Góðir fiski réttir?

rayne | 6. sep. '12, kl: 15:21:12 | 1418 | Svara | Er.is | 1

Ég hef aldrei verið mikið fyrir fisk en ætla nú að reyna að hafa hann í matinn amk 1x í viku, vonandi oftar.

Eru ekki einhverjir sniðugir hér sem luma á hollum og góðum jafnvel framandi uppskriftum fyrir gamla íslenska fiskinn?

 

Taelro | 6. sep. '12, kl: 15:32:12 | Svara | Er.is | 3

Ýsa með graskersfræum

500 grömm ýsa
Smá olía
Smjör

Salat:
1 toppkál
2 hvítlauksgeirar
1 laukur
1 desilítri grísk jógúrt (eða hrein jógúrt)
1 sítróna
Ólífuolía
2-3 dillkvistir
2 myntukvistir
Graskersfræ
Salt og pipar

Skolið kálið og skerið það í strimla. Setjið það í skál. Saxið hvítlaukinn og skerið laukinn í þunnar sneiðar. Setjið þetta í skálina ásamt jógúrti, olíu, saxaðri myntu og sítrónusafa. Blandið öllu saman og smakkið til með salti og pipar. Stráið graskersfræum og dilli yfir.
Skerið fiskinn í sneiðar og kryddið með salti og pipar. Hitið pönnu með blöndu af smjöri og olíu og steikið fiskinn, í cirka 5 mínútur, á hvorri hlið. Berið fram ásamt salatinu og jafnvel kartöflum.




Forsetafiskur

3 græn epli
1 græn paprika
6-7 sneiðar beikon
smjör
ýsuflak
hveiti
pipar
salt
1 stk Camembert-ostur
rifinn ostur

Afhýðið eplin og skerið í bita. Skerið einnig paprikuna í bita.
Beikonið er skorið í 3-4 bita (hver sneið og steikt í smjöri þar til það er glært.
Skerið ýsuflakið í litla bita og veltið því upp úr hveiti, pipar og salti. Steikið við vægan hita.
Allt er síðan látið í eldfast mót og Camembert-ostur er látinn í litlum bitum hér og þar ofan á.
Yfir allt er síðan dreift rifnum osti.
Hitið í 20-30 mínútur við 180°c






Fiskréttur m.skyrsósu

Sósa:
200 g skyr (1 dós)
1 msk sykur
200 majónes
1 dós sýrður rjómi
1 msk sætt relish
1 msk sætt sinnep
1 tsk karrí

Blandið saman öllu saman.

Fiskur:
1 laukur
800 g ýsa
1 rauð paprika
1 græn paprika
1/2 haus blómkál
100 g sveppir
smjör til steikingar

Skerið laukinn smátt og setjið í eldfast mót. Skerið fiskinn í bita og leggið ofan á laukinn. Skerið paprikur í bita, blómkál í greinar og sveppi í sneiðar. Steikið í smjöri á pönnu og setjið yfir fiskinn. Setjið skyrsósuna yfir allt og bakið við 180°C í 40 mínútur.





Sumarbústaðafiskréttur

2-3 ýsuflök
150 g mozzarella
1 paprika
1/2 dós grænn aspas+safi
3 msk. majónes
2 msk. sýrður rjómi
2 tsk. karrý
2 tsk. Provencale

Ýsan steikt á pönnu og sett í eldfast mót. Öllu öðru blandað saman í skál+ost og hellt yfir fiskinn. Bakað þar til fallegt á litinn. Borið fram með grjónum, salati og hvítlauksbrauði



Ýsudraumur

1 meðalstórt ýsuflak
1 paprika
1 laukur
4-5 beikonsneiðar
1 gráðostur
1 sítróna
2 tómatar

Paprikan og laukurinn saxað gróft og látið í eldfast mót. ½ ltr. af vatni settur yfir til suðu og þykktur. Beikonsneiðarnar skornar niður og settar út í pottinn og safinn af sítrónunni kreistur út í, kryddað með aromat eftir smekk. Fiskflakið skorið í hæfilega bita og sett í eldfast mótið og salti stráð yfir. Síðan er sósunni hellt út í mótið. Tómatarnir skornir í sneiðar sem eru settar yfir fiskinn. Osturinn rifinn og settur yfir. Bakað í ofni við 250°C.



Ýsa í ofni með grænmeti

1 stórt ýsuflak, roðdregið
fiskikrydd frá Pottagöldrum
sítrónupipar
1 dl mysa eða hvítvín
1 tómatur, saxaður
1 kúrbítur, saxaður
1 lítill blaðlaukur, saxaður
1 lítil dós kotasæla
2 msk. tómatsósa
1 tsk. karrí

Skerið fiskinn í bita og raðið í smurt, eldfast fat. Kryddið fiskinn og hellið mysunni meðfram. Mýkið allt grænmetið í olíu (gott að nota hvítlauksolíu) á pönnu og hrærið vel. Bakið fiskinn á meðan í 10 mínútur við 200°C. Dreifið grænmetinu yfir fiskinn. Blandið saman kotasælunni, tómatsósunni og karríinu og setjið yfir grænmetið. Bakið í 10-15 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum.




Salsafiskur í formi

700 g ýsuflök
salt
chilipipar
olía
1 laukur
1 krukka salsa
1 dós sýrður rjómi
150 g rifinn cheddar
100 g nachosflögur, muldar

Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast mót. Setjið saxaðan laukinn á pönnu í olíu og mýkið hann aðeins. Dreifið honum svo yfir fiskinn. Hrærið saman salsa og sýrðum rjóma og þekið fiskinn m/ sósunni. Setjið rifinn ost yfir og stráið muldum flögum yfir. Bakið í 20 mín. við 180°C. Berið fram m/ hrísgrjónum



Kornflögufiskur með kaldri sósu

2 bollar muldar kornflögur
3 tsk rifinn sítrónubörkur
Salt og pipar
3 tsk sítrónusafi
4 msk smjör
700-800 gr ýsu- eða þorskflök (roðflett)

Sósan:
3 msk léttmajónes
2 msk sýrður rjómi (10%)
3 msk sweet pickle relish
2 msk sítrónusafi
1 msk sætt sinnep

1. Setjið kornflögumylsnuna í skál og bætið sítrónuberkinum, salti og pipar út í.
2. Setjið sítrónusafnn í skál, bræðið smjörið og blandið saman við sítrónusafann.
3. Skerið fiskinn í 5 cm strimla (fingur) og penslið með smjörblöndunni. Veltið fiskbitunum síðan upp úr kornflögumylsnunni og raðið í ofnskúffuna (notið bökunarpappír undir).
4. Bakið í 10-15 mínútur.
5. Útbúið sósuna á meðan fiskurinn er í ofninum.


Karrýfiskur með hrísgrjónum
Fyrir 4

2 dl hrísgrjón
600 g fiskflök, roð- og beinhreinsuð
2 dl súrmjólk
4 msk léttmajónes (má nota súrmjólk, þá eru notaðir 3 dl í stað 2 dl)
2 tsk karrý
2 tsk salt
100 g nýjir sveppir
3 msk rifinn ostur

1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
2. Hrærið saman súrmjólk, majónes, karrý og 1 tsk karrý og 1 tsk salt.
3. Setjið soðin hrísgrjónin í smurt, ofnfast fat.
4. Skerið fiskinn í bita og raðið honum yfir hrísgrjónin og stráið salti yfir. Sneiðið sveppina og dreifið þeim yfir fiskinn. Hellið sósunni yfir réttinn.
5. Bakið í miðjum ofni við 200°c í 30 - 40 mín. Stráið osti yfir réttinn og bakið áfram þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.


Fiskur m/ pestó

rauðlaukur
hvítlaukur
paprika
tómatar og annað grænmeti sem þér dettur í hug
ýsuflök, sneidd í bita
rautt pestó
fetaostur

Grænmeti sett í botninn á eldföstu móti. Ýsubitarnir smurðir með pestó og settir ofan á grænmetið. Fetaosturinn fer síðan þar ofaná ( gott er að láta mikið af olíunni með. Allt sett í 180°C heitan ofn þar til fiskurinn er orðinn soðinn u.þ.b. 20 mín. Borið fram með hrísgrjónum.



Grænmetisfiskréttur í ofni

500 g ýsa
2 msk sítrónusafi
400 g kartöflur
1-2 grænar paprika
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar
1 tsk grænmetiskraftur
1/2 tsk hvítur pipar
1/2 tsk salt
1 tsk basilikum
40 g ostur 17%

Skolið fiskflökin, þerrið og bleytið með sítrónusafa. Skrælið kartöflurnar og skerið í sneiðar. Skerið paprikuna í strimla og laukinn í fremur þunnar sneiðar. Pressið hvítlaukinn og hrærið honum saman við tómatana ásamt grænmetiskraftinum og kryddinu. Kartöfl-urnar, laukurinn og paprikan er sett í eldfast mót og tómasósunni hellt jafnt yfir. Setjið lok eða álpappír yfir mótið. Stillið ofn á 220°C og setjið mótið neðst í kaldan ofninn. Þerrið fiskflökin aftur og krydduð með saltinu og piparnum. Bakið grænmetið í um það bil 30 mínútur en leggið þá fiskflökin ofan á, stráið rifnum osti yfir og bakið áfram í 40-45 mínútur. Borið fram t.d. með couscous, hrígrjónum eða brauði og fersku salati.


Ýsa í veislubúningi

1 laukur
1 rauð paprika söxuð
1 græn paprika söxuð
1/2 dós ananaskurl
1 dós rækjuost
1 1/2 dl rjóma
1 tsk salt
1/2 tsk sítrónupipar
1 tsk karrý
1 súputeningur

Fiskurinn skorin í sneiðar eða bita og léttsteiktur í olíu. Raðið sneiðunum í eldfast mót.
Setjið smá olíu á pönnu á pönnu, bætið grænmetinu á og léttsteikið þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið síðan út á pönnuna.
ananaskurli, rækjuosti og rjóma.
Látið ostinn bráðna við vægan hita og hrærið þessu vel saman og kryddið.
Hellið sósunni yfir fiskinn og bakið í 200°c heitum ofni í ca 20-30 mín.
Gott er að bera fram með þessu hrísgrjón og hvítlauksbrauð.



Ýsa með kókoschutney

500 grömm ýsa
Olía
20 grömm smjör

Kókoschutney:
200 grömm kókosmjöl
200 grömm rúsínur
½ búnt mynta
½ búnt kóríander
2 límónur
2 sítrónur
2 hvítlauksgeirar
45 grömm steytt kúmen
12 heilar kardemommur
1 matskeið harissa
½ desilítri eplaedikk
4-6 matskeiðar ólífuolía
Salt og pipar

Sósa:
3 desilítrar hreint jógúrt
2 matskeiðar tahin
1 matskeið sítrónusafi
Salt og pipar


Aðferð fyrir Ýsa með kókoschutney:

Kókoschutney:
Ristaðu kúmenið á pönnu þar til að lyktar sterkt. Takið pönnuna af hitanum og hellið kúmeninum í stóra skál ásamt kókosmjöli og rúsínum. Saxið myntu og kóríander og hellið í. Merjið hvítlaukinn og komið honum í blönduna. Ristið kardemommurnar á pönnu þar til þær eru brúnar og stökkar. Takið þær af pönnunni og merjið þær, notið aðeins innsta kjarnan og hendið afgangnum. Setjið kjarnana í kókosmjölið.
Rífið börkinn af límónunum og sítrónunum og setjið hann útí. Hellið harissa, eplaedikki og ólífuolíu í og hrærið vel. Kryddið vel með salti og pipar.

Sósa:
Blandið jógúrti, tahin og sítrónusafa saman. Kryddið með salti og pipar.

Fiskur:
Skerið fiskinn í væna bita og kryddið með salti og pipar. Steikið fiskinn í blöndu og olíu og smjöri, þar til hann er gullinn. Berið fram með kókoschutneyinu og tahinsósunni.


Fiskibollur

Uppskrift úr Bónus uppskriftum

Hráefni:

2 góð flök af þorski, ýsu, smálúðu eða karfa !
1 stór laukur
1 egg
2-3 msk hveiti
2-3 msk kartöflumjöl
salt,pipar,aromat

Aðferð: Þynnt með mjólk, allt eftir smekk hvers og eins.
Allt látið í matarvinnsluvél, byrja á lauknum og síðan flökunum o.s.frv.
Steikja frekar litlar bollur úr smjörva. Sett á fat og halda heitu í ofninum, meðan hitt er klárað.
Bera fram ýmist með kartöflum- þess vegna bökuðum, grænmeti og kryddsmjöri að eigin smekk (estragon smjör er afar gott, þá er bara brætt smjör,tekið af hitanum og sett ferskt estragon út í, hrært af og til áður en það er borið fram)
Til hátíðarbrigða má setja reyktan lax, eða silung saman við deigið - afar ljúffengt.




Steiktar fiskibollur

Uppskrift úr Bónusuppskriftum

Hráefni:
400 gr. beinlaus fiskur
2 matsk. hveiti
1 1/2 matsk. kartöflumjöl
2 tesk. salt
1/4 tesk. pipar
1/2 matsk. saxaður laukur
2 dl. mjólk
50 gr. plöntufeiti ( olívuolía)
50 gr. smjörlíki


Aðferð: Saxað 4 sinnum með lauknum, saltinu og piparnum. Hveitið og kartöflumjöl hrært saman við. Mjólkin hrærð í smátt og smátt. Hrært í 1/2 klst. Plöntufeitin og smjörlíkið brúnað á pönnu og fiskdeigið sett á með matskeið, sem dýft er ofan í feitina. Steiktar í 15 mín. Borðaðar með soðnum kartöflum.
Sjóða má bollurnar, og eru þá margskonar sósur notaðar út á þær. Sé það gert, er lauknum sleppt.


Fiskibollur frá tyrklandi

Uppskrift úr Gestgjafanum.

Hráefni:
700 gr fiskur í bitum eða fiskihakk
4 msk. Brauðrasp
½ laukur, gróft rifinn
3-4 msk. Ljósar rúsínur, saxaðar
3 msk. Furuhnetur
Handfylli fersk steinselja, mynta eða kóríander, saxað
1 egg
2 tsk. Tapenade frá Sacla eða tómatmauk
½ msk. Kanill
Salt og pipar
4 msk. Hveiti
4 msk. Olía


Aðferð: Hakkið fisk í matvinnsluvél, ef ekki er notað fiskihakk, og setjið hakkið í skál. Blandið öllu nema olíunni saman við. Mótið bollur og steikið þær í olíu. Berið fram með salati og kúskús.




Tælenskar fiskibollur

Uppskrift úr Gestgjafanum

Hráefni:
1 stilkur sítrónugras, sneiddur eða börkur af 1 límónu
4 cm bútur af engiferrót, sneiddur
2 hvítlauksgeirar
1 msk. Kaffir límónulauf, fást í Asían, eða 2 lárviðarlauf
5 msk. Ferskt kóríander, saxað
1 ferskt rautt chili-aldin
800 gr roð-og beinlaus fiskur í stórum bitum eða fiskihakk
1 tsk salt
80 gr kókosmjöl
3-4 msk.olía

Sósa:
1 msk. Sesamfræ ristuð á þurri pönnu
2 msk sesamolía
2 msk. Límónsafi
2 msk. Tamari-sojasósa
1 msk. Hunang
½ rautt chili aldin smátt saxað


Aðferð: Setjið sítrónugras, engifer, hvítlauk, límónulauf, ferskt kóríander og chili í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið fiski og salti út í og maukið vel saman. Bætið kókosmjöli út í og blandið vel saman, passið samt að ofhræra ekki. Formið bollur og hafið þær aðeins flatar. Steikið í heitri olíu.

Sósa:
Blandið öllu saman og beri fram með bollunum. Gott er að bera núðlur fram með.


Rússnesk fisksúpa

Höfundur: Jens Kristjánsson

Samantekt: Þetta er einstaklega bragðgóð súpa, finnst mér, mild og með skemmtilega "sýrðu" yfirbragði frá kapers og gúrkum. Hún hentar vel í stórar súpur sem má bera fram í pott eða súpuskál. Eins er auðvelt að prjóna við hana. Uppskriftin er fyrir 4.

Hráefni:
50 gr. smjör
1 stór laukur, sneiddur fínt
1 sellerístilkur, sneiddur fínt
5 msk hveiti (áætlun)
2 msk tómatpúrra, e.t.v. aðeins meira
1 lítri vandað fisksoð
2 vænar (eða eftir smekk) súrar gúrkur, sneiddar fínt
1 msk kapers (eða eftir smekk), skolað og vatn kreist úr (varlega)
1-2 lárviðarlauf
1/4 tsk ferskt múskat (meira ef þarf)
600 gr. hvítur fiskur
2 msk söxuð steinselja
2 msk saxað dill + meira sem skraut
sýrður rjómi ti skrauts

Aðferð: Fisksoðið lagað. Ég nota gjarnan þau fiskbein sem ég á og blanda saman ýmsum tegundum fiskteninga og fljótandi krafts og krydda fram og til baka svo ég nái góðu bragði.

Fiskurinn þrifinn, skorinn í bita, saltaður og pipraður.

Smjörið brætt á pönnu. Lauk og sellerí bætt út í og steikt á vægum hita í 5-10 mín. Hveitið hrært saman við ásamt tómatpúrrunni, hækkað vel undir og hrært viðstöðulaust í 1/2 mínútu. Þá er fisksoðinu hellt út í og suðan látin koma upp.

Nú er lækkað undir og gúrkum, kapers, lárviðarlaufi, og múskati bætt út í. Soðið á mjög vægum hita í 2-3 mínútur. Síðan er lækkað niður fyrir suðumark og fiskbitunum bætt út í og þeir seyddir í 5 mínútur eða svo. Þá ættu þeir að vera gegnsoðnir en samt vel stinnir.

Þá er dilli og steinselju bætt út í, hrært varlega saman, og borið fram.

Með "stórri" súpu væri hægt að bera sýrða rjómann fram í sér skálum og gæti þá hver fengið sér eins og vill. Í minni súpu er gaman að skreyta hvern disk með doppu af sýrðum rjóma og dálitlu dilli. En í öllu falli er sýrði rjóminn mikilvægur upp á bragðið - því feitari, því betri að mínu mati.




Fiskisúpa fjölskyldunnar

6-800gr lúða eða ýsa.
7 dl. mysa
5 dl. vatn
1 tsk salt

100 g sellerí
100gr blaðlaukur
4 gulrætur
1 laukur
70 gr smjör
1 tsk karrí
2 msk hveiti
¼ tsk “season-all
1-1 ½ tsk fiskkraftur
¼ dl rjómi
3 eggjarauður
200 gr rækjur.

Sjóðið fiskinn í blöndu af mysu, vatni og salti. (Ath. að ofstjóða ekki.) Saxið sellerí og lauk, skerið blaðlauk í þunnar sneiðar. Látið grænmetið og laukin krauma í smjörinu í u.þ.b. 5 mín. Í potti. Látið karrí út í. Skerið gulrætur í þunnar neiðar og snöggsjóðið. Látið hveitið yfir grænmetið í pottinum og bakið upp með 1 lítra af fisksoði.

Bragðbætið með fiskkrafti og “season-all” og látið rjómann út í og hitið í suðu. Hrærið eggjarauðurnar í skál og jafnið súpunni út í , hægt fyrst. Látið súpuna aftur í pottinn og setjið rækjurnar, gulræturnar og beinlausan fiskinn út í. Hitið þannig að fiskurinn sé vel heitur en sjóðið ekki. Berið fram með volgu smábrauði og smjöri. Svona súpa er mjög góð sem sjálfstæður réttur.


Fisksúpa Dísu frænku

Höfundur: Frú Fiðrildi

Samantekt: Það er skemmst frá því að segja að Dísa frænka er áttræð yndisleg kona sem hefur alltaf haft unun af því að elda, baka og prjóna. Uppskriftirnar hennar klikka aldrei!

Hráefni:
50 gr. smjör (má alveg nota olíu að hluta)
1 laukur
1 rif hvítlaukur
1 gulrót
2-3 stangir sellerí
1 paprika
2-3 meðalstórar kartöflur
1 lítil dós tómatpúrra (ég nota 2 stórar dósir í stóran pott)
1/2 tsk. basil
1 tsk. salt
2 bollar vatn (ég nota meira)
1 teningur fiskkraftur (ég nota meira... ca 5-6 teninga í stóran pott)
700-800 gr. fiskur (lúða hentar mjög vel)
1/2 bolli matreiðslurjómi eða annar magur rjómi


Aðferð: Smjörið/olían er hitað í potti. Grænmetið skorið niður og mýkt í olíunni. Tómatpúrru, basil, salti og fiskkrafti bætt við ásamt vatni og suðan látin koma upp. Þá er fiskurinn skorinn í munnbita og settur í pottinn, gætið þess að láta hann ekki sjóða lengi... ég hef miðað við ca 2 mín. og síðan slökkt undir pottinum og látið standa í smá stund. Að lokum er rjómanum bætt við og súpan smökkuð til (mér finnst betra að krydda hana meira en uppskriftin segir til um).


Fiskisúpa

Innihald
2 Laukar
3 hvítlauksrif
Sæt kartafla, meðalstór
Tómatpúrra
Ólífuolía
300g roðflett ýsuflök
1,5-2 lítrar grænmetissoð
Salt og pipar
Kúmín
Kóríander

Aðferð
Skerið sætu kartöfluna í sneiðar og saxið laukinn og hvítlaukinn. Steikið í olíunni.

Bætið grænmetissoði, tómatpúrru og kryddi (eftir smekk) út í og sjóðið þar til allt er orðið vel meyrt.
Ýsan er skorin í bita og sett út í tíu mínútum áður en súpan er borin fram.


Tær fiskisúpa „bouillabaisse“

Hráefni
500 g humarhalar í skel
250 g surimi (krabbalíki)
500 g risahörpudiskur
500 g kræklingur
250 g úthafsrækja
500 g steinbítur
1/4 tsk. saffran
4 stk. ferskir tómatar
250 g niðursoðnir maukaðir tómatar
3 stk. skalottlaukar
4 stk. hvítlauksgeirar
1/4 búnt steinselja
1/4 stk. grænt chilialdin
400 ml hvítvín
800 ml vatn
salt og pipar
ólífuolía til steikingar

Aðferð
Uppskriftin miðast við sex manns.

Snyrtið fiskinn og gerið kláran fyrir matreiðsluna. Afhýðið og saxið skalottlauk og hvítlauk og mýkið í olíu í stórum potti, án þess að brúna. Bætið maukuðu tómötunum saman við saxaðan lauk og hvítlauk. Stráið saffrani út í tómat- og laukmaukið og bætið helmingnum af hvítvíninu og vatninu saman við. Setjið chili saman við maukið og kryddið með salti og pipar. Bætið fisktegundunum út í pottinn. Setjið þá tegund sem þarf lengstu eldunina fyrst. Bætið afganginum af hvítvíninu og vatninu saman við og látið suðuna koma hægt og rólega upp. Saxið steinselju og setjið út í rétt áður en fiskisúpan er borin fram.

Berið súpuna fram með snittubrauði og spænskri hvítlaukssósu, aïoli.


Íslensk fiskisúpa

Hráefni
600 g blandaður fiskur og skelfiskur; t.d. lúða, skötuselur, lax, bleikja, stein-bítur, rækja og hörpuskel
1–2 stk. laukar
2 stk. gulrætur
1 stk. sellerístöngull
2 greinar timjan
2–3 stk. lárviðarlauf
2 msk. smjör
2 dl hvítvín
1 lítri fiskisoð
mjúk smjörbolla (75 g hveiti og 100 g smjör)
2 dl rjómi
salt og hvítur pipar úr kvörn
koníak

Kryddjurta-ólífuolía
lítið búnt basilíka
lítið búnt steinselja
3–5 stk. hvítlauksgeirar
2 msk. jómfrúarolía (Extra virgin ólífuolía t.d. frá Monte Vibiano)

Aðferð
Skerið fiskinn í litla bita og ræmur eftir tegundum og eftir því hvernig trefjarnar liggja í fiskholdinu.

Afhýðið lauk og saxið smátt.

Flysjið gulræturnar og skerið í smáa teninga ásamt sellerístöngli. Bræðið smjörið í potti við miðlungshita og mýkið lauk, gulrætur og sellerí ásamt timjan og lárviðarlaufum, án þess að grænmetið taki lit. Hellið hvítvíni yfir og sjóðið saman örlitla stund og bætið þá fiskisoði saman við og sjóðið vel saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk, þar til að bragðið er orðið þétt og kröftugt. Takið pottinn af hellunni og látið smjörbolluna renna út í pottinn og hrærið stöðugt í með þeytara, þar til að súpan er orðin flauelsmjúk.

Svona þykktar súpur heita „veloute“ á kokkafrönsku, sem þýðir flauel. Látið súpuna aftur á heita helluna og látið suðuna koma hægt upp. Gætið þess sérstaklega vel að súpan bullsjóð i ekki og brenni ekki við. Bætið rjómanum út í, bragðið á súpunni og bragðbætið með salti og hvítum pipar ef með þarf. Hellið að lokum einföldum koníak, púrtvíni eða jafnvel góðu viskíi út í. Haldið súpunni við suðumark og setjið fiskinn út í rétt áður en súpan er borin fram. Hrærið varlega í með sleif í nokkrar mínútur þannig að fiskurinn soðni í súpunni. Bætið kryddjurta-ólífuolíunni út í súpuna um leið og hún er borin fram og hrærið varlega saman við. þetta er gert í lokin til þess að ferskleiki kryddjurtabragðsins og ólífuolíunnar haldist ásamt skarpleika hvítlauksins, sem á svo vel við svona fiskisúpur

rayne | 6. sep. '12, kl: 15:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki að því að spyrja! Þetta er frábært, takk :)

Ethel | 3. okt. '12, kl: 18:40:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað myndiru borða með forsetafiskinum?

Some people say the glass is half empty, some people say it's half full... I say are you going to drink that, or can I have it?

Taelro | 3. okt. '12, kl: 18:57:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef yfirleitt hrísgrjón með.  Gjarnan blöndu basmati + wild rice, fæst víða.

icegirl73 | 22. sep. '12, kl: 19:50:16 | Svara | Er.is | 1

Mánudagsþorskur/ýsa


Þorskur eða ýsa ca. 1kg.
1-2 pokar soðin hrísgrjón
Karrý
Ananaskurl
Krydd e. smekk (nota fiskikrydd frá Prima og smá sítrónupipar)
1/2 l. rjómi (ekki matreiðslurjómi)
Rifinn ostur.


Hrísgrjónin soðin. Karrý og ananaskurlinu blandað saman við grjónin (ég prófaði líka að setja smá steikt beikon og það var mjög gott).  Sett í botninn á smurðu eldföstu móti. Fiskurinn kryddaður og settur ofan á grjónin. Rjómanum hellt yfir og osturinn settur ofan á. Bakað við 200°c í ca. 30 mín. Borið fram með fersku salati og fetaosti.

Strákamamma á Norðurlandi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Síða 10 af 47932 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien