Gætir þú hugsað þér að búa við hliðina á geðsjúklingi?

stjarnaogmani | 22. maí '16, kl: 13:54:42 | 942 | Svara | Er.is | 0
Gætir þú hugsað þér að búa við hliðina á geðsjúklingi?
Niðurstöður
 Nei takk, 21
 Já ekkert mál 108
 Þeir geta verið hættulegir 9
 Ég er hrædd/ur við þá 4
 annað 16
Samtals atkvæði 158
 

Dóttir mín fékk þessa spurningu í skólanum sínum. Þar sem kennarinn var að spyrja bekkinn til að sjá hvað margir væru á móti því að búa við hliðina á geðsjúkling

 

Toothwipes | 22. maí '16, kl: 13:56:41 | Svara | Er.is | 3

Var hún ekki bara að kanna fordóma gagnvart þessum hópi fólks? Ég hef búið við hliðina á geðsjúklingi, besti nágranni sem ég hef átt.

krola90 | 22. maí '16, kl: 13:59:39 | Svara | Er.is | 0

Hvað er hún gömul?

stjarnaogmani | 22. maí '16, kl: 14:01:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var fjórtán ára þegar þegar kennarinn spurði bekkinn og hún var sú eina sem rétti upp hendi af 30 krökkum

krola90 | 22. maí '16, kl: 14:02:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og var orðið geðsjúklingur notað í spurningunni?

stjarnaogmani | 22. maí '16, kl: 14:05:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eða "geðveikri manneskju"

krola90 | 22. maí '16, kl: 14:07:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ok, mér finnst þetta svolítið skrítin spurning að spyrja í skóla. krakkar fatta kannski ekkert alltaf að geðveik manneskja sé ekki alltaf eins og í bíómyndunum.

stjarnaogmani | 22. maí '16, kl: 14:08:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Enda svaraði stelpan mín þegar kennarinn spurði hana afhverju henni fyndist allt í lagi að búa við hliðina á þeim. "Geðveikt fólk er ekkert endilega brjálað"

krola90 | 22. maí '16, kl: 14:09:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Frábært svar, mátt vera stolt af henni :)

stjarnaogmani | 22. maí '16, kl: 14:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ég er það líka. Hún er mjög vel gefin

T.M.O | 22. maí '16, kl: 14:20:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

má ég spyrja hvað kom svo í framhaldinu á þessari spurningu? Hvernig var þetta rætt?

stjarnaogmani | 22. maí '16, kl: 14:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki hvernig þetta var rætt í framhaldinu. Hún sagði mér bara frá þessu.

T.M.O | 22. maí '16, kl: 14:26:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok

alboa | 22. maí '16, kl: 14:14:56 | Svara | Er.is | 0

Fer algjörlega eftir hvað felst í orðinu "geðsjúklingi".


kv. alboa

stjarnaogmani | 22. maí '16, kl: 14:18:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

T.d manic/depress eða geðhvörf. Geðklofi, þunglyndissjúklingur, persónuleikaröskun.

alboa | 22. maí '16, kl: 14:22:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Geðhvörf, þunglyndi og flest annað já. Geðklofi í flestum tilfellum já. En það er alveg fólk með geðsjúkdóma sem þarf mun meira eftirlit og aðhald en býðst í almennri búsetu sem ég vildi ekkert endilega hafa sem nágranna. Fyrir mér snýst þetta líka um að fólkið fái þá aðstoð sem það þarf og sé ekki sett í aðstæður sem það ráði ekki við. Það geta ekki allir búið sjálfstætt.


kv. alboa

stjarnaogmani | 22. maí '16, kl: 14:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já fólk er misjafnlega veikt hverju sinni. Mikið veikt fólk býr inná sambýli eða á kleppi. Það er náttúrulega til fólk sem fr ekki hjálp einsog þessi sem var í árbænum og gerði allt vitlaust en það er rosalega lítill hluti af geðsjúklingum

alboa | 22. maí '16, kl: 14:50:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já það er rosalega lítill huti. Miðað við tíðni margra geðsjúkdóma (btw þetta orð geðsjúklingar er virkilega ljótt og niðurlægjandi) þá á ég líklega nágranna með geðsjúkdóma fyrir utan mína eigin sögu. Það er bara þessi litli hluti sem ég myndi hafa áhyggjur af.


kv. alboa

musamamma | 22. maí '16, kl: 20:08:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki langt síðan samkynhneigð var álitin geðsýki. BDSM líka.


musamamma

Steina67 | 22. maí '16, kl: 14:16:54 | Svara | Er.is | 13

Ég bý með geðsjúklingi, sjálfri mér

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

T.M.O | 22. maí '16, kl: 14:27:40 | Svara | Er.is | 4

ég bý örugglega við hliðina á einhverjum með geðsjúkdóm, það hefur ekki káfað upp á mig neitt fyrir utan að ég bý með sjálfri mér.

Allegro | 22. maí '16, kl: 14:36:36 | Svara | Er.is | 3

Ég bý við hliðina á frábæru fólki og hef aldrei velt fyrir mér hvort þeir séu haldnir einhverjum geðsjúkdóm. Veit samt að einn er með slæma gigt.

Petrís | 22. maí '16, kl: 14:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er næsta spurning hjá kennaranum

Petrís | 22. maí '16, kl: 14:54:06 | Svara | Er.is | 2

Hvað í ósköpunum á kennarinn við með geðveiku fólki, er hún að meina þunglyndu, fólki með geðklofa, gehvarfasýki eða hvað? Furðulega illa að sér kennari

Toothwipes | 22. maí '16, kl: 14:58:01 | Svara | Er.is | 4

Svona þegar ég fór að hugsa þetta þá er mín reynsla sú að það er miklu verra að búa í nágrenni við alkóhólista en geðsjúkling. Ónæðið og lætin af alkóhólistanum margfalt meiri.

fálkaorðan | 22. maí '16, kl: 16:15:14 | Svara | Er.is | 1

Ég losna lítið undan því að búa með geðsjúklingi.


Spurning hvort ég ætti að spyrja nágarnana hvort þeir geti hugsað sér að búa hérna í húsinu með mig geðsjúklinginn í risinu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ÓRÍ73 | 22. maí '16, kl: 16:16:14 | Svara | Er.is | 0

já hann myndi fitta vel inn í umhverfið hér -) 

Chuahua | 22. maí '16, kl: 16:20:38 | Svara | Er.is | 2

maðurinn minn er með skitsofrenia og sjálf er ég þunglynd, ég hef ekki haft nágranna kvartandi yfir okkur, þvert á móti ;)

bogi | 22. maí '16, kl: 17:27:42 | Svara | Er.is | 1

Já - en ég þekki alveg þannig dæmi að ég væri ekkert sérstaklega spennt. Þá er ég að tala um einstaklinga sem voru mjög óstabílir og ógnandi við fólk í nær umhverfi sínu. Ekki mjög spennandi að vera td. með börn í slíkum aðstæðum.

Alfa78 | 22. maí '16, kl: 17:44:36 | Svara | Er.is | 1

Geðsjúklingur getur verið svo margt. 
Ertu þá að meina kvíðasjúkling, þunglyndis eða td bipolar?

Toothwipes | 22. maí '16, kl: 17:48:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skiptir það máli? Ef svo, að hvaða leyti?

rosamama | 22. maí '16, kl: 18:07:30 | Svara | Er.is | 2

Já, og bý líklega hliðina á geðsjúklingi, þetta er nú frekar algengt. Svo hef ég búið hliðina á geðsjúklingi sem tók ekki lyfin sem hann átti að taka og var að auki í bullandi neyslu. Mæli ekki með því.

musamamma | 22. maí '16, kl: 20:09:57 | Svara | Er.is | 0

Við hliðina á? Hvað með fyrir ofan eða neðan? Það búa ekki allir á jarðhæð.


musamamma

nefnilega | 22. maí '16, kl: 20:17:50 | Svara | Er.is | 0

Var þetta partur af einhverju námsefni? Hvers vegna setur kennari fram svona spurningu? 

chubbymango | 22. maí '16, kl: 21:01:18 | Svara | Er.is | 0

Furðuleg og asnaleg spurning

Sikana | 23. maí '16, kl: 00:25:06 | Svara | Er.is | 1

Þetta er ein spurning af spurningalista sem á að mæla viðhorf samfélags til geðsjúkdóma (sjá t.d. hér á bls 27 https://www.mind.org.uk/media/463374/118308-attitudes-to-mental-illness-2012-report-v6.docx). Á sama lista er spurt hvort fólk gæti hugsað sér að eiga vin með geðsjúkdóm, vinnufélaga eða sambýling, og ég hef séð lengri útgáfu þar sem er spurt hvort fólk gæti hugsað sér að ráða barnfóstru með geðsjúkdóm. 


Ég veit ekki hversu viðeigandi það er að spyrja svona í bekk þar sem er viðbúið að sumir krakkar hafi ekkert vit á geðsjúkdómum og aðrir eigi aðstandendur sem glíma við þá (nú eða glími við þá sjálfir), en kennarinn var amk ekki bara að skálda þessa spurningu upp úr engu. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Grjona | 23. maí '16, kl: 08:09:53 | Svara | Er.is | 0

Já en reyndar ekki hverjum sem er.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

passoa | 23. maí '16, kl: 12:11:34 | Svara | Er.is | 0

Er ekki talið að, hvað, einn af hverjum fjórum glími við einhverja geðsjúkdóma? Þannig að mjög líklega bý ég við hliðiná einhverjum sem þjáist af geðsjúkdómi (finnst geðsjúklingur ljótt orð!)

stjarnaogmani | 23. maí '16, kl: 16:42:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þér finnst það sennilega ljótt orð vegna þess að þú hefur heyrt það notað í niðurbrjótanlegum tilgangi

passoa | 23. maí '16, kl: 17:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eflaust

ert | 24. maí '16, kl: 13:54:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín reynsla er sú að innan heibrigðiskerfisins sé ekki talað um geðsjúklinga heldur fólk með geðrænan vanda. Ég heyri orðið geðsjúklingar sjaldnast í hlutlausri eða jákvæðri merking heldur er það núorðið oftast notað í niðrandi merkingu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 23. maí '16, kl: 18:09:16 | Svara | Er.is | 1

Ég átti nágranna sem var mjög veikur á geði og fór ýmist í maníu eða djúpa geðlægð. Í maníu hóf hann alls konar stórtækar framkvæmdir á húsi og lóð sem kláruðust aldrei heldur skildu allt eftir í belg og biðu.
Myndi aldrei vilja mann eins og hann aftur sem nágranna. Kallið það fordóma eða bara ekki.

En fólk með geðsjúkdóma er alls konar og flestir sjálfsagt ágætir að búa nálægt.

Nagorno | 23. maí '16, kl: 19:34:37 | Svara | Er.is | 3

Gæti illa hugsað mér að búa í nábýli við marga geðsjúklingana sem hér tjá sig reglulega og gangast við veikindum sínum. Nóg að skoða ummæli þerra hér og botnlausann viskubrunn þerra. Virðast margar hættulegt fólk.

Twitters | 23. maí '16, kl: 21:12:54 | Svara | Er.is | 1

ég er geðsjúklingur og mínir grannar hafa ekkert nema gott að segja um nábýlið við mig

Dalía 1979 | 24. maí '16, kl: 20:44:39 | Svara | Er.is | 0

Barnaleg spurning hjá kennaranum tar sem 3 hver íslendingur er med einhverskonar gedröskun og líkurnar ad barnid búi hlidin á. Einhverjum med gedsjukdóm eru mjög miklar var kennarinn kanski ad ala á fordómum gagnvart gedsjukum hef ekki heyrt þetta notad yfir fólk med gedræn vandamál fyrr

Arel | 25. maí '16, kl: 19:21:09 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég var unglingur bjó ég við hliðina á vinkonu minni sem átti mömmu sem var geðsjúklingur. Hún var algjört æði, átti svo mörg eftirminnileg samtöl við hana. Seinna eignaðist hún líka kærasta á Kleppi, sem kom stundum heim með henni. Hann var æði líka, fór með fullt af ljóðum fyrir hundinn minn :) Sumt fólk gerir lifið litríkara. En svo fylgdi líka oft svartari tímar, sem höðfu ekki áhrif á nábýlið, en mikil áhrif á vinkonu mína og hennar fjölskyldu. Eins og ein sagði, örugglega verra að búa við hlið drykkjumanns, eða fíkils. Eða bara klikkuðu kellingunni, sem ég þarf að búa við í blokkinni minni :( 

fortunecup | 25. maí '16, kl: 20:57:06 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst geðsjúklingur vera ljótt orð.  Var þetta virkilega orðað svona hjá kennaranum?

karamellusósa | 26. maí '16, kl: 23:40:52 | Svara | Er.is | 0

Snarbilaðan eða ofsafengin nágranna með ónæði, nei takk. Andlega veika manneskju sem angrar mig ekki eða ónáðar, mér gæti ekki verið meira sama. Sumir geta nu verið snælduklikkaðir og óþolandi þótt þeir séu ekkert veikir á geði.

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

burrarinn | 26. maí '16, kl: 23:41:25 | Svara | Er.is | 0

Gengur ekki nógu vel að búa með sjálfum mér.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 20.4.2024 | 07:56
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Síða 1 af 47673 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, paulobrien