 7 ár eftir skilnaði :)
eins gott að núverandi míns fyrrverandi gerir ekkert mál út úr þessu, enda frábært kona á ferð :)

***
lokaður aðgangur

NalaMax | 22. okt. '07, kl: 09:50:12 | Svara | Er.is | 0

Ég og maðurinn minn erum bæði í sambandi við fyrrverandi tengdó mjög mikið. Ég á barn með fyrrverandi og 2 með núverandi og fyrrverandi tengdó(semsagt amma elsta) er alveg frábær við mín yngri og prjónar á þau og gefur þeim afmælis og jólagjafir.

NalaMax | 22. okt. '07, kl: 09:52:01 | Svara | Er.is | 0

Tek það fram að núverandi þekkti fyrrverandi tengdó mína ekki neitt áður en við byrjuðum saman.

Diddís | 22. okt. '07, kl: 09:53:02 | Svara | Er.is | 0

Finnst ekkert eðlilegra en að tengdó haldi vinskap við konuna en mér finnst voðalega margar konur haldnar einhverju óöryggi gagnvart fyrrverandi konum maka sinna.

sögustelpa | 22. okt. '07, kl: 10:06:06 | Svara | Er.is | 0

Veistu, mér finnst þú bara heppin. Mín tengdamamma talar ekki vel um fyrrverandi mannsins míns og mér finnst það hrikalegt.
Hvað ef við skiljum (eigum barn saman), hvernig talar hún þá um mig?? Hún er ekkert að fela þetta álit sitt og ræðir þetta gjarnan við mig..
við hættum saman á tímabili (meðan ég var ólétt) og hann var með annarri og auðvitað hugsa ég núna hvort hún hafi talað svona um mig þá.
Mér finnst að við eigum að bera virðingu fyrir þeim sem hafa verið hluti af okkar lífi og ef okkur mislíkaði eitthvað í þeirra fari, þá eigum við að halda því fyrir okkur.
Svo mín niðurstaða, vertu ánægð að eiga svona góða tengdamömmu og reyndu að njóta þess sem þú hefur :)

fawkes | 22. okt. '07, kl: 10:08:28 | Svara | Er.is | 0

Mamma mín og pabbi skildu fyrir 22 árum og mamma heldur ennþá sambandi við föðurömmu mína. Amma var alltaf að prjóna lopasokka á litlu bræður mína (syni mömmu) og hringir reglulega í mömmu bara til að spjalla. Mér finnst þetta ekkert óeðlilegt.

En ég skil samt hvernig þér líður... eða ég held það allavega. Snýst þetta ekki meira um að vera borin saman við fyrrverandi, sem tengdó heldur svona mikið uppá, að finnast kannski eins og tengdó finnist þú ekki vera nógu góð, snýst örugglega ekki beint um afbrýðisemi heldur meira kannski um óöryggi.

AnnaLóa | 22. okt. '07, kl: 10:13:52 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst frábært að það sé gott samband á milli móður og ömmu barns þíns fyrverandi.
Ég skildi við manninn minn fyrir bráðum 8 árum en mamma hans verður alltaf tengdamamma, jafnvel þó ég eigi aðra í dag og hún er alltaf titluð amma Hxxx hjá litla barninu mínu sem ég á úr seinna sambandi. Góð vináttubönd ná út yfir skilnað.

^__^
(oo)______
(__) )\/\
||----w |
|| ||

Sunbeam | 22. okt. '07, kl: 10:23:56 | Svara | Er.is | 0

Sko mér finnst þetta svonait depends...

Mér finnst ef það eru börn í spilinu ekkert sjálfsagðara að halda sambandi við tengdafjölskylduna og öfugt. En ef það eru engin börn þá finnst mér það ekki við hæfi, mér finnst þetta bara vera kafli í lífinu sem er búinn og spurning um að halda áfram á nýrri braut.

Fyrrv tengdamóðir mín er yndisleg kona, við náðum mjög vel saman og ég fór oft til hennar í mat og kaffi og þess háttar. En fyrrv kærasti minn kunni ekki við okkar samskipti og af tillitsemi við hann hætti ég að tala við hana.

Mér finnst það skipta mjög miklu máli að allir séu sáttir fyrrv tengdó, fyrrv lover og núverandi líf - þetta verður allt að fitta saman

Dularfull | 22. okt. '07, kl: 10:46:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mamma mín og pabbi skildu fyrir 20 árum síðan og þau eru bæði í smbúð í dag en mamma og mamma pabba hafa alltaf verið í mjög góðu sambandi og við vorum oft saman á jólunum og svo fer hún í kaffi mjög oft þangað og mér finnst ekkert að þessu. ég meina kærasti mömmu kemur meira að segja með í svona matarboð og allt og mamma og stjúpa hafa alltaf haft gott samnabd á milli sín.
En þetta var ekkert gert sérstaklega fyrir börnin þær eru bara svo góðar vinkonur líka.

Sunbeam | 22. okt. '07, kl: 10:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef allir eru sáttir þá finnst mér það í góðu lagi, bara frábært þannig.

Queen of England | 22. okt. '07, kl: 15:05:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér fannst sem sagt allt í lagi að vera í sambandi við hana þar til nýji kærastinn lýsti yfir óánægju sinni með það. Eftir það finnst þér þetta ekki viðeigandi. En spes.

__________________________________________
Ein af snyrtiskyttunum þremur..

Sunbeam | 22. okt. '07, kl: 18:24:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ekki hvað þú ert að meina. Sonur hennar var ekki sáttur við okkar samskipti og þess vegna ákváðum við að slíta samskiptum okkur.

Queen of England | 22. okt. '07, kl: 18:53:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry, ég misskildi þig. En súrt að hann skyldi hafa verið á móti þessu.

__________________________________________
Ein af snyrtiskyttunum þremur..

Sunbeam | 22. okt. '07, kl: 19:30:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftir á að hyggja þá held ég að það hafi bara verið að það besta. Okkar samband var mjög slæmt og það hjálpaði ekki til við að hefja nýtt líf að vera í samskiptum við fyrrv tengdafjölskyldu. En að sjálfsögðu þá spjallar maður við fólkið þegar maður hittir það og þess háttar.

Ef ég segi fyrir sjálfa mig þá fyndist mér ekki þægilegt að vita af fyrrv kærustu hjá núverandi tengdafjölskyldunni minni...

RakelÞA | 22. okt. '07, kl: 10:57:07 | Svara | Er.is | 0

Mamma er alveg í sambandi við sýnar fyrrverandi tengdadætur, hún er samt ekki að bjóða þeim í heimsókn þegar von er á núverandi tengdadætrum.
Fyrrverandi konan hans pabba var í sambandi við ömmu og ég sé ekkert að því, það gekk samt of langt á tímabili, þegar amma var með sér erfidrykkju þegar pabbi dó, fyrir fólk sem var ekki í erfidrykkjunni heima hjá okkur, þar á meðal fyrir hans fyrrverandi eiginkonu, en málið var að amma stjórnaði hverjum var boðið að koma í erfidrykkjuna sem var heima hjá okkur og það var mest af fólki sem við þekktum ekkert, sem sagt krakkarnir.

Annars finnst mér bara rétt að fólk velji sér þá sem það vil vera í samskiptum við.

LadyMacbeth | 22. okt. '07, kl: 11:13:45 | Svara | Er.is | 0

Þegar að móðir min skildi við pabba minn, þá skildi hún ekki við
fjölskylduna hans. Hún hafði alltaf samband við foreldra hans, bræður, svilkonur
og gerir enn í dag eftir 38 ár.

Lafði LadyMacbeth

....Í Félagi miðaldra með athyglibrest.....

Steina67 | 22. okt. '07, kl: 12:09:58 | Svara | Er.is | 0

Maðurinn minn er í sömu stöðu og þú. Minn fyrrverandi er mjög góður vinur foreldra minna enda búinn að koma sér vel fyrir og gera þau háð sér með eitt og annað. Hann bjó hjá þeim eftir að ég henti honum út og aftur eftir að ég fór frá honum en það var vegna þess að hann var að vinna fyrir þau og ég vildi ekki að þau þyrftu að fara að finna nýjann mann í verkið sem hann og vinur hans voru að vinna.

Nokkrum árum seinna flutti hann inn til þeirra og hann bjó þar í 2 ár. Það var hálf ömurlegur tími, ég gat ekki einu sinni farið til mömmu í heimsókn og grenjað í henni ef ég þurfti útaf einhverju því hann var alltaf þar.

Það endaði nú á því að pabbi bað hann að fara, maðurinn minn sagði stopp, hingað og ekki lengra. En þau eru í góðu sambandi í dag. Ég sé ekkert að því að þau séu vinir, hann hjálpar þeim með hestana og ýmislegt sem þau geta ekki gert.

Mín fyrrverandi tengdamóðir var nú aldrei neitt góð vinkona mín en hún er sátt við mig í dag, gefur mér alltaf jólagjafir og líka börnunum mínum sem ég á með öðrum manni, hún gefur þeim alltaf smá pakka svo allir fái.

Svo er ég og barnsmóðir mannsins míns ágætis vinkonur, hann er ekkert alveg sáttu við það en við erum nú ekkert að skreppa til hvor annarar í kaffi, þau eiga nú barn saman og einhver þarf að geta rætt hans mál og því tók ég þann pólinn í hæðina að við gætum alveg eins verið ágætis vinkonur.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Charmed | 22. okt. '07, kl: 12:21:50 | Svara | Er.is | 0

Er ekki í þessum sporum en sé ekkert að því að þær séu enþá vinkonur.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

bite me | 22. okt. '07, kl: 12:42:07 | Svara | Er.is | 0

Æjijii.. jáá þetta er sossum alveg við hæfi.. bara ekki skemmtilegt fyrir þig..
ég vill samt stundum skilja við minn kall til að losna við tengdó.. gvöð hvað hún er leiðinleg..

~~

BarnagælanGóða | 22. okt. '07, kl: 12:53:52 | Svara | Er.is | 0

Bara gott mál fyrir þær báðar og barnið sem að tengir þær saman.

Móðir með margra ára reynslu af barnauppeldi og öllu því sem viðkemur tekur að sér að passa börn á þeirra eigin heimilum þegar pabbi og mamma vilja skjótast út.
Frábær lausn í staðinn fyrir að senda þau alltaf til ömmu og afa að gista.
Skjótist út! Ég kem mér sjálf til og frá og börnin eru í frábærum höndum!

til | 22. okt. '07, kl: 13:11:39 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta ekki við hæfi. Ef fólk átti börn saman er frábært ef hægt er að halda vinsamlegu sambandi en besta vinkona fyrrverandi tengdó blablabla og fyrrverandi eiginmaður kominn með nýja finnst mér ekkert nema tillitsleysi og eigingirni gagnvart fyrrverandi og hans nýju konu.

4rassálfar. | 22. okt. '07, kl: 15:03:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurning um að ég sé svo ofsalega tilitlaus við fólk í kringum mig. ég bjó með manni á með honum barn við tölumst ekki við en ég er í ágætis sambandi við fjölskylduna hans. Fer til þeirra í kaffi ef ég er á ferðinni. Þau eru alltaf velkomin heim til mín líka í afmæli og svoleiðis.
Svo var ég með strák í ca 18 mán á eftir honum,við eigum ekki nein börn við erum enn vinir í dag (hann er komin með konu á engin börn sjálfur)þau komu hér í kaffi um dagin þegar elsta stelpan mín átti afmæli og þau sendu yngstu stelpunni sængur gjöf að utan. Ég og mamma hans erum í mikum samskiptum hún kemur í öll fjölskylduboð heim til okkar.
Strákurinn kallar hana XXXXömmu. Hún hringir líka og biður um að fá börnin lánuð. Meira en ömmur þeirra.
Svo á ég tengda mömmu.
Fólki finnst þetta oft mjög sérstakt, en mér finnst þetta mjög eðlilegt. Og ég held að engum líður illa yfir þessu.


Við ráðum ekki hverir eru vinir fjölskyldu okkar

Fíbbla | 22. okt. '07, kl: 13:13:27 | Svara | Er.is | 0

Það er við hæfi að hún hafi sínar sjálfstæðu skoðanir og ekki við hæfi að tengdadóttirin (þú) ráðskist með skoðanir hennar. Einfalt.

8401 | 22. okt. '07, kl: 14:12:41 | Svara | Er.is | 0

Ég er í sömu sporum og þú sambandi við mína tengdamömmu.
Við kærastinn minn erum búin að vera saman í 4 ár.
Fyrrvernandi kærastan hans og hann vorum saman í 2 1/2 ár og hún átti 2 börn.
Tengdamamma og hún eru mjög góðar vinkonur og þær fara í heimsókn til hvorar annarar og KRÆST ég er ekki að fíla það.
Hann var með þessari fyrrvernadi sinni í þennan stutta tíma og þau áttu ekki barn saman samt er hún eins og Guð í augum hennar.
Hún er samt alls ekki leiðinleg við mig eða neitt og henni líkar mjög vel við mig sem tengdadóttur.
En mér finnst þetta bara ekki rétt að hún þurfi að hafa svona mikil samskipti við hana.
Núna eru þau hætt saman og ég komin í fjölskylduna þá finnst mér ekki rétt að það sé ekki samskipti á milli tengdamömmunn og fyrrverandi.

sone | 22. okt. '07, kl: 14:15:15 | Svara | Er.is | 0

finnst ekkert að þessu - sko að þær gefi hvor annari gjafir og séu vinkonur. finnst það bara fræbært og eðlilegt. æðislegt fyrir barnið.

en kannski stundum best að vera ekki að fara á milli ef það er eitthvað sem er í gangi á milli ykkar..

Pandóra | 22. okt. '07, kl: 14:20:41 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst út í hött að ætla að skipta sér af hvaða vini tengdamamma á. Í alvöru.
Þær eru vinkonur, og bara gott að það sé gott samband á milli mömmunnar og ömmunnar.

Ef ég væri tengdamamma get ég ekki ímyndað mér að ný tengdadóttir fengi marga plúsa í kladdann fyrir að fara í fýlu og ætla að frekjast í hvern ég tala við eða fæ í heimsókn.

Maðurinn átti konu áður, þau áttu saman barn og hún á í góðu sambandi við ömmu barnsins - hvað er vandamálið? Það er ekki eins og hún sé alltaf í kaffi hjá manninum?

Ég myndi frekar reyna að vinna aðeins í eigin sjálfstrausti og spá í hvað það væri sem ylli þessari afbrýðissemi og óöryggi gagnvart konunni.

Arriba | 22. okt. '07, kl: 14:56:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

-II-

Ég er tengdamóðir og áskil mér allan rétt til að velja mér vini ;)

Á líka tengdamóðir sem hefur haldið ágætu sambandi við fyrri konu mannsins míns og mér finnst það bara hið besta mál.

~~~~~~
Common sense is not so common

til | 22. okt. '07, kl: 18:48:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk kemur og fer í lífi manns. Þegar ég skildi þá dró ég mig til hlés gagnvart hans fjölskyldu. Þrátt fyrir að ég og mamma hans værum góðar vinkonur þá breytast hlutirnir við skilnað og mér fannst ekki viðeigandi að við værum í daglegu sambandi eða reglulegu sambandi, ég og fjölskylda hans eftir að við vorum skilin. Mér þykir vænt um fólkið hans og gaman að hitta það á förnum vegi en þau einfaldlega tilheyra fortíðinni einhverju sem er liðið. Mér þætti það sjálfri ekki þægilegt ef báðir mínir fyrrverandi væru bestu vinir pabba míns og væru reglulega í kaffi eða á skytteríi saman. Finnst það voðalega hjólhýsalegt eitthvað.

cocobanana | 22. okt. '07, kl: 18:50:42 | Svara | Er.is | 0

vá ef við myndum skilja, þá yrði ég svo fegin að ég fengi nú loksins að heyra minna í tengdamömmu minni, vertu bara fegin að hún taki tengdamömmu þína frá þér.
En svona í alvöru... þetta er mamma barnabarns hennar, hvað á hún að gera?

til | 22. okt. '07, kl: 18:53:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maðurinn ætti að vera fullfær um að halda uppi samskiptum milli barnsins og ömmunnar. Þurfa ekkert að vera bestu vinkonur bara út af barninu.

DMD | 22. okt. '07, kl: 19:02:59 | Svara | Er.is | 0

öll samskipti tengd barninu eru í góðu lagi en vinskapur umfram það er bara mógðun á nýju tengdadóttirina.......

Noarusina | 22. okt. '07, kl: 20:00:02 | Svara | Er.is | 0

Fyrrverandi tengdamamma mín gjörsamlega dýrkar mig, og ég veit fyrir víst að hún er ekkert rosalega ánægð með núverandi tengdadóttur sína. Við áttum engin börn saman en hún hélt bara svona mikið upp á mig.

mér finnst það samt voða leiðinlegt fyrir hönd nýju kærustunnar, finndist mjög leiðinleg ef ég myndi lenda í sömu stöðu og hún.

marymichael
heikir123 | 14. okt. '18, kl: 18:45:20 | Svara | Er.is | 0

ervið staða það er klárt .. hefur þú rætt þetta við tengda móðir þína .. meina segja að þú skiljir ekki af hverju hún taki upp hanskan fyrir fyrverandi . og af hverju hún standi ekki með syni sínum og þér ... segja bara hreint út við hana að þú viljir ekki svona .. og ef hún fer að tuða setja henni bara afarkosti .. td að hún hafi ekki leyfi til að tala svona á þínu heimili og hún geti sleppt því að koma ef hún geti ekki verið sangjörn .

malata | 22. okt. '18, kl: 12:51:55 | Svara | Er.is | 0

Tengdómamma mín er í góðu sambandi við fyrrverandi mannsins míns. Þau eiga reyndar 2 börn saman. Mér finnst það bara í besta lagi, við höfum rædd þetta saman og ég sagði henni að þetta væri 100% eðlilegt og að ég átti ekkert að skipta mér af þessu, en á móti sagði ég lika að fyrrverandi var ekki vinkona mín og að ég vildi hafa hæfilegt fjarlægð. Það var ekkert mál og held ég að hún var bara glöð að við skulum vera heiðarlegar í þessu.
En tengdamamman hefur heldur ekki skipt sér af sambandið og mögulega vandamál á milli, ég mundi alls ekki þola það ef hún mundi taka áfstöðu (í hvaða átt sem er reyndar).

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
Síða 9 af 47553 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, paulobrien, Kristler, Guddie