Gallblöðrubólga - einkenni

skjáta | 22. júl. '14, kl: 23:01:30 | 239 | Svara | Er.is | 0

Sæl öll.


Hefur einhver hérna fegið gallblöðrubólgu?
Voru einkennin lengi að koma fram?


Ég er að fara til læknis í fyrramálið, og hef grun um að það sé eitthvað að mér tengt gallblöðrunni og var pæla hvernig þessi einkenni koma fram.

 

Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

Helgust | 22. júl. '14, kl: 23:26:44 | Svara | Er.is | 0

Verkur undir rifbeinum og neðarlega í baki öðru megin var byrjunin hjá mér.
Fékk reyndar gallblöðrubólgu líka en þegar ég fékk stór köst þá fór það ekkert á milli mála. Stingandi sársauki á milli rifbeinanna, ofarlega sem var eins og brunaverkur. Þessu fylgdi svitakóf, uppköst og ofl :/

Helgust | 22. júl. '14, kl: 23:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á skemmtilega sögu af stóru kasti sem ég fékk ( síðasta kastið áður en ég fór í aðgerð ) 


Við vorum með vinahjónum okkar í bústað í Skorradalnum þegar ég fæ kast við matarborðið. Fyrr um dagin hafði ég fengið glóðarauga í heita pottinum þegar sonur minn rak glas í augað á mér í einhverjum gösslagangi.


Allavega þá fæ ég kast, og ekkert smáræði. Þar sem ég var með gallblöðrubólgu var hringt upp í Borgarnes og þaðan fengum við samband við Sjúkrahúsið á Akranesi. Það var allt í vitleysu þarna, ég var nýkomin úr pottinum og fór því í fötin yfir sundbolinn og vinkona mín græjaði dóttur mína sem þá var 2 mánaða. Á leiðinni út í bíl æli ég örugglega hundrað sinnum og svo gátum við lagt af stað. Svona mæti ég á sjúkrahúsið á Akranesi með nýfætt barnið með mér. Ég er sprautuð niður með morfíni og það vill ekki betur til en þegar ég gat staðið í lappirnar aftur var ég það vönkuð að ég labbaði á hillu inni á klósetti á stofunni minni og fékk smá gat á ennið :) 


Ég hlæ mikið að þessu í dag :D

skjáta | 22. júl. '14, kl: 23:39:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einmitt búin að vera með verk undir rifbeinunum öðru megin og aftur í bak og hann hefur magnast undanfarna daga. Er svo flökurt inná milli og ég er að fá hita og svitaköst :(


Hahaha frekar krúttleg saga :) hefði eiginlega viljað vera fluga á vegg á sjúkrahúsinu til að sjá þig svona ;)


Ég er samt að vona að þetta sé eitthvað allt annað, en það er saga um gallblöðruvesen í fjölskyldunni þannig að það væri svosem alveg í takt við allt annað hjá mér að ég fengi líka svona kast.

Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

Helgust | 22. júl. '14, kl: 23:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oftast er blaðran bara tekin og málið dautt :) 
Ég fór í aðgerð og er búin að vera fín síðan.

skjáta | 22. júl. '14, kl: 23:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er ekki aðgerðin orðin mikið minni en hún var, veistu það?

Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

Helgust | 22. júl. '14, kl: 23:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er gert í gegnum 3 göt á maganum ef um "venjulega" aðgerð er að ræða. 
Ég jafnaði mig mjög fljótt.

Helgust | 22. júl. '14, kl: 23:47:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ vá hvað ég las vitlaust. 
Þú spurðir um gallblöðrubólgu, varstu ekki að meina gallsteina?
Gallblöðrubólga er annað og mun alvarlegra ástand.

skjáta | 22. júl. '14, kl: 23:50:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hélt reyndar að þetta væri voða svipað, ég sé hvað læknirinn segir í fyrramálið.
Ég er allavega ekki eins stressuð að fara til hans núna og þá er tilgangnum náð :)

Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

Helgust | 22. júl. '14, kl: 23:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er fín lesning og ein ljót mynd með.
Ég fékk bæði gallsteina og gallblöðrubólgu. Var öll orðin gul, bæði hvítan í augunum og húðliturinn, þvagið orðið brúnt og hægðirnar hvítar. Þetta var mjög skrítið en sjaldgæft sem betur fer.


Ég varð að bíða eftir aðgerð vegna sýkingarinnar en ég var í hættu á innvortis blæðingum ef þeir færu að taka blöðruna á meðan hún væri svona sýkt. Því þá verður hún "slímug" og límist við nærliggjandi líffæri. Þetta gerist allt á meðan ég er á sjúkrahúsi í Noregi. En eftir þetta ævintýri í Skorradalnum er ég sett í aðgerð og þá var blaðran bara sett í poka og dregin þannig út en ég var með sýklalyf í æð í sólarhing fyrir aðgerð.

Gallsteinar og gallblöðrubólga
 skjáta | 23. júl. '14, kl: 00:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta :) 


Ég er hræðilega lélegur gúgglari :/ 


Ég er frekar hörð viðkomu undir rifbeinum og ef ég ýti á staðinn þá er það hrikalega vont.
Ég á sembetur fer tvöfaldann tíma sem ég var búin að panta útaf öðru en ég verð að nota tímann í að láta tékka á þessum verk.

Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

Helgust | 23. júl. '14, kl: 00:02:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gangi þér vel :) 

skjáta | 23. júl. '14, kl: 00:03:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega :)

Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

onlyme | 14. mar. '18, kl: 00:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nokkrum áður síðar, en þurftir þú að vera lengi á spítala eftir?

Marsblom | 23. júl. '14, kl: 00:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fékk gallsteina og þetta hljómar líkt og það, gallsteinakast lýsir sér einmitt með miklum verk undir hægri rifbeinum og aftur í bak, getur orðið óglatt, kalt og þannig. Fékk nokkur köst á einni viku og svo stíflaðist steinn og þá fékk ég köst eftir allan mat (ekki bara feitan mat eins og mannir er sagt að forðast), það var búið að greina þetta með ómskoðun hjá mér áður en stíflan var, endaði svo á bráðamóttöku með stífluna og í aðgerð nokkrum dögum seinna. Þetta er lítil aðgerð í dag, fjögur göt gerð og maður komin heim samdægurs eða daginn eftir.

Gangi þér vel, læknirinn sendir þig örugglega í ómun.

skjáta | 23. júl. '14, kl: 00:58:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega :) 


Já ég vona að ég verði rannsökuð vel á morgun :)

Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

Nette | 23. júl. '14, kl: 00:00:00 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk gallblöðrubólgu og það fer ekkert á milli mála, ógeðslegir verkir hægra megin við rifbeinin, aftur í bak og þá meina ég stingandi sársauki, uppköst, svita og kuldaköst, niðurgangur...ég endaði á að fara með sjúkrabíl á spítala og beint í aðgerð daginn eftir....gæti trúað að þú sért frekar að tala um Gallsteina þar sem þau köst geta verið þolanleg sem þetta kast var ekki sem ég fékk :)

skjáta | 23. júl. '14, kl: 00:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, það er hræðilegt :(


Varstu þá allt í einu svona verkjuð eða ágerðist það á einhverjum tíma?

Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

Nette | 23. júl. '14, kl: 00:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta gerðist bara á einum degi...var upp í sumarbústað þegar mér byrjaði að líða almennt illa og svo eftir svona 2 tíma var ég bara orðin fárveik...og ég sver það ég var skríðandi á gólfinu og engdist um þegar þeir komu að ná í mig á sjúkrabílnum....hef oft upplifað kvalir en þetta er eitthvað sem ég óska ekki mínum versta óvin hehe...en maðurinn minn fékk gallsteina og það lýsti sér mjög svipað og hjá þér ....en hann þurfti að bíða smá stund eftir að gallblaðran var tekin ....ég finn ekki fyrir neinu eftir þetta og var ótrúlega fljót að jafna mig þegar hún var tekin :)

skjáta | 23. júl. '14, kl: 00:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok, það er rosalegt!


Ég er búin að vera versnandi í nokkra daga og ákvað bara að nota tímann sem ég var búin að panta til að láta tékka á þessu nema ég myndi snarversna, það er víst nóg álag á heibsugæslur og spítala fyrir. Ég er reyndar með furðulegt sársaukaskyn, fannst ekki mikið mál að vera með hríðir á meðan ég er að farast ef ég sting mig á títiprjón ;)


En ég hélt samt að þetta væri ekki svona algengt að fólk fengi gallsteina, finnst ég alltaf vera að heyra af fólki sem er búið að fá steina og hafa farið í aðgerð.Kv skjáta
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

onlyme | 14. mar. '18, kl: 00:35:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fékkstu að fara strax eftir aðgerðina?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Flugfreyju föt unadis99 21.9.2018 23.9.2018 | 12:00
Gisting í Stokkhólmi bessý 21.9.2018 23.9.2018 | 10:47
Sveppur í vegg gormur12 20.9.2018 23.9.2018 | 10:39
Dagvinna umfram vinnuskyldu Alexandar 22.9.2018 23.9.2018 | 09:14
Flutnigur til Spánar catsdogs 18.9.2018 23.9.2018 | 06:36
Líkamsrækt SamsungMamma 20.12.2017 23.9.2018 | 05:59
SamsungMamma 22.9.2018 23.9.2018 | 01:00
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 22.9.2018 | 19:20
Iceland air flugfreyjur dúbbí 21.9.2018 22.9.2018 | 19:08
Veit einhver um kósý náttúrulega laug eða pott SOS14 22.9.2018 22.9.2018 | 18:13
hver á Greiðslumiðlunar.(pei.is? KolbeinnUngi 21.9.2018 22.9.2018 | 16:45
Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa ESB og hvað getum við lært af því ? kaldbakur 19.9.2018 22.9.2018 | 16:23
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 22.9.2018 | 15:41
Ofbeldi, fíkniefnanotkun og umgengni barna? Jamaika 22.9.2018
Labrador Oskamamman 21.9.2018 22.9.2018 | 13:05
Þættir og bíómyndir Twitters 21.9.2018 22.9.2018 | 12:04
Tannlæknir á sanngjörnu verði Þórður2 22.9.2018
ER TIL MYND AF JESÚ ? Dehli 12.9.2018 22.9.2018 | 00:12
vantar fyndin texta í afmæliskort Latitude 1.4.2006 21.9.2018 | 19:17
Laun fyrir afgreiðslustörf- Hvað á ég að biðja um? nunan 17.9.2018 21.9.2018 | 17:45
Einhver ráð við útbrotum á höndum hjá 2ja ára? dreamspy 19.9.2018 21.9.2018 | 14:50
Heitur búðingur Nektarína 15.11.2016 21.9.2018 | 13:11
Heimilislausir fá ekki að vera á tjaldsvæðum Júlí 78 15.9.2018 21.9.2018 | 12:27
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018 21.9.2018 | 10:03
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018
Vogur sundaylover 19.9.2018 20.9.2018 | 21:16
Prjónað buff siggathora 20.9.2018
Upplýsingar um ferli skilnaðar hjá Sýslumanni Skilnadur18 20.9.2018 20.9.2018 | 16:17
Svamp í pullu frá Marokkó 060 17.9.2018 20.9.2018 | 10:23
Þetta fékk ég frá Tim Omega Mam40 19.9.2018 20.9.2018 | 06:30
Að losna við fylgju (draug) Skatla 18.9.2018 20.9.2018 | 00:27
Íslendingar í eigin landi Íslandi. kaldbakur 18.9.2018 19.9.2018 | 23:06
landsbanka 14 til 17 sept tlaicegutti 18.9.2018 19.9.2018 | 22:44
Gjafabréf í nudd og dekur Lepre 19.9.2018
Humarhalar 695-9475 danielhomie 19.9.2018 19.9.2018 | 17:55
Blóðleysi soldis77 19.9.2018
Kerrra fyrir 5 ára synn. 19.9.2018
Samband án kynlífs? espoir 16.9.2018 18.9.2018 | 20:22
Er vændi Dehli 15.9.2018 18.9.2018 | 18:37
Algeng byrjunarlaun kerfisstjóra mmcout 24.8.2018 18.9.2018 | 15:46
Tryggingar Buka 18.9.2018 18.9.2018 | 15:44
Skotvopnanámskeið mega83 18.9.2018
Skilnaður Katrín María 5.9.2018 18.9.2018 | 06:28
Niðursveifla í efnahagslífi og verkföll - Ferðamenn hverfa eins og síldin. kaldbakur 27.8.2018 17.9.2018 | 23:20
PayPal Auður 12345 16.9.2018 17.9.2018 | 23:14
verðskrá leigubíla höfuðborgarsvæði agga42 17.9.2018
Bandaríkin-hörmungar ? Dehli 22.8.2015 17.9.2018 | 19:30
Evrópa fyrir Evrópubúa? Hr85 13.9.2018 17.9.2018 | 19:25
Að leigja íbúð/hús á Torrevieja án milligöngu ferðaskrifstofu. Hvað ber að varast? Reynslusögur Gunna stöng 9.8.2018 17.9.2018 | 14:51
Bólur Katrín Hallgrímsdóttir 17.9.2018 17.9.2018 | 13:15
Síða 1 af 19669 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron