Glútenlaust fæði

Máni | 24. mar. '15, kl: 09:03:36 | 546 | Svara | Er.is | 0

Ég er að velta fyrir mér að fara á glútenlaust fæði vegna sjúkdóms sem ég er með. 
Ég hef verið að skoða síður og uppskriftir og sé að þetta er ekkert svo svakalegt.


Þið sem hafið prófað þetta, einhver ráð?

 

stöðunni | 24. mar. '15, kl: 09:11:30 | Svara | Er.is | 0

Mér fannst þetta verða auðveldast þegar ég hætti að reyna að vera á "glútenlausu" og baka einhver glútenlaus brauð og svoleiðis, heldur hugsa þetta út frá því að ég er bara hætt að borða brauð. :)) Það er glúten í ótrúlega mörgu, en þetta er ekkert mikið mál ef maður les vel á umbúðir og í raun hættir maður mikið til að kaupa allt sem er í pakka. Mörgum finnst morgunmaturinn erfiður af því maður er svo vanur brauði eða morgunkorni. En það er hægt að fá glútenlaust morgunkorn. Erfiðast er þegar maður fer í heimsókn, það er alltaf glúten í boði allsstaðar. :) Gangi þér vel. Það eru margir FB hópar um glútenlaust.

Máni | 24. mar. '15, kl: 09:14:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef séð að chia fræ eru glútenlaus líka

Ígibú | 24. mar. '15, kl: 09:34:34 | Svara | Er.is | 0

Það er ekkert svo mikið vesen, ekki þannig. Maður getur bakað sitt eigið brauð, fundið hrökkkex til að borða sem er glúteinlaust. Mér fannst aðallega vesen að borða eitthvað "á ferðinni" eða þegar ég fór í veislur, sérstaklega af því að ég borðaði heldur ekki sykur (borða hann ekki í dag svo sem heldur, nema einstaka sinnum þegar ég svindla og fæ mér ís með afkvæminu).

En ég tók svo sem bara út hveiti og það var nóg fyrir mig, þoldi t.d. alveg að borða hafra. Gerði þetta ss ekki af glúteinóþoli heldur út af öðru.

stöðunni
LadyGaGa | 24. mar. '15, kl: 11:28:58 | Svara | Er.is | 0

Af hverju glútenlaust?  Má ég spyrja hvaða sjúkdóm?

Máni | 24. mar. '15, kl: 11:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hashimotos sjálfsofnæmissjúkdómur. glúten ýtir víst undir bólgur í líkamanum sem gerir sjálfsofnæmissjúkdóma verri.


Sakar varla að prófa og sjá hvort maður finni mun.

Máni | 24. mar. '15, kl: 11:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sjálfsónæmi á þetta að vera

LadyGaGa | 24. mar. '15, kl: 11:32:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok.  Ég fékk út að hvítt hveiti og sykur séu mestu bólguvaldarnir og tók það út.  Er ekki með svona sjúkdóm en líklega vefjagigt á frekar lágu stigi.   Ég myndi t.d. ekki nota spelt en gróft spelt.  Ég nota heilhveiti, veit að það er ekkert frábært en betra en hveitið samt.  

solita | 24. mar. '15, kl: 21:04:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mundi prófa mataræði sem heitir whole 30 það er snilld en pinu erfitt en vel þess virði og manni líður svo miklu betur endilega skoðaðu það a netinu

Maríalára | 24. mar. '15, kl: 21:09:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sykur líka, og allur unninn matur, best að borða bara hreint. Það þarf ekki að vera flókið. 

pragmatic | 24. mar. '15, kl: 11:33:52 | Svara | Er.is | 0

Prófau að gúggla grautur í krukku. Ég fæ mér alltaf svoleiðis í morgunmat núna og hann er rosalega góður og ég held hann sé glúteinlaus. Ég finn mun á orkunni hjá mér eftir að ég fór að borða hann.

Máni | 24. mar. '15, kl: 12:15:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gúgglaði grautur í krukku og fékk um 50 uppskriftir:-)

thecyborg | 24. mar. '15, kl: 12:14:31 | Svara | Er.is | 0

ég hætti að borða glúten og það er það besta sem ég hef gert til að halda niðri sjálfsofnæmissjúkdómi sem ég er með, ég vona að þetta virki jafnvel fyrir þig.

Mér fannst auðveldast að hugsa hvað ég borða venjulega yfir daginn og finna glútenlausa alternatives. Ég fór líka yfir hvað ég elda venjulega og fann út hvað í uppskriftunum innihélt glúten og skipti því út. Síðan hafa bæst í safnið glútenlausir réttir smátt og smátt.

Ég borðaði til dæmis alltaf brauð og kaffi í morgunmat og skipti þá út brauðinu fyrir glútenlausar pönnukökur (er alltaf með deig inni í ísskáp í könnu), þegar ég elda þá skipti ég út pasta fyrir glútenlaust pasta,borða ekki brauð með mat eins og ég gerði alltaf. Þetta er smá maus til að byrja með en gerist síðan smátt og smátt bara. Ég tók þessu bara rólega, það hentar mér best. Ég veit að ef ég ætla mér einhverjar breytingar þá gefst ég alltaf upp ef ég breyti öllu í einu.

stöðunni | 27. mar. '15, kl: 12:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

áttu uppskrift af pönnukökunum? :)

pragmatic | 24. mar. '15, kl: 20:29:54 | Svara | Er.is | 0

Uppskriftin sem ég hef verið á nota af graut í krukku er aðlöguð af annarri sem var mun flóknari. Mín er svona:
Hálft epli skrælt og skorið í bita
2 msk chia fræ
2 msk hörfræ
2 msk hafrar
2 msk hnetusmjör
2 dl möndlumjólk

Þessu er öllu hrært saman að kvöldi og sett í krukku og er svo tilbúið að morgni. Það er svo hægt að bæta við frosnum bláberjum, möndlum og bara hverju sem er. Í upprunalegu uppskriftinni var kínóa sem ég skipti út fyrir hafra.

tennisolnbogi | 24. mar. '15, kl: 20:47:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kínóaið hefur verið þarna sem glútenlaust option, sem hafrar eru ekki :) Nema auðvitað maður kaupi glútenlausa hafra. 
Ég geri líka chia-graut sem mér finnst hrikalega góður! Ég sem var búin að ákveða að mér fyndist svona chia-grautar ógeðslegir hehe...



2 msk chia fræ
1/2 epli (flysjað og bitað)
2 msk blanda af fræjum og hnetum (nota stundum heimagert, glútenlaust múslí úr 30 daga bókinni - þar eru margar glútenlausar uppskriftir og hugmyndir).
2 msk þurrkuð goji ber (bara awesome! myndi setja rúsínur ef ég á ekki goji).
Set stundum kakónibbur líka, bara því ég keypti þær og finnst ég verða að nota þær í eitthvað.
Möndlumjólk eftir smekk (bleika isola eða heimagerð), vanilludropar ef ég er í stuði.


Byrja á að hræra saman chia fræ og möndlumjólk til að koma í veg fyrir kekki. Svo bara öllu hrúgað saman og blandað, set oft aðeins meiri möndlumjólk, svo inn í ísskáp og grípa með morguninn eftir! Stundum set ég smá möndlumjólk í viðbót um morguninn og hræri aðeins upp í þessu.

Jon123 | 24. mar. '15, kl: 20:47:43 | Svara | Er.is | 0

Það er voða lítið mál að vera á glútenlausu fæði ég þurfti að fara á slikt fæði fyrir fjórum árum og þá var mjög lítið til af glútenlausum vörum en nú er orðið ágætis úrval í flestum verslunum.
Ég kaupi brauð og morgunkorn í Bónus og einnig mjöl til að baka kökur og pizzur. Ég eldaði í kvöld mjög gott glútenlaust lasanja. Ég tek oft með mér í heimsóknir glútenlaust vöfflumix frá Toró og baka nokkrar vöfflur.

dekkið | 24. mar. '15, kl: 20:57:33 | Svara | Er.is | 0

Vertu búin að útbúa nokkurskonar matseðil fyrir vikuna. Skrifa niður hugmyndir af mat, snarli og svona. Fyrst hringsnerist ég um sjalfa mig ef ég varð svöng og vissi ekki hvað ég ætlaði að fá mér. Fannst gott að hafa miða skrifaðan með hugmyndum svo ég vissi hvað ég gæti fengið mér heima.


Ég reyndar tók út hveitið líka svo það var meira vesen og þarf að baka allt sjálf. En þetta venst og kemur. Bara byrja rólega og vera dugleg að kíka einmitt á uppskriftir á netinu. Ég nota pinterest mikið

Máni | 24. mar. '15, kl: 21:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er glútein í hveiti

dekkið | 24. mar. '15, kl: 21:05:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þu getur keypt glútnelaust hveiti t.d. í Kosti

kærleiksbjörn | 24. mar. '15, kl: 23:50:22 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta glúteinlausa fæði vera mjög einfalt. En ég er með ofnæmisbarn sem má ekki fá glútein, soyja né mjólk og helst ekkert kolvetni og samt er fjölbreytni hjá okkur. 


ég er með mjög mikið af ávöxtum og grænmeti, nota alfalfa spirur, brokkolí spírur í staðin fyrir hrísgrjón, Spaghettí squash í staðin fyrir venjulegt spaghettí, bý til tómatsósu sjálf, Hreinn matur ss enginn unninn matur, ekkert tilbúið. 


Ég baka mikið sem er glúteinlaust og nota ´eg Xylitol í staðin fyrir sykur í þær uppskriftir sem eplamauk er ekki gott í. Nota No Egg duft í staðin fyrir egg Kókosolíu í staðin fyrir smjör og smjörlíki bæði í bakstur og á pönnuna. 

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. mar. '15, kl: 01:04:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú notar mikið af ávöxtum (og Xylitol) er barnið að fá slatta af kolvetnum

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

kærleiksbjörn | 25. mar. '15, kl: 19:40:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt þetta skv ofnæmislæknir og meltingarsérfræðings. Þeir kölluðu ávextina "betri" kolvetni eða eitthvað

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. mar. '15, kl: 00:11:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spes.... ávextir innihalda einföld kolvetni en eru auðvitað glúteinlausir svo þeir eru betri fyrir meltingu fólks með glúteinóþol heldur en það sem inniheldur glútein

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Stjörnubjart | 26. mar. '15, kl: 02:36:29 | Svara | Er.is | 0

Ég þurfti að fara á glútenlaust fæði og það var mun auðveldara en ég hélt í fyrstu. :)

Ég er mjög þakklát "Glútenfrítt líf" ( http://www.glutenfrittlif.blogspot.com/) og TORO á Íslandi ( https://www.facebook.com/toroaislandi) fyrir góðar hugmyndir, lausnir og uppskriftir. Mæli með að fylgjast með þeim.

Toro er komið með alls konar glútenlausar lausnir sem ég nota mikið þegar mig langar í brauð eða rétti sem innihalda oftast glúten. Til dæmis mjölmix (gott í pizzabotna, brauð o.fl.), kökumix, vöfflumix, muffinsmix o.s.frv. Svo varð ég hoppandi glöð þegar ég sá að glútenlaust lasagna er komið til landsins (frá Toro) og ég fann engan mun á því og venjulegu lasagna. :)

Svo hef ég líka notað maíshveiti úr Kosti og elska að í Kosti eru verðmiðarnir fjólubláir ef varan er glútenlaus. Finnst það brilliant system og mætti vera á fleiri stöðum. :)

Gangi þér sem allra best!

holyoke | 26. mar. '15, kl: 21:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að spá í einu með þetta glútenlausa. Er í sama pakka og Máni og þarf að forðast glútenið... Í krónunni var glútenlaust pasta sem kostaði 600 kr og ekki var pakkinn neitt sérlega stór. Ég er fátækur námsmaður og leyfði mér lítið annað en hræódýran mat og borðaði lítið svo ég spyr; finnst ykkur matarverðið hækka mikið á þessu glútenfría fæði og ef svo er ekki hvernig kaupið þið í matinn?
Ég er með hnut í maganum yfir þessu því ekki er matarpeningurinn um hver mánaðarmót mikill :/

AyoTech | 27. mar. '15, kl: 10:00:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er þannig að ef það er merkt glútenfrítt, þá er það dýrara. Það sem hefur hjálpað mér í glútenlausu fæði er að hugsa betur um það sem ég borða og vanda valið. Betra að borða minna og betra en meira og verra. Það kemur svipað út á endandum. Ég er ekki að leita eftir glútenlausu brauði og kexi heldur að skipta því út fyrir segjum ávexti og grænmeti til dæmis.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47843 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Bland.is, annarut123, Guddie