Grafarholt

Snotr | 15. jan. '13, kl: 11:25:58 | 1781 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hér sem býr í Grafarholti? Hvernig er að búa þar, hver er ykkar reynsla?

Nú er ég að skoða íbúðir og langar að kikja á nokkrar þar...Við eigum 1 barn og annað á leiðinni

Endilega segið mér hvað ykkur finnst

 

Hedwig | 15. jan. '13, kl: 12:00:57 | Svara | Er.is | 0

Bjó þarna í 1 ár , ekki með börn eða neitt svoleiðis þannig að ég get ekkert sagt til um skóla eða álíka en fannst þetta alveg ágætis hverfi.  En segi það ekki að mér líður mun betur þar sem ég bý núna í hafnarfirði.  Finnst einhvern vegin styttra í allt hjá mér núna en þegar ég bjó í grafarholtinu, sem sé það er smá spölur í Bónus eða Krónuna frá grafarholtinu og já það er bara voða lítið af þjónustu þarna :). 


Fannst þetta annars bara rólegt og fínt hverfi og fannst ekkert að því að búa þarna í þetta eina ár :). 

GunnaTunnaSunna | 21. ágú. '15, kl: 21:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stutt núna í krónuna :) komin þar sem nóatún var.

GunnaTunnaSunna | 21. ágú. '15, kl: 21:33:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oooog las dagsetninguna og sé að þetta er gömul umræða :(

EvaMist | 15. jan. '13, kl: 12:10:20 | Svara | Er.is | 2

Veit ekkert um hverfið en þetta væri um það bil seinasti staðurinn sem ég myndi leita að húsnæði því ég fýla þetta hverfi bara alls ekki.

Snotr | 15. jan. '13, kl: 12:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

af hverju fílaru það ekki....ef þú veist ekkert um það?

EvaMist | 15. jan. '13, kl: 14:40:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á við að ég hef ekki búið þarna og veit ekki hvernig leikskólar og skólar og slíkt er svo ég get ekki metið það. En einhverra hluta vegna þá finnst mér persónulega þetta varla vera hverfi því það er eiginlega ekkert annað þarna og ég send einmitt í þeim sporum að velta fyrir mér hvar ég vilji eiga heima og þetta hverfi og hverfið upp við Rauðavatn eru bara alveg út úr myndinni.

Hedwig | 15. jan. '13, kl: 12:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já ég leigði einmitt íbúðina sem ég var í en langaði ekkert að kaupa mér íbúð þarna og keypti í Hafnarfirðinum frekar þar sem mér finnst vera allt til alls og einhvern vegin meira kósý en í grafarholtinu :P. 

EvaMist | 15. jan. '13, kl: 14:41:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil það mjög vel.

Seven of Nine | 15. jan. '13, kl: 12:17:46 | Svara | Er.is | 5

Mér finnst æðislegt að búa hérna. Lítið hverfi, góðir skólar og leikskólar. Stutt í helstu þjónustu og maður er enga stund að komast út úr hverfinu og á stofnbraut.

litlaskotta | 15. jan. '13, kl: 12:35:17 | Svara | Er.is | 1

það er mjög gott að búa hér og frábært að vera með börn. 


Finnst samt pirrandi hvað er langt að sækja þjónustu eins og heilsugæslu, lágvöruverslun, banka og slíkt.     


Er búin að vera hér í 6 ár, er með tvö börn, og horfi löngunaraugum á önnur hverfi og get ekki beðið eftir að flytja.

_______________________________________________________
2 stelpna mamma !!!

Seven of Nine | 15. jan. '13, kl: 12:44:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá hvað það er ekki mín upplifun. Hef búið í Breiðholti, Grafarvogi, Vesturbænum og Gerðunum (108) og finnst ekkert lengra að sækja þjónustu héðan. Þvert á móti finnst mér t.d. mjög einfalt að skjótast í Bónus á Korputorgi og svo er banki í hverfinu.

litlaskotta | 15. jan. '13, kl: 12:51:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já alveg rétt, landsbankinn er við húsasmiðjuna - gleymi því alltaf :)


En það er misjafnt hvað fólki finnst langt og einfalt :)   Amk finnst mér Grafarvogurinn mun meira heillandi, en hann hefur eflaust sína galla rétt eins og öll önnur hverfi ;)

_______________________________________________________
2 stelpna mamma !!!

Seven of Nine | 15. jan. '13, kl: 12:55:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grafarvogurinn er líka æði. Ef ég flyt nokkurntíman héðan þá er stefnan sett á Grafarvoginn.

ingbó | 15. jan. '13, kl: 22:19:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver fer svo sem í banka í dag?   

blomid | 15. jan. '13, kl: 12:52:24 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst ágætt að vera þarna. Búin að búa þarna í tæp 7 ár. Er með eitt barn og finnst hverfið æðislegt fyrir börn.
Barnið var á frábærum leikskóla - því miður ekki alveg eins ánægð með grunnskólan.

Sammála því samt að helsti ókosturinn er að þurfa yfirleitt að fara út fyrir hverfið til að fá þjónustu.

__________________________________________________________
“Beneath the makeup and behind the smile I am just a girl who wishes for the world.” Marilyn Monroe

Salvelinus | 15. jan. '13, kl: 12:58:11 | Svara | Er.is | 0

Ágætt hverfi, stutt í náttúru. ENGIN þjónusta.
Ég leigi og það er ekki séns að við kaupum hér.

Kristnó | 15. jan. '13, kl: 14:45:33 | Svara | Er.is | 0

Ég hef búið í Grafarholti í 9 ár og líkar það mjög vel. Bæði ánægð með leikskólann og grunnskólann. Það eru fínar gönguleiðir og stutt í náttúruna og líka auðvelt og fljótlegt að komast út úr hverfinu. Hefði viljað hafa styttra í lágvöruverðsverslanir en ég er orðin vön þessu og fer yfirleitt í búð á leiðinni heim úr vinnu.

óskin10 | 15. jan. '13, kl: 14:46:00 | Svara | Er.is | 0

finnst þetta leiðinlegt hveri, engin þjónusta þarna og dýrar íbúði. Færð ódýrarii íbúðir í grafarvoginum og þá ertu með alla þjónustu nema kannski í húsa eða hamrahverfinu

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

sumarrós 18 | 15. jan. '13, kl: 14:50:27 | Svara | Er.is | 0

bý hérna með syni mínum hann er í sæmundarskóla honum líkar alveg vel í skólanum,rólegt nálægt gönguleið,ekkért svo langt í korputorg í bónus,enga stund að keyra í ræktina og bíó

nixixi | 15. jan. '13, kl: 15:27:54 | Svara | Er.is | 1

Allt í lagi að vera þarna ef þú ert á bíl, ef ekki, slepptu því. Strætósamgöngurnar þangað eru ömurlegar og það er langt í alla þjónustu svo maður er mjög háður bílnum. Svo eru engar skemmtilegar gönguleiðir þarna, bara brekkur og svo malarvegir ef þú ferð upp á holtið, sem sagt ekki þægilegt að labba með barnavagn þarna. Já og ég hef alls ekki góða reynslu af Ingunnarskóla, leikskólarnir eru samt fínir.

tomfoolery | 15. jan. '13, kl: 15:45:55 | Svara | Er.is | 0

Er reyndar ekki með börn og þekki ekki til skólanna hérna, en ég er að leigja, er ekki á bíl, og finnst fínt að vera hér. Ég er ósammála því að strætósamgöngurnar séu alveg ómögulegar, þær mættu klárlega vera betri en finnst þær ekki verri en þegar ég bjó annarsstaðar, finnst bara strætósamgöngur almennt vera lélegar. Ég tek strætó í HÍ á hverjum degi og það tekur ca 22-26 mín, fer eftir umferð, en á álagstímum er maður ekki mikið fljótari að keyra héðan. Nr 18 kemur hingað frá 7-00 á hálftíma fresti, mætti vera oftar, en hann fer í ártún þar sem maður getur tekið strætó í nánast hvaða átt sem er. Eftir ákveðinn tíma um kvöld og helgar kemur 6an líka í grafarholtið og hún fer í Spöngina, á Hlemm og í Ártúnið, en fer samt alveg rosalega langan hring í Grafarvoginum... 

Ég er heldur ekki sammála að það sé langt í lágvöruverslun, Bónus er í Korputorgi sem er nú alls ekki langt frá Grafarholtinu, ekki langt að keyra og nr 18 keyrir beina leið frá Grafarholti í Korputorg, ert ca 8-9 mínútur innan úr miðju hverfinu þangað, , ég versla þar oft í mánuði og tek bara strætó. Síðan er Nóatún í hverfinu, opið til miðnættis, ef maður þarf að bjarga sér... það er banki hérna og ég þarf nú ekki oft að fara út fyrir hverfið varðandi þjónustu, félagsþjónustan er reyndar í árbæ sem er dálítið pirrandi en ég fer þangað 1 sinni á ári að sækja um húsaleigubætur þannig það er ekki alveg verst í heiminum. Ef maður þarf að fara reglulega þangað þá getur það örugglega orðið þreytandi... 

Að því sögðu þá væri ég klárlega til í að búa nær skólanum og vinnunni minni og myndi flytja ef ég fyndi íbúð á góðu verði, en ég hef verið merkilega hissa á því hvað mér finnst fínt að vera hérna miðað við að ég hef aldrei búið svona langt frá miðkjarnanum áður :P er búin að vera hér í tæp 2 ár

tepokinn | 15. jan. '13, kl: 16:22:42 | Svara | Er.is | 1

Ég er búin að búa í Grafarholtinu í 2 ár og líkar mjög vel. Sérstaklega hvað varðar börnin! Er með eitt barn í Sæmundarskóla og annað í leikskóla. Bæði eru börnin sátt og foreldrarnir líka. Hverfið er lítið og öruggt fyrir börnin. Mikið af náttúru allt í kring sem við erum dugleg að nýta okkur. 
Það er auðvitað rétt að það er ekki mikil þjónusta í hverfinu en þetta er ungt hverfi og ég hef fulla trú á því að það muni breytast fljótlega. Á þessum tveimur árum sem ég hef búið hérna hefur eitt og annað breyst varðandi þjónustuna. 
Við erum allavega ekki á leiðinni úr hverfinu á næstunni.

Snotr | 15. jan. '13, kl: 21:03:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir svörin allir:D þetta er ótrúlega erfitt sérstakelga þegar maður á ekki mikinn pening..maður getur ekki fengið allt(staðsteningu, innréttingar, verð) og svo er bara að hafna og velja:S

solita | 15. jan. '13, kl: 21:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hvað er svona mikil þjónusta annarsstaðar sem er ekki í grafarholti? eg bý í grafarholti, hér er banki, hér er sjoppa, hér er matvörubúð, hér er byggingavöruverslun og blómabúð, apótek, leikfangaverslun, fasteignasala, hér rétt hjá er korputorg með fullt asf þjónustu, hér er golfvöllur, útivistarperlur og´eg get alveg talið áfram ég mundi bara segja að hér sé meiri þjónusta en á mörgum öðrum stöðum.. skiptir engu þó hér sé ekki heilsugæsla ekki eins og það sé langt ð keyra í árbæ

Seven of Nine | 15. jan. '13, kl: 23:11:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. Mér fannst t.d. lengra að sækja þjónustu eins og heilsugæslu þegar ég bjó í Vesturbænum og lengra í lágvöruverðsverslun.

tepokinn | 16. jan. '13, kl: 10:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er heilmikið í hverfinu, ég veit það vel og notfæri mér það eins og ég get. Fer frekar í Urðarapótek þó ég viti að það sé nokkrum krónum dýrara en t.d Rimaapótek, fer í dótabúðina fyrir barnaafmæli og svo framvegis. Geri þetta meðvitað til að leggja mitt af mörkum til að halda í þá þjónustu sem nú þegar er. Það sem vantar helst af öllu er að geta minnkað það að þurfa að nota bílinn. Um leið og lágvöruverslun kemur í hverfið mun það verða stór munur! Ég fer alltaf á Korputorg sem er jú ekki langt frá en ef ég gæti gengið í búðina mína þá myndi ég klárlega gera það. 
Ég flutti úr miðbænum í Grafarholtið og fann mikinn mun á því hvað ég notaði bílinn margfalt meira! Í miðbænum er allt sem þú þarft í göngufæri. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég nánast aldrei úr hverfinu, ég labbaði daglega út um allar tryssur og gerði flest sem ég þurfti fótgangandi. Ég veit svo sem að það er erfitt að bera saman þessi tvö hverfi en það er himinn og haf á milli þeirra varðandi margt, kostir og gallar á báða bóga.
En eins og ég segi, lágvöruverslun er nauðsynleg, sundlaug frábær, heilsugæslu væri líka gott að fá og eitt og annað sem mér finnst að eigi að vera til staðar í öllum góðum hverfum.
En ég er klárlega ekki á leiðinni úr hverfinu! Ég ætla að taka þátt í uppbyggingunni og leggja mitt af mörkum því þetta hverfi bíður upp á svo margt!

sófi1234 | 15. jan. '13, kl: 21:49:42 | Svara | Er.is | 1

æjj það er eitthvað sem mér finnst ekki nógu heillandi við þetta hverfi. Ég bý í Grafarvogi og finnst það æði, skoðaði alveg einhverjar íbúðir í Grafarholti þegar ég var að kaupa en mér finnst bara eitthvað svo "ókósý" við þetta hverfi. Finnst Grafarvogurinn allt annað mál. Ég er með 2 börn.

ingbó | 15. jan. '13, kl: 22:21:04 | Svara | Er.is | 1

Bý ekki í Grafarholti en á  hluta af fólkinu mínu þar.  Skólarnir eru fínir og leikskólarnir líka.  En það er náttúrlega engin, alls engin, þjónusta í hverfinu.  Var að spekúlera í íbúð þarna en hætti við því ég vil hafa lágvöruverðsverslun nálægt, heilsugæslu og sundlaug. 

kiwininja | 15. jan. '13, kl: 22:52:42 | Svara | Er.is | 0

ég bjó þar í 7 ár í foreldrahúsi og unni mér vel. bjuggum í botnlanga svo garðurinn var eiginlega bara skógur. Svo var golfvöllurinn í grennd - þar voru ófá sumarkvöldin eydd. Og paradísadalur er mikill gimsteinn. Já ég myndi ekki hika við að flytja þangað aftur. Systkyni mín voru í skóla þarna og unnu sér vel, nema það yngsta, það lenti í smá einelti. (ingunnarskóli)

krosa | 21. ágú. '15, kl: 21:21:44 | Svara | Er.is | 0

Eg
er buin buin að búa her síðan 2002 og likar það mjög vel Rólegt og gott hverfi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Allir að vesenast yfir verðbólgu á Íslandi. _Svartbakur 30.5.2023 30.5.2023 | 14:58
NORNIN : leiðinleg comment Nornin 31.1.2006 29.5.2023 | 01:23
Wellbutrin Yfirhamsturinn 28.5.2023
Síða 10 af 47523 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien