Gjaldþrot og langur armur LÍN

Karvel09 | 15. jan. '19, kl: 22:57:57 | 339 | Svara | Er.is | 0

Ég var úrskurðaður gjaldþrota í lok árs 2015 og skiptalok urðu í byrjun árs 2016.


Lánshæfnismat mitt hjá Creditinfo er ennþá nánast í ruslflokki, ég rétt slefa í C3.


Gamlar skuldir hafa verið afskrifaðar nema LÍN er ennþá með kröfu á mig upp á tæpar 6 millur.


Ég er ekki á vanskilaskrá og enginn aðili er að vakta mig.


Mun LÍN halda þessari kröfu til steitu? Hafa þeir lagalegan rétt til þess þar sem skilningur minn var að þessi krafa líkt og aðrar myndu fyrnast á 2 árum,


Þarf ég að semja við LÍN um endurgreiðslu á þessu láni og hafa þeir lagalegan rétt til þess?



Ég fann þessa grein á netinu frá e-i lögfræðistofu
https://www.midjan.is/hefur-thu-fengid-stefnu-fra-lin-eftir-gjaldthrot/


Copy-paste:
"Nú hefur LÍN tekið upp þann háttinn að stefna lánþegum, sem hafa gengið í gegnum gjaldþrot, fyrir dóm, í því skyni að rjúfa tveggja ára fyrningarfrest námslána. LÍN hefur þegar tapað nokkrum slíkum málum fyrir héraðsdómi en ekki hefur enn fengist dómur í Hæstarétti. Impact Lögmenn hvetja þig til að hafa samband ef þú ert í þessari stöðu."



Mér hefur ekki verið stefnt af LÍN eftir gjaldþrotaskiptin en sem leikmanni virðist mér þeir vera rjúfa þennan tveggja ára fyrningarfrest.

 

kaldbakur | 16. jan. '19, kl: 10:57:52 | Svara | Er.is | 0

Ef þúgreiðir ekki skuldina við Lín eru þá ekki ábyrgðarmenn sem gengið verður að ? 
Hefur reynt á það ?  

T.M.O | 16. jan. '19, kl: 16:11:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fer eftir hvenær lánið er tekið, ég hef reyndar aldrei skilið hvaðan þessi fantasía er komin að lán hverfi á 2 árum eftir gjaldþrot. Lang flestar stofnanir eru með fólk í vinnu við það eitt að halda svona kröfum lifandi. LÍN er ekki rekið eins og hjálparstofnun, ef þeir geta rukkað þig eða ömmu þína þá gera þeir það. Fólk hefur þurft að borga lán eftir einstakling sem hafði týnst í útlöndum en ekki hægt að úrskurða látinn fyrr en eftir einhvern tíma. Það er líka staðreynd að Málskotsnefnd LÍN er ekki fordæmisgefandi svo að þeir þurfa að taka nákvæmlega eins mál ár eftir ár þar sem LÍN veit að þeir úrskurða gegn þeim en þeim er alveg sama.

kaldbakur | 16. jan. '19, kl: 17:14:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski versta útgáfan af þessum skuldum námslánum og fleiru er það að skuldbindigarnar erfast. 
Ef ættingi þinn yfirgefur sitt jarðneska líf þá breytist það sem honum tilheyrði í eignum og skuldum í einskonar félag. 
Kannski ekki hlutafélag en companý af einhverri sort.  Ef þú sem erfingi gengst við því að erfa t.d. frænda þinn sem engin átti börn þá 
áttuþetta "Companý".  Skuldir þess og eognir verða þínar.  Skuldheimtumenn geta ger kröfur í kompaníð og þú  er ábyrgur. 
Þar með eru talin námslán þó þú hafir ekki gengið í ábyrgð fyrir þeim. 

T.M.O | 16. jan. '19, kl: 18:47:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

námslán falla niður við andlát. það er ekki gerð krafa á dánarbú, það er í lögum og alveg klárt. Námslán falla aftur ekki niður við gjaldþrot heldur falla á ábyrgðarmenn og erfingja ábyrgðarmannsins ef hann fellur frá eins og er frægt í máli Steingríms heitins Hermannssonar. Nú eru ekki lengur ábyrgðarmenn á námslánum, kannski í einhverjum undantekningartilfellum ef fólk er á svörtum lista, ég er ekki viss, en þrátt fyrir að lögum hafi verið breytt og þetta sé búið að vera svona í einhvern tíma þá eru ábyrgðarmenn gömlu lánanna rukkaðir út fyrir dauða og gröf sem hlýtur að vera á gráu svæði í svona í raun félagslegu lánakerfi sem er ætlað til að jafna aðgengi til náms. Þar kemur þetta magnaða hugtak sem gerir öll lög ævinlega opin fyrir túlkun.. "í anda laganna..." sem þýðir einfaldlega lögin eiga að gera það sem þeim var ætlað að gera, ekki neitt annað og þó það hafi ekki bókstaflega verið reiknað með einhverjum aðstæðum, ef þær eru sambærilegar þá gildir þetta um þær líka.

Karvel09 | 16. jan. '19, kl: 23:06:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fékk staðfest frá lögfræðingi í dag að það þarf sannarlega dómsúrskurð til þess að rjúfa tveggja ára fyrningarfrest eftir gjaldþrot. Enn fremur þarf kröfuhafi að stefna þrotamanni innan þessa tveggja ára fyrningarfrests ásamt því að vinna málið fyrir dómi.


https://www.althingi.is/lagas/nuna/1991021.html

165. gr.
Fyrningu krafna sem um ræðir í 2. mgr. verður aðeins slitið á ný með því að kröfuhafi höfði innan fyrningarfrests mál á hendur þrotamanninum og fái þar dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum gagnvart honum. Slíka viðurkenningu skal því aðeins veita með dómi að kröfuhafi sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu, svo og að líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfu hans á nýjum fyrningartíma, en að gengnum slíkum dómi gilda almennar reglur um fyrningu hennar.

kaldbakur | 17. jan. '19, kl: 17:34:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður bara að vona að LÍN hafi  endurnýjað kröfur sínar gagnvart þessu gjaldþroti þínu. 
Annars væri LÍN að svíkja þig og afkomendur. 

Lepre | 17. jan. '19, kl: 16:56:20 | Svara | Er.is | 2

Hvernig væri að prófa að vera ekki byrði á samfélaginu og borga sínar skuldir?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024
Estrategias para mejorar tu fluidez conversacional con ChatGPT en español ErnestaHelga 18.3.2024
There are benefits to using a biweekly timesheet calculator pixehaw958 18.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 17.3.2024 | 21:12
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 14.3.2024 | 04:15
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 10.3.2024 | 14:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 9.3.2024 | 18:09
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Sjónin komaso 28.10.2008 27.2.2024 | 19:52
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 27.2.2024 | 04:43
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 1 af 45806 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Guddie, Paul O'Brien