Fyrsta viðtalið hjá Art Medica - hvað er gert?

Spóalöpp | 17. maí '15, kl: 17:14:55 | 204 | Svara | Þungun | 0

Hæ hæ

Ég og minn maður erum búin að vera að reyna markvisst í ár án árangurs. Fyrir hálfu ári síðan sendi kvensjúkdómalæknirinn minn mig í blóðprufur til að athuga hvort ég væri ekki örugglega með egglos og svoleiðis og á sama tíma fór maðurinn minn í sæðisrannsókn. Allt kom vel út úr því.

Nú er ég búin að panta tíma fyrir okkur hjá Art Medica svo hægt sé að komast að því hvort það þurfi að rannsaka okkur eitthvað betur eða hjálpa okkur með þetta.

Hvað er gert í þessum fyrsta tíma?
Einhver sagði mér að við þyrftum aftur að fara í skoðanir og sæðisrannsókn því Art vildi gera sínar eigin rannsóknir. Er það rétt?

 

Hedwig | 18. maí '15, kl: 07:53:52 | Svara | Þungun | 0

Hann fór aftur í sæðisrannsokn og ég í blóðprufu til að mæla hormón. Þurfti ekki að fara aftur í kviðarholsspeglun sem kom vel úr nokkrum árum áður.

nycfan | 18. maí '15, kl: 10:23:16 | Svara | Þungun | 0

Bæði í blóðprufur, sæðisrannsókn og smá skoðun. Eftir að allar prufur komu eðlilega út þá var ég send í röntgen á eggjaleiðurum.

Spóalöpp | 21. maí '15, kl: 01:09:20 | Svara | Þungun | 0

Ætli röntgenmyndataka eða kviðarholsspeglun sé einhverntímann gerð strax á staðnum? eða þarf maður alltaf að koma aftur í það? Mig langar svo að finna út úr þessu sem fyrst án þess að þurfa að fara margar ferðir til Reykjavíkur.

Hedwig | 21. maí '15, kl: 08:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Efast stórlega um það enda er maður t.d svæfður í kviðarholsspeglun og því undirbúningur fyrir svæfingu sem þarf en veit ekki með röntgenið en örugglega þannig að það sé alltaf einhver bið. Oft þarf líka að fara á ákveðnum tíma tiðahrings í þessar skoðanir.

Með sæðisrannsokn er það líka pantaður tími og kallinn þarf að fylgja leiðbeiningum sem eru gefnar, eins og það þarf að líða ákveðinn tími frá síðasta sáðláti og þessháttar.

Spóalöpp | 21. maí '15, kl: 17:58:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jamm ég skil. Það sem ég er aðallega að spá er hvort ég megi búast við að fá einhver ný svör í þessum fyrsta tíma eða hvort ég sé bara alveg á byrjunarreit þótt við séum nýlega búin að fara bæði í sæðisrannsókn og hormónablóðprufur. Er nefnilega að verða pínu despó og langar að vita sem fyrst hvort það er eitthvað að og helst án þess að þurfa að fara í rosalega margar ferðir til Reykjavíkur.

nycfan | 22. maí '15, kl: 10:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ef þið eruð send í blóðprufur þá tekur ca. 2 vikur venjulega að fá svör úr þeim og þá ferðu í tíma á Art og hittir lækninn og hann segir þér hvaða möguleika þið eigið. Ef hann sér ástæðu til þá sendir hann til í röntgen og það er gert á minnir mig ca 7 dth og það er gert uppá landspítala. EKkert af þessu er gert samdægurs, því miður þá tekur þetta allt soldinn tíma. En svo þegar þetta er búið og búið að finna hvað hægt er að gera fara hlutirnir að gerast aðeins hraðar.
En ef þú vilt ekki margar ferðir til Reykjavíkur(Kópavogs) þá er það soldið vesen því ef þú ferð í tækni eða glasa/smásjár þá þarftu að mæta oft í skoðun á örvunartímanum. Í minni fyrstu tækni þá þurfti ég að mæta annan hvern dag í skoðun, því þá vita þau ekki almennilega hvaða skammt af lyfjum maður þarf og vilja fylgjast vel með.
Núna í tækni nr 5 (nr 3 tókst en missti) þá er ég að fara í skoðun í byrjun blæðinga og svo á 7 degi því ég hef venjulega verið að taka egglossprautu á 8 - 10 dth

Spóalöpp | 23. maí '15, kl: 01:46:44 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir svarið.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4865 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie