Gjaldþrota-sambúð

virgo25 | 30. jan. '19, kl: 10:16:49 | 478 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ Vitið þið hvernig það er ef manneskja skráir sig í sambúð með aðila sem er gjaldþrota og með öll sín mál í rugli? Getur það haft áhrif á eignir hins aðilans? Er hægt að taka eitthvað af hinum aðilanum sem á td bíl? Eða eitthvað að húsaleigubótum, barnabótum, launum osfrv? Þau eiga barn saman. Mun staða annars aðilans hafa einhvern áhrif á stöðu hins? Fyrirfram þakkir

 

virgo25 | 30. jan. '19, kl: 14:03:49 | Svara | Er.is | 0

Engin sem veit?? Það er svo erfitt að nálgast upplýsingar um þetta á netinu.

T.M.O | 30. jan. '19, kl: 14:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sambúðarskráning hefur alltaf áhrif á barnabætur og húsaleigubætur. Þar skiftir engu máli hvort annar aðilinn er gjaldþrota eða ekki. Þú getur fundið breytinguna með því að nota reiknvélina https://www.rsk.is/einstaklingar/reiknivelar/reiknivel-barnabota https://www.husbot.is/reiknivel það er, að því að ég best veit, ekki hægt að snerta neitt sem manneskja sem er í sambúð með gjaldþrota einstakling á, en á sama tíma þá þarf að passa að allt sem er keypt sem skiptir einhverju máli þarf að skrá á þann sem er ekki gjaldþrota. Bara smá viðvörun vegna persónulegrar reynslu, þú segir "með allt í rugli". Sumir einstaklingar sem hafa keyrt sig í gjaldþrot hafa komist þangað með fullkomnu kæruleysi og munu halda áfram á sömu braut ef óþægindunum af gjaldþrotinu er létt af til dæmis með sambúð með einstaklingi með hreinan skjöld. Ekki skrifa undir neitt, sama hvað hugmyndin er góð eða þér er sagt að viðkomandi geti alveg borgað þetta sjálfur og þú eigir ekki eftir finna neitt fyrir því. Það eru hundruðir gjaldþrota sem koma til bara út af svona loforðum, sérstaklega ef þú ert með barn/börn

virgo25 | 30. jan. '19, kl: 15:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta svar :) já ég geri mér auðvitað grein fyrir því að húsaleigu- og barnabætur lækka við sambúðarskráningu. Var að meina hvort hægt væri að taka þær upp í skuld hjá hinum aðilanum eða eitthvað þannig skilurðu. Takk!

T.M.O | 30. jan. '19, kl: 16:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það væri hrikalegt, barnabætur má ekki snerta, þú getur fengið bætur og skuld við skattinn á sama blaðinu en þeir verða alltaf að borga þér barnabæturnar að fullu. Þið verðið með algjörlega aðskilinn fjárhag að þessu leiti nema þú skrifir undir eitthvað sem tengist hans skuldum.

bfsig | 30. jan. '19, kl: 18:52:07 | Svara | Er.is | 0

Veit ekki afhverju þetta ætti að hafa nein áhrif á þig. Það væri útaf kortinu. Passaðu þig bara að kaupa ekkert með honum. Kröfum er hægt að halda uppi lengi nema maðurinn hafi farið í gjaldþrotaskipti og sé að bíða eftir að tíminn renni út. Ef þið skráið ykkur fyrir einhverjum kaupum í framtíð þar sem ekki er fyllilega búið að ganga frá hans málum og gengið er á hann, þá er hægt að neyða fram sölu á eigninni hver sem hún er og þú getur lent þar illa. Veit að bankar hafa tekið eignir af fólki sem bar ekki ábyrgð á skuldinni vegna slíkra krosstengsla (sem er reyndar ólöglegt)....

Vidarsdottir1 | 30. jan. '19, kl: 23:42:04 | Svara | Er.is | 0

Ef ég væri í þinni stöðu þá myndi ég hafa samband við lögfræðing til að fá allar upplýsingar og ráðgjöf. Einnig ef þið skráið ykkur í sambúð og þið slítið sambúð þá getur hann átt rétt á eignarstöðu í eigninni þinni þ.e.a.s ef þú átt eign. Ein spurning afhverju viltu skrá þig í sambúð?

T.M.O | 31. jan. '19, kl: 04:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann eignast ekkert í hennar eign ef þau eru skráð í sambúð. Það er möguleiki að hann gæti marið fram dómsmál ef hann getur sýnt fram á að hann hafi borgað af eigninni allan tímann en þá væri það bara það sem hann hefur borgað, hann myndar enga eign umfram það, og verandi gjaldþrota þá bæði er hann örugglega ekki borgunarmaður allt í einu af afborgunum í íbúð annarrar manneskju og væri mjög súrrealískt að gera kröfu um eign sem væri tekin af honum um leið. Ef þau kaupa eign á meðan sambúðinni stendur og hún er skráð á hana til að koma í veg fyrir að hún sé tekin upp í skuld hans þá lítur málið allt öðruvísi út.

jak 3 | 12. feb. '19, kl: 17:24:56 | Svara | Er.is | 0

sambúð snýr bara að barnabótum hefur ekkert með ykkar fjármál að gera nema þið séuð með sameiginlega reikninga og skattaskýrslur, en ef þið eruð ekki gift þá ætti það ekki að skipta

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47922 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, annarut123, paulobrien