Gestir í eigin landi

LaRose | 27. maí '16, kl: 12:08:43 | 273 | Svara | Er.is | 2

http://kjarninn.is/skodun/2016-05-27-gestir-i-eigin-landi/

Ég var að lesa greinina hérna að ofan sem fjallar um hluti sem stundum fljúga um inni í mínu litla höfði í Kaupmannahöfn.

Í stuttu máli fjallar greinin um framtíð Íslands og ferðamannastrauminn. Hvernig ferðamennirnir dæla peningum í hagkerfið sem er gott en á sama tíma verði að stærstum hluta til láglaunastörf sem útlendingar vinna að stórum hluta. Á sama tíma fer sífellt stærri hluti húsnæðist í Airbnb og íbúðum fyrir íbúa eyjarinnar fækkar stöðugt.

Það er ótrúlega áhugavert og á sama tíma ógnvekjandi/sorglegt að standa fyrir utan og horfa á landið sitt breytast svona hratt. Breytingin síðan ég flutti burt fyrir ca 10 árum er mikil. Ég hef aldrei séð eins hraðar breytingar og síðustu 3-4 árin; bæði þegar ég er heima á Íslandi og þegar ég hitti aðra Íslendinga í DK eða öðrum skandínavískum löndum.

Heima finnst mér Reykjavík minna meira og meira á túristastað í anda Benidorm og Kanarí. Endalausar minjagripabúðir, útivistarbúðir, veitingastaðir, útlendingar út um allt og ekki minnst í þjónustustörfum. Ég fékk sjokk þegar ég fór á Geysi í fyrra og sá þennan fjölda af rútum og ferðamönnum og ég upplifi kaosið í Leifsstöð þessi nokkur skipti á ári sem ég flýg heim og út aftur.

Umræðan milli Íslendinga erlendis  hefur líka breyst mikið. Þegar ég flutti var hending ef maður hitti Íslendinga sem voru ekki á leið heim aftur í bráð; allir voru að bíða eftir að komast heim aftur. Nú hitti ég fleiri og fleiri sem eru sestir að; margir búnir að eignast maka, börn...og sumir vina minna eru komnir í þá stöðu að börnin eru orðin það stálpuð að þau vilja ekki heyra á það minnst að flytja til Íslands; ef foreldrarnir nefna það sem möguleika. Ég er í fyrsta skipti að hitta mér miklu yngra fólk (um tvítugt) sem er bara komið út og er að vinna að því að starta lífinu með það að markmiði að vera hérna. Búið að gefast upp á Íslandi fyrirfram.

Hvernig verður staðan eftir 10 ár? En 20 ár?....verður Ísland túristabúlla þar sem þessir þegnar sem eftir eru þræla fyrir verri kjör en restin af Norður Evrópu meðan elítan selur auðlindirnar og fyrirtækin okkar og makar krókinn enn frekar.

Hvað haldið þið?

 

Toothwipes | 27. maí '16, kl: 12:28:30 | Svara | Er.is | 0

Ef horft er til þess að það er ennþá verið að byggja hótel sem verða ekki tilbúin nærri strax þá er ég hrædd um að við endum eins og Benidorm. Ég bjó tímabundið í miðbæ Reykjavíkur og það er búið að loka ÖLLUM bankaútibúum í miðborginni. Þú þarft að fara útá Granda, Borgartún eða Kirkjusand til að komast í banka. Mér finnst það eitt og sér segja mér svo margt. Að vera niðri í miðbæ Reykjavíkur er eins og að vera í útlöndum, 80% af fólkinu sem þú mætir eru útlendingar.

LaRose | 27. maí '16, kl: 12:31:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og vinafólk mitt, sem er búið að vera miðbæjarrottur alla tíð var að selja húsið sitt í miðbænum og flytja í úthverfi. Ástæða: Túrismi og nýi Landspítalinn í bakgarðinum.

Toothwipes | 27. maí '16, kl: 12:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég almennt elska túrismann. En það verður einhversstaðar að segja stopp og ég held að það sé nú þegar kominn tími. Hver er sanngirnin t.d. í því að heimamenn þurfi að búa í úthverfum af því að túristarnir leigja allar íbúðirnar í miðbænum á margföldu verði?

Helgenberg | 27. maí '16, kl: 13:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Landsbankinn er enn í miðbænum

Toothwipes | 27. maí '16, kl: 13:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Útibú? Ég hélt það væri bara starfsmannabygging. Ég man það svo þegar ég skrifaði þetta að svo eru 2 útibú við Háskólabíó, en ég er í Íslandsbanka og valið því á milli Granda eða Kirkjusands.

Helgenberg | 27. maí '16, kl: 13:50:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jájá, risaútibú, aðalbankaútú Landsbankans og hefur verið lengi lengi lengi.



Toothwipes | 27. maí '16, kl: 13:52:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fór alveg framhjá mér, takk fyrir leiðréttinguna.

Splæs | 27. maí '16, kl: 13:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Íslandsbanki er líka á Suðurlandsbraut. En þetta hafa samt verið óttalegir hreppaflutningar á íslandsbanka í  gegnum árin.

Toothwipes | 27. maí '16, kl: 13:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara mjög langt úr 101 í 108. Og já ég er sammála, næst á að loka Mjóddinni.

Zagara | 27. maí '16, kl: 13:12:21 | Svara | Er.is | 4

Það segir sig soldið sjálft að þegar ferðamenn eru margfalt fleiri heldur en íbúar að þá finni íbúar fyrir því og að margt litist af þessu. Það er voða lítið við því að gera nema að þá loka landinu.


Hins vegar mun þessi ríkisstjórn bera mikla ábyrgð á aðgerðarleysinu sem hún hefur stundað í þessum málaflokki. Ráðherra algjörlega getulaus og meira en 3 árum hefur verið sóað í ekki neitt. Ég spyr mig í hvað tekjurnar hafa farið? Því ekki hafa þær farið í málefni eins og að styrkja innviði landsins til að taka á móti þessu fólki og vernda viðkvæm svæði. Ekki heldur hefur heilbrigðiskerfið eða löggæslan fengið að njóta góðs á sama tíma og álag hefur aukist beinlínis út af ferðamönnum.  Mér finnst þetta vera algjörlega til skammar.


Á sama tíma er Isavia að nota sínaar tekjur af aukningu ferðamanna til þess að leggjast í mjög miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem mun ekki þurfa niðurgreiðslu frá ríkinu að því að ég best veit. Af hverju tekst þeim það á meðan ríkið er með allt niður um sig og sveitafélögin eru af veikum mætti að reyna að sporna gegn gámavæðingu eigin byggða á sama tíma og þau ættu að geta byggt upp ef eitthvað væri eðlilegt í þessu ástandi?

Nagorno | 27. maí '16, kl: 15:10:44 | Svara | Er.is | 2

Eftir 10 eða 20 ár ? Ísland verður karekterlaust láglauna fjölmenningarsamfélag og einskonar rafhlaða fyrir stóriðju, hver spræna virkjuð af láglaunafólki og leiguþrælum. Umskipunarhöfn fyrir Íslenskan fisk í eigu enn færri einstaklina en í dag sem einnig verða aðaleigendur virkjana og annara auðlinda. Hér verður töluð nýtt afbrigði af ensku með íslenskuslettum. Rukkað verður fyrir akstur utan þjóðvegs 1 og hinir aðfluttu láglaunamenn hafa ekki áhuga eða tungumálaþekkingu til mótmæla. Ríkjandi stjórnmálaflokkar verða eigendur landsins og aðrir flokkar komast ekki að og verða kæfðir. Þetta ástand erum við vitundardofin að skapa, ekki bara hagsmunaaðilar heldur, við.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47814 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, tinnzy123, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, annarut123