Grunnskólakennarar

mars | 19. ágú. '16, kl: 19:22:24 | 1938 | Svara | Er.is | 0

Hvernig er að vera grunnskólakennari í dag, kostir og gallar?

 

Gunnýkr | 19. ágú. '16, kl: 21:56:40 | Svara | Er.is | 4

mér fannst það frábært. Skemmtilegt og gefandi starf en auðvita erfitt líka.
Mér fannst líka mikill kostur að vera í frii með börnunum mínum. 
Gallar... gat verið andlega erfitt, oft vanþakklátt og mér fannst það erfiðara með hverju árinu.
Sakna kennslunnar samt oft:)

isora | 21. ágú. '16, kl: 12:33:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það sem hún sagði (nema ég starfa enn sem kennari, finnst það mjög gaman og er ekkert að fara að hætta). Það skiptir máli í hvaða skóla maður að kenna hvernig maður upplifir starfið. Skólastjórinn þarf að vera finn og góður mórall í vinnunni.

isora | 21. ágú. '16, kl: 12:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem hún sagði (nema ég starfa enn sem kennari, finnst það mjög gaman og er ekkert að fara að hætta). Það skiptir máli í hvaða skóla maður að kenna hvernig maður upplifir starfið. Skólastjórinn þarf að vera finn og góður mórall í vinnunni.

sjomadurinn | 23. ágú. '16, kl: 14:51:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú, ég hélt að kennarar væru á námskeiðum yfir sumarið - ekki   "í fríi með börnunum sínum".
Þeir kennarar sem ég þekki verða spólvitlausir þegar maður nefnir þetta mikla frí.

isora | 23. ágú. '16, kl: 17:36:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

6 vikna sumarfrí, 2 vikur í endurmenntun

neutralist | 21. ágú. '16, kl: 12:50:46 | Svara | Er.is | 2

Ég er með einn kennara í fjölskyldunni og tvo fyrrverandi í nánasta umhverfi. Út frá þeirra reynslu get ég sagt þetta.

Kostir:
Frí á sumrin og jóla- og páskafrí á sama tíma og börnin þín, ef þú átt þau.
Jákvæð tengsl við nemendur ef þú hefur gaman af börnum og unglingum.
Getur verið gaman ef þér finnst gaman að kenna.
Getur verið góður vinnustaðamórall, eitthvað um ferðir og skemmtanir starfsfólks.
Getur fengið námsstyrki til að fara til útlanda í námsferð annað hvert ár.

Gallar:
Lág laun, langt undir meðallaunum.
Mikið álag, bæði andlegt og líkamlegt.
Takmörkuð virðing borin fyrir starfinu.
Löng menntun og miklar kröfur um endurmenntun, fyrir lítil laun.
Oft vanþakklát, vanþakklátir nemendur og enn vanþakklátari foreldrar.
Þú þarft að vera allt fyrir alla, búa til námsefni sem hentar öllum og halda öllum ánægðum, ekki síst foreldrum og yfirmönnum.
Mikið af fundum og teymisvinnu, mis skilvirkri og núna er ekki lengur borgað fyrir flest teymi heldur fólk skyldað í þau.
Getur verið skylduð til þess að fara í útigæslu og flest sveitarfélög eru hætt að borga fyrir hana sérstaklega.
Getur verið skylduð í gæslu í matsal í hádeginu og ekki alltaf borgað fyrir það sérstaklega, ef þú kemst sjálf í mat á öðrum tíma.
Litlir möguleikar á yfirvinnu og launahækkanir bara á fimm ára fresti eða ef þú bætir við þig menntun, þannig að þú ert föst á grunnlaunum.
Allir hafa skoðanir á því sem þú gerir, bæði nemendur, foreldrar, yfirmenn, skólaskrifstofur og aðrir í samfélaginu, og flestir telja að þeir viti meira um það en þú.
Ef nemendur haga sér illa og leggja aðra í einelti, hvort sem er í skólanum eða utan hans, er oft bent á skólann sem sökudólg frekar en foreldra sem ólu barnið upp.

Persónulega myndi ég velja flest annað en þetta starf, miðað við reynslu þeirra sem ég þekki, en sumum finnst þetta vissulega gaman og eru til í að sætta sig við lág laun.

neutralist | 21. ágú. '16, kl: 12:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Fleiri ókostir:

Ræður ekki hvenær þú tekur sumarfrí, það ræðst af því hvenær skóli lokar. Erfitt að taka frí fyrir utan skilgreind skólafrí.
Mikill meirihluti starfsmanna á vinnustaðnum konur, getur verið erfitt ef þú ert karlmaður eða ef því vilt vinna í fjölbreyttari hóp.
Getur myndast baktal og leiðindi eins og stundum á stórum kvennavinnustöðum. Skjótið mig, en þetta er staðreynd.
Stöðugur niðurskurður, sérstaklega hjá Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum. Nú er verið að skera niður sérkennslu. Það er mikil sparnaðarkrafa á skólana og ekkert má kosta neitt.
Vondur matur í skólamötuneytinu, ekkert á við það sem er í gæðamötuneytum hjá mörgum ríkisstofnunum.

isora | 21. ágú. '16, kl: 13:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er reyndar ekki búið að vera svona gríðarlegur niðurskurður annarsstaðar, þetta er búið að vera langverst í Rvk. Og einmitt út af gæslunni og teymunum er svo mikilvægt að velja réttan skóla. T.d. borgar Kópavogur alveg yfirvinnu fyrir gæslu í mat/frímínútum. Í skólanum mínum er kokkur og mjög góður matur. Og ég fæ alveg leyfi ef þess þarf yfir veturinn enda er ég með mjög almennilegan skólastjóra. Það er nefnilega alveg afskaplega mikill munur á starfinu eftir skólum og einnig eftir sérhæfingu kennara.

mars | 21. ágú. '16, kl: 18:12:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvað er flokkað sem meðallaun í dag? 
Ég er með háskólamenntun en myndi hækka í launum færi ég að vinna sem kennari.
Ég þarf reyndar að bæta við mig 2 ára viðbótarnámi til að fá kennsluréttindi.
Maturinn getur reyndar varla versnað miðað við minn núverandi vinnustað;)

ÓRÍ73 | 21. ágú. '16, kl: 18:24:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

maturinn hefur reyndar verið eðal, í þeim skólum sem ég hef unnið í, ekkert getað kvartað yfir því. 

neutralist | 7. sep. '16, kl: 20:46:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Á almennum vinnumarkaði voru meðallaun 580 þúsund krónur á mánuði árið 2014, heildarlaun ríkisstarfsmanna voru 603 þúsund krónur og heildarlaun starfsmanna sveitarfélaga voru 442 þúsund krónur.

Starfsmenn sveitarfélaganna eru mikið til kennarar og leikskólakennarar. Þeir eru langt undir meðallaunum.

Trékrem | 26. sep. '16, kl: 20:37:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hversu veikt er það að ókostir starfsins trompi kosti þess? Þetta er einn mikilvægasti þátturinn í því að skapa velsæmandi samfélagsþegna.

svartasunna | 21. ágú. '16, kl: 16:41:34 | Svara | Er.is | 2

Eru laun kennara lág ef tekið er mið af öllum fríunum? S.s. ef laun per ár eru skoðuð á móti raunverulegum vinnustundum?

______________________________________________________________________

Cappie | 21. ágú. '16, kl: 16:57:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já því vinnan er 8-17 og er á flestum vinnustöðum stöðum bundin viðveru 8-16 og svo máttu vinna þessa 5 (er meira að segja 5,6 ef ég man rétt) utan vinnustaðarins. Á ertu oft að taka með þér vinnuna heim atvinna í námsmati og fleira. Þannig vinnur þú þér inn "fríið" um sumarið. Svo áttu líka að stunda endurmenntun.

svartasunna | 21. ágú. '16, kl: 17:10:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þessi 1 klst auka per dag (til að gera námsmat?) og endurmenntun (sem er þá væntanlega utan hefðbundins vinnutíma) núllar þá í raun út allt fríið yfir árið....eða alla vega það sem myndi hækka laun eitthvað verulega? Eru s.s. kennarar t.d. í 1-4 bekk að fullnýta þennan 1 klukkutíma heima hjá sèr?

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt... Èg hef á tilfinningunni að kjarasamningar kennara sèu með mikið af flækjum og krúsídúllum.

______________________________________________________________________

ÓRÍ73 | 21. ágú. '16, kl: 17:20:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kennarar fullnýta mikið meira en þennan 1 klukkutíma heima hjá sér. Samningarnir eur mjög fljóknir og það er ein af milljón ástæðum fyrir því að við felldum þennan síðasta og erum því samningslaus núna. 

Catalyst | 28. ágú. '16, kl: 14:38:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á frænku sem er kennari, kennir á unglingastigi. Ég var að ræða þetta við hana og hún sagðist passa að aðskilja vinnu og heimili. Hún er farin um 16 og er sárasjaldan að hún vinni heima. Sagðist reyna sleppa kaffi ef hun getur og vinni vinnuna sina. En svo hef eg heyrt hitt lika.
Frænka mín er mjög góður kennari.

ÓRÍ73 | 28. ágú. '16, kl: 19:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ok gott hjá henni en lang flestir umsjo´nakennarar sem ég þekki koma vinnu sem er ætlast til af þeim ekki fyrir frá 8-16. 

Savica | 22. ágú. '16, kl: 20:29:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Systir mín er kennari og kennir í 2. bekk. Hún fullnýtir mikið meira en þennan 1 klukkutíma heima hjá sér. Þar að auki er hún skyldug til að vera í húsi frá 8-16 þrjá daga vikunnar og 8-17 hina tvo dagana. Endurmenntun í sumarfríinu svo hún er ekki í fríi lengur en aðrir. Þar að auki ganga kennarar ekki út úr vinnunni á sama tíma og nemendurnir heldur eru þeir lengur að vinna fram eftir júní og eru komnir aftur til starfa í byrjun ágúst (þ.e. ekki á sama tíma nemendurnir. Svo sumarfrí systur minnar eru 5 vikur. 

svartasunna | 22. ágú. '16, kl: 21:06:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já það er ekkert annað! Greinilegt að það er mikið bil á milli þess sem kennarar gera og það sem fólk heldur að þeir geri. Mèr finnst þetta vera ruglástand.

______________________________________________________________________

Savica | 22. ágú. '16, kl: 21:08:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála algjört rugl. Svo vælir fólk yfir því að þetta fólk sé alltaf í fríi og fari heim á hádegi o.s.frv. Kannski var það svoleiðis hér áður fyrr en ekki nú til dags.

bogi | 23. ágú. '16, kl: 10:20:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir kennarar sem ég þekki hófu störf í síðustu viku, sem sagt miðjan ágúst og voru búnir um miðjan júní.

Savica | 23. ágú. '16, kl: 13:32:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Systir mín byrjaði strax eftir verslunarmannahelgina. Allir í hennar skóla fóru á endurmenntunarnámskeið þá og byrjuðu svo að vinna um leið og námskeiðinu lauk. 

Snobbhænan | 23. ágú. '16, kl: 10:27:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

HVar byrja grunsnkólakennarar að vinna í byrjun ágúst?  Held að langsamlega flestir séu að mæta til vinnu ca 15. ágúst. Margir eru farnir í sumarfrí í kringum 10 jún, sumir fyrr.  Kennarar fá sérstaklega greitt fyrir endurmenntun, og því eðlilegt að henni sé sinnt.  Margir skólar eru að beina kennurum í þann farveg við upphaf skólaárs. þar mæta kennarar í vinnu  kannski í annarri viku águstmánaðar.  Þannig að langflestir grunnskólakenanrar eru alveg í sumarfríi frá ca 10-13.júní og fram til amk 8-10. ágúst og jafnvel til um miðjan ágúst.  2 vikur að ,ágmarki í júni, kannski nær að vera 2,5 vika í júní, 4,5 vikur í júlí og 1-2 vikur í ágúst.  Fyrir utan jóla- og páskafrí og vetrarfrí (sem er innifalið í því að vinna af sér).  


Mínar 6 vikur á ári blikna við hliðina á þessu, sem eiga að duga sem sumarfrí og dekka vetrarfrí og mögulega frí um jól etc.




Þetta er talsvert lengra sumarfrí en aðrar stéttir hafa.  Já ég veit að þeir vinna af sér - er einfaldlega að andmæla þessari fullyrðingu um að sjálft suamrfrí kennara sé ekki lengra en hjá öðrum.  

Savica | 23. ágú. '16, kl: 13:34:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég ætla ekki að nafngreina vinnustaðinn hennar en hann er á höfuðborgarsvæðinu. Þar vinna þau til svona 16.-19. júní (misjafnt milli ára sagði hún) og eru byrjuð aftur vel fyrir 15. ágúst. Veit ekkert hvernig það er í öðrum skólum.

Snobbhænan | 23. ágú. '16, kl: 15:52:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Til 16. eða 19. júní? Held ég hafi aldrei heyrt af því að kennarar séu það lengi fram í júní. En gefum okkur bara 19. júní.  Það eru þá 8 dagar eða 1,5 vika í frí í júní.  22 frídagar í júlí. 
Vel fyrir 15. ágúst? Segjum bara 12. ágúst.  það eru þá amk 8 dagar í ágúst.  Yfir sumartímann erum við að tala um 38 daga. það eru 7,6 vikur. Átt þú svona mikið frí?


Að auki fá þeir gott jólafrí og páskafrí og vetrarfrí.


Mitt 6 vikna orlof þarf að dekka sumarfrí með fjölskyldu og vetrarfrí og jólafrí og páskafrí ef maður vill lengja fríin í kringum hátíðir.


Ég sé bara ekki hvernig nokkrum manni dettur í hug að segja að orlof kennara á sumrin sé bara svipað og hjá öðrum. Því það er bara ekki þannig. Þó við miðum við eitthvað sem kannski er jaðargildi sem vinnur mjög langt fram í júní og er mættur til vinnu vel fyrir miðjan ágúst. 

ÓRÍ73 | 23. ágú. '16, kl: 16:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

næstum hvert einasta skóladagatal í fyrra sýndi kennara vinna til 15. og 16. júní, allt annað væri undantekning. 

Savica | 23. ágú. '16, kl: 20:54:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hafðu þetta bara eins og þú vilt. Systir mín byrjaði að vinna 8. ágúst núna í ár. Ekki 12. ágúst. Hætti 16. júní í ár. 


Gott vetrarfrí? Hvað er vetrarfríið langt á Íslandi? Þegar ég bjó þar fyrir löngu síðan var þetta ekki neitt neitt. Hlýtur greinilega að hafa breyst ef það er hægt að kalla það gott frí núna. Hér í Svíþjóð þar sem ég bý er vikulangt frí í lok október og svo aftur vikulangt frí í lok febrúar. Og meira að segja lengra jólafrí heldur en á Íslandi. Sonur minn á ekki að mæta í skólann aftur eftir jólin fyrr en 10. janúar og hann fer í frí 20. desember. Ég hef mikið tekið eftir því á netinu síðustu misserin að fólk er að tuða yfir öllum þessum fríðindum sem kennarar á Íslandi hafa. Kannski hefur þessi væll þó alltaf verið til staðar, það veit ég ekkert um. Hef bara veitt þessu eftirtekt nú eftir að systir mín byrjaði að kenna. Mér finnst þetta ekki nærri því eins algengt hérna í Svíþjóð. Fólk er ekki endalaust að velta sér upp því hvað kennarar vinni lítið og hafi það gott.


Ég myndi aldrei í lífinu vilja skipta um starf við systur mína. Jú ég þarf að vinna á milli jóla og nýárs og fæ mögulega aðeins styttra sumarfrí (munar þó bara örfáum dögum). Það geri ég með glöðu geði þar sem ég fæ mikið betri laun heldur en hún og ég hef tíma og orku fyrir utan vinnuna til að sinna mér og mínum. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 08:28:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Okey, þó það sé 8. ágúst þá bætast við 4 dagar í vinnu. Það eru þá amk 4 dagar í frí í ágúst. Ef hún hætti 16. júní þá eru þetta samt amk 9 dagar í frí í júní.  Þannig að miðað við systur þína þá var fríið hennar í sumar í heildina 35 dagar.


Þar að auki er vetrarfrí, sem er 3-5 dagar, misjafnt eftir skólum. Segjum bara 3.  Svo er gott jólafrí og páskafrí.
Finnst þer þetta í alvörunni vera eitthvað í íkingu við orlofsrétt annarra stétta?


Flestir eiga nefnilega bara 5-6 vikur sem verða að duga f fríi á sumrin OG vetrarfrí OG frí yfir hátíðir.


Já þeir vinna þetta af sér og það er margt í kennarastarfinu sem gerir það erfitt, ekki síst umhverfið. En að halda þvæí fram í fúlustu alvöru að frí kennara séu eitthvað svipað og hjá öðrum er auðvitað bara hlægilegt. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 13:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Vetrarleyfi er tveir dagar á haustönn og tveir dagar á vorönn þar sem ég þekki til. Svo hanga oft starfsdagar og þess háttar saman við þessa daga. Þannig að börnin eru lengur frá þó kennarinn sé bara í fríi í 2 daga.


Hvað þýðir að vinna eitthvað af sér? Þýðir það ekki að maður er búinn að vinna lengur en aðrar starfstéttir í hverri viku allan veturinn án þess að fá borgað fyrir það. Þannig að maður er búinn að vinna fyrir þessum aukadögum. Ég sé ekkert athugavert við að eiga inni frídaga í staðinn fyrir þá klukkutíma sem hafa safnast upp allan veturinn. Ég geri ekki þá kröfu að fólk vinni sjálfboðavinnu og fái ekkert fyrir það. Mér finnst afar skrítið að láta eins og þessi stétt sé bara að fá gefins frí út í bláinn.


Ég sé ekkert athugavert við að fá frí út á alla aukavinnuna. Finnst hlægilegt að fólk úr öðrum starfstéttum sitji og væli yfir því að kennarastarfið sé lúxusstarf. Af hverju ferðu ekki að kenna til að næla þér í þessi djúsí fríðindi? Ekki er ég til í það. Vinn frekar mitt skemmtilega starf og þigg mín góðu laun fyrir það og vinn á milli jóla- og nýárs án þess að væla eins og smábarn.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:37:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vetrarleyfi er bara mnisjafnt e skólum og svf. Sums staðar er því skipt, sums staðar ekki. Sums staðar bara 3 dagar og sumss staðar 5 dagar (sem er heim orlofsvika). 


Þú færð borgað f vinnuna með meiri frítökurétti. Þannig er borgunin.  Enginn að efast um það eða að segja að það sé út í bláinn. En fólk getur ekki haldið þvæi fram að orlof þeirra sé bara eins og allra annarrra því að það er það ekki. Það er telið einn af kostum við stéttina að einmitt geta unnið þetta af sér og eiga mjög ríkuleg frí á móti. 


ég var að gagnrýna það orðalagþitt þegar þú talar eins og orlof kennara sé bara orðið jafnlangt eða svipað og hjá öllum öðrum. Enda er þetta ekki rétt.  Þeir hafa unnið af sér og FÁ borgað með ríkulegri orlofsdögum. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 13:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef manneskja lýkur vinnu fyrir sumarfrí þann 16. júní og á inni 6 vikur, á hún þá ekki að mæta til vinnu aftur þann 28. júlí? Síðan mætir hún á endurmenntunarnámskeið þann 2. ágúst og er þar út vikuna (eða fjóra daga). Skellir sér svo í helgarfrí og til vinnu mánudaginn 8. ágúst. Ég get ekki talið meira en tvo daga í frí sem hún hefur umfram aðra sem eiga líka inni sex vikna frí. Það eru dagarnir 28. og 29. júlí (því 30.  og 31. júlí er helgi og 1. ágúst er frídagur verslunarmanna). Ég get lofað þér því að þessi manneskja er löngu búin að vinna þesssa tvo frídaga af sér ásamt því að hafa unnið af sér vetrarfrí, jólafrí og páskafrí. Eða eru mínir reikningar algjörlega úti á túni?

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er enginn að efast um að kennarar séu ekki búnir að vinna þetta af sér.  Það breytir engu um það að þeir akkúrat GETA gert það og eiga þal mun meira frí en aðrir.
ef manneskja er búin þann 16.júní þá er hún með 9 frídaga í júní (17.júní telst ekki með) , 22 daga í júlí. Kennarar í skóla sona minna mæta 8.ágúst í starfsþróun (hættu ca 13.júní í sumar).  mv 8.ágúst þá eru 4 frídagar í ágúst.  Þetta eru samtals 35 dagar eða  7 vikur. 

Hvaða kennari mætir til vinnu 2.ágúst í starfsþróun? 


þarna munar strax um eina viku. Fyrir utan að þeir sem eiga grunsnkólabörn reyna að geyma hluta af sínum 6 vikum til að mæta skipulagsdögum, vetrarfríium og stórhátíðarfríium.



Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kennarar eiga að fara í endurmenntun í sumarfríinu sínu. Systir mín og allir í hennar skóla hafa ekkert val um að gera það eða gera það ekki. Svo já það er fullt af fólki sem mætir í endurmenntun þann 2. ágúst. 


Þú talar um að þeir GETI gert það, þ.e.a.s. unnið af sér fríið. Ég lít ekki á að þeir geti gert það. Ég lít sem svo á það að þeir EIGI að gera það. Sumir kennarar væru eflaust til í að sleppa því að vinna yfir 40 klst. vinnuviku plús verkefni heima og fá að vinna fleiri daga af sumrinu í staðinn. En það er ekki í boði fyrir þá.


Já sumir sem eiga grunnskólabörn gera það kannski. Aðrir gera eins og ég og taka allt sumarfríið og taka svo launalaust leyfi þegar svona dagar koma til. Eða leysa þessa daga öðruvísi.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:03:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þeir eiga að gera það og semja um það í kjarasamningum.
Það er mjög snemmt  að mæta 2.ágúst en örugglega gidlar a´stæður f því. Kennarar í skóla sona minna mæta í starfsþróunardaga þann 8. ágúst.

Kennarar fá endurmenntun greidda, og því eðlilegt að þeir sinni henni.


Enn og aftur, ég er að andmæla þeirri framsetningu að orlof kennara sé bara orðið eins og hjá öllum hinum,  Ef svo væri þá væri það mikil kjararýrnum enda búnir að vinna af sér. Og þegar allt er tínt til kemur glögglega í ljós að orlof þeirra er talsvert meira en annarra. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lastu það sem ég skrifaði áðan? Um dæmið sem varðar systur mína og hennar skóla. Þar fá þau aðeins tveimur dögum meira en þú og aðrir fá. Svo mæta þau til starfa. Hvaða máli skiptir hvort manneskja er í endurmenntun útí bæ eða inni í skóla að vinna? Hún er í það minnsta ekki heima að tjilla með börnunum sínum eins og allir halda. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:09:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún er þá kannski þetta árið að sinna meiri endurmenntun. Sem er bara fínt - hún fær það greitt. það er í samningum.
Nei hún er ekki að fá bara 2 dögum meira en aðrir fá. Það eiga ekki allir rétt á 6 vikum svona fyrir það fyrsta. en miðum bara við það for argjúments seik.
Að auki fær systir þin amk 3 frídaga vegna vetrarfría, mögulega 5
Að auki fær systir þín ca 9 frídaga vegna jólafrís
Að auki fær systir þin ca 3 frídaga vegna páskafrís




Þetta eru ekki bara auka 2 dagar. Þetta eru amk auka 17-19 dagar.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:10:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef hún væri að koma inn  í starf þann 8.ágúst eru þetta auka 22-24 dagar.

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sinna endurmenntun þetta árið? Hvað veist þú um það hvenær hún sinnir endurmenntun? Þú veist nákvæmlega ekkert um það. Hún gerir það á hverju ári eins og allir á hennar vinnustað. Börnin hennar fara ekki með henni í endurmenntunina svo hún þarf að redda pössun/námskeiði þar. Er það ekki það sem vællinn snýst um? Hverjir þurfa að redda námskeiðum fyrir börnin og hverjir ekki?

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:25:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko.
Þetta er ekki árás. 


Ég er einfaldlega að segja að fyrst hún mætir 2. ágúst þá er líklega stefnan í skólanum hennar að sinna meiri starfsþróun í ár en verið hefur  Ég þekki til í mjög mörgum grunnskólum og yfirleitt er fólk ekki að byrja svo snemma. Nema þá að endurmenntun sé alltaf svona stór partur í akkúrat þessum skóla. 


ég er bara ekkert að ræða námskeiðahald.  Mér finnst bara ekkert óeðlilegt að hún þurfi að redda pössun/námskeiði - það er bara veruleiki flestra.


Ég er að ræða muninn á frídögum kennara vs annarra.


Og áður en þér finnst að systur þinni vegið - ég er ekki að efast um að hún vinni þá af sér. 



 
Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum þá bara algjörlega að tala um sitthvorn hlutinn. Ég er ekki að hugsa þetta út frá því hversu marga daga í plús kennari hafi umfram aðra í launuðu leyfi. Ég er aðeins að hugsa þetta út frá viðveru heima vs. viðveru að heiman yfir sumarið (þ.e. hvort hann sé í fríi að tijlla eða að vinna/á námskeiði). Það er það sem var að tala um þegar ég talaði um að það væri ekki svo mikill munur á sumarfríi kennara og annara. Ég var að tala út frá því kennari er ekki heima frá skólaslitum og fram til skólasetningar eins og meginþorri þjóðarinnar heldur. 


Og þetta með endurmenntunina. Ég er ansi viss um að skóli systur minnar sé ekki eini skólinn á Íslandi sem sinnir endurmenntun ár hvert. Ef svo er þá hef ég verulegar áhyggjur af þróun skólastarfs á Íslandi.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko.
maður getur ekki bara cherrypikkað í umræðu um orlof. Sá sem á 6 vikur í orlof á ári er líklega ekki að taka það heldur allt að sumri sem gerir þá þinn samanburð ónýtan. Þú getur þá ekki miðað við að allir aðrir nýti allan orlofsréttinn 100% að sumri og eigi ekkert f veturinn. aðrir þurfa helst að eiga frídaga f veturinn og taka ekki allt úr.
 Því þá er veruleikinn meira eins og 6-7 vikur kennara á móti 4-5 vikum annarra.  


Og þetta með starfsþróunina - ég hef hvergi haldið því fram að skólar sinni henni ekki. Það þarf nú einbeittan vilja til að misskilja til að lesa það út úr orðum mínum. Margir hafa sína starfsþróunarviku frá 8. ágúst. Ég hef hins vegar sagt að mér finnist það snemmt ef kennarar mæta 2.ágúst. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:38:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að ætlast til neins enda drullusama um það hvernig fólk nýtir orlofsdagana sína. 


Finnst þér snemmt að mæta til vinnu 2. ágúst? Hvað viltu að verði gert í því? hætt við endurmenntun því kennararnir eru að nýta dagana frá 8. ágúst í undirbúning kennslu fyrir veturinn.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

'eg hef enga sérstaka skoðun á því - ég er bara að telja orlofsdaga og með samanburð á þeim milli grunnskólakennara vs flestra annarra.


Það er mér algjörlega að meinalausu að kennarar mæti fyrr íágúst.  Oft er þetta þannig að kennarar mæta 1,5-2 vikum fyrir skólasetningu, fyrri vikan nýtt í starfsþróun og seinni í undirbúning f starfið. 


Ég gæti alveg tekið session í starfsþróun, áherslur og annað, týnt til niðurstöður úr Talis. En það eru bara vangaveltur og eiga ekki endilega heima í þessum þræði. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:50:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Breytir samt ekki þeirri standreynd að sumir kennarar ganga út af heimilinu sínu um 18-20 dögum fyrir skólasetningu til að sinna einhverju vinnutengdu (og það án barnanna sinna).

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:51:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og  þeir sumir eiga samt miklu fleiri orlofsdaga en aðrir ;) Þrátt fyrir að mæta svona snemma. 

Gunnýkr | 28. ágú. '16, kl: 11:43:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg þekki mjög marga kennara víðs vegar um landið og enginn þeirra byrjar að vinna í byrju ágúst. Allir um miðjan ágúst. Þeir eru lika allir búnir að vinna fyrir miðjan júní.

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég fatta ekki hvað þú ert að blanda vetrar-, jóla og páskafríi inn í þetta. Það kemur lengd sumarfrís (þegar einstaklingar er að tjilla með börnunum sínum) nákvæmlega ekkert við. Ég var upphaflega aðeins að tala um það að kennarar eru ekki mikið lengur heima hjá sér í sumarfríinu heldur en meðaljóninn. Skiptir engu máli hvort það er námskeið, undirbúningsvinna eða almenn kennsla sem kallar þá úr fríinu. 


Mitt innlegg í þessa umræðu snýst um það að kennarar þurfa víst að redda einhverjum vikum fyrir börnin sín á sumrin eins og aðrir. Enginn kennari er heima allt sumarið með barninu sínu eins og margir virðast halda. Það er það sem mitt innlegg fjallar um. 


Ef þú vilt ekki kenna þá geturðu kannski fengið þér vin sem er kennari og dömpað börnunum þínum á hann í öllum þessum endalausu fríum. Manneskja sem er heima öllum stundum með börnunum sínum sökum frís (eins og kennarar jú gera) myndi örugglega gjarnan vilja selskap fyrir barnið sitt sem neyðist til að veraí fríi og geta ekki farið í frístundaheimilið að hitta vini sína.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Auðvitað kemur það lengd sumarfrís við!


Þetta eru heildarorlofsdagar yfir árið. Venjulegt fólk hefur 6 vikur til að dekka sumarfrí, jólafrí, vetrarfrí og páskafrí.


Sá sem á 6 vikur tekur yfirleitt ekki 6 vikur að sumri til að eiga eitthvað eftir af orlofsdögum til að mæta vetrarfríium og jólafríum etc.


Þá erkannski eðlilegra að miða 6-7 vikna orlof kennara tekið að sumri við kannski 4-5 vikna orlof sem venjulet fólk tekur að sumri. 
kennarar eiga þá eftir 3-5 vikur í orlofsdaga yfir veturinn.  Aðrir 1-2.







Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ferðu ekki í einhverjar aðgerðir til að breyta þessu í þágu starfstéttar þinnar ef þetta truflar þig svona? Vinkona mín og fólkið á vinnustaðnum hennar fóru í aðgerðir til að fá launað frí í vetrarfríinu og þar erum við að tala um 10 daga en ekki skitna fjóra daga eins og þið eruð að glíma við. Þau kröfðust þess að fá annað hvort launað frí eða fá að mæta með börnin til vinnu alla þessa daga. Vinnuveitandinn samþykkti vissa daga sem launað frí en hina sem möguleikann á að vinna heima í staðinn fyrir að mæta til vinnu á þessum dögum. 


Betra að gera eitthvað í málunum í staðinn fyrir að pirra sig á einhverju sem aðrir (þ.á.m kennarar fáu engu breytt um). 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:36:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er bara ekki á radarnum á íslenskum vinnumarkaði.


en þetta var als ekki minn aðalpt. Ég var einfaldlega að leiðrétta þig þegar þú talaðir um að sumarfrí kennara væru ekkert lengri en annarra.  

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:38:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei það varstu ekki að gera. Þú varst að leiðrétta það sem þú hélst að ég væri að segja. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok;)

pikkanikka | 7. sep. '16, kl: 18:47:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margar stéttir geta unnið yfirvinnu og fengið greitt í fríi, það hefur ekki verið hægt hjá kennurum, bara svona til að benda á að 6 vikur, punktur er ekki veruleiki hjá öllum öðrum en kennurum. 

Zagara | 26. ágú. '16, kl: 13:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hei, ég ef dömpað börnunum mínum á ættingja sem eru með ríflegra frí en ég og það vill svo skemmtilega til að þeir eru kennarar í sumarfríi.


Svo vonandi veistu að börn kennara mega vera í sumarfrístund til jafns við börn hinna foreldranna sem nota það úrræði til að geta komist til vinnu. Skil ekki alveg hvað þú ert að reyna að halda fram með að kennarar séu í vandræðum með börnin sín í sumarfríum. 

Savica | 26. ágú. '16, kl: 14:03:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekkert að tala um að kennarar geti ekki sett börnin sín sumarfrístund. Skil ekki hvernig þú getur fengið það út. Það sem ég er að segja um sumarið og kennara og börnin þeirra er akkúrat það að kennarar vinna nokkrar vikur á sumrin áður en börnin byrja í skólanum og þurfa þá að redda þessum vikum eins og aðrar starfsstéttir, með námskeiðum og slíku. Stendur ekkert um að börnin þeirra fari ekki í sumarfrístund.


Þetta með að dömpa börnunum á aðra í fríum þá var ég meira að tala um á milli jóla og nýárs og páskafríinu (þ.e. ekki hátíðardagana). Systir mín sem er kennari þiggur það með þökkum ef einhverjir vinir eða ættingjar koma börnunum sínum á hana meðan þeir vinna. Svo börnin hennar hafi selskap.

Zagara | 26. ágú. '16, kl: 14:17:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú skrifaðir þetta " Manneskja sem er heima öllum stundum með börnunum sínum sökum frís (eins og kennarar jú gera) myndi örugglega gjarnan vilja selskap fyrir barnið sitt sem neyðist til að veraí fríi og geta ekki farið í frístundaheimilið að hitta vini sína. "


Ég vinn t.d. með fólki sem oft fær ekki frí á þessum skólafrísdögum og börnin neyðast til að koma með í vinnuna á þessum dögum. Það þarf ekkert að vorkenna börnum kennara að vera heima hjá foreldri sínu. Það er eitt af fríðindum starfsins að það er frekar barnvænt þegar kemur að skólafríum.

Savica | 26. ágú. '16, kl: 14:26:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æj ég hef aldrei verið með barn í frístundaheimili á Íslandi svo þarna gerði ég mistök og miðaði við Svíþjóð (þar sem ég bý). Hér fá börn ekki að fara í frístund nema foreldri/foreldrar séu að vinna. Svo ef manneskja er í fríi þá er barnið líka í fríi. Svo hérna myndu kennarabörn ekki hafa getuna til að fara í frístund á milli jóla og nýárs. Einnig er frístund lokað í vetrarfríunum hérna. 

Þegar ég sagði ´neyðast til´ þá var ég ekki að tala um í merkingunni greyið börnin. Heldur í merkingunni að verða að vera heima/hafa ekki rétt á frístund (eins og er hér). Sumum börnum leiðist heima með foreldrum sínum án félaga á sínu reki. Öðrum börnum leiðist ekki. 




Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 13:38:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

held að fólk í öðrum stéttum sé bara frekar pirrað yfir hvað kennarastéttin yfirhöfuð vælir mikið, mér dettur engin önnur stétt í hug þegar kemur að stanslausu væli allt árið

Savica | 24. ágú. '16, kl: 13:46:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var sammála þér þangað til ég fékk innsýn inn í starfið og allt í kringum það. 

pikkanikka | 7. sep. '16, kl: 18:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heyri miklu meira væl um kennara frá öðrum en þeim sjálfum. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:42:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tók reyndar ekki eftir þessu málefnalega kommenti þínu um væl eins og smábarn....


það hlýtur að mega að gagnrýna það í málflutningi þínum sem er beinlínis rangt.  Það að þú upplifir að e-r sé að gagnrýna heila stétt vegna þess er bara eitthvað sem þú verður að eiga við sjálfa þig. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 13:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fer ekki ofan af því að íslenska þjóðin vælir eins og smábarn yfir fríðindum kennara. Málefnalegt eða ekki, I don´t care. Sé það bara svo glögglega sem fyrrverandi Íslandsbúi og núverandi Stokkhólmsbúi hvað íslenska þjóðin eyðir miklu púðri í að velta sér upp úr lúxusnum á bakvið kennarastarfið. Svíarnir sjá ekkert athugavert við þau fríðindi sem fylgja starfinu og þar erum við að tala um alvöru fríðindi. Tíu daga vetrarfrí yfir veturinn þar sem kennararnir eru í fríi allan tímann. Mun lengra jólafrí og möguleikinn á að fara heim að kennslu lokinni og vinna undirbúninginn þar. Þetta kalla ég fríðindi sem mætti væla yfir að aðrir hefðu en ekki maður sjálfur. Samt gera Svíarnir það ekki. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:55:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú um það, rökræða verður sjaldnast málefnaleg þegar fólk er vænt um væl fyrir að tína til staðreyndir. En ok.  

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka hægt að sleppa því að vera viðkvæmur þegar maður er sakaður um væl, þegar maður er að væla.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er ekki væl, bara staðreynd.  Ekkert sem ég hef skrifað er rangt. Það að gagnrýna þína upplifun á orlofi kennara er tæpast árás á stéttina þannig að þú þarft ekkert að vera í svona mikilli vörn fyrir systur þína.


Þetta er hins vegar ósiður margra sem glíma við óöryggi eða vilja ekki skoða aðra fleti máls.  Allt annað en eigið sjónarhorn er væl.

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:14:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er ekki rétt það sem þú segir nema kannski tilvikum einhverra skóla. Það sem ég skrifað er rétt er varðar í það minnsta einn skóla. Svo þú getur ekki sagt að þú hafir rétt fyrir þér á meðan ég hef rangt fyrir mér.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er alveg rétt nefnilega. Það að systir þín mæti snemma í ágúst breytir nefnilega litlu um heildar fjölda frídaga hennar. Hún er samt sem áður með amk 17-19 fleiri frídaga en ég hef.  Kennarar í skóla barna minna hafa 22-24 fleiri frídaga en ég hef. Ég á 6 vikur svo viðmiðið sé klárt. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og þeir hafa unnið sér inn fyrir þessum aukafrídögum eins og við báðar vitum.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er enginn að efast um það. Breytir ekki að orlfosdgar kennara eru langtum fleiri en annara og telst það í vikum. Þú getur ekki bara tekið sumartímann út þar.  Þú tekur að sja´lfsögðu allt árið. 



Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 14:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég skemmti mér svo vel yfir að lesa þessar þrætur á milli ykkar því ég ímynda mér Savica alveg á háa c-inu í varnartóninum

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:41:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha virkar kannski þannig, en ég á langt í land með að ná þangað ;)

adaptor | 28. ágú. '16, kl: 12:05:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú hvernig unnu þeir sér inn þessa frídaga ???

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Savica | 28. ágú. '16, kl: 12:44:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með því að vinna fleiri klukkustundir á viku allan veturinn, heldur en þeir fá borgað fyrir. Þannig að þeir "gefa" nokkrar klst á viku án þess að fá borgað fyrir það þá. Taka það svo út í frídögum (sumar, jól, páskar, vetrarfrí).

adaptor | 28. ágú. '16, kl: 13:07:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég vinn stundum 360 tíma yfir mánuðinn ekki fæ ég auka frí út á það eða almenningur yfir höfuð

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Savica | 28. ágú. '16, kl: 13:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú færð væntanlega borgað fyrir það eða hvað?

bogi | 28. ágú. '16, kl: 20:25:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög algengt að fólk sé á föstum launum.

Svala Sjana | 26. ágú. '16, kl: 00:16:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Orlofsréttur kennara er sá sami og annarra stétta. Þeir eru búnir að vinna af sér það aukaorlof sem þú ert að telja upp með lengri vinnudegi yfir veturinn.


Að auki er rétt að horfa líka á það að kennarar eiga í fæstum tilfellum möguleika á að ráða hvenær þeir taka sitt orlof. Þannig er td. ómögulegt að ætla að nýta sér ódýrar sólarlandaferðir í maí eða sept. Eða að fara í skemmtilegar borgarferðri á haustin því þá er ekki hægt að fá frí.

Kv Svala

Snobbhænan
Brindisi | 26. ágú. '16, kl: 11:57:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

var þetta ekki búið

Snobbhænan | 26. ágú. '16, kl: 11:57:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er bara eins og Duracell kanínan

Brindisi | 26. ágú. '16, kl: 11:58:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahah

Svala Sjana | 28. ágú. '16, kl: 15:48:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú það stenst alveg. 
Þú þarft ekki annað en kynna þér betur kjarasamninga kennara (sem raunar eru einstaklega flóknir og leiðinlegir) og þá sérðu svart á hvítu að kennarar eru búnir að vinna af sér það frí sem þeir frá umfram þessar venjulega 4-6 vikur sem aðrir launþegar fá.

Kv Svala

Svala Sjana | 28. ágú. '16, kl: 15:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

JÚ það stenst alveg
- átti sem sagt að standa þarna efst

Kv Svala

pikkanikka | 7. sep. '16, kl: 18:35:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kennarar vinna lengur hvern dag og sækja oft endurmenntun eða um helgar (þegar aðrar 8-4 stéttir eru í fríi) og fá svo lengri frí, á meðan aðrar stéttir vinna styttra hvern dag og fá styttri frí. Allir skila samt 1800 stundum á ári. 

e e e | 27. ágú. '16, kl: 22:28:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sko, ég er kennari og ég hef 6 vikna sumarfrí, því eg er búin að kenna í mörg ár, yngri kennarar hafa 5 vikur, nákvæmlega sami orlofsréttur er hjá kennurum og öðrum stéttum. Búin að lesa hluta af þrasinu hér fyrir neðan og skal segja ykkur að mitt sumarfrí er 6 vikur og ég á að sinna endurmenntun tvær vikur á sumrin, ég er semsagt ekki í vinnu í skólanum í samtals 8 vikur og tvo daga sem eru 17 júni og frídagur verslunarmanna. Fullt af námskeiðum eru í boði í júní og ágúst, við veljum okkur námskeið, sumir fara t.d. 18-22 júní eða 11 til 14 ágúst og sumir kannski einn dag í júní, tvo eða þrjá í ágúst og þrjú helgarnámskeið í sept og okt. Þetta er allskonar, við verðum að fara á námskeið, skrá það og fá staðfestingu á tímunum og það er EKKI greitt aukalega fyrir námskeiðin eða endurmenntun, greiðslan er bara launin sem þú færð þessar tvær vikur yfir sumarið. Frelsið sem við höfum er að velja hvenar við sækjum námskeiðin þau eru svo mismunandi, misjafnt hvað er í boði og hvenær. Égvel stundum helgarnámskeið í febrúar eða mars til að fara færri daga í júní eða ágúst. ég fór t.d. í fyrra á námskeið um frá 5 til 9 um kvöldið þrjá virka daga. ÉG fæ auðvitað ekki greitt fyrir febrúarhelgarnámskeið fyrr en um sumarið. Ef ég á lítil börn þarf ég að finna pössun þegar ég sæki námskeið um helgar eða á kvöldin. Þetta frelsi að geta farið á nokkur helgar eða kvöldnámskeið til að fara færri daga á sumarnámskeið er kostur sem sumir geta nýtt aðrir ekki og bull að segja að við fáum lengra sumarfrí en aðrir. Hvað varðar þrjá páskafrísdaga, og fjóra vetrarfrísdaga og ca 4-5 aukajólafrísdaga þá vinnum við 9 tíma á dag að meðaltali en fáum greitt fyrir 8 tíma, vinnum semsagt klukkutíma í yfirvinnu í 180 daga á ári og erum í þessu, jola, páska, vetrarfríi á móti. Égvinn semsagt nákvæmlega jafnmarga klukkutíma á ári og aðrir á almenna vinnumarkaðnum og fæ nákvæmlega jafnmarga sumarfrísdaga og aðrir launþegar.

UnclePoodle | 27. ágú. '16, kl: 23:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Konan mín er líka kennari og passar þín lýsing vel við hennar raunveruleika. Kennarar hafa ekkert val um það hvort þeir sinni endurmenntun eða ekki eins og svo margir virðast halda.

ÓRÍ73 | 28. ágú. '16, kl: 00:04:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og ekki gleyma að við borgum namskeiðin ur eigin vasa!

pikkanikka | 7. sep. '16, kl: 18:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar eru kennarar að fá greitt fyrir endurmenntun? Þeir þurfa að skila ákveðnum tímafjölda vegna endurmenntunar uppí þau frí sem eru í skólunum en fá þau ekki sérstaklega greidd þar sem ég þekki til.

Snobbhænan | 7. sep. '16, kl: 19:29:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einfaldlega inn í kjarasamningum og inn í launum þeirra.  Þannig fá þeir þetta greitt.  Mikill misskilningur að halda að þeir fái þessa tma ekki greidda.

pikkanikka | 7. sep. '16, kl: 20:30:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir fá þetta greitt þannig já að þeir safna þessum tímum uppí fríið.

pikkanikka | 7. sep. '16, kl: 20:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fer á ráðstefnu 8 tíma á laugardegi og set það inní endurmenntunarskyrsluna mína sem talning uppí þá tíma semég þarf að skila til að ná 1800 tímum á ári. 

Snobbhænan | 8. sep. '16, kl: 10:20:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat þú færð þetta greitt. það er e-r misskilningur í gangi um að kennarar fái ekki greitt f að sinna starfsþróun.

ÓRÍ73 | 8. sep. '16, kl: 11:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

manst ´lika að endurmenntun á laugardegi telur meira en á virkum degi 

pikkanikka | 14. sep. '16, kl: 19:41:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu, fá ekki allir hærri laun fyrir að vinna um helgar en á virkum dögum og líka orlof ofaná yfirvinnu?

ÓRÍ73 | 14. sep. '16, kl: 19:44:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eflasut en ég þekki mjög marga kennara sem átta sig ekki á þessu þegar þeir skrá endurmenntunina

pikkanikka | 14. sep. '16, kl: 19:47:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú meinar að þeir séu þá að skila miklu fleiri tímum en þeir þurfa?

ÓRÍ73 | 14. sep. '16, kl: 20:32:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Brindisi | 23. ágú. '16, kl: 11:33:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er hún ráðin í mikla prósentu?

Savica | 23. ágú. '16, kl: 13:35:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

100%

Brindisi | 23. ágú. '16, kl: 14:18:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef hún er ráðin í 100% er sveitafélagið eða ríkið varla að neyða hana í tveggja tíma yfirvinnu í skólanum í hverri viku plús það sem hún neyðist til að vinna marga tíma heima hjá sér, sorrý er bara engan veginn að kaupa það

ÓRÍ73 | 23. ágú. '16, kl: 16:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það heitir að vinna af sér fríin. 

Savica | 23. ágú. '16, kl: 20:57:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þannig er það bara víst. Kynntu þér málið ef þú trúir því ekki. Vinnuvika kennarans er fjörutíu og tvær komma eitthvað klukkustundir. Til að vinna af sér þessa frídaga sem þeir hafa umfram meðljóninn. Ástæðan fyrir því að hún neyðist til að vinna heima er að hún kemst ekki yfir allan undirbúninginn fyrir kennsluna og yfirferð námsefnisins á vinnutíma. Er víst á endalausum fundum út um hvíppinn og hvappinn og mikið til í símanum að tala við foreldra. Svo bara úps... kominn tími til að stimpla sig út.

Yxna belja | 24. ágú. '16, kl: 10:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er samt þannig. Það er reyndar að ég held undantekning í dag að kennarar séu ráðnir í 100% vinnu heldur eru þeir  ráðnir í hlutfall sem er í kringum 90% og þá vinna þeir 40 stunda vinnuviku en fá greitt fyrir lægra starfshlutfall. Þeir tímar sem standa útaf fara í að "greiða niður" þá auka"frídaga" sem kennarar hafa umfram aðrar stéttir. 

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Þjóðarblómið | 4. sep. '16, kl: 00:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar eru kennarar ekki lengur ráðnir í 100% vinnu? 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Þjóðarblómið | 28. ágú. '16, kl: 19:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hellings vinna að kenna á yngsta stigi. Mikil yfirferð og undirbúningur sem fylgir. Miðað við mína reynslu þá finnst mér þeir kennarar vinna langmest.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

ÓRÍ73 | 21. ágú. '16, kl: 17:20:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kennarar vinna þessi frí af sér svo já, launin eru mjög lág. Ég hef unnði mörg önnur störf og vinn sjaldan jafn mikið og lengi og þegar ég er að kenna. 

svartasunna | 21. ágú. '16, kl: 17:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki skrýtið að kennarar brenni út ef það þarf ekki bara að performera í tímum (sem er nóg álag) heldur líka alls konar aukastundum bætt við. Voða þarf alltaf að flækja allt.

______________________________________________________________________

svartasunna | 21. ágú. '16, kl: 17:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...þegar èg stunda endurmenntun þá er það á vinnutíma og ef það er þörf á aukavinnu þá er það borgað eða kemur á móti flex tíma. Einfalt og skilvirkt.

______________________________________________________________________

ÓRÍ73 | 21. ágú. '16, kl: 18:23:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eins og hjá öllum normal stéttum. En ekki þarna. 

ÓRÍ73 | 21. ágú. '16, kl: 18:23:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

enda er mikill flótti kennara núna úr stéttinni. 

ÓRÍ73 | 21. ágú. '16, kl: 17:22:10 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst gaman að kenna en í dag er starfið kannski 20% kennsla ef maður er heppinn, afgangur er foreldrasamvinna, agastjórnun, pappírsvinna, óþarfa fundir, gæsla sem þú færð ekki borgað fyrir, fundir með sálfræðingum og læknum, endalausir fundir um meiri niðurskurð... get haldið áfram lengi. 

kria123 | 21. ágú. '16, kl: 20:35:38 | Svara | Er.is | 0

Kostir: starfsöryggi, mikið frí, góð lífeyrisréttindi og gefandi starf. Þarft ekki að borga fyrir og skipuleggja endalausa afþreyingu fyrir barnið þitt á sumrin.

Gallar: ofboðslega neikvæð starfstétt upp til hópa sem virðist hafa ákveðið að engin beri virðingu fyrir starfinu þeirra.

Launin mættu jú alveg hækka en ég held að flestum starfstéttum finnist að þau séu á of lágum launum.

Svala Sjana | 23. ágú. '16, kl: 14:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu kennari?

Kv Svala

Savica | 23. ágú. '16, kl: 21:00:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú ert greinilega ekki kennari. Börn kennara fara í sumarfrí á sama tíma og börn annarra starfsstétta. Kennarinn fer svo í frí síðar. Kennarinn byrjar líka að vinna töluvert áður en barnið hans byrjar í skólanum. Svo þeir þurfa jú líka að redda afþreyingu og námskeiðum fyrir börnin sín á sumrin. 

bogi | 23. ágú. '16, kl: 22:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Allir kennarar sem ég þekki eru heima nánast allt sumarfrí barna - lenda aldrei í veseni eins og flestir aðrir.

ÓRÍ73 | 23. ágú. '16, kl: 23:18:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Börnin hætta ca 9. júní, kennarar fara í sumarfrí um 16. júní. Kennarar byrja aftur 8.-10. ágúst, börnin byrja í skólanum ca 22. ágúst. Þannig er skóladagatalið, svo jú, það eru þarna nokkrar vikur sem börnin eru í fríi en kennararnir ekki. 

bogi | 24. ágú. '16, kl: 10:22:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ertu að djóka? Ég fékk 4 vikur samfellt í frí í sumar, það telst mjög gott. Rest þarf ég að geyma (rúm vika) fyrir starfsfaga, vetrarfrí, kólafrí og páska. Börnin mín voru í sjö vikur á námskeiðum í sumar - en það er auðvitað alveg sambærilegt við að þurfa að redda 2-3 vikum ...

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er bara eins og fólk átti sig ekki á veruleika langflestra á vinnumarkaði.   að þurfa að dekka 2-3 vikur á sumrin er bara algjört djók. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 13:35:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég átta mig alveg á veruleikanum enda er ég sjálf ein af þessum langflestum á vinnumarkaði. En ég redda mér bara án þess að væla. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:37:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enginn að væla, ég er að leiðrétta það sem er augljóslega rangt.



ÓRÍ73 | 24. ágú. '16, kl: 15:43:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

var ég eitthvað að kvarta? Ég var eingöngu að leiðrétta dagsetningarnar hjá efra svari. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 07:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þá eru þeir sem þú þekkir heppnir og hafa net á bakvið sig. Því eins og þú sérð hjá ÓRÍ73 þá eru um þrjár vikur þar sem kennarnir vinna á meðan börnin eru komin í frí. Flestir þurfa að brúa þessar þrjár vikur eins og aðrar starfsstéttir.


Hér í Svíþjóð mega kennararnir fara heim þegar þeir hafa lokið kennslu. Það hefur mér í það minnsta sýnst í gegnum árin þegar ég hef sótt minn strák í skólann. Svo þeir kennarar geta verið að fara heim um 13 til 13.30. Það sést ekki á Íslandi nú í dag. Ég man þegar ég var krakki þá voru kennararnir að fara heim á öllum tímum, bara um leið og kennslu lauk. Nú í dag má það ekki, það er viðveruskylda og þeir eiga að vera í húsi til kl. 16 eða 17. Ef einhver skólastjóri leyfir sínum starfsmönnum að fara fyrr heim þá er hann ekki að sinna vinnunni sinni. Þess fyrir utan þá eru eilífir fundir í skólunum og annars staðar (á vegum skólans) og því er ekki séns að kennaranir séu heima að vinna. Því þá missa þeir af öllum þessum fundum og það er ekki í boði.

bogi | 24. ágú. '16, kl: 10:23:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jiii en hræðilegt að vera í 100% vinnu og þurfa að sinna henni, greyið konan!

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:24:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sko, aðrar starfsstéttir þurfa að brúa gott betur en þessar 2-3 vikur. OG eiga yfirleitt þá ekki mikið frí eftir til að taka vetrarfrí með börnum eða jóla/páskafrí í likingu við það sem grunnskólakennarar hafa.


Það er gígantískur munur á grunnskólakennurum að þessu leyti og öðrum starfsstéttum. Það er eiginlega bara fyndið ef fólk vill ekki viðurkenna þá staðreynd.


Það er síðan önnur ella að kennarar vinna þetta af sér með aðeins lengri vinnuviku (ég væri rauninni alveg til í þann sveigjanleika). Og það er margt í vinnuumhverfi kennara sem er fjarri þvi að vera einfalt eða optimal.


En kennarar hafa góð frí. Staðreynd.  Þeir kennarar sem ég þekki sem hafa skipt um starfsvettvang tala einmitt mikið um þá breytingu, Að fá ekki eins mikil sumarfrí eða þessi góðu frí um jól og páska. Enda mikil viðbrigði. 

veg | 24. ágú. '16, kl: 13:28:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég vinn í grunnskóla, er samt ekki á kennarasamningum og miðað við það flóð af börnum sem fá frí á skólatíma til að fara í ferðir með foreldrum þá virðast margir eiga mjög auðvelt með að taka vetrarfrí með börnum sínum.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en þeir hafa þá klipið það af þessum max 6 vikum sem fólk á almennum vinnumarkaði á. Sumir eiga mas minna.  Þeir foreldrar hafa ekki getað verið með börnum sínum ´i fríi yfir sumarið í 6-7 vikur eða meira og svo átt inni daga fyrir vetrarfríinu og svo frídaga til að vera íf fríi yfir meira en bara rauðu dagana yfir stórhátíðir.


Flestir þurfa að geyma eitthvað af suamrfríinu til að mæta öðru eins og td vetrarfríium í skóla. 

veg | 24. ágú. '16, kl: 14:43:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, þar á meðal ég, en það breytir ekki því að það er fjöldi fólks sem tekur börnin sín úr skóla til að fara í frí á ýmsum tímum yfir veturinn, það kom mér satt að segja á óvart þegar ég fór að vinna í grunnskóla hvað þetta er algengt og mikið, oft langur tími sem börn eru í burtu í einu.

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:47:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og kannski eru þessir foreldrar sem taka börnin sín endalaust í frí yfir veturinn, einir af þeim sem kvarta yfir endlausum fríum kennara. Það bara hlýtur að vera þar sem meginþorri þjóðarinnar er með þann barlóm allan ársins hring.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:49:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir foreldrar sem taka börn sín með í frí yfir veturinn eru þá varla að fullnýta orlofsréttinn yfir sumarið?


Sem sýnir þá hversu ómarktækur samanburðurinn er ef ekki allt árið er undir. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að bera neinn saman við neinn. Það ert þú sem ert í þeim pakka. Ég er bara að segja að kennarar mæta til vinnu eða námskeiðs á meðan börnin eru í fríi. Umræða mín fjallar aðeins um það.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:53:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hélst því fram að orlof kennara væri bara orðið svipað eða það sama og annarra. Það opnaði á umræðu um samanburð. Sem sýnir þetta svart á hvítu, 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:55:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei var að meina (eins og ég áður sagði) að ég væri að tala um hvernær þeir mættu aftur út af heimilinu sínu til starfa í ágúst og hvenær þeir færu í frí í júní. Var aldrei að tala um fjölda orlofsdaga vs. aðra. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú talaðir um aðra í samanburði. 


"Endurmenntun í sumarfríinu svo hún er ekki í fríi lengur en aðrir. "



En hún er vissulega lengur en aðrir því fæstir fullnýta orlofsréttinn sinn að sumri eins ogþú virtist ganga út frá.  Fyrir utan alla orlofsdagana yfir skólaárið. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:00:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei hún er ekki lengur en aðrir í sumarfríi. Því það eru ekki allir sem geyma dagana sína fyrir veturinn. Þú ert að tala út frá þér en ekki öllum á Íslandi.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:05:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko. Hún er e-ar 6 vikur yfir sumarið. Að lágmarki. 
 Og á þá eftir frídaga f vetrarfrí, jólafrí og páskafrí.sem eru nokkrar vikur í heildina


Ef ég tek alla mína orlofsdaga út yfir sumarið, sem er 6 vikur - þá á ég enga daga eftir f vetrarfrí eða önnur frí.


Ég bara sé ekki hvernig þú færð út að þetta sé svipað.


Ef þú ætlar að einblína á sumarið þá þarftu að taka það með í reikninginn hver nýtingin er af orlofsdögum


Systir þin 6 vikur að sumri  - sem er kannski ríflega 60% af orlofsdögum hennar
Aðrir taka 6 vikur að sumri - sem er 100% af orlofsdögum.


Þín framsetning er nokkurs konar hálfsannleikur. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú átt heldur ekki inni fleiri daga. Þú ert ekki búin að vinna neitt af þér yfir veturinn. 


Þín framsetning snýst um það að verið sé að hafa eitthvað af þér. Að verið sé að gefa einhverjum aukafrí á meðan þú færð það ekki.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:10:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er ekkert verið að hafa af mér, nú ertu að gera fólki upp e-ar tilfinningar eða skoðun.


ég er einfaldlega með tölulegan samanburð. Sem sýnir svart á hvítu að orlofsdagar kennara eru mun fleiri en annarra. ÞVert á tilfinningu þína eða tilfinningarök þín um að þetta væri svipað og hjá öðrum.


Þetta á nefnilega ekki að vera svipað og hjá öðrum.  Ef kennarar væru með jafnmarga frídaga og ég, þá væri um kjaraskerðingu að ræða. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu eiga þeir að vera fleiri. Því þeir hafa þegar unnið margar klukkustundir frítt í hverri viku (sem þú virðist ekki vera að ná) og því eru þeir að taka út þessa daga þarna eftir á.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Virðist ég ekki vera að ná? Hahahaha, hvað ætli ég sé búin að skrifa oft að þeir séu búnir að vinna þetta af sér??  Prófaðu að telja ;)  

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:14:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú virðist samt ekki ná því að það sé tenging á milli þess að þeir vinni af sér dagana og fái meira frí en þú.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:15:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég næ því alveg.


En það er samt rangt að tala um að þeirra sumarorlofsdagar séu bara svipaðir og hjá öðrum.  Vegna þess að í því felst að þeir séu þá ekki að fá þá aukarídaga sem þeirhafa unnið sér inn. Og það væri kjaraskerðing f þá. Sem ég hef líka nokkrum sinnum nefnt.

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:17:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki sumarorlofsdagar (once again þykistu ekki skilja mig). Fjarvera frá börnum vs. viðvera við námskeið/vinnu.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:24:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er bara líka rangt.


Systir þín tekur 6 vikur, flestir kennarar sem ég þekki taka 7 amk, jafnvel 8 vikur.


 Flestir geyma eitthvað af sumarfríinu sínu og taka ekki fullar 6. Margir eiga ekki einu sinni 6 vikur. þannig að veruleika flestra (nú hef ég ekki töluleg gögn en hef átt 3 börn í grunnskóla og þetta iðulega rætt við aðra foreldra) er sá að hægt er að taka kannski 4-5 vikur að sumri.  Og þeir til sem eiga bara 4 vikur og taka það ekki allt. 


þannig að af þeim 10-11 vikum sem börnin eru í fríi (segjum bara 10) þarf kennarinn að dekka 2-3 vikur (4 vikur max) að sumrinu. 
Flestir aðrir þurfa að dekka þá 5-6 vikur.


þannig að aðrir þurfa að dekka fleiri vikur vegna námskeiða etc.



Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aðrir= þú

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:27:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líklega 80-90% þeirra sem eiga 6 vikna sumarfrí og eiga barn á grunnskólaaldri í yngri kantinum já.  Eða mögulega mun stærra mengi.


Í fljótu bragði man ég varla eftir neinum sem tekur út alla orlofsdaga sína að sumri.  

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá erum við ekki að umgangast sams konar fólk. Ég þekki fleiri sem geyma ekki dagana sína til vetursins. En kannski þekki ég bara fólk sem er heppið og getur auðveldlega reddað þessum fríum án vandkvæða.


Hvernig myndir þú vilja hafa þetta? Að það væru ekki vetrarfrí? Eða að allir gætu unnið af sér? Mér þætti það sanngjarnt að allir hefðu rétt á að vinna sér inn fyrir þessum fríum. Sé það bara ekki gerast á Íslandi.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:39:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er bara ekki að leggja mat á fyrrikomulagið. ég er bara að benda á að málflutningur þinn stenst ekki nema þá í því tilviki að kennarar mæti óvenju snemma til vinnu í samanburði við fólk sem nýtir alla orlofsdaga yfir sumarið. 


Þó að systir þin mæti viku fyrr en flestir kennarar þá eru það samt færri vikur sem hún þarf að dekka f sín börn m námskeiðahaldi en aðrir - nema í þeim tilvikum (sem eru örugglega til) - að fólk nýti orlofsrétt sinn 100% að sumri.


Flestir tel ég vilja geyma e-a daga enda hafa alls ekki allir efni á því að taka launalaust leyfi til að dekka önnur frí. 


Bara í gamni skoðaði ég nokkra skóla í Rvk, þar virðast kennarar vera að mæta 10.-15. ágúst í ár


Sem þýðir að munurinn er enn meiri en ég hef verið að miða við í þessum þræði

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:43:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þitt argument snýst um hversu marga daga/vikur hver þarfa að dekka. Mitt argument snýst um að kennarar liggja ekki með tærnar upp í loftið frá sauðburði fram að réttum. Svo við erum ekki að tala um sama hlutinn og getum því hæglega slúttað þessu.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:46:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég var að svara þér, þú komst með það að þetta væru svipað margar vikur sem þyrfti að dekka. ég hef bara verið að bregðast við því.


Það er enginn ágreiningur um að kennarar vinna þetta af sér.


En samanburður verður að vera á heiðarlegum grunni - ananrs er hann ekki marktækur. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:44:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég eiginlega bara mæli með því að þú prófir að kíkja á nokkrar heimasíður grunnskóla og skoðir skóladagatölin. Búin að kíkja á nokkra í Reykjavík og sá fyrsti byrjaði 11. águst, en flestir 15. ágúst.


Skoðaði 2 í hafnarfirði, annar byrjar 8.ágúst, hinn 15. ágúst.


Skoðaði 2 í Kópavogi, Báðir byrja 15. ágúst.


held við getum að jafnaði bætt heilli viku við sumarorlof kennara

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þeir vinna ekkert frítt, þeir fá frí á móti.  það er ekki "frítt"

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en það er það sem þú ert að kvarta yfir. Þessu fríi sem þeir fá því þeir hafa unnið sér það inn vs. fríið sem þú ekki færð því þú hefur ekki tök á að vinna þér það inn.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er hvergi að kvarta. Eg er í samanburði. 

veg | 24. ágú. '16, kl: 14:56:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef nátturulega ekki yfirsýn yfir orlofsmál foreldra :)  en kennarar eru með sama orlof og aðrir, vinna lengur dagsdaglega til að dekka aukadaganna og ráða ekki hvenær þeir fara í frí

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:59:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega, enginn ágreiningur þar um. Savica virtist haldin þeirri ranghugmynd að þrátt f það fengju kennarar ekki fleiri orlofsdaga en aðra. það hef ég verið að reyna að leiðrétta. 

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 15:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var gaman áðan en núna er þetta orðið svona

nei
jú víst
nei
jú víst
nei
 jú víst

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hristi höfuðið yfir sjálfri mér, en nb, það er mjög langt síðan að ég hef nennt þessu hér inni. Örugglega e-r ár!

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nú ertu að leika þér ;) Ég hef margoft leiðrétt það sem þú telur mig hafa verið að meina. En þú skautar framhjá því ítrekað. Ég nenni ekki að segja það enn og aftur svo trúðu því sem þú vilt. 


En þú virðist líka vera haldin þeirri ranghugmynd að kennarar eigi ekki inni fyrir fríinu sínu. Ef þú skilur þetta með að vinna af sér og vinna lengur en aðrir þá myndir þú fatta að þeir eiga ekki meira frí en þú. Þeir eru þegar búnir að vinna fyrir þessum dögum, launalaust. 


Hvað er vandamálið? viltu ekki skilja eða ert bara svona afbrýðisöm því þú getur ekki unnið af þér fyrir lengra fríi?

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:08:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0




Sko ég held ég hafi sagt nokkrum sinnum að ég efist ekki um að þeier vinni þetta af sér.


Mv vinnuframlag er þetta svipað - en það var ekki þitt argument. Þitt argument væri að þeir væru að vinna svo mikið að þeir hefðu bara svipaðan orlofsrétt og aðrir. Sem er rangt.


Þeir vinna ekki af sér launalaust ef þeir fá frí á móti...


Nei ég öfunda kennara alls ekki af starfinu.  

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei minn argument hefur aldrei fjallað um orlofsrétt. Lestu í gegnum þetta allt aftur og þá sérðu um hvað mitt argument fjallar. Þú svarar við þræði hjá mér þar sem ég útskýri það en samt þykistu ekki sjá það. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:12:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú tiltekur sumarfrísdaga og velur þannig að bera ca 63% orlofsdaga kennara við 100% orlofsdaga annarra já.  Það er mjög skakkur samanburður, ekki síst ef niðurstaðan á að vera sú að þetta sé bara svipað. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:13:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skiptir engu máli þó ég tæki aðra daga inn í þetta. Þeir hafa þegar unnið inn fyrir öllu fríinu. Viltu að þeir gefi vinnuna sína?

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég vil ekki að neinn gefi vinnuna sína.

Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að heyra að þú viljir það ekki. Svo þú skilur þá væntanlega af hverju þeir fá þetta aukafrí. Við gætum líka farið fram á að kennarar fengu ekki að vinna lengri vinnuviku og fengu styttra sumarfrí. Margir kennarar myndu fagna því.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:18:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Dæs.
Ég er ekki að gagnrýna að þeir fái þessa frídaga kona. Það er líklega e-r default varnarmekanismi í þér sem sér innleggin mín þannig. 


ég er að sýna fram á að undir engum formerkjum er hægt að segja að frídagar þeirra séu jafnmargir og annarra.


Þeir vinna af sér og það er líklega einn helsti kosturinn við þetta starf.



Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:24:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Once again ég er ekki að tala um frídaga þeirra vs. annarra. Ég er að tala um hvenær þeir mæta til vinnu/námskeiðs í ágúst án barna. Ég er að tala um það að þeir þurfi að redda pössun í nokkrar vikur á sumrin eins og þú og ég. Það var mitt upphafsinnlegg í umræðuna. 


Ég er ekki tala um það hvernig fólk tæklar vetrarfríin. Þó ég hafi tjáð mig um aðra frídaga hjá kennurum þá er það ekki það sem mitt argument fjallar um. Það snýst um það að kennarar eru ekki heima frá júníbyrjun til ágústloka eins og margir halda. 



Ef þú ætlar að halda áfram að þverskallast við og segja mér hvað ég var að meina þá nenni ég þessu ekki lengur. Lestu þetta yfir nokkrum sinnum og sjáðu að ég er ekki að tala um það sama og þú. Vaninn er að ef einhver misskilur eitthvað (sem þú gerðir) þá segir hann "Aha já ok við erum greinilega ekki að tala um sama hlutinn". Í staðinn kýst þú að halda áfram og segja mér hvað ég var að tala um. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

" Once again ég er ekki að tala um frídaga þeirra vs. annarra. Ég er að tala um hvenær þeir mæta til vinnu/námskeiðs í ágúst án barna. Ég er að tala um það að þeir þurfi að redda pössun í nokkrar vikur á sumrin eins og þú og ég. Það var mitt upphafsinnlegg í umræðuna.  "



en þetta er bara líka rangt.c7p að ofan því ég nenni ekki að pikka aftur.


Systir þín tekur 6 vikur, flestir kennarar sem ég þekki taka 7 amk, jafnvel 8 vikur. 


 Flestir geyma eitthvað af sumarfríinu sínu og taka ekki fullar 6. Margir eiga ekki einu sinni 6 vikur. þannig að veruleika flestra (nú hef ég ekki töluleg gögn en hef átt 3 börn í grunnskóla og þetta iðulega rætt við aðra foreldra) er sá að hægt er að taka kannski 4-5 vikur að sumri.  Og þeir til sem eiga bara 4 vikur og taka það ekki allt.  


þannig að af þeim 10-11 vikum sem börnin eru í fríi (segjum bara 10) þarf kennarinn að dekka 2-3 vikur (4 vikur max) að sumrinu.  
Flestir aðrir þurfa að dekka þá 5-6 vikur. 


þannig að aðrir þurfa að dekka fleiri vikur vegna námskeiða etc. 


Savica | 24. ágú. '16, kl: 15:27:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Systir mín er ekki eini kennarinn sem vinnur svona. Þú ert bara búin að ákveða það að kennarar vinni ekki fyrr en rétt fyrir skólasetningu og það er ekkert sem ég eða aðrir segja sem mun breyta því. Þú virðist vera búin að bíta það í þig að þín veröld sé sú sanna hér í þessu tilfelli.

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:29:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt fyrir skólasetningu? 
Nú hef ég talað um ca 2 vikur fyrir skólasetningu - er það rétt fyrir skólasetningu?
ég er ekkert að rengja þig varðandi systur þína (finnst ég vera farin að þekkja hana svo vel), er bara að benda á að í þeim mörg skólum sem ég þekki til þá eru kennarar iðulega að mæta viku seinna til vinnu. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og bara fínt ef það gerir það.  En það fólk hefur þá ekki verið að fullnýta 6 vikna orlofsréttinn yfir sumarið. Það hefur þá tekið kannski 4 vikur á móti kannski 6-7 vikum kennara.


Þessi umræða snerist nefnilega um það hvort sumarfrí eða orlofsdagar kennara væru bara orðnir svipað margir og hjá öðrum stéttum. Sem er ekki - enda væri það ekki eðlilegt. 

Savica | 24. ágú. '16, kl: 14:53:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Umræðan snerist um kosti og galla starfsins (þ.e. upphafsinnlegg). 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 14:54:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og hliðarumræða spannst frá fullyrðingu þinni um að orlof kennara væri svipað eða sama og annarra. Ég hef ekki verið að tjá mig um neitt annað hér. 

bogi | 24. ágú. '16, kl: 21:40:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tjahh ég fengi td. 20% meira frí ef ég tæki það utan sumarleyfistíma. Kannski hefur það eitthvað að segja.

En annars tæki ég ekki barn úr skóla fyrir utanlandsferð bara af því að. Finnst merkllegt hvað fólk ber litla virðingu fyrir námi barnanna sinna.

Brindisi | 25. ágú. '16, kl: 11:27:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

finnst þetta nú ekki tengjast virðingu fyrir námi á neinn hátt. Þú hefur kannski möguleika á fjölskylduutanlandsferð í október, kippir barninu úr skóla í viku eða tvær, krakkinn kannski í 6. bekk, missir ekki af rassi og fær frábæra og eftirminnilega reynslu með fjölskyldunni

Savica | 24. ágú. '16, kl: 13:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er ekki til í smá frí um jól og páska? Allir væru til í það. En þá er líka bara um að gera að skella sér í kennaranám ef þetta heillar. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aldrei í lífinu. Kennarastarfið heillar mig núll.


En þetta er klárlega stór kostur við starfið, að geta unnið af sér yfir vetrartímann og eiga ríkulegt frí á móti.  Það er augljóst. 

Bakasana | 24. ágú. '16, kl: 15:36:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega mín reynsla líka. Hef unnið með ansi mörgum fyrrverandi eða "í pásu" kennurum í gegnum tíðina. Og löng og góð frí er það sem fólk saknar úr kennarastarfinu þegar það skiptir um starf og vinnustað. Í þessum hóp er alveg haugur af fólki sem langaði alveg að skipta um vettvang fyrr - en gerði það ekki vegna þess að þetta vinnufyrirkomulag (þeas frídagarnir) hentaði fjölskyldunni vel á meðan börnin voru lítil. 



Hedwig | 25. ágú. '16, kl: 11:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru nú ansi mörg störf sem krefjast þannig séð 9 tíma viðveru ef tekinn er klukkutími í mat sem er ekki greiddur. Þannig að fólk mætir 8 og er til 17. Einhverjir vinnustaðir borga hádegismat og þá er viðveru bara 8 tímar en hitt er ansi algengt líka.

Vann á stað þar sem hádegismatur var bara 30 mín og var vinnutíminn 8-16:30. Það er ekki hægt að fara mikið á þessum 30 mín og því viðvera á vinnustað 8 og hálfur tími.

LaRose | 8. sep. '16, kl: 12:06:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hef haft ansi marga kennara í gegnum tíðina.

Þetta er sú eina stétt sem ég hef hitt sem kvartar yfir starfinu sínu við skjólstæðinga sína (börnin/nemendur). Veit ekki hversu oft ég hef þurft að sitja undir einhverju tuði um laun og vinnutíma í tímum hjá sumu af þessu fólki.

 

Sé þetta í anda gerast hjá hjúkrunarfræðingum til dæmis....röfl um kjaramál meðan þeir taka blóð úr "kúnnunum"

Brindisi | 8. sep. '16, kl: 12:16:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaha nkl, hef heyrt þetta skrilljón sinnum, verst var samt í 6. bekk þegar kennarinn gargaði á okkur að það yrði okkur að kenna ef hún myndi missa barnið sem hún gekk með, við værum svo stressvaldandi.......en hún sagði okkur reyndar líka sitja eins og vændiskonur þegar við vorum aðra löppina dregna að okkur uppá stólnum.......

Ibudtilleigu | 10. sep. '16, kl: 13:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Tja, ég lá nú inni á Landspítalanum með barnið mitt í tæpar 3 vikur fyrra og hlustaði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á kvart hjúkrunarfræðinganna á deildinni, því miður. Því var (minnir mig) aldrei beint beint að mér en þær stóðu oft við hliðina á mér og ræddu málin. Eitt skiptið stóðu t.d. tvær við hlið mér (þar sem ég sat með barnið í fanginu) meðan önnur þeirra lýsti fyrir hinni hversu gríðarlega þreytt hún væri alltaf því hún væri alltaf að fljúga til Noregs að vinna en væri þá í staðinn þreytt lengi á eftir hér heima. Mér fannst ekkert frábært að heyra það, vitandi að hún þyrfti að sjá um barnið mitt þegar ég færi heim yfir nóttina :/

Svala Sjana | 28. sep. '16, kl: 23:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha
Mikið er ég sammála.
Ekki til sú stétt sem kvartar meira en kennarar.
Og jú ég er kennari sjálf

Kv Svala

Ibudtilleigu | 10. sep. '16, kl: 13:48:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Launamálin og sífelld umræða um þau eitt af því sem fældi mig frá kennara- og skólastarfi. Ég hef kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi og hef kennt í grunn- og framhaldsskólum. Það fyrsta og síðasta sem fólk ræddi við mig var venjulega launin. M.a.s. þegar ég tilkynnti að ég væri að hætta, þá var ég spurð hvert ég ætlaði næst og hvort launin væru nú ekki miklu betri þar. Þegar ég kom í heimsókn í gamla skólann minn einhverju síðar var ég aftur spurð hvort launin væru nú ekki miklu betri á nýja staðnum.

Þau voru reyndar eitthvað hærri (ekki mikið þó) en á móti kom að viðvera mín á daginn var lengri, sveigjanleikinn minni, sumar-, jóla- og páskafrí styttri, ekkert vetrarfrí og ekki var greitt fyrir yfirvinnu. Auk þess var starfsöryggið töluvert minna og ég lenti t.d. í því á einum stað að deildin mín var öll lögð niður fyrirvaralaust og öllum sagt upp.

neutralist | 26. sep. '16, kl: 22:51:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Núna er viðvera í öllum skólum a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu orðin 8-4, svo að viðveran er ekki minni en á venjulegri skrifstofu, og auk þess er ætlast til endurmenntunar og undirbúnings heima.

Josig | 23. ágú. '16, kl: 22:42:04 | Svara | Er.is | 0

Það hlýtur að fara eftir hverfum. Ef ég væri kennari vildi ég hvergi vera annars staðar en í fjölmenningu Breiðholtsins. Yndislega vel gefin börn í hverfinu.

Yxna belja | 24. ágú. '16, kl: 10:44:09 | Svara | Er.is | 2

Miðað við hvernig talað er um starfsstéttina á þessum vef og víðar í samfélaginu þá held ég að ég gæti ekki hugsað mér að vinna sem grunnskólakennari á Íslandi. Ég er samt með kennsluréttindi á því skólastigi sem og öðrum en hef ekki unnið við það og sé það ekki fyrir mér.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 13:25:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Í þessum þræði kem ég nú ekki auga á að nokkur sé að tala illa um kennarastéttina.  En það er ekki hægt að halda hverju sem er fram þegar staðreyndir tala sínu máli.   

Mangan | 14. sep. '16, kl: 20:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þykir vera illt tal að gagnrýna á einhvern hátt starfsumhverfi kennara.

Nefertiti | 24. ágú. '16, kl: 13:52:00 | Svara | Er.is | 1

Þeir grunnskólakennarar sem ég þekki eru ótrúlega ánægðir í starfi. Þeir eru að kenna yngra stigi 1.-4. Bekk. Fá mjög fínt frí 8 vikur yfir sumarið, fínt vetrarfrí fyrir og eftir jól, frí milli jóla og nýárs og ágætis páskafrí. Vinnuviðvera er hjá þeim 8-16 ca.

ÓRÍ73 | 24. ágú. '16, kl: 15:44:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

aldrei 8 vikur yfir sumarið, það nær því enginn kennari á Íslandi. 

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 15:49:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju segir þú  það?
Kennari sem lýkur störfum 14.júní og kemur aftur til starfa 13. ágúst nær alveg 8 vikum.

Nefertiti | 24. ágú. '16, kl: 17:14:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki nokkra slíka sem hætta um 15. júní og eru alveg í fríi til 15. ágúst, ég tel það alveg 8 vikur samfleytt í fríi. 

Rúrý | 7. sep. '16, kl: 19:39:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kennarar eiga að skila 102 til 150 klukkustundum í endurmenntun á hverju ári. Þessi endurmenntun er oftar en ekki tekin á starfstíma skóla ásamt námskeiðum í júní og ágúst. Kennarar eiga 24 til 30 orlofsdaga eins og aðrir launþegar. Vinnuvikan þeirra er rúmlega 42 stundir á starfstíma skóla, þar eru þeir að vinna af sér jóla- og páskafrí.

Nefertiti | 7. sep. '16, kl: 22:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég er lítið inni í þessum klukkutímum, veit bara að þeir kennarar sem ég þekki mjög vel til eru í fríi og þá meina ég fríi frá miðjum júní og eru að ferðast og njóta sumarsins með börnunum sínum fram undir miðjan ágúst, þá er tekin vikan fyrir skólabyrjun í endurmenntun og undirbúning. Svo er farið í frí í október í vetrarfriinu, þannig að þar eru 3 frídagar svo eru viðkomandi einstaklingar í góðu jólafríi og svo er vetrarfrí sem er nýtt í febrúar í að vera með börnunum sínum í fríi - engin endurmenntun þá. 


Ég er samt ekki að segja að kennarar séu með sanngjörn eða góð laun, þvert á móti. Ég er að benda á fríin sem þeir sem ég þekki til (3stk kennarar) eiga og fá. En að fríinu slepptu ættu þeir að fá betri laun, en þeir kennarar sem ég þekki eru með rétt rúmlega 440.000kr á mánuði fyrir vinnuna sína.

pikkanikka | 14. sep. '16, kl: 19:46:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kennarar vinna af sér þessi frí sem þýðir þá minni tími með börnunum sínum yfir skólaárið, ég þarf t.d. að skila 43 tímum á viku allt árið og 102 tímum í endurmenntun. Þessir tímar dekka þessi frí sem kennarar fá.

Rúrý | 26. sep. '16, kl: 20:21:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

tæplega 43 tíma vinnuvika á starfstíma skóla er til að dekka jólafrí og páskafrí.

Rúrý | 26. sep. '16, kl: 20:20:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en gæti verið að kennarinn væri að sinna endurmenntun á starfstíma skólans, til dæmis að fara á námskeið og ýmsa fyrirlestra? Það er nefnilega alveg í boði að vinna af sér þessa tíma.

pikkanikka | 27. sep. '16, kl: 20:35:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá skilar hann því sem endurmenntun og er þá í mínus í skilum á 42,86 tíma viku svo hann þarf að vinna það upp ef hann fer á starfstíma skólans.

Þjóðarblómið | 28. ágú. '16, kl: 11:20:31 | Svara | Er.is | 0

Frábært.


Skemmtileg vinna en lág laun. Erfitt oft og tekur á en það er svo þess virði.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

LaRose | 8. sep. '16, kl: 12:23:20 | Svara | Er.is | 3

Ég tók í gamni lista sem ég fann ofar í umræðunni um allt sem gerir kennarastarfið svo ömurlegt.....og yfirfærði hann yfir á minn bransa. Ég er verkfræðingur og vinn í einkabransanum hjá ráðgjafafyrirtæki (í DK en sama sagan á ÍS, hef unnið þar líka í sama bransa).

Það er margt gott við bransann....en ég ímyndaði mér að ég væri aumur, neikvæður kennari í smástund og fann á örskotsstundu fullt af hlutum sem ég get kvartað yfir. Værsgú!

 

 

Lág laun, langt undir meðallaunum: Mikill launamunur milli starfsmanna, launaleynd og auðvelt að láta taka sig í ósmurt launalega miðað við kollega.

Mikið álag, bæði andlegt og líkamlegt: Eins, mín reynsla er að á hverjum tíma séu amk 1-2 starfsmenn í deild (af kannski 30-50 manna deildum) í langtíma sjúkraleyfi vegan stress.

Takmörkuð virðing borin fyrir starfinu. Iðnaðarmenn hata oft verkfræðinga, en annars pælum við lítið í þessu.

Löng menntun og miklar kröfur um endurmenntun, fyrir lítil laun. 5 ára nám og full vinna að halda sér öppdeituðum í hörðum heimi einkabransans.

Oft vanþakklát, vanþakklátir nemendur og enn vanþakklátari foreldrar. Nei, en vanþakklátir yfirmenn, kúnnar og samstarfsmenn, oft miklir konfliktar.

Þú þarft að vera allt fyrir alla, búa til námsefni sem hentar öllum og halda öllum ánægðum, ekki síst foreldrum og yfirmönnum. Þú færð verkefni sem þú átt að leysa. Þú ert allt fyrir alla og þarf að passa upp á að halda tímanum niðri og gæðunum uppi til að halda kúnnanum ánægðum og stofunni í plus.

Mikið af fundum og teymisvinnu, mis skilvirkri og núna er ekki lengur borgað fyrir flest teymi heldur fólk skyldað í þau. Endalaus teymisvinna með misgóðum kollegum. Endalausir fundir sem þú getur ekki sleppt. Minni tími til að vinna verkefnin...en það er þitt vandamál.

Getur verið skylduð til þess að fara í útigæslu og flest sveitarfélög eru hætt að borga fyrir hana sérstaklega. Nei, en maður er skyldaður í að hanga á byggingarstað/vegaframkvæmdastað í öllum veðrum sem hluti af jobbinu ef svoleiðis verkefni kemur upp.

Getur verið skylduð í gæslu í matsal í hádeginu og ekki alltaf borgað fyrir það sérstaklega, ef þú kemst sjálf í mat á öðrum tíma. Hádegismatur er eitthvað sem maður étur á góðu dögunum þegar maður kemst í mat.

 

Litlir möguleikar á yfirvinnu og launahækkanir bara á fimm ára fresti eða ef þú bætir við þig menntun, þannig að þú ert föst á grunnlaunum. Misjafnt, aðalreglan er sú að yfirvinna er illa séð því þá þénar stofan minna. Betra ef þú vinnur helmingi hraðar í staðinn.

Allir hafa skoðanir á því sem þú gerir, bæði nemendur, foreldrar, yfirmenn, skólaskrifstofur og aðrir í samfélaginu, og flestir telja að þeir viti meira um það en þú. Allir hafa skoðun á því sem ég geri; kúnnar, yfirmenn, undirmenn, kollegar, aðrir samstarfsfélagar og já....samfélagið líka sem heldur að ég sé milljónamæringur og geri ekki rassgat, annað en opinberu stéttirnar.

Ef nemendur haga sér illa og leggja aðra í einelti, hvort sem er í skólanum eða utan hans, er oft bent á skólann sem sökudólg frekar en foreldra sem ólu barnið upp. Einkabransinn er eitt stórt blame game. Hlutirnir klúðrast og þá þarf að finna sökudólg, Það er ljótt ferli.

Ræður ekki hvenær þú tekur sumarfrí, það ræðst af því hvenær skóli lokar. Erfitt að taka frí fyrir utan skilgreind skólafrí. Sumarfrí geturðu tekið þegar verkefnin leyfa það og í samráði við aðra starfsmenn og þeirra sumarfrí. Margir taka 2-3 vikur og verða að eiga hitt inni seinna (og nota það ekki því það er aldrei tími....borgað út á endanum).

Mikill meirihluti starfsmanna á vinnustaðnum konur, getur verið erfitt ef þú ert karlmaður eða ef því vilt vinna í fjölbreyttari hóp. Sama með öfugum formerkjum; mikill meirihluti starfsmanna á vinnustað karlmenn.

Getur myndast baktal og leiðindi eins og stundum á stórum kvennavinnustöðum. Á karlmannsvinnustöðum eru typpakeppnir og egóflipp daglegur viðburður og baktal þrífst líka einstaklega vel.


Stöðugur niðurskurður, sérstaklega hjá Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum. Nú er verið að skera niður sérkennslu. Það er mikil sparnaðarkrafa á skólana og ekkert má kosta neitt. Með alheimsvæðingunni eru fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í Asíu, A-Evrópu og Eystrasaltslöndunum. Það er allt skorið niður sem hægt er svo hægt sé að keppa við lágu launin annarsstaðar í heiminum. Búið að loka heilu deildunum og fjöldauppsagnir gerast mjög reglulega.

Vondur matur í skólamötuneytinu, ekkert á við það sem er í gæðamötuneytum hjá mörgum ríkisstofnunum. Fer eftir vinnustöðum.

svartasunna | 15. sep. '16, kl: 06:39:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áhugavert.

______________________________________________________________________

Nefertiti | 15. sep. '16, kl: 11:41:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Áhugavert og tengi vel við þetta, er sjálf nýbúin að vera í vinnu sem sérfræðingur (BA+MSc) á ríkisstofnun og var þá með ca 360.000kr á mánuði fyrir skatt sem var ca 260.000kr útborgað. Álagið var alveg ótrúlega mikið í þeirri vinnu, mikil viðvera, ótrúlega vondur og hreinlega óætur matur í hádeginu, erfið verkefni, miklar kröfur, oft ansi deprimerandi djobb. Ég held að margir telji að flestir séu bara með bullandi góð laun og allt í rólegheitum í vinnunni - engin ábyrgð og bara almennt tjill. Sumarfrí hins almenna starfsmanns (allavega þar sem ég hef verið) er tæklað í kringum hina starfsmennina og eðlilega ganga foreldrar með leikskólabörn fyrir enda lokað á mörgum leikskólum í júlí, þá þurfa hinir að finna tíma í júní - yfirleitt ágúst sem hentar. Ég persónulega hef aldrei verið á vinnustað þar sem ég get tekið frí utan hins hefðbundna orlofstíma sem er hvað frá og með miðjum maí og út ágúst. Vetrarfrí hef ég til dæmis aldrei tekið með börnunum mínum og þau eru á unglingsaldri. 


Ég held bara að vandamál hér á landi séu almennt alltof lág laun, sérstaklega þegar litið er til framfærslukostnaðar. Margar stéttir sem eru hlaðnar álagi og ábyrgð og fá alltof illa borgað fyrir. Og að vinnumarkaðurinn og skólakerfið tali ekki nóg saman og þá meina ég að margir vinnustaðir hafa bara ekki möguleika á að allir foreldarar taki vetrarfrí með sínum börnum. 

Snobbhænan | 15. sep. '16, kl: 14:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það geta flestar stéttir riggað upp svona neikvæðri mynd. Áhugavert. 

neutralist | 26. sep. '16, kl: 22:53:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir verkfræðingar sem ég þekki eru með miklu hærri laun en nokkrir kennarar.

LaRose | 27. sep. '16, kl: 06:45:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála því, enda segi ég hvergi að það sé öðruvísi.

Í mörgum tilvikum liggja samt fleiri timar að baki verkfræðilaununum; sumir (sérstaklega í verktakabransanum) fá aldrei greidda yfirvinnu en vinna samt endalaust mikið.

veg | 27. sep. '16, kl: 08:05:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta síðasta á nú reyndar líka við marga kennara, fá aldrei greidda yfirvinnu en vinna samt endalaust mikið.

LaRose | 27. sep. '16, kl: 09:53:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg og ég hef ekki verið kennari sjálf (en verið í annarri opinberri stofnun þar sem folk kvartaði endalaust) en ég er með mjög marga kennara í nánustu fjölskyldu og á nokkra vini sem eru kennarar líka.....og ég þekki bara engan sem vinnur ógeðslega mikið miðað við td minn bransa.

Bara sorry. Helmingurinn af þeim talar eins og þeir séu endalaust vinnandi....en ég hef aldrei séð það í praksís.

Brindisi | 27. sep. '16, kl: 10:28:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála

veg | 27. sep. '16, kl: 11:10:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nú hef ég gagnkvæma reynslu, er með kennara í nánustu fjölskyldu og þeir eru sumir stöðugt í vinnunni. að fara yfir verkefni, búa til verkefni og stöðug samskipti við foreldra, en það er rétt það á ekki við alla kennara.


ég hef líka unnið í opinberi stofnun þar sem fólk vann gríðarlega mikið í sjálfboðaliðsvinnu fyrir stofnuninna.  Margir eru bara svo samviskusamir að þeir vilja ekki skemma verkefni með því að fara heim þegar stofnunin hættir að greiða laun þann daginn.
En það á örugglega ekki við allar stofnanir.

LaRose | 27. sep. '16, kl: 11:23:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi þráður er um grunnskólakennara svo við skulum tala um þá og ekki taka framhaldsskólakennara inn í þetta.

Ég hef enga trú á því að þeir séu allan veturinn alltaf að búa til ný verkefni. Oftast eru sömu/lík verkefni notuð ár frá ári, nema einhverju miklu sé breytt í námsskrá sem gerist ekki árlega. Svo eru vikur notaðar í að skipuleggja skólastarf er það ekki? Eða er það fyrir skipulagninu og ekki gera verkefni?

Hversu langan tíma tekur að fara yfir verkefni hjá 8 ára krökkum til dæmis í stærðfræði? Ein bls af 2 +5 dæmum? Ég hef unnið sem aukakennari í stærðfræði og þetta tekur ekki sérstaklega langan tíma. Sérstaklega ekki þegar námsefnið er auðvelt. Tekur nokkra tíma....og það er líka tími ætlaður í það. Það er enginn kennari með 37 tíma kennskuskyldu á viku. Sama með íslenskuverkefni eða ensku verkefni....fyrir kennaraháskólamenntaðan einstakling ætti að vera piece of cake að fara yfir verkefni....þetta er bara hluti af vinnunni og óþarfi að væla yfir því. Ég þarf að lesa yfir og samþykkja fullt af drasli í hverri viku frá öðrum sviðum í verkefnunum mínum....oft með tæknibækur við höndina því ég þarf að setja mig inn í hluti sem ég kann ekkert í. ÞAÐ tekur tíma.

Held að margt af þessu megi skrifa hreinlega á einhvern múgæsing í kennarastéttinni. Ef allir jarma endalaust um hvað það er mikið að gera er auðvelt að fara með straumnum og verða samdauna söngnum, án þess að sjá aðrar stéttir og hvað þær þurfa að vinna mikið.

Annað er að sumt folk vinnur líka svo fáránlega hægt og er illa skipulagt...og þeir finnast í kennarastétttinni líka.

Hér í DK er það sama uppi á teningnum. Skólakerfinu var breytt fyrir 2 arum og kennarar ma skyldaðir til að vera í skólanum frá 8-16 þar sem þeir áttu að fara yfir verkefni og einmitt....gera allt það sem þeir eiga að gera þegar þeir eru ekki að kenna.

Það var ekkert nema volæði yfir þessu, margir sögðu upp eða fóru í veikindaleyfi....því hvar áttu þeir að sitja? Þeir áttu enga skrifstofu þar sem þeir yrðu að vinna...þeir yrðu hreinlega að sitja við kennaraborðið. Bú fokking hú segi ég, sem sit með 100 manns í sal með lélegri loftræstingu inni hja´kúnnanum sem ég er hjá núna.

Svo fannst þeim þetta skert lífsgæði...að vera fastir í skólanum frá 8-16....sem sagt að gera það sem flestar aðrar stéttir gera daglega allt sitt hunda og kattalíf....að mæta í vinnuna og vera þar.

 

Sorry, en ég er með null tolerans fyrir þessu væli....og varð hundþreytt á því alveg fyrir 10-15 arum síðan.

Mæli með raunveruleikaþætti þar sem einkabransinn verður kennarar í nokkrar vikur og kennarar fara í einkabransann í krefjandi störf. Gæti orðið áhugavert.

 

 

ert | 27. sep. '16, kl: 20:43:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Eins og þú veist úr þinni vinnu þá notar maður ekki það sama aftur og aftur ef það virkar ekki. Þannig á að ekki að nota sömu verkefnin aftur og aftur nema þau virki fyrir alla nemendur bekkjarins.
Að búa til verkefni tekur þó nokkurn tíma sér í lagi ef þu ert með venjulegan íslenskan bekk þar sem þarf að taka tillit til nýbúa, barn með sérþarfir og álíka. Ef menn sinna því að hafa verkefni við hæfi barna þá tekur það þó nokkurn tíma. Hvort kennarar gera það er svo önnur spurnin.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 28. sep. '16, kl: 18:14:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kennurum er gert að gera einstaklingsáætlanir og vera með einstaklingsmiðað námsefni. Þar sem ég þekki til er fólk absolút að gera það.

ert | 28. sep. '16, kl: 18:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Slíkt tekur mikinn tíma - það er alveg ljóst en skilar ánægðum börnum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 28. sep. '16, kl: 18:13:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er reyndar alls ekki þannig að oftast séu notuð sömu verkefni ár eftir ár..

Kennarar kenna flestir ekki sama árgang aftur og aftur. Mínir ættingjar eru t.d. á yngra stigi og miðstigi, og þær kenna 1-2-3-4 bekk og 5-6-7 bekk í róteringu. Þannig að ein er að kenna 3. bekk núna og hún kenndi 2. bekk í fyrra og 1. bekk þar áður, þannig að hún er aldrei með það sama og getur ekki nýtt verkefni frá því í fyrra eða hitteðfyrra.

Eftir tvö ár, þegar hún fer líklega aftur í fyrsta bekk, notar hún ekki bara sömu bækur og kennsluáætlanir og var fyrir fjórum árum, heldur velur hún nýjar bækur og býr til fullt nýtt. Þannig hefur hún alla vega unnið þetta hingað til. Kannski eru einhverjir kennarar í framhaldsskólum sem kenna það sama ár eftir ár, en það er ekki reyndin í grunnskólum.

LaRose | 29. sep. '16, kl: 07:06:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

OK, þótt hún geri það þá er ætlaður tími í það. Bæði eru vinnuvikur og svo er kennsluskylda ansi langt frá fullri vinnuviku.

Ég er ekki að segja að kennarar séu letingjar sem vinni ekki neitt og hangi í sumarfríi allt árið. Ég er bara fullviss um að þeir vinna ekkert meira en margar aðrar stéttir sem tuða 99% minna en þeir.

pikkanikka | 29. sep. '16, kl: 19:47:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil ekki hvað þú meinar með að bæði séu vinnuvikur og kennsluskylda ansi langt frá fullri vinnuviku? Geturðu útskýrt fyrir mér hvað þú meinar? Ég er sjálf kennari í 100% vinnu, og skila eins og aðrir launþegar í fullri vinnu, 1800 vinnustundum á ári? 

adaptor | 29. sep. '16, kl: 19:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol sure

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

pikkanikka | 29. sep. '16, kl: 19:59:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil ekki þetta svar ef það átti að koma til mín?

LaRose | 30. sep. '16, kl: 06:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú kennir ekki 37 tíma á viku. Hluti vinnunnar þinnar fer í annað en að vera inni í bekknum að kenna.

Starfsdagar og hvað er það? Vika áður en skólinn byrjar hjá börnunum sem er notað til að undirbúa/skipuleggja starfið?

Ég efast ekkert um það að þú skilir jafnmiklu og aðrir launþegar. Hinsvegar er dæmið oft sett upp þannig að það sé hreint út sagt enginn tími fyrir neitt, þið séuð svo gjörsamlega að drukkna í vinnu og fáið þessutan engin laun.

Ég er bara ekki sammála því...og miða þar við aðrar stéttir sem eru ekki endalaust í fjölmiðlum (nú eða inni í bekkjunum) að röfla yfir að þurfa að vinna ;)

pikkanikka | 30. sep. '16, kl: 20:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok, ég reyndar verð voða litið vör við vælandi kennara í fjölmiðlum, en ég held líka að engin önnur stétt þurfi jafnmikið að verja vinnuna sina. Rosalega margir sem hafa skoðun á því hvort kennarar séu að skila vinnunni sinni eða ekki. Verð ekki vör við að aðrar stéttir þurfi að rökstyðja hvort og þá hvernig þær eru að skila sínum vinnutíma :/ Margir virðast í alvöru halda að skólastarfið sé enn eins og fyrir mööööörgum árum, þegar skóla lauk um miðjan maí og byrjaði ekki fyrr en miðjan september aftur. Og ég hef í alvöru séð séð fólk halda því fram að þar sem kennslustundin sé bara 40 mínútur þá vinnum við bara 8x40 mínútur hvern dag!

neutralist | 28. sep. '16, kl: 18:11:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef séð það hjá ættingjum mínum sem eru kennarar - mikill undirbúningur og farið yfir verkefni, próf og svoleiðis heima á kvöldin og um helgar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Síða 1 af 47540 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien