Greinin úr DV "Klukkustundar gamalt barn tekið af móður sinni"

kevath | 25. maí '05, kl: 10:15:04 | 3108 | Svara | Er.is | 0

Árny Eva Davíðsdóttir, 25 ára gömul stúlka frá Akureyri, eignaðist sitt annað barn í fyrradag.
Árný Eva, sem er öryrki hefur átt viðburðaríka ævi og barist við fíkniefnavanda frá unga aldri. Samkvæmt vinum og fjölskyldu hennar hefur hún hins vegar verið laus undan oki fíkniefnanna í 18 mánuði og komið sér fyrir í leiguíbúð ásamt sambýlismanni sínum, Kristni Finnboga Kristjánssyni, og tæplega tveggja ára gömlum syni þeirra, Birni Þór.

Breyttar aðstæður Árnýjar Evu dugði þó ekki til því stúlkubarnið sem Árný Eva fæddi í fyrradag var rifið var henni einum og hálfum tíma eftir að hún fæddi það.
"Ég get varla lýst því hverng mér leið þegar það var ruðst inn og barnið var tekið af mér. Ég var að fara að leggja litlu stelpuna mína á brjóst í fyrsta sinn þegar hún var tekin. Mér leið eins og hjartað væri rifið úr mér" sagði Árný Eva þegar hún rifjaði upp atburði mánudagsins í samtali við DV í gær. Stúlkubarnið kom í heiminn kl 13:10 á mánudaginn en var rifið úr örmum móður sinnar kl 14:40, einum og hálfum tíma eftir að það leit dagsins ljós.

<b>Sagt að hún væri hættuleg</b>
"Bærinn tók bæði litlu stelpuna mína og drenginn minn sem var hjá dagmömmu. Ég veit ekki af hverju það var gripið til þessa ráðs því þótt að ég viti að ég hafi verið í rugli undanfarin ár þá hef ég tekið mig saman í andlitinu. Mér var sagt að ég væri hættuleg barninu og þess vegna var það tekið frá mér" sagði Árný.
Samkvæmt heimildum DV fór Harpa Ágústsdóttir, uppeldisfulltrúi á Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, fyrir hópnum sem tók barnið af Árnýju Evu en vildi hvorki játa né neita þegar DV hafði samband við hana í gærkvöld.

<b>Ekki trufla mig í matartímanum</b>
"Ég vil ekki tjá mig og bið þig vinsamlegast að trufla mig ekki í matartímanum" segir Harpa við blaðamann áður en hún skellti á.
Árný Eva fékk að hitta börnin sín tvö í dag og dvaldi með þeim í hálftíma. "Það var yndislegt að sjá þau á nýjan leik en ég var tóm þegar ég þurfti að yfirgefa þau" sagði Árný og bætti við að hún vissi ekki hvað tæki við. "Ég vil bara sjá börnin mín aftur"

<b>Afmælisdagurinn breyttist í martröð</b>
Davíð Gíslason, faðir Árnýjar Evu, sem býr í Noregi, var mikið niðri fyrir þegar DV ræddi við hann í gær. Davíð átti afmæli á mánudaginn og fékk barnbarn í afmælisgjöf.
"Þessi dagur breyttist fljótt í martröð. Það var búið að hóta henni lengi en ég trúi bara ekki að þetta hafi gerst. Ég veit hvaða áhrif þetta hefur á hana Árnýju mína og finn til með henni. Ég óttast að þetta eigi eftir að ríða henni að fullu." sagði Davíð áhyggjufullur fyrir hönd dóttur sinnar.
"Það virðist vera sem fólk geti gengið í skjóli embættisins á Akureyri og gert það sem það vill. Þetta fólk þarf ekki að taka neina ábyrgð á gjörðum sínum." sagði Davíð.

 

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

ef að | 25. maí '05, kl: 10:16:43 | Svara | Er.is | 11

"Það virðist vera sem fólk geti gengið í skjóli embættisins á Akureyri og gert það sem það vill. Þetta fólk þarf ekki að taka neina ábyrgð á gjörðum sínum." sagði Davíð.

Heldur maðurinn virkilega að þetta hafi verið gert að ástæðulausu ?

Viviana | 25. maí '05, kl: 10:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst soldið skrítið að DV skuli birta svona fréttir þar sem aðeins önnur hlið málsinis kemur fram.. og hin á alddrei eftir að gera það afþví að barnaverndarnefnd má ekki tjá sig um svona mál..

Stórfurðulegt..

Gunnýkr | 25. maí '05, kl: 10:36:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

DV gaf manneskjunni sem ber ábyrgð færi á að tjá sig.

Hefði nú samt þótt að hægt hefði verið að gera þetta á manneskjulegri hátt.
Hún hefði t.d. geta verið með barnið á fæðingardeildinni í viku.
Hún er varla barninnu hættulegt þar.

Skóli | 25. maí '05, kl: 10:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Gaf DV þeim sem bar ábyrgð á þessu færi á að tjá sig??? Hvað meinarðu? Þessir aðilar eru bundnir ALGJÖRRI þagnarskyldu sem enginn getur leyst þá undan nema dómari í þvílíkum undantekningartilvikum. Ekki DV. Þetta er bara enn eitt dæmið þegar ráðist er gegn stjórnvöldum sem bundin eru þagnarskyldu og þeim fundið allt til foráttu. Það er nefnilega mjög auðvelt að púkka upp á heilli lygasögu þegar enginn er til staðar til að rengja mann.

Jæja, fólk hér inni er þó væntanlega það skynsamt að það trúir því tæplega að börn séu tekin frá foreldrum sínum með valdi án ástæðu. Í þessu tilviki bæði börnin. Sá hinn sami ætti þá að fara á vef Alþingis og kynna sér barnaverndarlögin og hvað þarf að vera búið að reyna áður.

Gunnýkr | 25. maí '05, kl: 10:45:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sagði aldrei að ég héldi að þetta væri gert að ástæðulausu...


Hefði nú samt þótt að hægt hefði verið að gera þetta á manneskjulegri hátt.
Hún hefði t.d. geta verið með barnið á fæðingardeildinni í viku.
Hún er varla barninnu hættulegt þar.

hillapilla | 25. maí '05, kl: 10:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er manneskjulegra að rífa barnið af móður sinni þegar bæði hafa fengið heila viku til að tengjast?

Gunnýkr | 25. maí '05, kl: 10:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

persónulega myndi ég vilja það , já.

Það er aldrei manneskjulegt að rífa barn af móður...en stundum þarf þess.

Það hefði geta haft áhrif á móðurina að tengjast barninu...jafnvel til þess betra.

hillapilla | 25. maí '05, kl: 10:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég get svo sem samþykkt að klukkutími sé kannski óþarflega stuttur... en þó í raun ekki ef það á hvort eð er að taka barnið. En að láta barnið og móður mynda tengsl í heila viku áður en barnið er tekið finnst mér hræðilegt! Vita það allan tímann að barnið verði tekið af þér, reyna að elska það af öllum mætti á meðan (eða verra, elska það ekki því það á hvort eð er að taka það) og svo bara miklu erfiðara að afhenda barnið að viku liðinni, tala nú ekki um að þá er barnið búið að venjast lykt og viðkomu móðurinnar.

Gucci | 25. maí '05, kl: 11:04:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög sammála þér Hnáta - vel orðað.

Hrikalega sorglegt mál en BV hefur haft sínar ástæður.

Viviana | 25. maí '05, kl: 12:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk Hnáta..
Þetta var nákvæmlega það sem ég var að reyna að segja..

strákamamma | 3. feb. '16, kl: 10:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

var einmitt að hugsa það sama...líka barnsins vegna svo að það fái fyrstu mjókiina, mótefnin og slíkt sem við VITUM að er mikilvægt

strákamamman;)

Tvíst | 4. feb. '16, kl: 01:13:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En hvad ef þessi fyrsta mjòlk var ònothæf fyrir barn? Kannski var módirin undir àhrifum, hver veit.

strákamamma | 4. feb. '16, kl: 09:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég ss sá að þetta er ELD gömul umræða.   kemur fram að móðirinn var hrein samkvæmt þvagprufum..en maður veit auðvitað aldrei hvað fólk segir á netinu.  Vona bara að þessi börn hafi það gott í dag.

strákamamman;)

Frú Bóvarý | 25. maí '05, kl: 10:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér þetta sem sagt eðlileg vinnubrögð??

ef að | 25. maí '05, kl: 10:36:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit það ekki Bóvarý, ég hef bara það sem stendur í blaðinu - ekki hina hliðina. Það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu, það er árið 2005 og bv nefnd engin grýla.

Frú Bóvarý | 25. maí '05, kl: 10:45:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkvæmt þessu er hún grýla að mínu mati. Fjandinn hafi það að það hafi ekki mátt bíða til kvölds eða dagsins eftir. Mér finnst ómanneskjulega að þessu staðið bæði fyrir móður og barn.

Tannfríður Tannan | 25. maí '05, kl: 10:17:37 | Svara | Er.is | 3

það getur ekki verið að öll sagan sé sögð þarna!

Björn20 | 20. apr. '17, kl: 17:12:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er öll sagann ég er sonur þeirra

T.M.O | 20. apr. '17, kl: 17:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef þú ert núna 14 ára að reyna að fá upplýsingar og skilja hluti sem gerðust þegar þú varst 2ja ára myndi ég tala við betri heimildarmenn en þetta sem kemur hér fram. Hér blaðrar fólk út í loftið og þykist vita hluti sem það veit ekkert um.

Björn20 | 20. apr. '17, kl: 17:29:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nema nokkrir aðrir hlutir sem eg veit

Dafuq | 23. apr. '17, kl: 04:05:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

öll sagan, nema nokkrir aðrir hlutir sem þú veist... og svo það sem þú veist kannski ekki.

rúanda | 25. maí '05, kl: 10:19:22 | Svara | Er.is | 0

Þetta er ömulegt þegar svona kemur upp, en ég veit hver þessi stelpa er, en hef ekki séð hana í mörg ár og hún var frekar vilt þegar ég þekkti hana, en ef þetta er rétt sem stendur í DV að hún sé búin að taka sig á og vera án fíkninefna í 18 mánuði þá skil ég ekki þessar aðfarir að taka börnin, mér finnst líka skrítið af hverju var ekki búið að taka strákinn fyrr ef hún er svona hættuleg börnunum eins og stendur í DV en ég á líka erfitt með að trúa því að þetta sé gert nema að íllri nauðsyn, við heyrum auðvitað ekki nema aðra söguna og ekki er nú allt heilagur sannleikur sem byrtist í DV.
En þetta er samt ömulegt mál og ég vorkenni móðurinni.

kveðja

Við flytjum í nýja húsið okkar 20 ágúst næstkomandi.
www.barnanet.is/irena myndi af húsinu hér fyrir þá sem vilja skoða

Eva Curie | 25. maí '05, kl: 10:28:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst það hið besta mál að barnið sé tekið ef hún er í rugli, BV hefur væntanlega aðrar upplýsingar um hana sem réttlæta þetta. Finnst að það eigi að gera meira í því að taka börn af heimilum þar sem ekki er hugsað um þau.

Finnst líka að það hjálpa fólki meira sem á í vandræðum, svo það þurfi ekki að taka börnin af heimilinu.

Kv
Eva

angata | 3. feb. '16, kl: 06:30:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var alltaf í pissuprufum vikulega og var edrú. Ég þoldi Hörpu ekki.hun fór strax af hóta mér er ég gekk með strákinn

Grjona | 3. feb. '16, kl: 06:42:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir að rifja þetta upp fyrir okkur. Hvernig gengur?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 3. feb. '16, kl: 07:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fekkstu börnin aftur?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tvíst | 4. feb. '16, kl: 01:15:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ kommon.

Björn20 | 20. apr. '17, kl: 17:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú Árný eva?

Venja | 21. apr. '17, kl: 11:18:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ert þú ekki sonur hennar?

Björn20 | 20. apr. '17, kl: 17:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú Árný eva?

ramminn | 25. maí '05, kl: 11:12:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vorkenni nú börnunum meira ;-(

Punky Brewster | 25. maí '05, kl: 10:22:16 | Svara | Er.is | 0

Ég hef nú heyrt að hún hafi verið að dópa á meðgöngunni.. en svo getur það líka verið kjaftasaga eins og marg annað.

Koldís | 25. maí '05, kl: 10:26:10 | Svara | Er.is | 0

Hræðilegt :(
En það eru 2 hliðar og þetta er bara hennar hlið.

king kong | 25. maí '05, kl: 10:33:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru tvær hliðar á öllum svona málum og Barnaverndarnefnd getur ekki tjáð sig um málið.

-----------------------

Engilráð Friðsemd | 25. maí '05, kl: 10:38:44 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég las þetta datt mér bara ein manneskja í hug. Veit ekekrt hvað hún heitir en hef oft séð hana hér í bænum. Ef þetta er hún, sem ég hef ekki hugmynd um þá segi ég bara það var tími til kominn.

En eins og ég segi þá veit ég ekkert hvort þetta sé sú sem ég held eða ekki.

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

Frú Bóvarý | 25. maí '05, kl: 10:52:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að þessi manneskja hafi ekki búið hér í mörg ár. Hefur komið í bæinn annað slagið en ekki búið hér. Ja...kannski eitthvað síðustu mánuði, ég veit ekki.

Engilráð Friðsemd | 25. maí '05, kl: 10:55:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geriðst nefnilega forvitin og tékkaði á götunni sem hún býr í og það stemmir við þá sem ég er að tala um. Það þarf samt ekki að vera hún eins og ég segi.

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

Kátína | 25. maí '05, kl: 10:59:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Félagsmálayfirvöld taka aldrei börn af foreldrum sínum nema að MJÖG ríkar ástæður séu til þess....það er alveg á hreinu stelpur.
Kv.

ef að | 25. maí '05, kl: 11:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta bara hlýtur að hafa staðið til lengi, og móðirin vitað af því. Fæðingardeildin hefur greinilega látið BV vita þegar barnið fæddist - spurning hvort að það hefði hreinlega verið erfiðara fyrir hana að vera lengur með barnið, og þá mynda meiri tengsl.

newbaby | 25. maí '05, kl: 10:57:17 | Svara | Er.is | 0

Rosalega skrítið...þessi stelpa var með mér í gegnum allan grunnskólann og hefur sko sannarlega átt erfitt í gegnum tíðina...ég veit ekki alveg hvað ég á að halda...nema það að mér finnst skrítið að einn aðili þarna sé að tjá sig...segi ekki meira...

Eeyore | 25. maí '05, kl: 10:57:18 | Svara | Er.is | 0

Það sem mér finnst athugavert við þetta er það að ef stelpan er hættuleg börnunum sínum og óhæf til að sjá um þau hvers vegna var þá beðið með að taka litla drenginn þangað til núna???

Af hverju var þá ekki löngu búið að fjarlægja barnið í stað þess að láta það vera hjá foreldrum....það er bara eitthvað skrýtið við þetta.

ef að | 25. maí '05, kl: 11:02:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki BV alltaf að gefa sjens ? Er ekki alltaf verið að tala um það ? Nú hefur kannski mælirinn verið fullur, ekki ástæða til að slaka meira.

kevath | 25. maí '05, kl: 11:03:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nefnilega það sem mér fannst skrýtið, beðið með að taka drenginn.. :/

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

Björn20 | 20. apr. '17, kl: 17:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var beðið

tenchi okasan | 25. maí '05, kl: 11:03:18 | Svara | Er.is | 1

já já DV setur upp myndina af barnaverndarnefnd sem Grýlu

nei þetta er ekki að ástæðulausu sem svona er gert

en ég vona samt innilega að þessi stúlka haldi áfram að taka sig saman í andlitinu og fái börnin sín aftur og muni geta boðið þeim upp á gott líf í framtíðinni

vonandi mun hún ekki sjá þetta sem ástæðu til þess að falla ...


hvað ætli ljósmæðurnar segi - ætli þær hafi ekki eitthvað að segja líka þarna ?

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Kátína | 25. maí '05, kl: 11:05:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt hún á örugglega sjéns á að fá þau aftur málið er bara að það hefur eitthvað komið á daginn sem að hefur þótt næg ástæða til að taka bæði börnin bara eins og skot.

Skóli | 25. maí '05, kl: 11:22:39 | Svara | Er.is | 0

Bara svona í tilefni sem áður er sagt eyddi ég 10 mínútum í að pikka það helsta út úr lögunum því þau eru svooo löng og ítarleg. Ferill barnaverndarmáls er nokkurn veginn svona:

BVN fær tilkynningu/tilkynningar um að ?líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, áreitni eða ofbeldis af hendi annarra eða eigin hegðunar þess? eða ?að þunguð kona stofni heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni sínu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu?. Þá getur barnaverndarnefnd ákveðið að hefja könnun á málinu.

Tilkynningar gefa alls ekki alltaf tilefni til könnunar. Þegar þær gera það þarf að byrja könnun innan 7 daga. Markmið könnunar máls er að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta þörf fyrir úrræði samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga, allt í samræmi við hagsmuni og þarfir barns. Í þessu skyni skal nefndin kappkosta að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi barns, svo sem andlegt og líkamlegt ásigkomulag, tengsl við foreldra eða aðra, hagi foreldra, aðbúnað barns á heimili, skólagöngu, hegðun og líðan þess. Leita skal aðstoðar sérfræðinga eftir því sem þörf krefur.

Svo kemur kaflinn um ráðstafanir barnaverndarnefndar. Fyrst þarf að gera áætlanir í samvinnu við foreldra og börn líka ? hafi þau náð 15 ára aldri. Vilji foreldrar ekki samvinnu gerir barnaverndarnefnd þessa áætlun sjálf og kynnir þessum aðilum.

Svo eru úrræði með samþykki foreldra og eftir atvikum í samráði við barn. Veita á foreldrum stoð, t.d. með því að:
a. leiðbeina foreldrum um uppeldi og aðbúnað barns,
b. stuðla að því í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir að beitt verði úrræðum samkvæmt öðrum lögum,
c. útvega barni viðeigandi stuðning eða meðferð,
d. útvega barni eða fjölskyldu tilsjónarmann, persónulegan ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu,
e. aðstoða foreldra eða þungaða konu við að leita sér meðferðar vegna veikinda, áfengis- eða vímuefnaneyslu eða annarra persónulegra vandamála.

Með samþykki foreldra (og barns sem er orðið 15 ára) getur nefndin svo tímabundið:
a. tekið við forsjá eða umsjá barns og ráðstafað barni í fóstur,
b. tekið við forsjá eða umsjá barns og vistað barn utan heimilis á heimili eða stofnun eða leitað annarra úrræða til umönnunar, rannsóknar, meðferðar eða stuðnings.

Ef ekkert af framangreindu skilar árangri eða ófullnægjandi árangri getur BVN með úrskurði tímabundið:
a. kveðið á um eftirlit með heimili,
b. gefið fyrirmæli um aðbúnað og umönnun barns, svo sem dagvistun þess, skólasókn, læknisþjónustu, rannsókn, meðferð eða þjálfun,
c. ákveðið að ekki megi fara með barnið úr landi.

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum getur nefndin þá líka með úrskurði:
a. kveðið á um að barn skuli vera kyrrt á þeim stað þar sem það dvelst í allt að tvo mánuði,
b. kveðið á um töku barns af heimili í allt að tvo mánuði og um nauðsynlegar ráðstafanir, svo sem ráðstöfun þess í fóstur eða vistun á heimili eða stofnun eða leitað annarra úrræða til að tryggja öryggi þess eða til að unnt sé að gera viðeigandi rannsókn á barninu og veita því nauðsynlega meðferð og aðhlynningu.

Með þetta síðastnefnda er hægt að fara fyrir dóm. Ef vistun á að standa lengur þarf líka að fara með það fyrir dóm (það er ekki bara ákvörðun nefndarinnar). Og líka ef það á að forsjársvipta, það þarf líka að fara fyrir dóm!!! Dómari tekur þá ákvörðun (ekki barnaverndarnefnd) og aðeins ef:
a. að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska,
b. að barni sem er sjúkt eða fatlað sé ekki tryggð viðeigandi meðferð, þjálfun eða kennsla,
c. að barninu sé misþyrmt, misboðið kynferðislega eða megi þola alvarlega andlega eða líkamlega áreitni eða niðurlægingu á heimilinu,
d. fullvíst að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar eru augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða.

Sérstaklega er tekið fram að kröfu um sviptingu forsjár skal því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Og enn og aftur, öll þessi drastískari úrræði tekur DÓMARI ákvörðun um, ekki nefndin.

Engilráð Friðsemd | 25. maí '05, kl: 11:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá þú dugleg að nenna að skrifa þetta allt.

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

Skóli | 25. maí '05, kl: 11:34:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

'Sskan mín góða, þetta var nú mest copy paste úr lögunum... ég er ekki svona snögg að skrifa (hmmm... eða hugsa ef út í það er farið). En þetta er til að benda fólki á að mál virka ekki þannig hjá barnaverndarnefnd að það komi ábending og gripið sé til aðgerða á grundvelli sögusagna eða órökstudds gruns. Þetta er gríðarlega flókið og tímafrekt könnunarferli sem fer af stað. Að mínu mati ef eitthvað er, almennt allt of hægt. Svo eru alls kyns úrræði reynd, ráðgjöf, tilsjónarmenn inni á heimilum sem aðstoða, fólk frá skóla, meðferðir o.s.frv. Svo þessi úrræði í samráði við foreldra. Ef ekkert virkar eru harkalegri úrræði sem er þá hægt að bera undir dómara. Og ef þau eiga að vera meira en bara tímabundin verður alltaf að bera þau undir dómara fyrst.

Engilráð Friðsemd | 25. maí '05, kl: 11:55:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sá þig fyrir mér sveitta við að pikka;)
nota copy/paste mikið sjálf og hefði nú átt að fatta þetta:) Er bara svo mikil ljóska fyrir hádegi:)

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

444 | 25. maí '05, kl: 12:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðertu eftir hádegi?

Engilráð Friðsemd | 25. maí '05, kl: 12:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

bara skolhærð:)

Heilinn virkar takmarkað á morgnanna:)

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

ullarmold | 3. feb. '16, kl: 21:54:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kinderegg

kevath | 25. maí '05, kl: 11:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka dugleg.. skrifaði alla greinina fyrir ykkur :D
*langar líka að fá duglegt hrós* ;D

----------------------------------------------------------------
Betra er heiðarlegt nei en falskt já.
----------------------------------------------------------------
er orðin tveggja strákamamma ;)

Engilráð Friðsemd | 25. maí '05, kl: 12:03:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert svo dugleg:)

Ég hefði sko ekki nennt þessu:)

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

kramiz | 25. maí '05, kl: 12:14:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi dagur breyttist fljótt í martröð. Það var búið að hóta henni lengi en ég trúi bara ekki að þetta hafi gerst.

Þetta segir pabbi hennar... svo að það hlýtur nú eitthvað að hafa gengið á áður....
En hvað með pabba barnanna/barnsins hann/þeir hljóta þá líka að vera óhæfir fyrst að honum/þeim er ekki treyst heldur!!
Afhverju er hún öryrki?? eru það líkamleg eða geðræn vandamál.
Hitt er annað mál að mér finnst þetta nú samt svoldið ómanneskjulegt að gera þetta á fæðingardeilidnni, 1 klukkustund eftir barnsburð... hún hlýtur að hafa átt von á þessu, ég trúi bara ekki öðru

~~~ þriggja barna móðir ~~~

05birta | 27. des. '19, kl: 22:19:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki satt að stelpan var tekin svona snemma. og faðirinn gat ekki var ekki hæfur til að taka við barninu því að hann átti líka með eiturlyfja vandamál að stríða. og móðirin er tveggja barna móðir og með sín eigin vandamál. Barnavendarnefnd gerði það sem hún þurfti að gera. og að þið eruð að kommenta um ykka áligtanir og hvað ykkur finnst tvemur dögum eftir að stelpan var fædd er ó mannlegt og ennþá eins og má sjá hérna fyrir neðan það eru nærrum því 15 ár síðan. og einginn á við sök því að eiturlyfjaneysla er hræðileg og það er mjög erfitt á hætta henni og það var ekki neitt annað hægt að gera annað en að láta krakkana í fóstur.

krilamamma | 27. des. '19, kl: 22:43:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er umræða frá 2005 ...

05birta | 29. des. '19, kl: 17:50:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og sum commentin eru frá 2017

bbbbbbbbbbbbbbb | 25. maí '05, kl: 12:04:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert duglegust og gast ekki einu sinni notað c/p klapp á bakið :o)

-------------------------------------------------------------------------

♥ Simmsalabimm ♥

bbb4 | 25. maí '05, kl: 12:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað vinnur barnavernd eftir lögum. Það er engin hætt á að það verði bara mætt á þröskuldinn hjá þér og börnunum bara kippt frá þér saklausri.
Það er langt og strangt ferli sem fer fram áður.
Vonandi gefst þessum börnum á að alast upp við góðar aðstæður, hamingju og helst hjá foreldrum sínum að sjálfsögðu.
(setti þetta inn áðan í vitlausa umræðu)

DramaQueen | 25. maí '05, kl: 12:20:22 | Svara | Er.is | 0

Þetta finst mér rugl. Auðvitað á ða gefa konunni séns. Hún er búin að vera þurr í 18 mánuði og þá veðrur að gefa henni smá séns til að standa sig og sýna fram á að hún geti það. Það á ekki að taka barnið af henni fyrr

Forsetinn | 25. maí '05, kl: 12:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að vera EKKI í neyslu segjir því miður ekkert um geðrænu hliðina.

ef að | 25. maí '05, kl: 12:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skv þessum 18 mánuðum hefur hún verið í neyslu með eldri drenginn nýfæddan og jafnvel á meðgöngu þá ?
Ætli sjensarnir séu ekki bara uppurnir hjá aumingja konunni ?

DramaQueen | 25. maí '05, kl: 12:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá á ða sjálfsögðu að gefa henn i þann kost að láta eyða barninu eða þá ða það verði tekið af henni eftir barnsuburð. ENN eruð þið með fullar sannanir fyrir því að hún hafi verið eitthvað í neyslu á síðasltiðnum 18 mánuði. Er ekki sagt að batnandi fólki er best að lifa. Mér finst sjálfasgt að hún fá einn séns á skilorði og svo vitanelga er barnið tekið af henni brjóti hún það skilorð!

Engilráð Friðsemd | 25. maí '05, kl: 12:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þetta er sú sem ég held þá var hún ekki án neyslu.... fór ekki framhjá neinum.

Er samt ekki 100% um að sú sem ég held að þetta sé, sé manneskjan sem um ræðir. er svona nær 95%

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

Gucci | 25. maí '05, kl: 13:26:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er alveg ábyggilega búin að fá fleiri en einn séns á skilorði!!

Það verður að hafa hagsmuni barnsins í fyrirrúmi ekki réttindi móður.

alheimskrili | 25. maí '05, kl: 12:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þÁ hefði náttúrulega átt að vera LÖNGU búið að taka börnin ef sénsarnir voru búnir.

♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥

Lilith | 25. maí '05, kl: 13:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja, það er náttúrulega metið hvernig staðan er núna, ekki hvernig hún var fyrir 2 árum. Fólk getur alltaf bætt sig. En ég á mjög erfitt með að trúa að það sé ekki rík ástæða fyrir þessum aðgerðum barnaverndarnefndar. Við fáum náttúrulega ekkert þeirra hlið á málinu, þeir geta ekkert tjáð sig um það, svo hér birtist bara ein hlið málsins, sem þar að auki er orðuð á mjög svo tilfinningaríkan hátt til að höfða til samúðar fólks. Ég meina bara orðalagið "rifið úr örmum móður sinnar" vekur upp mjög sterkar tilfinningar og samúð.

Maður getur bara ekkert dæmt þetta mál þegar maður þekkir ekki báðar hliðar.

Blah!

Krúttarapútt | 25. maí '05, kl: 12:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei...........og að vera ekki í neyslu segir ekkert til um hvort manneskjan sé í stakk búin til að standa undir þessu..........þegar ég hætti í neyslu á sínum tíma þá breytti ég lífinu mínu.........fór í samtökin..........cleaned up..........og gerði mitt besta í að líta ekki út eins og dópisti..........vildi að ég gæti sagt það sama um þau

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

king kong | 25. maí '05, kl: 12:39:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er hún búin að vera það, hvað vitum við. Það hlýtur að vera eitthvað mikið á bak við þessa ákvörðun, þetta er ekki gert nema mikið sé að.

-----------------------

bbb4 | 25. maí '05, kl: 12:47:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Las þetta áðan í annari umræðu og geri þetta ða mínum orðum hérna.

"Ef þú værir óvirkur áfengissjúklingur eða dópisti sem hefðir fallið á meðgöngu barns og stefnt það af leiðandi lífi barnsins í hættu, myndir þú viðurkenna það ?
Auðvitað elska allir börnin sín þó að þeir hafi kannski ekki heilsu og getu til þess að sýna það, eða því vill ég trúa. Ég held að við ættum ekki að trúa öllu sem við lesum, þó vissulega takið hjartað kipp við lestur svona hryllingsfrétta.
Treystum barnaverndaryfirvöldum til að leysa erfið mál og gefum þeim frið til þess."

ámi | 25. maí '05, kl: 12:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála maður myndi nú örugglega ekki viðurkenna að hafa verið í neyslu á meðgöngu.

Engilráð Friðsemd | 25. maí '05, kl: 12:52:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Manneskja með e-h vit í kollinum myndi neita hvort sem það sé satt eða ekki, bara til að halda barninu því allar (allaveg langflestar) mæður elska börnin sín.

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

tombai | 25. maí '05, kl: 13:08:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki gert af ástæðalausu.. Þetta er bara ein hlið á málinu.. Það hlítur að vera önnur saga á bakvið þetta.. BV gefa mjög oft sénsa... Ég þekki konu sem var búin að vera í rugli lengi og oft gefið séns... En svo kom að því, Börnin tekin af henni og þá bara á meðan Móðirinn leitaði sér hjálpar og í meðferð.. Og svo fékk móðirninn börnin aftur þegar hún var metin loksinns hæf... Eftir 1 og 1/2 ár seinna..

kramiz | 25. maí '05, kl: 12:54:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en taka þeir ekki þvagprufur á meðgöngu, tékka þeir ekki á neinu svona eða?? þeir tékka allavega á kynsjúkdómum og fleiru

~~~ þriggja barna móðir ~~~

DramaQueen | 25. maí '05, kl: 13:10:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú þær eiga ða vera í meira eftirleiti á meðgöngu þegar að svona saga er á bak við þær.

DramaQueen | 25. maí '05, kl: 12:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Konur hafa verið í reglulegu eftirlit á meðgöngu sem að hafa verið í áhættuhóp og verið í neyslu. Þurfa að skila reglulega inn þvagprufu og þvíumlíkt.
Allavegana svo að ég hef heyrt til um.
En eins og ég segji. Sumum batnar og öðrum ekki. Ég veit náttulega ekkert itl þessarar konu. En ef að þetta er satt sem að Dv segjri þá finst mér þetta rosalegt að það sé búið að taka af henni barnið klukutíma efti rða það fæðist

MissB | 25. maí '05, kl: 13:23:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem mér finnst einkennilegast við þetta mál það er af hverju var ekki búið að taka strákinn hennar af henni ef eitthvað rugl var í gangi??

♣~♣~♣~♣~♣~♣
My name is MissB
I'm a cyber triplet
og veit svo mikið!
♣~♣~♣~♣~♣~♣

http://www.benna.blog.is/blog/benna/




DramaQueen | 25. maí '05, kl: 13:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það finst mér líka. Af hverju var hann ekki tekinn af henni á meðgöngu fyrrst að það var búið að ákvðea ða taka þetta barn af henni.

Krúttarapútt | 25. maí '05, kl: 13:25:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kannski reyndi bv að gefa henni séns............hún býr hjá féló og er undir þeirra eftirliti.........hún var kannski búin að fá alla sénsa til að clean up............

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

DramaQueen | 25. maí '05, kl: 13:29:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já kanski. En við vitum það ekki.

Björn20 | 20. apr. '17, kl: 17:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bv var búinn að hótta því ég veit það ég var búinn ad vera hjá þeim í tvö ár. Ég er Björn þór

Brindisi | 21. apr. '17, kl: 10:55:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vona að þið systkinin hafið það gott í dag

ullarmold | 3. feb. '16, kl: 21:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jújú vinkona mín varð að skila inn reglulegum þvagprufum útaf því hún var áður í neyslu. Sjálf hikaði ég við að segja ljósu að ég hefði notað fíkniefni sem unglingur, en fannst betra vera hreinskilinn en ljúga. Hef reyndar ekki þurft að skila inn þvagprufu tengdu því. En munurinn á mér og vinkonunni er að hún fór í meðferð ung, var rosalega mikið vesen tengt Bv með hana sjálfa og vaarð síðan ólétt stuttu seinna.

LadyGaGa | 4. feb. '16, kl: 10:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er soldið gömul umræða  :)

Mundi.is | 25. maí '05, kl: 13:30:40 | Svara | Er.is | 0

Vá hvað ég vissi að ég sæi í dag umræðu um þetta hérna...


Fyrir það fyrsta eins og svo oft áður og mun án efa gerast aftur þá er fréttin einhliða.


Fyrir það fyrsta þá eru starfsmenn Barnaverndarnefndar bundnir þagnaskyldu og DV fær það ekkert rofið.....

Annað það að taka barn af foreldrum er aldrei fyrsta úrræði barnaverndarnefndar ( þó það hafi verið það í gamla daga ) heldur er það seinasta úrræði þeirra.

Ég dæmi hvorki barnaverndarnefnd né foreldrana enda erfitt að ætla fá alla söguna rétta með heilsíðu í DV. Hvað þá þegar aðeins annar aðilinn tjáir sig.

Ég treysti því hinsvegar að þetta hafi verið seinasta úrræði barnaverndarnefndar og hún hafi gengið rétt til verks. Það að barnaverndarnefnd hafi tekið börnin í sína umsjá þýðir ekki að svo verði til frambúðar, án efa mun foreldrunum bjóðast sú aðstoð og þjónusta sem nauðsynleg er vegna öryggi barnanna og ef vel gengur fá foreldrarnir börnin aftur.

Hinsvegar efa foreldrarnir gerast ekki þáttakendur og breyta fyrri lífstíl, ( bæði móðir og faðir ef fortíðin er þannig ) þá geta þau ekki vænst þess að hlutirnir breytist. Það dugar t.d. ekki að móðirin taki sig á en faðirinn ekki.

Lilith | 25. maí '05, kl: 13:37:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega Mundi.

Blah!

lillion | 4. feb. '16, kl: 04:17:58 | Svara | Er.is | 0

Skandall og viðbjóður

Allegro | 21. apr. '17, kl: 15:58:24 | Svara | Er.is | 0

Ótrúlegt að það sé svona langt síðan þessi umræða var. Finnst eins og ég hafi verið að lesa þessa frétt í fyrra. 

Mae West | 23. apr. '17, kl: 02:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ertu að uppa hana núna? 

Allegro | 23. apr. '17, kl: 09:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu ég veit ekki til þess að ég hafi verið að uppa hana neitt frekar en þú sjálf. Hún var ca númer 3 í röinni í umræðuflokknum þegar ég skoðaði hana.

Helgenberg | 23. apr. '17, kl: 11:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var ekki hún sem gerði það

Myken | 25. apr. '17, kl: 08:54:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það ekki Björn20 sem segist vera eldri barnið sem uppaði þetta

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Skreamer | 23. apr. '17, kl: 14:08:14 | Svara | Er.is | 0

Miðað við það sem ég hef séð undanfarin ár þarf ansi mikið að ganga á áður en börn eru tekin af foreldrum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Síða 3 af 47450 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien