Hætta í vinnunni

sól sól | 2. ágú. '15, kl: 19:09:23 | 360 | Svara | Meðganga | 0

Sælar

Nú er ég að velta fyrir mér, nú er ég komin 25 vikur byrjaði að fá í grindina á 9 viku, nú er ég búin að vera í sumarfríi frá vinnunni og þetta sumarfrí er ég meira og minna búin að eiða í að hvíla mig og vera drepast í grindini og með allskonar verki já og vökunætur... Ég hef alsrei fengið áður í grindina.. Nú fer sumarfríinu að ljúka og ég er ekki alveg að sjá mig geta verið að vinna, hvernig virkar þetta, hver metur það hvenar við hættum að vinna "förum í veikindarfrí" ???

 

ilmbjörk | 2. ágú. '15, kl: 19:57:14 | Svara | Meðganga | 0

Ég held að fyrsta skrefið sé að fara til heimilislæknis eða tala við ljósmóður jafnvel.

isora | 2. ágú. '15, kl: 20:08:01 | Svara | Meðganga | 0

Ég var svo slæm í grindinni að fyrra barninu mínu að ég var komin í veikindaleyfi á 18.viku. Þú þarft að panta tíma hjá heimilislækni og fá veikindavottorð.


En svo fékk ég ekkert í grindina með barn tvö :-)

sól sól | 2. ágú. '15, kl: 20:38:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Er ekki nóg að fara til ljósunar, verð ég að fara til læknis????

isora | 2. ágú. '15, kl: 21:54:48 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já. Læknirinn gefur út vottorðið. Ljósan getur ekki gert það. Það hefur samt ekki verið neitt mál að fá svona vottorð þegar ég hef beðið um það (en ég var reyndar búin að ræða um þetta við ljósuna mína fyrst)

Felis | 3. ágú. '15, kl: 00:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Þetta er ekki sérsvið ljósunnar. Læknir getur líka vísað þér áfram í sjúkranudd eða sjúkraþjálfun.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Kirsuber | 3. ágú. '15, kl: 14:00:21 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Ljósan getur pantað tíma fyrir þig hjá lækninum, þá er þetta partur af mæðraverndinni og þú borgar ekki fyrir læknisheimsóknina. Eða það var mér alla vega sagt og ég hef ekkert borgað fyrir þegar ég hef farið til læknis ef ljósan hefur pantað tímann, mín reynsla er líka sú að maður fær tíma fyrr þannig. Ljósan mín hefur látið lækninn vita erindið fyrirfram en maður þarf að hitta hann til að fá vottorð um að minnka við sig vinnu eða beiðni um sjúkraþjálfun.

Kirsuber | 3. ágú. '15, kl: 14:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Kannski er ég samt að ímynda mér þetta með að fá tíma fyrr, ég hef svo sem litla reynslu af þessari heilsugæslu og hvað maður þarf almennt að bíða lengi eftir að fá tíma :)

MUX | 5. ágú. '15, kl: 11:39:58 | Svara | Meðganga | 0

Ertu búin að prufa nálastungur, þær björguðu mér á síðustu meðgöngu og gerðu það að verkum að ég gat unnið lengur, ég hefði orðið kreisí að vera lengi heima.  Grínlaust, hefði ekki trúað hvað þessar nálastungur björguðu miklu og þær sögðu að þær hjálpi í tæplega 90% tilfella, það var nóg fyrir mig að fara tvisvar.

because I'm worth it

Villikrydd | 5. ágú. '15, kl: 16:36:59 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er til í að prófa allt... hvert fer maður í nálastungu ?

MUX | 6. ágú. '15, kl: 09:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég fór hjá 9 mánuðum, grínlaust á fyrri meðgöngum var ég búin að prufa sjúkraþjálfun og öll önnur ráð í bókinni og samt ekki jafn slæm í grindargliðnuninni eins og á síðustu meðgöngu.  Ljósan mín benti mér ´þetta og ég ákvað að slá til og ég hefði ekki trúað því hvað þetta gerði mikið.  Hélt mér svo góðri með að fara i sund daglega, synti ekki beint en náði góðri afslöppun og mjúkri hreyfingu :)  Ég fann varla fyrir grindinni restina af meðgöngunni.

because I'm worth it

Villikrydd | 7. ágú. '15, kl: 11:43:15 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

næææs... ég ætla klárlega að kíkja á þetta :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8132 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, paulobrien, Guddie, tinnzy123, annarut123, Kristler, Paul O'Brien