Gjaldþrota-sambúð

virgo25 | 30. jan. '19, kl: 10:16:49 | 474 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ Vitið þið hvernig það er ef manneskja skráir sig í sambúð með aðila sem er gjaldþrota og með öll sín mál í rugli? Getur það haft áhrif á eignir hins aðilans? Er hægt að taka eitthvað af hinum aðilanum sem á td bíl? Eða eitthvað að húsaleigubótum, barnabótum, launum osfrv? Þau eiga barn saman. Mun staða annars aðilans hafa einhvern áhrif á stöðu hins? Fyrirfram þakkir

 

virgo25 | 30. jan. '19, kl: 14:03:49 | Svara | Er.is | 0

Engin sem veit?? Það er svo erfitt að nálgast upplýsingar um þetta á netinu.

TheMadOne | 30. jan. '19, kl: 14:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sambúðarskráning hefur alltaf áhrif á barnabætur og húsaleigubætur. Þar skiftir engu máli hvort annar aðilinn er gjaldþrota eða ekki. Þú getur fundið breytinguna með því að nota reiknvélina https://www.rsk.is/einstaklingar/reiknivelar/reiknivel-barnabota https://www.husbot.is/reiknivel það er, að því að ég best veit, ekki hægt að snerta neitt sem manneskja sem er í sambúð með gjaldþrota einstakling á, en á sama tíma þá þarf að passa að allt sem er keypt sem skiptir einhverju máli þarf að skrá á þann sem er ekki gjaldþrota. Bara smá viðvörun vegna persónulegrar reynslu, þú segir "með allt í rugli". Sumir einstaklingar sem hafa keyrt sig í gjaldþrot hafa komist þangað með fullkomnu kæruleysi og munu halda áfram á sömu braut ef óþægindunum af gjaldþrotinu er létt af til dæmis með sambúð með einstaklingi með hreinan skjöld. Ekki skrifa undir neitt, sama hvað hugmyndin er góð eða þér er sagt að viðkomandi geti alveg borgað þetta sjálfur og þú eigir ekki eftir finna neitt fyrir því. Það eru hundruðir gjaldþrota sem koma til bara út af svona loforðum, sérstaklega ef þú ert með barn/börn

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

virgo25 | 30. jan. '19, kl: 15:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta svar :) já ég geri mér auðvitað grein fyrir því að húsaleigu- og barnabætur lækka við sambúðarskráningu. Var að meina hvort hægt væri að taka þær upp í skuld hjá hinum aðilanum eða eitthvað þannig skilurðu. Takk!

TheMadOne | 30. jan. '19, kl: 16:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það væri hrikalegt, barnabætur má ekki snerta, þú getur fengið bætur og skuld við skattinn á sama blaðinu en þeir verða alltaf að borga þér barnabæturnar að fullu. Þið verðið með algjörlega aðskilinn fjárhag að þessu leiti nema þú skrifir undir eitthvað sem tengist hans skuldum.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

bfsig | 30. jan. '19, kl: 18:52:07 | Svara | Er.is | 0

Veit ekki afhverju þetta ætti að hafa nein áhrif á þig. Það væri útaf kortinu. Passaðu þig bara að kaupa ekkert með honum. Kröfum er hægt að halda uppi lengi nema maðurinn hafi farið í gjaldþrotaskipti og sé að bíða eftir að tíminn renni út. Ef þið skráið ykkur fyrir einhverjum kaupum í framtíð þar sem ekki er fyllilega búið að ganga frá hans málum og gengið er á hann, þá er hægt að neyða fram sölu á eigninni hver sem hún er og þú getur lent þar illa. Veit að bankar hafa tekið eignir af fólki sem bar ekki ábyrgð á skuldinni vegna slíkra krosstengsla (sem er reyndar ólöglegt)....

Vidarsdottir1 | 30. jan. '19, kl: 23:42:04 | Svara | Er.is | 0

Ef ég væri í þinni stöðu þá myndi ég hafa samband við lögfræðing til að fá allar upplýsingar og ráðgjöf. Einnig ef þið skráið ykkur í sambúð og þið slítið sambúð þá getur hann átt rétt á eignarstöðu í eigninni þinni þ.e.a.s ef þú átt eign. Ein spurning afhverju viltu skrá þig í sambúð?

TheMadOne | 31. jan. '19, kl: 04:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann eignast ekkert í hennar eign ef þau eru skráð í sambúð. Það er möguleiki að hann gæti marið fram dómsmál ef hann getur sýnt fram á að hann hafi borgað af eigninni allan tímann en þá væri það bara það sem hann hefur borgað, hann myndar enga eign umfram það, og verandi gjaldþrota þá bæði er hann örugglega ekki borgunarmaður allt í einu af afborgunum í íbúð annarrar manneskju og væri mjög súrrealískt að gera kröfu um eign sem væri tekin af honum um leið. Ef þau kaupa eign á meðan sambúðinni stendur og hún er skráð á hana til að koma í veg fyrir að hún sé tekin upp í skuld hans þá lítur málið allt öðruvísi út.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

jak 3 | 12. feb. '19, kl: 17:24:56 | Svara | Er.is | 0

sambúð snýr bara að barnabótum hefur ekkert með ykkar fjármál að gera nema þið séuð með sameiginlega reikninga og skattaskýrslur, en ef þið eruð ekki gift þá ætti það ekki að skipta

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ælupestin sem er í gangi núna Mrsbrunette 21.10.2019 21.10.2019 | 23:09
Plöntur frá útlöndum. Bergrós 21.10.2019 21.10.2019 | 23:03
Lyfið Wellbutrin retard utumgluggann 2.4.2019 21.10.2019 | 22:28
Trít sem endurnærir þig? Babygirl 21.10.2019 21.10.2019 | 21:41
Er ekki tímabært að vísa Tyrkjum úr NATO ? kaldbakur 20.10.2019 21.10.2019 | 21:24
Erfðafjárskýrsla athorste 21.10.2019 21.10.2019 | 19:29
Þarf sennilega róandi lyf. Dehli 4.10.2019 21.10.2019 | 16:02
Dagforeldrar í Kópavogi Booollla 21.10.2019
Ófrjósemisaðgerð karla - meðmæli seo 21.10.2019
Finnst ykkur þetta nokkuð rottulegt af mér?? RandomBlandSkessa 20.10.2019 21.10.2019 | 11:34
Nerf Slingfire Kimura 21.10.2019 21.10.2019 | 09:23
Nerf Slingfire Kimura 21.10.2019
Nerf Slingfire Kimura 21.10.2019
Hvað Ef zingilingi 20.10.2019
Af endurhæfingu á örorku timabilid 18.10.2019 20.10.2019 | 21:28
Draumur catsdogs 19.10.2019 20.10.2019 | 19:52
meðfærileg barnakerra á góðum dekkjum? dagny06 18.10.2019 20.10.2019 | 19:30
Gera nafnið á manninum opinbert spikkblue 24.9.2019 20.10.2019 | 19:01
Veit einhver ??. Kimura 20.10.2019 20.10.2019 | 15:24
Trausti Valsson kaldbakur 20.10.2019
Ódýrasta gisting á Íslandi mialitla82 20.10.2019 20.10.2019 | 13:07
Leiguíbúð - ónýtt parket Pswd 19.10.2019 20.10.2019 | 12:25
90's stórslysamyndir Twitters 19.10.2019 19.10.2019 | 23:26
leitin af kynlífsdagatal ;) mialitla82 15.10.2019 19.10.2019 | 22:53
að búa í mið evrópu (munchen) siggaheid 19.10.2019
2 mögulegir feður? Alisabet 4.10.2019 19.10.2019 | 18:42
Sólarlönd yfir jólin? Bifferina 17.10.2019 19.10.2019 | 17:35
Góður augnlæknir booh 29.9.2014 18.10.2019 | 18:41
Góður nuddari - hausverkur og vöðvabólga uppsala123 17.10.2019 18.10.2019 | 03:42
Gamlir IRCarar?? ('95-'97) :) Spermie 20.12.2004 18.10.2019 | 02:19
Transfólk Hr85 16.10.2019 18.10.2019 | 02:16
Gullgrafar. Hata svona típur. Einkamál.is karlg79 12.10.2019 18.10.2019 | 01:47
Auglýsing frá heimkaup Lundarbrekka2 17.10.2019 17.10.2019 | 23:17
viðgerð á þvottavél Jósafat 9.11.2009 17.10.2019 | 17:31
Vantar góðar viðskiptahugmyndir sjúbídú 17.10.2019 17.10.2019 | 17:05
„Stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuð­borgar­svæðisins“ kaldbakur 16.10.2019 17.10.2019 | 15:16
Aftur nýtt mikkan 9.10.2019 17.10.2019 | 03:34
Ódýr heimasíðugerð Ljónsi 16.10.2019 16.10.2019 | 23:46
Erfðafjárskattur Júlí 78 15.10.2019 16.10.2019 | 19:09
Artic Sircle - Hringborð Norðurslóða kaldbakur 14.10.2019 16.10.2019 | 16:17
Lyf á hjúkrunarheimilum ELLA MIST 15.10.2019 16.10.2019 | 14:01
Hvar er beinasti og lengsti vegur landsins? mikaelvidar 12.10.2019 15.10.2019 | 21:08
“Ofnæmisfrír” hundur TBBT 13.10.2019 15.10.2019 | 16:19
Júníbumbur 2020 skvisan93 13.10.2019 15.10.2019 | 13:21
Heimilisþrif-Kaup? Jogibjorn 12.10.2019 15.10.2019 | 11:05
einhver sem hefur búið í ameríku? Babybel 29.12.2007 14.10.2019 | 21:30
Lífeyrissjóður bakkynjur 14.10.2019 14.10.2019 | 14:14
Bílviðgerðir á sjálfskiptum dianarosdn 8.10.2019 14.10.2019 | 11:34
Vinnumálastofnun forvitni Walkin 11.10.2019 14.10.2019 | 08:01
sparihakk? Splattenburgers 14.10.2019
Síða 1 af 19712 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron