Gjafir barna

jules | 30. nóv. '15, kl: 21:14:23 | 267 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ
Ég er í smá vandræðum hérna og langaði að athuga hvort að þið væruð með einhver svör fyrir mig- er búin að reyna að googla.
Ég er nýorðin stjúpmamma og er að spá í þá hluti sem við kaupum fyrir barnið eins og fötin og dótið.
Á það allt að fara heim til barnsins ? Mamma barnsins vill fá allt sem hann fær - alveg sama hvort að það séu mínir foreldrar sem gefa honum eitthvað eða hennar. Hún segir að allar gjafir fylgi barninu.
Er það þannig ? og ef svo er hvernig eigum við þá að koma okkur upp dótakassa og fataskáp hjá okkur- tek það fram að hún vill ekki senda neitt til okkar þegar barnið kemur og við erum búin að kaupa allt sjálf á barnið hérna heima.

 

Splæs | 30. nóv. '15, kl: 21:18:47 | Svara | Er.is | 0

Þið ráðið þessu sjálf.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. nóv. '15, kl: 21:24:20 | Svara | Er.is | 0

Þið megin að sjálfsögðu kaupa föt og hluti og halda þeim heima hjá ykkur. Og ef foreldrar þínir gefa barninu eitthvað dót, þá finnst mér eiginlega að barnið eigi að fá að segja til um hvar það vilji hafa það, ef það er farið að tala og hafa skoðanir. Ekki ef það er 15 mánaða eða eitthvað þannig

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

ts | 30. nóv. '15, kl: 21:47:02 | Svara | Er.is | 6

Þið ráðið þessu ekki hún.. ef hún neitar að senda neitt með barninu til ykkar, þá liggur það í augum uppi að þið verðið að hafa þessa hluti hjá ykkur, svo barnið eigi föt og dót þegar það kemur til ykkar...

Catalyst | 30. nóv. '15, kl: 21:49:25 | Svara | Er.is | 5

Það er svo glatað að koma með svona rök "dót og föt fylgja barninu" en neita svo að láta það fylgja því þegar það fer til ykkar!

staðalfrávik | 30. nóv. '15, kl: 22:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona eins og að barnið verði eftir á hinum staðnum í anda eða eitthvað.

.

strákamamma | 30. nóv. '15, kl: 21:58:13 | Svara | Er.is | 0

Við erum með það þannig með öllum okkar deilibörnum að þau ráða þessu sjálf...ss dótinu sínu.  Þetta er þeirra dót en okkar yngsti deilimaður er 6 ára.  Fatnaður er eitthvað sem ég sem lögheimilisforeldri sumra hef bara tekið sem sjálfsögðum hlut að ég sendi með þeim...sendi bara 3-4 sett af fötum einusinni á ári og fæ svo tilbaka þegar það er orðið of lítið og sendi þá nýtt í staðinn.    


úlpur fylgja orminum því þau fara jú í yfirhöfnum af stað og skór og þannig en ef ég hef hátt aukasnjógalla hef ég spurt pabbana hvort þeir vilji fá einn til að hafa hjá sér. 




Annar ormurinn okkar á lögheimili hjá mömmu sinni en er hjá okkur 6 daga í senn og við borgum meðlag, ættum þessvegna samkvæmt dönskum lögum a fá allt sem hann þarf með honum en við fáum ekkert með honum svo við sjáum honum fyrir öllu hérna.  Hann kemur meira að segja í göttótttum fötum sem passa á 3 ára bara því hún ætlar ekki að senda neitt til okkar.  


Þau leikföng sem hann fær hjá okkur má hann alltaf fara með með sér ef hann vill, enda hans dót, en við eigum auðvitað önnur börn og þar af leiðandi mikið meira dót sem hann getur þá líka leikið með hérna svo hann er aldrei dótalaus þó hann fari með sumt til mömmu sinnar.  Það sem fer þangað kemur aldrei aftur....alveg sama hvað það er.   Ef við gefum honum eitthvað, eins og hjól og þannig höfum við það hér því hann fær ekki að nota það hjá mömmu sinni ef pabbi gefur honum það.




stóra deilibarnið okkar er 9 ára og fer bara 2 daga í mánuði til pabba síns.  Ég sé honum fyrir öllum, fötum, þar er ekki einusinni keyptur sokkur eða ny stígvél þegar hans var stolið hjá þeim, hann fær að fara með það sem hann vill héðan af dóti en fær ekki að koma með neitt til baka.  Hann á dót þar sem hann fær að leika með eina helgi í mánuði og honum er farið að finnast það ansi skítt. 

strákamamman;)

jules | 30. nóv. '15, kl: 22:04:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá það munar ekki um það.
Ég myndi vilja hafa þetta allt í góðu - ég á sjálf börn sem fara til pabba síns og það er aldrei vesen, ég sendi fötin með þeim og svoleiðis, þau eiga dót heima hjá honum og heima hjá mér. og oft á tíðum sameinumst við um kaup á hinu og þessu.
Börnin min eiga fullt af dóti en mig langaði líka að koma upp svona dótakassa sem barnið ætti þar sem það er soldið langt á milli barnanna og þau nenna ekki að hafa það alltaf með þar sem það er soldið yngra.
Það var einmitt þannig síðast þá fengum við ekki útiföt með honum heldur kom barnið í þunnum jakka í frosti og stígvélum sem voru 3 nr of stór !! með enga húfu eða neitt...

strákamamma | 1. des. '15, kl: 00:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mæli með því að eiga bara aukasett á hann....sparar rosa mikinn pirring og aumingjast barnið á auðvitað ekki að þurfa ða gjalda fyrir eitthvað rugl í einhverju forledri

strákamamman;)

Lakkrisbiti | 30. nóv. '15, kl: 22:02:14 | Svara | Er.is | 0

Mjög snemma ákváðum við barnsfaðir minn að það væri algjör óþarfi að vera að senda föt og dót á milli. Minn sonur á sín föt hérna og önnur hjá pabba sínum. Eins á hann leikföng og alls konar hjá pabba sínum líka. Minn er að vísu orðin 13 ára og það eina sem hann fer með á milli er spjaldtölvan. 
En ég skil ekki svona hugsunarhátt eins og að allt fylgi barninu, þvilíku flutningarnir þá á barninu þegar það fer til ykkar, ég veit að það auðveldaði mér mikið þegar pabbi hans nefndi þetta. Að þurfa ekki að pakka niður fötum var mikill munur. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

strákamamma | 1. des. '15, kl: 00:34:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við einmitt viljum ekki þetta niðurpakk alltaf svo ég hef bara sent svona allt í einu....og svo á barnið bara sitt hjá pabba sínum

strákamamman;)

staðalfrávik | 30. nóv. '15, kl: 22:04:02 | Svara | Er.is | 0

Myndi leyfa dóti sem barnið hefur not  eða ánægju af (föt og leikföng) að flakka á milli en þá þarf að ríkja gagnkvæmur skilningur með það. Það er að fylgja barninu.

.

jules | 30. nóv. '15, kl: 22:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég myndi vilja það en allt sem við höfum sent með honum kemur ALDREI til okkar aftur. Heldur þurfum við alltaf að kaupa nýtt og nýtt.

staðalfrávik | 30. nóv. '15, kl: 22:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þá er þessu auðsvarað, ekki satt? Spurðu konuna hvort þið eigið að kaupa nýtt í hvert skipti eða hvernig hún hafi hugsað sér þetta.

.

Relevant | 30. nóv. '15, kl: 22:57:11 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst eðlilegt að það sem þið kaupið af fötum og dóti sé hjá ykkur, nema að að sé honum sérlega hjartfólgið, en þá kemur það líka með til ykkar. Útiföt, skór og stígvel á að ganga á milli foreldra, það er eitthvað sem barnið vex svo hratt uppúr og óþarfi að eiga mörg sett af.


Gangi ykkur vel og vonandi getið þið leyst þetta í góðu við móðurina

strákamamma | 1. des. '15, kl: 00:35:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

útiföt koma ekki með syni mannsins míns til okkar....ekki húfur...ekki vettlongar.  Hann er útifatalaus einn dag í viku í skólanum vegna þess að hún vill ekki að hans dót komi til okkar...  


Það er til allskonar fólk

strákamamman;)

Gale | 1. des. '15, kl: 00:59:43 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst að barnið ætti að eiga sitt dót mömmunni og síðan eiga sitt dót hjá ykkur, t.d. fötin sem þið kaupið og gjafirnar sem hann fær frá foreldrum þínum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47901 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie