Gjaldeyrisreikningur selja núna eða bíða?

amina5 | 27. maí '20, kl: 20:36:56 | 353 | Svara | Er.is | 0

Þar sem krónan hefur styrkst svo mikið seinustu viku og gengisvísitalan orðin svipuð og um miðjan mars þá langar mig að spyrja selja evru eða bíða? Ef ég sel núna tapa ég svolitlum aur.

Þeir sem hafa vit eða skoðun á því hvort evran eigi eftir að hækka eða lækka endilega látið heyra :)

 

ert | 27. maí '20, kl: 20:59:03 | Svara | Er.is | 0

hvað ertu að tala um háa upphæð í evrum? Þúsund evrur? Tíu þúsund evrur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

amina5 | 28. maí '20, kl: 06:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

um 20þús evrur :)

Helga31 | 27. maí '20, kl: 21:46:02 | Svara | Er.is | 0

Ég væri að fylgjast með ))

kaldbakur | 28. maí '20, kl: 03:16:18 | Svara | Er.is | 0

Ég held að krónan veikist fljótlega aftur. Þetta er tímabundin breyting, nokkuð óvænt innflæði erlendrar myntar og mjög lítil eyðsla landans.
Seðlabankinn hefur verið að grípa inní þessa þróun. Forsenda til að einhver ferðamannastraumur verði hingað og fyrirtæki í þeim iðnaði er fall krónu.

amina5 | 28. maí '20, kl: 06:20:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svörin :)

ert | 28. maí '20, kl: 09:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég væri að fjárfesta þá færi ég alltaf gegn því sem kaldbakur segir. Mitt mat er að krónan muni styrkjast vegna þess að landið er að opna. Vandinn er sá gagnvart evru að þar er líka verið að opna og efnahagur að skána. Ég myndi halda evran ætti að haldast nokkuð stöðug gagnvart krónu fram á haustið en hvað gerist í næsta Covid faraldri veit enginn

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

amina5 | 28. maí '20, kl: 09:37:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú segir nokkuð :) Ég er algjört fífl að hafa ekki leyst útaf gjaldeyrisreikningi fyrir c.a 10 dögum komin 160þús í plús en er nú c.a 90þús í mínus. Já þetta var mjög snörp styrking krónu og ég held að þetta geti farið á báða vegu miðað við hvað maður les og hvað fólk segir er nú bara að reyna að fá sem álit flestra á þessu. Mér persónulega finnst við ekki hafa innistæðu fyrir mikilli styrkingu krónunnar akkurat núna þar sem 35-40 prósent af erlendum gjaldeyri koma frá ferðamönnum en hvað veit ég búin að tapa á þessarri spákaupmennsku minni.

kaldbakur | 29. maí '20, kl: 10:15:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að ERT sé ekki góður ráðgjafi.

kaldbakur | 29. maí '20, kl: 10:24:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krónan var og er í sögulegu hámarki, enda var um ótrúlegan vöxt þjóðartekna eftir hrun og margföldun ferðamanna.
Túrisminn þ.e. gjaldeyristekjur vegna ferðamanna fer úr nánst engu af þjóðartekjum í um 50% á örfáum árum.
Þetta styrkti krónuna alveg gífurlega.
Núna fellur þessi túrismi niður í null og þar með nærri helmingur gjaldeyristekna okkar.
Nánast einsdæmi í löndum sem vi' þekkjum til.
Auðvitað hefur þetta mikla fall á innstreymi gjldeyris inní okkar kerfi áhrif á krónuna til lækkunar.
Áfallið er engan vegin allt komið fram, atvinnuleysi 30 - 40 þús. manna kemur að fullu fram í haust (sept, okt).
Krónan á eftir að falla um 10 - 20 % á þessu ári.

ert | 29. maí '20, kl: 11:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


" Krónan var og er í sögulegu hámarki"
Krónan er í sögulegu hámarki? Nei hún hefur oft verið hærri. Hún meira að segja oftast verið hærri en hún er núna á síðustu 3 árum.


Það verður kreppa alls staðar. Það að atvinnulífi alls staðar nema á Íslandi hafi blómstrað í cóvid og allir hafi haldið vinnu og unnið ánægðir og enginn misst vinnu er bara út í hött. Atvinnuleysi á Íslandi í apríl var 5,3% í USA var það 14,7%. Tölur fyrir Bretlandi fyrir tímabilið jan- mars voru 3,9%. Það er talið að aukningin á mánuði eftir covid sé c. 69,1%. Það þýðir að fjöldi atvinnulausra í apríl hefur verið rúmlega 6%. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 29. maí '20, kl: 12:03:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krónan hefur síðustu misserin verið í hæstu hæðum. Lækkaði um nær 20% á þessu ári en
óvæntur afturkippur verið í síðustu viku, sem mun ganga fljótt til baka. Frekari lækkun krónunnar er borðliggjandi vegna
minna innstreymis annara mynta. Gjadeyrir verður okkur dýrari og lífskjör versna á Íslandi.

Við erum núna að milda ástandið með því að skuldsetja ríkissjóð um ca. 300 milljarða á þessu ári og því næsta um 200 milljarða.
Skuldir ríkisins eru taldar munu tvöfaldast á þessu og næsta ári.

Atvinnuleysi verður komið í hæstu hæðir í haust þar sem 30 - 40 þúsund manns verða á venjulegum lágmarks atvinnuleysisbótum.

þetta er ekki bjart útlit en svona verður staðan á þessu ári.
Vonandi fer að ganga betur á næsta ári en útlit er fyrir að við náum ekki fullum bata fyrr en eftir 4 - 5 ár því miður.

ert | 29. maí '20, kl: 13:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Krónan er ekki í sögulegu hámarki.
Ég veit ekki hvað hæstu hæðir eru hjá þér en ég á ekki von yfir 80% atvinnuleysi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 29. maí '20, kl: 12:08:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi staðhæfing um að krónan sé og hafi verið í sögulegu hámarki segir mjög mikið um hvað þú veist mikið um málið. Gerðist 2007 ekki í þínum heimi? Ekki gefa ráð um eitthvað sem þú veist ekkert um.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 29. maí '20, kl: 12:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krónan náði á síðustu árum þeim styrk sem var fyrir 2007.
Enda gjaldeyristekjur og lífskjör hérlendis aldrei betri en undanfarið ár.

Gjaldeyristekjur hafa fallið gifurlega núna 2020 og þegar minna er til af gjaldeyri þá kostar hann meira það er bara
eins og framboð og eftirspurn. Ef minna til þá hækkar verð, eftirspurnin er til staðar því þörfin er áfram sú sama hvað nauðsynjar varðar.

Ríkissjóður hefur verið að dempa höggið og skuldsetur sig um ca. 300 þúsund milljónir á þessu ári og áætlar að skuldir ríkissjóðs vaxi um 200 þúsund milljónir á næsta ári. Þetta gerir ríkissjóður í von um að ástandið batni 2021 og 2022, en
ríkissjóður verður ekki rekinn með þessum halla nema í skamman tíma.

Það er eins með þann sem er eða hefur misst vinnuna, frestun afborgana og eyðsla séreignarsparnaðar og auknar skuldir eru ekki nema tímabundin lausn.

Lífskjörin á Íslandi versna vonandi bara tímabundið en þegar það geririst þá verða peningarnir okkar krónan verðminni.

TheMadOne | 29. maí '20, kl: 13:11:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki rétt, af ýmsum ástæðum hef ég fylgst vel með verði gjaldmiðla og þetta er bara steypa. Krónan hefur aldrei náð því að kosta eins mikið og 2007 og og hafði frekar lækkað hægt og rólega síðustu árin sem hefur verið mjög gott fyrir túrismann. Lífskjör eru spunnin úr mörgum þáttum og gengi krónunnar er bara hluti af því

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 29. maí '20, kl: 14:05:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hér er ársmeðatal
Gengisvísitala (Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng)*
1999 108,7613
2000 107,687
2001 128,7027
2002 125,6948
2003 120,2387
2004 118,9144
2005 106,8987
2006 119,5497
2007 117,6007
2008 166,7981
2009 223,3248
2010 216,3166
2011 216,8432
2012 221,7962
2013 218,9546
2014 206,9369
2015 200,9927
2016 179,6289
2017 160,3559
2018 166,7143
2019 180,9735
2020 193,4466


Það er hæst  223,3248 2009 krónan er þá veikust og það er er lægst  106,8987 2005 og krónan er þá sterkust - krónan er frekari veikari núna en sterk samkæmt þessu og hefur ekki verið verulega sterk síðan 1999-2007.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 29. maí '20, kl: 14:39:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta sannar bara það sem ég var að segja.
Best að halda í Evrurnar og selja ekki núna.
Hefði reyndar viljað eiga dollar frekar en evru.
Krónan er að falla og fellur enn meir á þessu ári.

ert | 29. maí '20, kl: 14:58:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já en ef þú skoðar skammtímaskráningu þá er krónan að styrkjast.
Ef fólk er að pæla í því að selja á næstunni þá vill það skammtímaskráningu. 
Ef fólk vill vita hvort krónan sé í hámarki núna eins og þú heldur fram (á sama tíma og þú segir að krónan sé að falla) þá skoðar fólk skráningu mörg ár aftur í tímann.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 29. maí '20, kl: 13:05:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gengisvísitölur hinna ýmsu mynta eru mismunandi eins og gengur og gerist.
Vísitala krónu gagnvarrt t.d. Bresku Pundi frá 2007 og 2018 er nokkuð svipuð.

Það sem var sérstakt við árið 2007 og árin þar á undan var að peningar voru "ódýrir" það var mikið framboð af peningum í heiminum og vextir lágir. Íslensku bankarnir tóku gífurleg erlend lán t.d. frá Asíu og stórum bönkum í Evrópu og Ameríku.
Þessi lán fluttu þeir inn og buðu viðskiptavinum sínum fyrirtækjum og almenningi.
Hver man ekki eftir auglýsingum um kaup á allskonar varningi þar sem sagt var "þú átt það skilið" !
Auglýsingin var því kauptu nýjan bíl eða hús því þú átt það skilið.

Þessi heimur 2007 varðandi gjaldeyri er ekki sambærilegur okkar tíma.
Í stað lántöku á gjaldeyri vorum við að flytja inn gjaldeyri með því að selja túristum aðgang að Íslandi.
Gjaldeyristekjur af túrisma varð 50% af allri öflun gjaldeyris. Þarna voru viðskipti í gangi en ekki eingöngu lántaka eins og 2007.
Þannig að það má segja að gengið var falskt 2007.

TheMadOne | 29. maí '20, kl: 13:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú talar um söguna þá talar þú um söguna. Ef þú vilt fara út í sögufölsun þá heldur þú því fram að eitthvað sem hentar þér sé undantekning og ekkert að marka. Trumpisti út í fingurgóma.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 29. maí '20, kl: 13:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað mikill munur á efnahag sem byggir á viðskiptum og þjónustu eða sá sem byggir eingöngu á lántökum.
En þetta er þér ekki skiljanlegt eins og sést á bullinu sem frá þér kemur.

ert | 29. maí '20, kl: 13:59:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ú, nú skýturðu fast á BNA

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 30. maí '20, kl: 15:52:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skiptir ekki mál hvort gengið var “falskt” á þeim tíma sem krónan var sem sterkust krónan var samt sterkust á þeim tíma. Fólk fékk mestan gjaldeyri fyrir krónuna á þeim tíma. Og því er krónan ekki í sögulegu hámarki núna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 1. jún. '20, kl: 18:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En málið er það að kaupmátturinn er meiri núna.
Færð fleiri dollar fyrir kaupið þeitt núna en 2007 :)
Þannig að vegið gengi krónu með kaupmætti er langtum meira núna en 2007.

ert | 1. jún. '20, kl: 19:31:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ha? Hver er skilgreiningin á vegnum gengi krónu með kaupmætti? Ég gúglaði þetta merkilega hagfræðihugtak og fann ekkert um það.
En ég geri mér alveg grein fyrir því að þú veist heilmikið um hagfræði sbr. það þegar þú gagnrýnir Bandaríkin fyrir skuldsetningu en dásamaðir Ísland fyrir að byggja sinn efnahag á viðskiptum og þjónustu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

amina5 | 3. jún. '20, kl: 16:28:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krónan er ennþá að styrkjast um 2% bara í dag afhverju helduru að það sé?

kaldbakur | 3. jún. '20, kl: 16:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef krónan er að styrkjast í dag þá er það merki þess að við séum að gera betur en t.d fólk í Evrópu ESB eða BNA.
Þessar gengissveiflur snúast bara um velgengni okkar vs Annara þjóða.

ert | 3. jún. '20, kl: 21:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hver er skilgreininginn á "vegnu gengi krónu með kaupmætti"? Hvernig er þessi tala reiknuð út og hvar get ég fundið skráningu á þessari hagstærð á Íslandi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 3. jún. '20, kl: 17:06:26 | Svara | Er.is | 0

Þetta er nokkuð einföld formula.
Ef landi gengur vel þá styrkist gjaldmiðill þess lands,

amina5 | 3. jún. '20, kl: 21:59:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins greip Seðlabankinn inn í gjaldeyrismarkaðinn í dag til að vinna gegn styrkingu krónunnar og einnig tvo daga í seinustu viku. Einnig hefur Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óskað eftir því við lífeyrissjóði að þeir myndu ekki kaupa erlendan gjaldeyri í þrjá mánuði til að hindra of mikla veikingu krónunnar. þannig að margir þættir spila inní þessa styrkingu krónunnar.

kaldbakur | 4. jún. '20, kl: 09:10:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er eflaust mjög tímabundið ástand núna. Krónan er of hátt skráð miðað við Íslenskar aðstæður.
Öll starfsemi sem snýr að ferðamennsku túrisma hingað til lands er rekið með tapi. Skiptir samt ekki máli hvernig gengi krónunnar er því það eru engir ferðamenn. En ef túrismi myndi byrja aftur þá er krónan of há.
Ástand heimsmálanna er furðulegt um þessar mundir þannig að ómögulegt að meta þetta í dag.
En alveg örugglega betra að eiga gjaldeyrinn ef þú getur beðið í nokkra mánuði eða lengur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kommúnistinn hann Kári okkar allra að kollvarpa sósíalismanum ? kaldbakur 7.7.2020 8.7.2020 | 13:13
Heilsan út -5G inn. Kristland 22.6.2020 8.7.2020 | 07:06
Rotta?! Erum að fríka út! dudah84 28.6.2020 8.7.2020 | 07:05
Kristleysi í Kína. Kristland 23.6.2020 8.7.2020 | 01:19
Tilkynna atvinnuleysisbætur lonelybee 6.7.2020 7.7.2020 | 23:32
Einkaþjálfun utandyra Boze 7.7.2020 7.7.2020 | 23:10
Bílstóll fyrir Benz CLA 200 - árgerð 2016 Mjallhvít og dvergarnir 5 7.7.2020 7.7.2020 | 21:52
Áttu uppskrift af rabbabaravíni villa1 4.7.2009 7.7.2020 | 19:41
Gefa egg Bland30 6.7.2020 7.7.2020 | 17:52
Febrúar Bumbuhópur 2021 viktoriaa95 4.6.2020 7.7.2020 | 17:38
Tré hangandi yfir bílastæði mitt Twitters 6.7.2020 7.7.2020 | 09:41
Stætó skrímslið að stækka - en heimilsbíllinn að minnka verða rafknúinn og jafnvel sem skutla. kaldbakur 3.7.2020 6.7.2020 | 22:04
buy botox online [websit..https://spiceurbeauty.com] order botox now in usa buy botox online paolo00 6.7.2020
buy botox online [websit..https://spiceurbeauty.com] order botox now in usa buy botox online paolo00 6.7.2020
London núna ? Mammaminerbest 6.7.2020 6.7.2020 | 10:03
Brúnkukrem terrorist 5.7.2020 6.7.2020 | 09:53
Sílsaviðgerð á 2003 Cherokee kreye 11.2.2019 5.7.2020 | 21:18
Laun miðað við aldur Bjarki45 26.6.2020 5.7.2020 | 20:53
Geta einstaklingar haldið opið bingó? ny1 4.7.2020 5.7.2020 | 20:07
Aum tunga ? :/ KuTTer 31.7.2011 5.7.2020 | 17:50
chemex fjallasoóley 5.7.2020
Mars mömmur 2021 ggunnarsd 5.7.2020
Þjóðsöngur blands? ert 4.7.2020 5.7.2020 | 14:08
Ríkis Borgarlínu Stræó kaldbakur 4.7.2020 5.7.2020 | 00:31
Hundahald í blokk Hjödda171 4.7.2020 4.7.2020 | 22:48
500 þús. milljóna skuldsetning Ríkisins - til að milda áhrifin af Covid19 kaldbakur 4.7.2020 4.7.2020 | 21:28
Barnsfaðir SantanaSmythe 3.7.2020 4.7.2020 | 16:58
Réttur leigjanda geislabaugur22 4.7.2020 4.7.2020 | 09:20
Búið að útrýma MengunarVagnaStrætó af Laugavegi - Næst að hrekja Strætó_ Ósóman frá Miðbænum. kaldbakur 3.7.2020 4.7.2020 | 02:01
Upp með efnahaginn ! Kristland 3.7.2020
Förðunarvörur fyrir börn/unglinga KollaCoco 28.6.2020 3.7.2020 | 19:40
Silfurskottur - hvað er til ráða ? leo7 9.6.2011 3.7.2020 | 19:33
Lopapeysur til sölu? Tootsie McBoob 5.5.2011 3.7.2020 | 19:31
Kjör forseta - embættistaka og embættisverk Guðna í hættu ? kaldbakur 2.7.2020 3.7.2020 | 11:51
Fasteignagjöld og annað mál: Kjörtímabil forseta Júlí 78 1.7.2020 2.7.2020 | 15:39
Hvar kaupir maður notaðar tölvur? Chaos 8.7.2009 2.7.2020 | 09:42
Halo top ís Davidlo 1.7.2020 2.7.2020 | 09:38
Strætó - Alltaf úti að aka - Já vantar innstig kaldbakur 1.7.2020 2.7.2020 | 07:00
Frelsum Fíkniefnin ! Kristland 30.6.2020 2.7.2020 | 06:08
Kínverji Kjaftar Frá ! Kristland 26.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Byrjum að læra Kínversku ! Kristland 23.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Vöðvabólga og kírópraktor baranikk 1.7.2020 1.7.2020 | 19:02
KSí - merki gamlar fréttir - hallærislegt sjomadurinn 1.7.2020
Veit einhver um ódýrt nudd? Steinar Arason Ólafsson 30.6.2020 1.7.2020 | 13:48
Kauptu raunveruleg skráð vegabréf, ökuskírteini, skilríki, (// www.realdocuments48hrs.com/) muellerr028 1.7.2020
BUY HIGH QUALITY REAL/FAKE PASSPORTS,DRIVERS LICENSE,ID CARDS,COUNTERFEIT BANK NOTES Etc muellerr028 1.7.2020
Eldsneytiseyðsla með fellhýsi/tjaldvagn/hjólhýsi í eftirdragi hjá ykkur Svonaerthetta 1.7.2020
Icelandair - er fyrirtækið að fara í þrot ? kaldbakur 30.6.2020 1.7.2020 | 09:36
Hyundai bílar eða Toyota Flower 29.6.2020 30.6.2020 | 22:35
Hvert á ég að leita út af flísafúgu? Selja2012 30.6.2020 30.6.2020 | 21:05
Síða 1 af 26989 síðum
 

Umræðustjórar: vkg, TheMadOne, rockybland, Bland.is, Krani8, anon, ingig, joga80, tinnzy123, krulla27, aronbj, Gabríella S, mentonised, MagnaAron, Coco LaDiva, superman2, flippkisi