Hafið þið vinnuplan fyrir heimilisverkin?

17sub | 25. feb. '15, kl: 11:03:00 | 960 | Svara | Er.is | 0

Ég var að búa til vinnuplan fyrir heimilisverkin og langar að sjá hvernig þið hafið ykkar plan.

Hjá mér er að búa um á hverjum morgni taka til leikföng og dót eftir daginn áður ef eitthvað er ekki á sínum stað.

mánudögum moppa öll herbergi skipuleggja, mat fyrir vikuna, versla
þriðjudögum þurrka af í öllum herbergjum
miðvikudögum skipti þeim í 6 vikur t.d. þrífa ísskáp, fara í gegnum fataskápa, þvottahús og baðskápa, þrífa undir stóru húsgögnum, eldhússkápar og þrífa glugga
fimmtudaga skúra allt
föstudaga versla og skipta á rúmum

Hvað látið þið til dæmis líða langt á milli rúmskipta. Mér fannst 1 sinni í viku of oft ætla að hafa á 10 daga fresti en finnst það núna of langt á milli þegar ég er byrjuð á þessu skipulagi.

Til dæmis hvað þrífið þið oft baðkerið/sturtuna og baðherbergið ?

Gaman væri að sjá hvernig þið gerið þetta :)

 

Helgenberg | 25. feb. '15, kl: 11:08:18 | Svara | Er.is | 3

nei


ertu ein í þessu brasi?

Snobbhænan | 25. feb. '15, kl: 11:10:32 | Svara | Er.is | 1

Nei - þetta er alveg hipsum haps hvað ég geri, en oftast tek ég góðan skurk um helgi - en ekki hverja helgi.


Svo finnst mér möst að aðrir fjölskyldumeðlimir hjálpi til.

ilmbjörk | 25. feb. '15, kl: 11:11:17 | Svara | Er.is | 0

Ekkert plan hjá okkur.. við verslum yfirleitt á sunnudögum, á hverju kvöldi tek ég til í herberginu hjá stráknum og geng frá dóti sem hann hefur dreyft um íbúðina, bý alltaf um á morgnanna..

Máni | 25. feb. '15, kl: 11:13:59 | Svara | Er.is | 0

Nei ekkert skipulag

Felis | 25. feb. '15, kl: 11:14:04 | Svara | Er.is | 0

við tökum oft allt í gegn á laugardögum og annað er gert eftir þörfum 
ég viðurkenni samt að ég er ekki alltaf sátt við þetta svona, vildi að hlutirnir héldust meira góðir heilt yfir en orka mín og frítími fjölskyldumeðlima gerir það að verkum að ég get bara ekki verið að taka til alla daga eftir vinnu og það sem þarf að gera. 


Ég myndi samt elska að gera heimilisverkaplan, en það er afskaplega hæpið að ég færi eftir því. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 11:18:14 | Svara | Er.is | 3

Ég þríf og tek til þegar þess þarf, er ekki með annað skipulag. Og ég skipti um á rúmum kannski svona mánaðarlega...

woonda | 25. feb. '15, kl: 11:21:42 | Svara | Er.is | 0

var með svona plan þegar ég var í fæðingarorlofi og fannst það ótrúlega fínt. Núna er ekkert sérstakt plan. Búum alltaf um rúmin á morgnanna, skipti á rúmunum þegar mér finnst þurfa. Ryksuga ca annan hvern dag. Við hálpumst mikið að hjónin og gerum það sem þarf að gera þegar þess er þörf. Þríf baðkarið alltaf áður en farið er í bað.

freud626 | 25. feb. '15, kl: 11:45:25 | Svara | Er.is | 0

Við erum 2 fullorðin og 3 börn.
Er ekki með neitt vikuplan en svona er þetta ca.
Skipt á rúmum á 10-14 daga fresti hjá okkur en vikulega hjá krökkunum.
Ryksugað daglega og skúrað nokkrum sinnum í viku (eldhúsið þó oft daglega). En ég skúra og ryksuga svefnherbergin sjaldnar, kannski bara um helgar. Ég geng jafnóðum frá í þvottaherberginu og fataskápum þannig ég þarf aldrei að taka þá sérstaklega í gegn. VIð þrífum ekki glugga oft að utan en þrífum þá að innan eftir þörfum.
Þurrkað af ca. vikulega. Gengið frá öllu dóti fyrir háttatíma og börnin eru duglega að gera það sjálf þannig við þurfum lítið að hjálpa.
Baðherbergið er þrifið daglega og síðan extra vel um helgar. Þvæ 2 vélar á dag.
Kallinn sér um matarinnkaup og um allt eldhúsið og eldar. Þannig ég veit ekki hversu oft allt er þrifið þar en það er allaveg mjög hreint!
Verslað ca 2 svar í viku.
Er í fæðingarorlofi núna. Mun ekki þurfa þrífa svona mikið þegar ég er byrjuð að vinna og þau á leikskóla á daginn.

fálkaorðan | 25. feb. '15, kl: 11:56:41 | Svara | Er.is | 0

Ég fæ þrif á gólfum og hreinlætistækjum á 2 vikna fresti. Mér finnst það of lítið svo ég skúra alrýmið (eldhús, borðsstofa og stofa) og þrif hreinlætistækin líka hinavikuna. Geri það sitthvorn daginn og bara eftir þörfum.


Ég set alla daga í uppþvottavélina ef eitthvað er eftir frá deginum áður, set í 1-2 þvottavélar og plokka föt og drasl upp úr gólfunum. Sópa alla daga.


Annað er það ekki. Ef ég er góð og þarf ekki að spara mig í skólann eða börnin þá tek ég einn og einn skáp eða þurrka af í stofunni eða pússa stofugluggann (mæðirmikið á honum, börnin 3 með skítuga putta í glugganum alla daga).

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

17sub | 25. feb. '15, kl: 12:01:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka ykkur fyrir svörin :)

niniel | 25. feb. '15, kl: 12:23:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum með plan, en það er nú bara sumar vikur sem það er prentað út og farið eftir því :p


Vikulegum verkum er dreift á alla dagana þannig að það séu tvö verkefni á dag, ég geri annað og maðurinn minn hitt.


1) skúrað 2x í viku og ryksugað 1x (það er parket á allri íbúðinni, svo það þarf aðallega að ryksuga mottur, undan sófum og rúmum oþh.) - hina fjóra dagana er gengið frá uppsöfnuðum þvotti og/eða farið með endurvinnslurusl í viðeigandi tunnur/grenndargáma.


2) eldhúsið þrifið 2x, baðherbergið 1x, tiltekt í stofu/alrými 2x og barnaherbergjum 2x.


Daglega (oftast á kvöldin) er: sópað, sett í þvottavél og uppþvottavél, þurrkað af borðstofuborðinu, gengið frá leikföngum ofl. af gólfi. 


Við erum með þrjú lítil börn og bæði í fullu námi/vinnu auk tómstunda, svo að við eyðum ekki meira en hálftíma-klukkutíma í þrif á dag. 


Skiptum á rúmum þegar farið er að sjá á sængurfötunum, kannski á svona 2 vikna fresti, þurrkum óskaplega sjaldan af, kannski 1x í mánuði mest. Ef að það eru ekki hrúgur af þvotti, leirtaui eða leikföngum um allt, maður límist ekki við gólfið og helstu yfirborðsfletir (innréttingar, speglar, borð og stólar) eru sæmilega hrein þá er ég sátt.

nefnilega | 25. feb. '15, kl: 12:27:24 | Svara | Er.is | 1

Ég hamast í húsverkum þegar tími gefst. Fer þá eins og stormsveipur um húsið. En uppþvottavél og þvottavél eru alltaf í forgangi.

Andý | 25. feb. '15, kl: 12:27:40 | Svara | Er.is | 29

Í glr togaði ég þvottavélina fram á mitt gólf og þreif vegginn á bakvið hana og líka gólfið og bakið á sjálfri vélinni. Þetta reyni ég að gera á 14 ára fresti og í gær var einmitt dagurinn sem ég hafði skipulagt fyrir þennan gjörning. Verð að segja að það kom á óvart að það var ekkert dautt undir vélinni. Fjórtán ár gott fólk! Ég skil ekki hvernig þið geeeetið verið svona hress í þessu

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 12:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég færi nú bara þvottavélina við flutninga. Það hefur reyndar verið á innan við 14 ára fresti só far...

Andý | 25. feb. '15, kl: 12:40:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var einmitt að gera þetta af illri nauðsyn í gær og ekki vegna þess að ég hafi verið komin með nístandi illt í húsmóðurgenið. Eins gott að mamma mín les ekki bland :/

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

nefnilega | 25. feb. '15, kl: 13:49:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekkert dautt? En eitthvað lifandi?

Andý | 25. feb. '15, kl: 14:09:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki heldur. Fann tvo frekar dularfulla hluti. Eftir örlítil rannsóknarstörf komst ég að því að hér voru á ferðinni ca 9 ára gamlir bómullarhnoðrar og ég henti þeim. Svo fann ég maskara líka, henti honum ekki

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

nefnilega | 25. feb. '15, kl: 14:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kona hendir ekki góðum maskara!

raudmagi | 26. feb. '15, kl: 17:58:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur þá sagt að þú gerir þetta reglulega ;)

Horision | 27. feb. '15, kl: 09:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hva, þú ert bara alltaf með þvottavélina í fanginu.

GoGoYubari | 25. feb. '15, kl: 13:23:14 | Svara | Er.is | 1

Ekki beint, er að vinna í því samt. 


En það sem er komið í rútínu er á kvöldin að það er gengið frá í eldhúsinu og uppþvottavélin sett í gang, þannig að eldhúsið sé hreint og það sem maður þarf að nota sé aðgengilegt að morgni. Afdrasla líka oft á kvöldin, t.d. í stofunni, svefnherbergi og baðherbergi en ekki daglega samt (afdrasla líka stundum bara svefnherbergið en ekki stofuna). Mér finnst best að vakna á morgnanna og það mætir mér ekki drasl hvar sem það er í íbúðinni (en viðurkenni alveg að það er ekki alltaf svoleiðis).


Líða yfirleitt 3 vikur á milli rúmfataskipta (sem er reyndar ekki eftir neinu plani, það gerist bara alltaf á viku 3 að ég fæ það á tilfininguna að nú þurfi að skipta). Það er allur gangur á því hjá krökkunum, stundum oft skipt útaf pissiríi eða öðru, stundum líður alveg mánuður. 


Maðurinn fer í bað á nánast hverjum degi (stundum bara sturtu) og hann er í vinnu þar sem hann verður virkilega skítugur svo baðkarið er þrifið nokkuð reglulega (strík samt bara yfir með svamp og cif, er ekkert að skrúbba alltsaman hátt og lágt). Klósettið og vaskinn svona 1x í viku heilt yfir, en svo er alveg strokið af inn á milli eftir þörfum. 


Út með rusl c.a annan hvern dag eða eftir því hversu fljótt pokinn er að fyllast. 


Nú er ég að fara að verða heimavinnandi timabundið og er einmitt að leita mér að góðu plani til að halda öllu við, er svona að finna út bara hvernig ég vil hafa þetta.

Grjona | 25. feb. '15, kl: 14:36:07 | Svara | Er.is | 0

Já. Annað grjónið verkar kattasandinn á hverju kvöldi, hitt moppar stofu+eldhús+borðstofu (eitt rými). Annað gerum við hin eftir þörfum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

zazazizi | 25. feb. '15, kl: 14:48:20 | Svara | Er.is | 0

Nei. Það er örugglega það síðasta sem ég myndi gera, að gera plan yfir heimilisverk. Ég kann vel við óskipulagið heima hjá mér.

Það er sópað á hverjum degi, um það bil.

Það er ryksugað einu sinni í viku, um það bil.

Skipti á rúminu mánaðarlega.

Svo er bara tekið til og þrifið eftir þörfum og í sumum tilfellum eftir nennu. Stundum þegar von er á gestum er tekinn pínu tiltektar gestasprettur.

Dalía 1979 | 25. feb. '15, kl: 14:56:51 | Svara | Er.is | 0

Eg er ein af þeim sem þríf alla daga 

fjolubla | 25. feb. '15, kl: 16:12:51 | Svara | Er.is | 0

Ég skipti á rúmunum aðra hverja helgi. Annað er svo gert eftir þörfum... eða nokkrum dögum eftir að þörfin kemur upp.

EvilKitty | 25. feb. '15, kl: 16:17:13 | Svara | Er.is | 0

Það er ryksugað og þurrkað af, ásamt baðherbergisþrifum og eldhústiltekt (hafi eitthvað safnast upp yfir vikuna) á laugardögum. Sunnudagar eru þvottadagar. Annan hvern sunnudag er skipt á rúmum.

Nefertiti | 25. feb. '15, kl: 16:26:23 | Svara | Er.is | 1

Vá hvað þið eruð allar öflugar að þrífa! 


Ég ryksuga svona 2-3svar í viku (eftir þörfum), skúra svona kannski mesta lagi 1x í mánuði, skipti um á rúmunum svona 1 sinni í mánuði líka, þríf baðherbergið vikulega, eldhúsið daglega og uppþvottavélin í gang daglega. Þvottinn þvæ ég 2svar í viku. Held öllu snyrtilegu jafnóðum þ.e. gengið frá strax ef eitthvað er.


Hvernig stendur á því að fólk er að skúra einu sinni í viku og jafnvel daglega? Eru þá smábörn á heimilinu? Hér er yngsta 10 ára og ekki farið inn á skónnum þannig að ég er bara að spá :)

freud626 | 25. feb. '15, kl: 17:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já erum með tvö smábörn. Það yngsta er ekki farið að labba þannig ég vil hafa gólfin hrein. Síðan eru þau líka dugleg að subba allt út við matarborðið þess vegna er eldhúsið skúrað daglega.
Nei hér er heldur aldrei farið inn á skónum.

niniel | 25. feb. '15, kl: 17:34:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er skúrað tvisvar í viku og mætti alveg vera þrisvar, en hér eru líka þrjú börn undir 5 ára í heimili ;)

Alli Nuke | 25. feb. '15, kl: 16:35:38 | Svara | Er.is | 22

Ég sver það mér er orðið svo andskotans sama. Suma morgna byrja ég á því að stíga á matarleifar, það eru föt, leikföng og aðrir hlutir bókstaflega á hverjum fermeter, en eftir að ég uppgötvaði sannleiksgildi þess að það er aðeins hægt að velja tvennt af eftirtöldu og hafa það í lagi:

-Hreint heimili
-Ánægð börn
-Geðheilsa

Þá gaf ég hreint heimili upp á bátinn. Ég hef gert ansi margar tilraunir til að hafa allt þrennt í lagi, en þá er það alltaf geðheilsan sem byrjar að láta undan og hún er einfaldlega meira virði en eitthvað helvítis pjatt.

Trolololol :)

holyoke | 25. feb. '15, kl: 21:30:43 | Svara | Er.is | 0

Ja skipti í helgar. Hef sængurfataskipti á 2 vikna fresti, þríf ískapinn sömu helgi og sængurfötin (samt 1x i man), skúra aðra helgi en ryksuga alla daga. Svo reyni eg að nota smatima hverja helgi fyrir hvert herbergi (baðið eina, eldhusið eina ofrv) gengur misvel. Annars er reglan bara að þrífa baðkarið eftir notkun (kallinn fer mikið i bað og barnið) og svo skiptumst við a að setja í uppþvottavel og taka ur. Þvotturinn er flokkaður og eg set oftast i vel þegar skuffa af lit eða tegund er orðin semi full og kallinn hjalpar mer að hengja upp og við spjöllum saman a meðan :)

strawberry3 | 26. feb. '15, kl: 01:03:41 | Svara | Er.is | 0

jamm,, en hefur ekki alltaf virkað.. Líklega því það er ekkert sem þau fá í staðinn… börnin sem sagt:)) Þarf að fara finna eitthvað skemmtilegt í staðinn greinilega.. En hafði það þannig að eftir 3 daga x við allt sem þær áttu að gera þá var nudd,til að sofna svo kannski næst var spilað …
Vildi ég hefði einhverja þrifkonu.. það er svo margt sem mér finnst verða einmitt að gera.. t.d ískápurinn verður alltaf svo fljótt skítugur, og hillurnar sem sýrópið og hveitið er í og að skipa á rúmum ÖLLUm tekur huge tíma að þvo og þurrka þetta, þurrka úr skápum, þvo wc sem ég þarf að gera annan hvern dag lágmark, þurrka af gólfum sem ég þarf að gera svo daglega.. Verð að fá krakkana í þetta svo ég verði ekki vangefin . Svo bara þetta daglega… ok er orðin þreytt sko núna bara að hugsa um þetta..

strákamamma | 26. feb. '15, kl: 02:03:17 | Svara | Er.is | 0

nei...og það er óhollt að búa um  :P

strákamamman;)

strákamamma | 26. feb. '15, kl: 02:04:38 | Svara | Er.is | 2

ertu heimavinnandi?

strákamamman;)

GuardianAngel | 26. feb. '15, kl: 03:16:52 | Svara | Er.is | 0

Ég sópa/ryksuga daglega.. geng frá jjafn óðum og skúra 1x-3x i viku. Eina sem eg er subba með eru rúmin. Nenni svo sjaldan að skipta á þeim... og fatahrúgur af hreinum þvotti sem eg nenni ekki að brjota saman.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

diorio | 26. feb. '15, kl: 09:10:18 | Svara | Er.is | 0

Fyrsta mánudag hvers mánaðar versla ég yfirleitt almennilega í matinn og kaupi flest annað sem ég þarf fyrir þann mánuð. Það er í raun eina skipulagið þannig séð. Er frekar mikill snyrtipinni svo tiltekt og þrif koma einhvernveginn sjálfkrafa eftir þörfum; tek oftast til í lok dags og þríf ca. einu sinni í viku.

miramis | 26. feb. '15, kl: 10:27:28 | Svara | Er.is | 5

Það er ekki séns að ég hafi orku í svona þrif á virkum dögum eftir fullan vinnudag og rúmlega það. Varla að ég nenni að týna upp af gólfunum hérna þegar maður er búinn að elda og ganga frá og koma börnum í rúmið. 

trilla77 | 26. feb. '15, kl: 11:38:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sammála, ég er nú kattþrifin kona en ég get bara ekki staðið í svona biluðu þrifaplani ofan á allt annað sem þarf að sinna hér í vinnu og heima


Stundum eftir að ég er búin að þessu allra nauðsynlegasta þá þrái ég það eitt að henda mér upp í sófann, fá mér súkkulaði og leysa eina krossgátu bara fyrir sjálfa mig

Felis | 26. feb. '15, kl: 11:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þeir sem eru með svona plan hljóta bara að vera heimavinnandi og hafa ekkert annað að gera

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 11:43:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Really? 


Hvað er að því að vilja hafa hreint heimili og leggja það á sig sem þarf til þess? Af hverju er það orðið að einhverju "omg þessi hefur ekkert betra að gera". Af hverju eru húsverk eitthvað minna mikilvæg en önnur?

Felis | 26. feb. '15, kl: 11:49:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ég sagði ekki "ekkert betra" ég sagði "ekkert annað"


það hlýtur að segja sig sjálft að manneskja sem vinnur 8 tíma + á dag hefur minni tíma til að sinna heimilisverkum en sá sem er heimavinnandi. Ég geri svo ráð fyrir að fólk hafi einhver önnur áhugamál, já og jafnvel börn til að sinna, en þrif. 


Og húsverk eru mun minna mikilvæg en svo ótrúlega margt annað - td. geðheilsa og hamingja. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 11:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef að fólk er skipulagt er þetta vel hægt með öllu öðru. Ég skil alveg að margir setji húsverk aftarlega á forgangslistann, ég gerði það mjög lengi sjálf. En er búin að vera að innleiða góðar venjur síðustu ár sem er bara út frá því hvernig ég vil lifa lífinu, og finnst það mikið betra. 


Hreint heimili er = góð geðheilsa hjá mér. Mér líður mikið betur með hreint í kringum mig heldur en ekki. 


Ég hef bara tekið eftir þessu viðhorfi víða, sérstaklega hjá ungu fólki. Eins og það þótti flott á árum áður að vera tipp topp húsmóðir þá er eins og við höfum farið alveg í hina áttina og ef fólk vill eyða tíma í húsverk þá hlýtur það annaðhvort að hafa svona lítið annað mikilvægt að gera eða eitthvað að því. Tja eða verið heimavinnandi sem þykir nú ekki fínt í dag. 


Tek það fram að ég er alls ekki að segja að það sé slæmt að við séum komin frá gömlu tímunum þar sem konurnar voru bara heima að þrífa. Held að hver einasta manneskja sem hefur séð svörin mín hér í gegnum tíðina viti hvar ég stend í jafnréttismálum. En eftir að ég fór að gera þessar breytingar hjá mér og skoða viðhorf fólks í þessum efnum hef ég bara tekið eftir þessu og finnst það merkilegt. Ætli það sé vegna þess að konur sjá oft um heimilisþrifin að þau séu álitin minna mikilvæg? Maður spyr sig.

miramis | 26. feb. '15, kl: 12:22:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Þetta er náttúrulega vegna þess að hér áður fyrr var þetta oft aðalstarf konunnar, að sjá um heimilið. Og konur gjarnan metnar út frá því hversu vel þær héldu heimili. Konur hafa sem betur fer í dag aukin tækifæri til að helga sig öðru en heimilinu ef þær vilja það. 

Ég vinn 8 tíma á dag, ofan á það bætist klukkutíma matarhlé. Þá er ég 45 mínútur á leið í vinnu, þannig að fjarvera mín á venjulegum degi slagar hátt í 12 tíma á dag. Ég príorítera tíma með fjölskyldunni framar en þrifum, þessar fáu stundir sem ég á aflögu. Þrif eru hvorki aðaláhugamál mitt né finnst mér þau það sérstaklega mikilvæg. Ef öðrum finnst þetta mjög mikilvægt þá er það hið besta mál, different strokes og alt það. 

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 13:23:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það alveg og ég er ekkert að setja út á það, eins og ég tók fram. 


Já fólk hefur mikið að gera og ég myndi frekar segja að fólk skipulegði heimilisverkin einmitt akkuar af því að það hefur lítinn tíma. Ef að lítið er gert yfir vikuna þá hrannast verkin upp og fólk þarf þá að fara að eyða frítíma, t.d. helgum í að vinna það upp. 

miramis | 26. feb. '15, kl: 13:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er samt eitthvað við það hvernig þú setur þetta fram sem mér finnst hljóma eins og þér finnist það á e-n hátt æskilegt að fólk skipuleggi heimilisstörfin akkúrat eins og þér finnst best að skipuleggja þau. 

Hjá mér snýst þetta ekkert um að eitthvað hrannist upp, ég bara hef engan áhuga á að sinna heimilisverkum í miðri viku, þetta er mér ekkert kappsmál og sem betur fer þá bý ég í samfélagi sem dæmir virði mitt sem manneskju ekki út frá því hvernig ég held heimili. 

miramis | 26. feb. '15, kl: 13:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er í sjálfu sér ekkert skrítið að þér finnist þetta "skrítið" ef þetta er eitthvað sem er þér mikilvægt og þú ert búin að vinna í að breyta hjá sjálfri þér, við höfum öll tendens til að horfa á heiminn ´tu frá sjálfum okkur. Ég t.d. skil ekki af hverju fólki finnst þetta svona mikilvægt :) 

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 13:36:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég fór bara að pæla í þessu eftir að ég fór að breyta þessu hjá mér, enda var ég sóði dauðans!


En mér finnst ég alveg sjá bæði á þessari umræðu og annarsstaðar að það þyki ekki merkilegt að vilja hafa hreint í kringum sig því þá hefur maður ekkert merkilegra að gera og það var það sem ég var að setja út á í upphafi.

Felis | 26. feb. '15, kl: 13:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er munur á að hafa snyrtilegt í kringum sig og að þrífa alla daga einsog jólin séu á morgun

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 13:41:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jájá, og þegar ég tala um að ég  skipuleggi og vilji hafa hreint þá er ég nú samt ekki að tala um að það sé hægt að sleikja hjá mér gólfin. Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að komast á þann stað sem ég er núna og samt vil ég ekkert fá heimsókn án fyrirvara ;)

Máni | 26. feb. '15, kl: 13:41:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef séð sömu konuna segjast bæði skúra öll gólf og skipta á öllum rúmum á hverjum degi.

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 13:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig?

Máni | 26. feb. '15, kl: 14:11:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gerir þú það?

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 14:32:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en þetta kemur út eins og þú sért að tala um mig. Ég var samt ekki viss og þessvegna spurði ég.

Máni | 26. feb. '15, kl: 14:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gerir þú það?

Felis | 26. feb. '15, kl: 14:33:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég man eftir einni sem sagðist skipta á öllum rúmum á hverjum degi, samt sagði hún líka að öll börnin hennar (sem var böns) svæfu alltaf bara uppí hjá henni svo að væntanlega var hún að skipta um á ónotuðum rúmum

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Máni | 26. feb. '15, kl: 14:42:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kræst hvað ég myndi nenna svona

Nefertiti | 26. feb. '15, kl: 15:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert smá óumhverfisvænt! Reikna með að þetta hafi þá verið nokkrar þvottavélar á dag.

Felis | 26. feb. '15, kl: 15:15:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég held að hún hafi verið að allan daginn að þvo og þrífa ímyndaðan skít


eða að búa til, ég þekki þessa konu ekkert í kjötheimum en hún var virk hérna á tímabili (ef hún er virk núna þá er hún á öðru nikki eða bara að lesa held ég)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

afþví | 26. feb. '15, kl: 20:46:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Man eftir þessu líka. Ég er svo löt að skipta á rúmum að ég gleymi þessu líklegast aldrei :P

Felis | 26. feb. '15, kl: 12:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fólk náttúrulega eyðir bara þeim tíma sem það hefur í það sem það vill, ef fólk kýs að eyða mörgum tímum á dag í þrif og önnur heimilisverk þá er það bara þeirra mál (hvorki betra né verra mál en eitthvað annað). Það gefur samt auga leið að ef fólk þrífur svona mikið daglega þá er það að sleppa einhverju öðru, það er þá ekki í vinnu eða á ekki börn eða á ekki önnur áhugamál. Ekki nema þetta fólk sé búið að uppgötva einhverja leið til að hafa fleiri klukkustundir í sólarhringnum - gott skipulag hjálpar þar til en breytir samt ekki tímanum. 



___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 13:28:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta þarf einmitt ekkert að vera margir tímar á dag, bara korter hér og þar og skipta verkunum niður og gera eitthvað á hverjum degi svo verkin hrannist ekki upp. En svo er auðvitað misjafnt hversu fínt fólk vill hafa hjá sér, sumir vilja geta sleikt gólfin en aðrir bara hafa snyrtilegt þó að það sé ryk í hillum og annað (ég er í þeim flokki).


En annars var ég bara aðallega að kommenta á það hversu það er talað niður að eyða tíma í þrif eða skipuleggja þau. Eins og það sé mest absúrd hugmynd í heimi. 

Felis | 26. feb. '15, kl: 13:31:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar er ég að tala niður að eyða tíma í þrif og skipulagningu? 


ég sagði að fólk sem hefði SVONA plan hlyti að hafa mikinn frítíma (= heimavinnandi, eða vinna lítið)


en reyndar finnst mér absúrd að vilja vera heimavinnandi, ég bara næ ekki af hverju einhver ætti að vilja það (og já það er allt annað að vera í fæðingarorlofi eða geta ekki unnið af einhverjum ástæðum)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

EvaMist | 26. feb. '15, kl: 13:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var ekki að segja að þú talaðir þetta niður heldur almennt. 

GoGoYubari | 26. feb. '15, kl: 13:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já mér fannst samt hroki í þessu hjá þér. 


Nei ég gat heldur aldrei skilið hvernig einhver gæti hugsað sér að vera heimavinnandi. Svo lendi ég í þeim aðstæðum að eiga barn með sérþarfir og að djöggla vinnu og umönnun þess er bara meira en að segja það svo ég ætla að vera heimavinnandi tímabundið (vinn reyndar aðeins og á kvöldin og um helgar). Tók þá ákvörðun með sálfræðingnum mínum og allt sem er einmitt að reka mig í háskólann sem ég stefni á í haust (betra að vera í námi með börn upp á að hafa sveigjanlegri tíma og svoleiðis). Ein vinkona mín benti á að það þyrfti hreinlega hugrekki í dag til þess að vera heimavinnandi því það væri svo litið niður á það og sálfræðingurinn sagði að gæti verið vegna þess að það hafi verið notað sem hækja fyrir konur sem hafa ekki þorað í nám eða á vinnumarkaðinn. Það eru allskonar pælingar í kringum þetta, tengist ekki beint þessari umræðu en mig langaði bara að taka upp hanskann fyrir fólki sem skipuleggur þrif sín og leggur metnað í heimilið.

Felis | 26. feb. '15, kl: 13:56:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

að mínu mati er maður ekki að velja að vera heimavinnandi ef maður getur ekki sinnt vinnu vegna sérþarfa barnanna manns. 


Að velja að vera heimavinnandi er að velja að vera heima því að manni finnst svo nice að dúlla sér bara eitthvað og maður hefur hvort eð er maka til að halda manni uppi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bakarameistarinn | 26. feb. '15, kl: 17:04:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, hún velur að vera heimavinnandi, hún gæti haldið áfram að vinna en hún velur að gera það ekki og útskýrir af hverju. Minna álag fyrir vikið. Dúlla sér? Ég hef bæði unnið úti og verið heima en ég hef aldrei upplifað það að vera heima sem eitthvert dúll. Ef börnin fara ekki í vistun eftir skóla heldur heim skapast vinna (fleiri máltíðir, meira þrif, meiri tími almennt í börnin) – ekkert sérstakt dúll. Nú á ég stórt heimili og tvö börn af þremur með sérþarfir og við búum í landi þar sem eru miklar kröfur í skólunum og foreldrar hafa varla við að hjálpa til við heimalærdóminn. Ekkert sérstakt dúll. Ég gæti alveg verið í fullri vinnu með þessu, en ég vel að vera heimavinnandi/í hlutastarfi, svo að við drukknum ekki úr stressi og leiðindum á kvöldin og um helgar. En ég mæti skilningsleysi og ég finn sterkt hvað fólk (konur?) líta niður á þetta starf (og alveg sérstaklega á Íslandi) þegar ég missi út úr mér að ég sé heimavinnandi og þarf alltaf að útskýra það. Finnst það miður.

bakarameistarinn | 26. feb. '15, kl: 16:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er absúrd að vilja vera heimavinnandi? Finnst þér þá jafn absúrd að einhver velji annað starf en þú? Er ekki eðlilegt að sumir séu það húslegir að þeir geti notið sín í að sinna börnum og reka heimili sem í sumum tilfellum eru stór og krefjast mikillar vinnu?

Hvaðan kemur þessi fyrirlitning margra á þessu starfi?

piscine | 26. feb. '15, kl: 20:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sko ég skil ekki hvernig nokkur maður getur viljað vera viðskiptafræðingur. Eða endurskoðandi. Eða heimavinnandi. Þetta eru allt hlutir sem ég gæti aldrei nokkurn tíma hugsað mér að gera. 

Felis | 26. feb. '15, kl: 20:27:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég á voða erfitt með að sjá það að vera heimavinnandi sem starf, það sem fellst í því er eitthvað sem allir gera hvort sem þeir eru í vinnu eða ekki. Ef það er starf að vera heimavinnandi þá er ég í tveimur vinnum því að ég hugsa bæði um heimili og börn og er útivinnandi. 


Það er bara allt annað mál hvort að fólk velur sér annan starfsvettvang en ég. Heimilisstörf er ekki eitthvað sem maður velur sér, maður þarf að sinna þeim hvort sem manni líkar betur eða verr. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Nefertiti | 26. feb. '15, kl: 21:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þér. Mér finnst líka athyglisvert hve fáir karlar kjósa að vera heimavinnandi.

strákamamma | 26. feb. '15, kl: 15:44:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

helde það sé meira bara svona tímaspursmál   ef maðurkemur heim kl 5 með þreytt börn og á þá eftir að elda, láta læra, baða og kannski ná nokkrum mínútum af gæðatíma með þessum blessuðu börnum þá er bara ekkert eftir til þess að taka skápa í gegn eða þurka af eða what have you.  Ég væri alveg til í að hafa aukadag í vikunni til þess að geta gert þetta, en það erbara ekki séns...sérstaklega þegar ég þarf svo að vinna á kvöldin eftir að krakkarnir eru komnir í bólið

strákamamman;)

Andý | 26. feb. '15, kl: 12:49:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var einmitt að hugsa það en þorði ekki að ganga á línuna og spyrja þetta fólk hvort það væri þurfalingar á bænum

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

josepha | 26. feb. '15, kl: 10:58:30 | Svara | Er.is | 0

Uhh. Það sem þú gerir á 6 vikna fresti finnst mér fínt að gera á svona 6 mánaða fresti.Skipti á rúmum á tveggja vikna fresti. Annars er ég með fólk sem þrífur mjög vel hérna á tveggja vikna fresti og þau þrífa undir stóru húsgögnunum líka. Daglega sé ég um þvott og ryksuga og þurrka af eftir þörfum, bara svona eðlileg "viðhaldsþrif".  

Bakasana | 26. feb. '15, kl: 11:46:45 | Svara | Er.is | 0

Við bara þrífum það sem þarf að þrífa þegar þarf að þrífa það. Áratugum saman hafa rúmfataskipti t.d. Verið háð því hvort einhver pissar undir, fær ælupest, er með gistipartý, hversu mikið fjör er í hjónarúminu o.s.frv. 
Ég get ekki ímyndað mér að svona plan myndi gagnast okkur mikið. 

EvaMist | 26. feb. '15, kl: 13:01:59 | Svara | Er.is | 1

Vá hvað ég myndi ekki nenna svona. Hér er bara tekið almennilega til einu sinni í viku að jafnaði. Tekur ca tvo tíma. En það er líka gengið frá að mestu jafnóðum.

Maluettan | 26. feb. '15, kl: 13:30:55 | Svara | Er.is | 0

Geng frá öllu jafnóðum og þríf reglulega. Ryksuga nokkrum sinnum í viku. Heimilið oftast skítsæmilegt bara. Krakkinn gengur frá eftir sig fyrir svefninn svo það er aldrei allt á hvolfi. Eldhúsið þrifið jafnóðum og kallinn sér um þvottinn. Ekkert plan hér :)

Atlantics | 26. feb. '15, kl: 14:28:05 | Svara | Er.is | 0

Það ganga sögur í minni sveit (og hafa gengið í einhverja áratugi) af konu sem að skúrar í hverri viku!!! Og það er talin algjör ofvirkni og óþarfi og hvernig nennir konan þessu og svo framvegis. Ég er alveg hjartanlega á sama máli að það sé algjört brjálæði, og er ekkert feimin við að segja, að á mínu heimili er þrifið sem allra, allra minnst. Ef von er á gestum, er öllu lauslegu kastað inn í lokaðan skáp og moppað létt yfir helstu fletina. Tilhugsunin um sérstakt þrifplan gerir mig dapra og þunga í sálinni, ég gæti aldrei lifað mínu lífi eftir einhverju svoleiðis plani, mér finnst nóg að vinnutími sé planaður og einstaka tómstundir, rest vil ég óplanaða svo ég hreinlega geti andað. Lífið er of stutt til að gera eitthvað sem manni finnst leiðinlegt :)

Lóanerkomin | 26. feb. '15, kl: 16:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einmitt algjörlega öfug týpa á við þig:) Ég höndla illa allt óskipulag og mér líður hreinlega illa þegar ég veit ekki hvernig næstu dagar/vikur verða. Öll svona plön hjálpa mér að viðhalda geðheilsunni:)

Ígibú | 26. feb. '15, kl: 18:14:33 | Svara | Er.is | 0

Ég er bara ekki með neitt plan. Ég þríf þegar ég hef tíma, þegar mér finnst kominn tími á það, eða þegar ég nenni/langar til.

Mér myndi t.d. ekki detta í hug að þrífa gluggana á 6 vikna fresti, og ég skipti á rúmunum þegar er þörf á, stundum erum við lítið heima og þá er skipt sjaldnar á rúmunum.

Emmellí | 26. feb. '15, kl: 18:45:02 | Svara | Er.is | 0

Aldrei myndi ég nenna svona vinnuplani !! Ég geri það sem þarf þegar það þarf að gera það. Sópa gólfin þegar þess þarf eða ryksuga, skipti um á rúmun þegar mér finnst þau vera orðin óhrein, hreinsa baðið þegar það er orðið óhreint. Reyni bara að gera sem minnst af húsverkjum.

Ynda | 26. feb. '15, kl: 22:02:15 | Svara | Er.is | 0

Niiii,ekkert plan,geri þetta eftir þörfum

17sub | 27. feb. '15, kl: 00:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gaman að lesa svörin ykkar og greinilega skiptar skoðanir á þrifnaðarplaninu mínu. Já ég er heima alla daga er í atvinnuleyt og er að verða geðveik á að leggja mig á morgnana þegar krakkarnir eru farnir í skólann. Hugsa um það sem ég "þarf" að gera hér heima svo ég gerði bara svona fínt skipulag og lít á það sem mína vinnu á meðan ég er heima. Kallinn vinnur eins og vitleysingur frá morgni til kvöld og kellingin bara heima í kósý alla daga nei nú er það búið og heimilið verður tipp topp n.b. sem það hefur aldrei verið. En ég skal segja ykkur það að þegar ég er farin að vinna þá er þetta plan flogið út um gluggan.
MIg langaði bara að sjá skipulag hjá einhverjum öðrum því ég hef aldrei pælt neitt svona skipulega í þessum þrifum.

Horision | 27. feb. '15, kl: 09:14:41 | Svara | Er.is | 1

Ég hef gott og einfalt plan ; geri þetta á morgun.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Síða 10 af 47634 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Kristler